Heimskringla - 10.04.1902, Side 2

Heimskringla - 10.04.1902, Side 2
HEIMSKRINGLA 10. APRIL 1902. Heimskringla. PUBLISHBD BT The Heimskringla News i Fablishing Go. Verð bUðsins í Canada0(? Bandar. $1.50 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist f P. 0. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávfsanir á aðra banka en f Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. L. Kaldwinsnn, Editor & Managor. Office : 219 McDermot Street. P O. BOX 1*83. Bœnarskráin brezka. Einhver þýðingarmestu áhrif, aem ófriðurinn í Suður-Afríku heflr & brezku þjóðina, er sú algerða breyting, sem líkleg er að verða á fjármálastefnunni þar í landi. Eins og öllnm heimi er nú kunnugt þá hafa Bretar orðið fyrir ógurlegu fjár- tjóni 4 hverju ári síðaD ófriðurinn hófst, og á síðasta ári var sjóðþurðin um 125 miiliónir doll. Ríkið er komið f fjárhagsleg vandræði, eða eins og fjármálaráðgjafl þess sagði í fyrra I þinginu, það er komið á fremsta hlunn að gjaldþroti, því að enginn má ætla að fjárhirzla Breta sé ótæmandi. Bretar hafa tekið eitt eða tvö stórlán síðan ófriðurinn hófst og það er í ráði að taka enn þá all* mikið lán, til þess að mæta óumflýj. anlegum útgjöldura þjóðarinnar. Þessar árlegu lántökur stjórnarinnar hafa opnað augu þjóðarinnar fyrir því að eitthvað verði til bragðs að taka til að auka ríkisinntektirnar svo að þær nægi til að mæta nauð- synlegum útgjöldum. Bretar hafa að þessum tíma haldið allra manna jnanna fastast við hina svo nefnda frjálsverzlunarsnefnu, og hafa verið sún eina af stórþjóðum heimsins, sem hafa haldið dauðahaldi í þá stefnu og talið verndartollastefnuna bæði ranga og skaðlega fyrir þjóðarheill og framför, enda verið þannig settir að þeir hafa ekki haft ástæðu til að taka upp innflutningstolla stefnuna því að þjóðin hefir að mestu leyti verið komin upp á náð umheimsins með flestar lífsnauðsynjar sínar. En nú er þó svo komið að mikill meiri hluti þjóðarinnar er orðinn með- mæltur innflutningá- eða verndar tollastefnunni. Þjóðmálamenn hafa orðið að játa að landbúnaði Breta haíi hrakað stórlega á síðastl. 30 ár- um, og nú er svo komið að fram- leiðslustofnanir landsins eru ekki lengur farnar að geta kept við Þjóð- verja eða Bandaríkjamenn, sem nú senda árlega vörur sínar inn til Englands og undirselja sjálfa Breta í slnu eigin landi. Þetta hefir þau á- hrif að minka vinnu verkalýðsins í landinu, og mcð tímanum að lækka vinnulaunin. Þjóðin er farin að opna augun fyrir þeim sannleika að það er ekki alt komið undir því að fá nauðsynjar sínar með sem beztu verði, heldur hinu, að hafa verðið sem þær kosta. En það verður að eins gert með því að hlynna að iðn- aði landsins með hæfliegum inn- flutnings- og verndartollum. Nú hefir lávarður Machan sam- ið bænarskrá til þingsins, og beðið sfjórnina að taka upp verndartolla- stefnuna, sem þá einu lækningu við þverrandi atvinnuvegum, verkalaun- um og inntektum ríkisins. Þessi bænarskrá hefir verið send út um alt Bretland til undirskrifta og mesti fjöldi manna hefir ritað undir hana. Til dæmis rituðu 45,000 manna í bænum Birmingham, undir þessa bænarskrá á eínni viku, og svipaðar eru undirtektirnar í öðrum stöðum landsins. í tilefni af þessari bænarskrá, segir eitt af ensku blöð- unum á þessa leið: “Bretar eru farnir að uppgötva að brauðin, stór og smá, eru dýr eða ódýr í réttum hlutföllum við gjald þol fólksins, og að ókeypis morgun- verður er lítil þóknun fyrir fyrir minkandi framleiðslu og lækkað kaupgjald. Þeir eru farnir að sjá að innkaup Bretlands á útlendum vör- um svo nemur 500 milliónum doll. A ári meira en fyrir 50 árum, er ekki eins mikil sönnun um framför ríkis- ins eins og áhangendur Cobdens álíta það vera. Við ljós daglegrar revnslu eru menn æ betur að sann- færast um það að útfluttar vörur nægi ekki til að borga hinar inn- fiuttu, og þeir eru hættir að líta vel- vildaraugum á þá fjármálastefnu sem tollar sykur. te, kafift og tóbak, sera eru svo aðlaðandi réttir á “fría morgunverðarborðinu,” en lætur ó tollaðar unnar vörur frá útlöndum, sem miðar til þess að minka heima fraroleiðsluna og lækka verkalaun vinnulýðsins í landinu. Þeir eru einnig farnir að opna augun fyrir þeim alsvarðandi sannleika að engin framtakssemi og ötulleiki sjálfra þeirra getur verndað það frá ódýr leika útlendra auka afurða, sem hef- ir þau áhrif að kæfa iðnnað í land- inu, en sem ðll tilvera þeirra er kom- in undir að sé efldur með öllu heið- arlegu móti.” Þessi grein er að eins sýnis horn af ýmsum svipuðum greinum I ýmsum áhrifamiklum blöðum á Eng- landi, og það má búast við að bænar- skráin stóra og blaðagreinar hafl þau áhrif á stjórn landsins, að hún muni bráðlega neyðast til að gera alger- lega breytingu á fjármálastefnu lands ins og að fara að dæmi annara stór- þjóða,! því að taka upp samkvns innflutnings- og verndartolla-stefnu, sem reynslan heflr sannað að reynst hefir holl og happasæJ fyrir þær. Manitoba-lönd. Frændur vorir á fslandi hafa á umliðnum árum ekki haft miklar mætur á Manitoba eða landgæðum hér, og blöðin þeirra, sum, hafa lýst Manitoba, og enda öllu Canada ríki, sem landi “þar sem alt brennur og frýs,” og talið það mesta óhapp að fólk flytti hingað vestur. En áhrif blaðaDna og einstaklinga sem haldið hafa móti vesturflutningum hafa ver- ið fremur léttvæg, aðallega af tveim- ur ástæðum. Fyrst af þvf að þeir, sem mest hata andæft vesturferðum og landkostum hór, hafa verið menn, sem enga persónulega þekkingu hafa haft á Manitoba og þess vegna voru ekki færir að dæma um málið með nokkrum- rökum. Svo hafa þeir og flestir verið þannig settir í félagslífinu að þeir hafa hvorki haít ástæðu til að flytja. sjálflr vestur né nokkra hvöt til þess að eggja aðra til vesturferða. Önnur ástæðan er sú að almenn- ingur manna á fslandi á nú orðið svo marga ættingja og vini hór vestra að hann kýs fremur að reiða sig á fréttir frá þeim um ástand íslend inga hér vestra og framtíðarhorfur þeirra, heldur en á sögusögn blað- stjóra ag annara, sem aldrei hafa séð land þetta eða öðlast neina þekkingu áþví, Eins er það að allir þeir, sem flutt hafa hingað vestur og ein- hverra orsaka vegna hafa snúið heim aftur, bera landi þessu og þjóð gott orð, sem bygt er á persónulegri sjón og raun, og svo eru peningaupphæð- irnar, sem árlega eru sendar héðan til íslands talandi vottur um land- gæði hér, um ágæti atvinnuveganna og velgengni fólksius. En fyrir þá, sem hafa nokkum efa á landgæðum í Manitoba, ætti að nægja að minna á það að síðastl. sumar var uppskera korntegunda hér svo mikil að það varð nauðsynlegt að sækja tuttugu þvsundir manna í önnur fylki ríkis- ins og til Bacdaríkjanna og jafnvel til Englands, til þess að hjálpa fylk- isbúum við uppskeru og þreskingu hveitisins, og að járnbrautir fylkis- ins hafa ekki fram á þenna dag haft við að flytja hveitið til markaðanna í austur Canada, og þó hafa milliónir bnshela verið flutt suður til Banda- ríkjahafna. Þessi mikilvægi sann leikur að 30,000 bændur í Manitoba framleiddu á síðasta ári ekki að eins það sem 250,000 fylkisbúar þurfa til heima nota yflr 12 mánaða tíma, heldur einnig 60 millión bush. til út- flutnings. Að uppskeran af land- inu varð svo mikil að járnbrautir landsins hafa með engu móti haft við að flytja hveitið út úr fylkinu til markaða, hann hefir haft þau áhrif að auka svo eftirspurn eftir landi að það hefir stigið óðfluga í verði, og tugir þúsunda af reyndum og æfðum bændum frá 'Bandarlkjum og austur- fylkjum Canada. flytja nú hingað inn og keppast um að ná í auð lönd fyrir hærra verð en áður heflr átt sér stað hér I fylkinu. Þetta er sú bezta auglýsing, sem hægt er að gefa nokkru landi. Enda er þetta fram- leiðslumagn Manitoba svo mikið að þess eru áður engin dæmi I nokkru landi, þegar tekið er tillit til ekru- fjölda. Auðvitað má búast við því að ýmsir frændur vorir heima á Is- landi leggi ekki, eða látist ekki, leggja trúnað á þessar sögur um uppskeruna I Manitoba. En það getur ekki haggað hinum sögulega- sannleika að uppskeran varð eins og hér er sagt. Með því áframhaldi, sem nú lítur út fyrir að ætli að verða á innflutn- ingum I þetta fylki, þá geta ekki orðið mörg ár þar til frí heimilis- réttarlönd verða ekki fáanleg 1 fylk- inu. En sú er bót í máli að á öilu svæðinu milli vesturtakmarka fylkis- ins og Klettafjalianna er svo mikið af góðum löndum, að landar vorir, sem koma að heiman, geta reitt sig á að geta fengið þar ókeypis lönd I næstk. 20 ár, að eins verða þeir, sem síðast koma að leita lengst vestur til að ná I þau. .) ameson-áklaupið. sem gert var á hendur Búum í Suð- Afríku fyrir nokkrum árum og sem svo mikill málarekstur og umtal varð um á Englandi og í blöðum s tórþj.iðanna á þeim tíma, hefir ver- iðskoðað sem eitt af mestu óhappa- verkum, sem Cicil Rhodes gerði á æfl sinni, því að það var vitanlegt að það var hann, sem lagði á öll ráð- in og útbjó herflokkinn á hendur Búum. Við málaferlin, sem urðu á Englandi út af þessu atviki, kom það ekki glögglega I ljós, hverjar ástæður Khodes voru fyrir þessu upp- hlaupi, sem Dr. Jameson stjórnaði að undirlagi Mr. Rhodes. En nú heflr einn af nánustu vinum hins látnamanns gert ástæður hans fyrir upphlaupinu opinberar. Hann seg- ir sðguna með eigin orðuin Rhodes á þessa leið. •‘Það voru 3 ástæður. S6 fyrsta var það, að ég var þess íullviss, að gamli Kruger var óyfirstíganlegur þrepskjölkur I vegi fyrir sameining Suður-Afríku, jafnvel I verzlunar- sökum og I framfaramálum landsins. Ég reyndi hann á allar lundir, sem ég gat, en hann var ósvegjanlegur, og svo lengi sem hann stjórnaði I Suður Afríku, gat ekki verið að ræða um neina framför þar I landi. Hin önnur ástæðan var, að það var enskutalandi minnihluti andvíg- ur Kruger, einnig, að minsta kosti, eins mikið andvígur því að Suður- Afríka gengi undir brezka fánaun. Þetta var á þeim tíma lítill minni hluti, en hann fór vaxandi og hcfði honum verið leyft að vaxa I næði, þá hefði hann orðið meirihluti, sem þegar tíminn kom til þess að velta gamla Kruger úr völdum, mundi hafa eyðilagt þá stefnu, sem ég hefl barist fyrir alla æfi mína, að inn- lima Suður-Afríku I hið brezka veldi. Þriðja ástæðan var, að þú getur ekki á þessum dögum gert upphlaup án peniuga. En ég hafði á þeim tíma I verki með mér nokkra millí- ónera, sem voru fúsir til að leggja mér lið, en sem ég má ske aldrei hefði getað fengið saman síðar". Þessar þrjár ástæður eru sagðar með eigin orðum Cecil Rhodes og sýna þær Ijóslega að hann var frum- kvöðull upphlaupsins á Búana. Með auðmannahóp að baki sér til að leggja fram þá fjárupphæð sem álit- in var nauðsynleg til þess að hefja upphlaupið, og að alt þetta var gert með þeim ásetningi að leggja þann hluta af Suður-Afriku, sem Búar réðu yfir, undir England. Saga þessi ber með sér sitt eigið sannleiks gildi. Jameson-upphlaupið var að eins inngangs atriði að ófriði þeim sem nú stendur yflr, og minni hluti sá, sem getið er um I ástæðunum og sem Rhodes vildi kæfa I fæðingunnl, eða áður en hann gæti vaxið upp I meiri hluta, eru þeir I Cape-nýlend- unni og vlðar, sem lagt hafa Búum svo lið fram á þenna dag, að þeir geta haldið uppi vörn móti yflrburð- um brezka hersins þar syðra. íslenzkt þjóðerni. FRAMTÍÐARHORFUR ÍSLANÐS, Fyrir nokkm síðan birtist grein í Hkr. um fslenzkt þjóðemi, eftir Þ, Gfslason, ritstj, Bjarka. Grein þessi er að mínu áliti mjög skyn- samlega rituð. jafnvel þótt ég sé ekki alskostar samdóma liöf. í sum- um atriðum, Hún er rituð frá hag fræðislegu sjónarmiði. og er höf, fremur lofs en ákúru verður fyrir Þessa tilraun til að sýna lands- mönnum sfnum fram á, að eitthvað þurfi til bragðs að taka til að leiða þjóðina fram úr eyðimörk ómensku og vanþekkingar fram á sjónarsvið heimsmenningarinnar, samhliða öðrum þjóðum. Þjóðemisspurs- málið er mikilsvarðandi málefni fyrir Islendinga, bæði á Islandi og hérf Vesturheimi og ætti J>að að ræðast til hlýtar frá praktisku sjónarmiði. Eger hjartanlega samþykkur því að öll þjóðareinkenni vor Is- lendinga fari veg allrar veraldar, nema málið. Þetta er auðvitað að- alþjóðareinkennið, og á meðan vér höldum f>ví getur þjóðerni vort ekki algerlega hvorfið. Mál vort er eitt af hinum eldri tungumálum heimsins, það er eitt hið hreinasta og gengur Jnæst enskunni, ef ekki frönskunni, að hljómfegurð- Bók- mentir vorar em að vísu smáar í samanburði við bókmentir annara þjóða, en þœr em oss Islendingum Siimt sem áður dýrmætur fjársjóð- ur, einkum ljóðin. Það má óhætt telja einn af þjóðskáldum vorum með beztu skáldum heimsins. Ljóð skáldsnillinga vorra hafa lifað á vörum þjóðarinnar frá barnæsku til elliáranna. Þau hafa gert henni hinar mestu unaðsstundir æfinnar, sum peirra ódauðleg; f>ar af leið- andi má búast við að mál vort glatist seint. Eg er einn af f>eim Islendingnm sem elska móðurmál mitt heitt. Ég hefi ekki heyrt íslenzkt orð tal- að f mörg ár og þó er mér málið jafnvel kærara en nokkm sinni áð- ur og legg ég mikinn áhuga á að halda f>ví sem bezt við lýði. Þegar fslenzku ljóðin ryfjast upp f huga mér, þá hafa þau endumýjaðan kraft og unað í för með ser, sem hrýfur mig. Eg hefi aldrei orðið svo hrifinn af anaara f>jóða skákl- skap. Þessi andlega fæða vor ísl., er þvf f rauninni mikils virði. Hún er f>að segidafl, sem hefir ótak- markað vald á tilfinningum vomm, sá töfrakraftur, sem stráir ljós- geislum yfir sálir vorar pegar vér stöndnm f strfði við veröldina. Mér mundi þykja f>að sárt að láta f>enna fjársjóð vom líða undir lok. , Eftir langa umhugsun get ég ekki séð að viðhald máls vers þurfi að standa oss fyrir prifum. Ef ráðin væri bót á þeim mörgu göll- um, sem þjóð vorri er ábótavant frá verk- og vísindalegu sjónar- miði, f>á mundi f>að brátt sannast, að tunga vor yrði oss enginn “f>rándur í götu“ til framfara. Til f>ess að geta átt aðgang að fjöl- skrúðugum bókmentum, vil ég leyfa mér að snúa við tillögu herra Þ. Gfslasonár og stinga upp á því, að íslendingar haldi móðurmáli sfnu óskertu, en læri allir enska tungu, sem útlent mál. Þetta við- gengst meðal vor Vestur-ísl. og blessast vel. Isl. yfir höfuð hér í Amerfku, hafa jafnan aðgang að enskum bókmentum sem innlendir, og má f>ó fullyrða að móðurmál f>eirra er fslenzkan, jafuvel f>ótt að aláherzlan sé lögð á enskuna. Það er óneitanlegt, að á Islandi er enskukenslan ekki eins auðfengin sem hér f Vesturheimi, f>vf hér eru skólarnir alstaðar við hendina, en það má gera hana auðfengnari f>ar en nú er, ef enskan væri viðtekin á íslandi í stað dönskunnar, sem troðið hefir verið f>ar í almenning til f>essa. Það álít ég að yrði f>jóð- inni hagur. Dönskulærdómurinn hefir aldrei komið Islendingum að miklu gagni, ég var fyltur af hon- um á ungdómsárum mínum og hef- það aldrei orðið mér að nokkrum notum. Danskar bókmentir eru lítilsvirði < samanburði við bók- mentir stórþjóðanna, sem enska tungu tala, og ætti því að víkja fyr ir þeim, þegar um útlent tungumál ^er að ræða, til lærdóms fyrir fsl, þjóðina. Það væri því hyggilegt fyrir Isl. á Fróni að taka á sig rögg og ekki einungis skifta um iærdóm- inn á ensku og dönsku meðal al- mennings, sem hingað til hefir ver- •ið kend í smáum stfl, vanalegast heimulegaa t einstaklingum—held- ur einnig að koma upp enskum skólum sem víðast um landið, segj- um í hverri s/slu, helzt í hverri sveit. Ef þessu yrði til leiðar komið, gætu Isl. geymt móðurmál sitt óhaggað, en haft um leið að- gang að hinum fjölskrúðugustu bókmentum heimsins, Mér virð- ist á aðra hönd að afnáin tungu vorrar sé liægar sagt en gert. Það er hætt við að það fari fyrir oss Islendingum eins og frændum vor: um, Norðmönnum, sem lögðu nið- ur sama mál—norrænuna gömlu— og tala nú málleysu eina, hræri- graut af norsku og dönsku, þótt bókmentir þeirra séu mestmegnis á dönsku. Það er mikilsvert að eiga hreint mál, það er einn hinn dýrmætasti þjóðar fjársjóður. Vér Isl. eigum það, mál vort er hreinna en enskan, hana ættu samt allir Is- lendingar að læra, sem útlent mál, enn um fram alt að slengja þeim ekki saman; það er áríðandi að liafa varúð i þessu efni, Þaðhefir bor- ið áþess konar samsteypu meðal Vestur-ísL. ogvil ég brýna fyrir löndum mínum hér, að læra bæði málin sérskilin, eða þá að eins ann að vel, það væri betra en slengja báðum saman — jafnvel þær þýðinga útskýringar, sem stundum sjástí ísl. blöðumættu ekki áð eiga sér stað. Það ætlast enginn til að frétta blöðin gangi í stað orðabókar. Isl. ættu ekki að vera það of vaxið að læra þessi mál vel og að lesa þau, skrifa og tala óblönduð hvort um sig. Sumir menn læra 20 tungu- mál og blanda þeim ekki saman. Framtíðarhorfur Islands standa í nánu sambandi við þjóðemis- spursmálið. Ef Isl. kasta af s<‘r viðjum þeirra þióðar einkenna, sem eru þeim til tálmunar, þá verða framtíðarhorfurnar frá n/ju sjón- armiði. Hvemíg eru þær í dag ? Ég býst við að þær séu líkar þvf sem þær voru fyrir 10 árum þegar ég skildi við föðurlandið, áð und- anteknum smábreytingum, sem lít- ið erfvarið; um það leyti varmér vel kunnugt um ástandið á íslandi, Það má svo að orði kveða að ljós heimsmenningarinnar hefði þá enn ekki komið þar við. Ég ætla nú að taka fram nokkur dæmi frá sveitalífinu á Islandi fyrir 10 ámm, sem sýnishomi af því, hve grátlega menn voru þar á eftir tímanum í þann mund, Það mundi margur útlendingur hlægja sigmáttlausann yfir því að sjá sveitafólk á Islandi labba út á túnið á vorin nieð klárur í höndum til að lemja sundur tað til áburðar! Það er sannarlega að eyða kröftum sínum og tíma til ónýtis. Þetta hefir þó viðgengist á Islandi til skams tíma og mun viðgangast enn Menn höfðu samt sumstaðar byrj- að nota auvirðilegar handmylnur til að mala með áburðinn í sundur um það leyti sem ég fór af landi burt, en éger sannfærður um að með dálitlu hyggjuviti hefði mátt viðhafa 10 sinnum betri aðferð; sama er að segja um þungar byrð- ir, sem menn báru á bakinu, þar mætti með öllu afnema, þær eru í fylsta mátaóþarfar og drepandi, einnig hinn óendanlegi flutningr á bökum hestanna, sein sligar þá. Það eru að vfsu þeir staðir um fjöll og firnindi a íslandi, sem er enn, sem komið er, ekki hægt að flytja varning yfir á annan liátt, en f bygðum um land alt mætii nota vagna á sumrum og sleð á vetr- um að meira og minna leyti. Menn gætu vanið hesta sfna saman í pör til að draga hlöss eins og viðgengst í öðrum löndum. A prestsetrinu Vallanesi í Fljóts dalshéraði, þar sem ég ólst upp, hefði mátt nota vagna eingöngu við heyannir á sumrum. Þar vóru engjar sléttar—og sleða við flutn- inga á vetrum; ég er einnig viss um að þau verkfæri hefði mátt, nota um endilangt Fljótsdalshérað sumstaðar voru að vísu brúkaðir sleðar þar á vetrum, en þeir véru í fylsta máta ófullkomnir; og þá voru akfæri hestanna sem drógu þá ekki betri; ein eðatvær reiðings- dýnur, reirðar á þá með reiptagli, sem drógst aftur á kviðinn við brúkunina og gerði skepnunni ill- mögulegt að kornast úr sporunum; með þessum útbúnaði var hestin- um ómögulegt að koma bolmagni við.—Útlend akt/gi þektust þar varla, Þetta er að eins sýnishom af því, hvemig menn voru staddir verk- og búnaðarlega á Íslandí fyr ir fáum árum, Það er framkvæmd- arleysi þeirra að kenna, að þeir ekki ráða bót á þessum almennu framfaratálmunum, er ég hefi tek- ið fram. Það útheimtir miklu meiri búhyggni og framkvæmd en fé til að útrýmaþeim, það em þjóð- emiseinkenni, sem halda þeim við 1/ði, sérstakur 'hugsnnarháttur, lifn aðarháttur og siðir. Þessi þjóðar- einkenni ættu að vfkja. ísl, eru yfir höfuð svo iniklum gáfum gædd ir, að þeim gæti verið það innan- handar að koma búnaðar umbótum í verk, ef þá ekki vantaði framtaks semi. Eg man eftir þvf, að föður- landsvinurinn Eiríkur Mugnússon á Englaiuli hélt fyrirlestur í Valla- nesi, eitt sinn er hann var á ferð, um laxaklak í Lagarfljóti. Það var gerður góður rómur að f/rir- lestrinum, en svo náði það ekki ekki lengra. Hið mikla Lagarfljót, sem rennur eftir endilöngu Fljóts- dalshéraði, er laxalaust þann dag í dag, en liefði þó mátt vera kvikt af laxi stranda á milli, ef bendingu herra E. Magnússonar hefði verið sint. Það hefði kostað mjög litla fyrirhöfn eða umstang, Framh, POINT ROBERTS WAHS, 28. Marz ’02 Herra ritstj.— Samkvæmt loforði mínu, sendi ég vður nú fáeinar Ifnur, sem yðar er heimilt að lofa Hkr. að hafa til meðferðar, sem ofurlítinn fréttapistil frá þessa bygðarlagi. Jafnvel þó að héðan hafl nýlega verið skrifað, og að þannig sé, eins og að að nokkru leyti, búið að segja það almennasta, sem fréttakaflar hafa vanalega að færa. Þá samt ætla ég að reyna til að segja nokkur orð, ekki um það efni sem búið er að segja frá, heldur um hitt, eem enn heflr ekki verið á minst. Point Roberts, sem eins og nafn- ið bendir til, er tangi eða nes, sem gengur frá fasta landinu út í “Strait of Georgia,” þétt upp við landa- merki Canada og Bandaríkjanna, og er, hvað þurt land snertir einungis áfastur Canada, vegna þess aðBound- ary Bay, sem gengur inn í Iandið að austanverðu við Point Roberts, nær talsvert norður fyrir landamerkin. En að austanverðu við þá bugt stend- ur bærinn Blaine og er um 12 mílur vegalengdin milli hans og Point Iioberts, sem er þó næsta bygðarlag við oss Bandaríkjamegin. Point Roberts er fremur Iftið pláss, um 3 mflur á breidd, og um 2| mflu frá suður ströndinni ndtður að landa- merkjalínu. Meiri parturinn af landi þessu tilheyri'- stjórninni, sem virðist treg til að slá því opnu, þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir vorar, samt eru horfurnar þetta hvað beztar, þar sem Congress maður vor, Mr. F. CushmaD, sem er sagður og vera öt- ull og fylginn sér, heflr tekið að sér málefnið. Það mun vera um átta ár síðan íslendingar fyrst settusr hér að, og síðan hafa þeir smásaman verið að fjölga, og nú eru sestar hér að 24 fjölskyldur, § af þessu fólki hefir komið frá Victoria B. C. Framfarir í bygð vorri eru frem- ur hægfara, sem stafar allmikið af óvissunni um eignarrétt landsins. En þó hafa menn als ekki verið iðju- lausir, um það getur hver maður fullvissast, sem skoðar nýlendu vora, því þó yrktu blettirnir séu hjá fæst- um stórir, þá eru þeir samt svo stór- ir, að margra dollara virði eru verkin verð, þá vinnan er til penÍDga reikn- uð. Point Roberts var nálega allur skógi vaxinn og þvf, eins og mönn- um gefur að skilja, fer ekki mikið fyrir hverju dollarsvirðinu í vinnu á löndum manna. Og þó svona standi á. eins og þegar liefir verið ávikið, með land þetta, þá hafa menn samt lagt hér talsvert í kostnað viðvíkj- andi húsabyggingum og fl. Eins og ég rétt fyrir skemstu sagði að meiriparturinn af landi þessu hafi verið skógi vaxið og þvf allmikil fyrirhöfn að hreinsa það, þá

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.