Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 3
HEIMBKRINGLA 5. MARZ 1903. allar daglegar nauðsynjar. Fyrsta félagið var stofnað 1830, nú eru kaupstaðir þess 350. en félags- menn 118,000. Ostagerð, kynbætur, mjólkur- sala og smjörverzlun, vínföng og jarðar afurðir eru aðalvörur. sem þetta sameiuingar kaupfélagverzlar með. Ef til vill hefir öfund og á- sælni nábúaþjóðanna hjálpað Svisslendingum til samtaka betur en alt annað, og gert þá árvakra og félagslyndari en flesta aðra menn. Þegar yfirveguð er marg- breytni á tungu, og mismunandi trúarflokkar, sem byggja landið, sem er margbreytilegri en nokkur- staðar annarstaðar. þá gognir sam- heldni þeirra furðu. Þjóðin hefir fjögur stór mismunandi tungu- mál. Fátækasti og lftt mentað- asti þjóðhlutinn eru Valasíumenn. Þeim er stjórnað af Rómkaþólsku kyrkjunni, bæði mentamálum og kyrkjumálum. Þá koma mótmæl- endur, sem byggja miðlandið og þar norður eftir, og Sfðan fransk- kynjaðir Svissleudingar í Oeneva, sem eru velmentaðir og framfara- menn miklir. Þegar litið er' á þessa skiftingu að máli og trú, þá sýnist ekki auðvelt að átta sig á þvf f fljótu bragði hvaðan hin skarpskygna og hagsæla stjórn menska þeirra er sprottin, sem, reynd er að vera langt á undan allri annari stjórnmensku f heim- inum, einkum nú um síðastliðin 25 ár. Sagan sannar það, að stjórn- menska þeirra á sinn uppruna og framþróun að þakka verkamanna- félagsskapnum. Fyrst kom liann referendum, eða lýðsstaðfestingu á f lögum landsins. Með þvf móti hafa verkamannafélögin getað fet- að sig áfram, ðg það hafa þau gert með stórum skrefum. Ekkert lagasmíði hefir náð gildi nema það sem styrkti og lyfti verkalýðnum upp og fram á leið, og við þá fram- för hefir stjórnarfarið f landinu farið batnandi dagfrádagi. Þessi félög hafa ekki hótað eða talað um stjómarbyltingu eða hryðjuverk. Þau hafa forðast að sttyggja auð- valdið með tómu orðagjálfri, eða úthúðað vanansþegnum meðstóryrð um. Þau hafa farið að eins og reyndur og liygginn fylgdarmaður fjallgöngumanna, sem fer jafna ferð hvernig sern fjallgangarinn lætur. Og þótt hann æði á undan, og detti, meiðist, rispist og brötni, áður en liann kemst upp á gn/p- una, þá bregðst það ekki, að fylgd- armaðurinn kemur án þess að detta og meiða sig, eða tefja. Verka- mennimir feta sig áfram ^hægt og hægt, en stanza aldrei, og eru komnir langt á undan verkamönnr um annarstaðar, þráttfyrir skamm ir þeirra og stóryrði, verkföll og blóðsúthellingar, sem þeir nota of mikfð fyrir vopn. Það getur verið að það séu meiri og betri framfara skilyrði í Sviss en annarstaðar, þó sá þekki þau ekki, sem ritar þessar línur. Sé það eins og það er, velgengni verkalýðsins 1 Sviss, og aðferð hana, og stefna verðskuldar sann- arlega að þeim sé veitt eftirtekt, að minsta kosti, sfzt af þeim þjóð- um og verkalýð, sem vilja bæta kjör þeirra, sem aliri vinnu af- kasta, og þrá framfarir f félags- skap og atvinnugreinum. * * * Framanrituð grein er þ/dd úr tímariti. Hún er skrifuð af Rich- ard Ketchelt í Rochester, N. Y. Það er’eflaust rétt með flest farið hjá höfundinum, ef ei alt. Sviss- lendingar em manna fremstir í stjórnmensku og félagsskap, og gætu aðrir margt gott af þeim lært, ef þeir vildu kynna sér þekk- ingu þeirra og siðu. Þeir elska og virða jafnrétti og mannréttindi, en fyrirlfta og hata auðsýki og ásælni við meðbrœður sfna, eru starfs- menn ágætir. K. Ásg. Benediktsson. YORKTON, ASSA,, 12, Febr. 1903. Herra ritsti Hkr. Eg var búinn að ésetja mér að rita yður nokkrar línur í fréttaskyni um áramótin, en það hefir dregist til þessa. Þar er þá fyrst til að taka. sem síðast var frá horfið, nefnil. leið- angri Doukhobora. Stjóinarherinn mætti þeim f Minnedosa og voru þeir ofurliða bornir eftir allharða og og langa viðureign og sendir aftur til Yorkton og síðan reknir og dregn ir á sínar stöðvar til vetrarvietar, og vörður settur í kring, auðvitað alt upp á þeirra reikning. Og svo vita menn ekki hvað þessir stjórnar- féndur, Nihilistar eða Liberalar muni nú taka fyrir, þessir menn, sem voru svo frjálsir í skoðunnm, að þeír þoldu ekki og risu á móti kúgunar- lögum Rössa, og tóku feginshendi á móti boði hinnar frjálsu Canada- stjórnar að flytja hingað og fá 5 til 7 dollars á hvert nef. Þessir menn sem eru svo frjálsir í skoðunum, að þeir geta ekki lifað undír og hegðað sér eftir hinum frjálslegustu lögum í hinu frjálsasta landi heimsins, þar sem hin frjálsasta stjórn heldur um opið á hinum frjálsasta fjár- sjóð hins frjálsa lands. Þessi uppá- hö!d hinnar frjálsu stjórnar, sem hefir verið veitt þau hlynnindi fram yfir aðra þegna landsins, að þurfa ekki að hreyfa legg né lið til varnar sinu fósturlandi að eilífu, mundu þó fúslega fiýja undan j kúgun hinna frjálsu laga Canada til Bandaríkj- anna, Tyrklands eða ef til vill til íslands, ef að $5 væru I boði á hvert nef, og sú vissa fylgdi með, að hvert nef og sú vissa fylgdi með, að hvert nef mætti snúa upp eða niður, fram eða aftur eftir því, sem hverjum eig anda þykir bezt við eiga. Þar næst er að minnast afreks verka istjórnarinnar, þar sem hún rak úr embættum alla sína mótstöðu- menn, án þess að taka tillit til hæfi leika þeirra, og fylti skörðin með sínum fylgdarmönnum, án tillíts til hæflleika þeírra. Slíkt athæfi var fordæmt af vissum flokki og vissum mönnuro, fyrir ’96, en nú hafa þeir sömuekkert út á slfkt athæfl að setja Og þvf ekki? Verster þó þegar svo vill til, eins og hér heflr orðið, að óhæfur maður er settur í póstþjónustustöð- ina, því það gerir .fólki bæði óhagn að og peningatap. Islenzku blöðin eru ekki stór, og ef til vill ekki merkileg, en kaupendur kunna þó betur við að fá þau á réttum tíma, en því heflr ekki verið að fagna síð- an skiftin urðu í haust, því stundum haf'a þau legið viku, og stundum als ekki komið til skila. Eg geri vita skuld ráð fyrir að þau (Hkr. og Lögb.) séu en gefln út vikulega sem að undanförnu. Það er orðið of langt síðan að leiðtogi minnihluta mannh. Mr. Borden var hér á ferð, til þess ég geti skýrt greinilega frá fundinum, sem hann hélt og ræðutani. En nokkuð var það, að það var veltekið á móti honum og fundurinn fjöl- mennur. Blysför var hafin frá vagnstöðinni til fundarsalsins með hornleikaraflokk í broddi fylkingar og annar á eftir. og léku þeir til 8kiftis meðan á förinni stóð. En það er tiltölulega stutt siðan að The L. C. A. hélt ársfund sinn og stórveizlu, þar sem R. Bennett M. L. a. frá Calgary var heiðursgestur og hélt aðalræðuna. og má með sanni segja um þann mann, að hann bafi vit í kolli og liðugt málbein. Næst nonum talaði Dr. A. T. Palmer M C. A.. og svo Mr. Tomson M. P. B. Allir voru ræðumenn vel færir. Veizlan íór vel fram, og munu hafa setið undir borðum nálægt hundrað manna. Urni bæinn og landið í kring er það að segja, að hvorttveggja heflr farið vel fram á síðastl ári. Upp- skera hjá bændum var mikil og góð, mun hafa verið frá 25 til 50 bush. af ekrunni af hveiti, og af höfrum fi á 50 til 8o eða má ske 100 í stöku tilfellum. Verð: 20c. fyrir hafra og 50 til 55 fyrir hveiti. Slíkt góðæri sem þessi tvö síðastl. fylla bændur með von og djörfung og hleypa lífi í verzlunina og þar af leiðandi allan iðnað, bæði innanlandí og utan. Þessum bæ hefir líka farið vel fram og byggingar verið reistai upp á fleiri þúsund dollara, og er alt útlit fyrir að á þessu ári verði enn þá meira gert. Nú er alt útlit fyrir að þaðætli að myndast íslenzk nýlenda nálægt Foam Lake, og er það vel að ísl. nýlendur verði sem flestar og mestar í Þessu landi. En hvort Foam Lake hérað er heppilegt nýlendusvæði til fjölmennis, læt ég ósagt. Framtíð íslendinga sem íslendinga er þó komin undir því, að nýlendur vorar geti orðið sem stærstar og fjölmenn- astar, en því er ekki hægt að koma við nema með lokun vis3ra land- skíka fyrir annara þjóða mönnum. En slíkt er ekki nú á dögum gert fyrir aðra en þá heilögu Doukhobora Og þvl ekki? En hvað sem þvt líð- ur, þá eru landar í Foam Lake bygð búnir að sýna sig í því, að taka vel á móti löndum sínnm og rétta þeim fúslega hjálparhönd, sem þess þurfa D. IV Fleury & Co. TJPPBOÐSHALDARAR. 249 I'OKT AVK. selur og kaupir nýja og ga.Tila hús- rauni og aftra hluti. einnig skiftir hús- munum vid þá sera þess þurfa. Verzlar einnier meðlönd,gripioa alskonar vörur. TELEPHONE 1457. — Oskar eftir viðskiftum Islendinga, OLISIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavian Hotei 718 Jlain Str, Fæði 11.00 á dag. SÆLGÆTISLEGA EFNIS- GODUR OG ILMSŒTUR Í\J The T. L. “Cigar” Það er v'nsæ^ tcgiiud, sem hefir áunnið sér hylli og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús- undir reykja nú þessa ágætu vindla. REYKIÐ ÞÉR ÞÁ? £ WESTERN CIGAR FACTORY Lee, eigaudi, ‘WX3STISJ'XI3Ea-. Qrand “Jewel“ 4 STÆrtÐIR AF VIÐARSTÓM ÁN VATNSKASSA. 3 STÆRÐLR AF KOLASTÓM ÁN VATNSKASSA. 4 STÆRÐllí AF VIÐARSTÓM MEÐ VATNSKASSA. 3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM MED VATNSKASSA. l.rund Jetvei stor eru vorir beeztu auglýsendur, þegar þér kaupið stó,—kaupið þá beztu, þá sem er fyllilega trygð, þásem heflr viðurkenningu.—Ödýrleiki ætti ekki að vera eina augnamiðið. Bezta stóin er ætíð ódýrust- Allar stærðir til allra nota. -Seldar alstaðar, biðjið kaupmann yðar um þær. Yflr 20,000 nú í stöðugu brúki, gerðar af: THE BURROW, STEWART & MILNE COMPANY, (Elstu stógerðarmenn í Canada). Heldar af eftirfvljjaiHli vei'/.lunariiiönnuiu: Winnipeg, 538 Main St....Anderson & Thomas. Baldur, Man.....Thos. E. Poole. Gladstone, Man....Williams Bros. Gimli, Man....H. P. Tærgesen. Iisd Deer, N. W. T...Smith & Gaetz. Wapella, N. W. T.... J. W. Sntherland. Whitewood, N. W. T.....J. L. Lamont. Selkirk, Man... .Moody & Satherland. Yorkton, N. W. T....Chas. Beck. Beausejour.... J, E. Dugaard. Glenborw... .Doig & Wilcox. Langenburg... .W. B. Lennard. Saltcoats... .T. E. Bradford. Stonewall.... West Montgomery. Toulon....F. Anderson & Co. Skriflð eftir 40 blaðsíðu bók, send yður kostnaðarlaust meðan þær endast. Þær gefa þarflegar búskapar bendingar. Bækhr vorar fást hjá þeim, sem selja stórnar, eða hjá aðal útsölumönnum í Manitoba og Norð- vesturlandinu, Merrick Andersun & C«., Winnipe{;. Svo enda ég þessar línur með þökk til Hkr. fyrir jólablaðið, sem mór þótti mjög myndarleg j jólagjöf. Og óska ég hennv til velgengni í frflmtiðinni, og að hún megi ávalt vera fvrirmynd samtíðarblaða sinna að fróðleik. sanngirni og kurteisi. John Janusson. Staðhæftng. Mr. Greenway kvartaði um það í þinginu, þriðjudaginn 24. Febr., að Heimskringla hefði sagt þeim peningum hafa verið stolið, sem innheimtif vorn frá ísl. vesturför- um á árunum frá 1894—6. Mr. Greenway sagði reikninga í akur- yrkjudeildinni sýna að allir þeir peningar hefðti komið til skila. Ritstj. Hkr. kvað reikninga deild- arinnar ekki sýna að nokkurt cent liefði komið inn af þessum inn- heimtu peningum þó rúm 11 liundr uð hefðu verið borguð fyrir inn- lieimtu þeirra. En hann kvaðst skyldi gera frekari gangskör að þvf að athugaþessa reikninga, og skýra svo frá árangrinum. Á fimtudag- inn var gat svo B, L. B. þess, að hann hefði farið yfir alla þá reikn- inga, sem væru í vörslum stjómar- arinnar, og þó enginn stafur væri fyrir þvf f akuryrkju eða fjármála- deildimuin. að nokkurt cent hefði komið inn til stjómarinnar, þá væri slíkt skiljanlegt, eftir þeim upplýsingum, sem Mr. McKellar liefði gefið f því máli. B. L. B. kvað hað því skyldu sína að geta þess, að samkvæmt þeim upplýsing- um sæi hann ekki sanngjama á- stæðu til að ásaka stjómina í þessu máli. Þess skal ennfremur getið að í prfvat samtali við Mr, Green- way var álitið bezt að hreyfa ekki framar við þessum reikningum, og að anglýsa ekki nöfn þeirra, sem enn þá hafa ekki borgað skuldir sfnar til stjórnarinnar. Lögberg geri þvf svo vel að auglýsa ekki nöfnin. B. L. Baldwinson. TIL SÖLU Gott búland, 80 ekrur, í Skooke-Ar- dalnnm á Vancouver-eyju. 25 milur frá borginni Victoria í British Columbia, 3 mílur frá ágætri höfn, pósthúsi, skóla og verzlun, gott ibúðarhús, fjósogfleiri úthýsi. Landið er hálfa milu meðfram Skooke- ánni, sera hefir ógrynni af lax og silung, mest af landinuer vel hreins- að og inngirt, t.alsvertaf aldinatrjám og margar tegundir af berjum, verð 11,200, á seljanda visar: C. B. CASPER. Blaine, Wash. P. O. Box 232 388 Mr. Potterfrá Texas Hún spurði alt i einu: ‘ Hvað gerði hann fyrir þig?” og fekk þetta skringilega svar aftur: “Hvað gerði hann fyrir mig? Hann gerði hinn volaða Sammy Potts að risamenninu Samp- son Potter”. Hún svaraði engu, þvi hún fann og sá nú, að Potter vissi ekkert um skipun stjórnarinnar, að taka hann fastan, og allar llkur bentu á. að hann gæti sannað sakleysi sitt. Hann gaf henni samt ekki langan umhugs- unar tíma. “Ég ætla að segja þér hvernig á þessu stóð. Það var vetrardansmorgun 1850, þá var ég vikadrengur hjá Jaffey & Stevens, Eg svaf þar i einni skrifstofunni. en vaknaði um morguninn við það, að faðir þinn stóð yfirmér. Hann var gjaldkeri þá; — hann var að láta gull- peninga í skrifpúlt eins skrifarans”. Hún gengdi engu. Hún vissi ^hvað fylgdi, en varir hennar minduðu orðin: “Ralph Errol”. -‘Hann var að borga honum kaup hans, því hann var að fara til Ástraliu snemma næsta inorgun”. •Hvað meira?” Hún leit til hans, og horfði & hann eins og hann væri inaður úr öðrum heimi: ‘ Eu hversu manulegur var hann ekki. Hann spurði mig, hvort mig langaði ekki til að fara líka og inn- vinna mór fé og frama í öðrum {lfum. Eg var orðinn veikur af gullsýkinni í Cilifornia 1849, og kveldinu áður réðj ég af að fara til New Or- leans, með30 gullpeningaí vasanum,—1 á n f rá þinum gðfuga góða föður”. Hún greip fram i: “Þú lánaðir þessa pen- Mr. Potter frá Texas 389 inga hjá föður mínum, Heldurðu að ég »rúi þvi, að hann hafi lánað þér”, "Þú vilt ekki trúa naér, laföi Sarah Anner ley. Það var auðvitað sama og góðverk. En ég ætlaað sýna þér það. Þú skalt fá sönnun- ina". "Hvernig ætlar þú að láta mig trúa því nauðuga?" “Af því faðir þinn lánaði mér þessa 30 gull- peuinga", mælti hann, og þakklætis glampi skein úr augunnm á honum. “Ég skal sanna þér, að hann lánaði mór þá”. “Þúert svo göfug og góðlyndbætti hann við eftir ofurlitla þögn; þó hann væri hissa hvernig hún tók þessu. “Ég skai gera þér það skiljanlegt. Gættu að þessum pening". um leið sýndi hann henni gullraint, sera hékk við úrfestina, “í hvertsinn sem óg lít á þenna pen ing blessa ég minuiugu föður þíns. Sonur minn ber oina, sem gæfugrip, og dóttir mín bar einn, og hefi ég sagt henui að skilja hana aldrei við sig”. Lafði Sarah Annerley sá að þessi n.int svar- aði til þeirrar teguudar. er faðir hennar talaði um við hana á banasænginni, “Þú sannfærist um það, ef þú tekur eftir þeim, og þegar þú sér dóttur mína næst”, hélt hann áfram. “Já”. tautaði hún utan við sig, en bætti fijótt við: “Eu þetta sannar ekki að þú hafir fengið þá frá föður rainura Ég vílfá raeiri upp lýsingar eu þetta”. bætti hún enn fremur við, Hún talaði þanuig, sem hún vildi 'rannsaka 392 Mr. Potter frá Texas hafa þaðöðruvisi. Má ég ráða því?” mælti hún og setti fram alla þá töfiablíðu, sem henni var unt. Hann hneigði sig kurteisleza til samþykkis bæn þessari og rétti henni skjalið, sem hin mikla kona tók með báðum hðndum. og mælti við sjálfa sig: “Sannarlegt göfuglyndi er inuifalið í þvi að gleyma góðmenskunni. Faðir minn mundi lika vilja að mianing sin félli í gleymsku Hún kveikti síðan í því, brendi þaðíkeá sem Btóð þar á horði, Og þetta var eina sönnunin, sem lög og rétt- índi hvíldu á, milli Euglandsstjórnar á aðra hlið og gamla mannsins, sem skipað hafði verið að fanga, sem stórglæpamann. Hann brosti að sjá til hennar. og þegarhún fleygði öskunni úr kerrunni, mælti hann: “Kæra frú, þú ert tins og faðir Jþinn sálugi, hágöfug— bæði hágöfug----”. “Hágöfug!” hrópaði hfm, og röddin var svo æðisgengin, að Potter varð forvíða. Henni var það sannarlega ekki um geð, að vinna eitt af þeim níðiugsverkum, sem að eins varmenskan er sköpuð til aðgera.En þrátt fyrir það leyndi sér ekki, sigur glampi í augum hennar. Hún vissi að það var að eins ein u>'dakoma fyrir þenna gamla mann, og hún var að f 1 ý j a, Hún hugs aði með sjálfri sér: “Karl Errol fær aldrei að vita að faðir minn drýgði glæp: og var orsök í að faðir hans var dœmdur útlagi,—Lincoln e'dri fær aldrei sannanir um sakleysi Astraliukaup- mannsins, og Ethel fær ekki hinn elskulega Karl í þessu lífi!” Mr Potter frá Texas 385 samþykkis þess sem húsmóðir hans bauð honum að geta. Hún lagaði og hagræddi sér til að sýn ast vera hin ánægðasta og glaðasta, lótthún liti’þann mann nú i heiftarhug. sem hún hafði elskað mest allra, í lífinu. Hún áleit að bún gæti ekki gert annað batra ráð en koma Potter til til að flýja hið bráðasta. Aunars gæti óvinnr hennar unnið. Herra Potter skálmaði inn, og mælti kurap- ánalega: “Heittkveld í kveld, lafði Sarah Ann- erley. mjög heitt kveld”. Um leið tók hann of- an hattinn. og glausaði á hárkolluna hans, og sýndist af henní og fleiru að hann vera settur saman úr smástykkjum allur saman. 1 Herra Potts, nei—Potter—viltu ekki fá þór sæti”, mælci lafði Sarah Annerley, sem staðið hafði á fætur til að taka á móti honum, og stam aði ú nafni hans. Eahanntók ekkieftir þessu, og glápti á hana og svaraði: ‘ 'Vilt þú ekki setjast fyrstj Frúrn- ar lyrst og við karlmennirnir síðan. Enginn höiöingsmaður sest á meðau frúrnar standa, Ekki er það siður í Texas, að miusta kosti". Hann hagræddi stól handa henni, og var auðsóð að hann vildi vanda sig við það verk, Hann gat ekki haft augun af þessari fögru konu. sem stóð þarna við hliðina á honum. Hacn var ekki vanur við að sjá hefðarfrú í kveldbún- ingisínum, eins og lafði Sarah Annerley var nú, annað eíns gimsteiana og gullstáss eins og hún var i þetta sinn. Hann varð frá sér num- inn af aðdáun, og hjartað sló tíusinnum liaréara að honum fanst, en vant var. Loks hrópaðí

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.