Heimskringla - 10.04.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.04.1902, Blaðsíða 1
J l^ATTPTr> ^ J J Heimskring/u. j J BORGIÐ^—£ J Heimskring/u. j XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 10. APRlL 1902. Nr. 26. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Sagt er að Dominionstjórnin sé nú að safna 2500 riddaraliðs til að berjast með Bretum í Suður-Ariíku. Það verður 4. og fjölmennasta her- deildin, sem send verður héðan frá Canada, og svo margir bjóðast til að- fara, að stjórnin getur ekki þegið nema tiltölulega fíia af frambjóðend- um. Evrópiskir auðmenn hafa boðið 5 millíónir dollars fyrir St. Pauls- kyrkjuna og meðfylgjandi garð í New York borg. En þvi boði var haf að. Þeir sem boðið gerðu, ætl- uðu sér að byggja stórhýsi 4 land- inu. Vábrestur í kolanámu í Tenn- essee varð nær 30 manns að bana. 75 menn unnu í námunni, en hinir komust undan. Sagt er að Marconi-félagið hafi selt vírlausa rafskeyta einkaleyfi sín í Bandarikjunum fyrir 6 millíónir doilars. Þrír embættismenn Bandaríkj- anna í Manila, hafa orðið sannir að þvi að hafa rænt póstmáladeildina um meira en $100,000. Enn þá er ekki uppkveðinn dómur í máli þeirra. Iæo Stevens í New York er að enda við smíði á loftbát, gerðan að meatu úr stálfjöðrum. Hann hefir haft loftfar þetta i smíðum í 15 ár, en kveðst verða búinn að fullgera það fyrir 1. Maí, og vonarþáað geta kept við Dunaont loftfara, khvenær sem fundum þeirra beri saman. Friðarleitun Búa við Breta geng- ur illa. Lord Kitchener heimtar að alt Búa lið gefist upp og leggi niður vopnin áður en rætt er um sættir. En Búar neita að gera þetta, nema þeir fái fyrst að vita um sáttaskil- mála þá sem þeir eiga að ganga að. Þeir heimta sjálfstjórn, og verði því ekki lofað, þá halda þeir ófriðnum áfram. Stjórnarformaður Siddon í Nýja sjálandi sagði nýlega í ræðu, að 9 herdeildir hefðu þegar verið send- ar f'rá Ástralíu til Afríku, til að hjálpa Bretum þar og að 10. her- deildin ,yrði send af stað innan fárra vikna. Hann kvað kostnaðínn við sendingu þessara herflokka vera £307,000, auk £3000 árlega í eítir- laun til hermannanna. Eldur kom upp í leikhúsi í Kína í f m. og 400 manna btunnu þar inni. 900 vopnaðir menn frá Albania hafa gert upphlaup f Tyrklandi og drepið marga. Eldur kom upp í Atlantic City 3. þ. m. 12 vínsöluhús og mikið af öðium byggingum brunnu til ösku. Skaðinn metinn nær millíón dollars. Franskur auðmaður að nafni Villebois Marenil, hefir beðið Breta- stjórn um ieytt til að mega senda sjúkravagna og lækna og lyfjafræð- inga til Búanna í Suður-Afríku. — Hann kvaðst fús að borga kostnað- inn við sendingu og launaborgun brezkra lyfjafræðinga og lækna til að vera með sjúkravöfenum sínum. En stjórnin hefir neitað um leyfið og mælist það illa fyrir í Evrópu blöðum. Sagt er að prinsinn af Wa!es ætli að ferðast um Bandarfkin I sum- ar. Þess er og getið til. að þýzki ríkiserfinginn kunni að verða með í ferðiuni. Tilraun var gerð í Chicago á Northwestern j árnbrautarlestin n i, sem gengur milli New York og Chi- cago, þann 29. f. m., að koma á tal þráða sambandi milli lestarinnar og New York-borgar. Þessí tilraun heppnaðist svo vel, að lestin 4 þess- ari braut hettr nú Telephone-sam- band við hvern þann stað fram með brautinni eða út frá henni, sem hefir talþráðakerti, svo að nú geta far- þegjar á brautinni, fin þess að rísa upp úr sætura sínum, talað við kunn ingja sína heima, hvar sem þeir eru innan telefón-sambandsins. Ungfrú Mary Buckhart sækir um þingmensku fyrir 10. kjördeild f Kentucky-ríkinu. Hún sækir undir fána bindindisfélaganna og kveðst skuli vinna kosninguna og taka sæti íþinginu. Hún er af auðugum ættum og ásjálf yfir ,8100,000, til að standast nauðsynlegan kosninga ko3tnað. Fréttir frá Norðui Dakota segir Great Northern járnbrautarlest hafa verið snjótefta milli Williston og Minot f fulla 4 só'arhringa. Far- þegjar áttu fult f fangi með að halda á sér hita, og matvæli voru af skorn- um skamti. 250 farþegjar voru á lestinni. Þessi stórhrfð er talin sú skæðasta sem komið hefir í Norður Dakota í mörg ár. Eldur kom upp í borginni Fukui í Kína þann 31. Marz, og brendi 4000 fbúðarhús og silkiverksmiðjur til grunna. Þessi bær var með stærstu silkivef'naðarbæjum i Kína- veldi. Austræna sýkin er sögð svo skæð í Pimjanb-héraðinu á Indlandi, að 70,000 manna deyja þar mánað- arlega úr henni. Kínastjórn hefir samþykt að leyfa útlendingum að stunda náma- gröft alstaðar í ríki sínu, en heimtar 25% af öllum demöntum og gym- steinum, 15% af gulli og silfri og 10 per cent af kopar, blýí og öðrum málmum, og 25 per cent af gróða námanfanna eftir að ofangreindur reikningur er borgaður. Iðnaður á Þýzkalandi hefir fall- ið á síðastl. ári, en kaup á varningi frá Bandarikjunum hafa aukist. Þýzk iðnaðarblöð telja víst að Banda- ríkja framleiðendur eyðileggji sum. ar iðnaðargreinir í Þýzkalandi ef stjórnin geri ekki við því í tfma með auknum verndartollum. Gamli Tolstoi er sagður veikur mjög um þessar mundir. Hann hef- ir um langan tfma þjáðst af svefn- leysi og er nú orðinn svo lasburða af elli að honum er ekki ætlað líf. Lögmaður Patrick í New York, sá sem nýlega var dæmdur til líf- láts fyrir að vera í vitorði með Jónes þéim er drap Rice mfllióneiganda á eitri, kvongaðist ungri stúlKu í fang- elsinu í síðastl. viku, þau höfðu ver- ið trúlofuð og hann vildi gera hana að löglegum erfingja sínum áður en hann dæi. 989 manna dóu úr kóleru í Jedda í Arabíu í síðastl. viku. Eftir snjófallið mikla um miðj- an síðastl. inánuð, kom bráð hláka með sudda rigningu, er má heita að hafi haldist uppihaldlaus fram að föstudegi langa, afleiðingarnar eru stdr fióð f ðllum ám og lækjum, brýr hafa víða flotið af ánum og brauta- lestir hafa orðið að hætta ferðum vegna flóða á brautunum sem hefir eyðilagt sporveginn á pörtum. Ein kona í Glenboro druknaði f vatns- flóði, og vfðar hefir orðið manntjón. Námalönd hjá Sault St. Marie I Ontario, haf nýlega verið seld Banda- rfkja auðmönnum, fyrir 9 milliónir doll. Það eru mest Nickle- og kopar- námar. Bretastjórn hefir á orði að taka £50 millfóna lán tll þess aðmæta kostnaði við Afríku ófriðinn. Sagt er og að hún verði að borga tals vert hærri rentur af þessu nýja lfini, heldur en af undangengnum lánum. Brezka stjórnin hefir birt skýrslu- um aðgerðir sinar í sambandi við glæpi þá, sem brezkir hermenn fré Ástralíu frömdu á Búum í vetur. 12 eða fleiri Búar voru drepnir af þess- um Ástralfu hermönnum, og skýrsl- an segir að allar lfkur bendi til að þeir hafi einnig drepið einn prest, þó ekki hafi fengist nægar sannanir þvf viðvíkjandi. Sumir þessir hermenn hafa verið skotnir samkvæmt her- réttardómi, en aðrir reknir úr hern- um og sendir til Ástralíu. Skýrslan segir enn fremur að glæpamenn þess- ir hafl fært það sér til málsbóta að Búar hafi farið illa með sig, en að það hafi ekki yerið sannað fyrir réttinum. Þe3si skýrsla stjórnar- innar ber þess Ijðsan vott að Búar eru ekki einir f sök þegar um illverk er að ræða þar syðra. Ottawastjórnin hefir neitað að veita Norðvesturhéruðunum íylkis- réttindi að svo komnu, af þvf meðal annars, að of fátt fólk sé enn þá í Norðvesturhéruðunum. Cecil Rhodes hefir skilið eftir sig sex milliónir pund sterling. Mikið af þessum eignum hefir hann gefið til þess að efla mentamál Breta. Walter Gordon, sá er varð 2 bændum að bana í Whitewater hér f fylkinu í fyrra, hefir verið dæmdur sekur um morð og á að líflátast. Senator Ogilvie, sá er stofnaði Ogivie Milling félagið, andaðist f Montreal fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt ósk þess látna verður lík hans brent í líkbrenslustofnaninni í Montreal.—Það er fyrsta lfkbrensla í Canada. Daglangur bardagi var háður við Harts River í S.-Afríku 31. Marz, um 60 Canadamenn f'éllu og særðust í þeim bardaga. Mikið mannfall hafði orðið á báðar hliðar. Lord Kitchener segir Canadamenn hafa sýnt frábært bugrekki í þeim bar- daga. Brezka srjórnin hettr gefið út bækling cil að skýra ástæður sinai fyrir því að panta fremur gufuvélar og önnur járnbrautaáhöld frá Banda- ríkjunum og Belgiu en írá sjálfum Bretum, og ástæðan er að Bretar séu svo seinvirkir að þeir geti með engu móti kept við Belgi og Banda- menn. Annars viðurkennir hún að Bretar séu eins velvirkir og hinir. H. R. Gebler, frá Glenella í Man., kom nýlega til Winnipeg ti) þess að fá sér eiginkonu, sem hann hafði pantað frá JEnglandi. Hann borgaði fargjald hennar út hingað og lagði benni rneira fé fyrir ýmsar nauðsynjar, sem als nam 8125, auk heimilisréttarlands síns, sem hann gaf henni, En er hún hafði fengið alt þetta, áður en hún giftist Gelber, sá hún ungan Englending, sem henni leizt betur á og giftist honum samstundis. Gelber segir hún sé frið, feit og 40 ára gömul. Hann hefir ritað stjórninni og beðið hana að skerast f leikin. En ef þáð fæst ekki, kveðst hann muni ganga til dóms og laga. Tfu þúsund kolanáma menn í Pennsylvania hafagert verkfall, þeir biðja um kauphækkun og viðurkenn- ingu félagsskapar síns af námaeig- endum. William Schreiber strauk f síð astl.Október frá" New York með $128,000 sem hann tók frá banka- félagi er hann vann fyrir. Nú hefir hann fundist f Honduas og hefir var- ið peningunum í banana akra. Hann kveðst græða vel fé og ætlar að borga bankafélaginu alla skuldina svo fljótt sem hann getur það. 3000 menn gerðu verkfall í verkstæðum koparfélagsins í Butte, Montana í síðastl. viku. Völastjór- ar þar fengu $4,00 kaup á dag en heimtuðu $5.00 á dag, en var neitað um kauphækkun og af því varð vei kfallið. Járnbrautarslys f Transvaal- héraðinu *í síðustu viku drap 30 brezka hermenn og særði 45 aðra. Lestin skreið 80 milur á klukkutfm- anum, en ferðin var svo mikil að vagnarnir fóru út af sporinu og það orsakaði slysið. Landsala C. P.R.-félagsins í síð- astl, iwánuði var 3 sinnum meiri en í fyrra um sama leyti. Félagið seldi nú í Marz yfir 101,000 ekrur af landi fyrir $338,852. Félagið hefir selt nálega 300,000 ekrur af löndum sínum sfðan á nyári fyrir nálega eina millión doll., og C. N. W. landfélag- ið hefir á sama tfma selt 36,430 ekr- ur fyrir $183,406. Mrs. Alexander MacKay, í Cape Breton, andaðist f síðustu viku 107 ára gömul. Hún hafði fulla sjón og heyrn fram í andlátið. Sjóðþurð Bretastjórnar fyrir sið- asta ár er talin 125 milliónir doll- Til að mæta þessari sjóðþurð er ráð- gert að taka lán, og til að koma í veg fyrir sjóðþurð á komandi árum er helzt ráðgert að taka upp vernd- ar- ecja innflutnings tollstefnuna. Auðmaðurinn Carniege hefir gefið als $689,500 til bókasafna í Canada á þessa leið: Collingwood Ont......... $ 10,500 Ottawa “ ...... 100,000 Pembroke “ .......... 10,000 Stratford “ .......... 12,000 Windsor “ .......... 20,000 Lindsey » 10.000 Guelph “ 20,000 St. Catherines “ ......... 20,000 Cornwall “ ........... 7,000 Sarnia “ 15,000 Smith Falls “ .......... 10,000 Chatham “ .......... 15,000 St. Thomas “ .......... 15,000 Montreal Que.......... 150,000 Winnipeg Man-........ 75,000 Vancouver B. C.......... 50,000 St. Johns N. B........ 50,000 Halifax N. S.......... 50,000 St. Johns Nfi............. 50,000 Sjálfsagt má búast við fleiri gjöfum til canadiskra bókasafna trá sama ínanni. Chicago-búar hafa nýlega lát- ið i ljós með almennri atkvæða- greiðslu ósk sfna um að bærinn eigi framvegis allar opinberar nauðsynja stofnanir, svo sem vatns og ljós stofnanir, talþræði o, s. frv. Ensku blöðin, dags. V. þ. m. hafa sögu um Ástralíuhermenn í Suður Af'ríku, sem drápu bara að gamni stnu nær 40 fanga á ýmsum aldri. Sem dæmi geta blöðin þess að 3 börn af þýzkum ættum, 2 drengir, 10 og 12 ára gamlir, og ung systir þeirra, fóru heim að herbúð- um Breta til þess að ganga þeirn á vald og fá mat, því þau voru hungr- uð og annar bróðirinn særður. í stað þess að taka börnunum vel og hlynna að þeiro, yoru þau öll skot- in til bana. Yfirir höfuð eru brezku blöðin farin að bera það með sér, að þau séu alt annað en ánægð með framkomu Ástralíumanna þar syðra gagnvart varnarlausum Búum og börnuin þeirra. Þýzka stjórnin hefir tekið upp Rowland-hraðskeytasendinguna, en hún er innifalin f þvf, að hægt er að senda 4 hraðskeyti yfir sama vírinn í einu og sitt f hverja átt. 300 orð verða send á hverri mínútu með þessari aðferð, í stað 145 orða á mínútu eins og nú tíðkast. Ham- borg og Berlin hafa tekið upp þessa nýju aðferð og er talið yfst að aðrir bæir geri hið sama. Hermáladeild Bietaheflr pantað loftbát sem beri 5 til 7 menn. Hann á að vera 200 fet á lengd og vigta 10 þúsund pund. Maður datt 300 fet niður námu- op í New York í síðastl. viku og lif- ir enn. Hann var allmikið brotinn, er niður kom, en læknar segja hann f engri dauðahættu af þessn mikla falli. 7.248 manns hafa flutt inn f Manitoba og Norðvesturlandið í sfðastliðnum Marzmánuði. í fyrra var innflutningnrinn f sama mán- uði 4,355 manns. Kemberley lávarður andaðist f Lundúnum þann 9. þ. m. Hann var i fremstu röð brezkra stjóm- málamanna. THE NEW YORK LIFE 1. Fyrir 10 árum voru árlegar inntektir félagsins yfir $30 millionir. 10 árum siðar, eða 1901, voru árlegar inntektir orðnar $70 mill. 2. Fyrir 10 árum voru gíldandi lífsábyrgðir $575 miílionir. Við síðustu áramót voru þær orðnar $1,360 mil. 3. Fyrir 10 áruœ voru allar eignir félagsins metnar $125 millionir. Við síðustu áramót voru þær orðnar yfir $290 millionir. 4. Fyrir lOárum borgaði félagið skfrteinahðfum, árlega yfir $11J mill. Á síðasta ári borgaði og lánaði það til skirteinahafa $34J million. Við sfðustu áramót var New York Life félagið starfandi í hverju stjórnbundna ríki i heiminum, og hafði stærra starfsvið f flestum rikjum, heldur en nokkur önnur samkynja félög, útlend eða þarlend. Öll ábyrgðarskirteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út- gáfudegi þeirra. J. G, Alorgan, raðsmaðuk, Grain Exchange, Winnipeg. Chr. OlnfxKon. islenzkur agent. ÚR BRÉFI frá Svold P. O., N. Dak.. 30. Marz 1902. ......“Héðan er fátt að frétta um þessar mandir. Tíðan er stirð, fyrst stórfeldur bylur og svo stór- feld rigning og tel ég óefað að skemdir hafi leitt af því 4 bröm á ám og lækjura, Víða hefir flotið yt- ir vegi og hefir mátt heita ófært yfir ferðar nú í 3 daga. Hér er fremur kvillasamt nú um nokkurn tíma, hezt hefir það verið hin svo nefnda eiclabó’ga, er á ís- landi kallast hettusótt. Enginn hef ir dáið úr þessari veiki, þó nokkrir hafi orðið talsvert veikir. Hér eru menn líka hræddir við bóluna, sem sagt er að sé í húsi einu 5—6 mílur vestur af Hallson. En það er víst sóttvörður kringum húsið. Þess skal og getið, að það eru ekki ís- lendingar i húsinu. Hér er nýdáinn unglingspiltur, sonur Péturs Hallsonar, fyrir norð an Hallson, Hann var mjög efni- legur. Var einkasonur foreldra sinna.—Hann var jarðaður á páska- daginn. Ekkert veit ég um bana- mein hans. Þess verður að líknd- um getið síðar. Okkar ágæti prest- ur, séra Hans Thorgrímsen, talaði yfir moldum þess látna.—Séra Hans hefir nú mjög mikið að gera, þar sem svo fáir íslenzkir prestar eru hér syðra. En hann sinnir köllun sinni af mestu alúð, eins og vænta mátti”. Vínbannslögin fallin. Atkvæðagreiðslan um vínbanns lögin 2. þ. m, var almennari, en menn höfðu búist við. í þessum bæ voru fieiri atkvæði greidd, heldur en við nokkra undangengna kosningu. Það er talið að undir referendum lögunum muni um 11000 atkvæðis bærir menn vera í Winnipeg-borg en atkvæðafjöldinn við þessar kosn- ingarnar var á nlunda þúsund. í öllum bæjum og borgum fylkisins voruatkvæði móti lögunum, en viða úti á landsbygðiuni var atkvæða- magnið með þeim. Fleirtala í Win- nipeg móti lögunum var nær hilfu fjórða þúsundi atkvæða, Gimli- sveitin var og stórko3tlega móti lög- unum. Gimli gaf 5 atkv með lög- unum, en 82 atkv. á móti, Hnausa 3 með, en 25 á móti, Geysir 2 með, en 41 á móti„ Icel. River 5 með, 29 á móti, Husavick 8 með, en 22 á rnóti, St. Laurent 7 með, 139 á móti. Yfir 33,000 atkv. voru greidd i fylkinu, þar af ern 12,826 með lögunum, en 19,510 á móti þeim. Það er talið víst að fleirtala atkvæða móti lögun- um verði um 7000 þegar frétt er frá öllum stöðum, Fimm spurningum ritstjórans til B. L. B. í síðustu Dagskrá svarast þannig: Við fyrstu spurningu er svarið: Já. 2. spurning fellur af sjálfu sér við svar þeirrar fyrstu. 3. Heimskringla hefir aldrei sagt neitt um gæði félagsins, nema það sem stendur í auglýsingu félags- ins i hlaðinu, og sem ritstj. Hkr. ber enga ábyrgð á. 4. Rúm var keypt í blaðinu fyr- ir þá auglýsingu félagsins, sem svo mjðg vfrtist hafa hneykslað ritstj. Dagskjár. 5. spurning. Svarið er, nei. S. Christie hél t 3. dáleiðslu- samkomu sfna í Unity Hall á fimtu- dagskveldið var. Svo var aðsóknin mikil, að fólkið fór að streyma að húsinu meira en kl.tíma áður en skemtunin byrjaði, og er það óvana- legt hjá íslendingum að flýtasér svo á samkomur, og löngu áður en byrj- að var á leikjunum var húsið orðið troðfult, svo að margir urðu frá að hverfa vegna rúmleysis. Þessi sam- koma var svípuð þeim fyrri. Pióf. King sýndi nokkrar nýjar töfra- íþróttir og þótti það hin bezta skemtun. Þar eftir skemti Mr. Christie meðdáleiðslu til kl. nærri 11 um kveldið, og svo var hláturinn og hávaðinn mikill í fólkinu, að Prof. King, sem fann oss að máli eftir samkomnna, bað oss að geta þess að hann óskaði að fólkiðhefði framveg- is ögnlægra meðan hann er að sýna fþróttir sínar. Hann kvað hlutverk sitt vera að skemta fólkinu, en lcvað það ekki hafa full not skemtananna, ef of mikill hávaði væri hafður. Mr. Christie auglýsti. að fyrir beiðni nokkurra málsmetandi manna ætl. aði hann að halda aðra dáleiðslu- samkomu 4 sama stað, fimtudaginn 10. Apríl (f kveld) og verður það væntanlega síðasta samkoma hans í þessum bæ fyrst um sinn. — Mr. Christie er fyrsti íal., er komið hettr fram sem opinber dáleiðari, og land- ar vorir hafa sýfit honum verðskuld- aða viðurkenningu, með því að sækja samkomur lians eins vel og þeir hafa gert. Það er vonandi að þeir noti vel síðasta tækilærið, sem þeir hafa um tíma til þess að sjá íþrótt hans, með því að fjölmenna á Unit^ Hall í kveld. Herra ritstj. í blaði yðar af 3. Aprll sfðastl. er fréttagrein frá Hnausa af 18, Marz f. m., undirskrifuð af O. G. A. í 4. dálki, þar sem minst er á prestana og, þeirra á meðal, séra Rúnólf, segir: “Ekki gat hann tek- ið köllun þeirri er Bræðrasöfnuður sendi honum (séra Rúnólfi) í vetur“. Það hlýtur að vera tilhæfulaust að Bræðrasöfnuður hafi sent séra Rún- ólfi köllun í vetur, og bið ég yður að skora á fréttaritarann, að hann lag- færi þessi ósannindi, þvi margir kunna að trúa þessu, þótt ótrúlegt sé, en slík ranghermi geta gert sögu leg spjöll í sögunni, þegar einhver safnar til hennar. Gerið svo vel og fáið þetta lagtært pt. Selkirk, 5. Apríl 1902. O. V. Gislason, pi-estur Bræðrasafnaðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.