Heimskringla - 03.04.1902, Side 1
J KATTTMY. J
j[ Heimskringiu. J
j Heimskring/u. *
XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 3, APRÍL 1902. Nr. 25.
Frjettir.
Markverðustu viðbufðir
hvaðanæfa.
Herforingi einn í Warshaw á
Póllandi, Col. Grimm, hetir verið
dæmdar til dauða fyrir landrið.
Hann jfitaði að hafa í síðastl. 10 iir
selt þýzku stjórniuni alla herm&la-
ieyndardóma Eósslands, svo að
Þjóðverjar gætu verið við öllu búnir
ef þeir lentu í stríði við Rússa. Það
var kona Grimms, sem ljóstaði þess-
um glæp upp um mann sinn og
kvaðst hún hafa gert það, af því að
hún hefði orðið þess vör að hann
hefði verið með öðrum konum.
Mr. Chamberlain sagði í brezka
þinginu 20. í. m., að 9000 Búar
væru enn undir vopnum í Suður-
Afríku. Rn af því að allur her
Breta þar syðra getur ekki ráðið við
þá, þá biður hann stjórnina i Astra-
líu að senda þangað 2000 menn f
viðbót við þá sem þegar hafa verið
sendir. Svo ætlar stjórnin að senda
6000 menn af heimahernum þangað
suður, svo að alls verða sendir 8000
menn til hjálpar brezka hernum þar
syðra, og vonar stjómin að þeð sé
nægur afli til þess að vinna bug á
Búqm.
Byggingameistari einn f Chica-
go segir að háu stálbyggingarnar
þar í borginni geti ekki staðið nema
fá ár, í mesta lagi 20 ár, og að hin
mesta hætta sé af þeim búin, því
þær geti hrunið þegar mínst varir,
af því að ekki sé mögulegt að verja
samskeytin ryði.
19 ára gaffiall piltur f Quebec-
fylki játaði nýlega að kaupm. einn
hefði borgaðsér til þess að brenna
búðina sína. Svo kveikti strákur í
búðmni og sagði svo frá öllu saman.
Edward konungur hefir sent
borgarstjórninni í London $150,000
til þess að fæða hálfa millíón af fá
tæklingum Lundúnaborgar yflr
krýningar vikuna. Þetta mæliat vel
fyrir af blöðunum.
Ottawastjórnin hefir tapað $4,
570,526 á Iutercolonial og P. E. I.
járnbrautinni á síðastl. ári. Þetta
bendir á að þjóðeign járnbrauta sé
ekki eins ágóðasöm og sumir ætla,
betra að hafa umráð far- og ílutn-
ingsgjalda an tilkostnaðar.
Ottawastjórnin heflr tapað ná-
Jega hálfrí millíón dollars á póst-
flutningum á siðastl. ári. Skaðinn
verðar að vinnast upp með auknum
tolluin á nauðsynjum verkalýðsius.
Þannig gefst frjálsverzlunarstefnan
í þessu landi undir núverandi ríkis-
stiórn.
Ottawastjórnin heflr neitað að
leyfa rannsókn á orsökunum til þess
að Intercolonial-brautin heflr bakað
ríkissjóðnum rúmlega fhálfrar fimtu
millíón dollars tap á síðastl. ári.—
Svona er frjálslyndi þeirra frjáls-
lyndu.
John Dillon, einn af írsku leið-
andi þingmönnunum í Londonþing-
inu, kallaði nýlega f opnu þingi, Mr.
Joseph Chamberlain “bölvsðann
lygara”. Honum var ^vikið frá
þingmensku um viku tíma fyrir
bragðið.
írar hafa sent gamla Kruger
lukkuóskir sfDar og ánægju yflr
sigri Búanna á Bretum nýlcga. í
bréflnu er farið mjög hörðum orðnm
um aðfarir Breta í öllu Búamálinu,
og sú von og ósk látin í ljós, að Bú-
ar megi sigra að lokum.
Maður var hengdur í Hull,
Quebec, á fimtudaginn i fyrri viku,
fyrir morð konu sinnar og annars
manns. Mann á að hengja í B. C.
innan fárra daga, og einn verður
hengdur hér í Manitoba, fyrir konu-
morð.
Frétt frá jötunheimi: Blaðið
Bulletin í San Francisco tlutti ný-
lega lýsingu af 2 persónum í Banda-
ríkjunum, sem verið er að leiða sam-
an í hjónaband. Ungfrú Ella Ei-
ving í Corin, Mo., er 8 fet og 4
þuml. á hæð ogdigur að sama skapi
og vigtar 400 pund. Hún var lengi
4 sýningu þeirra P. T. Barnum og
félaga hans og græddi stóríé á þeim
árum, svo að hún er vel efnuð. For-
eldrar hennar eru meðal fólk að
stærð, og faðir hennar hefir boðið
stór fé hverjum þeim manni, sem
vildi giftast henni. En engin hefir
enn þá þegið boðið, þar til nú að
herra Edward Beaurpe frá Willow
Bunch. Hann er maður nálega 8
fet á hæð, þrekinn og herðabreiður
og afar sterkur, ber hæglega 2000
pund, og læknar segja hann enn þá
ekkifullvaxinn eða fullþroskaðann,
enda er hann að eins 21 árs gamall.
skyldfólki þessara persóna er ant um
að þau giftist, og eru nú að gera
samninga þar að lútandi.
British Columbia-stjórniu hefir
gert breytingar á kjördæmum fylk-
isins, svo að nú verða þar 42 menn á
þingi í stað 38 áður. Vancouver fær
5 þingmenn, Victoria heldur 4, eins
og áður var. Als verða 12 þing-
menn frá Vancouver-eyju.
Innflutningur fólks í Manitoba er
óðum að aukast og lönd eru daglega
að stíga í verði. 6000 ekrur voru
nýlega seldar í einu, þær liggja í
grend við Manitoba- og Shoal Lake
nýlendur.
Allstdr hluti af bænum Hooplc
I N. Dak. brann á sunnudaginn var.
Skaðinn metinn um $50,000.
Gull heflr fundist í Cooper Creek
um 20 mflur (frá Kalso í B. C- 25c.
fist úr hverri pönnu að jafnaði og
er það 'talið ágætt. Námamenn
streyma nú óðum þangað.
Vatnsflóð f Tennessee hafa gert
4 millíón dollara tjón á þesBU vori.
25 manns hafa mist lífið í flóðinu og
er talið víst að líí og eigna tjón
verði enn þá meira en hér er talið,
þegar fréttir eru fullkomnar.
Allar stór gufuskipa-línur, að
Beaver-línunni undanskilinni, hafa
samið um að hækka fargjald milli
Ameríku og Evrópu um 25%, frá
31. Marz næstk.
Eíkisritari Root hefir getið þess
i Washington-þinginu að hann hafi
skipað Gen. Wood að veit r Cuba-
mönnum algerða sjálfssfjórn þann
20, Maf næstk. og að hann skuli
kalla saman Cuba-þingið fyrir þann
tíma. Cubaþinginu er gert að
skyldu að halda alla samninga, sem
nú eru í gildi við útlend ríki. Gen.
Wood er einnig skipað að skilja eftir
nokkurn herafla á eynni.
Þess er getið í þýzkum blöðum,
að Búar geri það að friðarskildaga
við Breta, að þeir fái að halda Zulu-
landi og hafa þar sjálfsstjórn- En
ekki er getið um hvort Bretastjórn
muni ganga að þeim kostum.
Richardson, þingmaður frá Ten-
nessee, bar fram þá tillögu í Was-
hington þinginu f síðastl. viku, að
neínd sé kosin til þess að rannsaka
þann orðasveim, að einn af umboðs
mönnum dönsku stjórnarinnar eigi
að fá hálfa millíón dollars fyrir að
hafa mútað blöðum og þingmönnum
Bandaríkjanna til að samþykkja
sölu Vest Indía-eyjanna til Banda
ríkjanna.
Joseph Chamberlain hefir látið
það áform sitt í Ijós, að ferðast um
allar hjálendur Breta strax að af-
loknu Búastríðinu.
Telephonefélag í New York hef
ir boðið að setja upp talþráðakerfi í
Ottawa, sem að eins skuli kosta $10
um árið fyrir hverja Telephone. —
Það ætti að koma til Winnipeg.
Morðmál mikið hefir staðið yf.
, ir I New York-borg í siðastl. 9 vikur
THE NEW YORK UFE
1. Fyrir 10 árum voru árlegar inntektir félagsins yfir S30 millionir.
10 árum síðar, eða 1901, voru árlogar inntektir orðnar S70 mill.
2. Fyrir 10 árum voru gíldandi lífsábyrgðir $575 millionir. Við
síðustu árauaót voru þser orðnar $1,360 mil.
3. Fyrir lu áruir. voru allar eignir félagsins metnar $125 millionir.
Við síðustu áramót voru þær orðnar yfir $290 millionir.
4. Fyrir lOárum borgaði félagið skírteinahöfum, árlegayfir$llj mill.
Á síðasta ári borgaði og lánaði það til skírteinahafa $34J million.
Við síðustn áramót var New York Life félagið starfandi í hverju
stjórnbundua riki f heiminum, og hafði stærra starfsvið í flestum
ríkjum, heldur en nokkur önnur samkynja félög, útleud eða þarlend.
Öll ábyrgðarskírteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út-
gáfudegi þeirra,
J. <4, Itorgan. raðsmaðiir,
Grain Exchange, Wiunipeg.
Clir. OlafMHon,
íslenzkur agent.
Þar bjó gamall millíóna eigandi, að
nafni Wm, Rice, og hafði hjá sér
vinnumann Jone8 að nafni. Rice
átti eignir í Texas, virtar 4 7 milli-
ónir dollars. En lögmann einn í
New York, Patnk að nafni, langaði
til að eignast reitur gainla Rice, og
fékk svo vinnuraanninn Joaes til að
drepa húsbónda sinn á eitri. Yms-
ir beztu lögmenn þvældu mál þetta
í réttunum í 9 vikur og gerðu það
svo flókið sem mest mátti verða, en
kviðdómurinn var að eins 3 tíma að
ákveða úrskurð sinn um sekt Pat-
riks. Hann verður dæmdur til líf-
láts.
Samkvæmt gamalli landsvenju
var Frans Joseph Austursíkiskeisari
látin þvo fætur 12 gamalla öldunga
í viðurvist ráðgjafa hans og hirð-
fólks. Samlagður aldur þessara
manna var 1070 ár. Að loknum
þvottinum gaf keisarinn hverjum
þessara ríflega peningaupphæð. —
Sömuleiðis gaf hann 12 gömlum
konum vænar peningagjafir, en ekki
þvoði hann fætur þeirra. Saman-
lagður aldur þessara kvenna var
1182 ár.
50 kristnir menn hafa nýlega
verið drepnir í Kína, en ekki eru
það útlendingar. Þeir höfðu að ein6
tekið kristna trú og það Varð þeim
að baBa.
Bretar náðu yfir 100 Búum i
síðustu viku og tóku þá herfanga.
Einnig náðn þeir 5 fallbyssum og
nokkru af lifandi peningi og mat-
vælum.
Cecil Khodes andaðist í [Suður’
Afríku þann 26. f. m„ 49 ára gam-
all. Hann er talinn með mikilhæf-
ustu Englendingum, sem uppi voru
á síðustu öld. Á unga aldri fór
hann til Suður-Afrikn og hafði þar ■
jafnan heimili síðan og græddi auð-
fjár á námum og byggingu járn-
brauta og annara opinberra verka.
Rhodes var mikilhæfur maður og
duglegur. Hann hafði eina einustu
ósveigjanlega lifsstefnu, þá, að auka
út-lendur hins brezka veidis í Suður
Afríku, og það mun óhætt að full-
vrða, að hann lagði grundvöllinn
fyrir ófriði þeim, sem nú stendur
yfir milli Breta og Búa þar í landi,
þótt honnm entist ekki aldur til þess
að sjá enda hans eða framtiðar af-
leiðingarnar.
567 studentar í St.- Pétursborg
á Rússlandi hafa verið handteknir,
kærðir um samsæri gegn stjórninni.
Búist er við að flestir þeirra verði
sendir til Siberíu. 95 stúdentar í
Moscow hafa þegar verið sendir
þangað.
Bænarskrá sú frá bindindismönn-
um í Manitoba, sem nýlega var send
til Ottawastjórnarinnar um að banna
Roblin-stjórninni að láta fylkisbúa
ganga til atkvæða í vínbannsmálinu
var endursend frá Ottawa-stjórninni
til fylkisstjórnarinnar hér, og hún
beðin að skýra sína hlið málsins.
Fylkisstjórnin varð tafarlaust við
þeirri beiðni.
HNAUSA 18. Marz 1902.
(Frá frettaritara Hkr.)
Þessi vetur hefir verið hinn blíð-
asti, sem menn hér muna eftir, og
svo snjólítið hefir verið að vandræði
hefðu orðið hefðu menn ekki haft
vatnið til að fara eftir oft og iðulega,
og 13. þ. m. var víða snjólaust, en
þann 14., og síðan, hefir verið hörku
veður, 15. og 16. snjóaði svo mikið
að jörð má nú heita ófær af sköfium.
Betra minna og jafnara.
Nokkrir sem flúðu Isafoldarbygð
síðasl. haust, fyrir flóð úr vafninu,
eru farnir að flytja þangað aftur.
Góðtemlara stúkur voru stofnað-
ar: f Geysirbygð með 15 meðlimum,
og önnur að Hnausa með 18 með-
limum, 22. þ. m.
í vetur hafa verið endurbættar
sYemdir sem urðu á Hnausabriggju
síðastl. vor, að tilhlutun sambands-
stjórnarinnar, og nú er hún að láta
lagfæra Gimli-briggjuna.
Galiciumaður, bóndi vestur af
Árnesbygð, fyrirfór sér í f. m. Ekki
vita menn aðrar ástæður fyrir til-
tæki hans en búskapar-basl: Hann
fór upp til bæja í vetnr að leita sér
atvinnu en fékk ekki og stytti sér
aldur með þvi að skera sig 4 háls,
eftir að hann var nýkominn heim.
Þessi þjóðflokkur er ofgjarn á að
taka líf sitt og annara samlanda
sinna..
13. þ. m. héldu þeir prest'.rnir,
séra Jón Bjarnason, St. N. Þorláks-
son og Rúuólfur Marteinsson, trú-
málafund að Hnausum, umræðuefni:
“að trúa kristilega.” Fundurinn
var laklega sóttur, Prestar þessir
ætluðu að halda þessa fundi víðar
hér um slóðir, en illviðri það sem
áður er neínt raskaði áætluninni og
gerir þeim það ómögulegt. Séra
Rúnólfur er talsvert lasinn, og hefir
honum, af læknum, verið ráðlagt að
fara varlega með sig um tíma, vegna
vesaldar *í lungunum. Ekki gat
hann tekið köllun þeirri er Bræðra-
söfnuður sendi honum í vetur. Sagt
er að séra O. V. Gíslason sé búinn
að segja þeim snfnuði upp þjónustu
sinni með íyrirvara.
Sigurður Stephanson, Geysir og
Stephan Friðbjörnsso úr Mikley,
fluttu alfarnir vestur á Kyrrahafs-
strönd, með fjölskyldur slnar um
síðastl. mán.mót, land Sigurðar
keyptu þeir frændur og nafnar, Páll
Halldórsson og Páll Jónsson að
Geysir, fyrir $600.00. Altaf er ver-
ið að taka löndin vestur af Geysir,
og er útlit fyrir að það verði blóm-
leg bygð innan skams
Heilsufar hefir ekki verið gott
yörleitt hér um pláss í vetur. Ymsir
hafa dáið og þeirra verið getið 1
blöðunnm. Það sem helzt hefir am-
að að mönnum er illkynjað kvef,
magaveiki og snertur af lungna-
bólgu; alt fyrir það hafa talsvert
margar skemtisamkomur verið haldn-
ar f öllum pörtum Gimli sveitar. og
er skoðun mín að ýms lasleiki eigi
rót sína að rekja til þeirra að meir
eða minna leyti, því unga fólkinu,
einkum, er bætt við að fara ekki
nógu varlega með sig.
O. G, A.
Kæra Heimskringla!
Það er ekki oít að lína sést í ísl.
blöðunum frá bygð þessari, skrifuð
af bygðarbúum sjálfum. Það er eins
og hér komi ekkert fyrir, eða neitt
beri það til tíðinda, sem f frásögu sé
færandi. Kitt er þó miklu sannara
að bygð þessi er rétt eins tíðindarlk
og nokkur önnur ísl. bygð, þegar
þess er gætt hve lítil hún er og fá-
uienn.
Hér í bygð er margskonar fé-
lagsskapur. Fyrst skal frægan
telja, safnaðarfélagsskapur, þó að
hann kanske megi nú fremur álítast
daufur, enda lítil rækt vfð hann
lögð frá þeim vígðu. Þá er hann
samt óneitanlega betri en engin. Þá
er Lestrarfélag, sem nú er búið að
lifa hér og starfa i 7 ár. Það á nú
talsvert af bókum (hátt á annað
hundrað nr.) og samkomuhös, sem
sumir vilja nú fara að endurbæta eða
helzt byggja annað nýtt. Þá er
Kvennfélagið, sem í seinni tíð liefir
ir starfað mest og fjörugast, haft tíða
fundi og fjörugar samkomur. Þá
er bindindisfélag, og mun alt að
helmingi bygðarfólks gengin í það,
ungir og gamlir; það er í tveimur
deildum. Þ4 er Workman- stúka
hér, og enn fremur Foresters, en
ekki eru þeir svo margir enn að hafa
getað myndað stúku.
Þrátt fyrir alt þetta lít og allan
þenn íélagsskap, hefir þó nálega á
hverju vori verið burtflutnings upp-
þot f einhverjum og ýmsir flutt burt,
en ég he!d það sé sem næst undan-
tekningarlaust, að nokkur sem burt
heflr flutt, hafl haft betra af því, og
flest allir þeirra munu yðrast eftir
því.
Ég man ekki til að þess hafi
verið getið að í íyrrasumar( 1900)dóu
11 ungbörn á 1. og 2. ári hér i
bygð, flest úr hinni skæðu sumar-
veiki. Á síðastl. vori og sumri giftu
sig þiennar persónur; tveggja
þeirra hefir verið getið í Hkr., en
þriðju voru Mr. Jacob Westford og
Miss Pálína A. Johnson (í Júní). í
siðastl. Des. giftu sig og þrenn hjón,
þessi: Björn Ásmundsson og Lukka
Th. Benson, Jón J, Eilipp og Guðný
J. Sigurðson, Jón Hillmann og
Steinunn Fr. Hannesson.
Þann 18. þ. m. dóu tvær konur
hér f bygð: Guðný J. Árnason ekkja,
misti mann sinn heima á Islandi,
ættuð úr Fljótum f Skagafjarðar-
sýslu. Fluttist tíl Ameríku fyrir 7
eða 8 árum ásamt 2 sonum sfnum,
ungum, sem húnhefir einsömul haft
fyrir og komið upp og sem nú lifa
hana; hún var rúmlega fimtug að
aldri, dó úr innvortis meinsemd eft-
ir miklar og langsamar þjáningar.
Húu var góð kona og guðhrædd.—
Hin konan var Bergljót Laxdal, ætt
uð úr Dalasýslu (slðast f Olafsdal) á
íslandi. Mun hafa verið um nokk-
ur ár i Winnipeg (5—7) og er sagt
að hm hafi átt $500 á banka þar.
Hún fluttist til bygðar þessarar ryr
ir eitthvað einu og hállu ári slðan
og bjó með manni þeira er Jón heit-
ir Jónsson Svindal. Hún dó úr
brjósttæringu. Jaiðarfarir þessara
kona fóru fram þann 21. þ. m. að
viðstöddum fjölda fólks, bæði fsl. og
norskra.
Þann 14., 15. og 16. þ. m. var
hér einhver hinn stórfeldasti snjó-
burðarbylur, þykjast menn ekki
muna verri byl, enda varð hér um
slóðir allmikið tjón að honum. Bjarð
menn mistu sumir nautgripi meir og
rainna, 6em bæði fentu eða frusu til
dauðs. Mest er talið að tapað hafi
hjarðfélag eitt í Bottineau Co. — um
100 3 og 4 áragamla “Steers“. Járn
brautarlestir stöðvuðust á öllum
brautum hér í kring í tvo sólar
hringa og ’sumar lengur. Sagt er
einnig að familia, nýflutt, hafi frosið
til dauðs I [hreysi í Words Co.,
norður af Minot. Landar hér í
bygð mistu ekkert af sínum skepn-
um, en sumir komust þó í hann
krappan að geta sint þeim þessa
vondu daga. Nálega allir landar
hér hafa nú talsvert meira hey, en
þeir þui fa að brúka, en hæsta boð í
hey á fjölmennu uppboði, er einn
hjarðmannanna hafði 18. þ. m., sem
var að selja út hér f Wines, var
$1,50 í tonnið.—Skyldi það hvergi
vera dýrara í Ameríku?
Wines P. O., N. D., 24. MarZ 1902.
J. C.
Daour stjórnarinnar við
konunga og keisara.
Nefnd manna var kosin af
ríkisstjóra Yates í Illinois-ríkinu,
til að safna fé til hjálpar konum
og börnum Búanna í herkvfum
Breta. . Nefndinni varð gott til
f jár. En nú var eftir að koma fé
þessu á sinn stað og sjá um að það
yrði að þeim notum, er gefendurn-
ir óskuðu. Ríkisstjórnin útnefnd
J>ví séra H. W. Thomas og konu
hans, sögð að vera stök ljúfmenni
að fara með féð til Afríku og verja
því þar samkvæmt óskum gefend-
anna. En nú varð að fá nauðsyn-
lega pappíra frá brezku stjórninni
fyrir hjónin (Passports). Nefnd-
in skrifar f>ví utanríkisráðgjafan-
um, Mr, Hay, og biður hann að fá
hjá brezka sendiherranum Lord
Pauncerfote Þessi nauðsynlegu
skjöl. En Mr. Hay neitar að fara
þess á leit og gefur f>á ástæðu, að
forsetinn, Mr. Roosevelt, mundi
verða því mjög mótfallinn. Hvaða
endir þetta hefir, en en óvist, en
eitt er vist, að ekki er hægt með
nokkurri sanngirni að álasa brezku
stjórninni, því að málið heflr ekki
verið lagt fyrir hana, sem vera
skyldi. Ef Mr. Hay hefði gert
skyldu sína og leitað f>ess hjá
brezka sendiherranum, að íá áður
nefnd skjöl og að hann hefði neit-
að að verða við bónþessara mann-
vina, j>á hefði verið ástæða til að
geta j>ess til að Bretar vissu að eitt
hvað væri svoleiðis lagað í herkvf-
um f>eirra, að þeir vildu sfður að
f>að væri skoðað með augum kær-
leika og mannúðar.
En það er önnur hlið á f>essu
máli, sem ég hefi áður bent á. og.
sem vikadrengjum Mark Hanna
og Lögbergi hefir fallið illa. og
f>að er daður stjórnarinnar við hin
krýndu höfuð Evrópu, en skortur
á meðliðun með lýðveldishugmynd
inni, sem sannar að Bandarikin
eru lýðveldi, að ems að nafninu til,
en ekki 1 anda og saunleika.
Alþingi vort hefir verið l>eðið
að veita $60,000 til að Irorga með
kostnað þessarar sérstöku nefndar,
sem á í nafni þjóðarinnar að vera
viðstödd við krýningu Játvarðar
hins 7. Upphæðin er lítil, hvorki
til eða frá, en það er ekki spurs-
málið. Verknaðurinn varsá sami,
hvort upphæðin var mikil eða lítil,
og f>að hefir aldrei verið áður gert
f f>essu landl siðan Bandarfkin
urðu sjálfstæð.
En svo segja aðrir, að f>að sé
nauðsynlegt að koma sér vel við
konunga og keisara, og vér verðum
sem j>jóð að bera tilhlýðilega virð-
ing fyrir því konunglega.—Það er
nokkuð hæft í fæssu. en vér höf-
um sendiherra í Lundúnum, hann
er sjálfkjörinn fulltrúi þjóðarinnar
á þessari krýningarhátíð; hann
f>ekkir háttu og hirðsiðu Breta og
veit upp á sínar 10 fingur hvaða
buxnasnið Bretanum bezt lfkar.
Og svo hefir alþingi beðið um
peninga til að taka á móti þýzka
prinsinum, og féð auðvitað var
veitt. Hver skyldi verða sendur
til að vera við krýningar villi-
manna konunga? Má ske eitthvað
af vikadrengjum nái þeirri virð-
ingu.
" G. A. Dalmann,