Heimskringla - 25.09.1902, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.09.1902, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 25. SEPTEMBER 1&02. i THE G. B. STEELE FURNITORE CO. Serstakt a morgun. SI3.75 $29.50 Fólk þarf að eins að sjá þossa hluti til þess að vilja eiga þá og kanpa. Nidt'boardN úr beziu eik, fagurleija fáguð 20x21 þuuit'inga með sr.iðskornutn sperrlum og 3 skúff un, spejíilliiin 36x18 þuml. viiðt $L8 00, nú að eins...... Sidt'l>os»i’dN úr beztu eík, fagurlega fágrtð og skreytt, platan 43x23 pnml. með skúffum, sniðskornuui speglum 36xi8 ódýrt » S5400, sefst nú á að eins................ Vér iánum e£ þér æskið.—Þér giftist—vér fiðrum hreiðrið. The C. R. Stee/e Furniture Co. ' Qegnt C. N. Station - - 298 Main Street. til ættarlandsins en þeir, sem neita að kannast við ókosti þess? Svona staðhœfing hefði ég ekki viljað láta sjást á prenti eftir mig. Svo eru nú braglýti Blöndals eins almenn og braglýti og málgall- ar Magnúsar. T. d. það, $,ð hafa samhljóðanda næst eftir eirium höfuðstaf, en hljóðstaf eftir hin- um, má víða finna, og er ei kölluð rímvilla, f>egar höfuðstafur hefir rétta áherzlu og er í réttu sæti. Stgr. Th. hefir það: “Herðið sjó- menn, huga snörpum, Hlés við kaldan blæ,” og “Þú, Snæfold, er gnæfir í sólheiðisblæ, und svellgljá- um jökulhjálmsfaldi.” Sama er að segja um hina villuna, að hún finst hjá stórskáldum vors lands, t. d. Grfmi Thomsen: “Dauðans sveif andkaldur engill um Grund, og festi’ enum sofandi hermönnum blund.” Og hjá Stgr. Th. “und miðsumarshinmi sé hvílan mfn, liör skaltu, ísland! bami þínu vagga.” Þetta vona ég séu nógu mörg dæmi til að s/na þér, að rímgallar Blön- dals eru eins afsakanlegir og Magn- úsar, en svo eru þeir færri, og hor- tittimir að auk hjá M. M., svo ég hlýt að álfta að dómnefndinni hafi missýnst. Svo l/sti nefndin yfir þvf, í Hkr., að kvæði Hannesar hefði meiri skáldlega fegurð, en aftur lýsti sér í kvæði Magnúsar hlýrri sonarleg tilfinning o, s. frv. Þetta var auðvitað þeirra meining að svona ætti að dæma, en ég er á annari skoðun og líklega fleiri. En setjum svo að kvæðin hefðu verið jöfn að innra gildi, þá hefði J>að kvæðið átt að ná prfsnum sem færri hafði formlftin.—Setjum aftur svo, að kvæðin hefðu verið jöfn að ytra gildi, J>á liefði það kvæðfð átt að ná verðlaununum sem meiri hafði “skáldlega fegurð” til að hera. Og þannig álít ég að ætti að dæma um skáldskap. Því þó rímið væri lé- legt eða jafnveí ekkert, gæti skáld- skapur og málfegurð verið þar á hæsta stigi. En ef um tiltekinn brag hefði verið að ræða, svo sem að yrkja undir vissu lagi, J>á var það annað mál. Nú mun það ei hafa verið tiltekið, heldur að eins að p>að ætti að vera kvæði, þá var hragur og dýrleiki ríms ótiltekinn Líst mér því að “skáldleg fegurð” hefði átt að vera takmark skáldsins að keppa Jað, en engin sérstök “kringlótt” sonarlegheit. Virðingarfylst S. B. Benedictsson. Ný spainaðarhðferð. “Decaur’ heitir smábær einn f Michigan , hann liggur um 25 mílur vestur frá bænum Kalamazoo og Michigan Central járnbrautin liggur um bæinn. Það var fátt um vinn- andi kvenfólk þar í þorpinu og vinnukonulaun voru þar há. Þorps- búar höfðu því fund með sér og ræddu þar ýtarlega fjárhag sinn all • an, lifskostnað 0g vinnukvennakaup- málið, og niðurstaðan varð sú að 25 efnuðustu fjölskyidurnar þar f bæn- um tóku sig saman um að hafa satn- eiginlegt borðhald. Auð sölubúð var fengin þar í bænum og eldhús sett upp í öðrum enda hennar, en borðsalur í hinum, cg þangað gengu svo þessar 25 fjölskyldur þrisvar á dag með börn sín og tóku máltíðir. Reynslan varð, að yfir fyrstu vik- una kostaði hver máltíð að jáfnaði l2^c, Næstu viku lækkaði kostnað- urinn niður 1 lOc fyrir hverja mál tfð. Reikningar eru enn þá óupp- gerðir fyrir þriðju vikuna, en talið er víst að kostnaðurinn hafi lækkað nokkuð niður úr lOc fyrir máltíðina, og tilgangurinn er að færa hann nið- ur f 8c fyrir hverja máltíð að jafnaðí, og er það stórum minna heldur en mögulegt var að fá þær fyrir í heima- búsum þessa fólks áður en það byrj aði félagsbúið. Eins og tekið var fram, þá er að eins hið svo nefnda heldra fólk í þessu félagj, svo sem póstmeistarinn, lögmaðurinn, ritstjór- inn, kaupmenn og bankarinn og nokkrir handverksmenn. Fólks- haldið er: 2 matreiðslukonur og nokkrir borðþjónar, sem að eins eru fengnir til þess að vinna þá tíma sem máltíðir standa yfir en hafa aðra aðalatvinnu ) bænum, svo að vinnu- hjúakostnaðurinn er sama sem eng- inn í satnanburði við það, sem áður var. Máltíðirnar eru hinar heztu, sem sé morgunverður: grautur og mjólk, steiktar kartöflur, egg og tvennskyns kökur,kafft og chokolade. Miðdagsverður: Nautakjöts og svína- kjöts steik með sósu, soðnar kartöflur og aðrir garðávextir, te, heitt eða kalt, tapioca-búðingur, epla-“pie’' og tvennskonar hrauð. Kvöldverður: kartöflukássa, kalt kjöt, heitt brauð, kökur, plómur niðursoðnar, heitt og kalt te Þetta eru taldar sæmilega góðar máltíðir og alt efni er keypt með lægsta heildsöluverði og látið vera af fceztu tegund. 20 pund nautakjöts er keypt í einu og alt brauð er bak- að daglega í ofnum félagsbúsins. 3 fjölskyidur sitja við hvert borð, hver fjölskylda ieggur til sín eigin hnffa- pör og önnur mataráhöld, en leirtau er alt féiagseign. Félagið hefir auka borð í borðsalnum og selur þar mál tíðir þeim bæjarbúum sem annað- hvorl ekki eiga kost á að komast heim til máltíða eða koma af forvirni tii þess að kynna sér nýja fyrirkomu lagið. Þessir menn borga fult fyrir máltíðir sínar, eins 0g á hverju öðru hóteli, og ágóðinn gengnr í félags- sjóð, 0g hjálpar til að lækka matar- reikning fólagslima. Forstöðukona félagsins segir þetta fyrirtæki hafl hepnast svo vel að því verði haldið áfram, kostnaðinn megi lækka enn þá meira með þvl að leggja minna í mat, og á ýmsan annan hátt að gera þær umbætur sem vaxandi reynsla sýnir að vera heppilegar. Þessi kona telur og víst, að ef fátækustu fjölskyldurnar í bænum, sem hata flest börnin en fæsta dollarana, vildu leggja saman í slíkt félagsbú, þá gætn þær sparað margan pening en lifað þó miklu betur en þær gera nú. Einnig telur hún yíst að þessi félags- aðferð verði fljótlega tekin upp i stærri borgum þessa lands, því að við það sparist að mestu leyti vinnu- kvennalaun, eldiviðar útgjöld 0g matvælakostnaður, auk þess sem mikilli vinnu og ábyrgð sé létt af húsmæðrunum, ekki síður en hús- feðrunum. Þessi félagsbúskapur hef- ir geflst vel á Þýzkalandi, þar sem hann heflr verið í framkvæmd um nokkurn tfma og það er engin sjá anleg ástæða fyrir því að hann geti ekki gengið eins vel hér í landi. Ómissandi áhverju ísl. heimili Verið er að gefa út Matth. Jochumson Ljóbmæli I—IV. Safn af ljóðmœlom skáldsinsfráyngri Og eldr: árum. Mjög mikið af þeim er áður óprentað. jEtlast er til, að safn þetta komi út í 4 bindum, hvert bindi um 300 bls. að stærð. Myndir af skáld inu og æfiágrip skáldsins er ætlast til að fylgi safninu. Fyrsta bindið kemur út í haust 1902, og framvegis eítt heftí á ári hverju. Hvert bindi selt innbundið í einkar skrautlegu bandi, gull- og litþryktu og kostar: Fyrir áskrífendur 1 dollar. 1 lausa- sölu 1 doll. 25c. Verð þetta er nærri því helraingi lægra en kvæðabækur vanalega seljast Það er sett svo lágt til þess að sem allraflestir geti eignast safn af ljóð- mælum “lárviðarsk&ldsins”. Verð þetta mun þó verða hækkað að mun, undir eins og útgáfunnier lokið. Pantið því kvæðasafnið sem fyrst hjá fsl. bóksölunum, Prentsmiðja Seyðisfjarðar, 81. júlí 1902. í Winnipeg má panta kvæðasafn Matth. Jochumsonar i bókaverzlun H. S. Bardals. David Östlund. 8onner& Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Mlain St, -- - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLBY. Bústaður séra Bjama Þórarins- sonar er nú nr. 527 Yong Street, Peninga get ég l&nað á móti veði i fasteign- um með eins lágri rentu og góðum borgunarskilm&lum og hægt er að fá þá nokkurstaðar. Þeir, sem þurfa að fá peníngalán, eða endurnýja gamalt lán, geta sparað sér peninga með þvf að flnna mig, e$a skrifa eft- ir upplýsingum áður en þeir taka lán hjá öðrum. S. tíudmundson, HENSEL N. D. Ódýr matur á Oak Point. Thorsteinn Thorkelsson selur þar út úr búð sinni fyrir peninga út í hönd: 20 pd. af röspuðum sykri.... $1.00 22 “ “ púðursykri $1.00 16 “ “ molasykri $1.00 18 “ “ hrísgrjónum 1.00$ 3 “ “ beztu rúsínum.... $1.00 9 “ “ beztakaiiíi $1.00 10 “ “ næst bezta kaffl.. $1.00 Ham 12^e. pd., kúrinur lOc. pd., sveskjur 4 pd. 25c., 1 punds Baking Powder könnur, 2 fyrir 35c. Allur fatnaður og fataefni með tiltölulega lágu verði. Og aðrar yörur sem til eru f búðinni með mjög niðursettu verði. Hveitimjöl, bezta tegund $2.10, næst bezta tegund $2,00,hver sekkur. Ódýrt fæði. Tíu íslenzkir námssvein: ar geta fengið gott, en ódýrt fæði og húsnæði, að 435 YoungSt. Baðstofa eríhús- inu, — að eins 3 mínútna gangur frá Wesley-eða Ma- nitoba háskóiunum. Menn snúi sér til húsráðanda! Mrs Muivaney. “Flor de Albani.” NÝIR VINDLAR ) Vel tilbúnir, ljúfir og heilsustyrkj- andi, úr Havanblöðuui og Sumatra- umbúðum.—Allir vel þektir kaup- menn hafa þá til sölu. Prófið þessa ágætu vindla. WESTERN CIGAR FACTORY )t Tlio*. eigandi, ■WI3STNIPEG. flANITOBA. Kynnið yður kosti þess ádur en þér ákveðið að taka yður bólfestn annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................... 250,000 T&la bænda f Manitoba er................................. 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var busheis............. 7,201,519 " “ “ 1894 “ “ 17,172.888 “ •* “ 1899 “ “ .............. 2-1,922,230 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar..................... 102.700 Nautgripir................ 230.075 Sauðfé..................... 85,000 Svin....................... 70.000 Afurðir af kúabúum f Manitoba 1899 voru.................... 2470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framfðrin i Manitoba er auðsæ af fólksfjðlguninni, af autntm afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjðlgun skólanna. af vs c- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaudi velliðan almennings. í siðastliðin 20 ár hefír ræktað land aukist úr ekrum........... 50 ,000 Upp í ekrur......................................................2,500 000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mðrg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir friskólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og físksælveiðivötn, sem aldvei bregðast. í bæjunnm Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 6,000 Islendingar. og i sjö adal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 raanna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 Islendingar. Yfir ÍO milllonir ekrur af landi i Hanltoba, sem enn Þ* hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd f öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North IVestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til HON. R. P ROBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: JoMeph B. Skaptanon, innflutninga og landnáms umboðsmaður. THE HECLA eru beztu, ódýrustu og eyðsluminstu hitunarvélar sem gerðar eru þseT gefa mestan hita með minstum eldivið. Eru bygðar til að endast og vandalanst að fara með þær. Fóðursuðu katlar fvrir bændur gerðir úr bezta járni eða stáli, ein- mitt það sem þér þarfnist. Biðjið árnvörusala yðar um þá, peir selj* ailír vörur vorar. CLARE BRO’S & Co. 'erksmiðjur: ’RESTON, ONT. WinnipejS Box 1406, 246 Mr. Potter frá Texas "öetur verið að hún unni mér ekfei”, mæltij Arthur þunglyndislega, og vék gluggatjöldunum til hliðar, og virtist horfa út um hann hálfgert utan við sig". “Uss !" rumdi i baron Lincoln. “Þú ert of hæverskur. Eg hefi séð hana gefa þér hýrt auga áður en þið fóruð síðast frá Englandi, og það fyrir tveimur mánuðum síðan. Stúlkan hafði auðsjáanlega felt dóm um þig i hjarta sínu, og hann þér í hag. Fari það grenjandi, sem hún óttast þ að, að faðir sinn verði á móti slíku gjaforði. Gamli Potter er höfðingi, eftir útíitidóttur hans að dæma, en hann hlýtur að vera meira en lítill stórbokkí, ef hann getur ekki veriðánægður með þig í þessu tilliti". Lengra korast Lincoln ekki. þvi Lubbins kom inn i stofuna og færði þeim vindla og vin, sem þeir voru búnir að biðja um áður. Þegar hann var búinn að sýna þeim allar sínar hæv- ersku með beygingum og afkáralátum, þá fór hann burtu aftur, en skyldi dyrnar eftir opnar, og heyrðist drynjandi rödd, sera kallaði: “Lubb- ins, Whiskey og vatn, sjóðandi eins og vatnið gufuskipskötlunum 4 Mississippifljótinu”. “Undrunarverð persóna, þetta", mælti dóm- arinn hálfgramur af því að þessi rödd ónáðaði þá. “Sérlega”, mælti hávirðulegi Arthur i sam- sinnis málróm. “Ég setla aðloka hurðinni”, mælti Lubbins, sem ekki var korninn frá hurðinni, en var á leið- inni |inn í kaffistofuna. Eftir augnabliks þðgn byrjaði Percy Lincoln aftur sama talið og yelti Mr. Pottei frá Texas 247 vindlinum rólega til i munnvikinu, eins og þeir menn gera, sem hamingjan hefir hlaupið upp í fangið á óvænt. “Hvaðheitir hann þessi tilvonandi tengda- faðir þinn.fullu nafni?” “Hinn hávirðulegi Sampson Potter”, svaraði Arthur upp með sér. “Ójá, einn af dómurunum þeirra þarna yfir frá”, og velti höfðinu í áttina til Ameriku. “Nei; en þingmaður löggjafarþingsins þar, að ég held”, svaraði sonurinn. “Ó, auðvitað. Strax og þú finnur herra Potter, þá bjóddu honum að heimsækja okkur. Mér þætti vænt um að ræða við hann um stjórn m&l og annað”. “Ég hefi mestuánægju af að fvlgja honum hingað”, mæltí Arthur um leið og hann reis á fætur. “En það er eflaust kominn tími til að líta eftir bátnum. Ethel væntir eftir að sjá þig þar”. “Ég hugsa aðfyrirætlanir hennar skíni út úr svip hennar", mælti hann um leið og sum orð- in fengu einkennilega áherzlu. “Þú verður að gera þenna Ástialíumann kunnugan mér, enda þó mér fínnist ég þekkja nafnið Errol. Hvað lengi hefir faðir hans búið í Ástralfu”. "Mörg &r”. “Er Karl Errol fæddur þar?” “Já”. * Og nú er hann tuttugu og átta ára gamall. F&ðir hans hefír þá verið kominn þangað fyrir þrjátíu árum siðan”. “Áreiðanlega. Hann hefír grætt of fjár á 250 Mr. Potter frá Texas ur leigt þér vagn og komið með ungfrúrnar á eftir mér”. Því næst gekk hann upp í vagninn og virtist vera utan við sig. En Arthur mælti við keyr arann: “Aktu heim til okkar!” Síðan mælti hann við sjálfan sig: “Hvað hefir komið yfir hann föður okkar Það getur ekki stafað af of mikilli áreynzlu, því þegar ég fann hann f.yrst, var hann frískur og heilbrigður. Það er liklega út af t rúlofuu Ethels. Ég var ætíð hræddur um, að honuin yrði bungt utr að skilja við h»na. Heyr,—nú er ég búinD að finna hvað að honum geugur”, Síðan mælti hann i lægri róm: * Pabbi htldur að Errol vilji fara með liana heim til sín og búaí Ástralíu. Mér þykir samt vænt um, að gamli maðurinn sýndist fa.ll- ast á giftingu okkar Idu, með ánægju". Meöan hann var að velta þessu fyrír sér frain og aftur, gekk hann inn í skrifstofuna i hótelinu og pant- aði vagn handa sér og þeim Ethel og Idu, til að keyra á heim að sumarhöllinni hans barónsins Lincolns, sem er hér um bil eina mílu frá Folke- stone, einmitt þar sem kalkbergið fer að lækka of&n að Sandgate. Meðan hann var að þessu er hanu enn þá einu sinni ónáðaður af tröllaröddinni f kaffistof- unni. Hún hrópaði á Lubbins: “Komdu með tannstangnra og fáeinar kaífibaunir”, Fljótur sem eldibrandur eins og þú værir i kappsigl- ingu á Mississippi. Dóttir mín er þegar kom- in hingað eftir mínútu’. Lubbins stökk einsog eldibrandur eftir því sem ) öddin heimtaði, og hafði tækifæri til að Mr. Potter frá Texas i Venece annaðist hún hann og hjúkraði honum með móðurhöndum”. “Með móðurhöndum. Hún er ekkja tuttugu og fímm ára gömul og hann vel f ulltíða maður; eða hvað er hann gamall?” mæiti Percy Lincoln með skopi ( málrómnum, og virtist það koraa illa heim við þá sögu, sem Arthur ætlaði að segja honum. ‘Errol er tottugu og átta eða tuttugu og niu ára gamail. að ég held”, hólt Arthur áfram, “en hvort ástúðleg umönnun lafði Sarah var móðurleg, eða ekki, þá breytti Errol við hana eins og bróðir, því óðara og hann sá Ethel, þá varð hann hrifinn af henni, "sem konuefai sinu, Það sama er að segja um systur mína”. “Þú heldur þá að Ethel elski hann virki- lega”, þvNiann var að reyna að koma þvi ovo fyrir, að hann skildi eiginlega ekki upp eða nið- urí þessu. “Elski hana virkilega? Þú yeizt að hún lítur stórt á sig. Heldur þú ef hún elskaði hann ekki, að hún léti hann-----”, Hér þagn- aði Arthur og varð hálfkindarlegur, þvf hann sá það á svip föður síns, að hann var farinn að tala fullraargt um systur sína og sögu hennar. “Þú meínar þó ekki að segja mér, áð hún leyfi þessum Áetraiiumanni að kyssa sig svo fólk sjái, og annað svipað því?” “Hræddur er ég um, að það sé ekki dæma- laust”, svaraði sonur hans, eftir að hafa hugsað fáeinar minútur um þau vandræði, sem hann var að lenda 1. en hugsaði að be«t væri að segja það afdráti&rlaust alt samao.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.