Heimskringla - 30.01.1902, Síða 1
j gATTPm ^ j
j Heimskringlu. J
J BORGIЄ
j Heimskringlu. j
XVI. ÁR WINNIFEG, MANITOBA 30 JANtJAR 1902. Nr. 16.
THE NEW YORK LIFE
r
t. Fyrir 10 á.rnrn voru árlegar inntektir félagsins yfir $30 millionir.
10 árum siðar, eða 1901, voru árlegar inntektir orðnar $70 mill.
2. Fyrir 10 árum voru gíldandi lífsábyrgðir $575 millionir. Við
-Í7 síðustu áraxót voru þær orðnar $1.360.
3. Fyrir lo árum voru allar eianir félagsins metnar $125 millionir.
Við stðustu áramót voru þær orðuar yfir $290 millionir.
S 4. Fyrir lOárum borgaði félagið skírteinahöfum, ái lega yfir $11J mill.
|:;£' Á siðasta ári borgaði og lánaði það til skírteinahafa $34J million.
Við síðurtu áramót var New York Life félasið starfandi í hverju
rl stjórnbundna ríki í heiminum, og hafði steerra starfsvið í flestum
ríkjum, heldur en nokkur önnur samkyuja félö^, útlend eða þarlend.
í- 3 Öll ábyrgðarskírteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út-
H gáfudegi þeirra.
J. (í. llorjínn, rahsmaðiir,
;r''i Grain Exchange, Winnipeg.
I Clir. OlafsHon,
“ íslenzkur agent.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Blöðin eru þessa daga mikið að
tala um það, að Þjóðverjar ogBanda
menn ætli að gera satnband með sér
gagnvart öðrum þ óðum, ef til ófrið
ar komi. Bretar segja að Þjóðverj-
um leiki hugur á að auka útlendur
sínar í Suður-Afríku og séu þess
vegna að koma sér í mjúkinn hjá
Bandamönnum, svo þeir láti það af-
skiftalaust m. fl. Líklegt er að alt
þetta sé hugarburður sprottin af því,að
Henrik Prússaríkis prins ætlar að
bregða sór skemtiför un Bandaríkin.
Búist er við að tollur á sykri
verði hækkaður á Englandi nú bráð-
lega.
Stærstu tóbaksgerðatfélögin í
Ameríku og á Englandi eru að rugla
saman reitum sínum. Öll stór auð
félög eru að keppast um í öllum
greinum að gera samsteypu og sam-
eina lig,—Seinni tímarnir fá að vita
og reyna hvað það þýðir fyrir ein
staklínginn.
Fylkisþingið í Ontarioætlar að
taka almennings atkvæðagreiðslu um
vínbannsmálið þar í fylkinu. —Stjórn
in ætlar að hafa sönu aðferð
ina og stjórnin í Manitoba, að láta
meirihlutann ráða í því máli.
Mr. flolland í Nevv Yoik heflr nú
marg sýnt og sannað, að hann hefir
fundið upp bát, sem sigla máað vild
neðansjávar. Bandarikjastjórnin er
er því nú að láta smfða 6 neðansj v-
ar báta, ogEngland beflrpantað 5 og
Frakkar eru í þann veginn að senda
pantanir fyrir 4 til 5. Þessir bátar
eru smíðaðir í Nevv York. Þessir
neðanbjávar bátar hljóta að gera
mikla breytingu á sjdorustuin og
hernaði framvegis.
Stórkostlegt manntjón varð nýl.
lega við Japan strendur af fiskiskip-
um og rnikið tjón varð á útgerð og
og skipum.
Tuttugu og f>rjú plógsmíðafé-
lög í Bandaríkjunum hafa samein-
a.ð síg. Það eru öflugustu féliigin
og hafa 9/10% af verzlun f>eirri í
sínum höndnm. Þau senda fjölda
af agentum um hin frjósömu akur-
yrkjulönd heimsins, til að koma
plógum inn á markaðina. Þetta
samsteypufélg ætlar að setja verk-
stæði sín báðum megin við Atlants
hafið og ætla pannig að byrgja við
skifta verzlunarmenn sína, sem
fljótast og hagkvæmast með plóg-
um. Talið er vfst að 7 plóggerð-
arfélög iinnur gangi inn í sam-
steypu þessa nú f vor. Sagt er að
Mr. Charles H. Deere, f Moline f
Illinois, verði forráðamaður þessa
plópsamsteypufélags. Höfuðstóll
þess er talinn nema $100.(X)0,000.
Charles W. Hart, Englendingur,
ætlar að leysa þá harðraun af henni,
að ganga 2000 mílur á 30 daga
tímabili, að frádregnum sunnudög-
um á því tímabili samt. Hann má
ganga 12 klukkutíma á dag. Þessa
löngu kappgöngu verður hann að
ganga inn i stórbyggingunni Royal
Aquarium, Westminster. Ilann
gengur þar fram og aftur, hringinn
í kring og upp og ofan stiga og
tröppur. rlann byrjaði þessa göngu
20, Þ. m. Hann er grannvaxinn og
liðlegur á velli, 35 ára gamall, 5 fet
og 3 þuml. á hæð. Hann býst við
að geta að jafnaði hlaupið 0i- mílu á
klukkutíma, 10 tíma á dag. Tvær
stundir eru hopum ætlaðar til snæð-
ings og böðunar, og smá hvílda.
Hann ætlar að verða búinn með
gönguna laugardaginn 15. Febrúar
næstkomandi. Aldrei heflr nokkur
maður áður þreytt jafnlanga kapp-
göngu og Hart þreytir nú. Þeir
sem lengstar göngur hafa þreytt áð-
ur eru Indíánar, Zuluar og Sínlend-
ingar, en aldrei hafa þeir þreytt
nándar nærri eins langa göngu og
þessa.
Haldið er að morðinginn Walt-
er Gordon, sem drap þá bændurnar
Daw og Smith fyrir 2 árum síðan
í Whitewater hér í fylkinu, hafl ver-
ið tekfnn til fanga í Halifax 21. þ.
m. Hann var í Afríku sendiliðinu.
Það er almælt nú að Kitchener
hafl látið taka af lífl 18. þ. m. sveit
arforingja Scheepers. Hann var
einn með duglegri liðsforingjum
Búa, en Bretar ákærðu hann um
morð, en gátu þó ekki fullkomlega
sannað þá sök á hann.
Brezkastjórnin þykist hafa bæn-
arskrá frá Búaföngunum á Bermuda
og heflr gefið út útdrátt af henni.
Þessi bænarskrá er dagsett í Sept.
síðastl. ogþeirsem hafa skrifað und
ir hana, eru fangar á Turchers eyj
unni. Þeir segjast sjá að það séómögu
legt að Búar nái sjálfsforræði. 300 af
þessum föngum eiga að biðja aðmega
taka hollnustueið við brezkaríkið sam
einaða, en leifarnar vilja að eins taka
hollnustueið þannig að láta bæoi
öreta og Búa afskiftalausa, bara að
þeir f&i að komast sem fyrst heim til
Suður Afríku og eyða þar æfinni.
Sir Michael Hicks Beach sagði
nýlega í ræðu í neðri m&lstofunni, að
Búastríðið hefði kostað brezku
stjórnina, síðan 1<. Apríl 1901 til 31.
Desember sama ár, £46,300,000.
Bietareru standandi hissa á því
að þeim virðist lið Botha hershöfð
ingja fari stöðugt heldur fjölgandi
en fækkandi.
I Banff National Park eru nú
31 buffalo, og hafa þeir tjölgað nær
um helming 2 síðustu árin. Það er
búist við að þessi bufflo hjörð verði
koiuin upp í hundrað eftir 5 ár hér
frá. Þetta nautakyn er eitt af ein-
kennum þessa lands í dýrafræðislegu
tilliti, og er því vandlegagætt þeirra
leifa sem eftir eru.
Younger og Cole, sem skipuðu
sæti framarla í ræningjaflokki þeirra
Jessie og Frank James bræðranna al-
þektu, eru nú nýkomnir út úr fang-
elsi eftir 20 árainniveru. Younger
er nú 53 ára gamall, og er mælt að
hann ætli að giftast Miss Muiller, sem
er tæplega þrítug að aidri, og ein sú
allra fríðasta stúlka, sem til hefir
veiið í St. Paul. Mágur hennar F.
Schurmele: hefir unnið af alefli fyrir
fangelsislausn þessara manna.
Liðsforingi Scheepers, sem getið
er um hér í blaðinu að Bretar hafi
tekið af lífl 18. þ. m. var tekinn af
Bretum & sjúkrahúsi þar sem hann
lá mjðg veikur, Bandaríkjastiórnin
ætlaði að skora á ensku stjórnina í
nafni mannúðar og mannréttinda að
að láta ekki aftökuna fara fram að
sinni, en Bandaríkjamenn urðu
einni viku á eftir með þessa beiðni
sina.
Sömuleiðis eru íisku þingmenn-
irnir að spyrja sig fyrir um það í
þinginu í Lundúnum, hvors vegna
Scheepers hafi verið tekinn at lífl.
En hermálaritarínn, Mr. Broderick,
svaraði, að hann hefðí verið sak-
dæmdur af ýmsu brotlegu af her
réttinum.
Þrjú stór lífsábyrgðarfélög hafa
sameinað sig. þau eru ensk að upp
runa, en gera inikil viðskifti hér í
Ameríku. Það eru Imperial Insur-
ance, Alliance Insurance Co. og Im-
perial Life Insurance Co, Þessi fé-
lags samsteypa á að heita Imperial
AUiance.
/
Islands-fréttir.
Eftir Norðuriandinu.
Akureyri, 10. Desember 1901.
Tíðarfar stirt um þessar mundir,
snjókoma nokkur af norði i síðustu
daga með töluverðu frosti.
Þorskafii lítill í flrðinum, en þó
alt af þorkvart þegar síld er til beitu.
Flóð óvenjulega mikið var hér &
sunnudagskveldið. Það gekk yfir
Oddeyrarkambinn, upp fyrir þilskip
in, sem á tanganum eru, Á bátum,
sem sumpart voru settir inn & milli
skipanna, sumpart annarstaðar á
tanganum, urðu talsverðar skemdir.
Einn bátur, sem Ólafur í Pálmholti
átti, klofnaði alveg í sundur. Árar
og annað, sem Iauslegt var 1 bótun-
um skolaðist burt. Sjórinn bar þykt
leirlag upp á kambinn, svo að sumir
bátar voiu h&lfgrafnir í leðjunni,
Sjórinn gekk mjög upp í kjallara á
Oddeyri.
Á Seyðisflrði var fólksfjöldinn
880 við manntalið í haust.
Skarlatssótt er nú komin í Múla-
sýslur, bæði á Upphéraði og á Vest-
dalseyri; þar er hún í 5 húsum, en
hafði ekki komist út af Eyiinni 22.
Nóv., þegar síðasta blað Bjarka, sem
með pósti kom, kom út.
Sumarið liðna eitthveit hið blíð-
asta, sem menn muna. Ueyfengur
bæði mikill og góður eftir þyi sem
um er að geia, en fiskafialau.t á báta
kringum Sléttuna í sumar, nema
mánaðaitíma ó Ranfarhöfn allgóður
afli.
17. Des. Gufuskip Tulinius ‘Inga‘
kom hingað á flmtudaginn var,beina
leið frá Noregi, með timburfaim til
J. V. Havsteens konsúls, og kom í
góðar þaifir, með því að verzlanirn-
ar hér voru timburlaui-ar fyrir.
Egill, gufus\ip Wathnes e f-
ingja, kom hingað í gærmorgun frá
Khöfn og Austljöiðum. Með því
komu frá Khöfn yei zlunarstjóri Jóh.
Christensen og frá Eskifirði Jóh.
Thorarensen í Kaupangi.
Sildarverð stigið stórkostlega,
komið upp úr 30 kr., stórsíld. En
sagt er að flestir fsl. kaupmenn muni
hafa verið búnir að selja það sem
þeir höfðu á boðstólum, áður en
verðið hækkaði.
Skarlatssóttin er komin í 8 hús
á Seyði8firðí. Sjú lingar eru 12,
Veikin yfirleitt væg. Heflr að lík-
indum verið í alt haust á Úthéraði
og í Borgarfirði og fluzt þaðan til
Seyðisfjarðar, er skrifað 6. þ. m,
Eftir Bjarka.
Seyðisfirði, 29. Nóv. 1901.
Framanaf vikunni voru hlýindi
eins og á miðju sumri, alt að 10
stiga hiti dag og nótt og sunnan-
vindur svo að nú er nær snjólaust
alt upp að fjallabrúnum. Á mið-
vikudags morgun koin hríðarkast
litla stund og frysti. I gær aftur
frostlaust.
Sigurður Einarsson hreppstj.
á iiánefsstöðum andaðist á heimili
sfnu 26 þ. m. eftir þungalegu. Að
Sigurði var manðskaði og hefur
Seyðisfjörður j>ar mist einn af ný-
ustu mönnum sínum. Hans verð-
ur nánar getið síðar hér f blaðinu.
Ráðgert er að jarðarför hans fari
fram föstudaginn 6.n. m. Hann
verður jarðsettur í kirkjugarði
kaupstaðarins.
Hreppstjóri í stað Sigurðar
sál. Einarssonar er settur fyrst um
sinn Jóhann bóndi Sveinsson á
Gnýstað.
18. Desember.
Jarðarför Sigurðar sál. Einars-
sonar fór fram 6, þ. m, að viðstödd-
um flestum sveitungum hans, auk
annara, þrátt fyrir það þó veður
væri eigj gott.
Samkvæmt ósk og vilja hins
látna fóru ekki fram athafnir þjóð-
kyrkjunnar við það tækifæri- að þvf
leyti að hinn látni var ekki moldu
ausinn á háttu þjóðkyrkjunnar með
því að hann heyrði eigi þjóðkyrkj-
unni til, og fann sóknarpresturinn af
þeim ástæðum ekki vald hjá sér til
að leyfa að hann væri jarðsettur í
grafreitum kyrkjunnar. Hann var
því jarðsettur n&lægt heimili sínu á
Hánefsstaðaeyri og hélt hra Davíð
Östlund líkræðuna eftir beiðni ekkj-
unnar.
Gat herra Östlund þess í byrjun
ræðu sinnar að þó hann eigi stæði &
sama trúargrundvelli eða hefði sömn
lílsskoðun og hinn framliðni hefði
haft, þ& vildi hann þó leitast við að
talaumhinn látna, að svo miklu
leyti sem þekking sfn á honum næði
til, sem væri einkum sú, að hann
hefði þekt hinn látna frjálslyndan,
sannleiksleitaudi og mikið staríandi
mann, sérstaklega hvað snerti það,
að menn fengju algjört trúfrelsi hér
álandi og að ánanðaroki áfengis yrði
sem fyrsc létt af þjóðinni. Þetta
tventkvað hann mikilsvert ogað það
mundi halda minningu Signrðar
lengi á lafti, og þakkaði honum í
nafni sín og annar fyrir þessa starf-
semi hans.
Þeim mönnum til skýringar er
eigi voru við má taka það fram, að
jarðaiförin fór að öllu siðlega fram
sálmar vor sungnir og sorgarinnar
eðlilega þögn og róæmi gegntók
hvers manns hug, að því er séð varð.
Viðstaddur.
13. Des. Veður heflr nú snúist
mjög til hins verra, síðan i laugar-
daginu nær sífeldai h: iðar og dimm-
viðri. Snjór er töluverðut kominn.
Á Akureyri voru við manntal
í hausc rúm 1400 manns. Þar af er
talið að um 200 séu aðkomandi en
12J0 heimilisfastir, at þeim eru 550
á Oddeyrinni.
Aiþingiskosningarnarnæstu eiga
aðfarafram 2.—11. Júníívor, að
b.ðuin þeim dögum meðiölnum.
19. f.m andaðis í Hófteigi á Jökuldal
Þorvaldur Klængsson stjúpfaðir frú
Ingunar konu sr. Einars Þórðarson-
ar. Þorvaldur var ætlaður úr Ar-
nessýs'u, L 1840 bjó lengi í Keykja-
vík, en fluttist að Hoftegi 1892.
16 Okt. í haust andaðist Sigfús
Eiríksson bóndi í Hnefllsdal, hilf
sjötugur að aldri.
Mjóaflrði 7. Des. 1901.
Góð má heita fíðin tiðin til
landsins, en heldur er hún stirð og
umhleypingasöm til sjávarins; bóró-
met oft mjög neðarlega t. d. í gær
svo neðarlega, að það heflr aldrei
fallið svo mikið á öllu árinu.
Afli er hér nú mikill, má heita
ágætur, eftir því sem við ,höfum að
venjast nú orðið, t. d. í gær hlóðu
sumir og sumir afhausuðu, komu að
afhausaðir, einsog nú er málvenja
hjá sumum). En meinið er, að ot
fáir geta notið hans sakir tólksíæðar.
SHERIDAN 13. Jan. 1902.
Herra ri st.:
Vel líkaði mér jólablaðið, ekki síður
en í fyrra.—Fáar eru fréttir héðan,
utan hagstæða tíð, nefnil. sumar, og
góða uppskeru af öllum tegundum,
og nýting hin bezta, því rigningar
byrjuðu hér ekki fyr en 27. Október,
hafa þær haldist af og til síðan,
aldrei sést snjór í þessum parti
Oregon, og f&a morgna sést frosthéla,
hitinn oft í vetur frá 50—60 gr. og
þó iigndi dag og nótt var hitinn
sami.—Jörð öll græn nú, og er það
fágæt veðurblíða.
FRÁ HEKLA, ONT.
Beztu þakkír fyrir jólablaðið,
sem mér líkar ágætlega og yndjs-
lega í alla staði.
AÐSENT.
Er tímatalið rétt í íslenzku Al-
manökunnm, S. B. Benediktssonar
og O. Thorgeirssonar fyrir þetta ár,
1902? Eftir þeim reglum, sem gefn
ar eru fvrir að flnna hinar hrreran
legu hátíðir ársins í Rímbókinni, þá
ánú Níuviknafasta að byrja sunnu
daginn 13. Janúar, p&skar 23. Marz
og hvítasunna 11. Maf. Ef hátíð-
irnar koma nefnda daga er 1 sunnu-
dagur á milli Þrettánda og níuvikua-
föstu, en 27 sunnudagar frá þrenn-
ingarliátið til Adventu. En Alma-
nökin hafa 2 sunnudaga eftir Þrett-
ánda og 26 sunnudaga frá Þrenning
arhátíð til Adventu.
Það flnst mjög óviðfeldið að
halda p&ska og hvítasunnu annan
dag en rétt er. Menn, sem gefa út
Altnanök, ættu að vera Ó3keikulir í
því.. Það væri mjög fróðlegt að fá
að vita eftir hvaða reglum þeir
menn fara sem gefa út tímatal. Þeir
hljóta eflaust að vita að hitíðar geta
komið svona snemma, eins og áður
er sagt. Páskar geta komið fyrst
22. Marz, til 25. Apríl.
Hér má tilnefna nokkur dæmi. 1.
dæmi. Árið 1845 var sunnudags
bókstafur C, Gyllinital 3, eins og
þetta ár 1902, og það |ár hafa páskar
verið 23. Marz. 2. d.: 1913 verð-
ur sunnud.bóks. E, Gyllinital 14.
Það ár koma líka p&skar 23. Marz.
3. d.: Þegar sunnud. bóks. er D,
Gylli.iital 14, koma p&skar 22. Marz,
en það heflr ekki verið síðan árið
1818. í þessum dæmum hafa verið
Góupáskar, 4. d.: Árið 1859 vat
snnnud.bóks. B, Gyllinital 17, því
hafa páskar verið 24. Apríl. 5. d.,
Árið 1836 var sunnud.bóks. B, Gyll-
inital 6, voru því páskar þá 25. Apr.
6. d.: Árið 1935 verður sunnudags-
bókstafúr A, Gyllinital 6, verða þá
páskar 23. Apríl- Þessi 3 dæmi sýna
sumarpáska. Af framan skrifuðum
dæmum sést, að páskar hlaupa aftur
og fram eítir því hvort tunglaldarár
er og sunnudagsbókstafur, en eftir
þei j reglum, sem Rímbókin gefur og
allan þann tíma, sein menn vita til,
hefir hún verið rétt, og þvf finst
mér næsta ólíklegt að þetta sé skakt
í henni á þessari yfirstandandi Sól
öld, sem er 400 ár.
Sá er línur þessar ritar óskar
vinsamlegast að útgefendur Aima-
nakanna og aðrir, sem þekkja og
skilja tímatal, vildu segja eitthvað
til góðrar leiðbeiningar, því þetta
getur ekki verið nema á einn veg
og ættu menn að skoða hann til
hlttar.
Áskorun.
Eins og öllum er kunuugt, er það
eín sú fegursta skemtun, og um leið
hin h&fleygasta list, sem þekst hefir
í hinum mentaða heimi, að leika vel
manntafl (skák), og við vítum að
margir af hinum mestu mönnum
heímsins þykir engin skemtun jafn
merkileg og skemtileg, já, og það
hinum hámentuðustu prófessorum,
svo að þeir leggja fram stórfé til efl-
ingar þeirri íþrótt, sem þeir jafnaðar-
legast kalla: “Hinn konunglega
leik”.
Um allan hinn mentaða heim
eru stór félög, sem.leggja alla stund
á þessa konunglegu íþrótt, og það
I afa verið gefnar út stóreflis bækur
viðvíkjandi þessari íþrótt, einkum á
þýzku og ensku, Tafllistin er mjög
gömul sem íþrótt á Norðurlöndum,
og þó að vér Islendingar höfum ein-
att verið fáir og smáir, þá er þó tafl-
listin gömul bjá íslenzku þjóðinni og
hún hefir einatt átt ágæta taflmenn,
og nú er í Reykjavik mjög myndar-
legt taflfélag, og það heflr fengið
svo mikið álit á sig, að prófessor
Willard Fiske gefur út tafltímarit
einungis því félagi til styrktar. —
Ýinsir af íslenzkum ágætis taflmönn-
um hafa flutzt hingað vestur yfir
haf og hafa náð hér áfiti sem ágætis
sk&kmenn, og landi vor, hr. Magnús
Smith var um tfma mestur taflkappi
í Canada,
Nú í næsta mánuði ætla að
minsta kosti 6 eða 7 íslenzkir tafl-
menn að þreyta tafl og vinna sigur.
Allir þjóðflokkar, sem taka þátt í
þessum merkilega og mikla taflleik,
hafa hugsað sér, að gleðja taflmenn-
ina með góðum prísum, þegar þeir
eru búnir. Þar af leiðandi er nú
skorað á ykkur, kæru íslendingar,
að leggja nú dálftið af mörkum, ann-
aðhvoit í peningum eða snotrum
munum, til þess að gleðja með þessu
vini vora, sem ætla að reyna að
halda'uppi heiðri okkar í þessari í-
þrótt.
Alt það, sem kynni að gefast,
ætti aðvera komið hingað til Winni-
peg ekki sfðar en 10. Febrúar næst-
koinandi, og má ser.da það til herra
Jóns Júlíusar, 150 Nena St., Winni-
peg, Man., eða til ritstj. blaðanna,
Heimskringlu eða Lögbergs.
Það er íétt að eins byrjað að
safna fyrir þetta hér 5 borginni af
hálfu Islendinga, og eru þegar
komnir inn um $56; það er að eins
frá örfáum mönnum, því landi vor
herra Jónas Oliver, telegraflsti, hér í
bænum, sýndi aðdáanlegt höfðing-
lyndi á þann hátt, að byrja príslist-
ann með $20 gjöf.
Með vinsemd og virðingu.
Winnipeg, 21. Janúar 1902
J. P. ísdal.
Jón Júlfus.
Herra ritstjóri.
I síðasta númeri blaðs yðar
yðar stendur grein uieð undirskrift-
inni, X, þar sem minst er á þýðingu
Ingvars Búasonar á sögunni “Kær-
leiksheimilið“, eftir Gest Pálsson.
Höfundur greinarinnar vii ðist gefa í
skyn, að það sé alrnent álitið að
Stúdentafélagið standi á bak við
þýðingu þessa, því Lögberg hafl íyr-.
ir nokkru sfðan gefið til kynna að
félagið hafi látið þýða 2 íslenzkar
sögur á ensku, og er “Kærleiksheim-
ilið“ önnur þeirra^ Af því líkinði
eru til að frekar verði rætt um þýð-
inguþessa, þá yill Stúdentafélagið
koma nú strax f veg fyrir misskiln-
ing þann, sem þessi staðhæfing Lög-
bergs hetír orsakað, og láta almenn-
ing vita að þýðing þessi stendur als
ekki f sambandi við Stúdentafélagið.
I. Búason þýddi söguna í sínu eigin
nafni og upp á sína eigin ábyrgð, en
ekki samkvæmt beiðni eða tilhlutun
félagsins. Sem félag virðum við til-
raun hans, en viljum jafnframt leiða
hjá okkur þá sleggjudóma, sem enn
þá hafa komið fram þýðingu þessari
viðvikjandi, og óskum að þeir sem
um þetta mál kunna að rita, láti
þýðandann njóta kurteisis og sann-
mælis.
Þ. Þorvaldsson.