Heimskringla - 17.07.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.07.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKKINOLA 17. JÚLÍ 1802. Ueimáringla. PUBMSHBD B7 The Heiiaskringls News 4 Pablishing Go. Verð blaðsin8 i CaiiadftOKBaudar $1.50 um árid (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eda Express Money Odrer. Baiikaávísanir á aðra banka ení Winnipeg að eins teknar með affðllum. K. Ií. Kalilwinson, Gditor Sc Manasrer. Oflice . 219 McDermot Street. P.o. BOX I»H». Séra Jón Biarnason —° g— Heimskringla. Elskið óvini yðar. Blessið þá, sein yður bölva og biðjið fyrir þeim. Eitthvað þessu líkt hljóðar boðorð mannkærleikans og umburðar—ekki rógburðar—lyndisins, og á þessum homsteini kristinnar kyrkju byggist, eða á að byggjast, alt framferði og félagsskapur kristiuna manna, sein þeir svo nefna “samueyti heilagra.” Að elska óvini er nú að visu einn af þeim örðugleikum, sem hold og blóð á bfigast með að yíirstíga, og ekki er það öðrum ætlandi en þeim, sem gegnsýrðir eru af “ást til allra manna.” En sú ást vei ðnr ekki ut- an að lærð. Hón er innri og með- fæddur eiginleiki, og þeir eru vitan- lega sárfáir, jafnvel meðal hinna heilögu, sem bera slika ást í björtum sínum, þótt þeir hampi henni iðug- lega 4 vörunum. Vér ve3tur-Islendingar ^erum svo vel settir að eiga hér á meðal vor nokkurn hóp manna, sem hafa það að atvinnu að hengja á sig hei- lagleikans blæju og ganga svo fram fyrir lýðinn og prédika, ýmist það, sem þeir þykjast álíta fföldanum fyr ir beztu, eða þá það, sem þeir f þann og þann svipinn vita eigin hags- munum sfnum vera fyrir beztu. Þess- ir menn eru allmjög þektir meðal lýðsins. Þeir hafa samneyti hver með öðrura og hver með annars kon- um og einstöku þeirra einstökn sinn- um með annara manna konum. Þetta er eins og það á að vera, því að skrifað stendur: “Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig,” og af þessu leiðir eðlilega það, að elsk an til kvinnu náungans er jafn lög- skipuð og sjálfsögð, og þess vegna er það svo ofur skiljanlegt að þær verði aðnjótandi þessa samneytis með þeim heilögu. En þó verða þær ekki allar æfinlega fyrir þvf happi,eins og síðar mun sýnt verða, í þessari grein. Þessir heilögu hræsnisblæju berar hafa um mðrg ár haft árlegt samneyti f öllum bygðum íslendinga hér vestra og hefir margt borið á góma á þeim samkundum, sumt þarflegt hefir þar vcrið sagt og gert, Bumt einnig þar talað, sem að margra dómi mundi betur ósagt verið hafa. Því að það hefir engum ljóma slegið yfir ræðumennina. Og ekki haft önnur sjáanleg áhrif á almenning en þau, að veikja tiftrú hans til þeirra og virðingu fyrir þeim. Að eins hafa þeir með slíkum ræðum auglýst innri mann sinn, svo að þeir eru meira —þó ekki betur — þektir eftir en áður. Einn slíkan fyrirlestur hélt höfuðprestur kyrkjufélagsins, séra Jón Bjarnason, á kyrkjuþinginu að Gardar fyrir nokkrum dögum. Fyr- irsögn þeirrar ræðu var: “Að Helga felli.” En S' o er oss tjáð úr bréfum að sunnan, að ekki hafi þar kent margra fagurra eða helgra hugsana, eða neins þess, sem áheyreudum þótti sérlega uppbyggilegt eða við- eigandi þá samkomu. Oss er svo sagt að presturinn hafi yerið “ras- andi reiður” er hann flutti tölu sína. Og einnig er oss svo greint frá að þar hafi í verið óbóta skammir um Sigurð Júlíus og strákslega klúðurs- leg samliking á Heimskringlu við gamla húðarbykkju, hlaðna saurug- um mykjukláfum, sem hún bæri heim að Helgafelli. Að ritstjórinn mokaði í annan kláfinn en allur sá óþjóðalýður, sem í blaðið ritaði og að þvf styddi, mokaði í hinn kláfinn, og yæri sá kláfurinn sfnu sauragri og svo miklu þyngri, að það snaraðist á bykkjunni. Hafði klerkur mælst til þess, að fólk léði ekki bykkju þess ari húsrúm að Helgafelli, en steyj ti úr kláfunum úti á eyðimörk, þar ser» engin umferð manna væri, svo að ódaunn hlassanna næði ekki að raska hngarrósemi þeirra hreinhjöituðu. Eitthvað á þenna veg var hæn fo. - setans fyrir Heimskringlu, og afleið ingin er þegar áþreifanleg hér á skrifstofunni í 4 nýjum áskriftum að sunnan, til blaðsins, sem vér hér með þökkum kærlega. Sagt er oss að þessi ræða séra Jóns hafi mælst illa fyrir hjá fjölda fólks og þótt als óhæf að flytjast á kyrkjuþingi. En slíkter vitanlega að eins smekkspursmál, sem séra Jón hefir eindæmi í, og lfttum vér hann þvt sjftlfráðann um það, þótt oss ft hinn veg finnist að slíkar bænagerðir fyrir blaðinu séu eins óþnrfar eins og þær eru óbeðnar af oss. Né heldur tökum vér oss það til þótt hann líki ritstjóra þess og því, sem hann ritar f blaðið, við mykju í kl&f. En vér höfum fulla ástæðu til þess að taka upp þykkju fyiir hönd þeirra, sem í blaðið rita og á annan bátt styðja það. Þvi vér álítum ekki séra Jón hafa neinn sið íerðislegan létt til að ófrægja þá í ræðu eða riti, fyrir störf þeirra í blaðsins þftgu, og skoðurn það ó- dtengsbragð á hæsta stigi, sem hann hefði átt að sjá sórna sinn í að varast. Því að slík lastmæl^i, um honum als óviðkomandi menn, gerir þeim ekk ert tjón, en kastar stórum skugga ft hann sjálfan og miðar til þess að hindra heppilegan árangur af annari starfsemi hans meðal almennings. Miklð fegurri og meira viðeig- andi finst oss sú athöfn verið hafa þegar allur þingheimur féll á kné þar á þinginu og 4 prestarnir lögðu saman að biðja fyrir Jónasi A. Sig urðssyni—um leið og þeir útskúfuðu honum úr kyrkjufélaginu, biðja um fyrirgefningu af himnum ofan fyrir allar hans stórsýndir og að hann mætti snúast til sannrar iðrunar og afturhvarfs. Einnig var beðið fyrir konunni bans, en að eins annari þeirra, takið eítir, þeirri, sem hann hefir átt og skilið við, en ekki hinni, sem hann sfðar átti og býr nú með. Hvers átti hún að gjalda? Og því mátti hún ekki takast með í reikninginn? Og þvf lét sjera Jón svo herfilega. snarast á sinni bæna bykkju, að öll áhrifin af bænasam- neyti þeirra heilögu, skyldi lenda í þeim kláfnum, sem bar hina fyrri konu Jónasar. En su síðari var lát- in fara varhluta af áhrifum bænar- innar? Hefðinúekki verið meira vít og kristilegur kærleiki í því, að biðja fyrir síðari konunni, sem í augum þeirra neilögu gengur á villunnar vegum, 'þar vestur í Bailard, með hinum afvegaleidda kyrkjufélags- presti? Oss finst að svo mundi ver- ið hafa. Og úr því að 4 prestanna fluttu bænir á þinginu, þá virðist oss að einhver þeiira hefði mátt segja eitt gott orð í garð sfðari konunnar. Því að vissulega er hún ekki undan- skilin úr hópi þeirra, sem hin helga bók telur meira virði en raarga titl- inga. Og satt að segja flnst oss, að frá trúfræðilegu sjónarmiðl þeirra heilögu, þá hefðu þeir mátt skjóta inn orði f bænir sínar fyrir Kringl- una og biðja um bráðan bata hennar. Svo hún mætti jafnast við þau 3 blöð, Lögberg, ísafold og Vlnland, sem séra Jón telur fyrirmyndarblöð að smekkvísi í rithætti, orðavali og efni. Og í sambandi við þetta undr- ar oss stórlega á þvf, að séra Jón skyldi ekki einnig ieggja blessan sína yfir blaðið “Norðurland”, sem hra. Einar Hjörleifsson ritar heima á Akureyri. Því að það er kunnugt að Jóni var ætíð vel til Eiuars, þrátt fýrir það þótt hann segði skýlaust á kyrkjuþingi i Argyle, fyrir nokkrum áram, að hann tryði ekki á sannindi kristindómsins, og þegar svo þar við bætist að Einar hefir síðan ritað anti-kyrkjugrein f þetta nýja blað sitt, sem ljóslega ber þess vott. að hann er horfinn “eins og dropi í sjó- iiin” úr hjðrð hinna helgu kyrkjn feðra, þá flnst oss að fnll ástæða hefði verið til þess, að hann hefði verið tekinn til bænaaf þeim kyrkjn- þingsprestnnnm, ekki síður en séra Jónas og fyrri konan hans. En svo geta þá prestarnir afsakað þessi bænarafglöp sín með því að öll orð verði ekki 1 einu töluð og að Einar megi gjarnan bíða næsta þings. Þeim herrum getur þá og o ðið talsvert Iéttara fyrir með bænahaldið, því að þá verður væntanlega kom- tnn f hóp þeirra hiugað vestur sft út valdi, Astvaldur “helvítispiestur,” sem Reykjavíkuiblöðin svo nefudu, fyrir ofstækisfullar ötgaræður hans ft Islandi, en sem þetta Gardarþing nú samþvkti að kalla hingað vestur til að lesa yfir hausamótunum ftþrjósku- fullum safnaðarlimum kyrkjufélags- ins. Og þessi hugsun herranna, að láta bænina fyrir Einari bíða betri tíðar, er sýnilega á góðuim rökum bygð; því ef bænir þeirra, sem nú eru bér fyrir, orka því ekki að þoka Einari upp á við, þótt hann sé vænt- anlega nokkru léttari til hreyfingar en fjöll, þi getur Astvaldur piestur vfsað honum neðri leiðina, sem hann kvað hafa margtroðið fram og aftur og vera gagn kunnur. Annars er það um bænagerð séra Jóns, um Heimskringlu, að segja, að vér leggjum als ekki þunga skuld á hann, þótt hann eigi bágt með að bæja frá sér áhrifum af þeim æsingatilraunum, sem hann verður 8ífeldlega fyrir af sumum flokks bræðrum sínum, og sem stnndum teyma hann út í ógöngur og á þyrn umstráða vegu. Þeir vita það vel að maðurinn er veikur fyrir og að það er í honum einhver andleg inn anskömm, sem ýmist nefnist brjál- semi, geðofsi, vanstilling, eða eins og sumir þeirra nefna það, “örlyndi, blandað óstjórnlegura sjálfsþótia, sem hann er orðinn fyltur af fyrir margia ára takmarkalausa tilbeiðslu vissra fthangendaihans og sem látið hafa með hann eins og hann væri dýrðl- ingur, sem almenningi bæri að falla fram fyrir og tilbiðja, og það er bú ið að leika þessa þokka rullu svo lengi og kænlega, að maðurinn er ekki lengur fær um að bægja frá sér þeirri hugsjón að hann sé í sannleika útvaldur til þess einn öllu að rfiða. Og í þessu öfugstreymi hugsanafær anna flakkar hann um bygðir manna til þess, með sjálfkjörnu páfavaldi að fyrirskjpa almenningi hvað hann skuli og skuli ekki lesa; og hver blöð hann skuli kaupa og hverjum kasta. En slikt páfavald þolir ekki islenzkur almenningur hér vestra Menn vilja og eiga að vera sjfilfráðii* hugsana sinna og tilflnninga, og menn heimta að mega lesa þær bæk- ur og þau blöð, sem þeim þóknast, án nokkurrar haiðstjóra afskiftasemi séra Jóns eða annara kyrkjufélags- presta. Menn hafa enn þá ekki gleymt miðaldarmyrkri og presta valdi því, sem eitt sinn þjakaði ís lendingum á ættjörð sinni. Og það þarf aivarlega að sporna við að sí draugur verði vakinn upp og magn ist hér vestra. Enda hefir hvorki séra Jón, né neinn annar maður, nokkurn minsta siðferðislegan, eða lagalegan, rétt til þess að lögbjóða fólki voru hér neitt um það, hvernig það skuli verja tfma sfnum eða eign um. Hann ætti að láta sér nægja meðan almenningur góðfúslega veit ir honum lffsuppeldi án þess hann framleiði svo mikið, sem eitt titlings- virði, á tugum ára týndum æfiferli. Yér vitum með vissu að mikill fjöldi karla og kvenna hér vestra, sem fylgja stefnu séra Jóns í kyrkju- málum óska honum als góðs gengis í því starfl hans, en þeir hvorki vilja né geta mögolega fylgt honum þegar þann gengur svo langt út fyrir verkahring hins kyrkjulega starfs, að fara með strftkslegum róg- burði að níða þau blöð og þá menn, sem honum er f nöp við, af þvl þau og þeir láta ekki svínbeygjast undir boðorð hans og fyrirskipanir. Oss þótti nú raunar að séra Fr. J. Bergmann leggja óþarfa lykkju á leið sína, f síðasta árs Aldamótum, til þess, án allra röksemda, að ó- frægja Heimskringlu. En það skal hann þó eiga, að hann hefir, oss vit- anlega, ekki unnið á móti blaði voru í prestakalli sínu í Gardarbygð, enda á Heimskringla hvergi fjölmennari og drenglundaðri flokk kaupenda og lesenda en einmitt þar, og erum vér þeim innilega þakklátir fynr styrk þeirra og velvild. Til þeirra og annar kaupenda blaðsins vildum vér og segja, að það hefír verið stefna Heimskringlu, undir núverandi rit- stjórn, að láta kyrkjufélagsprestana og starfseuii þeirra hér vestra ger samlega afskiftalaus, og þess vegna vænti blaðið þess, og átti og á alla heimtingu á, að vera látið iilutlaust af þeim. En sé það nú virki'ega meining séra Jóns að hefja ofsókn á hendnr blaðinu, með öfgafnllum og ói ökstuddurn sleggjudómum til þess að æsa almenning upp á nióti þvf, þft verður óumflýjanlegt fyrir blaðíð að berá hönd fyrir iiöfuð sér og að verja virðingu þeirra manna allra, sem að því stand-.t og kaupa það og lesa; og mft þá svo fara, að það skifti sér meira af málum prestanna og staifsemi þeirra allra, en gert heflr verið. Og evo biðjum vér Vestur-Islendinga að minnast þess, að hver sem endalok þeirrar deilu knnna að verða, þá er það séra Jón, sem hafið heflr deiluna og sem á upptökin sð henni. Frá blaðsins hftlfu er það því nauðvörn að þurfa að eiga oiðastað við kyrkjufélags- forkólfana. en þar fyrir mun blaðið ekki skyrrast við því skylduverki, ef nausyn krefur. Heimskringla tjftir sig fúsa nú, sem að undanförnu, til þess að vinna með hverju því mfili, sem hún sér miða til heilla fólks vors hér í landi- En hún ætlar sér ekki að vera skóþurka séra Jóns eða annara. Kyrrahafsferðin. Eftir B. L. Baldwinson. (Framh). Náttfall var komið, er við lentum f Seattle, svo að við sáum ekki annanvott borgarinnar en eina feykimikla rafljósabreiðu, á að gizka 10 mílur á lengd og 2 —4 mflur á breidd. Við tókuin okkur þvf strax gistingu á heiðarlegu hóteli í miðparti bæjarins og héld um svo næsta morgun norður til Ballard, seni er 7 mflur vegar, og er sú ferð farin með rafmagnsspor- vögnum og kostar 5 cents. Ball- ard er verkamannabær, eingöngu og er f bráðri framför, með 7000 í- búum. Fáar stórbyggingar eru f>ar í bænum, en mesti fjöldi af verkamannahúsum er nú verið að byggja þar, og aldrei fyr hefi ég komið í ungan bœ, þar sem eins mörg liús voru í smfðnm eins og þar, að undanteknum Winnipegbæ á bamdómsárum hans. Bærinn stendur í lægð norðan víð Seattle- borg, um 2 mílur frá sjónum, að mér virtist. Bæjarstæðið er mis- hæðótt og útsýn fríð víða úr bæn- um, en lftið sést þó þaðan til sjáv- ar. Yfir 300 fslendíngar eru bænum og lfður þeim þar vel, full ir fjörs og framtíðarvona. Margir þeirra eru aú að byggja sér hús, og sögðu J>eir mér að kostnaður við byggingar f>ar væri frá þriðjung til helmingi ódýrari en i Winni peg, og er þar þó timburmannafé- lag með 1000 meðlimum (í Ballard og Seattle). semheimta og fá $3 50 kauji 4 dag og helmingi meira, eða $7 fyrir sunnudaga vinnn (9 tfma vinna á dag). Ekki get ég talið upp fjölskyld: urnar f Ballanl og kom ég þó þar í flest hús, en menn voru flestir í vinnu og átti ég því ekki kobt á að sjá þá, nema suma. Fyrsti ísl. sem ég fann þar var Jón G. Reyk- dal frá Minnesoia. Hann var mér áður alveg óþektur, en tók okkur hjónum eins og höfðingi f héraði. Hjá honum höfðum við 2 máltfðir og svo _ vfsaði hann okkur leið til annara fsl. þar í bænum.Mr. Reyk- dal býr í mjðg snotru eiginhúsi og var, er við vorum hjá honum, að fullgera annað hús; var það 6 her- bergja hús á góðum timburgrunni, og með kjallara undir ö.lu húsinu. Kvaðst hann eiga hægt með að fá $14 um mánuðinn fyrir það hús, og réði ég af þvf, að húsaleiga sé dýr f Ballard ekki sfður en í Seattle og vist eru bæjarlóðir þar komnar f afarbátt verð og eru yfirleitt tals- vert d/rari en hér í Winnipeg. Meðal aunara fsl. f Ballard er Helgi Norman bakari, frá Selkirk. Hann hefir bakarí og restaurant á aðalstræti bæjarins og unir vel hag sfnum. Sveinn Björnsson, Péturs sonar, sem eitt sinn var f Winni- peg, er og þar. Hann hefir stöð- uga atvinnu á sögunarmillu, með taupi á fjórða dollar á dag, Sveinn lefir snoturt heimili; hjá honum kennir engrar fátæktar. Hagur íans stendur vel. Jón Anderson frá Winnipeg, Óli Þormóðsson, Sumarliði Snmarliðason, Sigurður Sölvason frá Westbourne, séra Runólfur Runólfsson frá Utaah, séra Jónas A. Sigurðsson frá Akra, Magnús Einarsson frá Mikley, Kristján Gfslason frá Garðar og ýmsir mennfrá Minnesota og Norð ur Dakota, sem þangað hafa flutt á síðari árum. Aðalatvinnuvegir ísl. þar eru byggingavinua og vinna við timburgerð á hinum ýmsu sögunarmillum. Þær eru sagðar 15 að tölu þar í grend og eru suinar þeirra með hinum stærstu í heimi. Ein þeirra er sögð að framleiða hálfa millíón fet af timri á sólarhring. Kaup þar lægst $1,75 á dag og þar ytír upj) f $3,50. Þeir sem vinna við hættu- legustu og vandasömustu vinnuna, eru sagðir að fá alt að $(> og ujip að $9 á dag. En ekki munu íslend- ingar fá það kaup. Timbur var mér sagt að væri með þessu verði þar í bæ, Shiplap $fi—9, Studd- ing $7—9, Ceiling og Siding frá $10—$22 eftir gæðum liver 1000 fet. Ekliviður frá $1,50—$3,25,. Cord, Vanaleg daglaun við bygg- ingar frá $2,50 til $4 á dag. Vinn- an var mér sagt að stæði yfir alt árið, að undantekinni fi vikna vinnutajii að vetrinum vegna rígn- inga. Skattar voru laldir frá 3 til 4% af virðingarverði' fasteigna Kartöflur eru dýrar í Ballard eins og annarsstaðar á ströndinni. Syk- ur er ódýrara, .en ka fil dýrara en í Winnipeg, Steinolfa 20c. gallón- an. Hey $12 —$20 tonnið. Fóð- urbætir lítið dýrari en f Winnipeg, eða 95c. hver 100 pd. Shorts og Bran 75c. til 85c. 100 jpd. Hveiti 130 pd. sekkur frá $1,50 til $1,80. Beztu linkol $5 tonnið. Curfew klukka er f Ballard og þar verða öll börn að vera komin af götum bæjajins kl. 8 að kveldi. Yfirleitt létu landar f Ballard vel af lfðan sinni og framtfðarvonum, og vel létu þeir af tfðarfarinu þar. Þeir Sigurður Stefánsson frá Geysir, Jón Stefánsson og Þorgils As- mundsson frá Selkirk, voru f óða- önn að byggja sér hús og búa um sig á annan hátt. I Nóvember síð- astl. var þar óbygt skóglendi, sem hús þeirra Jónsog Sigurðar standa á, en nú er bygð komin alt f kring um þá. Eins og gefur að skilja, eru það eingöngu smáhýsi, [sem þessir nýbyggjar koma sér upp og alt er þar frumbýlingslegt enn þá. En með atorku og spamaði sé ég ekkert þvf til fyrirstöðu að landar vorir geti átt þar góða framtlð. Sfðan ég var í Ballard hefir séra Runólfur flutt með fjölskyldu sína alfarinn til Spanisb Fork og eru því Ballardbúar prestlausir að svo stöddu, því ekki hefir séra Jónas gefið sig við prestskap sfðan hann kom þar vestur. Talsvert félags- líf er meðal fsl. í Ballard og áhugi mikill fyrir viðhaldi ísl. tungu. Landar vorir hafa þar gott söngfé- lag undir stjórn Sigurðar Helga- sonar frá Reykjavík. Sunnudags skóla er haldið þar uppi fyrir fsl- ungmenni, og skrifað mánaðar- blað gefa Ballardbúar út. í orði er og að koma þar upþ skóla fyrir kenslu f íslenzku fyrir þá, sem óska að stunda það nám. Um Seattleborg get ég að eins sagt það, að hún er mikilfengleg í mesta-máta. Byggingar em þar afar stórar og skrautlegar, hafa sumar þeirra kostað um eða yfir millíón dollars hver,með landi því, er þær standa á. Borgin lfkist einna mest Liverpool á Englandi. Að eins telur hún einn fimta af í- búum Liverpoolborgar. Verzlun er mikil í Seattle til sjós og lands og mörg framleiðsluverkstæði. En mest kveður þó að timburverzlun og framleiðslu. Þar er í smíðum 1 afarmikið herskip fyrir Banda- ríkjastjórnina, og öll ber borg þessi vott um staklegt líf og fjör á öll- um samgöngum og viðskiftum. En dýrt er þar að lifa, enda kaup gott. Konur á þvottahúsum og við sauma hafa $1,50 á dag; í búð- um $1 á dag, og f vistum frá $15 $25 um mánuðinn. — Útsýnið frá Seattle er einkar fagurt, frá Queen Anne hæðinni og öðrum hæðum í borginni og umhverfis hana er af- ar víðsýnt. Cascade-fjöllin frá 5000 til 14,500 fet á hæð liggja strandlengis um 40 mílur austur frá Seattle, og Olympia-fjöllin, frá 4000 til 8000 fet á hæð, eru um 40 mílur vestur frá borginni, Hæsta fjall í Bandarfkjunmn er Ranier- fjallið 14,526 feta hátt, er um 55 mflur suðaustur frá • borginni. Mestum framföruin hefir borgin tekið sfðan gull fanst í Yukon- héraðinu, þvf þar hefir verið og er aðal verzlunaistöð fyrir gullleitar- menn, og þaðan ern mestar vöru- byrgðir sendar til Dawson City og annara staða þar nyrðra. Það var talið víst að Seattle mundi halda áfram að vaxa og svo eru landþrengsli þar mikil við sjóinn, að stólpar hafa verið reknir niður langt út f sjó á grynningum fram undan syðri enda borgarinnar, og byggingalóðir mældar út þar f sjónum og hafa þær selzt fyrir þús- und dollara hver lóð, en kaupend- ur verða að fylla þær upj) og gera að þurra landi á eigin kostnað. Þær lóðir verða eflaust dýrkeyptar um það hægt verður að byggja stór vöru- og verzlunarhús á Þeirn en sjálfsagt verður verki þessu haldið áfram þar til þar verða göt- ur með háreistum steinbyggingum, sem nú er djúpur sjór. Verð skattgildra eigna í borg- inni er talið 43 milíónir dollars og skattar yfir 3%. Vatnsverkiðhefir kostað $2(í milíón, og veitir 25 milfónir gallóna á dag. Inntektir borgarinnar fyrir vatn era nú orðn ar nær $230,000 á ári. í borginni eru 120 mílur af strætum, 74 mílur af saurrennum. 130 mflur af vatns- leiðslupíjmm og 32 mflur af reið- hjólavegum. L/sing er gerð með rafljósum; er rafmagnið bæði til ljósa og knúningavagna á spor- brautum, framleitt úr Snoqualmie- fossi, 25 mflur vegar frá borgfnni. Sá foss er 268 feta hár.—Regnfall er þar 37 þumlungar á ári. ífflr 100 kyrkjur eru f borginni, þar af 4 lúterskar. Bókasafn borgarinn- ar hefir að geyma 30,000 bækur. 12,500 börn ganga þar á skólana. Kostnaður við kenslu á þeim er $250,000 á ári. í háskólanum þar eru 6I>0 nemendur og 36 kenn- arar, Það er ágœt bygging og vel saujsvarandi þeirri miklu borg. Gullhreinsunarstofa er f Seattle og er þar hreinsað að jafnaði $15 milfónir gulls á ári. 5000 Tele- phones, og 40 hafskipabryggjur og kvfar eru þar. 70 gufuskip ganga til og frá borginni með fólk og varning. Árlegar umbætur í borg- inni kosta nær millfón dollars, auk nýrra bygginga, sem sagt var að næmi að jafnaði $3J tíiilíónum. Verzlun borgarinnar við Yukon- landið var á sfðastl. ári yfir $50 millíónir. Aðfluttar vörar námu 12 millfónum og útfluttar 16 millí- ónum dollars. Meira. Eftirfylgjandi grein er rituð af hra. Einari Hjörleifssyni og tekin úr blaði hans, “Norðurland,” nýkomnu hingað vestur. t Rannsókn ritningar innar Og vestur-íslenzkir prestar, Vera má, að einhverjir lesendur ,,Norðurlands“ minnist þess að blað þetta flutti á öndverðum síðasta vetri ofurlitla grein frá ritstjórans hendi um ritgiörð séra Jóns Helga- sonar: „Hvernig gamla testamentið er orðið til.“ Við þessa „Norður- lands“-grein heflr forseti kyrkufé- lagsins vestur-islenzka, séra Jón Bjarnason I Winnipeg, gert nokkrar athugasemdir f blaði sfnu, „Samein- ingunni.“ Og að öllu Ihuguðu, virð- ist oss rétt að svara þeim athuga- semdum fáeinum orðum. Séra J. B. kemst meðal annars svo að orði. „Greinarhöfundurinn (ritstjóri „Norðurl.") gerir sig sekan í sama ranglæti gegn oss eins og séra J. H., því ranglæti, að halda því fram, að vér séum oss þess meðvitandi, að það er þeir kalla „niðurstöðu hinna vís- indalegu rannsókna“, sé óyggjandi sannleikur, og þóséum vér því máli andstæðir. Séra Jón Helgason er maður til að svara fyrir sig sjálfur. Vér höfum ekki við hendina alt það, er hann heflr um málið ritað. En af „Norð- urlandi“ er það að segja, að það hef- ir ekki beitt því „ranglæti", sem J. B. sakar oss um. Það „ranglæti er, að því er „Norðurl.“ við kemur hvergi til nema í fmyndun séra Jóns

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.