Heimskringla - 23.10.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.10.1902, Blaðsíða 1
XVII. ÁR WINNIPEG MANITOBA 23. OKTÖBER 1902. Nr. 2. Fregrisafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Spiinarkonung-ui' er afar reiðnr rið móður sína fyiir það, að hún ný lega, gekk að eiga einn af þjónnm konungs. Sagt að konungur hafl hótað að reka moður sína algerlega út úr spinska ríkinu, —f fyrsta sinni í Canada var vir- laus hraðfrétt send frá einni af ?e^t- um Grand Trunk brautarinnar með- an hön skreið áfram 60 mílur á kl. •tund, Sendimenn frá flestum járn brautarfélögum í Bandarikjnnum voru viðstaddir á lestínni þegar þessi tilraun fór fram. Lestin hélt fullkomnu fréttasambandi við vagn itöðvar & brantinni. —Ýmsir meun, sem fylgt hafa létollasteínu Liberalflokksins að und anförnu, láta þess nú opinberlega getið, að þeir séu með Tarte i toll- hoekkunarstefnu hana- sagja það vera samkvæmt almennings vilja um alía Austur-Canada. Laurier heíir enn þá látið ósagt um það má). —Maður í New York gekk inn í lögfræðingsskrifstofn í New York, skaut þar 2 lögmenn 'og síðan sjálf- •n sig. —Róstur miklar urðu i brezka þinginu þegar það kom saman, eitir •umarfríið, á fimtudaginn var, írar báðu um að óánægjumél þeirra móti •tjórntnni væri tekið á dagskrá ein- hverntíma meðan þingið sæti, og •varaði stjórnarformaður Balfour því, að ef leiðtogi Liberalflokksins í þinginu bæði þessa, þá skyldi það veitt. en frá frum tæki stjórnin það ekki til greina. Varð |þá h'ireysti mikil og lá við áfloguui. Einn írsk- ur þingnlaður var tekinn fastur. — Kolanámamannaverkfallið í Pennsylvania er endað. Ágreinings atriðin lögð í gerð 6 manna, útnefnd um af forseta I3andaríkjanna. Menn- irnir hefja vinnu í þeirri von og með þeirri trú, að nefnd þessi siái hags munurn þeirra borgið gagnvait vinnuveitendum. —Nýja skipa-línan milli Canada og Suður-Afríku er tekin til starfa. —Allan-línu skipið Ontarian sigldi frá Montreal þann 1S. þ. m., hlaðið með vörum, svo sem timbri, smjöri, hveitimjöli, fóðurtegundum, húðum, tóbaki og ýmsu öðru, semer útgengi legt þar syðra. 60 manna báðu um far með skipinu þangað suður. —Lisgar-kosningamálið er endað. Það var sannað að mörgum var borgað með peningum til að greiða atkvæði með Stewart, og að Bumum voru borgaðir peningar til að þegja yflr glæpnum. Enn fremur var sannað að mörgum var veitt vín og sumum gefnir penjngar til að kaupa vín fyrir. Sumstaðar voru heílír kassar af Whiskey-flöskura, skildar eftir á járnbrautarstöðum í kjördæm- inn, úti undir beru iofti til þess að hver sem vildi gæti gengið þangað og fengið sér að drekka. Svo voru sendir út menn um sveitirnar til þess að kunngera Libarölum hvar vínið væri á almennjngsfæri, og heilir hópar manna flyktust þangað. Það var nokkurskonar pólitisk altar- isganga, þar sem Liberalar og aðrir útvaldir krupu við sama garðann til þess að bergja á Liberal kosninga- kaleiknum. Sjálfur kandidatinn Stewart virðist að hafa verið notaðnr sem alment leigutól í allri ko3ning- unni. Hann sór að hann hefði litlu sem engu eytt í kosninga kostnað. Aðrir höfðu borgað veðfé sitt og all- an annan kosningakostnað. En ekki kvaðst hann vita hverjir það beíðu verið. Hann kvaðst hata ætlað að komast undan því, að verða að bera vitni í máli þessu. En komst ekki undan því.—Öll vitnaleiðsla í máli þessu hefir sýnt, að kosningabarátta Liberala móti Mr. Richardson heflr verið sú sóðalegasta, svíyirðilegasta og saravizkulausarta, sem dæmi eru til í sögu þ3ssa lands, og í algerðu samræmi við önnur pólitisk “prin- cip“ flokksins. —Luccheni, sá sem myrti keisara- innu Austurríkis fyrir nokkrum ár- um, er nú sagður algerlega vitskert- ur, 3em afleiðing af meðferðinni í fangelsinu. Enginblöð fær hann að lesaog hvorki prestar né læknar fá að vitja hans, Það er talið víst að hann muni ekki lifa lengi. —Santor Dumont, loftsiglinga- maðurinn mikli, ætlar að ferðast f loftfari snemma í næsta mánuði milli Parisar á Frakklandi og Lundúna á Englandi. ef nokkur fæst til að borga honum 50 þús. franka fyrir túrinn. Talið víst að féð fáist sam- an, —Brezka þingið ætlar að gangast fyrir að útvega Transvaal-héraðinu $175 millíóna lán, og brezka stjórn- in ábyrgist lánveitendum vexti af fénu. — Stórhríðar með frosthöikum hafa gengið í Bohmen og Tyrol 1 Austurríki og ferðamenn hafa frosið í hel, og í Galiciu heflr barnaskólum verið Iokað vegna kulda. Engir peningar voru fyrir hendi til að borga fyrir kol. —Bæjarstjórnirnar í Ottawa og Montreal hafa keypt svo mikið af kolum fiá Englandi og brennivið, og hafa nú til sölu nógar byrgðir til vetrarins. Ákvarðað er að selja þetta með kostverði til allra, sem geta borgað, en gefa fátæklingum það sein þeir þurla að brúka vfir kaldasta tímann. - Fiskiveiða atvinnuvegur Breta er að aukast. Árlega hafa nær 40 þús. manna atvinnu við fiskiveiðar, sem til samans framleiða $35 millí- óna virði. Af þessum fjölda farast f sjóinn hart nær 200 manna á ári. Mest af flskiskipunum eru gufuskip. — Jarðfræðingur einn 4 Rúss- landi hefir fundið 299 gömul leiði. Hann segir þá sem þau geymi hafi verið uppi 500 árum fyiir Krist- fæðingu, og að mennirnii hafi verið 7 feta háir að meðaltals. Einnig hefir hann fundið mikið af forn- gripum. — Sir Laurier kom úr Evrópuferð sinni í síðastl. viku og var vel fagn- að í Quebec, Montreal og Ottawa. Útlit hanslýsir heylculeysi, og heflr honum farið talsvert' aftur í þessari ferð, en hann kveðst enn þá vera vel vinnufær. Eitt af fyrstu verk- ura hans var að heimsækja Mr.Taite f húsi hans, og dvaldi hann þar langa stund. En enginn veit hvað gerst heflr með þeim félögum. Nokkrir þingmenn í Ontario hafa myndað félag með millíón doll- ara höfuðstól til að búa til cement í Manitoba. Þeir ætla að biðja fylk- isstjórnina um löggilding og verður þeim sjálfsagt veitt hún. Tveir menn frá Ontario eru að mynda samvinnu (Co-operative)félag I Nova Scotia, til að selja s ínakjöt. Þeir bjóða bændum og öðrum, sem ala upp gripi, að taka hlufdeild í fé- laginu ,og tilvouandi þátt í gróða þeim, eða tapi, sem félagið kann að henda. Glæpaskýrslur á Bretlandi sýna, að glæpum fer þar óðnm f jölgandi, sérstaklega í stórborgunum. Árið 1900 voru 37.373 dómar feldir í Lundúnum, en 1 fyrra voru þeir 53, 91. Gömul fangelsi, sem ekki hafa verið notuð um langan tíma, eru nú orðin mesta þarfa eign. Eitt þeirra, í Briston, eem lengi hefir staðið autt, ernú áný notað- þar eru 478 fanga klefar, og verða þeir allir fyltir, eða eru það nú þegar. —Óspektir eru miklar í Macodo- nia og daglegir bardagar milli upp reistarma.nna og' tyrkneskra her deilda. Heilar hersveitir af Tyrkj- um hafaverið gjöieyddar, og soldán er sem næst ráðþrota með að kæfa ó-pektirnar. Sagt er að uppi ftistar- mönnum aukist daglega afl bæði að mönnum og vopnum. Verkamannafélögin samþyktu á alsherjarþingi í Illinois á föstudag- inn var, að meðlimir verkamanna félaganna þar í ríkinu megi ekki ganga í herþjónustu Bandaríkjanna. Ástæðan fyrir þessu er sú, að herlið hefir verið notað til að nafa afskifti af verkföllum þar og anuarsstaðar. —Svertingi einn í Texas myrti nýlega heila tjölskyldu. Hann náð ist strax og var dæmdar til aftöku og hengdur sama dag. —Roosevelt forseti er farin að verja efnum sínum í námalönd. Hann heflr nýlega hjálpað til að mynda 6 námafélög, sem hann er hluthafi í. Námarnir eru hjá Red Creek Springs í Colorado. —-Margir bæir í Ontario og Qne bec eru nú farnir að kanpa eldivið á kostnað bæjanna og selja svo i smá- skömtum til borgarmanna. Belle- ville bærinn heflr keypt nær 10 0 cords, og selur fyrir $2,25 hveit cord—talsvert minna en áður var, Toronto, Hamilton, Ottawa og Mont real hafa og tekið þessa aðferð upp á dagskrá, og gefst það vol, • —Fréttfrá Grikklandi segir mjólk ursala hafa fundið upp einfalt ráð sil að drýgja geitarojólk þá, sem seld er til fbúa Atbenuborgar. Landslýðui þar er einkar sólgin í geitamjólk, og reka mjólkursalar hóp af geitum um gðturnar og hrópa: “Gala, gala“. Húsmæðurnar heimta að geiturnar séu mjólkaðar I augsýn þeirra, til þess að þær séu vissar um að mjólk- in sé ekki blönduð. En mjólkursal- ar hafa fundiðuppþað kænskubragð að hafa teigleðursbelg með vatni í undir hendi sér innanfata- úr honum liggur mjó teigleðurpípa eftir hand- leggnum innan í treyjuerminni og niður í lófan. Svo þegar geiturnai eru mjólkaðar, þá‘er ekki annað en kreista belginn með handleggnum, rennur þá vatnið úr honum eftir píp- unni og niður í ílát það, sem mjólkað er í og blandast þar mjólkinni, Þetta kænskubragð er talin ódýr gryða- uppspretta, og er alment notað a1 mjólkursðlum í Athenuborg. Þjófar í Toianto hafa fengið ágætis uppskeru í haust, Þeir staifa um bjartan dag meðan fína fólkið situr að máltlðunf'. Þeir klifra inn um loftsglugga húsanna og ræna úrsvefn herbergjunum. í einu húsi náðu þeir $20,000 virði af gimsteinuui; I öðru $7000 viiði og svo þaðan af minna í öðrum húsum. Lðgieglan er ráðalaus að hafa upp á þjófunum eða ránfeng þeirra ogerþóvand- lega leitað á öllutn grunsamlegum stöðum í borginni. —F'ranskir auðmenn voru nýlega tældir til að verja 22 millíónum franka í náma í ltússlandi. Þegai Rússar höfðu náð skildingunum þá reyndust námarnir ónýtir, og Frakk- ar töpuðu fé sínu. Nú hafa þeir höfðað mál móti þessum rússneskn fjárglæframönnum, en eru líklegir að tapa því. —Brezkt fangaskip, sem í meira en 100 ár heflr legið neðansjávar ná- lægt Brocklyn, heflr nýlega fundist. Fornfræðafélagið hefir i síðastl. 50 ár gert tilraun til að finna þetta skip, en ekki tekist fyr en nú, að einhverjir af verkamönnum her. deildarinnar fundu það af tilviljun á 74 feta dýpi ogað mestu hulið sandi og leir. Byrðingur skipsins er að mestu sagður óskemdur. — Dominionstjórnin heflr geflð brezkum gufuskipa línum til kynna, að hún leyfi ekki innflutnin í C-ina da á stórum hóp af Gyðingum frá Rúmeníu, sem einhver mannvinur heör ákveðið að senda út hingað á sinn kostnað. —9. Nóvember er fæðingardagur Edwards konungs, en hann verður ekki lialdinn hátíðlegur i ár, þar eð búið er að halda 24. Maí í sama skyni. —Mad Mullah heflr unnið sigur á Bretum í Abyssinia; rak eina her. deild þeirra á flótta og féllu þar 50 af liði Breta og margir særðust Lord Kitchener er nú á leið þangað anstur. Hann fór frá Englandi i siöastl. viku, án þess alþýða fengi að víta at því fyrr en hann var farinn. Leopold Belgíukonungur heimtar' eignarrétt yflr öllum eignum sinnar látnu drotníngar, sem metnar eruj[$2 millíónir, og sem hún ánafnaði 2 dætrum sínutn, en konungur kveðst háfa lánað drotningu sinni ýmsar smá upphæðir, sem hún ekki hafl borgað og verði því eigr.ir hennar að ganga upp í skuldina. En hin sanna ástæða fyrir þessu háttalagi konungs er, að afskifta dætur sínar aigerlega nokkuri arftöku í eignum móður þeiria, en dæturnar hafa lát- ið það boð út ganga, aa þær höfði mál á móti konunginum föður sín um, ef hann greiði þeim ekki góð- fúslega arfleifð þeirra. —Prússar eru að kaupa allar járnbrautir innan landannerkja sinn Það eru alls 588 mílur og eiga að kosta $19,250,000, eða sem næst $37,738 hver mila. Verkfallið. tJr bréfi til ritstj. Hkr. Verkfallið í kolanámum þossa lands er það mál, sem efst er f huga Jijóðarinnar. Auðvitað bland- ast það oft af partísku og þröng- sýni, sem miður fer, en yfirleitt virðist [>ó alþýða vera hlynt verka- lvðnum. Samt eru til svo hund- trygg blöð við auðvaldið og alt sem bragðar af einokun, að þau taka svari kolaeinokenda og álíta að námamenn séu réttlaus skrfll, sem yrði að tala við gegnum byssu kjaftana eingöngu. Þau kalla Mr. Mitchel (sem er fyrsti formaður uámamanna sambandsins) skrfls- höfðingja, eins eg sumir heldri menn af [>jóðflokki vorum kalla menn, sem ekki vilja hlýða í blindni, og hafa þá skoðun, að þeir hafi rétt að hugsa, og að það sé ekki glæpur að benda samferða- mönnum á [>á braut, er skynsam- legra virðist að halda, iafnvel f>ó sú braut hafi ekki verið viðurkend ur þjóðvegur vana og hindurvitna. Roosevelt forseti kallaði á sinn fund kolakonungana og Mr. Mit- chell og leitaðist við að miðla mál- um. Haun benti þeim á vandræði þjóðarinnar og nauð alþýðu á koni- andi vetri. En konungarnir ' svör- uðu ónotum einum og töluðu í lík- um anda og höfuðprestarnir töluðu við Júdas endur fyrir löngu. Mit- chel sagði, að ef forsetinn vildi út- veljanefnd manna til að yfirlíta kröfur námamanna, [>á skyldu [>eir þegar byrja að vinna, f>ví f>eir skyldu vel neyð alþýðu og vlldu gera alt sem í þeirra valdi stæði til að afstýra henni. Að öðru leyti gætu þeirekki, sem menn ogborg- arar þessa íýðveldis selt algerlega frelsi sitt. Kolakonungarnir 'neit. uðu að slaka nokknð til, en sögðu að dómstólamir í kolaríkinu gætu jafuað allar misfellur milli sfn og námamanna. Þeir vissu að til væra dómarar í f>vf rfki, sem væru þeim undur auðsveipir, dómarar, sem ekki hlífðust við að gefa út. lagabann gegn þeim er réttu kon- um og börnum námamanna hjálp- arhönd. Kolakonungarnir vissu að skipanir sínar f Pennsylvanfa eru lög, sem dómstólarnir lilýða. Þeir vissu að sex menn höfðu verið settir f fangahúsið sfðastl. sumar fyrir það að útbýta gjöfum góðra manna milli hungraðra og klæð- lausra kvenna og barna náma- manna; þeir vissu að hungrið og kuldinn mundi þvinga feður og ektamaka til hlýðni við sfn valdboð fyrri en nokkuð annað, Nú hefir Roosevelt forseti farið FIRST NATIONAL BANK. N. B. VAN SLYKB, FORSETI. M, E. FULLER. VARA-FORSETI. Madison, Wis., 14. Jan. 1902 John A. McCall, Esq. President, New York City. Kœri herra:— Vér hefum fengið sundurliðaða skýrslu yðiur fyrir síð- astliðið ár. Vér getum ekki annað en dáðst að vexti félagsins, sem skýrslan áreiðanlega sýnir, og sem ekkert annað félag jafnast við. Vér tökum eftir þvf, að eignir þær, sem félagið hefir stofn- að fé sínu í, hafa hækkað að mun í verði og eykur það trygg- ingu allra viðskiftamanna þess, með því eignirnar eru allar af beztu tegund. Og satt að segja höfum vér I nndanfarin nokkur ár haft skýrslur yðar sem fyrirmynd í vali okkar á eignum sem bankinn hefir varið peningum sfnum f. New York Life ábyrgðarfélagið getur vel staðið við að segja allan sannleikan um starf sitt. Alt of margar ábyrgð-, arstofnnair segja bara part af sannleikanum. Yðar með virðingn. N. B. VAN SLYKE, forseti, C. Olefson, ,1. <*. florgan, Manajser, AQENT. GRAIN EXCHANOE BUILDING, w iisrisriPEG. þess á leit við Michell að náma- menn byrjuðu að vinna skilmála- laust og lofað að setja nefnd til að rannsaka málið. Þessu boði foj forsetans (sem þó án efa var gert í beztu meining) hefir Mr. Mitch- el tekið fálega, því hann segir að konungarnir hafi neitað öllum samningum í áheym forsetans og enn fremur, að forsetinn sjálfur hafi viðurkent að lagalega gæti hann ekkert gert; hann gæti að eins sk/rskotað til föðurlandsást- ar og mannúðar málsaðila, Nú i ber þess að gæta, að sum auðvalds ; og einokenda málgögn eru að leit- ast við að gera afstöðu Mr. Mitch-J els og námamanna ískyggileg f ( augum alþýðu. Auðvilað eru [>að að eins blöð, er enga sannfæring hafa og ekkert ákveðið augnamið, nema að ná í vissan part af mútu-. sjóð böðla þjóðarinuar, en þvf mið- ur era þessi málgögn mörg og hafa áu efa töluverð álirif. Nú er spursmálið, Hvað ætlar þjóðin að gera, á eina hlið, er hálf tylft manna, sem í gegnum hlut- draig lög hafa náð valdi á einni á lífsnauðsyujuin [>jóðarinnar. A hina hliðina eru 80 millíónir borg- arar þessa lýðveldis, án þess að taka, með í reikninginn bræður vora í Canadu, sem mun þó rétt vera. Þessari spurning verður ekki svarað með því að kalla alla þá lögleysingja, sem ekki snerta samróma strengi við fjárgimd Hanna og Morgans. Það dugar um stundarsakir, eða svo lengi að alþ/ðaii hugsar ekki, en hún er ein mitt nú að hugsa; hún skilur ekki hvernig [>vf veldur, að einir sex menn skuli nafa velferð og þæg- indi 80 millíón manim í liöndum sfnum, í landi [>ar sem því er hald- ið fram, að allir menn séu jafnir. Héir er eittlivað hogið, segir al- þýðan, og hiin stynur þungan, og stunuraar endurtaka gegn um gjörvalt landið. En hvað á að gera, er spurt af millfónum ráð- vandra nianna. Svörin eru mís- munandi, en í }>eim er öllum al- vara fólgin; allir sjá að hér er ekki um lftilfiörlegar hártoganir að ræða, heldur er hér spursmál um líf eða dauða, [>vf skáldið segir: ‘Lífi sfnu ei lifað getur lengnr en meðan sigrað fær“. Eins er það með alþýðu, sem vaxið hefirupp við sólskin og varma frelsis og jafnréttis. Hún hættir að lifa sem sj&lfstæð alþýða, þegar hún gegn- um hlutdrœg lög er svipt möguleg- leikum polanlegra lffskjara. Sem eðlilegar afleiðingar ýmsra galla á þjóðlfkainanum verður þjóðinni að lfta til hinna gömlu flokka eða hinna pólitisku leiðtoga en þar er enga likn að fá, For- seti Bandaríkjanna hefir hátíðlega viðurkent, að liann geti ekkert.. f>ó konur og börn landsins frysu f hel í þúsunda tali. Hann héfir játað að dollarinn og hans réttur yrði f yrst að takast til greina, áður en velferð þjóðarinnar yrði tekin til fhugunar. í einu orði: Hann heíir meðgengið að hann væri vald laus þegar auðkýfingar og einok- endur tala. Þeir hafa keypt lögin, og [>eir auðvitað kcyptu eins mikla og góða vöru fyrir sfna peninga' eins og þeir gátu feagið. á ineðan alþýða svaf f audvaraleysi, eða vakandi hugsaði um það, hvort falskt hár ætti að flytja inn undir 10 eða 20 pr. ct. tolli ! En svo er einn flokkur, sem hef- ir lagt á ráð. }>að er alþýðuflokkur- inn Populistarnir. Þeir hafa kent og kenna enn, að öll náttúru- einokun ætti að vera þjóðareign, en ekki eign einstaklinga, sem gætu verið misjafnlega innrættir. Þessi litli flokkur kennir, að al- þýða eigi allar kolanámur, allar járnbrautir og öll hraðskeytafæri. eins og fólkið á jióstflutnings út- haldið, sem er eigmlega [>að eina fyrirkomulag; seui drífið er alþýðu til þæginda, en ekki til að auðga einstöku auðkyfinga. Þessi litli fiokkur - varð fyrir hörðu álasi leigutölanna. Honnm var líkt við lögleysingja og átti að vera óferjandi og óalandi öllum bjargróðum. Hljóð þeirra (auð- kýfinga) og höfuðprestanna tóku ýfir. og bergmálið heyrðist norðan úr Pembinahæðuin: “Hérfijótum ver eplin“, en [>essi epli vantaði að sleikja innan hinn pólitiska skófna pott. Það var alt er þau vonuðu. Þau höfðu lært þá kenningu, að lít illa tið væri stór dygð. En tfðin breytist og tfðarandinn. Nú eru hinir stóru pólitisku flokkar að keppahver við annanhvor geti tekið mest. upp í slefnuskrá sfnu af sann indum þeim, er alþýðuflokkurinn heíir kent f tólf ár. Þeir eru nú farnir að tala um að réttara muni vera að fólkið velji meðlimi öld- nngaráðsins, heklar en járnbraut- irnar kaupi þeim sæti fyrir dygga þjónustu. Nú eru st'">k u stjóramálnmenn farair að segja að þeir héldu að þjóðin a:tti að eiga kolanámumar og vinna [>ær til velferðar allri þjóðinni. í st.að þess að byggja upp fáa auðkýfinga á alþýðukostn- að, En aðrir segja annaðhvort verður þjóðin að eiga járnbraut- irnar eða járnbrautirnar eiga þjóð- ina. Og enn eru nokkrir, sem halda að fréttafærin ættu ekki að vera í höndum einstaklinga. Þann- jg er það, að þessi litli—af heimsk ingjum smáður, flokkur, getur sagt að sumt af sæðinu þafi fallið í góða jörð og borið hundraðfaldan ávöxt. Hvað verður útfallið af þessum vandræðum, er stafar af verkfalli harðkolanámamanna getur enginn sngt, nú, en millfónir dollars hafa þegar verið kúgaðar út af þjóðinui gegnum hlutdræg lög og sérstök lilunnindi. Með virðingu. ö. A. Dalmann. í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.