Heimskringla - 26.12.1901, Side 5

Heimskringla - 26.12.1901, Side 5
HEIMSKRINGLA 26. DESEMBER 1901. Sankti Kláus, * BarnavUur. Eftir: Jón Kernested. „Sánkti Kláus kominn er“, kynna litlu bömin mér. ei má styggja öðling þann, ótal gjafir færir hann. Það er karl með þýða lund, þjóðhöfðingi á bamafund; laginn vel að leika sér. list og prýði mikla ber. „Áður en jörðin eg var til, ei við heim að sinni skil“, haft er eftir herra þeim; heilagan telja menn þann beim. Jólasvein þann sýnist mér sanngjarnt lieiðra líkt og ber, því hinn aldna 'gæða gest göfgi prýðir allra mest. Kláus gamli f klaustri býr karlinn sjaldan þaðan snýr; en við fæðing frelsarans ferðast hann um bygðir lands. Crjafir færir g'irpum þá. gaman er karlinn þá að sjá; engu minni en Ása-þór, aldrei þó hann drekki bjór! Rekkur sá á rauðum kjól rétt má heita jólasól; hann með eilíft æskufjör aumingjanna bætir kjör. Skegg hann niður á bringu ber -—býsna skrftinn karlinn er— alt að því um álnar sítt, orðið af hærum nærri hvftt. Hulið er mjög hans liáttalag, hann er á ferli nótt og dag, starfar smátt, en á þó alt; aldrei er Kláus gamla kalt! Góðu börnin gleður hann, -—gott er að finna slfkan mann faðmar þau og kyssir kátt; karlinn stundum hlær þá dátt! Jafnvel mikið jólatré ég hef lieyrt hann prýða sé; má þar lfta leikföng hrein, ljós og triif á hverri grein. Bók hann færði Birni í gær, byssu, hníf og axir tvær; Klciru gaf hann klút og brauð;- Kláus gamli á mikinn auð. „Og í kviild liann ætlar sér eitthvað gott að færa mér“, heyrði’ eg Karar-Kata söng, kerling bæði þreytt og svöng. Vænsta kerti Viiggur hlaut, valinn grip þann Sigga braut; 5,gef mér lielfing“, greindi hún, gáskafengin, létt á brún. Vöggur ekki var á því; viisk þau lentu rysking f; eltust við unz annað grét, aridan reyndar hvorugt lét. „betta er bágt“, hann Kláus kvað; komið og semjið nú um það; Sanngjarnt vera sýnist mér, 'Siggu að gefir hlut með þér. “Veiztu, litli Vöggur minn, vildi eg reyna huga þinn, sjá liver rausn f sál þér bjó,” sagði Kláus skýrt—og hló! Vöggur litli varð þá fár, vörm í augum stóðu tár; gekst við siik og gáði að sér: iJief' ég Siggu hálft með mér“, Kláus fann liið klára þ<>l, klappaði Viigg og hresti hann vel, bætti við og báðum gaf böggul stórann—jólavaf. „Sérhvern okkar sæludraum svona trufia atvik naum“, ^ itur litli Viiggurkvað; var svo búið málið það. Kláus ga.mli er ern og ör, hann bilar sálarfjör, boppar, hlær og hlýðir á bláturmildu börnin smá. Siðavandur samt er hann, Seggir nefna hann dánumann; býður manni að breyta vel, blftt að sýna hjartaþel. Sýnir kærleik,” segir hann syngið, lofið skaparann, beilagt drottins Hávamál beígar, glæðir hverja sál.” “Barn, í þfnum bernskufrið beittu hugsun út á við; þræddu mætan manndóms stig, menn þó varla skilji þig.” “bú átt afl í þinni sál, þú átt hugsun, vit og mál, beittu því sem bezt þú mátt, böl þig sigri á engan hátt.” “Sorgir þó hann sæktu heim, sannleik aldrei gleymdu þeim, manndóm sinn ei minka lét meistarinn frá Nazaret.” “Einn þó verðir ojit f för ei þig bili dáð nö fjör; rétt til þess að reyna þig rak þig lffið þyrnistig.” Börn ef eru eklci góð innir Kláus hrygðar óð, býr til lög og bendir á bæta þau sem ætíð má. “Öld ei slepjii af ungum stjórn, afglöp mynda dauðafórn, heldur veginn vfsi þeim; vizka prýðir eldri beim.” “Þó að einhver óra-pör ungir hafi með f för, ei það gremji aldinn hal, aðferð spök það laga skal.” “Mundu eigin æskubrögð, æfi þfn er valla sögð; margt sem núna mæðir þig mjög þig gladdi á ungdóms stig.” “Enginn begi æskumann, örva skal og hvetja hann, greiða honum grýtta braut; græskan flýr við öðlings skaut.” “Mundu það, sem móðir þfn, mælti forðum, systir mfn; fróðmál geymdu, er faðir þinn, forðum tjáði, bróðir tninn.” “Gættu að eigin synd og s'ik, sffelt lærðu orðin spök: Æðsta. lífsins elli-hrós er þitt sanna vizkuljós.” “Ef þú hefir fallið frekt farðu og bættu þfná sekt, sjáðu að þér og syndga ei meir, sál þfn, barn mitt, eigi deyr.” “Þótt þér finnist eitthvað að ekki fástu mjög um það; þú ef æfir þfna lund, þ<“r finnst lffið gleðistund.” “Berðu ei sök á bróður þinn br<>sti laga, vinur minn, hrygðu ei þann, sem hrasa vann, hrestu f raunum fallinn mann.” Htinn, sem barnavinur var, vizku og snilli mikla bar; þoldi misjafnt, gladdi og gaf, guðs ei slepti leiðarstiif. “Ef að kyrkjan eigi <>r þfn, æska. hafðu ráðin mfn: láttu guð samt lýsa þér, ljóssins tigna veldisher.” “Við höfum notið dýrðar draums, drukkið bikar töfra straums; fengið marga fagra gjöf: fögnuð, ljós og jólatröf.” “Reynist þakklát börnin bezt bros á vörum ykkar sést; vanþakklæti er villa slæm, verið hugdjörf, blfð og næm.” Kláus sfðan kveðja vann, koma að ári sagðist hann; þ<'i iið kæmi kyrkjan full karl ei skorti barnagull. Jólill (til nveit i <í Íxlandi fyrir þrjdtíu árum.) Eftir: séra B.tarna Þórarinsson. Frá elztu t.fmum kristninnar hiifii j ó 1 i n verið mest f heiðri híifð af öllúm liátfðum ársins og helgidögum. Fæðing mannkyns frelsarans, J<>sú Krists, er undir- stöðuatriði þessarar hátfðar, brenni punkturinn f þessari allsherjar- gleði, sem er samfara jólunum hjá öllum mönnum í heiminum, sem einhverja trú hafa. Jafnvel heið- ingjarnir hafa hugboð um þetta og halda, sumir hverjir, uj)p á jólin, ó- sjálfrátt. Gyðingamir, sem liafa svo mikið samneyti við kristna uíenn í veröldinni, þ<>ir geta ekki einu sinni komist hjá þvf, að finna til jólagleðinnar og lieyra hreiminn af jólaklukkunum. Sama er að segja um trúleysingja, sem svo eru kallaðir, að þeir geta þó ekki ann- að en glaðst við jólin; þ<>ir hafa áður trúað á jólafögnuðinn, sem börn við móður kné, en veröldin hefir verkað þá svo, að þ<>ir segjast ’ ekki vilja hafa neitt að gera með þess ir kristindóms-kreddur, en á meðan þ<>ir segja þetta, þá eru þeir | óafvitandi, að gefa konu sinni og i börnum eins miklar gjafir á jólun- um, einsog þeir geta; maki gefur þá maka, börnin gleðja þá foreldra sfna og alt vantrúarheimilið heldur “heilög jól“, án þess að það viti af eða í rauninni vilji. Svona er kristindómurinn óbeinlfnis inn- sýrður f mannleg hjörtu. Það sýn- ir kraft hans. Það þýðir ekki að spyrna á móti broddunum. Það er eitt af þvf sem gerir kristindóminn svo frægan, að hann á jólin, sem jafnan boða “frið á jörð og guðs velþóknun yfir mönn- unum“. Jólin eru f r i ð a r hátfð. Það er ekkert heimili svo sundur- lynt, að það sjái ekki um, að frið- ur sé þar um jólin. Alt er gert til að auka friðinn, þvf að friður á hvers manns h e i m i 1 i er skilyrði fyrir friði ájörð. Eg ætla mér ekki að fara neitt út í kristindóms- mál í þetta skifti. Annar staður er hentugri t.il þess, en dagblöðin. Að eins ætlaég mér f þessu jóla- blaði H<>imskringlu. að biðja alla íslendinga, sem blaðið lesa, að ganga með mér í anda inn á ís lenzkt sveitaheimili á jólahátfðinni eins og það var fyrir 30 árum, og vera þar með mér svolitla stund um jólin, alt eins og þegar við hin- ireldri sátum þar við föður og móður kné áður. Jafnframt þessu skulum við sýna boðsmönnum okk- ar, sem ekki hafa séð nema þessi nýmóðins jól, hvernig okkur, feðr- unum og mæðrunum og gömlu vinunum leið um jólin, þegar v i ð vorum börn. Það voru einkanlega tveir merkisdagar á árinu, sem mest var hlakkað til á Islandi og sem menn, einkum æskulýðurinn, fór að hlakka til og búa sig undir, langa löngu áður en merkisdagurinn gekk í garð. Annar þessara uppáhalds- daga var verslegur skemtidagur með gleði og glaðværð; það var réttardagurinn (réttirnar) 4 haust- in. Hinn dagurinn var andleg gleðihátíð; það voru jólin. Það mátti segja, að bömin og ung- mennin fæiu að hlakka til jólanna, þegar réttir voru úti. Mamnia •! Hvað <>r langt til jólanna? Hvað 4 ég að fá á jólunum? Eg má þó ekki fara í jólaköttinn! Þetta voru venjulegar spurningar hjá bömun- um. Og svarið var oftast eitthvað á þessa leið: “Það er langt til jól- annaennþá;en þegar níu nætur eru til jóla, þá fara jólasveinarnir að koma, einn á hverri nóttu, og ef þú ert ekki þægt og gott barn, þá taka jólasveinarnir þig; þú skalt heldur ékkert fá á jólunum, ef þú lætur illa og þá ferðu f jólakött- inn“. Jólasveinamir eru alþektir í þjóðtrú Islendinga. Þeir áttu að vera níu talsins og byrja að koma nfu nóttum fyrir jól, einhverntfma 4 vökunni. Allir höfðu þeir eitt- hvert erindi; sitt eriiulið hver. Einn kom í sníkjuferð (kertasnfk- ir), annar af forvitni, vildi sjá, hvað fram færi í baðstofunni (Cxluggagægir), einn langaði til að vita, hver matur væri á borðum, eða livað væri verið að skamta (Ga'ttaþefur) o. s. frv. Þessir jóla- sveiniir voru afkomendur eða bamabörn konunnar Grflu og bónd ans Leppalúða, sem alþekt eru af Grflukvæði Stefáns prófasts Óliifs- sonar í Yallanesi. Að fara í jóla- köttinn, var sannarlega <>kkert spaug. Sá, sem ekki fékk fyrir jólin einhverja flfk, einhverja gjöf, fyrir utan jólakertið, hann átti að lenda f hrömmum jólakattarins, er var risavaxinn urðarkcittur, sem lagst hafði út fráeinhverju heimili fyrir mörgum, mörgum árum og var orðinn magnaður eins og frændi hans, tfgrisdýrið. Það varð þvf að firra hvert einasta mannsbam þess- ari skelfingu. Nei, enginn maður á heimilinu mátti fara í jólakött- inn, nema sveitarómaginn — og varlaþóþað. Þetta var hjartans meining húsbændanna á hverju heimiliá þessum tíma, <>r ég skriía um. Þjóðtrúin var svona sterk. En til grundvallar þessu öllu ligg- ur “friður á jörð og velþókuun guðs yfir mönnum“, Það, að varast öll vfti, alt, er spilt gæti f r i ð i, það var aðalatriðið, skilyrðið fyrir, að lifa friðsöm jól, kyrlát jól og um leið - h e i 1 ö g j ó 1. Allur undirbúningur undir jól- in gekk f þessa stefnu. Konumar og vinnukonur sátu að saumum, sumar prjónuðu rósavetlinga handa “einhverjum“, en iiokkuð pukurs- lega var einatt farið með sumt af þessu; það var gaman að sjá, svona út, undan sér, þegar kven- fólkið var að búa undir jólin. Auð- vitað þurftu vinnukonurnar að gera öll sfn verk fyrir húsmóðurina vinna til vefja, svo að heilir strangar af vaðmáli væru til fyrir jólin, í fatnað handa þeim, sem .fata þurftu. En svo voru þær, svona í hjáverkum, að búa út eitthvað, sem enginn mátti sjá- Sú, sem var í fjósinu, prjónaði á-, kaft, uppi f einum básnum, ámeð- an hún Krossa, Búbót, Tungla, Reyður og Hvít voru að éta. Og fingurnir gengu ótt, prjónarnir lið- ugt og lijartað gekk þó óðast f prjónakonunni, til þess að koma sem allra mestu af, á meðan enginn sæi. Hún var þá stundum að prjóna vetlinga; stundum illeppa, stundum hálsnet, stundum sjal. Ekki voru, svo sem, frístundirnar margar. Hverja einverustund þurfti að nota sem bezt. Karlmennimir sem útiverkum þurftu að gegna, sintu minna og gátu miður sint Störfum fyrir jólin. Þó kom það fyrir, að þeir voru með einhvern hégóma uppi f fjárhúsum, svo sem að smíða ask með útgröfnuloki eða prjónastokk með liöfðaletri o. s. frv. Fangamark stóð einatt 4 þess- um dýrgripum og oft voru þeir snildarlega gerðir. Æfinlega spruttu upp fyrir jólin heilar tylftir af spónum, “nautshyrningum“ eða “hrútshyrningum“; voru “nauts- hyrningarnir" f meira gildi, enda sjaldgæfari. Þessir spænir voru gerðir af mesta hagleik og einkum notaðirsem jólagjafir. Framan á skaptinu var æfinlega letur annað- livort “Fangamark“ þess eða þeirrar, sem spóninn átti að fá, eða þá: “Velkominn, “Gott út á“, “Rjómi“, “Góðan grautinn“, “Súp- an“ eða þvf um lfkt.—Þá var ekki verið aðfara f kaupstaðinn, í búð- ina, til þess að kaupa jólagjafir. Verzlunin þar fór aðallega fram einu sinní á ári, þótt stöku sinnum væri skotist í kaupstað eftir ein- hverjum nauðsynjum, ef ekki var langt að fara. Auðvitað var geymt ýmislegt frá sumrinu fram að jól- unum, einstöku sinnum, en fæstir voru svo fornbýlir. Eg manþó eft- ir einni fornbýlli yngismey í ung- dæmi mfnu, sem keypti jólagjöf í sumarkauptfðinni fyrir ulhirlagð- inn sinn og ætlaði að gefa hann yngispilti, sem húnliafðigóða von um að litist 4 sig. Það fór þá eitt- hvað út um þúfur fyrir þeim um j fiin, svo að hún gaf honum aldrei silkiklútinn - tveggja dala háls- klútinn. Hún hét þvf þá að gefa hann þeim, sem verðugur væri. Nú eru liðin 30 ár síðan. Eg veit ekki betur en stúlkan sé áiífi enn — ógift. Vera má að hálsklútur- inn sé enn þá í handraðanum í kistunni hennar. Að minsta kosti 14 hann þar innan í silkipappfr fyr- ir 30 árum og enginn átti að fá hann, nema sá útvaldi, sem ókom- inn er enn. Þegar aðfangadagskveldið kom og allar gegningar voru úti, þá var farið að búa sig, livert einasta mannsbarn á lieimilinu. Mátti þá sjá eittlivað nýtt 4 hverjum manni, sem órækan vott þess, að hann hefði ekki farið f jólaköttinn. Þeg- ar allir heimilismenn voru komnir f sfn beztu föt, byrjaði hátfðin helga og lét hver maður sér ant um að hafa sem hægast við sig, svo að yfir öllu livfldi hinn blfðasti friður og lotningarfull alvara. Svo var farið að lesa húslestur; jólasálmur var sunginn fyrir, svo hugvekjan lesin og svo sálmur á eftir. Venju- legast mun hafa verið byrjað á sálminum: “Dýrð sé guði f hæst- um hæðum“. Húsbóndinn las vanalega sjálfur lesturinn og sat einhverstaðar þar í baðstofunni, sem allir gátu séð hann, vanalegast frani við glugga og hafði þá kerta- ljós á borðinu lijá sér. En aðal- ljósin f baðstofunni voru á þeim tfma lampaljósin gömlu; brent var annaðhvort lýsi eða hrossa- feiti og kveikurinn myndaður úr ljósagami eða samansnúinni fífu. Svo var lampinn látinn hanga öðru- megin í baðstofunni, þannig, að króknum, er lampinn hékk á, var krækt eða stungið inn í stólpa er stóð upp á milli tveggja rúma f miðri baðstofu. Heldur var dauf hirta af þessu ljósi, en ánægðir voru menn með það og ekki bar á þvf, að verkin væm eigi unnin eins vel þá og nú. þvf sfður það, að nokkrum yrði flt <>ða misti lieils- una við lyktina og gufuna, sem lagði af ljósmetinu. Þegar lestri var lokið var út- býtt jólakertunum á milli allra heimilismanna, svo að sem flest ljós gætu logað, að' minsta kosti stundarkom, og alt yrði sem hátíð- legast, en þó kyrlátt og þögult. Svo var gengið til snæðings, og að þvf búnu tók.hver sfna guðsorðabók og fór að lesa við 1 jósið sitt f kyrþey, lesa eitthvað um frelsarann og at- burðinn f Betlehem á liinni fyrstu jólanóttu. Enginn mátti spila á spil þetta kvöld og fremur snemma var gengið til rekkju. Mjögsjald- an vora næturgestir á bæjum á jólanóttina; alla fýsti að vera heima lijá sér þá. Sumstaðar var það sið- ur, áður en gengið var til hvíldar að “draga“ eða varpa nokkurs kon- ar lilutkesti um “jólasveinana“. En svo voru nefndir þeir yngismenn, sem komið höfðu á þann og þann bæinn frá þvf 9 dögum fyrir jól og þangað til á aðfangad. jóla.Var skrif að nafn livers eins fyrir sig á miða og kvenfólkið látið draga einn mið- ann hver, eða tvo miða sumar, ef sveinamir vora fleiri en yngis- stúlkur heimilisins. Þettajvar eina skemtunin, eða glaðværðin á jóla- nóttinni. Nokkru áður en farið var að hátta, drakk alt fólkið kafli — sætt kaífi, með lummum, sum- staðar einnig “kleinum“ eða “vöfl- um“. Slfkt var nýnæmi mikið,] er aldrei smakkaðist nema á hátfðum og tyllidögum. Svo var farið að sofa og ljós látið loga f hverjum glugga alla nóttina. Að morgni, á jóladags morguninn, var snemma farið á fætur, drukkið kaffi með lummum o, s. frv., og sfðan lesinn jólalesturinn, áður en út var farið til þess að gefa skepnunum. Sum- staðar var þó látið bfða að lesa, þangað til um hádegisbil, ef nógu margir voru heima, sem ekki fóru til kirkju á jóladaginn, svoað guðs- þjónustu í heimahúsum yrði hald- ið upp fyrir mannfæð. Hver sem inn kom á jóla lagsmorguninn á- varpaði þá,sem inni vom með þess- um orðum: “Guð gefi ykkur góð- an dag og gleðilega liátfð“, Svarið var: “Góðan dag ! Eg óskaþérí sama máta !“ Nú var aðal gleði- hátfðin byrjuð, en á aðfangadags- kvöld eða jólanóttina var í raun og veru engin gleði, þá mátti ekki leikasér, svo að ekkert truflaði hinn djúpa frið, sem hvfla átti yfir hvers manns hjarta, svo að friðurinn gæti hvílt yfir allri jörð. Þegar farið var að gefa skepnunum, var þeim valið betra fóður en endranær. Kýmar fengu einatt betri töðu og útigangs kláramir fengu nú hey en ekki moð og frugga. Að gegningum bún- um komu menn inn og var þá jóla- grauturinn, (grjónagrautur kakk- þykkur með rúsfnum í) tilbúinn og gerðu menn sér gott af honum og átu nú með fegurstu spónunum sfn um eða einstaka maður með silfur skeið. Allir vom askamir tár- hreinir, Aðal-hreinsunarhátfð þeirra var Þorláksmessa. Að þvf búnu var farið að klæða sig í spari- fötin. 011 voru þau geymd niðri f kistum og vaudlega brotin saman; og einatt mátti finna góða lykt upp úr kistum kvenfólksins, er þa>r vom opnaðar. Venjulegast geymdu þjónustumar sparifíit þeirra karl- manna, er þ:er þjónuðu. A jólun- um þvoðu menn sér úr sápu og þann dag var enginn maður ó- lireinn, ekki einu sinni f jósamað- urinn. Svo komu vinnukonurnar með nýja sokka handa þiónustu- mönnum sfnum og keptust hver við aðra, að hafa þá sem fegursta með fangamarki saumuðu f. Þ4 komu jólaskómir. úr sauðskimii, með snjóhvftum bryddingum og rósaleppum í, stundum var f þeim 8 blaða rós. Ekki var trútt um, að karlmennimir roðnuðu þegar þjónusturnar vom að láta upp á þá skóna ogmargir jólaskómir hafa , myndað einn þáttinn f saman- tvinnaða samdráttarþræðinum milli vinnumanns og vinnukonu á Is- landi á þeim tfmum. Svo þegar búið var að laga skóna eftir fætin- um, voru þeir teknirofanaftur. þvf að ekki mátti, svo sem ganga á þeim til kirkjunnar, hehlur vom þeir vafðir innan í klút og liafðir undir hendinni á leiðinni, en geng- ið á leðurskóm með ristarþvengj- um. Hið sama gerðu konur. Svo var farið á stað til kirkjunnar, gengu þá allir, menn og konur og unglingar, en oft var bóndinn rfð- andi og stundum húsfreyjan, á strfðöldum, kliptum gæðingum—og báru sig borginmannlega. Allir fóru til kirkju, sem gátu. Á prest- setrinu var það venja, að gefa sem allra flestum kaffi á jólunum, en ekki var nema betri mönnum boð- ið til stofu. Svo var gengið til messu; varkirkjan öll prýdd kerta- ljósum, steyptum úr tólg, annað- hvort f hinum svo nefndu kerta- "formum" eða þá þau voru steypt f strokk.Var brennandi tólg látin í stokkinn og sjóðandi vatn látið vera undir, til f>ess að halda tólginni (eða tólknum) óstorkinni. Var svo rökum úr ljósagami, á lengd við tvö kerti, difið ofan í strokkinn og hengt svo á tein, svo breiðan eða gildan, að eigi kæmu armar lykkj- unnar saman. En lykkja mynd- aði tvö kerti. Var svo haldið á- fram að dífa lykkjunum í, þangað til svo mikið af tólg var komið utan um þær, sem svaraði kertisgild- leika. En ávalt voru þau kerti af- ar mjó f efri endann, en að því skapi digur f þann neðri, eins og gefur að skilja. Undir öllum þess- um kertalykkjum, hangandi á tein- unum, voru trog, til f>ess að taka 4 móti tólginni, sem niður læki. Svona kerti mátti sjá um alla kirkjuna á jóladaginn. Formkerti voru venjulega á altarinu. Guðs- þjónustan var lftið frábmgðin öðr- um guðsþjónustum, að eins sungið nokkuð meira, og hér um bil æfin- lega sungið “vers á stól“ eða á meðan prestur var f stólnum. Að guðsþjónustunni lokinni fór hver sem hraðast heimleiðis, því að dagur erstuttur um þann tfma árs, og svo þurfti að flýta sér að gegna skepnunum, svo að jóla- gleðin yrði byrjuð sem fyrst. Þeg- ar komið var inn frá gegningum, bjuggust allir sfnum beztu fötum ogljós voru kveikt um alt. Mátti þá sjá litlu gullkollana f nýju föt- unum trftla um gólfið með jóla- kertið sitt f annari hendi en lummu eða eitthvert þessháttar sælgæti í hinni. Þá var nú stórt verk fyrir höndum, sem sö það, að bera inn jólaskamtana, þessa geysi- stóru skamta af hangikjöti, feitu og mögru, stórt og mikið stykki af pottbrauði eða f>á ein 2 flat- brauð með floti og smjöri og leggj a á hvers manns rúm eða hyllu fyrir ofan rúmið. Þessir skamtar voru svo risavaxnir, að karlmenn fengu einatt heilt sauðarlæri og sfðu, 3—4 fingra þykkva og treyndu f>eir skamt þenna fram 4 Þrett- ánda, voru svo að smá renna f þetta öðru livoru, sér til sælgætis. Þessi skamtur kvenfólksins var auðvitað minni. Þegar allir hiifðu matast, var farið að spila, 4 og 4 saman. Annaðhvort var spilað “Alkort“ eða “Vist“. Eigi varþað allsjaldan, að spilað væri alla nóttina, ef <>11- um kom vel saman og ef enginn nýr Tígulkóngur kom f spilin. Kæmi hann, þá var J>að vottur um, að of lengi væri sþilað, því að nú va>ri “sá gamli“ farinn að gleðjast. Frá honum átti Tígulkóngurinn að vera sendur. Eg liefi þannig stuttlega lýst jólunum fyrir 30 árum 4 íslenzk- um sveitabæ. Vera má, að nokk- uð öðruvfsi liafi hagað til f þeim landskjálkum, er ég er ókunnugur í og bið ég velvirðingar á þvf. Eg veit vel, að margur þekkir þetta, sem ég h<>fi lýst, eins vel og ég, en aðalhugsun mfn var, að gefa ágrip af þessu, hinum ungu íslendingum í þ<>ssu landi, sem annaðlivort liafa engin jól lifað á Islandi eða farið þaðan svo ungir, að þeir muna ekki eftir neinu i þessa átt. Kveð ég svo alla góða menn og óska þeim, að þeir megi lifa næstu jól eins liátfðleg, saklaus og heilög, eins og vér hinir eldri lifð- um þau fyrir 30 árum.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.