Heimskringla - 26.12.1901, Page 3
HEIMSKRINGLA 26. DESEMBER 1901.
3
En ég sé á afleiðingum,
Ilt hefir verið hann að temja;
Yerið oft, við aldar-háttinn
Ónæmur til fuls að semja—
Það er að segja, ef sýndist honum
Sverfa’ að velferð þjóðar, landsins.
Eigin-hag lét flakka í fylsta
Forsjáleysi æsku-mansins.
Frá þeim árum, enn ég kenni
Andann hans í stefnum grónum,
Eins og vorsins fyrstu fugla
Á flugi þekki' f hrafna-mónum.
Öllum mfnum er það sama
Önnur heiti til þó nefnið—
Lögun gullsins glepur heimska,
Glöggur maður þekkir efinð-
Þegar ég, f leiði ljúfu,
Legg af hafi inn á fjörðinn,
Heilsa mér með svipnum sveinsins
Sólgylt höfnin, menn og jörðin.
Þegar ríð ég heim í hlaðið
Hlemmi-braut að dala-bænum,
Finn ég þar er úti og inni
Æskan hans í fólki, blænum.
Bóndinn heilsar, á mig yrðir
Útlending, sem kongur, bróðir.
Það eru breyttir heima-hættir,
Heimtað fleira’ en vera góðir.
Dala-karlinn á, nú orðið,
Einurð til að vera maður—
Þetta sagði’ hann, svona var hann
Sjálfur frjáls og æskuglaður.
Mér úr húsi’ í hlaðið fylgir
Heimasætan—draumar rakna—
Segir upphátt, eigi roðnar:
Útlendingur, þfn ég sakna!
Fann ég að um hulda heima
Hafði’ hún skygnst, af tindi dals-
ins—
Þetta kvað hann ungur. Öllum
Óaði við brekku fjalsins.
Komi’ eg þar, sem vildust veit ég
Völd og lærdóm fylkja liðið,
Sé ég þar á furðu fáum
Farisea’ og herra-sniðið.
Hans á yngri árum var það
Öllum heilagt nema gíönnum.
Skop hans um það ávann honum
Úthýsing hjá dánumönnum.
Auði hlaðin skip, á skriði,
Skauta hvítu út með ströndum;
Þnr er byr, frá bylja-árum
Bernskn hans í seglum þöndum.
Unglings hugsun er að gróa
Upp úr blásnum fjalla-högum.
Hann á, skráð á sveitar-sandinn,
Sögu-brot frá yngri dögum.
Og ég fann í framtíð nýrri
Fólk er þorði’ að sverja og efna:
Litlu skifti eign og upphefð;
Aðalsmark er verk og stefna;
Menjar okkar, ódauðleikinn,
Eru f lífi fósturlandsins-
Það eru vonir vfgðar honum,
Vilji djarfa æsku-mansins.
Það er víst, hann vægði’ ei falsi.
—Veiztu’ að orðin drepa’ og sýkja?
Framtíð á hann—árið hina
Alla, er kunna’ að semja’ og vfkja.
Aldrei getum uppi haldið
Öllu, sem til lfknar varð hann;
Okkar vesöld um hann rasar,
Ofurhugann, vfga-Barðann.
Svo kom þessi sæli friður,
Sómamenskan, engilblfðan,
Uauðalogn f öllum æðum.
" Yfirl)ót það nefnum síðan—
Allar taugar slöptu slitnar;
Slepti sinnar æsku tökum,
Hætti’ að drekka, hætti’ að vinna,
Hlftti gerð f fillum siikum.
Hugsið ekki, þrátt um þetta,
Það ég tali á mold hans reiður.
Vfst var ekki ofgóð honum
Alskyns sæla, nokkur heiður.
Yor var sök, að tfminn treindist
Tii
hann yrði svona þægur
Hefðum við hann hengt um þrf-
tugt
Hefði’ ’ann orðið maður frægur.
^errið tárin, huggist, huggist!
Hvað er orðið breytt um náinn?
Hú er enginn héðan horfinn,
Hann var löngu svona dáinn.
^jáið, það er sama róin,
■'A’ipur hans er ekki breyttur,
Mæðu-brosið margra ára,
Mókið eins og hann var þreyttur.
Ferðist út um fjíirð og bygðii
ijótt mun léttast harmuT þu
*>;,r er hann á lffsins landi,
Bíkur þvf sem hann var ungr
Svo hef’ eg þá yfirfarið
Alskubrekin, glfipin, ragið—
Taktu nú við söra Sómi,
Begðu heimi niðurlagið.
Myndirnar.
Eftir: A. G. Dalmaxn.
Aðfangadagurinn var líkur
mörgum öðrum miðsvetrardögum
hinna norðlægu laiula. Himininn
var heiður, nema hvað neðst við
brún sjóndeildarhringsins, voru
gulbleikar randir, er líktust J>ó
meirgamalli umgjörð á fornu mál-
verki, en vanalegum skýjadrögum.
Þéttings gola blés að norðan, ógur-
lega köld og grimdarleg, sérstak-
lega fyrir þann hluta mannkynsins
er skorti ldý klæði til að hvlja
með líkamann, eða eldivið til að
verma hin hrörlegu heimili.
Mrs. Sveinsson var ekki fult
þrjátíu ára, en samt leit hún út
fyrir að vera nær fimtug. Hún var
ekki hærð, af því hárið var ljóst og
leyndi hinum silfurhvítu hárum.
Háraliturinn og allur yfirlituriun,
brr vott um þjóðerni hennar. Á
svipnum og útlitinu mátti lesa tím-
ans þögulu rúnir, hrukkurnar lit
frá augunum líktust götum, er hin
brennandi tár höfðu lagt; tár, sem
enginn liafði séð, og heímurinn því
ekki hlegið að eða fyrirlitið.
Hinn guli og þre ytulegi litur
syndu að æskarósir Mrs. Sveinsson
voru fölnaðar, að hún var öldruð
fyrir ár fram. Það var auðséð að
liún var ein af stjúpbörnum heims-
ins, sem heimurinn kallar með til-
hlfðilegri fyrirlitningu. auðnuleys-
ingja.
Mrs. Sveinsson bjó í litlu bak-
herbergi, á öðru lofti, í hrörlegri
trébyggingu. Húsbúnaðurinn var
nær því enginn, fornfálegt rúm-
stæði með baðmullar ábreiðu, lítill
ofn eða járnkassi með einu eldholi,
tveir stólar með brotnum bökum,
og svo var trékassi fyrir borð og
fréttablíið fyrir borðklæði. Þetta
var allur húsbúnaðurinn, Einn
gluggi var á herberginu, en út um
hann sást ekkert nema óhreinir
bakstígar og upplitaðir trékofar.
,Mamma!‘ sagði stúlkubarn. á
að gizka sjö ára. ,’heldur þú ekki að
liann pabbi komi til okkar fyrir
jólin?‘ ,Eg veit ekki, elsku barn-
ið mitt, en ég vona það‘, svaraði
Mrs. Sveinsson og veikur roði færð-
ist yfir hið magra og þreytulega
andlit. Höndin sem hélt á nálinni
titraði, hún lét hendurnar falla um
leið og sorgblandið andvarp steig
frá brjósti hennar. Með undra
hraða runnu gegnum huga hennar
tilfellin eins og þau höfðu elt hvert
annað. Hún litla Björg var n er
því sjö ára, var liún nægilega þrosk-
uð til að skilja sannleikann?
Mundi það fjarlægja barnið, ef liún
segði því alt eins og var? Hún
leit til litlu stúlkunnar, er hafði
fært sig nær ofninum. Augu þeirra
mættust; það var eins og hin þög-
ula undiralda hinna tveggja sálna
rynni saman: barnið var ofungt til
að skilja heiminn með öllum sínum
undirförulu'brosum. Ekki lieldur
þekti það hinar svíðandi undir
syrgjandi sálar, Omögulegt var að
þessi sjö ára stúlka gæti gert sér
grein fyrir öllum þeim þjáningum,
er móðir hennar hafði liðið. En
samt var eins og samróma strengir
væru sneitir í sálutn þ >irra. Það
leit út eins og barnið findi til, eins
og móðirin. Það vareins og hrygð-
arsky liði yfir hinn snklausa svij).
Báðar sátu þegjandi. Mrs, Sveins.
son rendi huganum yfir hið liðna.
Hún hafði einlægt vonað að vinur-
inn. sem yfirgaf hana, áður en
blessað barnið fæddist, mundi koma
til hennar :að vanvirðu skýið, er
grúfði yfir henni og l)arni hennar,
mundi eyðast og hverfa. En var
til nokkurs að vona lei gur? Sj.'i
og hálft ár er langur tíi .i a«' vona
grátandi og biðjandi a«'( réUlætið
geri vart við sig. Húil I utti í ó-
kunna borg, vonandi að ta u nið
fyrir sér og barni sínu, « n b< sér
í lagi, til að vera sem lengst frá
fólki sínu og öllum æsku /inn u og
af þeirri ástæðu tók húi sér nafnið
Mrs. Sveinsson. Þrjú ir v ru lið.
in, síðan hún kom til borgarinnar
Henni haf«ði tekist. n eð sparnaði
og þrengingum, að vionp i’yrir <lag-
legu brauði. En str'lið virtist
einlægt veraað harðna:. t.ríðið fyrir
tilverunni var einlægt að verða
erfiðara. Nú var hávetur, enginn
peningur til, að eins fá pund af
kolum og ein vika þar til húsaleig-
an átti að gjaldast. sem voru4 doll-
ars um mánuðinn. Hvað átti hún
að gera? Að skrifa fólki sínu,
sem var við góð efni og biðja það
um lijálp? Nei, það var henni ó-
mögulegt. Hún hafði einu sinni
opnað hjarta sitt fyrir því og sagt
hreinan og beinan sannleikann,
en hennar eigin bróðir trúði henni
ekki. Fólk liennar hafði snúið við
lienni bakinu og látið hana skilja.
að liún væri í þeirra augum fyrir-
íitleg—fallin kona, er engrar með-
líðunar mætti vænta frá heiðarlegu
fólki. Það liafði helt eitri í henn-
ar blæðandi sár. Því gat það ekki
trúað henni? samhrygst henni og
rétt henni hjálparhönd? Hún
vissi það ekki—skildi það ekki.
Margur vandalaus hafði rétt henni
hjálparhönd, án þess að dæma hana
og látið hana finna til þess, að til
er kærleiki, sem umber alt og fyr-
irgefur alt. O! ef hún að eins
liefði giftingarskírteinið, þá gæti
hún sannað sakleysi sitt. Var það
mögulegt, að tilgáta bróður hennar
væri rétt, að þau hefðu aldrei verið
gift, að alt hefði verið svik og sjón-
hverfing, til að draga liana á tálar?
Nei, það var alveg ómögulegt. En
því kom hann þá ekki, eða skrifaði
henni—eða var hann dauður?—
Mrs. Sveinsson var svo oft bú-
in aðhugsa líkt þessu, að sál lienn-
ar var orðin ems og straumharður
lækur, er um margar aldir hefur
runnið sama farveg, og með iðni
grafið sér veg gegnum holt og hæð-
ir og enda harðar blágriHis klappir;
alt hennar hugsunarlíf snérist ut-
anum manninn, sem hún trúði að
væri löglegur bóndi sinn, fyrir guði
og mönnum, hvað um hann hefði
orðið—og svo auðvitað hugsaði
hún ura sínar eigin kringumstæð-
ur, sem aldrei liöfðu verið myrkari
en einmitt nú, Það var ekki ó-
liugsandi, að húseigandinn biði eft-
ir henni með húsaleiguna. Hún
hafði ætíð staðið í skilum við hann,
og með vorinu yrði meiri vinna og
minni kostnaður, þá þyrfti ekki
eins mikið eldsneyti að kaupa.
Hún kiptist við, því hún mundí
eftir því, að liún átti að þvo gólf
hjá Mrs. Brown, að því verki varð
að vera lokið fyrir sólsetur, svo
jafngróf vinna rinni ekki saman
við heilagleik jólanæturinnar.
Hún varð að fara strax. Það voru
nokkur cent í því, og fyrir þau
gæti hún keyft lífsviðurværi t’l
jóladagsins. Því þann dag mátti
ekkert vinna—ekki opinberlega.
,Nú verður þú að vera undur
góð, elskan litla, ég þarf að fara í
vinnu og það er svo undur kalt, að
ég get ekki tekið þig með mér.
Þegar blessað vorið kemur, skal ég
aldrei skilja þig eftir. Ef þér leið-
ist, þá getur þú farið til Mrs John-
son. Þú þarft ekki annað en
banka á dyrnar hennar, hún litla
Jenney er góð stúlka, eins og þú
veizt og er ætíð góð við þig, og
þær báðar‘. Mrs. Sveinsson var í
ákafa að búa sig út í kuldann.
Því má vera, að hið glögga móður-
auga hafi ekki séð, að varir barns-
ins titruðu, eins og hún vildi segja
eitthvað, eða þá að neyðin var
sterkari en elskan í þessu tilfelli.
Hvernig sem því var varið, þá var
það víst, að hún kysti barnið sitt
undur ástúðlega, hagræddi eldin-
um, sagðist ekki verða lengi og
fór. Hún liafði oft skilið litlu
Bjöirgu eftir, því liún vissi að Mrs.
Johnson, er bjó á sama lofti var
góð kona. Þó hún væri fátæk. sem
hún auðvitað var,. annars hefði
hún ekki búið í þeim parti borgar-
innar. Þar bjuggu ekki aðrir en
fátæklingar. Litla Björg sat lengi
hreifingarlaus. Hún var að velta
•ví fyrir sér, hvort hún ætti að
t’ara yfir til Mrs. Johnson; hún og
Jenney voru góðir vinir. en sein-
ast þegar þœr léku sér saman,
hafði Jenney spurt hana. hvar fað-
ir hehnar væri, því hann kæmi
ekki heim og færði henni brúðu
fyrir jólin, eða væri hann dauður
og ótal fleiri spurningum, er níu
ára barni getur í huga komið. En
vesalings Björg gat engu svarað.
Alt sem mamma hennar hafði sagt
henni,varað faðir hennar hefði far-
ið eitthvað langt í burtu, að hann
kæmi einhverntíma til þeirra. En
því kom hann ekki? Henni kom
til hugar, að biðja guð að lofa hon-
um að koma. Hún kraup við stól-
inn, spenti greipar, lagði aftur
augun og sagði: ,Elsku guð minn
góður, láttu hann pabba koma. svo
mamina þurfi ekki að skilja mig
eina eftir, og segðu honum að
kaupa mér brúðu með blá augu og
hár, eing og hárið hennar mömmu.
Það var þrusk úti í ganginum. Gat
það verið pabbi hennar? Hún
settist á stólinn, strauk liárið aftur
fyrir eyrun og beið með barnslegri
eftirvænting. Nei, enginn kom og
nú heyrði hún ekkertT. Svo fór hún
að hugsa um það, livort. hún
mundi þekkja föður sinn. Henni
kom til liugar, að skoða myndina
af honum, er var í N/jatestament-
inu undir koddanum. Hún tók
bókina er opnaði sig þar sem tvær
myndir voru, önnur var lítil og
upplituð, hitt var stærri og nýlegri
1 mynd. Björg tók litlu myndina,
það var mynd föður hennar. Hún
liafði oft séð móður sína fella
brennandi tár yfir þessari mynd,
en því fór betur, að hún skildi
ekki beiskju þeirra tára, er laugað
höfðu þessa upplituðu líking. Hún
skoðáði myndina nákvæmlega,hall-
aði höfðinu á fmsa vegu, eins og
hún væri að leitast við að gera sér
grein fyrir því, hvernig maðurinn
mundi líta út, er myndin væri tek-
in af. Björg lagði frá sér mynd-
ina og um leið steig hægt andvarp
til himins frá liinu unga brjósti.
Svo tók hún stærri myndina sem
var af móðurbróður hennar. Hún
skoðaði hana vandlega, lét síðan
báðar myndirnar í bókina, og bók-
ina á sinn stað, Svo sat hún hugs
andi litla stund. Það var eins og
hún væri að leitast við að koma
hugsunum sinum í samliengi og fá
á þær skipulag. En hugsunarfær-
in voru of óþroskuð, Alt virtist
renna saman í óákveðna heild og
verða að engu, Alt í einu kom
henni til hugar, að fara út á götu.
Hún rataði um þann hluta bæjar-
ins, því bæði hafði hún oft verið á
ferð með móður sinni hingað og
þangað, og þess utan höfðu þær.
hún og Jenney, oft verið sendar í
næstu búðir. Gat það ekki verið,
að faðir hennar væri að leita að
lienni. Jú, liún var staðráðin í að
fara og leita að föður sínum. Hún
setti upp húfu er hún átti sem var
orðin of lítil, en samt var hún hlý.
Hún átti hlýja herðaskýlu, er liún
lét á sig; svo fór hún og lét hægt
aftur hurðina á eftir sér, en þá fór
litla hjartað að berjast: ef Mrs.
Johnson væri í ganginum, þá
mundi hún ekki lofa henni að fara
út. En þar var enginn, Hún
læddist gegnum ganginn og ofan
stigann. Svo þegar hún komst á
gangstéttina, leit hún upp og nið-
ur götuna, en sá engan er hún
þekti. Hún tók til fótanna og
liljóp alt sem hún gat þar til liún
var komin fyrir liornið og beygði
inn í hliðargötu, er liún fylgdi þar
til liún kom á götu, sem mikið bet-
ur var hýst. Raunar voru þar
engar stórbýggingar, en fremur
myndarlegar liúsaraðir úr rauðri
steinsteypu tveggja og þriggjalofta.
Á þessari götu var mikið meiri
umferð. En enginn skifti sér af
liflu Björgu sem hélt áfram af öllu
því þreki en liún liafði, Hún at-
hugaði nákvæmlega alla karlmenn
er hún mætti- Þó frost væri mik-
ið, var kuldinn ekki tilfinnanlegur,
því logn var komið. Björgu var
því ekki kalt, því bæði gekk hún
hratt og svo var eins og einhver ó-
ljós eftirvænting örfaði blóðrásina;
litla lijartað neytti allra krafta til
að senda hreinsaðann lífsvökvann
út um allan líkamann. Björg litla
hélt áfram þar til hún kom á götu-
horn, Þar blöstu við hærri bygg-
ingar; liin hnígandi miðsvetrarsól
sveipaði efri part þeirra dimmrauð-
um bjarma. Björg, þó ung væri,
sá að komið var nndir sólsetur,
hún liafði oft séð þessar daglegu
breytingar hinnar sýnilegu nátt-
úru. Hún stóð á götuhorninu og
stundi þungan, því í fyrsta skifti á
æfinni fann liún til þess, hvað von-
brigði er. Hún hafði búist við að
finna föður sinn og vera komin
heim með hann, þegar móðir henn-
ar kæmi heim. En nú var útséð
um það. Þessi fagra loftbygging
var hrunin til grunna. Hún þorði
ekki að gráta. en tátin runnu niður
litlu vangana, hún varð að halda
heim áður en myrkrið skall á.
Hún stóð litla stund enn á
liorninu, leit alt í kringum sig eins
og hún vildi ekki viðurkenna að
leit hennar væri árangurslaus. Á
horninu hinu megin sá hún lög-
regluþjón, er virtist vera að tala
við mann. Björg var hrædd við
alla lögregluþjóna, því mamma
hennar liafði svo oft sagt henni, að
þeir tækju börn sem væru að flækj-
ast á götunum. Henni s/ndist
þessi stóri, bláklæddi dólgur benda
á sig, samt þorði hún livorki að
gráta eða hljóða, og varasamt virt-
ist henni að hlaupa. Hún er í
þann veginn að snúa við og lialda
heimleiðis, þá sér hún að lögreglu-
þjónninn gengur hægt og letilega
í gagnstæða átt, eins og engin
Björg væri til, er farið hefði að
heiman í leyfisleysi. En maður-
inn sem hann talaði við, gekk þvert
vfir götuna þangað sem Björg stóð.
Þegar hann er kominn á miðja göt-
una, leit hann upp. Hinir daufu
sólargeislar féllu á andlitið; fljótar
en liægt er að segja, er Björg kom-
in að hlið hans, tekur í hendina á
honum og segir með ákafa, er
blandaður var barnslegri einlægni:
,Ertu pabbi minn eða bróðir henn-
ar mömmu?1.
Maðurinn starði á hana og
segir svo stillilega: ,Það eift er
víst, að ég er ekki faðir þinn, og
að ég sé móðurbróðir þinn er uæsta
ólíklegt'.
Björg slefti hendinni á mann-
inum; má vera hún hafi fundið til
þess hvað fröm hún var og svo
getur verið, að vonbrigðin hafi átt
þátt í því, að hún lét liöfuðið síga.
,Hvernig stóð á því, barnið
gott, að þér kom til hugar, að ég
væri skildur þér?‘ sagði maður-
inn blíðlega, því nú var kann sann-
færður um. að hans fyrsta ál/ktun
var röng: að barnið væri vitfirring-
ur.
,Ó! af því húnmamma á mynd
sem er svo lík þér og svo var ég að
leita að honum pabba, sem mamma
heldur að komi einhverntíma til
okkar1. Björg tíndi þetta fram
undur hægt, með titrandi grát-
menguðum róm og án þess að reisa
höfuðið.
,Hefurðu aldrei séð föður
þinn ?‘
,Nei, en mamma á mynd af
honum'.
,Hvað heitir þú og hvað heitir
mamma þín?‘ spurði maðurinn
með meiri ákafa, svo Björg leit upp
eins og hún væri liálflirædd, en
svarar þó blátt áfram: ,Mamma
heitir Mrs. Sveinsson, mamma kall-
ar mig Björgu, en ég er kölluð ann-
að á skólanum*.
,Eg verð að sjá mömmu þína,
ratar þú heim?—Má vera, að ég
sé bróðir hennar.‘
,Ég held það- sagði Björg og
tók hönd mansins alveg eins og
móðir hennar var vön að leiða hana.
Hvorugt talaði orð, nema livað
maðurinn bauð Björgu að bera
hana, en hún svaraði neitandi.
Þegar heim til Bjargar var komið,
var lítið eitt farið að bregða
birtu. Björg fór rakleiðis undir
koddann og tók þaðan testamentið
og myndirnar, eins og sigri hrós-
andi og segir: ,Þetta er myndin
þín en þetta er mynd pabba. Mað-
urinn tekur upp myndirnar með
skjálfandi hendi, færir sig nær
glugganum og segir: ,Þessi mynd
er af mér, hvernig sem alt er lagað‘.
I þessu er liurðin opnuð og inn
kemur Mrs. Sveinsson. Maðurinn
snýr sér við, rekur upp liljóð og
segir: ,0 Rænka systir!‘
Alt sem hægt var að heyra
hana segja, var: ,Einar bróðir!-
Þau föðmuðu hvort annað, fá
augnablik, svo varð löng þögn—
heilög þögn, er barnið þorði ekki
að rjúfa. Mrs. Sveinsson var milli
vonar og ótta;liún vissi ekki hvers
vænta mætti. Henni fanst ólíklegt
að hennar eigin liróðir hefði heim-
sókt liana í þeim tilgangi, að bæta
við hennar beizka lífsbikar. Hún
hafði ekki séð hann í níu ár, en
hún hafði skrifað honum og opn-
að fyrir honum hjarta sitt þegar
hin inyrku sorgarský voru að draga
sig saman kringum hana.
svarið var svo kalt,
allar hennar tilfinningar gagnvart
hennar nárrustu ættingjum. Henni
fanst hún finna til sárrar sektar
fyrir það, að hafa faðmað bróður
sinn, sem svo hræðilega hafði mis-
þyrmt hennar eigin tilfinningum.
En þessi fundur kom svo flatt upp
á hana, að liún liafði ekki ráðrúm
að koma skipulagi á hugsanir sín-
ar eða lialda tilfinningunum í
skefjum. En gat liún nú annars
ekki fyrirgefið sínu eigin ætt-
menni? Jú, hjartanlgga, og um
leið fann hún til þess sætleiks og
sálarrósemi, sem því er samfara. að
fyrirgefa óvinum vorum af heilum
hug, eða þeim er liafa gert á hluta
vorn. ,Jæja, Einar bróðir, ég er
búin að ná mér og get því heyrt
erindi þitt‘ sagði Ragnhiklr rólega.
,Ég lief verið að leita að þér, hér í
borgiúni, næstliðnar tvær vikur, og
hefði að öllum líkindum horfið frá
við svo búið, ef ég hefði ekki af
dæmafárri tilviljun, fundið blessað
barnið þitt. En erindi mitt við
þig er bezt opinberað með því, að
lesa þér bréf, er ég fékk n/lega.
Það er dagsett vestur á Kyrraliafs-
strönd, annan desember þessa árs
og er á þessa leið:
.Herra Einar Bjarnason!
Égá ekkiólifað nema fáa tíma
og því læt ég vin minn skrifa þér
þessar línur, því mér finst ég geta
skilið rólegri við heiminn ef ]>ú
veizt alt eins og það er.
Ég hef vSrið vondur maður,
og farið illa að ráði mínu. En
um það er þýðingarlaust að tala.
Dagar mínir eru taldir. Héðanaf
get ég hvorki gert gott eða ilt,
nema látið þig vita sannleikann.
Fyrir nær því tíu árum síðan
sá ég fyrst systir þína, Ragnliildi
Bjarnadóttur. Hún var ung og
saklaus eins og engill. Ég hélt að
ég elskaði hana, en það var vit-
leysa, því ég var þá of spiltur til
að elska nokkra konu. Mér stóð
stuggur af sakleysi hennar. Ég
vissi aðhún elskaðimig,‘enégsáað
vilja mínuin yrði ekki framgengt
nema með brögðum. Ég gerði því
samning við inann, af minni teg-
und, að gifta okkur án allra lög-
legra skilríkja, svo ég gæti yfirgefið
hana, þegar mér líkaði. Mér gekk
illa að fá systir þína til að sam-
sinna heimuglega gifting. En um
síðir lét hún að orðum mínum og
um leið, að halda öllu leyndu, fyrir
fólki sínu, þar til ég væri búinn að
koma mér fyrir með heimili, er
væri henni samboðið. Svo lifðum
við saman á góðu veitingahúsi eins
og lögleg hjón. þar til ég var orð-
inn leiður á henni. Síðan hef ég
ekki séð hana, en ég frétti að hún
sé móðir að barni mínu. Þér er
þetta mál skyldast, þar systir ]>ín
hefur orðið fyrir því ranglæti, er
ómögulégt er að bæta. Ég vona þú
fyrirgefir og biðjir systir þína að
gleyma mér, mér virðist ómfigu-
legt að hún geti fyrirgefið mér‘.
.Hér með fylgir ávísun upp á
$3,000, er ég vona þú afhendir
Ragnliildi, það sem afgangs verð-
ur útför minni verður sent. Og
svo er lífsábyrgð fyrir $<1,000, er
henni verður sent. Vinir mínir
sjá um það, því einu sinni fékk ég
það innfall, að taka út lífsábyrgð
í hennar nafni.
Eg veit að peningar eru ónóg-
ir til að bæta brot mín. En
þeir eru það -eina, er ég nú get
gert það með. Mundu, ennfrema
ur, að ég hefi liðið. Eg liefi upp-
skorið það sein ég sáði. Eg
skil nú að laun syndarinnar eru
dauðinn. Þinn deyjandi,
Jón Gunnarssou‘.
Þegar Einar hafði Iokið lestr-
inum, varð þögn. Aðvísu heyrð-
ist grátur Ragnliildar og lilla
Björg snökti. af meðlíðun með
móður sinni. En svo smáfærðist
ró yfir mæögurnar. Þær litu hvor
til annarar, en Einar studdi höndí
undir kinn og starði út í bláinn.
Að lokum segir hann: ,Ég sé ekki
áð annað sé eftir, en losast við
þenna leiðinlega stað, jú, eitt enn,
ég verð að biðja þig, elskulega
systir, að fyrirgefa mér, að ég
gerði þér rangt til og hef ollað þér
leiðinda og óteljandi tára, þvl ]>ó
tilgáta mín væri rétt, að því leiti
að giíting ykkar var í alla staði ó-
að það frysti1 Þú trúðir í barnslegri einfeld