Heimskringla - 21.08.1902, Side 1

Heimskringla - 21.08.1902, Side 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 21. ÁGÚST 1902. Nr. 45. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Dominionstjómin hefir sam- þykt að veita árlega $150,000 til styrktar gufuskipaiínu, sem á að ganga milli Canada og Suður- Afríku. Viðkomustaðir skipanna eiga að vera Montreal og Quebec á sumrin en Halifax og St. John á vetuma. En í Suður-Afríku verða það Cape Town, Durban og Port Elisabeth- Skipin byrja ferðir sínar í Október. —Fclðg þau f Bandarfkjunum sem búa til akuryrkjuvélar og verk- færi, eru að sameina sig f eitt als- herjarfélag. Þessi félóg hafa geng- ið í sameininguna: McCormiek félagið, Plano-fél., Deering-fél., Warder-fél., Milwaukee-fcl. Eftir em Osborne-félagið, Johnson-fél., Walter A. Wood-fél., og Adriana- fél.; öll í New York-ríki. En talið er vfst að f>essi síðarnefndu félög gangi bráðlega í sameininguna og er hún f>á fullgerð f Bandaríkjun- um. Svo er búist við að canad- isku félögin verði beðin að fylla hópinn. Er þetta gert til f>ess að fá verkfærum þessara félaga haldið i sem allra hæstu verði. —Vatnavextir f Kfna hafa gert stórtjón f Hong Kong-héraðinu, hús hafa skolast af grunnum sín- um og eitt þúsund manna hafa druknað. —150 manna í Orgel og Piano- verkstæði í Bowmanville, Ont., hafa hætt vinnu, Þeir báðu um 20 til 25% launahækkuuven félugið vildi- ekki veita það. —Búa hörforingi, Lucas Meyer, andaðist f Brussels f Belgíu 8. þ. m. úr hjartveiki. Hann fór til Evrópu til lækninga á sárum sem hann fékk f Búastríðinu. —Keisarinn yfir Kinaveldi hefir gefið $200 þús. úr eigin vasa til að seðja fólk Það sem er að lfða liung- ursneið í Sze Chuan-héraðinu og til að friða óánægju fbúanna f því fylki út af öllu ástandi fólks þar. —Prestur einn f New York ríki hefir verið settur f 2 ára fangelsi fyrir bankanótu fölsun f Toronto i Canada. Maður f>essi virðist hafa lifað á því, svp árum skifti, að ljúga og stela beggja megin landamerkj- línunnar, á milli þess sem hann prédikaði f kyrkju sinni. —Oskar Svfa konungur var ný- lega að sigla nálægt Manstrand- brúnni, sem var hlaðin konum og börnum til þess að sjá hann og skip hans. Þá vildi það slys til að brúin svignaði undan þunga fólks- ins og f>að féll f vatnið. Konung- ur, er þetta sá, fór strax úr treyj- unni, henti sér í vatnið og hjálpaði til að bjargo 23 konum og börnnro frá drakmm. —Gufuskipalfnur þær, sem plæja yfir Atlanzhaf, ætla f sambandi við C. P. R. fél. að flytja kaupamenn frá Englandi til að hj&lpa Mani- toba-bændum við uppskeruna her í sumar og hanst. Fyrsti hópur- inn frá Englandi er nú á leiðinni út hingað. Fargjöldin hafa verið sett lágu verði og um leið boðið að lx>rga helfing þeirra til baka hverj- um f>eim er tekur sér bólfestu í fylkinu. —Kol hafa stfgið í verði í New York $2.00 tonnið. ernú $10.00 þar. —Eldur í bakaríi í Toronto f síðastl. viku gerði $05 þús. eigna- tjón á 30 mfnútum. — Skógíteldar nálægt Nelson í B. C. hafa brent 20 millión fet. af timbri og mörghús og aðrareignir. Eldur hefir og gert mikinn skaða á ýmsum öðruin stöðum f>ar í fylk- inu. —Hveiti hefir fallið 8c. í verði hvert bushel á markaðinum. Það verður sjálfsagt látið lækka vitund meira um [>að bændur hér f fylkinu era við f>vf búnir að selja þessa árs uppskeru af löndum sfnum. —Ogilvie Flour Mills félagið er að byrja á að byggja 25 kornhlöður f Manitoba og Norðvesturlandinu, sem allar eiga að vera fullgerðar f haust. Bandaríkjafélag hefir og keypt allar kornhlöður C. N. braut- arfélagsins og ætlar íið bæta við tölu þeirra á þessu hausti. - Ræningjar f Chicago skutu til bana 2 lögregluf>jóna í síðustu viku til að forðast að verða sattir í varð- hald. Þeir hafa ekki fundist. —Þjóðverjar hleyptuaf stokkun- um í síðastl. viku þvf stærsta og hraðskreiðasta skipi sem til er í heimi. Það heitir Keiser Wilhelm II. Það er 707 feta laugt og ber 19,500 ton af vörum og 1,000 káetu- farþegja. Vélarnar í f>vf hafa 39,000 hesta afl. —Fréttir frá Yukon segja að vatnspurð þar hindri námamenn frá að geta þvegið alt gull sitt úr sand- inuin og að þess vegna muni gull- tekjan þar á f>essu sumri verða nær 4 millión doll minni en hún var á sfðasta sumrf. Einhverjir náungar f Arizona stöðvuðu nýlega vagnlest og náðu þaðan $14,000 f peningum. Þeir komust undan með þýfið eftír að hafti skotið völarstjórann til bana. —Miklir skógaeldar hafa geysað ygr hluta af Vancouver eyjunni og gert stórtjón á eignum ýmsra manna þar. — Inntektir C. P. brautarinnar á siðiistl. ári voru <ds $37,503.054. Vinnukostnaðurinn var $23,417,141 Gróði félagsins var $15,044739. —Búii herforingjar Delarey, Botha og De Wet komu til Eng- lands 16. þ. m. og var þeim þar fagnað eins og þjóðhöfðingjum sæmir. Við lendinguna mættu þeim hjálenduráðgjav Chamberlain og hersliöfðingjar Roberts og Kitchener. A strætunum í Lond- on vora þeir umkringdir af mesta manngrúa, sem eltu kerrur þeirra með gleðilátum og hrópuðu “Góði gamli De Wet.” “Hernaðarhetjur allir” og “Vinir okkar, óvinimir.” Þeim var boðið á fund konungs og tók hann einkar vel á móti þeim Lýsti hann ánægju sinni yfir hug- prýði þeirra og herkænsku, og ser- stiiklega lagði hann áherslu á hve vel f>eiin hefði farist við særða brezka hermenn; og óskaði þjóð þeirra framtíðar hagsælda. Svo voru mikil vinalætin umhverfis De Wet á götunum, að lögreglan varð að ryðja honum braut gegnum mannþröngina. De Wet er að rita sögu strfðsins. Hann og hinir tver foringjar ætla að ferðast til Bandaríkjanna til þess að safna fé þar til hjálpar ekkjum og böm- um látinna Búa hermanna. Einn- ig verður fe safnað á Englandi í sama skyni. —Glæpir f Manitoba eru að minka. Árið 1900 voru dómar upp kveðnir yfir 269 manna hér í fylkinu, eri f fyrra að eins 202. Það er minna en 8 dómar fyrir hver tfu f>ús. fbúa fylkisins eða sem næst einn fýrir hverja 1250 manna. í öllu Canada vora dómar á sfðasta ári 5,638, eða sem næst 1 fyrir hverja 1000 manna í ríkinu. Þessar tölur sýna að siðgtcði fólksins í þessu fylki meir en þolir saman- burð við önnur fylki eða lönd. — Krónprinsinn á Þýzkalandi hefir fest ást á ameríkanskri stúlku að nafni Gladys Deacon og gefið henni hring inikinn í trygðapant. Hann hóf nýlega máls á þessu við f«">ður sinn og kv.tðst vilja afsala sér erfðarétti til keisaradæmis á Þýzkalandi til þess að fá að giftast stúlku pessari. En keisarinn brást illa við og aftók f alla staði að hann fengi að eiga stúlkuna, Menn voru þegar sendir á fund hennar til þess að fá hana til nð skila aftur hringnuin, sem hún gerði með illu. — Capt. Newman og 16 ára gam- all sonur hans sigldu nýlega yfir Atlanshaf frá New York til Fal- mouth á Englanni. Ferðin tók 37 sólarha.inga. Báturiun var 38 fet á lengd, 9 fet á breidd og risti 3| fet: kerosine-olía var notuð fyrir elds- neyti í vél þá er knúði hann áfram. Ferðin gekk að ölln leyti slysa- laust, en ekki höfðu feðgamir reglu- legan eða nægan svefn á leiðinni. —Þriggja vikna stöðugar rign- ingar f Þýzkalandi með snjókomu á fjöllum, hefir eyðilagt part af þessa árs uppskeru, sérstaklega hveiti og rúg. Svo era skemdir miklar að þjóðin vérður neydd til að kaupa kornvöru frá öðrum lönd- um. —Daglegar fréttir segja að Box- arar í Kina drepi kristna menn konur og börn þar f landi án afláts og að her stórveldanna megi ekkert við f>eim ófögnuði. Nýlega réðust þeir á kyrkju og náðu þar 10 mannti og drápu. Síðasta Lögberg segir fólk vilji fá að vita: 1. Hvernig áþví stendur að Rob- instjórnin minkar fjárveitingar til alþýðuskójanna 1 fylkinu eftir þvf sem tekjur fylkisins aukast og lætur þó fylkisskuldirnar aukast. 2. Hvers vegna Northern Pacific járnbrautarfélaginu var neitað um leyfi til að leggja járnbrautir um fylkið, þvf alveg kostimðnr- laust. 3. Hvaða Ifkur eru til þess að fylkið verði að hleypa sér í nýiar skuldir til þess að borga vexti af Canadian Northern skuldabréf- unum. S\ÖR: 1. Roblinstjómin hefir e k k i minkað fjárveitingar til alþýðu- skólanna, heldur a u k i ð þær að miklum mun frá f>vf sem var undir Greenwaystjórninni. Sú stjórn eyddi á árunum frá 1890 til 1899 að jafnaði að eins $146,049 á ári til mentamála. En núveranki stjóm hefir eytt að jafnaði á síðastl. 3 ár- um $239,612 á ári til mentamála fylkisins, eða yfir $90,000 á ári meira en Greenwaystjórnin gerði, eins og gefur að skilja, [>;ir sem skólum og skólakennurum fer stöð ugt fjölgandi. Skólar fylkisins hafa víst haldið uppi kenslu eins marga daga á ári hverju síðan nú- verandi stjórn tók við, eins og fyrri, svo að þessi staðhæfing um lækkun útgjalda til mentamála er blátt áfram hlægilega ósönn. 2. Stjórnin hefir ekki neitað Northern Pacific-járnbrautarfélag- inu, að byggja brautir hér f Mani- tobafylki að kostnaðarlausu, eða á annan hátt. Það félag hefir [>ver- neitað að byggja nokkra mílu af brautum hér í fylkinu sfðan Mr. Greenway sveik }>að f trygðum ár- ið 1899. Vér skorum á Lögberg að sanna, að [>að félag hafi boðið að byggja brautir liér f fylkinu á þessari öld. 3. Engar lfkur né möguleikar eru til þess að Manitobafylki [>urfi nokkurntfma að verja svo mikið sem einu eenti til þess að borga vexti af skuldabréfum Canadian Northern brautarfélagsins, og þess vegna getur ekki verið um skuldir að ræða f [>ví sambandi. Msð þessu er spurningum Lög- bergs svarað. Oss er ritað frá Blaine, 12. J>. m. til leiðréttingar á missögnum í Kyrrahafsferðargreininni, sem sé þessar: 1. Birch Bay er f s u ð u r en ekki norður frá Blaine. 2. Bæjarlóðir f bænum Blaine era 130 fet, cn ekki 230 fet á lengd. 3. Bústaður Mr. Lee er ekki 3 m í 1 u r, heldur að eins | úr mílu frá sjó. 4. Það er ekki hans Hansson, sem lengst Isl. liefir verið í Blaine. Hr- Hjörleifur Stefánsson kom [>angað fyrstur ísl. fyrir 3 áram, Vér þökkum bn''fritaranum fyrir [>essar leiðréttingar. Hjálmar Hjorth Boyeson, sem margir Islendingar kannasi við. er aðalritsti. tímaritsins “THE COS- MOPOLITAN“. Það er mánaðar rit, sem hefir náð mjög mikilli út' breiðslu. Það flytur ágætar sögur og ritgerðir um bókmnetaleg og félagsskaparefni. Ein saga f Ágúst útgáfu þessa ágæta tímarits er nefnd “THE SOUL OF MOS- ART“. [>að er ástasaga, mjög vel sögð, eu endar illa eins og oft vill verða í þeim málum. I sögu þeirri er leitt f ljós málefnið um sálna- flakk, og er allvel farið með það efni. Að eins finst oss óviðkunn- anlegt að köttur skildi hafa verið valin til [>ess að geyma sál Mozarts eftir hans dag. Islendingar, sem unna skemtisög- um, ættu að kaupa “Cosmopolitan*. Það er mjög eigulegt rit. (Fagnaðarevangelium Lögbergs og hinna réttlátu!” eða “Ekki er alt gull sem glóir.” (Franih.). Eftir á að hyggja, ferst þessum “leiðandi mönnum” (er þeir l&ta nefna sig) ekki linlerar að traðka & ieiðum framliðinna. kveðandi yfir þeim fjar- stæðu dóm fyrir þeirra eftirl&tin sönn afreksverk—sj& dóma þeirra i Samein ingunni og aldamótum. um prédikanir sér.t Píls heitins Sigurðssouar, er var í Gaulverjabæ. Ekki er undravert, eftir öðrum at höfnum þessara tvímenninga kirkjufél., þótt þeir prestar, og aðrir, er fyrir utan riki þeiria standa, hér fyrir vestan haf, verði lejður h&vaði þeirra og gorgeir. Svo langt hafa þeir farið í rógburðar- bar&*tunni, um einn þessara presta (séra Hafstein Pétursson) að þeir hafa tilið hann firtan viti, og er þar naum- ast hægt lengra að fara.— Þetta er sá rnaður, sem listfengilega glöggar og réttar myndir hefir dregið af kirkjufé- lags-pi estunum, sumum, og þeirra krókavegum.—Þeir þakka það eins og þeir eru munnirnir til! Um áður áminsta bókstafstrú þess- ara presta hefir stói kostlega kárnað nú í seinni tið, það svo, að & þeirra siðasta þlngi, sem haldið var hér & Gimli i Júní siðastl., virtust þeir (tveir) alveg kasta fyrir borð bókstafs eða innbl&st- urs gildi bibliunnar. Ejns virtust þeir hafa fullkominn ýmigust & útskúfunar kenniugu kirkjunnar (þeir h»fa vent k&punni fyr drengirnir!) og mun það út af fyrir sig, þykja það öllum gott, er fuudu til þess að vera orðnir haft.s&rir i hjörðinni. Samt sen áð'.r leiða þessir heptuleysingjar f&ráðlingana & asna eyrunum uudir þvi yfirskyni að þeir séu últerskir eftir sem Aður — það er hreinlyndislegt að tarna(!) enda verður það að vera, þvi Friðrik segir að óein læguin sé ‘ hin stærsta synd.” í Hkr. 6. Febr. síðastl kemur ‘þýdd ’ (?) grein eftir “prófessoriuu’ * sem hann krefst að allir lesi “með eftir tekt, yngri og eldri..... því hún sé einkar áríðandi og hafi óendanlega þýð- ingu. Það sé siðfræði lifs og eldsá- byrgðar.” Með öðrum orðum að hver sá sem ekki kaupir & sig lifs eða elds- ábyrgð (sama hvort ei!) hjá J/utual Reserve lifsábyrgðarfélaginu, hann sé helzt eilflega tapaður, “það sé fyrirlit legt fyrir hann að fara til himin3, og burtför hans héðan verði sönn fj&r- *) Að heyra Friðrik pr. nefndan “prfessor" lætur líkt i eyruin og þ& ég heyrði Sölva heitinn Helgason nefndan “speking,”—&n þess að ég ætli mér nú að bera mikið saman þeirra andlegu ' stærðir,” þ& dylzt mér það ekki, að fyrir utan það, að Sölvi heitinn var við- riðinn mikið færri opinber afglöp, þá mun “spekinguiinn” hafa verið fult 8\o vel lesandi og skrifandi sem “pró- fessorinn.” glæfraför,” sem útiloki hann líklega frá líkn fyrir hinum æðsta dómi. — Vel segist honum blessuðura! Fyrir utan það, sem öll siðabót hans. siðastliðið sumar, er dæmd hér ómerk, þ& er með þessari grein hans, öll prestaverk, og jafnvel öll trúarbrögð, dæmd óþarfi, heldur eigi hver að ge*a ke.ypt vissu sáluhj&lpar sinnar, i gegn um Þ. Þor l&ksson, og Mutual Reserve félagið! Hvað trúarbrögðin snertir, sam- kvæmt þessari nýju kenningu "pró fessorsins,” þ& munu margir verða til að taka undir með prestunum: “Frið- ur sé með moldum þeirra(!)” En mikið er ég hræddur um vantrú hjá mörgum, gagnvart h;num nýja “fagnaðar-boð- skap” Friðriks og Talmage. IV. ÞJÓÐRÆKJSI og ÆTTJARÐARÁST kyrkjufélagsins er ekki síður eigkenni- leg en annað, er fram hefir verið dreg- ið hér & undan. Nokkuð af orðum prestanna, í garð íslendinga, eru hér áður sýnd, og ekki eru pau mikið vin- veittari gömlu eyjunni okkar, eins og sýnt skal verða. Lögb. (19. Júní 1900) flytur, frá ritstj. hendi, þau orð, að bl. sé sérstak- lega hlynt hinum lúterska kyrkjufélags- skap íslendinga hér i landi, fyrir þá ástæðu að hand sé öflugasta meðalið til að efla og viðhalda islenzkri tungu og bókntentum f þessu nýja fósturlandi Islendinga. Ef orðunum “efla og við- halda” væri breytt. og i þeirrastað stæði: rægja og eyðileggja, þá væri yfirlýsingin samkvæmari breytninni hjá þeim herrum(!) Allir sem Lögberg lesa, bjá hve veglega þar er œeð m&lið farið; og virðing þeirra fyrir bókment- um Isieudinga er hér áður sýnd. Úr ísafold hefir Lögb. tekið, hvað eftir annað. óhróður um föðurland vorr, og þjóð. Þess utan er ei ósjaldan. að sjá m& í Lögbergi nafnlaus bréf um sama efni, og fylgja þeim þá vanalega svona lagaðar athugasemdir: Bréf þetta var sent ritst. frá einum kunn- iusja h&us héi vestra og er skiifað heima á íslandi af einum kuuningja “kunningjans” (sjá Lögb. 28, Júuí ’OO) F^rirsagnir & fiéttapistlum Lögb frá íslandi, er helzt seilst til að hafa þessar: Skipskaðar, Stórskaðar, Stór- fellir, Hallæri og Hordauði. Landið (Island) á (eftir þeirra dómi) að vera i byggileg eyja, norður í ‘ hafsauga bl&u,” sem til forna hafi verið í bræði sköpuð. Og eítt siuu studdi Löeb. að þvj. að allir ísleud ng ar yiðu fluttir að heimau. vestur, helzt til Klondyke, til þess þar að klippa gull(!) fyrir Laurier og Sífton, sem þeir (L. og S ) muudu síðar miðla bóu góðum n&unga við komandi kosning&r. —Blessuð þjóðræknin !1 (Framh). Gestur Pálsson. Samkvæmt því, sem við &ður höfum auglýst, höfum við að und- anfi'irau safnað því af ritum Gests s&l. Pálssonar, sem kostur hefir verið á. Bókin verður gefin út í heftum og er þegar byrjað á að prenta fyrsta heftið; er œtlast til að það verði fullprentað snemma í Nóvember. I þessu fyrsta hefti verður mynd höfundarins og æfi- ágrip. Pappfr, prentun ag allur frágangur verður svo vandað, sem frekast eru föng til. Boðsbréf verður sent mönnum víðsvegar út um land áður en langt lfður og þar nánar ákveðið bæði verð bók- arinnar o. fl. Ágóða þeim, sem af útg&funni verður, ætlum við að verja til þess að reisa skáldinu minnisvarða, og væntum vór þess að sem flestir láti sér ant um að fyrirtækið gangi sem bezt, bæði með þvf að láta okkur það i té, sem þeir kvnnu að liafa undir höndum eftir Gest sál. og með f>ví að skrifa sig fyrir bókinni. Winnipeg, 11. Ágúst 1902. Arnór Árnason. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Hínn 9. Júli siöastl. and ðist í Glenboro efnis stúlkan Jóna Guðrún Goodmansson, h&tt & 10. ári, fædð 12. Deseniber 1892. Hún var eina lifandi barn móðnr sinnar. ekkjunnar Eliu- borg&r Goodmanson. Ekkjan hefir þannig mist mann sinn Loft s&b Guð- mundsson, 3 börn áður og svo nú þetta síðasta barn sitt Yfirhöfuð mist alta sína &8tvini og stendur ein eftir. Jarð- ai förinn var fjölmenn og allir tóku inriilegan þ&tt í sorg þessarar harmandi ekkju. Séra Bjarni þórarinsson jarð- söng hina l&tnu. Mh. A. Eleord, umboðsmaður “New York Life” Grand Forks N. D. Kæri herra:— Abyrgðarskírteini mitt, No. 162,469, sem nú er fallið í gjald- daga, í NEW YORK LIFE, heflr reynst mér ábatasamt vaxtafé ekki sfður en fjöskyldu minni í síðastl. 20 ár, hef ég borgað félaginu $425.60 en er nú boðið $734.15 í peningum, sem gerir í hreinaD ágóða $308.55 eðn, eg get fengið fiá fél. $278.15 í peningum og samt haldið ábyrgð minui fyrir $1,000,00 uppborgað og rentuberandi. Þessir $278.15 eru 65% af innstæðuborgunum, og þó hef ég haft $1,000 ábyrgð í 20 ár í því sterkasta lífsábyrgðarfélagi í heimi. Ég get tæpast látið í ljós ánægju mína yfir þessum árangri. Viðskifti mín við “New York Life” hafa verið mér bæði ánægju- leg og ávaxtasöm, Ég-tel þetta hina beztu tegund lífsábyrgðari sem nokkur maður getur keypt. Yðar einl. F. F.Montgómery. Stephan Sigurðsson gefur viðskiftavinum sínum bend- ingu. Ér bið viosamlega alla viðskiftavini mína í Ný íslandi, sem skulda mér eitt- hvað, mikið eða litið, að muna eftir því að vera búnir að borga mér, það sem þeirskulda, & þeim tíma. fem um var samið. Þeir sem ekki verða búnir að þvi, eða þ& aðsemja upp & annan m&ta, svo að ég geti gert mig ánægðan með það, mega búast við að hæsta renta falli & þeirra skuldir & þeim tíma. Þaðereinsog yður er öllum kunn- ugt, að ég l&na yður fríviljuglega og með ánægju, í þeirri von að það megi bæta hagsmuni yðar & meðan & evfið- leikunum stendur, svo að þér megið bú- ast viðað ég verði aftur eins harður þegar til kemur að innkalla útistand- andi skuldir. ef einhverjtr kynnu að gleyma að borga skuld sína &n þess. Svo þekkið þér mig svo vel og dæmið eftir því hvort að ég muni þ& ekki lána yður framvegis það sem nauðsynlegt er, tins og að undanförnu. Svo að endingu skal ég lofa yður því, að selja yður allar vörutegundir með sama verði og þér getið fengið þær bil- legastar í Seikirk, að undantekinni mjölvöru eingöDgu, sem bætist & flutn- ingskostnaður. Eg ætla að hafa meiri vörubirgðir í haust, af öllum tegundum, en óg hefi nokkru sinni haft að undanförnu og gefst þannig hetia tækifæri fyrir menn að f& það sem þeir óska eftir. Þér, sem að skuldið mér, eigið ekki fyrir þ& sök forðast að koma til mín og kaupa af mér nauðsynjar yðar, fyrir þá peninga, sem þér kynnuð að hafa. enda þótt að kringumstæður leyfðu ekki að þér borguðu alla skuldina, eða nokkuð af henni. Svo að endingu lofa ég að reynast yður eins og þér reynist mér. Allra vinsamlegast. STEPHAN SIGURÐSSON. SVAR J&g hef verið spurður að hvort þe8si náungi væri í n&grenni við mig, sem gerði fyrirspurnina í Heimskr. um hvert það væri löglegt að verzla & sunuudögum í Nýja ísl. mér er óhætt að fullyrða að hann er það ekki, enda hafa menn þar notður frá haft allt aðra leyuslu fyrir sér í því efni, þar sem verzlunarhús mín eru harðlokuð alla helgidaga og ekki opnuð nema þegar ómögulegt er pð koniast hjá því, það er ekki hægt að hrinda bóndanum burtu alslausum þegar hann er & annað borð koininn og br&ðliggur á einhverju en þar fyrir utan óska ég eftir að mega hafa hvíld frá allri verzlun alla sunnudaga bæði fyrir sj&lfan mig og mína menn, sem vinna hart alla hina 6 daga vikunnar. Hvert að tilgangur þessa n&unga hefur verið í alla staði góður skal ég lofa öðrum að dæma um, en altalað er að s& hinn sami muni hafa ón&dad Gimli-verzlunarmenn & sunnudögum öðrum fremur . Samt gerir svona lítið ekkert til, vér tökum viljaun fyrir verkið. Allra vinsamlegast. S. S. Miss Sigurborg Pálsdóttir & bréf frá Islandi á skrífstofu Heims- kringlu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.