Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 5. MARZ 1903 Ueimskriiigla. PUBL.ISHBD B Y The HeimskringU News 4 Pnblishing Co. Verð blaðsins í CanadaogBandar $2.00 um 4rið (fyrir fracn borgað). Sent til fslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaení Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Baldwinaon, Kdltor & Mauager. Oífice : 219 McDermot Ave. P o. BOX ISHS. Macedonia, Ef Tyrkjasoldán verður við kríif- um Austurrfkis og Rússlands, þá verður Macedonia sjálfsstjómar- rfki, með svipuðu stjómarfari og nú er f Serbia og Bulgaria. Verð- ur þá lftið annað eftir af Tyrkja- veldi í Evrópu, en Constantinopel og nágrennið kringum höfuðstað- inn. Rýmar þá stómm hið aust- rænaveldi í Evrópu, sem Persar bmtu fyrstir undir sig hjá fom- Grikkjum, og sfðar var endursigrað af tyrkneskum sigurvegumm úr byzantinanska keisaradæminu, og sem f fyrridaga ógnaði bæði Þjóð- verjum og Itölum. Gangi Mace- donia undan harðstjómareinveldi Tyrkja, þá verða f>að að eins fá- einar ferhymingsmílur, sem stór- veldin f Evrójju þurfa að hafa eftir- lit á, og vakta og láta hlýða scr. Undirokun og þegnskylda Mace- donia og hinna kristnu íbúa þar, er undraverður útúrdúr í sögu mannkynsins. Sá útúrdúr tekur yfir þúsund ára tfmabil, þótt ekki séu nema um 400 ár síðan Tyrkir hertóku Constantinopel, ogöldurn- ar af því hernámi næu yfir að veggj- um Vienna. A því tfmabili hafa bæði Evrópa og Amerfka tekið stórurn framfömm, á þeim stöðum, sem mentaðir menn byggja þær, en hinn tyrkneski stjómheimur hefir staðið í stað. Loks nú á tuttug- ustu öldinni hefir stjómmenska Tyrkja yfir kristnu fólki, í blóm- legustu og heilnæinustu lands- plássum Evrópu, orðið viðurkend sem alveg óhafandi og óþolandi. Þessir tfmar geta ekki leyft liana lengur. Þeir sem stúdéra verldarsöguna, skáldskapinn, stjómfræðina, trúar- brögðin, sálarfræðina, og auðfræð- ina, þá verður þeim það ljóst að enginn landspartur eða kristnir trúflokkar f heimi hafi verið meira undirokaðir og þjáðir, en þeir, sem hafa verið undir stjórn Tyrkja. Fyrir 2000 ámm var Macadonia undir RómaÝeldi. Það náði yfir allar strendur Miðjarðarhafsins. Yfir Egyptaland og norðurhluta Afríku alt vestur að Atlanzhafi, og Asfu hina minni. Grikkland, Bulgariu, Serbiu, Spán, Frakkland og norður um Bretlandseyjar. Alt þetta svæði laut Rómverjum oglögum þeirra. Rómversk must- eri voru reist f stórborgunum á þessu svæði. Þar voru lesin skáld- verk þeirra Horasar, Virgilíusar, Homers,Platos og Aristotels. Fimm hundruð áruin sfðar var þessi hluti heimsins búinn að taka krisna trú. alstaðar voru reistar kyrkjur kristn- innar, æðri öllum áður þektum til- beiðslustöðum, og hinir heiðnu prestar horfnir fyrir h'ingu úr sög- unni. Þúsund ámm sfðar höfðu Tyrkir náð yfirráðum á öllum þess- um stöðum, nema Frakklandi, Bret- landi og ítalfu, en höfðu þó skika af henni til umráða, og þar að auki fleiri staði f Evrópu, sem aldrei lutu rómverskaveldinu, en sein þó vora kristnaðir. Alexander mikli var í Macedonia. í þann mund vom íbúamir ná- skyldir Grikkjum, og stunduðu listir þeirra og mentun. Sfðar lögðu Rómverjar hana undir og var hún þar á eftir einn hluti hins austræna rómverska ríkis, eða Byz- antinekeisaraveldið.og var Constan- tinopel hðfuðstaður þess. Sfðar herjuðu Bulgariumenn þar og tóku sér lönd með herskildi, og tóku þar ríkistrú. Svo nú f dag eru þar níu tfundu af Búlgar/u- mönnum, en fyrri kynþættimir eru þar þvf nær útdauðir. í vestur- hlutanum, sem liggur upp f Albiui- ianafjöllin, eru Tyrkjar, og eru þeir kallaðir “Hinir friðlausu Há- lendingar.” Syðst býr töluvert af Grikkjum, með þessa tíma menn- ingu. Samt em Tyrkir dreifðir um alt landið. I broddi fylkingar Norðurálfu stórveldanna (Englendinga, Frakka Þjóðverja, Austurrfkismanna og Rússa) ganga tvö veldin fremst nú, það eru Rússar og Austurríkis- menn. Þau heimta: í fyrsta lagi að landinu sé stjómað af landstjóra, sem íbúarnir sjálfir kjósi, og viki frá. I öðru lagi að landvarnarliðið sé skipað kristnuin mönnum ásamt Tyrkjum, hlutfallslega. Yrðu þá nfu kristnir menn á móti einum Tyrkja. I þriðja lagi að tekjum landsins sé fyrst varið til lands- þarfinda. en að eins afgangur, ef nokkur sé, yrði greiddur Tyrkja soldáni. En Tyrkir vita vel að tekjuafgangur inundi ekki verða liafður. Um daginn vissu sendiherrar þessara ríkja ekkl annað. en sol- dán mundi ganga að þessum kröf- um. Hann lét lfklega í fyrstu; en nú er mælt að hann muni ætla að þrjóskast við, og sjá hvað stórveld- in taki til bragðs. Macedonia er þvf nú alveg á ystu takmörkum uppreistar og mestu vondræða. Soldán erað útbúa 2ö0,000 hermenn og Rússar og Austurrfkismenn herrieðast að sama skapi, og virð- ast ekki ætJa að gefa eftir hið minsta. Prins Ferdinand í Bulgaria hefir leyft uppreistarliði Macedoniu- manna að hafa herstöðvar innan landamæra sinna, og verða þar bardagastöðvamar, ef til ófriðar kemur milli soldáns, Macedoniu, Rússlands og Austurrfkis. Ilospitalið. Nýlega eru komnar út ársskýrsl ur General Hospital í Winnipeg Alls hafa 2928 sjúklingar komið þar inn árið sem leið. Þeir eru taldir að vera af 18 þjóðernum. Auðvitað verða innfæddir Canadamenn lang- flestir 1428. Islendingar verða þar hinir sjöundu í röðinni; 92 íslend- ingar hafa verið þar árið sem leið. Að jafnaðartali hefir hver sjúkling- ur verið þar 20 19 daga. fslending ar hafa því notið sem svarar 1858 daga á árinu. Þessar upphæðir hef ir ho^pítalið meðtekið frá íslending uni: Mrs. E. Johnson & B. Borgfjörð, Winnipeg....................§255,40 Mr. M. Pálsson (frá konum í Álftavatnsnýlendu)........... 30,65 Kvenfél. ssfn. íSelkirk.. .. 10.00 Kvelfél. Freyja.............. 10.00 Saml. $306,05 Þar að auki hefir Argylesveit gefið §50, og er óefað nokkuð af þvf frá íslendingum. Og enn fremur hefir Dr. Ó. Björnsson geflð $10,00 og Th. H. Johnson eitthvað. Það er sést því frá íslendingum eru$31fi, 05. Það er hér um bil $3,43 fyrir hvern sjúkling, eða I7c. um dag- inn lyrir hvern sjúkling. íslendingar hafa þetta ár lagt meiia fé til spítalans en nokkru sinni áður, og er það þakkavert. En samt er upphæðin fyrir sjúklinginn of lít- il þegar miðað er við kostnað þann, sem hospítalið verður fyrir við hvern sjúkling. Og vonandi er að Ist. drýgi framlögin að mun næsta ár. Ættu sem flestir menn og stað- ir að leggja til sinn skerf, þó það sé ekki mikið frá hverjum, þá safnast þegar saman kemur. Það getur komið fyrir alla þá minst vonum varir, að þeir eða þeirra þurfl að leita til spítalans. Þar að auki veit- ir það Islendingum meira orð og á- lit, að bjálpa og styrkja þessa stofn- un með dáð og dugnaði, en nota hana án sómasamlegs endurgjalds. Gjaflr í styrktarsjóð Svía. Eft- írfylgjandi hafa sent Hkr. þessar gjatír: P. Norman, Churchbridge, $100 H. Árnason “ 1.00 M. Hinriksson “ 1,00 S. B. J. 5,00 E. G. 200 Teki uafgangur árið 1902 $289,686.34. ÚTDRÁTTUR ÚR FJÁRMÁLARÆÐU Hon. JOHN A. DAVIDSON’S, er hanu flutti 25. Febr. i fylkisþimfinu. Um leið og ég stend á fætur býst ég við að þingið ætlist til að ég geri grein fyrir fjárhagsástandi stjómarinnar þetta ár. Eg vona að það taki mig ekkí langan tfma að gera það. Eg hugsa að þing- mennirnir hafi þegar í höndum skýrslur um fylkisreikningana, og þær séu þannig úr garði gerðar að ég þurfi ekki nauðsynlega að gefa langar né margar útsk/ringar um það mál. Mér er samt stór ánægja að þvf, og öllum þeim hermm, sem sitja hémamegin í salnum, og efiaust hverjum einasta heiðarlegum kjós- anda f fylkinu, að gegar ég nú held fjármálaræðu f fjórða skifti í þing- saldum, að ég get sýnt það, að stjórnin hefir í fylsta máta uppfylt livert einasta loforð, sem hún gekst undir við kjósendur sýna, þegar liún komt til valda. Yér höfum borgað sjóðþurðina. og komið á jöfnuði í fjárinálunum, eins og við lofuðum þegar við voram kosnir til að stjóma. Vér höfum ekki einasta framkvæmt þetta, og án um svila, þrátt fyrir það, |>ótt útgjölc fylkisins hafi farið stórvaxandi, sem er eðlileg afleiðing af fólks- fjölgun í fylkinu. Eg er alveg viss um, háttvirti forseti, að þú ert mér samdóma, og ég lield að allir þingmennirnir f þingsalnum muni vera mér samdóma í því, að þessi 3 ár, sem stjómin hefir setið að völdum, liafa verið mestu fram- fara og hagsældarár. Fólkinu liefir fjölgað stórum í fylkinu og efni vaxið, og framþróun og velgengni kemur alstaðar f ljós, í hverjum atvinnurekstri, sem litið er á. Þetta er alt gott og ágætt, og á- nægjulegt í hæsta máta. En það verða menn að umna að fólksíjcílg- un eykur vaxandi ábyrgð fyrir stjómina, þó hvorgi verði hún meiri en í fjármáladeildinni. Jæja herra minn, ég segi að við höfum uppfylt það, sem við lofuðum þegar við tókum við stjóminni. Vér höfnm yfirstigið sjóðþurðina, og ekki einasta nú eftir þriggja ára ráðsmensku, heldur gátum vér á fyrsta stjórnarári staðist stjórnar- kostnaðinn með þeim tekjum. sem fylkið liafði, og sýnt tekjuafgang. Tekjuafgangurinn hefir farið vax- andi árlega, og á sfðasta ári höfðum við tekjuafgang sem nam um $100,000. Til þess að gefa þingmönnun- um gleggra yfirlit, og réttan skiln- ing fyrir fillu, svo menn skilji og sjái að stjómin hefir uppfylt, loforð sín, þá er nauðsynlegt að útskýra stjómarástandið þegar við tókum við ráðsmenskunrii. Aður en ég geri það, þá mœtti ég minna á nokkrar staðhæfingar, sem sumir af þingmönnununi, sem sitja héma gagnvart, og blöð þau sem fylgja þeim, sérstaklega Free Press héma í Winnipeg, sem hafia eytt mikl- um tíma og rúmi f að útlista fjár- hagsástand fylkisins, með þeim auðséna tilgangi að mgla og ringla kjósendurna, með ýmsum tilbun- tilbúnum tölum og upphæðum, og rangfærslu úr áðurhöldnum fjár- fjármálaræðum, f þessum þingsal, og reyna með þvf að réttlæta að- gerðir fyrverandi stjórnar, og skuldabréfasúpu hennar. Það var grein nýlega í Free Press, er innihclt umtal um fjár- hagsástand fylkisins og greip aftur í söguna, og ræddi um skulda- bn'faábyrgð Norquaystjórnarinnar. Ég œtla í eitt skifti fyrir öll að segjaþað, að Norquaystjóminskildi ekki nokkra skuldabréfa ábyrgð eftir á þessu fylki aðra en þá sem hún gaf járnbrautafél., og tilgang- ur Free Press er auðgjáanlega sá, eins, og málshátturinn hljóðar, að breiða “red herring a cross the trail” til þess að clraga athygli manna frá fjárhagsmálastefnu sfns eigin flokks, sem situr héma and- spænis á þingbekkjunum, Það er satt að Norquaystjórnin gaf út skuldabréf samkvæmt jámbrauta- ögum, fyrir 3 járnbrautafél. Eitt af af þeim hefir ekki einasta borg- að rentur með góðum skilum, held- ur liefir það lfka undirbúið sig að borga höfuðstól þegar hann fellur f gjalddaga. Tvö af þeim hafa ekki borgað skilvíslega; en það sem ég vil segja er. að mótstöðu- menn okkar eru viljugir að kvitta stjórnina fyrir þá peninga sem borg- aðir em fyrir þessi félög, en minn- ast ekki á vedgildið þeirra. Þess vegna er engin ástæða til þess að sítéra í þetta, og í sannleika hefir það engin álirif á fjáijmálaástand fylkisins, af þvf rangt er farið með, til þess að villa og afvegaleiða kjósendumar. Eg vil bæta þvf við þessar skulclabrcfaábyrgðir Nor- quaystjórnarinnar að hún tók við f löndum, eina ekru fyrir dollarinn. Þessi veðsettu lönd, tveggja brauta- félaga, eru nú þegar komin í okkar hendur, og Manitobafyjki taparekki einu centi á þeim samn- ingum. Mr. Greenway: Þið græðið pen- inga ? Mr. Davidson: Það verður sýnt sfðar. Eg ætla að minnast á fleiri stað- hæfingar. sem gerðar hafa verið til að lyfta vinum vorum hinumegin f þingsalnum, upp á við, og á rang- færslur á staðhæfingum mfnum, er ég hefi sagt f þessum þingsal; ég hefi að vísu lænt á sumt af þeim, í fyrstu fjámiálaræðu minni, þegur fyrrverandi fjármálaráðgjafi sat hér á þinginu, á meðal mótstöðu manna vorra, og hafði tœkifæri að svara þeim, ef hann liefði átt nokkurt svar til. Viðvíkjandi staðhæfingu, sem sá herra tókst á hendur að gefa, sem sé að fylkið væri í blómlegustu fjárhagskring- umstæðuin, og annari viðkomandi lántökum, sem þessir vinir mfnir tóku, ætla ég að gefa skýringar. Sú skýring sem ég ætla að lc>sa upp, er staðhæfing flutt af fyrr- verandi fjármálaráðgjafannm, og miðaði til að sýna að þær eignir væru allar gagnlegar sem peningar út f hönd. eða gæfu af sér vexti. sem veðfé. Og þegar búið væri að draga. frá þeim þær löglegu skuldir, sem á þeim hvíldu, sýndi hann fram á tekjuafgang. Skýrsla hans er svona: Veðián hjá&veitarfél .... $ 811871.94 Peningar í sjóði......... 499 499 95 Stjórnarbygginntar ...... 785,928 21 Sk'.id hjá sniub.stj., vióur- kend og ekki viðurkend 3 849 517 03 Kostnaður á blautleudi... 78,131 81 Skólalandasjóður ........ 503,594 51 Samansafnadir vextir..... 225 000 00 Samtals........ 6.783 903 45 Innlegg ýmsra sjóða ........ 511,764.20 Skuldaskfrteina ábyrgðir.. 2,479.532.39 Samlagt........ 3 009 296 59 Þá verðureftir i sjóði... 3,771,606.86 Þessa staðhæfingu og skýrslu var minst á í fjármálaræðunni 1899, og aftur í annað sinni f fjármálaræðu minni 1900. En ég ætla að segja fáein orð um það nú, til áð hressa endurminningarnar hjá þingmönn- unum. Eg ætla að sundurliða þessa skýrslu snöggvast. Stjómarbygg- ingarnar. sem teknar era hér með af fyrrverandi fjármálaráðgj., eru ekki arðberandi eignir, og eiga ekki að vera hér. Þegar þær eru dregnar frá tekjuafganginum, þá höfum við að einseftir $2,988,778.65 Þegar þessi upphæð er dregin út úr áminstri skýrslu, sem borgun fyrir skólalönd, seni og “capital account”, sem að upphæð er $4,- 353,471.54, þá verður afgangurirm að eins $1,265,792.89, það er, skýrsl- an sýnir þessa upphæð til þess að reikningarnir jafnist á þenna máta, þann dag er hann talaði um fjár- málin; hann varð að neyta allra ráða til að sýna að skýrslan væri rétt eins og hann staðhæfði, og minka “capital account” ernemur $1,265,- 792.89. Þetta var viðtekin aðferð fyrverandi stjómar, og hafði þær afleiðingar að fé fylkisins minkaði sem þessu nemur. I fiðrum orðuin, þeir hefðu dregið uin $53,000 frá árstillaginu. Þess vegna stend ég á þvf að þetta sé ekki rétt sk/rsla. Hún var gerð á undan kosningum til að sýna ástand f jármálanna iiðru- vísi en það var. Ég vil taka fram, hvaða aðferð á að hafa til að sýna fylkis eignir, sem ætfð er undii stjórn fjármfilaráð- gjafa fylkisins. Eg tek þar ekki með eignir okkar í Ottawa, þvf það er spursmál hvort við höfum full umráð á þeim, eða kærum okk- ur um það, því þar er það fult svo vel Avaxtað og við gætum liér. En taka arðberandi eignir fylkisins til yfirvegunar, þá verður sú skýrsla þannig hjá fyrverandi fjármálaráð- gjafa: Lán sveitarfél. ok skóla- héraða............. $ 811,871 94 Peninear í sjóði....... 499,499 95 Samansafnaðir vextir.... 225 000.00 S»mtals.... 1 536 371 89 Frá tessu drauastTiuDS Funcls................ 511,764 20 Eftir verður.... 1 024 607 69 Þessa upphæð sagði hann að væri til á reiðum höndum í endalok fjárhagsársins 1898. Hann stað- hæföi að þc-ssi sjóður væri til, en 1899, þegar þessi stjóm kom til valda, og fyrverandi stjórn fór frá, seint á árinu, þá varð stjórn vor þess fljótt vör að þessi staðhæfing kom f bága við annað er upp kom. Eg mælti með því við stjórnarfé- laga, mínaað “Royal commission” væri útnefnd til að rannsaka fylkis- reikningann. Sú tillaga var sam- þykt, og þá nefnd skipuðu 3 óháðir og vel kunnir nienn, sem eru hátt- standandi f fjármálaþekkingu; og ætla ég að leyfa mör að vísa til 38. blaðsíðu f skýrslu þeirra, þar sem hægt er að finna þá upphæð alla, sem fyrverandi stjórn hafði lagt til sveitarfélaga og í skólabygg- ingaábyrgðir, og var hún $157,345. 60, og þar á móti sjóðþurð er nam $248,136.40. sem þurfti aðjjborgast tafarlaust. Þetta meinar það, að ef eignirnar voru allar metnar upp f hæsta gildi, þá hefði sk/rsla hans átt að sýna sjóðþurð er nam $90,790.76. Það allra skrýtnasta er það, hvað orðiðhefir af þessarirúmri million, sem talin er eign fjárhirzl- unnar; hvert hefir hún farið? Hún finst ekki í fvlkisreikningunum. (Meira). Framfarir í Svisslandi (Framb.). Það er dregin skýr lfna á milli eignarréttar einstaklinga og þjóðar þegar um framleiðslu iðnað er að ræða, og okurfélög og fjárplógs- menn geta ekki rúið almenning á uppsprengdri framleiðslu. Al- mennings velferðin er skoðuð fram ar öllu öðru og fyrst af öllu f Sviss- landi, og virt þar langt um meira en í Ameríku og Evrópu. Það gengur jafnvel svo langt að ferða- maður þar getur fengið þá hug- mynd að þar séu [engir auð- menn til. I sfðastl. þrjú ár hefir stjómin tekið við öllum stærri jámbrautum í landinu, til eignar og forráða. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar skárasvo úr með referendum. Og það er eftirtektavert, að stjórnin samkvæmt vilja þjóðarinnar gefur sig ötullega við að umbæta á allan hátt Þriðju raðar ferðafólks vagna, sem fátækasta fólkið notar ein- göngu. Nýir vagnar em smfðaðir, gamlir endurbættir og prýddir. Þeir eru tengdir við örskeiðust.u brautfeta og fargjald sett niður hvað eftir annað. Fyrir $11 getur maður keypt farseðil, sem gildir á öllum brautum landsins, nema ör- fáum brautarstúfum, sem stjórnin enn þá ekki á. Hann gildir í mán- uð. Það er efamál, að til sé sá járnbrautarspotti í heiminum, sem hægt er að ferðast um eins afár ódýrt eins og f Svisslandi, það er að segja, þeir sem þurfa að kaupa fará annað borð. Þjóðareign járnbrauta hefir ekki hamlað nýum framkvæmdum í þá átt. Eldri brautirnar em end urbættar og n/jar lagðar. Það er unnið kappsamlega við Simplon- göngin, sem era lengstu jarðgöng f heimi. Verkamenn semvinnavið jámbrautirnar em mjög prúðir, og ætfð reiðubúnir að gefa leiðbein- ingar, þá ferðamenn óska, en slfkar upplýsinga þarf ekki að leita, því auglýsingar og leiðbeiningar standa alstaðar á bersvæði með fram brautunum. Þegar sá sem þessar lfnur ritar, spurði jám- braurarþjóna nokkra eftir, hvert þeir væru ei hræddir um að missa vinnuna við næstu stjómarskifti, af þvf þeir væru stjórnarþjónar og yrðu háðir þeírri stjórn, er þeir fengju vinnu sína hjá, þá tók það hann alllangan tfma, að þ/ða þeim hvernig á þvf stæði,að hann spyrði svona bjánalega. Þeir menn sem starfa við opinber verk í Hviss, hafa enga hugmynd um pólitiskar arflokks dúsur í einu eða öðru. Þjóðin á lfka og annast alt fregnsamband og talþræði, og hef- ir öll yfirráð á póststjórninni. I engu landi eru talþræðir eins al- mennir og mikið notaðir sem þar, f sambandi við fólksfjölda, á ekk- ert land á eins margar mílur af fréttaþráðum og fregnstöðvum, að tiltölu.JÞað er óefað að þakka Jþví, hve lágt gjald er sett fyrir notkun þeirra. Þar er póstsendinga fyrir- komulag fullkomið og þægilegt* Stórar og smáar sendingar er auð- að senda, það er hægt að senda þungar ferðatöskur, kistur og kassa með pósti, ekkki einasta inn- anríkis, lieldur hvert f heim sem eigandinn kýs, og fyrir lágt póst- gjidd. I Svisslandi er alt gert fyrir þjiíðina og einstaklingana, og ekki fer verkamaðurinn varhluta af því sem honum ber, þvf honum er veittur mestur gaumur. Það mætti segja með öðrum orðum, að verka- lýðurinn Þar hefir verið nógu ötull að líta eftir sfnum eigin hag. Stjómliygni og jafnaðarmenska hafa þroskast þar jafnhliða sam- heldni og framfömm verkalýðsins. Fyrsta verkamannafélagið, og hið öflugasta alt fram að þessum tfma, og fjölmennasta, erGrutli. stofnað 1838 í Geneva. Það hefir nú um 15,000 meðlimi;íþví er margt af jafnaðarmönnum, og fjöldi af leið- togum þess em háttstandani menn Það hefir starfað ötullega og haft afarmikil áhrif og hafið þjóð, lög- gjöf eg 1/ðstjóm hátt upp, og fág- að og aukið verksvið hennar, og sett Svissland í liæsta sess allra framfara þjóða. I seinni tíð hefir annað stórfé- lag, er Social Democrats heitir, skygt á Gmtli. Social Democrats fél. var stofnað ’70 og hefir náð á - kaflegum þroska einkum í hinum svo ncfndu frönsku héruðum. Þcssi tvö félög, og hið þriðja, sem heitir Arbeiterbund, hafa 200,000 f meðlima tölu sinni, og ráða lög- um og lofum hjá þjóðinni, Þau halda sambandsfundi sín á inilli til að ræða um stjórn og önnur nauðsynjamál. Þau hafa forðast allar óþarfa lögiifgar, og sérdrægt lagasmíði, en feta sig sí og æ fram á við og aðjiærra marki; komið á stöðuguni umbótum, og sneiða sig hjá gagnstæði auðmannanna og eldri tíma stefnu, er marga hefir dregið óafvitandi ofan í djúpið, oft þangað til þeir sem hafa fylgt þeim liafa vaknað af draumi, og grfpur báðum höndum frelsið og framfara kenningar. Tilraunir þessara verkamannafélaga hafa náð hylli fólksins, og grætt þá framför, að þjóðin semur sér lög, en ekki erindsrekamir. Þau hafa náð þjóðartökum á almennum eignarrétti og fyrirtækjum, ótak- markaðri tryggingu fyrir verka- manninn, lögákveðnum vinnutfma á verkstæðum og iðnaðarstofnun- um, bæði fyrir karla og konur, og afnumið barnaþrældóm, fá ókeypis skólabækur handa þeim, [og hafa öflugt eftirlit á öllum verknaði. Allar þessar umbætur eru fengn- ar nú f seinni tíð. Þau sýna mátt verkalýðsins gegnum samtök hans, og gefa glæsilegar vonir um inargt og mikið fleira. sem félagsskapur og jafnaðarinenska getur að eins öðlast. Svisslendingur, sem er jafnaðarmaður, sagði við ritara þessarar greinar: “Þcítta er alt að þakka stjórnmenskunni. Jafn- aðarmenn líta eftir þvf að á- vöxturinn sé móðnaður áður en Þeir taka hannaf trénu. Svisslend- ingar hafa verið framfaramenn að undanförnu, og framtfðin brosir á móti þeim. Verkaménnirnir á Svisslandf hafa heldur ekki vanrækt fyrir- hyggju og framfarastefnu utan pólitiska verkahringsins. Þrátt fyrir það, þó að auðmenn hafi ekki komist þar á hæsfa stig f fjársafni, þá er þjóðin fyrir löngu þess á- skynja og varbúin að láta þá ekki kúga sig. Hún hefir þess vegna myndað sameigna kaupfélög; þau eiga búðir og reka kaupskap með

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.