Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGrLA 25. DESEMBER 1902. . )• c’5 Anna. Yið gluggann ininn syfjaður sfðla var f>að— ég sat eins og utan við heiminn, og hugur minn skeyttf’ ekki stund eða stað, hann stefnulaust hvarflaði’ um geiminn. Þó fátæklegt væri og látt undir loft í lánfengnu kytrunni minni, um hríðar og vetur ég hugsaði’ ei oft. því hlýlegt og bjart var þar inni. Vér erum svo m'irg af því markinu brend, að mæla’ alt f þumlungum hálfum; Vér hyggjum .að öllum sé hamingj- an send, ef höndina rötti’ ’hún oss sjálfum. Mér eitthvað í vetfangi værðina 'braut. það var, sem ég hrikki’ upp af svefni, því nákaldnr vindur um viðina þaut og vakti mér hugsunarefni. Eg sá hvar húu Anna með föturnar fór, hún fetaði seint yfir skaflinn; og öxlin var sfgin og armurinn mjór; hún áði við baðstofugaflinn. Hún grét —ogað munni sör gómin- um brá—- og guð veit hvað augu’ hennar sögðu, en tilfinning minni það tókst ekki’ að sjá því tungan og varirnar þögðu, Og hjartalaus veturinn tár hennar tók, og tröllslega brúnum hann hleypti, hann gretti sig—hrfmlokkað höf- uðið skók— og hundruð af frostperlum steypti, Ef liljóður á perlurnar starði’ hann um stuiul, tilstarfa þá “lögmálið” rak hann; hann velti þeim hlæjandi’ í hel- kaldri mund og henti þeim niður í klakann.— Er sfðasta tár henni tindrandi hraut og tók hún upp fötumar sfnar í frostkaldar hendur, og fetaði’ á braut, þáfylgdu’ ’henni hugsjónir mfnar— Sá vinur sem Anna til varnar sér kaus á vitskertra stofnun er farinn; «n morðinginn—vfnsalinn— leikur sér laus af löggjöf og kirkjunni varinn, Um trúna var glamrað í tvö f>ús- und ár, sem talin er bót allra meina; og þá átti mannkynið svíðandi sár —ég sé ekki breytingu neina.-— Þvf nútíðar Júdas er öldungis eins og Abei er daglega veginn; af gæðunum Lazarus nýtur ei neins og Nabott er lifandi fleginn. SIG, .TÚL. JÓHANNKSSON. Drengurinn minn í skólíigarðinum. í garðinum ég lft á börnin leika. svo létt og glöð á vorsins blóma tfð, af þrá og trega titrar hjartað veika. þar talar bæði liðin sæld og stríð. í þennan garð svo |>rát,t ég augum rendi, á pessum stað ég átti lftinn dreng, er ljós og yl á leiðir mfnar sendi, og iffsins hrærði dýpsta vonar- streng. Með bros á vörum, von f léttu lijarta, sem viðkvæm æskustundin ein á til, hann lék sér þar um bernskureitinn bjarta, við blóminnærð af döggog sólar yl. Hann lék sér margan leik í þess- um garði, og leikbræðranum var hann jafnan kær. °g þvf er von að votti fyrir skarði, Þar vinur stóð sem nú-er horfinn fjær. Já dauðinn kom að dyrum fyr en varði, og drenginn litla hreiff faðminn sinn, nú leikur hann íhimins skólagarði, þar hrynja engin tár um vinar kinn. Þú gefur, tekur, tjáir ei aðklaga, þfn takmörk drottinn, enginn sér né veit, hin bezta gjöf sem gafst mér lffs um daga, er geymd f mínum lijartans skóla- reit. MAGNÓS MAHKÚSSON. Alveldið. Ó mikli guð sem lætur ljós og líf, á jörðu streyma, þér flytur alt, seni hrærist, lirós, um heimsins vfða geima, þinn stýrkur . veradar stórt og smátt, þfri stjórn er náð og friður, þú litur jafnt á lágt sem liátt, frá lfknarstóli niður. Jáhvarsem reikarhugur manns, um ])imii>. j.í>rð og flæði, þar skína verkin skaparans, með skraut og lffsins gæði, þú alsvaldandi herra hár, sem hvers eins ræðurdögum, hið veika, styrka, öld sem ár, fer eptir þínum lögum Þú sendir bæði blítt og strítt, ei barni neinu gleymir, þfn náð er eilff, veldi vftt, sem veröld alla geymir, þú hrffur vini vinum frá, svo viðkvæm tárin falla, enn aptur ljóssins landi á, þú leiðir saman alla. M. MARKÚSSON. Stökur. Eftir: Sigmond M. Long. Margt þótt stundum hér ég megi reyna. bið ég herran um það eina, að mér veiti trúna hreina. Hún er eina akkerið, sem aldrei svfkur, er hörmunganna hafið rýkur oghjálpin vina burtu fýkur. Guð ræður minni göngu, þótt gerist erfið leið, og af því kvíði engu, en áfram held mitt skeið Og nær mig harmur hendir og hjartað sorgin sker, ég veit að hann þvf vendir svo vetði’ að góðu mér. Minning Jóns Aðcilsteins. Frá því ég heimínn fyrst f réði, fært hefur reynslan þetta mér: Hvaða fðgnuður, hvaða gleði. hverrar tegundar helzt sem er; hvað ágætt, sem í honum finnst, hverfur burt þegar varir minnst. Ef menn við nokkuð ástir binda, öðru framar f heiminum, þá kemur eitthvað því að hrinda, þrálegast gagnstætt viljanum; en þó geta menn aldrei séð: Ekkert er gefið, heldur léð. Eins fór mér, þá ég átti soninn —inndælis vænti margs af því—- brást óvænt þessi blíða vonin, burt fór hann æðri veröld í. Þrátt vakir sorg í þanka mér, þín æfi var svo skammvinn hér. Þegar eg liugði mest að mundi, mfna gleði að finna þig, angistin þung að eyrum dundi, allra minnst þegar varði mig, Allir sögðu þig altekinn áköfum þrautum, sonur minn. Ekkert hefur á æfi minni eins sáran skorið hjartað mitt, og þegar ég f sfðsta sinni settist við bana-rúmið þitt, og horfði á, hvernig horfið var, heilsa, vit, fjör og lffskraptar. Óþol mig vildi yfirbuga, æstist nú sorgin stríð á ný, svo kom mér. fl.jótt með, harmi’ huga; liefði eg nokkuð mæðst af þvf, er eg þig fyrir brjósti bar. Blessist þfn minning hér og þar. Eg bað þá guð af öllum mætti, af þér að létta slfkri pín, hann sem að allra bíilið bætti, blíður við allar skepnur sfn syndlausum vægð að sýna þér samt— þá hans tfmi kominn er. Meðan þér önd í brjósti blakti, blessaður. kæri, litli son, f minni sálu altrf vakti, ótti samfara batavon, þar til að leyfi loks nam fá, lff, dauðinn þér að taka frá. Æ, hversu stuttur, en þó fagur æskunnar tfmi skiptist þér, álfkt og sólskins sumardagur, sem á dagmálum liðinn er, en dregst yfir köld hin dimma nótt, dvfnaði æfin þfn svo skjótt. I grend við þig dauðinn leyndist lengi, lfkt sem liann þyrði ekki vel, eða hefði með frjálsu fengið svo fljótt að koma þér í liel og skera þig upp með skyndingu úr skemdum hinna lifendu. En þú sem varst í allan máta öldungis frf af syndunum, þóknaðist guði þó að láta þjakast af sjúkdóms harmkvælum, máske til þess að missir þinn, mér yrði síður þrautbúinn. Þegar eg horfi þau á klæði. jitt sem elskaða vermdi hold, heitur söknuður’ hjartað mæðir, hulinn að vita þig i mold. Þó hverfur hann, er þenki’ eg um )itt dýrðarskart f himninum. Eg gat ei svoddans yndis notið. orða þinna að merkja skil, >ví æfiskeiðið var áður þrotið, aldursins þess, er komstu til. Nú lærir andlegt englamál, elskuverð þfn hjá guði sál. Það stoðar ekkert, þó ég gráti íennan elskaða niðja minn. Jeldur með rósemd lynda láti, íknsami drottinn, vilja þinn. Þvf Helja skilað hvergi fær herfangi því, hún eitt sinn nær. Það eitt minn hryggva huga gleður: hann sem tók börn í fang á sér heilögum gæzku-höndum meður hefur nú tekið móti þér; saklausri þinni sálu hann sjálfur vfsaði’ í himnarann. Söknuður myndi sárt ei spenna svo þráfaldlega huga minn, ef að eg mætti eitt sinn renna augum, í svip, á bústað þinn og samlagsbræður þfna þar >ér sem eru til skemtunar, Eftir því má ég eflaust bfða á meðan varir líf mitt hér, að sjá, hvað hafði það að þyða, þegar hann tók þig burt frá mér unz guð mér fögnuð unnir þann aptur þig siá í himnarann. PJ*’1** ->• - •*»« -JfiuBl i ' Þá muntu mér sem sonur sýna sælu og framför alla þá, sem guð íklæddi sálu þína. síðan þú burt leiðst jörðu frá, heilagri fegurð fágaður, fullkominn, vfs og dýrðlegur. Fyrst ég elskaði auðnu þína öllu framar f heiminum, svo má ei lengur sálu mína, sorgin þreyta at missinum. Því ábatinn varð allur þinn, ógleymanlegi sonur minn! Athuga sem d: Þetta kvæði erort af maddömu Guðnýju frá Grenjaðarstað: það er nokkurs-konar ”Sonar-torrek”, eptir uppáhaldsbarn, er hún átti og missti: Jón Aðalstein, hinn eldra, Eg hefi fengið handrit af Þessu kvæði úr fjórum áttum. Sfðasta handrit af þessu kvæði fékk eg hjá hr. Sigmundi M. Long, fróð- nm bókamannf í þessum bæ. Og það mun vera það réttasta. Bjarni Þórarinsson. Qrand “Jewel u 4 STÆhÐIR af viðarstom an VATNSKAScA. :i stÆrðir af kolastóm án vatnskassa. 4 STÆRÐIR AF VIÐARSTÓ.M MEÐ VATNSKASSA. :t STÆRÐIR AF KOLASTÓM MEÐ VATNSKASSA. Ciirniid Jewel xtor eru vo ir beeztu auglýsendur, þegar þér kaupið stó,—kaupið þá beztu, þá sem er fyllilega trygð,—þásem hefir viðurkenningu.—Ódýrleiki ætti ekki að vera eina augrnatniðið. Bezta stóin er ætíð ódýrust- Allarstærðir j til allranota.—Seldar alstaðar, biðjið & kaupmann yðar um þær. Yttr 20,000 nú í stöðugu brúkj, gerðar af: THE 8URR0W, STEWART & MILNE COMPANY, »■«. (Elstu stógerðarmenn í Canada). Seldar af eftirfyIgjiimli verxliinnriiiöiiiiuin: Winnipeg, 538 Main St..Anderson & Thomas. Baldur, Man....Thos. E. Poole. Gladstone, Man.... Williams Bros. Gimli, Man.... II. P. Tærgesen. Red Deer, N. W. T...Smith & (jaetz. AVapella, N. W. T.... J. W. Sutherland. Whitewood, N. W. T..J. L. Lamont. Selkirk, Man.... Moody & Sutherland. Yorkton, N. W. T....Chas. Beck. Beausejour.... J, E. Dugaard. Glenborw... .Doig & Wilcox. Langenburg... .W. B. Lennaid. Saltcoats... .T. E. Bradford. Stonewall.__West Montgomery. Toulon,.... F. Anderson & Co. Skrifið eftir 40 blaðsíðu bók, send yður kostnaðarlaust meðan þær endast. Þær gefa þarflegar búskapar bendingar. Bækur vorar fást hjá þeim, sem selja stórnar, eða hjá aðal útsölumönnum í Manitoba og Norð- vesturlandinu, JleiTirk Amlerson A Co., Winnipejr. / lítið, hvar í l&gum sal lftill sveinn er fæddur: Til að boða betri tfð, búinn sannleik hreinum, til að frelsa lönd og lýð, lífs frá þyngstu meinum. Bót á meinum bömin fá, blóðuggróa sárin; hörðum steinum falla frá fögur kærleiks tárin; hjörtun manna kremur köld, kraftur orðsins blfður; þrótt og gæði þúsundföld þessi stund oss býður. Fagni gjörvöll herrans hjörð lieiminum er fæddur. Mannsins son á manna jörð, mannins holdi klæddur. Látum kærleiks sólna sól sífelt oss hér lýsa. Höldum allir heilög j ó 1 herrans nafn að prfsa. M. Markusson. 0)°Q 3)oó 3)°<o o)o<o DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “F'reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandí sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi ibikarnum Báðir þessir drvkkir er seldir í pelafiöskum og sérstaklega æti- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eöa með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- iYInnntaetiirer Jk Importer, WllkMI’F.íi. Jóla-kvæði. Fagnar gjörvöll herrans hjörð hopar myrkrið kalda. Ómar himni, hafi, jörð, heilög friðar alda; eymd og villa færist f jær, fæðast blóm á hjami; lffsins vonar-loga skær ljós, hjá hverju barni. Blftt frá bæðum hljómar tal. helgum krafti gæddur, ÓKEYPIS JÓLA-MIÐDAGS- MÁLTÍÐ ætlar Sáluhjálparherinn að gefa 1200 fátæklingum í þessum bæ f samkunduhúsi sínu, horninu á Ru bert og King St., kl. 12 á jóladag- inn. Hornleikenda-flokkur spilar þar meðan máltíð stendur yfir. Islenzkir fátæklingar, jafnt og aðr- ir, verða þessa aðnjótandi, ef þeir gefa sig fram. Sáluhjálparherinn 1 á beztu þakkir skildar fyrir hugul- j semi sína í að veita fátæklingum Winnipeg-bæjar þessa jólagleði. Canadian Northem Ry.-félagið hefir keypt alt norðvesturhornið á Portage ave. og Main St. (nefnt Western Canada Block), fyrir 155 þúsund dollars, og ætlar að hafa þar farbréfasölu og aðrar starfstof- ur félagsins. Það er talin verð- mesta landspilda sem til er f Win- nipeg. ________________ Johnson Bros, áhorni Ellice & Toronto St. selja ,fyrst um sinn, móti pening- um út f hönd, vömr sínar við lægra verði, en aðrir kaupm. í Wpg, t. d 12 pd. bezta kaffi....... $1.00 19 pd. Molasykur..........$1.00 23 pd. raspaðan sykur......$100 20 centa kaffibætir á 12 cents pd. 40 centa te -.....á 35 cents pd. 35 centa te ...... á 30 cents pd. 9 pd. haframjöl............25c, 98 pd. ekta hveiti........$1.90 98 pd. Strong B. $1.80. hreinsaðar rúsínur 9c. pakkinn ;J3i pd. cúrfnur 25c; 9 pd. epli 25c; 5 pd. sveskjur 25c.; 60c. Jamfata á 50c. o. s. frv. BIÐJIÐ UM. 0GILVIE 0ATS Ág'ætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— I pokum at' öllum stærðum.— OGILVIE’S HUNGARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OG I LV I E’S ” það er betra en það BEZTA. HEFIR ENQAN JAFNINQJA. SÆLGÆTISLEGA EFNIS- GODUR OG ILMSŒTUR The T. L. “Cigar” Það er vinsæl tegund, sem hefir áunnið sér hylli og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús undir reykja nú þessa ágætu vindla. . REYKIÐ ÞÉR ÞÁ? WESTERN CIGAR FACTORY Tho». Lee, eigandi, 'WINITIPEG. I kvæðinu: ’Ég elska, ég hata’, í þessu blaði, liefir misritast f hand- riti, sfðasta erindis 4. hending: ’leið- in seinna' les.: leiðin þang að . Stúkan ’Skuld’ heldur ekki fund 24. þ. m. en meðlimir eru beðnir að athuga, að á Gamalárskveld verð- lialdinn fundur og hefir Prógrams- nefndin ákveðið að hafa mikið og gott Prógram. Þar verður leikinn skemtileikur: ’Frá einni plágu til annarar’, eftir Sig. Júl. Jóhanness. Magnús Björnsson, að 57 Y ict- oria St. selur eldivið með lægsta markaðsverði, og enda ódýrar fyr- ir peninga út í hönd. Bezta þurt Tamarac er selt fyrir $6.25 til $6.50 cord. Grfmudansi, augl. sfðast, er að til óákveðins tíma. frest

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.