Heimskringla - 06.02.1902, Síða 3
HEIMSKRINGLA 6. FEBRÚAR 1902.
Einungis einn af hverjum
hui drað eru lánsamir í fyi-
irtækjum sínum.
Ert þú sérlega viss um, að þú
verðir annar þessara tveggja? Það
■eru tll menn, sem deyja gjaldfœrir,
€ii eru gjaldþrota áður en þeir eru
komnir ofan í jörðina, og bfiið er
að borga skuldirnar. Hve fljótur
liamar upplioðshaldarans er að rota
dánarbúið! Það er haldið, að
eignin muni nema $15,000; en
þegar neyðin skipar að sélja, verða
það ekki nema $7,000. Kaupmað-
urinn hugsar sér að maka krókinn
I neyðinni og prýstir ekkju látins
félaga síns til að selja sér fyrir
gjafverð eða verða af með alt að
öðruni kosti. Eða skiftarétturinn
skipar umboðsmanni að lolta öllum
reikningum. Menn ímynda sér,
að dánarbúið só $20,000 virði, en
þegar búið er að borga skuldirnar
og læknir og líkkistumaður og
minnisvarðasaii hafa fengið sitt
ER EKKERT EFTIR. _
Það þyðir, að þegar börnin koma
heim frá skólanum, eiga þau að
fara að vinna. Það heíir hin þyngstu
neyðarkjör 1 för með sér fyrir ekkj-
una; hún er hrakin út í heiminn
með ekkert annað vopn en nálina
til að heyja með hinn mikla bar-
daga lífsins. Hún rýfur niður refl-
ana, lokar fortepíanóinu. ristir
sundur gólfdúkana, selur kjólana
sfna, tekur svo sitt barnið við
hverja hönd og þrammar af stað út
•á eyðimörk lffsins. Lífsábyrgð
befði komið í veg fyrir alt þetta.
“En,” lætur einhver sér um
munn fara,
‘ Ég er maður í litlum efn-
um og mér er um meg'n að
inna iðgjoldin af hendi.”
Stundum er þessi raunalega af-
sökun gjörð í einlægni, en sjaldan.
Henni.skyldi þannig svarað: “Ef
þér eruð of fátækur til að sjá fyrir
fjölskyldu yðar og greiða ofurlítil
iðgjöld um leið, eruð þér lfka of
fátækur til að stofna yður í þá
hættu að deyja og láta fjölskyldu
yðar sviftast forsjá þeirri, er hönd
yðar og höfuð veitir henni. I níu
tilfellum af hverjum tfu er komið
með þessa afsökun, þegar sá, er á
hlut að máli, svælir upp vindlum,
slokar niður vfn og eyðir í óþarfa
nógu fé til að borga iðgjöld hæfi-
lega liárrar lífsábyrgðar til að forða
fjölskyldu sinni frá beininga-
mensku, þegar hann er dauður.
Hver maður ætti að temja sór hina
ströngustu sparsemi, þangað til
hann fær int af hendi þessa kristi-
legu skyldu. Þér hafið engan rétt
til þæginda lífsins, þangað til þér
hafið sýnt þessa forsjálni, Eg dáist
að því, sem presturinn, dr. Gruthrie,
mikli prédikarinn skozki, sagði.
Fáum árum áður en hann dó gjörði
hann þessa yfirlýsing á opsnberum
mannfundi: “Þegar ég kom til
Edinborgar, hló fólk stundum að
bláu sokkunum mfnum og að
baðmullar-regnhlífinni minni og
sagði ég liti út eins og algengur
plægjári, og það gjörði gys að mér,
af því ég bjó í húsi, sem ég borgaði
að eins 35 pund í leigu fyrir árið,
og ósjaldan gekk ög, þegar mér
hefði þótt vænt um að mega aka í
vagni; en herrar mínir, ég gjörði
þetta alt til að borga lífsábyrgðar-
iðgjöld, svo fjölskyldu minni gæti
liðið bærilega, þó ég dæi.” Þetta
eru gullvæg orð af vörum ráðvands
og sannkristjns skirleiksmanns.
HIÐ EINSTAKA SINNULEYSI
margra MANNA í þessu
MIKILVÆGA EFNI ER OR-
SÖKIN TIL MIKILS AF
GLÆPUM OG VOLÆÐI ÞESS-
ARA TÍMA.
Hvaða börn eru þetta, sem eru
að sópa strætin með brotnum sóp-
um og biðjast ölmusu af hverjum
þeim, er fram hjágengur? Hverj-
ar eru þessar glötuðu sálir, sem
læðast áfram í birtu gasljósanna
með þunnu sjölin yfir sér? Ó, þær
eru herfang skortsins, sem for-
sjídni foreldranna eða afa og ömmu
oft liefði getað komið í veg fyrir.
Guði einum er um það kunnugt,
hve oft þær hafa leitast við að
gjöra rétt. Þær báðu þangað til
tárin frusu á kinnum þeim. Þær
sátu við að sauma sekki fram undir
dögun; en þær fengu ekki nóga
peninga til að borga húsaleiguna,
eða til að fá sér þokkaleg föt. og
svo ber það til einn dag á hinu
auðvirðilega heimili þeirra, að
engill skírlffsins og engill lastanna
háðu einvígi milli brauðbakkans
tóma og eldstóarinnar köldu, þang-
að til að engillinn með svörtu
vængjunum hljóðaði upp yfir sig:
“Ha ha! ég hefi unnið sigur!”—
En nokkurir segja: Eg trúi þvf,
sem þér segið,
AÐ ÞAÐ SE RÉTT OG KRISTI-
LEGT
og ég ætla mér einhvern tfma að
láta verða af þessu.” Vinur minn,
þú lætur fjíilskyldu þína verða af
með lífsþægindin á sama hátt og
syndarinn verður af með himna-
ríki,—fyrir það að skjóta öllu á
frest. Hvarvetna kring um mig
fjölskyldur, allslausar og í neyð;
foreldrar þeirra hafa œtlcið ein-
hvem góðan dag að sinna þessari
kristilegu skyldu. En meðan á
töfinni stendur,' verður maðurinn
blautur í fæturna, liann fær köldu
og missir ráðið, læknirinn hristir
höfuðið og svo kemur jarðarförin.
Ef til er nokkuð raunalegra í heim-
inum en kona, sem alin hefir verið
upp f eftirlæti og á heiðursdegi sfn-
um gefin af eftirlátum föður
manni, sem enga gleði né ánægju
liefir aðra í lífinu, þangað til hann
deyr,—og að sama konan verður
að fara á stað með munaðarlaus
börnin á bakinu til að berjast fyrir
daglegu brauði í heiminum, þar
sem ekki veitir af stæltum vöðvum
og hugrakkri sál, — ég segi, ef
nokkuð er til raunalegra, þá veit
ég ekki hvað það er; eg
ÞÓ ERU TIL GÓÐAR KONUR,
ER LÁTA SIG LITLU SKIFTA
RÁÐLAG BÆNDA SINNA í
ÞESSU EFNI
og sumar eru jafnvel ákveðnar á
móti því, eins og lífsábyrgðin
væri líkleg til að liafa einliverja ó-
gæfu í för með sér fyrir menn
þeirra. Hér í þessari borg er
þann dag f dag fátæk kona, sem
heldur ofurlitla brjóstsykurbúð;
hún var áköf á móti því, að maður-
inn hennar tæki lífsábyrgð, og
þegar hann hafði sent á stað um-
sókn um tfu þúsund dollar avá-
trygging, ónýtti hún það. Hún
víldi engin skjöl hafa f húsinu, sem
gæfu f skyn, að það væri mögulegt,
að maðurinn hennar kynni éin-
hvemtfma að deyja. Einn góðan
veðurdag þegar hjólin í einni vél-
inni snerust í hraðara lagi, misti
hann líf sitt á einu augnabliki.
HVER ER AFLEÐINGIN?
Með þvf að leggja' ósköp á sig
dregur hún fram lffið. Börnin
hennar tvö hafa verið tekin af
henni, svo þau fengju föt og gætu
eitthvað lært, en lífið hennar er
stöðugt harmkvæli.—Ó maður! áð-
ur en fjörutfu og átta klukkustundir
eru liðnar, ættir þú að flýta þér inn
á skrifstofu einhvers hinna miklu
lífsábyrgðarfélaga, láta setja hlust-
pípu lœknisins á brjóst þitt og
hjarta og láta það fá hátfðlega
staðhœfing með innsfgli einhvers
áreiðanlegs félags, að börnin þfn
lendi ekki f þeirri niðurlœging,
sem fjárþrotabaslinu fylgir, þegar
þfn missir við,
Ungur maður, er tryggir líf sitt,
dregur úr áhœttum og angist kom-
andi ára; hann eykur að miklum
mun líkindin til þess, að f jölskylda
hans eigi við bærileg kjör að búa.
Með smá afborgunum kaupir hann
auðlegð, er afhendast á fjölskyldu
hans, þegar hann deyr. Hann
tryggir sér verðlaunin handa henni
og byrjar 'veðhlaup lífsins laus við
byrðar Þær og áhyggjur, er fjöl-
skyldan hefir f för með sér. Hug-
ur hans er frjáls, og höðuðstóll
hans frjáls. og að þvf er fjöl-
skylduna snertir, hefir hann í raun-
inni trygt henni auð fjár. Ungur
maður, sem ekki tryggir líf sitt,
sýnir, að hann skortir hæfileika
hyggins umsýslumanns, og sá mik-
ilsverði hæfileiki er í því fólginn,
að vera við ókominni áhættu búinn
með þvf að greiða fyrir fram fé af
hendi.
HEYRNARLEYSI
er eigi audið að lækna með algengum
meðöiura. þar eð þau geta ekki ná til
hins sjúka hluta eyrans. “Heymar-
leysi” verður því aðeins læknað á einn
hktt, sem sé þann, að nota þau meðöl,
sem eru eftir Viyggingu h ns sjúka.
Heyrnarleysi keinur af bólgu í slím*
himnunni, sem liggurinnan i heyrnar
pípunni. Þegar þessi pípa er orðin
veikluð, kemur suða fyrir eyru þér eða
þá að heyrnin hverfur til muna. Og
þegar pípan lokast með öllu, er afleið-
ingin algert heyrnarleysi, og sem aldrei
batnar nema bólgunni í þessari pípu sé
útrymt. Níu af tiu heyrnarlausum
mönnum eru á þenna veg orðnirjheyrn-
arlausir.
Vér viljum gefa eitthundrað dollara
fyrir hvern sjúkdóm (sem kominn er af
bólgu í slímhimnnnni) sem ekki lækn,
ast með Halls Catarrh Cure. gkrifið
eftir upplýsingum
F. J. Cheney & Co.
Toledo Ohio.
Fæst í lyfjabúðum fyrir 75c.
Ódýrust föt eftir máli -
S. SVVANSON, Tailor.
518 JMarvlaml St. WINNIPEG.
—Tli JoIiiimoii kennir fiólinspli
og dans.
614 Alexander Ave.
Winnipog.
Fyrir minna verð
en hægt er að fá nokkurstaðar annar
staðar. teknr undirritaður að sér út
búnáð eignarb'éfa (Deeds), veðsknlda
brófa (d/ortgages) og alskonar s«mn-
ibga (Agreeraents), og ábyrgist laga-
legt gildi þeirra fyiir dómstólum í .Van-
itoba.
11. R. OLSON.
Provincial Conveyancer.
Gimli 1/an.
MatíoiaW, HanarS & Wliitla.
Lögfræðingar og fieira.
Skrifstofur í Canada Permanent Block.
HUGH J. MACDONALD K.C.
ALEX. HAGGARD K.C.
H. W. WHITLA.
Dr. GRALN.
Oifiice: i'oulds Rloek
Cor. Main & Market st,— Phone 1240
MMn Restaiiraat
Stærsta Billiard Hall i
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”
borð. Allskonar vin og vindlar.
liennon & Hebb,
Eieendur.
F. C. Hubbard.
Lögíræðingur o. s, írv.
Skrifstofur Strang Block 365 Main St.
WINNIPEG --- - MANITBOA
Bonner & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar.
494 liain Nt, ... Winnipeg.
R. A. BONNER. T. L. HARTLEY.
Lampar!
Lampar!
Lampar!
BEZTA URVAL!
BEZTU GOBDI!
BEZTA VERDGILDl!
Komið til okkar eptir nauð-
synjum yðar í leirtaui, glervöru,
Postulíni og Silfurvarningi knífum,
göfflum, skeiðum o. s- frv. Vér
óskum eptir viðskiftum yðar.
PORTER & CO.,
330 ST.
CHINA HALL,
5Y2 ST.
OLISIMONSON
MÆLIR MEÐ BÍNU NÝJA
718 llain 8tr
Fæði $1.00 á dag.
1
Í
i
*
LYKTARGODIR VINDLAR
eru T L, “Rosa Linda” og
“The Gordon”.
í þeim er ekkert nema bezta Havana tóbak
og Sumatra-lauf, þeir eru mildir og sætir.
Þeir eru gerðir til að þóknast notendunum og
þeir gera það daglega alstaðar. Biðjið um þá
WESTERN CIGAR FACTORV
Th«.. Ii'lg,tii,ll Wl tSTJNt X3P1L1G--
zmmmmmmmmmmmmmmmmmmt^
| NOR THER N LIFE flSSURANCECo. (
^ Algerlega canadiskt félag, með eina millión doll- ^
ars höfuðstól. ^
Arld liioa er stórftldasta viðskifta og gróða ár The Northern
Jtl Life Assuranðe Co.—Samanbur ur við árið á undan er þessi: —*
Innritaðar lífsábyrgðir nema $1,267,500.00 meira en árið á undan.
Jt; Hækkunin nemur........52J% —
Lífsábyrgðir í gildi nú...... $2,769,870.00
hafa aukist nem nemur.....34%
Iðgjöld borguð í poningum......... $75,928.72
hafa aukist sem nemur.....32J%
y— Allar tekjur félagsinsí peningum eru.. $84,755.92
g— það eru 29% hærra en árið áður,
Hlutfallslegur kostnaður við iðgjalda inntektirer 15% lægri en síðasta ár
Hlutfallslegur kostnaður við allar innt. er 14% lægri en árið á undan.
S— ÁBYRGÐ GEGN ÁBYRGÐARHÖFUM —Ríkisábyrgð.. $121,980 89
En það er 50% hærra en árid áður,
jfr Samlagðar tekjur................ $284,275.55
g~ það eru llj per cent meira en árid á undan.
Frekari upplýsingar fást hjá aðalumboðsmanni meðal Islendinga:
Tli. Oddson . .1 R. 4»ardcner
520 YOung St. 507 Mclntyre Blk.
^ WINNIPEG.
^uuuuuuiuwuiuiuiuuuuwuuuuuuwiuuiuuuuuji
ITANITOBA.
Kynniðyður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu
annarstaðar.
• íbúatalan í Manitoba er nú................................ 250,000
Tala bænda í Manitoba er.................................... 35,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519
“ “ “ 1894 “ “ 17,172,883
“ ‘ “ 1899 “ “ 27,922,230
Tala búpenings í Manitoba er nú : Hestar................ 102,700
Nautgripir.............. 230,075'
Sauðfé..................... 35,000
Svin....................... 70.000
Afurðir af kúabúum f Maritoba 1899 voru................... $470,559
Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... $1,402,300
Framförin i Manitoba er auðsæ at fólksfjölguninni, af aukntia
afurðum lan isins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs t-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaadi velliian
almennings.
í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum........... 50 000
Upp í ekrur.................... .................................2,500 000
og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi
f fylkinu .
Manitoba er hentugt sræði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er
enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur.
í Manitoba eru ágættr frískólarfyrir æskulýðinn.
í Manitoba eru mikil og flsksælveiðiyötn, sem aldrei bregðast
í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú
vera vfír 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru f Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
Yflr 10 millionir ekrur af landi í Hanitoba, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd f öllum pörtum fylkisins. og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, ti)
HOX. R. P BOltLIN
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
Eða til:
Josiepli R. Skaptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður.
452 Lögregluspæjarinn.
De Verney var fljótbentur meðan hann var
að þessu verki, því að hann þóttist hafa naum-
ann tíma til starfa og taidi hvert augnablik dýr-
mætt, Hann skipar Oru að klæða sig í ferðaföt
sfn og að vera fljót að því. "Það verðui kalt á
sjónum í kvöld”, segir hann, Svo tekur hann
þrjú útfylt burtfararleyfisbréf úr vasabók Di-
mitrís og skrifar þau út, eitt fyrir Oru og annað
fyrir Vassilissu og þriðja fyrir sjálfan sig. En
hann hafði ætlað sér að komast fram hjá lög-
regluþjónum þ eim sem yoru umhverfis húsið
með aðstoð Dimitri og yfir brýrnar ætlaði hann
að komast með hjálp burtfararleyfisskjalanna,
sem öllhöfðu verið nndirrituð af G«n. Gourko.
Svo yonaði hann að komast með konurnar um
borð á skip sitt og sigla svo sam af tæki út á
haf. En líf og frelsi hans og stúlknanna var
undir því komið að þetta gæti alt gengið hindr-
unarlaust afásem allra stytstum tíma. Ef
Dimitri gæti sent hraðskeytí til Cronstadt, þá
gathann búist við eftirför, en það taldi hann
víst, að sér yrði tæplega náð, ef hann gæti í
tíma komið skipi sínu undir segl.
Á meðan hann var að þessu verki. heyrði3t
honum hann heyra Dimitri vera að kalla á lög-
regluþjónana sór til hjálpar. Hann stekkur á
fætur með þeim ásetningi að stinga ginkefli upp
í hann. En svo heyrir hann ekki frekar til hans
og heldur því áfram að skrifa passana, því Iíf
hans gatlegið yjð að að hafa það gertí tæka
tíð.
Rétt þegar hann er að ljúka við þetta, þá
kemur Ora til hans ferðbúin og með titla tösku
Lögregluspæjarinn. 453
í hendinni. “Ég er ferðbúin! Komdu”, segir
hún. Þegar þau fóru út úr stofunni, þá kemur
Vassílissa og segir þeim að Dimitri sédauður.
“Dauður !” hrópar Ora.
“Dauður eins og dýrðlingur”, segir stúikan
Hann var að kalla á menn sína, svo ég stakk
upp í hann. Ég ætlaði ekki að gera honum ilt,
en hann er steindauður og ískaldur !”
í'Þá verðum við að komast héðan áðuren
lögregluþjónarnir komast að því. Þið munið
skipunina sem hann gerði í tilfelli að hann find-
ist dauður! Flýtið þið ykkur nú! “Um leið
og hann sagði þetta fór hann yfir að glugganum,
til þessaðná dúkunum, svo hann gæti notað
þá til þess að komast fram hjá lögregluþjónun-
um úti. En er hann ætlar að taka dúkana upp
þá verður hann þess var að þeir _eru farnir, Yflr
þessu verður hann óttasleginn. Einhver hefir
verið þar án þess hann vissi af því [og leikið á
hann, Klóreformið er í krúsinni, en dúkarnir
eru farnir.
“Líf Jokkar ’liggur i dúkunum”, segir de
Verney. “Við verðum að finna þá”. Og svo
hefur hann leitina um alt herbergið, en finnur
þá ekki, En f þessari svipan heyrir hann lík-
sálm spilaðanná Forte piano í söngSalnum. Það
er Louisa sem er að spila. Hún hafði heyrt
þegar Orahrópaði: “dauður'1, og byrjaði þ að
spila, til merkis fyrir þá sem úti voru, að nú
væri verkinu lokið—morðið framið.
De Verney hleypur í næsta herbergi og kall-
ar á Vassilissu og spyr hana jhvað hún viti um
dúkana. Ora kemur til hennar í þessura svifum
456 Lögregluspæjarinn.
passann þinn, svoað þúgetir sannað samband
þitt við ensku sendiherrahirðina?”
“Já, í vasa mínum,ég ber þaðætið á mér nú
á dögum, af því að þessir ólukku lögregluþjónar
eru orðnir svo óþægilgea forvitnir; þeireruorðn-
ir hreinasta pest”. Svo kveikir hann í vindfl sín-
um og gengur jút úr húsinu. En de Verney
varð eftir með dúkinn og sagði víð sjálfan sig:
‘ ‘Það verður þrándur í götu Baresfords áður en
hann kemst héðan út úr garðinum. En ég hefi
1 burtfararleyfi—með því get ég frelsað hana”:
Svo gengur hann til herbergis Oru og biður
hanaaðkoma. En hún var þegar tilbúin og
stóð í dyrunum og sagði: “Vasilissa hefir rakn-
að við.en er samt ekkienn þá ferðafær”.
‘ “Þá mátt þú ekki biða eftir henni”, segir
hann flýtislega, því hann vissi að tíminn var
orðinn naumur. “Það er passi ítöskunni ;pinni
oghór er það sem verndar þig meðan þú ert að
komast héðan út úr ga ðinum”, og hann rétti að
henni dúkinn, sem hannjhafði tekið af. Beres-
ford. "Earðu tafarlaust upp í vagninn og keyrða
einshratt ogþú frekastmátt ínn til borgarinnar,
og þegar þú kemur þar, þá------”.
“Ætlar þú ekki að koma líka?" segir hún.
“Nei. Ég verð að bíða eftir Va»silissu, og
svo komum við ríðandi á eftir”.
“En Vassilissa?”
“Hún skal koma með mór”.
“Á hestbaki?”
"Því ekki það? Hún er Kósakki að hálfu
leyti”, s6gir hann önuguglega. “Svo þegar þú
kemur þangað, þá farðu strax til franska sendi-
Lögregluspæjarinn, 449
að gera járnin mátuleg. “Leyfðu mér að hjálpa
þér”, segir hann og réttir úr sér eins og hann
vildi yerða að góðu liði í þetta sinn.
“Ekki nema það !” hrópar dimitri og hlær
við. “Það er meira af frakknesum lyndisein-
kennum í þér en ég hélt þú hefðir að geyma”, og
fleygir til hans járnunum, en hefir sverð sitt ætíd
fyrir framan sig og lætur það vita beint á de
Verney,
“Já, ég var einu sinni vanur að eiga víð
svona járn; líttu á. Ég get fljótt gert þau nógu
lítil’,, segir de Verney ogheldur kappsamlega á-
fram að laga járnin.
“Hvaða laun vonar þú að fá fyiir þetta?"
segir Dimitri.
“Burtfararleyfið”, svarar de Vernðy. “Gef
þú mér burtfararleyfið. Ég óska einskis ann-
ars”.
"Þér er ant um að fá burtfararleyfið, Frakk
lendingur. Þú skalt fá það þegar þú ert búinn
að loka járnunum á úlfliðina á þessari glæpa-
konu. Settu þau á hana! Svo skaltu svei mér
fá passann. Settu þau á hana!”
Svo kemur þunga þögn yfir þauöll saman.
De Verney gengur niðurlúturyfir til stúlkunnar,
Allar aðfarir hans bera þeSs vott að hann fyrir-
verður sig að vinna það böðulsverk, sem hana
hefir tekið að sér til þess að komast sjálfur und-
an, án þess að hugsa nokkuð um stúlkuna, sem
liann hafði svarið að elska og varðveita fram í
d&uðann. Én hann gætir þess að líta ekki 4
Oru, til þess að verða ekki fyrir augnaráði henn-
ar, sem etíaust hefði slegið hann til meðaumkun-