Heimskringla - 14.08.1902, Side 3
HEIMSKRINGLA 14. ÁGÚST 1902.
fjöldi og efnahagur ríkisins frekast
leyfir það. Pólkið er frjálslegt í
útliti og heilsugott; mér var svo
sagt að þar væri talsvert minna um
sóttnæma sjúkdóma, heldur en f
austurfylkjunum og er það vel
skiljanlegr, og mun vera algerlega
satt. Að unga fólkið sé þar nokk-
uð eyðslusamara heldur en á ser
alment stað hér eystra, hygg ég og
satt vera; en það er eðlileg afleið-
ing af góðu kaupgjaldi og nægi-
legri atvinnu. Eins get ég hugsað
að margur sé þar lausari við
vinnu en á meðan hann dvaldi hör
austan fjallanna. Það kemur til
af f>ví að fólk þarf ekki að bera
sömu áhyggju fyrir vetrinum þar
og hér. Það kostar minna fyrir
eldivið og ekkert fyrir loðkápur og
annan aðbúuað, sem fólk hér eystra
verður að annast um. Sjálfsagt er
miklu léttara fyrir verkamenn að
koma sér upp rúmgóðum timbur-
húsum þar en hér. Timbur er
helfingt ódýrara eða meira og
betra miklu en hér er algengt.
Járnvara öll er þriðjungi ódýrari;
fatakostnaður hygg ég að verði
minni þar en hér og svo er um margt
fleira; þótt sumt aftur sé nokkru
dýrara, svo sem kaífi, kartöflur,
smjör og egg. En kostnaðurinn við
það að lifa þar, það er kostuaður á
lífsnauðsynjum, er Þar í flestum
stöðum, þegar alt er reiknað, lítið
ef nokkru hærri en hann er hér f
Winnipeg á yfirstandandi tfma.
En lönd eru þar í háu verði—alt of
háu verði, að minni hyggju, og <>rð-
ugt að vinna þau. Votviðrin, sem
svo mikið er gert úr hér eystra,
virðist mönnum þar ekki eins til-
finnanleg eins og margir þar ó-
kunnugir gera sér hugmynd um,
Eftir þvf sem ég komst næst, þá
er árlegt regnfall á ýmsum stöðum
þar svo sem hér segir:
Seattle, árl. regnf. 37.16 þuml
Tacoma “ “ 43.68 ii
Olympia “ “ 52.65 ii
Port Townsend “ 22.24 ií
Whatcom “ “ 31.91 íí
South Bend “ 89.72 íí
Point Roberts “ 28 í(
Vancouver “ 50 ii
Victoria “ 30 “
Ekki get ég ábyrgst tölurliar
um síðasttalda 3 staði, en úr hin-
um 6 fyrtöldu stöðunum eru þær
nákvæmlega réttar. Það rignir t.
d. nokkuð minna á Point Roberts
eníVictoria og miklu meira í
Vancouver, en í hverjum liinna
tveggja staða. Regnfallið í Ball-
ard er náttúrlega nákvæmlega hið
sama og í Seattle, og sama f Pair
Haven og Marietta eins og í What-
com. I sfðastl. 10 ár hefir meðal-
tal þeirra daga, sem rignt hefir
meira en 1 þuml. á dag, verið 159
áhverju ári.
Það sýnist nú f fljótu bragði,
að frá 3 til 7|, feta regnfall á ári
vera æðimikið, en jarðvegurinn
þar vestra er svo sendinn og laus f
sér, að hann gleypir vatnið eins
og svampur. En það gefur að
skilja, að vegir verða, blautir á
rigningatfmanum, sem er aðallega
SERSTOK KJÖRKAUP
Um 50 kurlmanna alfatnaðir i\r beztu ull og vel gerdir, tneð góðu
fóðri, veniulegt verð er $16.50. en til að losa þessa fatnaði frá. eru
þeír nú seldir á !§ 13 OO. Kouiið strax. sem þurfið að fá góð föt
Einniger nóg til af Tweed fötum; venjalega seld fyrir $8 Oú $9.00
og $1.00; nú á #5 50.—Ágsetir hattar fyrir SI .SO, Nýjir Fedora
hattar #1.35, #1 50 og upp í #5.00.
Nýjar skyrtur og hálsbönd.—Bláir Serge fatnaðir einungis #8 OO,
ágæt tegund.—Sérstakur afsláttnr geöun á drengja og barnafötum
þenna mánuð.—Það margborgar sig að sjá okkur í
PALACE C».«THIX« STOKE - 485 Jlain St.
G. C. LONG.
yfir 4 mánuði ársins, frá Nóv. til
Marz. Það má heita að vera þur
viðri þar vestra yfir þá mánuði,
sem hér eru nefndir sumarmánuð-
ir: Maí, Júnf og Júlí. Ég tók með
mér að vestan 5 sýnishorn af jarð-
vegi frá Ballard, Marietta, Blajne,
Birch Bay og Point Roberts. An
áburðar er þessi jarðvegur sam-
bland af ösku, leir, sandi og gróðr-
armold. Frá sjónarmiði Manitoba
manna mundi hann verða talin lítt
nýtur, en í loftslaginu og rigning-
unum þar vestra má framleiða úr
honum allan jarðargróða í ríkuleg-
um mæli. Lftinn efa tel ég á þvi,
að mestur hluti af yfirstandandi
öld muni ganga til þess að koma
Washingtonríkinu og British Col-
umbia í fulla rækt, en hvenær sem
það kemst f framkvæmd, þá verða
þau héruð sannnefndur aldingarð-
ur. Eins tel ég það áreiðanlegt,
að íslendingar, sem þar eru, eigi
góða framtíð fyrir höndum. En
ekki vildi ég ráða þeim mönnum
sem hugsa sér að stunda búskap í
stórum stfl, að flytja þangað vest-
ur, og yfirleitt ekki mönnum með
stórar fjölskyldur f ómegð, nema
þeir hafi talsvert fé handa á milli:
Það væri að minni hyggju óluigs-
andi fyrir blásnautt og þekkingar-
lítið fólkað flytja þangað í stór-
hópum með þeirri von, að hafa
sig þar áfrain á lfkan hátt og þeir
hafa gert á sléttunum f Manitoba
og Norður-Dakota. Hingað hafa
menn flutt í þúsundatali frá Is-
laudi, sem komið hafa efna, mál og
þekkingarlausir og þokast hér vel
áfram. En þeir sem enn þá hafa flutt
þangað vestur, hafa haft alt þetta
að minsta kosti, mál og þekkingu,
sem er stórmikils virði, með því að
það ar sá^ grundvöllur, sem inn-
tekta og fjársafns möguleikar
byggjast á. Kaup kvenna er litlu
hærra þar en hér í Winnipeg, og
ungt og einhleypt fólk kemst al-
staðar áfram. Á hinn bóginn efa
ég ekki að sá straumur fólks vors,
sem nú þegarer tekin að renna
þangað vestur, inuni halda áfram.
En ég ræð öllum, sem til vestur-
ferða hugsa, að leita sér upplýs-
lýsinga hjá þar settum kunnugum
mönnum áður en þeir leggja af
stað héðan.
Margt fleira mætti og sjálf-
sagt ætti að segja um 'Kyrrahafs-
ströndina, en ég er þar alt of ó-
kunnugur til að geta gert það svo
vel sé. Ég hefi að eins lítillega
drepið á það helzta er ég veitti eft-
irtekt meðan ég dvaldi þar og hefi
reynt að skýra sem réttast frá öllu
Missmíðum, sem á því kunna að
vera, bið ég landa mfna þar vesta
velvirðingar á. Og svo enda ég
þessa frásögn ineð innilegasta
þakklæti mínu og konunnar minn-
ar til allra Islendinga þar á strönd-
inni fyrir einkar ástúðlegar við-
tökur, og þeirri ósk okkar hjóna,
að þeim megi jafnan líða sem bezt,
og njóta sem mestra og flestra lífs-
ins gæða, í þeirra fögru og frið-
sælu heimkynnum þar á strönd-
inni.
Listi yfir þá, sem gáfu til Is-
lendingadagsins í Winnipeg.
Nöfn. Upphæð.
B. L. Baldwinson........... $ 5.00
K. A. Benediktsson.......... 1.00'
Jón V. Dalmann............... 2.00
Th. Peterson.................. 100
Chr. Christjánsson........... 3.00
Dr. O Stephansen................ 5 00
Criterion Restaurant............ 5 00
J. McDonald, Bank Hotel..... 5 00
S. Spence, Galt House....... 2.00
C. A. Gareau................... 3 00
J. Watson.................... 1.00
Carsley & Co................. 2.00
J. G. Hargrave & Co............. 2 00
Robert Wyatt................. 2.00
Porter & Co.................. 1.50
D. Boyoner.................... 25
Charrest & Bashan............ 3.00
Jackson & Campbell.............. 2 00
Montgomery Bros................. 3 00
West End Bycycle Co.......... 2,00
P Thomson.................... 50
Heiinskringla News & Publ. Co. 2.00
Freyje Publ. Co., Selkirk... 1.00
Dodd & Co...................... 65
M. Dinaby...................... 50
A. E. Ormond................ 2.50
O. Felbry .................. 1.00
Miss. Bain..................... 1 cO
W. A. Davis..................... 1 00
Geo. Ryan ................... 1.25
The J. H, Ashdown HardwareCo 3 00
Woodbine Hotel.............. 5.00
St. Sigurðsson.............. 1.00
P. SÍRurðsson................. 50
D. Ripstein.................. 4.00
J. Desantels................. 1.00
The Tribune Publ. Co......... 3.00
The Telegram................. 3.00
Palace Clothing Store........... 2 50
J. B. Lauzon................. 2.00
Th. Goodman.................. 1.25
W. D. Douglats............... 3.00
W. H. Hatel.................. 4.00
Bayleys Fair................. 1.00
Commonwealth................. 1.00
W, Johnson................... 1.00
Kobold & Co.................. 1,00
Brunswick Hotel................. 3 00
St. Nicholas Hetel........... 2.50
Leon........................... 50
St. Schíving .................. 50
Chr. Iugólfsson .............. 50
Oli Simonson ................... 3 50
Belevau&Co................... 1.00
C. J. O Comrell................ 3 50
Free Press...................... 3 00
James Robertson................ 75
Anderson & Thomas............ 1,00
G Jaknson.................... 2.00
T. D Deegan ................ 2.50
Tte Blue Store............. 3.00
D. W. Fleury................ 2.00
Óuefndur .................... 4.00
Exchange Hotel............... 8.50
Watt, & Gordon .............. 2.00
W. Guest ...................... 85
Bell Photo Studio .......... 4.00
W elford Photo Studio........ 4.50
W. Friðrikson................ i.00
Isak Jónsson................. 2.00
Voice......................... 1 00
Dagskrá II ................... 1.00
M Borgf örð ................ 1 25
G- Hansson.................... 1.00
H, Stratton.................. 1.25
R. J. Whitla............... 7.50
McClary Manufacturing Co.... 1 50
B, Jósepsson............... 2 50
T. W; Taylor.................. 4.00
Hugh J. Macdonald............. 2.00
O’Meara................. ... 1.00
C. C. Moter Co.............. 25 00
Scotts Furniture Store........ 5 00
Maurice’s Restaurant.......... 3.50
Gísli Goodman................. 2.00
Á. Fi iðriksson............... 3 00
A. Jónsson.................... 4 00
Th. Johnson................... 5 00
P. Dalmau..................... 1.00
McCullough & Boswell......... 25 00
Stephens .................... 5.00
Strang & Co.................. ^5 00
G, Ciements.................. 2 00
J. Baird...................... 7.50
D Bawlf.........,........... 2.50
Sherrnan House................ 2,50
A. T Thomas.............: .... 3 00
E. W. Ashtey................. 3 25
H. W. Barry ................. 2.75
G. Macdonald.................. 2.50
Eureka Photo Co............... 3 50
G. G. ísieifsson.............. 2 00
Jóhann Bjarnason.............. 1.00
Olson Bros.................... 4 25
Th, Oddson................... 1.50
S. Anderson.................. 4 00
Th. Oddson.................... 2 00
Dauxerman....................... 60
E. B, Nash Co................. 2.00
Minning.
Nú er ferleg kjaftakind,
kösuð ösku, liðin;
getin í meinum, borin blind,
bækluð, og tröllriðin.
Lyga slúðurs lekahrip,
lét i kjálkum smeila;
nafnið—brent á svartan svip,
—sást. cg það var: “Mella.”
Langsekk. troðinn lasti’ og hnjóð,
Lyrfan bar í fangi;
Þar til flökku-flennan óð,
fórst af niðurgangi.
Hann—sem þótti’ hún þörf og nýt.
Þrotnu lifs á skeiði,
öllum heimsins hundask..
hlaði á ‘'Mellu” leiði.
T.
Sagan: Lögregluspœjarinn,
sem endaði í Heimskringlu í Febrú-
armánuði síðastl., er nú innheft í
kápu og til sölu á skrifstofu Ilkr;
eint. 50c. Er hún send af skrifstofu
blaðsins hvert sem kaupandi vill, þá
borgunin er meðtekiu. Hr. H. S.
Bardal, 558 Elgin Ave., hefir hana
líka til sölu. Þeir sem vi'ja eiga
eiga hana, eða senda hana til ís-
lands, ættu að kaupa hana sem fyrst.
“Flor de Albani.”
NÝIR VINDLAR.
Vel tilbúnir, ljúfir og heilsustyrkj-
andi, úr Havanblöðuui og Sumatra-
umbúðum.—Allir vel þektir kaup-
menn hafa þá til sölu. Prófið þessa
ágætu vindla.
WESTERN CIGAR FACTORY
Thos Lee, eignudi. WINTNIPEG-.
Uppskeru-vinnendur.
-AJD'V'OIRTXJSr TIL BÆlISriD^-
-----K------
Akuryrkjudeild fylkisstjórnarinnar heflr sent nppskerufregnritum sínum
eftiffyljandi spurningu :
"Hve marga kaupamenn þarfnast bændur í þínu “Township” yflr
uppskerutímann”? Svörin eru nú sem óðast að koma. Til staðfesticgar
þeim svörum þá er nú verið að senda eyðublöð til allra yagnstöðva um-
boðsmanna í fylkinu, til uppfyllingar af bændum.
FREKARI RÁÐSTAFANIR FRÁ BÆNDANNA HÁLFU
ERU NÚ NAUÐSYNLEGAR.
Stjórnardeildin og járnbrautaféiögin munu gera alt, sem mögulegt er,
til þess að útvega kaupamenn, eins og að undanförnu. Þessir menn
verða fvrst fluttir til Winnipeg frá austurhéruðunum fyrir $10.00 og frí
ferð frá Winnipeg til hvers þess staðar í fvlkinu, sem vinna skal í. Á-
byrgðin á því að ráða þessa menn í Winnipeg er lögð á bændurna sem
þurfa kaupamenn. Bændur ættu því tafarlaust að halda opinbera fundi f
bvgðarlögum sínum, sem næst járnbrautarstöðvum, og velja sendimenn
til að koma til Winmpeg og ráða mennina. Bændur sem þannig senda
menn ættu að skjóta sarnan i ferðakostnað þeirra ($1.00 frá hverjum mun
nægja) sem sendir eru, og sendimenn ættu að koma til Winnipeg einum
degi áður en mennirnir koma að austan. Bændur ættu að útbúa sendi-
menn sína með greinilegar skýrslur um hve marga menn þeir þurfa og
hvaða kaup þeim verði borgað. Tveir kaupamanna hópar eru þegar
fengnir, og fer sá tyrri frá Toronto þann 19. Ágúst en hinn síðari 9. Sept-
ember. Akuryrkjudeildin mælist til til þess að sendimenn frá hinum
ýmsu stöðum fylkisins gefi sig fram á akuryrkjudeildar skrifstofu fylkis-
stjórnarinnar og skýri þar frá nöfnum sínum og hve marga menn þeir
þurfi að ráða í uppskeruvinnu, og að þetta sé gert lyrir 19. Ágúst. Sendi-
menn verða og að enkurtaka þetta verk sitt þremur viRum stðar til þess
að fá menn til að “stakka” og þreskja hveitið. Þetta er sú eina að-
vðrun, sem bændum verður gefln um þoð hvað þeir verða að gera til þess
að fá mannhjálpina. Ef bændur f einhverju héraði vanrækja að sinna
þes3u, þá er ftbyrgðin þeirra ef þeir fá ekki næga vinnuhjálp. Sendi-
menn til Winnipeg eru vinsamlega -beðnir að snúa sér til J. J. Golden á
akuryrkju og vinnuskrifstofu stjórnarinnar 617 Main St. Winnipeg.
HUQH McKELLAR,
SKRIFSTOFCJSTJóri akuryrkju og innflutningadeildarinnar.
THE HECLA
eru beztu, ódýrustu ogeyðsluminstu
hi' unarvélar sem gerðar eru |ær
ttefa mestan hita með minstum
eldijið. Eru bygðar til að endast
og vandalaust að fara með þær.
Fóðnrsuðu katlar fvrir bændur
gerðir úr bezta jftrni. eða stáli, ein-
mitt það sem þér þarfnist. Bið.ið
árnvörusala yðar um þá, peir sei,*
allír vörur vorar.
CLARE BRO’S & Co.
irksmiðjur:
RESTON, ONT.
Winnipea
Box 1406,
180 Mr. Potter frá Texas
ríflega greipafylli úr peningahrúguru lafði Sarah
Annerley og hann frekast þorði. Errol fór að
verða einfær. Fyist þurfti að styðja hann ofan
stigann, en það v^raði ekki lenai. Hann náði
óðum kröftum og heilsulegu útliti. Hann hafði
aldrei haft fjörlegra augnaráð, né umgegni. Á
nægjan og sælan virtist umkringja bann, eink'
um þegar ungfrú Ethel var nálæg. Hún hafði
sérlega mikla ánægju af að gefa honum rósir og
blóm, og þótti honura vænna um það en altann-
að.
Það var einn dag, að allir, sem heima áttu f
þessum fámenna félaesskap, voru undur glaðir
og ánægðir, Þann dag var lafði Sarah Anner-
ley búin að búa andir sem tyllidag. Hún og
ungfrú Potter voru afarvel klæddar, en Errol
kunni þó langt uin betur við músselínskjólinn,
sem Ethel var f, og sem að eins kostaði eitt þus-
nnd franka f kjólabúðum í Paris. Honum fanst
hanu lang smekklegastur og bezt viðeigaudlbún-
ingurinn. Og þettalitla atriði sýndÍ3t ætla að
hafa þá þýðingu, að þau yrðu ástfangin hvort
að öðru, þótt hjartað frysi í brjósti lafði Sarah
Annerley.
Allar hrygðarsögur eiga smá, en sístarfandi
atvik og viðburði, sem jafnt og stöðngt hafa
stuðlað og starfað að einu yfirstandandi sorgar-
tilfelli. Og þó margir tali um það se"m einhverja
hendingu og ófyrirsjáanlegt, þá hefir það átt sjn
upptök og aðdraganda engu að siður. Það var
meir en von að lafði Sarah ætti bágt með að
skilja það, aðhún yrði að tapa sigurhrósinu
fyrir aðkomandi stúlku, sem að eins var gestur
Mr. Potter frá Texas 181
hennar stutta stund, og ekki átti önnur aðdrátt-
arrneðöl en sitt e i gið hjarta og netttöfrandi
fegurð. Það var alt og sumt, Sem Ethel mætti
henni með á vigvellinum. Þótt faðir Ethel,
Percy Lincoln væri einn af nafnkendustu lög-
fræðingum á Englandi, og værinærri því orðinn
*'Lord“ einu sinni, | á gætti hans ekki nú orð:ð,
sem framúrskarandi mikilmennis, Auðvitað
var hann í tengdum við fremstu ættir á Eng-
landi, en það vigtaði ekki á raóti ríkidæmi
lafði Sarah Annerley.
Lafði Sarah Annerle.y var farin að gefa þeim
Errol og Ethel náið athygli. Hún vonaði annað
veifið. að kunningsskapur þeirra væri að eins
fyrirÆtundarsakir. Og stundum gat hún ekki
að sér gert nema taka þátt i honum með þeim.
Henni fanst hann vera of barnalegur og ein-
feldningslegur til þess. að haun gæti verið sönn
ást. En skaust þar á skjal, þeirri góðu konu.
Þetta vinfengi þeirra eða ástir, voru þeirra
fyrstu ástir, og í byrjuninni fylgir þeim ekki
annað en einlægni og áköf tiltrú. Afbrýði, að-
dróttanir, dutlungar. ólundarköst, ertni, ástæðu-
lausar getgátur og allar grillur og gremja, sem
sveima innan um ástalífið hjá fólki, sem einlagt
er að elskast og trúlofast, var ekki komið til
sögunnar enn þá fyrir þeim Errol og Ethel. Þó
hann væri nærriþví 30 ára gamall, þá átti hann
allar beztu tilfinningar sinar óskemdar. Sama
var um hana að se?ja. Óvístaðhún hafi nokk-
urn tíma roðnað um kínnar fyrir einum einasta
kossi frá skólabræðrum sínum. Auðvitað er
enga áreiðanlega staðhæfingu hægt um það að
184 Mr. Potter frá Texas
smölum. Ójá—hamingjan góða! Nú verð ég að
biðja þig fyrirgefningar. ungfrú Pottor, þvi
faðir þinn er uautasmali eða eitthvað álíka og
það, að óg held”. Þetta ruælti hann um leið og
Ida stóð á fætur og gekk inn af gluggasvölunum
og fylgdi Arthur henni eftir.
Einni mínútu síðar heyrðu þau að sagt var
inn í herberginu: "Hamingjan góða! Egboiða
aldrei morgunverð,—en ég er að hugsa um föð-
ur ungfrú Potters I”
Þessum orðum fylgdu hlátrar inniíhúsinn,
og virtust þeir likari asnafrýsu, en mannlegum
hlátrum. Þau Errol og Ethel hlógu næstum að
öllum hlutum. því það lá svo undur vel á þeim
En lafði Sarah Annerley gat hlegið að öllu sem
fyrir ko n, því hún var svo tryllingsleg þenna
dag, og aumkunarverð, því framkoraa Ástralíu-
mannsins gagnvart Ethel hafði verið svo ótvi-
ræð þenna morgun, a* ekkert undangengíð jafn-
aðist á við hana.
“Á ég að fara inn til hans og láta hann
hætta?” spurði Arthur Idu nokkuð hranalega.
“Alls ekki Líncoln. Mér finst herra Van
Cott skemta mér með þessu”, og hún skellihló,
sem elskuhuga hennar furðaði þó næstum á,
enda þó hún gerði það á þann hátt, sem honum-
virtist nálægjast meirhæðni en nokkuð annað.
En i þessum svifunum heyrðu þau aðra setningu
sem þessi skringilegi Van Cott fleipraði út úr
sér og sem fluttist til þeirra óhindrað, án boðs
fyrstu verðlauna eða með einkaleyfi andagiftar-
innar. En þessi setning hafði hræðileg áhrif á
þau bæði. Hann mælti þannig:
Mr. Potter frá, Texas 177
að minsta kosti. Hvað á að þýða að segja hann
Ijótan?” mælti Ethel í hálfum hljóðum.
“Eg skal sýna ykkur bráðum, góðurnar
mínar”, mælti lafði Sarah Annerley, og var
ouðséð að hún var upp með sér af gestum sinum
Henni þótti allar bjarthærðar og bláeygar stúlk-
ur fallegar. Hana gruDaði ekki, að sá tími
kæmi, að hún hataði þessar stúlkur ineira en alt
annað undir sólinni.
"Hye nær yerður þossi hetja sett á sýning-
arsviðið?” mælti Ida Potter, og hló um leið.
“Milli klukkan 2 og 4 siðdegis. Þið fáið
sérstaka nafnmiða, en munið eftir því, stúlkur
minar, að þið megið ekki byrja á nokkrum ásta-
brellum við sjúklinginn minn”, mælti Lampson
með glettni og alvöru:
“Ég fer aldrei út í ástamál”, sögðu báðar i
senn. En Ethel hló mjög dátt að þessu. en ung-
frú Potter mælti, að læknirinn hefði alveg rétt
fyrir sér i þessu, og bætti við: "Ég get aldrei
skilið að nokkrum geti þótt vænt um persónu,
eins lengi og henni þykir ekki vænt um hana;
að minstakost: þekki égekki samræmið þar”,—
“Þú meinar ekkert af þvi sem þú segir; eða
gerirðu það?” spurði Arthur með lágum mál-
róm.
“Það er venja min að segja það sem ég
meina”, svaraði Ida, um leið og hún stóð áfætur
og gekk til lafði Sarah Annerley. í seinní tið
þótti Arthur margt vera grunsamt, og óvist
hvað innund r blæjunni væri. Hann var ensk-
ur ungur lögfræðingu’-, og gerði sér vonir um
það, sem margur veilauðugur greifi hefir látið