Heimskringla - 08.01.1903, Side 2
HEIM8KRINGLA 8. JANÚAR 190B.
Heimskringla.
PUBMSHHD BY
The Qeimskringla News i Publishiug Co.
Verð blaðsins í Canadaog Bandar $2.00
nm árið (fyrir fram borgað). Sent til
Ísiandí (fyrir finua borgað af kaupend-
um blar'sins hár) $1.50
Peningar ser.dist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Od er. Bankaávísanír á aðrabanka en í
Winuipég að eins teknar með afföllura.
rt, Íj. Haláwinstm,
Editor & Mauager.
Office . 219 McDermot Ave.
I* o. BOX 12«».
Um uppeldi barna.
Oft hefir sú spuming vakið at-
hygli þjóðanna hver ráð væru
heppilegust til að tryggja komandi
kynslóðum sem mesta hérvistar-
sælu. Margt hefir verið um j>að
mál rætt og ritað og ýmsar tillög-
ur frambornar um það, hver með-
ul væru heppilegust til pess að
göfga sálarlff einstaklingsins, bæta
siðferðismeðvitundina og auka efn-
alega velsæld. Það er játað, að örð-
ugt muni veita að skapa nýtt eðli í
mannkynið, en mönnum hefir
komið saman um að mögulegt
muni verða að bæta [>;tð, ef ekki
algerlega að breyta því með skyn-
samlegu uppeldi bamanna. Þvf að
f>ótt heimurinn sé orðinn gamall
þá er mannkynið, sem í honum býr,
að miklu leyti á bamsaldri að því,
er þekkingu og reynslu snertir. En
einlægt er fólki þó að þoka áfram í
þeim efnum og einlægt er mann-
kynið að fá gleggri sjón á þvf að
velgengni einstaklingsins sé að
miklu, ef ekki algerlega, að mestu
leyti komin undir f>vf hve vel hann
er upp alinn og mentaður. Menn
hafa fyrir löngu lært að bæta kyn
eða eðli ýmsra eýra, en sú þekking
hefir ekki náð til mannkynsins í
sama mæli af þeirri einföldu ástæðu
að maðurinn er. f>rátt fyrir gáfna
lega yfirburði sfna, hið langóvið
ráðanlegasta, og að sumu leyti ó
tryggasta dýr á jarðríki.
Það er talið áreiðanlegt að sæla
mannsins hér f lieími sé aðallega
bygð á hugarfari einstaklingsins
þannig, að sá, sem stendur á háu
siðgæðisstigi, og sem f>ess vi'gna
breytir við umheiminn í 'samrœmi
við það, sé og hljóti að verða sælli,
hafi meiri sálarfrið, en liinn. sem
stendur á lægri siðferðismeðvitund-
ar-gmndvelli. Það er og sannað
ómótmælanlega að það er ekki
vitsmunaminsti flokkur mannkyns-
ins, sem fyllir fangaklefa þjóðanna,
heldur hinn, sem hefir nægilega
vitsmuni, en litla siðferðismeðvit-
und. Svo er og f>ess að gæta að
það eru ekki ætíð sekustu glæpa
seggirnir, sem komast f fangelsin,
þvf að margir þeirra hafa alt of
mikið vit til að festast í neti lag-
anna, og svo er á hinn bóginn
urxnull af fólki, hversdagslega al-
þVðlegu, sem talið er heiðvirðasta
fólk og aldrei er opinberlega við
glæpi kent, en sem f raun réttri
lifir svo ósiðferðislega að [>að með
þvf eitrar þjóðlífið umhverfis sig
Oðrum verður ósjálfrátt að fylgja
dæmi þessa fólks af þvf þeir sjá
hverrar virðingar það nýtur hjá
umheiminum, og af grannhyggni
ráða af þvf að þetta fólk hljóti þvf
að lifa fyrirmyndarlífi, En að fró
tekinni þessari hlið málsins og
skoðandi að eins hina hagsmuna-
legri, þó hefir mönnum komið sam-
an um að auðsæld mannsins sé að
miklu leyti komin undir uppeldinu,
eða þvi, að bamið og ungmennið
sé látið leggja mesta rækt við það,
sem þvf er eiginlegast, og lýtur að
friðsömum atvinuuvegum.
Ef til vill sú stærsta synd, sem
foreldrar drýgja við uppeldi barna
sinna er vanrækslun á því að kom-
ast í tíma að fullvissu um það til
hvers starfa bamið sé hæfast.
Hver atvinnnvegur muni vera þvf
eiginlegastur, og í hvaða verka-
hring það muni verða hepnast í
heiminum. Þ;ið ætti að vera og
er bein skylda allra foreldra að
gera sér ljósa grein fyrir þessu
á meðan barnið er enn á nppvaxt-
arárum, og næst að láta það temja
sér þá iðn eða list, sem [>að er
lægnast fyrir. Væri þetta gert að
reglu alment, þá mundi það tryggja
mörgu barni farsæla framtfð, sem
annars færi þeirrar sælu á mis.
Það hefir of mjög legið f landi, frá
foreldranna hálfu, að láta af hendi
rakna, oft af skornum skamti, að
eins það minsta, sem lagaskyldan
heimtar—að fæða og klæða böm-
in—en láta þau að öðru leytl ganga
sjálfala og án allrar stjómar eða
jafnvel leiðbeiningar. A þi>nnan
hátt alast þau upp “eins og reir af
vindi skekinn,” eins og mannlaust
far á öldum lffshafsins, sem stjórn-
laust hrekst fyrir hverri báru. haf
andi enga ákveðna stefnu, ekkert
markmið og lendingin því ætfð ó
viss og of oft mjög ófarsæl. 81fk
bfirn láta það vanalega vera sitt
fyrsta verk, þegar þau fá afi 'of.
aldur iil, að yfirgefa foreldrahúsin
Enginn veit hvert, og koma aldre
heim aftur. Þakkandi sínum sæla
fyrir að hafa komist. sem fyrst og
lengst frá öllum sínum.
Ekki alllftið af gjaldþrotum
manna er til orðið einmjft vegna
þessað þeirliafatekiðsér fyrir hend
ur þau störf, sein þeir kunnu ekkert
til og höfðu enga þekkingu á. Al1
þessu leiðir oft, ekki að eins fjár
þröng, heldur oft sviksemi og
stundum glæpi, sem hæglega hefði
orðið hjá komist ef uppeldinu hefði
verið öðmvfsi hagað.
Að vfsu má ætla að þess verði
langt að bfða að böm verði uppalin
og mentuð á þann fullkomna hátt
að hver einstaklingur komist strax
i byrjun á þá hillu í lífinu, sem
hann er, samkvæmt hæfileikum
sínum og eiginleikum, bezt settur
á, en mikla bót má eflaust gera frá
því sem nú er, og ef hœgt er að fá
foreldra alment til að sjá og skilja
þann sannleika að baminu sjálfu
og meðborgumm þess öllum sé það
það fyrir beztu að komist sé að þvf
snemma á æfinni, með ákveðinni
vissu, til hvers bamið sé sérstak
lega hneigt, og mentun þess svo
beint í þá átt, þá er mikið unnið
og fáist foreldrar til að breyta
samkvæmt því þá inun velliðan
ánægja og sæla einstaklingsins
verða að mun meiri einmitt fyrir
það. Það eru fá börn, sem svo
eru dul að ekki megi auðveldlega
komast að þvf til hvers þau (
sérstnklega hneigð; eitt er geflð
fyrir handiðn, annað fyrir verzlun
þriðja fyrir bóknám, fjórða fyrir
stórframkvæmdir f einhverja á-
kveðna átt o. s. frv, Og það er
lífsspursmál fyrir barnið að æf-
íngu fx'ss sé snemma beint í þá átt
sem eiginleikar þess sérstaklega
benda til. Enginn veit að liverju
bami gagn kann að verða, eða hve
miklu það kann að fá orkað f lffinu.
En hitt er vfst, að margur er sá
maður, sem þó hann sé sérlega vel
gefinn, verður bæði sjálfum sér og
öðram gagnslaus, einmitt vegna
þess að uppeldi hans var óeðlih'gt
og honum fyrirmunað—að minsta
kosti ekki hvattur til—að æfa það,
sem hann var hneigðastur fyrir.
samkeppninni fyrir daglegu brauði
er það þvf nauðs/nlegt, og einn sá
b^zti arfur sem foreldrar geta
eftirskilið bömum sfnum. að ala
þau upp og menta á þann hátt að
þau læri að skilja snemma á æfinni
hvert aðal-æfistarf sé þeim eigin-
iegast, enda er það siðferðisskylda
foreldra og annara aðstandenda
bama að vanrækja þetta ekki. En
>að er um þetta sem og svo margt
fleira Þótt fólk sjái skylduna þá
breytir það ekki samkvæmt þeirri
vitund. Það lætur hlaupa á reiðan-
um og vonarhið beztameð útkom-
nna sfðar. En dæmi fyrri kynslóða
ættu þó að geta verið þeim kom-
andi að vamaði, og það vonum vér
>au verði sem fyrst.
Bréf
frá Harvard-háskólanum
E'tir; Th. '1'horvaldsson.
New England ríkin eru óefað
fræga9ti partar Bandaríkjanna, ekki
einungis vegna þess að þar er mik-
illi auðlegð sat'nað sarnan, eða þar er
allur iðnaðar rekinn í stórnm stf',
heldur meira vegna þe.ss að þar ei u
flestir frægustu sögustaðir Banda-
ríkjanna og þar er rnentun á hæzta
stigi,
Á dögum Jaines I. Englands-
konungs hröktust vestur yflr haf
all margir ai þeim trúflokki, sem
Puritanar nefndust. Skipið, sem
ttutti þá fyrstu hét Mayflower. Þótt|
ótrúlegt sé, þykir nfi lifandi mönn-'
um það eins mikill heiður að geta
talið sig í ætt við þíi, sem sigld i á
því skipi vestui', eins og ef þeir
væru náskyldir Englandskonungi.
Þessir Pui itanar, sem ekki g’Vtu gert
sér hugmynd um nema eina þrönga
leið til lit'siiis, sem fyrir sakir sam-
visku sinnar gátu ekki liðið nein
tifiaibrögð nema sfn eigin, tóku,
eins og sagan sýnir,' ötullega til
starfa þegar hingað kom. Margir
þei' ja sem íóru vestur voru mentaðir
menn. I öfðu sumir af þeim fitskrif
ast af Cambridge og Oxfoid háskól-
unum á Englandi. I minningu um
Cambridge háskóiann var einn af
þeim fyrstu bæjurn hér í Massaehus
etts, sem þeir stofnuðu, nef'ndur
Cambridge, Eins og eðliiegt var
fundu þeir brátt að nauðsynlegt var
að boma hér á fót skóla. Þeir
stofnuðu því Harvard skólann í
Cambridge, elstu af mestu núver
andi mentastofnunum í Ameríku.
Þessi viðburður skeði árið 1630, ög
er skólinn því í Sr 266 ára gamall.
Stjórnendur nýlendunnar gáfu hon-
um 400 pund sterling (mm $2000).
Lítið var gert næsta ár. Þá
dó John Ilarvard, einn af prestum
nýlendunnar. Hann arfleiddi skól
ann að öllu sínu bókasafni og hélf-
ingnum af eign sinni. Þess þarf
ekki að geta að minningu hans er
rækilega haldið á lofti. Bronze-
myndastytta af Harvard heflr verið
reist á háskólavellinura. Nokkrir
af þeim, sem höfðu útskrifa3t af skól
anum höfðu látið reisa mikinn minn-
isvarða á gröf Harvards 1828.
Helflngurinn af eignum hans seldist
fyrir $2000. Nú fóru Heiri að gefa
skólanum, hver í kapp við annan.
Sumir gáfu peninga, aðrir sanðfé eða
bómull. Þess er getið að sumir
hafi gefið sykurskeiðar, diska, könn-
ur og fieira. Þó gjaflrnar < æru
sm&ar, sýndu þær i-amt hinn lofs-
verða áhuga Puritana fvrir menta-
málum. Það var því engin furða þó
að þegar stundir liðu fram færu
gjaflr þessar vaxandi unz þær námu
milJíónum, eins og fitt hefir sér stað á
síðari tímum.
Skólinn var npphaflega stofn
aður sem guðfræðisskóli. Fyrst
framan af gekk alt í hazli, Yflr-
kennarinn þótti brúka ólina óspart
ef ekki var alt eftir hans viija.
Kona hans átti að sj& piltum fvrir
fæði. Hún var svo nízk að þrátt
fyrir það að nemendur áttu heimt-
ingu 4 að fá kjöt að borða fenga þeir
aldrei að bragða það. Alt annað
var eftir þessu. Yar því skólinn
ekki I fyrstu álitinn neinn sælu-
staður. Þefta lagaðist samt eftir
stuttan tíma, þegar betri menn
komu og tóku við stjórninni, Rík-
ísstjórnin og klerkaruir áttn að líta
eftir skólanum, svo ekki var um
mikið frjálsræði í skoðunum að tala í
fyrstu, enda bólaði snemma á þeim
agnúa, því einn af fyrstu forsetam
skólans, var þó með lærðustu mönn-
um, en hafði mátt fyrir “vantrú’
ílytja af Englandi, hélt fram skoðun-
nm, sem klerkar og aðrir gAta ekki
felt sig við og var því mizkunnar
lanst rekinn af yfirvöldanum. Gekk
það svo langt að um tíma ætlað:
enginn að f ist til að taka að sér
stjóri; skólans.
Á þessum óeirðartímum fékst
loksins Kalvinisti, sem hét Mather,
til að taka við embættinu. Hann
var nógu rétttrúaður til þess að
gangast fyrir galdrabrennunni í
Salem, sællar minningar.* Samt
“innvikklaðist” hann í trúarstælum
og var þá reynt að setja hann af
embættinu. Það tóksf. seinast vegna
þess að hann hafðiætíð búið i Boston
en ekki í Cambridge þar sem skólinn
var, og hafði alt af riðið á klárnum
sínum á milli og svo gert sig sekann
í því að láta járna hann og gera
við hnakkinn sinn á skólans ko3tnað.
Þótti þetta meðal Puritana, óhæfa
mesta.
*) Eina galdra brennan i Ameríku.
Það var álí ið að illir andar hefðu af
völdam eii.hverra i nágrenninu gert
hálfvitlausar tvær prestsdætur. Til
þess að komast^yrir hverjir sekir væru
var mesta mannfjölda safnað saman og
þær látnar benda á «aldramennina,
Þeir voru strax teknir og brendir.
Talan var o ðin næstum tuttugu þegar
heldra fólkið fór að verða i vali og var
þá brennuuni hætt.
Eftir langa og harða baráttu
milli kalvinista og þeirra, sem frjáls-
ari voru í skoðunura, sigruðu þeir
Isíðunefndu. Mather og sonur hans,
1 Cotton, biðuekki boðanna, en fóru af
stað til New Haven, Conn. með þá
fylgjendur, ssm þeir gátu safm’ð.
Það er sagt það hafi verið völlur 4
Þeim þegar þeir komu þangað og að
þeir hafi farið ómjfikum og ókristi-
legum orðum um trfileysing-
ana í Massacbusetts, sérstaklega um
ríkisstjórann. Sem sýnishorn af
þeim ósköpum, sem rigndu niður set
ég hér það, sem Mather segir nm
hann; “Hann hefir gert sig sekan í
ágirnd, lýgi, h’æsni, svikum, helgi-
dagsbroti, þjóínáði og morði— Eg er
sái'hræddur um að sftl han3 fari i'la.”
Mather skoraði einnig á liann að
‘ iðka guðræknina og komast í sátt
við skaparann, svo hann mætti öðl-
ast tímanlega og eilífa sælu.” Eg
þarf naumast að geta þess að ríkis-
stjórinn var mesta valmenni. Hann
neitaði að kaupa sáluhjilpina með
þvi að lítillækka sig fyrír Mather.
Það mikla andlega fjör, sem
þessum illdeilum var samfara, lét
mikið gott af sér leiða. í fyrsta lagi
var mikið meira gefið til Harvard
skólans, og í öðru lagi stofnuðu þeir
feðgar Yale háskólann í New Haven
Það er þriðji hftskóii Bandaríkjanna.
Lengi framan af var hann lokaður
fyrir öllum nema kalvinistmn, Það
er sagt að þar brenni við oÍ3tæki
enn þann dag í dag.
Fyrst framan af var fremur hart
í bfii við Harvard. Til þess að við-
halda skólanum var stungið upp á
því að leggja 25 centa skatt á mann
hvern í pýlendunni, en það sýnist
ekki hafa gengið fyrir sig. Eítir 50
ár voru eignir hans samt orðnar yfir
$100,000 í peningum, bókum og
landi. Meirihlutinn at þessum gjöf-
um komu frá einstaklingum en ekki
frft stjórninni, sem ætíðer nízkust við
mentastofnanir. Árið 1638 gáfu
nokkrir menn í Amsterdam peninga
fyrir prentsmiðju, það var fyrsta
prentsmiðjan sera fluct var yfir At-
lanzhaf. Þifttt fyrir alt var skólinn
svo fátækur og stjórnin svo sein að
bbrga kaup kennaranna að þegar
einn af forsetum skólans dó, skuld-
aði hann $10,000. Æclaði því eng-
inn að fást til að taka við formenzk-
unni fyr en stjórnin vsr bfiin að
skuldbinda sig til að borga greið-
lega ogsjft f'orsetanum fyrir húsnæði.
Um þessar mundir (1700) var
Massacbusetts Hall bygt, það stend-
ur enn þá og er elsta byggingin af
þeim 45, sem nú standa á hftskóla-
vellinum, sem er 8Q ekrur að stærð.
Með.in t'relsisstríð Bandaríkjanna stóð
yflr höfðu hermenn þar aðsetur sitt.
Fyrsta ljósinyndin sem tekin var í
New England-ríkjunum var tekin í
því húsi. Hinn nafnfrægi D;. E. E.
Hale vann það verk.
Allar almennar andlegar hreyf-
ingar hljóta að meira eða minna leyti
að haf'a áhrif á stórar mentastofnanir
í því landi þar sem þær hafa upptök
sín. Þetta sannaðist margfalt á
Harvard. Hver póiitisk og trúar-
bragðaleg bylgjan á fætur annari
velti nér á fyrri tímum yfir þessar
bygðir. Saga þessara miklu og nafn-
frægu gömlu hftskóla er því eftir-
tektaverðari að hún sýnir glögglega
ekki einungis alla þ& andlegu
strauma, sem bafa runnið gegnum
þjóðlíflð, heldur líka þro3ka þjóðar-
innar öld eftir öld. í þessu sam-
bandi vil ég minnast & eitt atriði,
sem er mikilsvarðandi vegna þes3
að það varð til að stofnsetja það
frelsi og umburðarlyndi í skoðunum,
sem hefir einkent Harvard fram á
þenna dag. Jónatan lídwards,
frægur prestur kalvimsta, tók sig
tram um það (1736) að útbreiða
“heilagan ákafa” á meðal Puritan-
anna; því honum fanst trúarlíflð
ósköp að dofna. Hann var bæði
grunnhygginn og tilflnningaríkur og
hafði því alla nauðsynlega hæflleika
til að vinna það verk. Hann kendi
mest um lífið eftir dauðann og gaf
nákvæmar upplýsiugar um líðan
þeirra sem illa færu. “Jörðin að lík-
ingum breytist í eldiegt haf þar
sem þeir óguðlegu munu kastast til
og frá og stórar öldur af eldi og
brennisteini veltast yttr höfuð þeirra.
—Þeir skulu ekki fá hvíld eina mín-
útu, og aldrei, aldrei skulu þeir frels-
ast úr djúp'nu.”
Þessi ósköp ætluðu að gera
fólkið vitlaust af hræðsiu. En þegar
Whitefleld kom tók ekki betra við.
Þessl Whitefleld var einn af stofn-
endum Methodistakyrkjunnar og
hinn mesti ræðuskörungur. Honum
þótti Harvard svo guðlaus að hann
herjaði þar strax. Afleiðingin varð
sú að læ» isveinar fóru að sji undar-
legar sýnir, sumir sáu djöfulinn í
bjarnargerfl koma inn til sín á nótt-
unni og aði ir ætluðu að verða vit
stola af gleði yflr því að vera “frels-
aðir” en sumir voru voðalega hrædd-
ir um s lu sjna. Þessí ógangur gat
ekki varað lengi. Eftir tvö ár var
búið að opna augu fólksins, en með-
an það stóð yfir var skólanum hætta
búin að hann lenti í greipum kalvin-
ista. Þetta var sú síðasta trúar-
hrevfing, sem var nærri búin að
eyðíleggja H irvard.
Þegar frelsisstríðíð stóð yfir
mfttti skólínn færa sig meðan Eng-
lendingar sfttu um Boston. Þá var
hann aðsetursstaður hermanna.
Skömrnu áður hafði ný bygging ver
ið reist í minningu um Jobn Har-
vard. Á henni var blýþak. Banda-
ríkjamenn höfðn lítið af skotfærum
um þessar mundir og tóku þakið af
og steyptu það í kúlur ( 775). Þeg-
ar Boston var laus og skólinn kom
til baka sendu þeir George Washing-
ton doktors nafnbót fyrir hans ötulu
framgöngu. Síðar (1790) þegar
Washington var forseti Bandarikj
anna, sýndi hann skólanum þann
heiður að heimsækja hann. í þessu
sambandi má geta þess að núver-
andi forseti Bandarikjanna heíir út-
skrifast af Harvard.
Árið 1836 hélt skólinn 200 ára
afmæli sitt Þá voru eignir hans
ekki nema $600,000. Þess er getið
að um þetta leyti hafi mikið borið á
Unitara-hreyfingu í Massachusetts.
Guðfræðisskóia í sambandi við Har-
vatd hðfðu Unitarar stofnað 1817, og
var honum því kent um að vera
griðastaður slíkra skoðana, Samt er
útlit fyrir að sú hreyfing hafi farið
hægt; því þegar R W. Emerson pré
dikaði 4 guðfræðisskóia þeirra þótti
þeim hann fara of langt í sakirnar,
en fijótt urðu þó fleiri til að fylgja
hans dæmi. Skömmu síðar var
mönnura af hvaða trúarflokki sem
var, leyft sæti í sbólaráðinn; og frá
þeinj tíma (1833) hefir skólinn verið
laus við allar kyrkjudeiidir, Hvaða
áhrif þetta hefir haft á guðfræðis-
skólann getur hver ímyndað sér, en
ekkert efamál hefir það verið síðan
hin “hærri krítik” var innleidd;
endaeru nú 0 af 12 kennurum skól-
ans meðlimir Unltarafélagsins amer-
iska, (Meira).
Kveldið sem að pósturinn
kom.
I.
Hafir f>ú ei heimasætt
Hugar-far með bjálfum:
Hefir þú, veit ég, vagsinn grætt
Vini’ í flestum álfum.
Bygt f muna marga brú
Milli fjarri geima;
Hlýtt á spaka, þó að þú
Þegðir og sætir lieima^
Þér var hljóðum hugar-bót
Hvað f>eir ræddu’ og sungu,
Þó næðir ekki’ á manna-mót
Né mæltir f>eirra tungu.
Gátu yfir lög og lönd
Langt—þó um ei viti—
Rétt þér bróðurhugar-hönd
Heim, í blaði’ og riti.
Var ei gesta-vals í rann
Von—ef höpp ei sviku—
Jafnvel yzt við útkjálkann.
Einu sinni’ í viku ?
Erti’ ei tfminn tifaseinn
Tilhlökkun f brjósti.
Þegar vaktir, uppi einn,
Eftir lötum pósti ?
Þú hafðir oft—er upp með glaum
Aðrir risu’ á fætur—
Vakað og leikið ljúfan draum
Ljósrar sumar-nætur.
II.
Þegar sfgur árin á
Æfilangrar ferðar,
Verða’ ei eins til yndis þá
Andvökurnar gerðar.
Þá er bert um bleikan karl,
Breytist leikjar-sviðið,
Þá er sérhver frött um fa.ll,
Fjölguð skörð f liðið.
Geymt f>ó sé að hrfna, hjá
hópnum burtu teknum,
Manni bregður samt., að sjá
Sætin auð á beknum.
Yngra fjör þó fylli skörð,
Fær til meira’ að vinna,
Af þvf þeim er gatan gjörð
Greið f sessið hinna.
Þeim er ætlað annað skeið—
Ára-talið sýnir:
Þeir vóm’ ekki á Ijóssins-leið
Leikbræðurnir þfnir.
III.
Og í kveld, moð eftir-sjá
Endaði þessi biðin;
Vakan hefir vfsað á:
Valdimar sé liðinn.
Göngnm hljótt um harma
inanns—
Hitt er við að una:
Þeir hafa lagt á leiðið hans
Lífsins-kórónuna.
Þá, að hafi egg og odd
Andans skorið dróma,
Og í fjöidans farar-brodd’
Fengið gröf, til sóma,
Framtíð sýnir sannleikann
Seinna’, f starfi’ og riti—
Það er eina uppskéran
Ábyrgst, svo menn viti.
8tephan G. 8tephansson.
Ný Ijóðabók,
eftir
SlGURBJÖRN JÓHANSSON.
Hún er prentuð í prentsmiðju
Lðgbergs, en gefin út af þeim Þor-
steini Jónssyni og B Walterson að
Brú. Hún er 350 bl. að stærð.
Pappír og prentun er viðunandi á
hérlendis íslenzka vísu. Henni er
skift i VI flckka, eftir efni Ijóðanna.
Réttritun á bókinni er ekki sú al-
genga, og má vera að sumum þyki
hún hiandin sérvizku að nokkrum
mun, en mftlfræðislega er hún nokk-
urnvegin rétt, í vissuin skiiningi.
Framan við bókina er mynd af höf-
undinum, og er hún talin góð af
þeim, sem þekkja hann.—Höfundur-
inn er kominn yflr sextugt að aldri.
Mnn vera fæddur? og uppalinn í
Þingeyarsýslu. Hann er alþýðu-
maður, og hefir aldiei gengið skóla-
veginn, eða verið settur til menta,
eins og sumir kalla það. Hann er
búínn að dvelja í þessu landi á ann-
an tug ára: og allan þann tíma, eða
mest af honum, í Argyiebygð.
Fyrsti flokkur kvæðanna eru
SAMKOMUKNÆÐI og minni, af
blaðsíðu 1 til bl. 112. Mest af þeím
er ort í þessu landi.Fimm af þeimað
eins orkt á Islandi, enda bera þau af
hinum. Þjóðhátíðarkvæðið 1874 er
laglega samið, en bezt flnst mér
kvæðið: Fyrir minni Jónasar Gísla-
sonar (Grjótgarðs). Það er prýðis.
vel ort á þeim tíma og undir þeim
kriagumstæðum. Öll hinsamkomu
minnin eru oflík til þess að dæma
þau sundurleitum dómum.
Annar flokkurinn eru BRÚÐ-
KAUPSK VÆÐI og AFMÆLIS-
KVÆÐT. Þau lýsa meira sérstökum
mönnum, atvikum og sveitamóði, en
skáldskapargáfu. Enda hlýtur það
svoað vera, og það verður fleirum
á en þessum höfundi. Og er svo
þar um úttalað.—
Þriðji flokkurinn ei LJÓÐA-
BRÉF. Ekkert þeirra er af stórvið-
um saman rekið, en þaa lýsa höf-
undinum og skapferli hans ef til vill
betur, en alt annað í bókinni.
Fjórði flokkureru HESTaVÍS-
UR. Það er langjafnkveðnasti flokk-
urinn í bókinni, og það er stór efi á
því, að nokkur Islendiugur hafl
kveðið fleiri og betri hestavísur, en
þessi höfundur. Hann kveður þær
allar af skáldskap og snilli, og virð-
ist það efni Iáta honum langbezt.
Fimti flokku>- eru LAUSAVIS
UR. Þar ber margt á góma, og
mörg er þar vísa vel kveðin, og
fyndin.
Sjötti flokkurinn eru EFTIR-
MÆLI. Þau eru eins og venjan
hefir mótað þau hjá þeim sem fást
við þá skáldkvæða-íþrótt.
Málið hjá höfuudinum er fiekar
lipurt og slétt alþýðumftl. Braglist-
in er eins ogtíðkast alment. Sum-
staðar er málí þokað úr réttum beyg-
ingum vegna rímsins, og k og hv