Heimskringla - 26.03.1903, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 26. MARZ ÍÍKW
lleiinskríngla.
PUBMSHBD BY
Tht Heimskringla News 4 Publishing Co.
Verð blaðsins í CanadaoRBandar $2.00
um árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaapend-
um blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. O. Money Oider
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaá vísanir á aðrabanka ení
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
H. L. Kaldwinson.
Editor & Manager.
Oífice ; 219 McDermot Ave.
p o. box ia«»
Sóknin að linast.
Liberalar og blöð f>eirra hafa
stöðugt ákœrt Roblinstjöruina og
Conservativeflokkinn fyrir eyðslu -
semi og ófima stjómmensku. Eins
og þessurn flokki er lagið, flytur
hann þessar ákærur og ófrægingar
siigur út um Iiorg og bygðir f ræð-
um og ritum. Nú á meðan fylkis
þingið stóð yfir, bæði heimtaði og
bað Hon. Roblin, foringja and-
stæðinga, Mr. Greenway, að stað-
hæfa þessar sögur i þinginu. En
þrátt fyrir það þó hann margbæði
hann að gera þetta og skoraði á
hann að gera það, þá harkaði Mr.
Greenway það fram af sér. Af
hverju? Af því hann vissi að allar
þessar sögur og staðhæfingar eru
slúður og lygi, sem hann vogaði
ekki að staðhæfa í þingsalnum.
Mr. Greenway gerði alt sem hann
gat, til þess að vefengja fjármála-
ræðu Hon. J. A. Davidsons, og
snúa út úr henni á ýmsan hátt. Og
hann fór kænlega að þvf, eins og
vænta mátti. Allar hans aðfinslur
og út úr snúningar voru innifaldir
f því, að segja að þessi og þessi
og þessi tala f reikningunum væri
röng, og að það liefði átt að hafa
þetta og þetta fyrirkomulag á
fjárinálaskýrslum. Einkanl. reyndi
liann að liártoga landsöluskýrsluna,
eins og súst af ræðu Hon. J A.
Davidsons birtri f Hkr., ræðu Mr.
Grennway birtist f Lögb. og ræðu
Hon. R. Rogers, sem birtist f Hkr.
nú og f næstu blöðum. Eins og
þeim er kunnugt, sem vel þekkja
til, þá eru Liberalar á dauðans
tröppu staddir. En það var bæði
eðlilegt og flokksskylda Mr. Green-
ways og þingmanna hans, að reyna
að hártoga og snúa út úr aðgerð-
um stjómarinnar, og eins og allir
vita má lengi þrátta urn að þetta
að hitt mætti vera svona. Það er
lfka einmitt aðferðin sem Mr.
Greenway notaði og þeir sem með
honum töluðu í þinginu. Hann
og þeir gátu ekki komið með eina
einustu sanna ákæru gegn Roblin
og stjórn hans, í einu eða neinu,
og hefðu þeir þó óefað gert það ef
þeir hefðu haft minstu átyllu til
þess, því oft var nauðsyn, en aldrei
meiri en nú, þegar Hon. Roblin
bað þá, heimtaði og skoraði á þá,
að síinna orð sinna eigin flokks-
manná óg blaða. Borrows þing-
maður tók sór á herðar að snúa út
úr ýmsnm gerðum stjómarinnar, en
það fór f handaskoli, þegar á ræðu-
pallinn kom. Hon. Roblin spurði
hann til clæmis hvað liann gæti
fundið að járnbrautarmálinu, sem
flokkur hans hefði bergmálað alveg
óþolandi að undanförnu, Mr.
Borrows svaraði; Eg hefi ekkert
lim það að segja, nema það er gott.
Eftir þetta fóru Greenways menn
að hægja á, og aðfinslur við gjörðir
Roblinstjórnarinnar fóru þverrandi.
Af þessu er ekki hægt. að draga
annað, en allur sá gauragangur og
ófrægðar sögur, sem blöð Lilier-
ala og tölumenn hafa borið út um
stjórnina, séu ekki á sðnnum
rökum bygðar. Mr. Grenway og
fylgismenn hans mundu ekki hafa
hikað sér við að bera sakir á stjórn-
ina í þinginu, ef þeir hefðu treyst
sér til að sanna þær. Þar að auki
sýnist það ekki af góðu árausti
sprottið á Liberalstefnunni og
Liberalflokknum, að fimm — og
jafnvel sex—þingmenn, sem fyigt
hafa Greenway gegnum þykt og
þunt, og setið f þinginu þetta kjör-
tfmabil, hafa nú neitað að sækja
um þingmensku undir merkjum
hans um næstkomaudi kjörtfmabil.
Eitthvað þykir mönnunum að,
annaðhvort stefnunni eða flokksfor-
ingjanum, eða þá að hvortveggja.
Ekki munu Liberalar vilja kannast
við það, að þeirra fremstu menn
hlaupi undan merkjum þá flokkn-
um rfður mest á, alveg fyrir skör
fram, því slíkt heitir óxlrengskapur.
Hluturinn er sá að allir sjáandi
Liberalar finna og skilja, að ástand
og stefna flokksins nú, er dáðlaus
og illbrúkandi, og kjósa því að
draga sig f hlé. En skyniskroppin
flokksbliið, sem eiga tilveru sfna
undir stjórnardúsum austan úr
Ottawa. og hálfblindir eða staur-
blindir fylgifiskar flokksins, stag-
ast einlagt á sömu tuggunni, að
alt sé óhafandi og óbrúkandi,
nema það sem húsbændur þeirra
segja og gera. Blaðið Free Press,
-eign og málgagn Siftons—geng-
ur f broddi fylkingar fyrir Liberal-
stefnunni hér í vestur Canada, og
fylgja hin smærri og ómerkari mál-
gögn Liberala þvf blaði. Lögberg
þýðir alt úr því, sem er nógu lfkt
því sjálfu, til þess að óvirða og
aflytja núverandi stjórn f augum
Islendinga. Má það með sanni
segja að blaðið ber ekki hoffólks-
kr'isir á borð fyrir lesennur sfna f
þessu efni. Og miklu væri skyn-
samara og samkvæmrra þessum
tfma, að meira vit og skynsemi
væri viðhöfð, þegar rætt er um
flokkapólitík og stjórnarfar lands
og þjóðar, en það blað hefir fram
að bjóða, þegar það ræðir um
Roblinstjórnina, og stjómmái yfir-
leitt. Auðvitað er fleiri blöðum
en þvf einu, ábótavant í því efni.
Vonandi er að sá tími komi fljót-
lega. að menn og blöð fyrirverði
sig ekki fyrir að tala satt ag herma
rétt frá. Slfkt ástand er stórt böl
bæði fyrir þjóð og ríki. og þarfn-
ast bóta og lagfæringar við, hið
skjótasta, að unt er.
Lfigberg er að kvarta undan
þvf í sfðasta blaði, að Hkr. sé að
úthúða sér fyrir þýðingu á kaflan-
um úr ræðu Hon. R. Rogers. Hkr.
minnist ekki á málfræðislega þýð-
ingu á ' þeim kafla, en hún tók
upp orð Hon. R. Rogers og þýð-
ingu Lögbergs. Eftir þvf sem
blaðinu farast orð um þetta, þá er
tæplega hægt að ímynda sér, að
það sé ‘bœnarfært á fslenzkri tunga
Hvers er þá að vænta af því í öðr-
um tungumálum ? Þetta er að verða
voðalegt ástand—og þykir Hkr.
mjög fyrir þvf, að blaðið er þorrið
svona að heym, sjón og máli!
Hún ætlar sér ekki að fara langt
út f þetta mál, að svo komnu. En
hún leyfir sér að staðhœfa það, að
enska sagnorðið:to understanc
þyðir ekki að botna í. eins og
vesalings Lögberg heldur. Án
allrar móðgunar, getur Hkr. ó-
mögulega hæit Lögbergi fyrir aðra
eins þýðingu og þetta, þvl hún er
slæm, já, meira en slæm. Hún er
rétt að segja sjóðandi bandvitlaus
VVINNIPEG 20. Marz 1903.
B. L. Baldwinson Esq. m. p. p.
Winnipeg.
Kæri vinur Baldwinson: —
Ég hefi meðtekið bréf þitt frá 20.
þ. m og útdrátt sem því fylgdi, úr
blaðinu “Lfigbergi” 19. þ. m., þar
sem talað er um framlengingu
Canadian Northem brautarinnar
til Oak Point við Manitobavatn.
Htaðhæfing blaðsins er algerlega
ósiinn. Það er búið að leggja
brautarteina á nokkrar mflur af
brautánni, og brautarstæðið er nær
þvf fullgert til St. Laurent þorps-
ins. Samningar em fullgerðir
um, að það sem eftir er að vinna
af brautarstæðinu verði búið fyrir
þann 15. dag Júlímánaðar þessa
árs.
Þetta er alt búið að semja um og
undirbúa, eins og skýrt er frá, og
að öllu leyti sem við kemur þess-
ari brantarbyggingu, svo þú inátt
vera þess fullviss, að þú getur
brugðið þér til Oak Point f Júlf-
mánuði í sumar, héðan úr Winni-
peg með þessarl braut; og mér
mundi þykja mjög vænt um að
verða þér samferða þá, ekki einasta
vegna ferðarinnar, heldur vegna
þess að sjá og tala við þá mörgu
vini og kunningja, sem við eigum
þar, sem þá verða aðnjótandi þeirra
hlunninda, sem fylgja brautinni,
og sem þeiin um svo mörg ár hefir
verið liamlað fráað fá. Þú getur þess
vegna lýst því yfir. að þessi stað-
hæfing “Lögbergs” sé í alla staði
ósönn.
Þinn einlægur.
R. P. Roblin.
Útdráttur ur ræðu
Hon. II. ROGERH.
rfð-jafaa opÍDb.verka, 28. Febr. 1903.
Um leið og ég stend á fætur, bið
ég þingið að hlýða á mig dálitla
stund, á meðan ég geri fáeinar
8kýringar, snertandi stjórnina og
stjómmensku liennar. Ég er viss-
um að á samá tíma leyfist mér að
gera sanngjamar athugasemdir við
ræðu vinar mfns. sem liann hélt
hér f þingsalnum í gær.
Það er að eins eitt, sem við get-
um verið samm&la um, og það eru
orð þau sem hann talaði við em-
bættisbróðir minn, fjármálaráð-
gjafa fylkisins. Honum þótti
vænt um að geta samglaðst heilsu-
bata hans, svo liann gæti verið á
þinginu og gefið sjálfur skýrslur
sfnarog skýringar, skfrara,g traust-
ar, eins og hann gerði á miðviku-
daginn var. Að vfsu þykir mér
fyrir þvf að ræðumaðurinn sá sér
ekki fært að koma fram í samræmi
við heillaóskir sínar, þegar til fjár-
málaræðunnar kom; einkum vegna
þess, að þó vinur minn og mót-
jiartur hafi haft þá ánægju og leyfi
að sitja hér á þingi í 20 ár, þá hefir
hann aldrei hlustað á eins iifluga
og skýra fjármálaræðu, lýsingu af
fjárhag fylkisine, eins og hann
hlustaði á, á miðvikudaginn var,
af vörum fjármálaráðgjafans.
Mér þykir slæmt að hann skyldi
ekki kannast við þetta, og hann
skyldi reyna að gagnrýna hana,
eins og undirbúningsræðu til kosn-
inga. Það er meir en vont að
hann snerist þannig mót henni; ég
skil máske ekki þessar kosninga-
undirbúningsraiður út f ystu æsar;
en ég og allir aðrir skilifu ræðu
hans. og mérerspurn, hvemig átti
hann að halda ræðuna öðruvfsi en
hann gerði. Hún er undantekn-
ingarlaust sú skýrasta og fullkonin-
asta fjármálaræða sem hægt er að
halda um fjárhagsástand fylkisins.
Hann kaus ekki að hafa hana eins
og fyrirrennari hans, en hefði hann
gert það, þá hefði verið óhætt að
kalla haria kosningaundirbúnings-
ræðu, Eg liirði ekki um að gera
samanburð á þessari ræðu og þeim
ræðum sem haldnar voru f tfð fyrr-
verandi stjómar. Einungis ætla
ég að athuga vissar staðhætingar f
fjármálaræðum gömlu stjórnarinn-
ar, sem als ekki má sleppa án um-
tals. Þær em á þessu litla blaði,
sem ég held á, og voru notaðar
fyrir kosningamar 1899.
Þessar staðhæfingar eru endur-
teknar enn f dag, og sendar út um
alt fylkið, frá skrifstofu Free Press,
og miða til að útþýða fjárhags-
ástandið. sem var hjá fyrrverandi
stjóm,
I fyrsta máta ætla ég að minnast
á hina marglitu staðhæfinu hennar
um sjóðþurð Norquaystjómarinn-
ar. Sú staðhæfing var endurtekin
af fyrrverandi fjármálaráðgjafa hér
f þingsalnum á undan sfðustu
kosningum, og hefir verið notuð í
blöðum og bæklingum við allar
kosningar. Vinur minn, fjármála-
ráðgjafinn, skýrði frá því í ræðu
sinni um daginn, og gaf þá upp-
lýsingu. sem enn er óhrakin, sem
sé að sú stjórn hefði enga sjóþurð
skilið eftir, að undanteknum $4,000
eða þar um. En við skulum nú
gæta að þeirri síinnu og réttu sjóð-
þurð sem Greenwaystjómin skildi
eftir: $248,000 fullum. Það gleð-
ur mig að foringi andstæðinga-
flokksins samþykkir hana að vera
rétta f alla staði. Sjóðþurð Nor-
quaystjómarinnar hefir aftur og
aftur verið neitað, og skýrslur fjár-
málastofunnar sýna, að sú stjórn
skildi ekki eftir nokkra sjóðþurð
því líka.
Það er samt ekki þetta at-
riði, sem ég ætla aðallega að
gagnrýna, en það er skýrsla fyrrv.
fj&rinálaráðgj. um lánsýsl stjórnar-
I
innar. I ræðu sem sá lierra hélt,
er staðliæft að stjórnin haö borgað
732,669.32 fyrir fram til M. & N.
W. og Hudson Bay iárnbrautar-
félaganna. Það er sú staðhæfing.
sem ég ætla sérstaklega að gefa
gaum. Við heyrðum fjármálaráð-
gjafann segja það. að engin slfk
staðhæfing gæti átt sér stað, af
þeirri einföldu ástæðu að uppnæð-
in liefði að eins verið $413,000, svo
mismunurinn verður um $300,000.
Þegar þar er bætt við sjóðþurðinni,
þá verða það $600.000. sem þeir
gera reikning fyrir. Það var á
þenna hatt og með þessari reikn-
ingsfærslu, sem þeir reyndu að
hylja sína fádæma fjáreyðslu f síð-
ustu kosningum. Það er f hæsta
máta óréttlátt að nokkur maður
skuli, innan þings eða utan, gera
slfka staðhæfingu, sem er í hlutar-
inseðli ósamkvæmar sannleikan-
leikanum, og bókfærslu stjórnar-
innar, sem þeir réðu þá yfir, og
þar að auki skuli þessu vera haldið
fram dag frá degi af blöðum þessa
sama flokks. Þetta er misliermi og
óireiðanlegt, en það er eðlilegt
að fólk sem les þetta trúi þvf,
og haldi að sú stjórn fari rétt með
það sem hún sagði í þessu efni.
Við getum að minsta kosti vænst
þess frá þessum herramönnum, að
þeir standi upp og afsaki þetta,
sem þeir hafa vísvitandi falsað og
ranghermt, ef þeir unna því rétta.
Þegar vinur minn Greenway tal-
aði um blöðin í gær, virtist hann
vera glaður í anda yfir sumum
blöðunum hérna f Winnipeg. Ég
get trúað því að hann sé harla á-
nægður með viðskiftin sem hann
átti við “Winnipeg Tribune”, og
sem hann mintist nýlega á.
Mr. Greenway: “Það eru þeir
galliblöndnustu hlutir, sem ég hefi
barist við”.
Mr. Rogers:—Hann tók sér á
hendur f gær að leggja áherslu á
að við borguðum $23,000, þar sem
hann hefði að eins borgað Tribune
$1,800. Hann reynir að gera það
álirifamikið í augum fólksins. En
hvernig er sannleikurinn?
En þegar við athugum þetta þá
kemur annað upp; og ég segi að
vinur minn hafi sjálfur sýnt það,
áður en hann settist niður, þar eð
hann sagði að “Manitoba Gazette,”
stjórriartfðindi fylkisins, hefði stór-
um aukist að tekjum og útgjöld-
um. Það er auðvelt að sk/ra mál-
ið þá litið er á stækkun og fram-
farir stjómmálakosnaðarins og
landskrifstofu kostnaðarins, sem
bent er á f fjármálaræðunni. Prent-
unin er gerð hjá Winnipeg Tele-
gram; og þegar litið er á livort við
borgum meiri peninga fyrir það,
en fyrrv. stjórn gerði, þú verður
þessi spurning að koma til sög-
unnar: Fáuin við jafnt verk og
þeir fengu fyrir sama verð og þeir,
eða íninna? Eg varð alveg hissa í
gœr þegar foringi andstæðinganna,
sem ekki kærði sig að vera bak-
Iijall þessarar staðhæfingar sjálfur,
sagði hann hefði það eftir þingm.
fyrir Birtle, því hann hefði séð
um alt þessháttar, og hann ætti að
vita það.
Mr. Greenway: “Ég að eins
sagði að hann hefði endurskoðað
það”.
Mr.Rogers. — Endurskoðað eða
hvað þú vilt nefna það. Eg varð
alveg hissa, af þvf engum ætti að
vera léttara að vita alt um þetta en
manninum sem endurskoðaði sína
eigin staðhæfingu. Þetta er skýrsla
um prentkostnaðinn sfðasta árið
sem Greenwaystjórnin sat við völd-
in, 1899, og önnur fyrir árið 1902.
Samkvæmt prentsamninginum
fyrir árið 1899 hafa als verið prent-
aðar 2,288 blaðsíður.
Fyrir það var Stovel Co borgað
84,854.52, eða 82.12 fyrir blaðsfð-
una.
Samkvæmt samningi fyrir árið
1902 voru jirentaðar 4,298 blaðsfð.
ur, og var The Telegram Co. borg-
að $6,243.24, eða $1.45 fyrir sfðuna,
þess vegna sparað (i7c'. fyrir hverja
blaðsfðu, eða samtals $2,879.66.
Prentverkið sem gert var, var
næstum hálfu meira, en niður-
færsla á blaðsíðunni munaði nokkru
meira en Ég er enri fremur
hissa á að þingmaðurinn fyrir
Birtle skuli leyfa flokksforingja
sfnum að endurtaka þessa stað-
hæfingu í ræðu sinni. Hann hafði
forsæti á þeirri skrifstofu, sem um
þetta verk fjallaði, f fleiri ár, og
i‘g er meir en forviða að sá lierra,
þótt aldrei nema hann hafi lítið að
segja, skyldi ekki hafa hugrekki til
að standa á fætur og biðja afsökun-
ar á þessu, og láta ekki foringja
sinn margstaðliæfa ósannindi.
Mr. Greenway:—“Eg vil gefa þá
skýringu, að það sem sá þingmað-
ur endurskoðaði var prentun fyrir
stjórnardeildimar og ósundurliðað-
ar upphæðir”.
Mr. Rogers:—Hann ætti þá að
fara yfir það aftur, og eftir nýja
endurskoðun að biðja afsökunar.
Mér þætti vænt um að vita hvemig
þeir fá þessar ósundurliðuðu upp-
hæðir þar. Við þurftum að borga
þar fyrir prentun viðkomandi re-
ferendum (atkvæðagreiðslunni), og
fyrir stjórnmálaskjöl og fleiri
prentanir, svo það er von að prent-
kostnaðurinn verði mikill, en ég
m& vfst vera viss um að þeir liafa
ekki látið prenta nokkuð af kosn-
ingaskjölum eða öðru á sfnum
stjómardögum !! Ef þeir liefðu
gert það, þá hefðu þeir ekki getað
gert þá staðhæfingu, sem þeir gera.
En samt vill nú samt svo undar-
lega til, að ég hefi mikið undir
höndum, sem [»eir létu prenta á
kostnað almennings f fylkinu. Þeir
létu málleysingjana og heymar-
leysingjana hérna vestur á Portage
Ave. gera það verk. Héma er
skjal, sem kallar “vini Greenway-
stjómarinnar” á fund. Það erprent-
að þar. Fylkið varð að borga fyr-
ir þau vikin, en þeir taka þau ekki
f samanburðinn þegar þeir eru að
reikna út prentkosnað þessarar
stjórnar. Þetta er ekki rétt af
þeim, og ég vona að þeir biðji fljót-
lega afsökunar á |»vf liér í þing-
inu, um leið og þeir biðja afsök-
unar á ranghermdum skýrslum,
sem þeim hefir oft orðið á að sýna
og staðhæfa að réttar væru.
Andstæðingja foringinn gekk
lengra en þetta. Hann sagði að
upphæð sú sem borguð væri til
blaða væri sett í styrkveitingar al-
mennings. Eg þarf ekki að vera
langorður um það, vegna þoss að
það er ósatt, þrátt fyrir upphæða-
jöfnuð hans á styrkveitingum og
prentkostnaði. Hann sagði að
stjómin hefði að eins borgað
$16,000 til akuryrkjufélaga. Hann
var þar eins hreinlátur í réttlœt-
inu og hann er vanur, þá um sk/rsl-
ur er að ræða. Eg hefi skýrslu um
|»að í höndum hérna, og hún sýnir
að við borguðum f styrkveitingar
til fylkisbúa síðasth ár $397,402.73,
og sfðastliðin þrjú ár höfum við
borgað $1,011,852.87, en sfðustu
þrjú stjómarár hans borgaði hann
út til hins sama $775,843.26, mis-
niunur $236,009.00. Hann neitar
ekki að þetta sé rétt skýrsla, en
hann hefir neitað þvf að ein skýrsla
sé rétt, og að eins ein, Það er við
komandi peningunum, sem komið
liafa inn fyrir seld lönd sem stjórn-
in tók við frá M. & N. W. jámbr,-
félaginu, að þeir ættu ekki að koma
inn í almenna tekjuliði fylkisins.
Vinur minn, fjármálaráðgjafinn,
gaf þá skýringu að þeim lagaá-
kvæðum hefði ekki verið mótmælt
með einu orði, þegar þau fóru
gegnum þingið, og það var sú eina
skýring sem foringi andstæðinga-
flokksins fann sig færan um að
inótmæla. Mistökin stöfuðu af
því, að þegar þau lög komu til ann-
arar umræðu, báðu andstæðingarn-
ir ekki um atkvæðagreiðslu vegna
einhverra hulinna ástæðna. Við
aðra umrœðu er venja að ganga til
atkv., eins og vinir mfnir hinum
megin vita; þegar það kom til
þriðiu umræðu var það gert. Á
þetta mintist fjármálaráðgjafinn f
ræðu sinni, og fyrir það hefir for-
ingi andstæðingaflokksins tiptað
hann.
Það sem snertir styrkveitingam-
ar, þá er ámögulegt fyrir hann eða
nokkurn utan þings eða innan, að
neita því að þær skýrslur séu ná-
kvæmlega réttar. Þær hafa verið
samdar með mestu nærgætni. Þær
eru ei samdar á sama hátt og tíðkað-
ist hjá fyrrv. stjórn, sem lék sér að,
að sleppa sumuin upphæðum en
setja aðrar í staðin. Af inntektum
fylkisins höfum við getað gefið í-
búum 30% f staðin fyrir að hin
fyrrv. stjórn gaf þeim að eins 20%.
Hann benti á að víð þyrftum að
gefa fyrv.stjórn játningu fyrir ein-
hverjum $120,000 viðvíkjandi skól-
um, Þvf miður er ég hræddur um
að þessi háttvirti lierra hafi farið
villivegar f þessu, sem svo mörgum
staðhæfingum sem honum skjátl-
ast í. V ið höfum skýrslu frá Royal
Commission, sem þessi heiðurs-
maður vill taka gilda, sem vitnis-
burð um karaktér hennar. Leyfið
mér að vekja eftirtekt á því, hvern-
ig þeir fóru að búa til sjóðþurðina.
Þegar þessir lierrar sáu að þeir
voru að fara í peningaþröng, þá sáu
þeir fyrst um sjálfa sig, síðan um
vini og vandalið sitt, en létu styttast
í styrkveitingunum, og afleiðing-
arnar urðu þær að þeir skulduðu
fylkisbúum $150,000, sem fallin
voru í gjalddaga. Þær upphæðir
voru þessar:
Dept. of Public works.... $ 23,674.76
" Attornny General.... 7.530.00
‘‘ Education............ 64,476.69
“ Agriculture, Immig.n. 14 938.08
“ Executive............ 15,955.16
“ Treasury.............. 7,002.76
“ Drainageof Dirtricts. 18,537.79
“ Provincial lands.... 4,058.95
“ Internal economy.... 439,69
Als............... $156,613.88
Þessi uppliæð var fallin í gjald-
daga til fylkisbúa, og var afleiðing
af illri meðferð á fylkisfé af hendi
vina okkar hinum megin.—(Meira)
Um skáldalaun á Islandi.
(Nidurlag).
Mér fins það hart aðgöngu fyrir
skáld, að sækja um og njóta skálda-
styrks á íslandi, og mín skoðun er,
að það sé niðurlægíng fyrir þann,
sem þiggur, og harnalegt af þjóð-
inni sem veitir styrkinn. Sá maður
sem ekki fær afrekað meiru og betru
verki fyrir sérstök laun, hann mun í
flestu vera sér og öðrum gagnslítill.
Og kenni ekki kringumstæðurnar f
lífinu að hver hjálpi sér sjálfur, þá er
hætt við að dálftil peningafúlga geri
það ekki. Það væri annað mál, ef
þjóð og þing byggi til atvinnu mark-
að fyrir skáld sfn og rithöfunda, þar
sem hver gæti fengið laun verka
sinna. En það er mál, sem engum
hefir komið til hugar enn þá, og
þess vegna ekkert verið rætt né rit-
að um það. Eg hygg að það væri
fram kvæmilegt og hið naesta nauð-
synjaverk. Og þeir sem vildu vinna
sér fyrir launum með ritverkum gætu
unnið sér inn peninga, og þjóðin og
landið stórgrætt á þvf, þegar fram
liðu stundir. Það er mín skoðun,
bæði fyrr og nú,, að íslendingai séu
meiri bókmentaþjóð en nokkuð ann-
að. Því hefi ég iýst yflr áður.
Eins og allir vita, á ísland all-
miklar bókmentir. í fornum bók-
rnentum stendur það framar öllum
Norðurlöndum. Hinar nýrri bók-
mentir eru eflaust ekki minni né lak-
ari en hjft nágrannaþjóðunum, þegar
alt er tekið til greina. En s&ra lítið
af íslenzkum bókum hefir verið þýtt
á erlend tungumál. Kaflar úr ís-
lendingasögunum og örfáarsögur
hata verið þýddar og birst hér og
þar. Af nýrri bókmentum hafa ís-
lendingar sjálfir þýtt sama ogekkert.
Erlendir mentamenn, — mest Þjóð-
verjar—hafa þýtt örfáar skáldsögur.
Þeii hafa ekki getað stilt sig um
þ ið, að lofa þjóð sinni að kynnast fs-
lenzkum sk&ldskap. Það m& ganga
að því vísu að ef íslenzkar sögur og
Ijóð, og margar fiæðandi ritgerðir
væru þýddar á útlend mál, s. s.
dönsku, ensku, þýzku, og jalnvel
frönsku, þá fengist fljótlega góður
sölumarkaður íyrir þau rit.
Ef alþingi veitti nú nokkurt fé til
ritstarfa, handa íslenzkum rithöf-
undum, þá mundu margir fást til að
rita, og þeir sem eru sk&ld og rit-
höfundar ættu að geta unnið sér
þar fyrir peningum. Alþingi gæti
haft nefnd eða menn til að dæma
um ritsmíðarnar, og hverjar gengju
fyrir. Síðan ætti landssjóður að f&ta
þýða þessi handrit á útlend tungu-
mál, þvf færri rithöfundar á íslandj,
munu geta skrifað bækur sínar á út-
lendum m&lum, nema ef vera skyldi
& dönsku. Síðan ætti að prenta alt
heima á Islandi, og koma svo bók-
unum&erlenda bókamarkaði. Lands-
sjóður yrði að hafa duglegan og
starfsaman og r&ðvandan mann til
að annast þessa atvinnugrein bæði
innan lands og utan. Það er ekki
minsti efi á því, að þessi atvinna