Heimskringla - 02.04.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.04.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGrLA 2. APRÍL 1903 Beimskringla. PUBMSHBD BT Th« Qeimskringla N«ws 4 Publishing Co. Verð blaðsins í Canadaog Bandar $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka enf Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Baldwinaon, Editor & Manager. Offioe : 219 McDermot Ave. P o. BOX Þeir eru vígalegir karlarnir! Sfðan fólkið f Manitoba rak Greenwaystjómina frá völdum, fyr- ir framúrskarandi eyðslu og óspil- un á fylkisfé, hefir ekki heyrst úr herbúðum Liberala nnnað en vein og óp. Þeir segjast hafa stjómað vel og ráð vandlega.þvf f>eir hafi ekki eytt og sóað öllu því fé, sem þeir hefðu getað hnuplað úr fjárhirzlu fylkisins. Þeir sýndu nýlega fram á, eða foringinn gamli, að þeir hefðu stilt sig um að eyðn $499,000 sem fylkið geymir frá ýmsum fé- lögum, sem starfsábyrgðarfé þeirra, gegn heiðarlegum atvinnu rekstri á meðal fylkisbúa. Hann þóttist af því, að stjórn sfu hefði ekki grip- ið til þessa fjárs. Auðvitað er hver sú stjóm sem eyddi þvf, ekki ann- að en þjófur sem stæli úr sjálfs- hendi, og heiðarlegum mönnum getur ekki fundist sérlega mikið um ráðvendni Greenways og lags- manna hans, [>ó þeir stiltu sig um að ]át;i þetta f<- liggja kyrt á sfnum stað. Þeir voru búnir að draga út af bönkunum, sem stjórnin átti viðskifti við um $99,000 fram ytír innlegg, Þeir skulduðu verkafólki stjórnarinnar, skólum og fylkisbú- uin $156,613.69, sem fallið var f gjalddaga fyrir lengri og skemri tím, áður en þeir voru reknir frá ráðsmenskunni. Þar em þeir lib- eral við sjálfa sig, og gæðinga sfna á útlx>rgunum á fylkisfé, en þeir vora ekki eins lilieral f skilsemi og ráðvendnislegri meðhöndlun á fö fylkisbúa. Þeir sem nokkuð vilja kynna sér stjómarsögu þeirra, geta fljótlega séð og fundið hvaða teg- und af ráðvðndu fólki þeir voru. En það er óþarft nú að fara lengra út í eyðslusemi þeirra og óspilun. Hún er öllum heilvitamönnum al- kunn. En það vairi ei fjarri sanni að minnast ástefnu þeirra og þjóð- málaþekkingu, já þessa óviðjafn- anlegu þjóðmálaspeki lfka. Það er komið nokkuð á annað ár síðan Liberalar héldu alherjarfund m<jð sér. Hann átti að vera til ]>ess að eíla, auka og bæta grand- vallarstefnuskrá tíokksins f fylkinu. Þar skeggræddu þ<• ir dag eftir dag, og hólið og skjallið um J>á sjálfa yfirgnæfði, og óhljóðin og lófa- klappið og fögnuðnrinn kvaðundir. Versin sem sungin vora, voru: “Greenway, the Grarid Old Man!” og: “Sifton the Great man of the West!” en svo enkaði fundurinn, að engin ný né endurbætt stefna fæddist. En hann gerði |>á ákvörð- un, að fela það‘ ‘The Provincial Council, of the Great Liberal Party in Manitoba” fið búa hana til. En það heflr vfst sofnað, og sefur vœrt enn. Þetta fylkisráð hins mikla Liberalflokks í Manitoba, þvf stefnan er ekki birt enn þá f endurfæddum búningi. Friður sé með þeim, sem sefur! Það vita loks allir, og Liberalar með, að fylkiskosningar fara fram á þessu ári. Þeir gamli Greenway, nú 65 ára gamall, og menn hans, dubbuðu sig í sparifötin sfn í vik- unni sem leið, og riðu vestur á Baldur og skára þar upp herörvar, og sendu út um rfki sitt. Þeir segja sjálfir frá, að þeir hafi nýjað og stórum endurbætt stefnuskrá sfna, sem bráðum verði birt fólki, en hún hefir enn þá ekki gægst upp fyrir sjóndeiidarhringinn. A þessari hálftunnu samkomu — er sumir kalla— útnefndu Liberalar Greenway þingsóknara f gamla kjördæminu lians, og það eru held- ur en ekki nýungar og stórtíðindi, að liann fékk að sækja þar karl- sauðurinn. Liberalar ætla að ganga af göflunum út af þessari hálf- tunnusamkomu, útnefningu Green- ways í hans eigin kjönlæmi, og nýju stefnunni sem bráðum á að birtast. Það eru lfka engin smá tfðindi þetta fyrir fylkið eða ríkið. En svo er til háttað hér í Can- ada, að liér býr fólk eins og þekkist f mannheimum, sem er gefinn sá andi, sem spádómsandi nefnist. Hefir þessi undrlegi mikli andi mest samneyti við kyrkjur og klerka. En einn af þessum spáöndum er nú á ferðinni og segir margt sennilegt. Frá þeim anda þykjast nú nokkrir hafa fengið vitneskju um það, hvernig þessi nýja stefnuskrá Lib- erala verði. Spásagan segir hún verði á þessa leið: 1. sparnaður.— Vér aðhyllumst sparnað í öllu stjórnarfari og al- mennum málum, og mælum fyrst fram með sparnaðarfyrirkomulagi sambandsstjórnarinnar. og sérstak- lega að þvf leyti, að bitlingar og stjómarlíknsemi í opinberam verk- um, sé ráðstafað á svipaðan hátt og gert \ ar f deild opinberra verka, f tfð Greenwaystjómarinnar. 2. Framkvæmdir:—Við mælum með stjómmensku dugnaði og ráð- vendi, á sama hátt og lýsti sér hjá Greenwaystjóminni með fyrir- framborgun hennar til Mr. White- head. Vér erum lfka hlyntir, að opinberar byggingar séu hafðar í lfku ástandi og sú stjórn skilaði þeim, og sama er að segja um ráðs- mensku á landasölu fylkisins. Og sérstaklega inælum vér fast fram með hinu ágæta og fullkomna fyrirkoinulagi, sem sú stjórn hafði er hún tók þátt í heimssýningunni um árið, fyrir fylkið. 3. Framfarir. — Vér trúum á framfarir og prfsum og lofum hina óframfaralegu og rotnu stjóm- mensku Greenwaystjórnarinnar, þegar fálkið gat ekki fengið niður- færslu á hveitiflutningi, og tiltölu- lega sáralftið var bygt af jámbraut- um, en liin nafnþekta kfnverska doðasótt réði lögum og lofum í fylkinu. 4. Ráðvendni: — Vér trúum á ráðvendni, og samþykkjum verzl- unaraðferð Greeways f jámbrautar- málum fylkisins, sem þá notaleg- ustu fyrir land og lýð, og skrifum undir aðgerðir hans f sambandi við Hamiota og Waskada braut- iraar. Vér mótmælum í fylsta máta járnbrautarstefnu núverandi stjórnar, þar flutningsgjöld liafa verið færð niður, og á að frera þau meira niður, og vöruflutningsgjald út úr og inn f fylkið hefir verið lækkað.—Vér mótmælum, að félög- um séu gefin leyfi til að byggja brautir inn í, eða innan fylkis, nema sama verzlunaraðferð sé hefð við það, og Greenwaystjómin hafði við N. P. fél. og C. P. R. félagið. Vér mótmælum að stjórnin láti prenta stjórnarprentun fyrir minna en $2.12 síðuna, en ekki fyrir $1.45 eins og Conservativestjórnin að- hefst. Vér gleðjums yfir voram mikilleik sjálfir, og erum óuinræði- lega glaðir að finna það traust, sem fylkið ber til vor fyrir ráðsmensku vora á almenningsfé. Sjá yfiburði vora!! 5. Nautarækt:—Vér aðhyllumst kvikfjárrækt og alifugla í fylkinu, og skrifum undir að Greenway bóndi fari á fylkisfé austur um ríki að kaupa sér naut og kýr, svo liann geti náð f öll nautgripa verðlaun á sýningunpi, einsog honu var vanur að gera, en aðrir bændur kaupi bolakálfa af honum með upp- sprengdu verði, og sjái svo uin sig sjálfir. Þetta er vor stefna, endurbætt og fullkomnuð. á grandvilli þjóð- málaviskunnar. Komið! Verið Liberalir! Fylgið oss eftir! Vér höfum Mr. Greenway á undan, og Sifton kemur með gullkálfinn að austan fyrir kosningar. Og þá verður mikið um dýrðir. Þá verða margir kallaðir og einhverjir út- valdir. Skyldi einhverju skakka f þess- ari stefnuskrá Liberala, við þá sem væntanlega á að birtast, þá er því ar því ekki eiga þessir eðalbornu heiðursmenn það skilið að verk þeirraséu ranghermd né með spéi á lofti haldið. Útdráttur úr ræðu Hon. H. ROGERS, ráftfíjafaa opiub verka, 28. Febr. 1903. (Franih). Ef það er nokkuð öðru fremur, sem mér þykir fyrir að hafa heyrt foringja andstæðinga vorra gera, var það að hann ákærði núv. stjóm fyrir að hún borgaði óréttlátlega út fé almennings, og án heimildar h'iggjafarvaldsins. Sé þetta satt þá er stjómin ábyrgðarfull fyrir því. En hann ætti að vera eins á- byrgðugur fyrir gerðum sinnar stjórnar og eyðslusemi, eins og hann er fljótur til að reyna að henda gaman að ofmiklum kostnaði af minni liendi við bygginguna á kenn- araskólanum í Manitou. Eg hélt hann ætlaði að bregða sér þangað f kvöld, og halda þar ræðu og að- vara fólk þar að trúa þvf ekki að þar yrði bygður skóli fyrri en það sæi liann standa fullbygðan. Hann má fara hvenær sem honum þókn- ast, og bera þar út þá staðhæfingu að þar v<‘rði engiri skóli bygður. En þegar hann skreppur þangað, þá vil ég biðja hann að hafa svo mikla velsæmi með sér að segja það ekki, að við höfum ekki heimild frá þinginu til að verja fé í þá bygg- ingu. Mér þykir fyrir, að hann skyldi gefa aðra eins staðhæfingu og þessa, og leyfa henni að fljúga út um borg og bý, þar eðjjvið vinn- um þetta verk samkvæmt lögum, sem hans eigin stjórn bjó til. Eg neita því f fylsta máta að stjórnin hafi eytt 5 centum af almenningsfé án heimildar þingsins. En við getum staðið við staðhæfingar okk- ar um þenna heiðraða vin okkar liinum megin í þingsalnum. Hann borgaði út peninga, sem <>kki hafa verið gerð reikningsskil fyrir, og fleira þess háttar. Við höfum ekki borgað nokkrar aðrar upphæðir en þær, sem eru f fylsta máta löglegarr. Það eru til lög og ákvæði um alt, seni við höfum gert viðkomandi skóluui og mentamálum. Mr. Greenway:—“Eg ætla að eins að segja eina setningu: Ákvæðin era um ráðstafanir, sem sú stjórn- ardeild getur gert, en hún hefir ekki löglegt umboð til að heimila lönd, og byggja byggingar”. Mr, Rogers:—Þar er tekið fram að stjórnardeildin hafi vald, og það er undir því valdi, sem við störfum og gerum framkvæmdir. Það má spyrja hvern einasta lög- mann í Winnipeg hvort það sé skakt. Hann segir að við höfum ekki löglegt vald til að byggia land- skrifstofu í Winnipeg. Eg neita þeim dylgjum aftur að þessi stjórn eyði 5 centum af almennings fé, án fuls lagaleyfis frá þinginu. Vinur minn gerði aðra staðhæf- ingu, og það sem hann kvartaði undan, var samanburður viðvfkj- andi landsöludeildinni. Hann sagði að á meðan hann hefði verið við stjórnina, J>á hefði verið eytt þar $13,000, og að vinnur minn, fjármálaráðgjafinn, hefði verið 6- sanngjarn, því stjórn sinni hefði aldrei verið fært til reiknings kostnaðurinn við að ná M. & N. W. landinu, sem áður er um talað. Að vinnr minn gerði þessa stað- hæfingu, er mjög gott fyrir okkur, af þvf svo vildi til, að við voram komnir til valda, einmitt þegar það verk var gert, og fylkið græddi við það, að fyrrv. stjóm vann ekki það verk. En hvers vegna gátum við gert J>að kostnaðar minna en þeir? Af því við fylgjum fram þeirri stefnu Conservativa, að spara almennings fé á allan hátt, og verja því sem bezt í öllum tilfellum fyrir fylkisbúa. Eg ætla að skýra frá aðferðinni við að ná þessu landi, og er hálf- hissa á J>vf, að foringi andstæð- ingaflokksins skyldi hlaupa á sig, að gefa mér tilefni til þess. Hann hafði ekki ininsta rétt til að borga einn einasta dollar fyrir móttöku á löndum M. & N. W. Norquay- stjórnin setti það í samningana við félagið, að það borgaði allan kostn- að við það verk. Foringi andstæð- ingafl. hefir oft sagt frá þvf, að vegna sérstakra stjómarfyrirmæla, há hefði hann ekki getað náð eign- arráði á landinu, en f sömu stjórn- arfyrirmælum var séð svo fyrir að félagið skyldi borga allan kostnað við afhendinguna, fyrir hverja ein- ustu ekru. En samt borguðu ]>eir $9,993.08 f kostnað við þetta, eftir því sem reikningarnir sýna. Þeir þykjast ekki skilja hvernig á því standi að þeir gátu ekki skilað fólkinu meiri peningum, en þeir gerðu. Sú einfalda ástæðaer fyrir því, að þeir borguðu út peninga, sem ]>eir höfðu enga heimild til að borga; ég er standandi hissa af þingmánninum frá Birtle, að liann skyldi leyfa stjórninni að borga út þessa peninga, hann átti þó að vita alt um málið. Vinir okkar eru alveg forviða á því, hvað mikinn sjóð við höfum. Það er af þeirri einföldu ástæðu, að við spömm peninga fólksins, og á þvf einu byggist það, að fjárhags- ástandið er eins gott og það er nú. Foringi andst. sagði þeir hefðu liaft $499,000 milli handa þegar þeir fóru frá. En hvaða peningar vora það ? Það var ábyrgðarfé ýmsra félaga, en þeir skildu ekki eftir kopar cent af fylkisfé. Þeir voru alstaðar í skuldum á viðskifta- bönkunum. Fjármálaráðgjafinn taldi ekki ábyrgðarfé sem stjórnin hefir frá félögum, í fjármálaræðu sinni, en það hefði hann átt að gera, hefði hann viljað hrúga sam- an sem mestri upphæð, og þafa sem mesta ónákvæmni og rugling á fylkisreikningunum, eins og fyrrv. stjórn gerði. Með þannig lagaðri sk/rslu hefði hann getað sýnt að til væri f peningum $1,12(>,377.40. En vinur minn, fjármálaráðgjafinn, vildi ekki gera sig sekan f slfku háttalagi. Við höfum þá peninga undir höndum, en við reiknum okkur þá ekki, af því þeim er haldið sem tryggingu frá félögum, gagnvart fólkinu, sem þau eiga viðskiftf við, og þeir koma fvlkisfé ekkí við. Þeir stað- hæfa að þeir hafi skilið eftir $499,000 þegar þeir fóru, en það vora svona lagaðir peningar, en hjá viðskiftabönkunum höfðu J>eir dregið til ofurs $90,000, (því ætli þeir hafi gert það, hafi Jþeir átt fimm sinnum eins mikið til f pen- ingum). I gær tók vinur minn sér á hendur að minnast á stefnu okkar f stjórn- inensku. Mér þótti þetta hálf- undarlegt, að hann skyldi fara til þess, en ég vil leyfa mér að endur- taka það, að afleiðingarnar af stefnu okkar eru þær, að í staðin fyrir sjóðþurðina, sem þeir stjórn- aðu undir, þá stjórnum við undir vaxandí sjóðaukningu, og það eru ekki dæmi til í sögu þessa fylkis, að }>að hafi átt nándamærri eiris mikinn fylkissjóð og það á nú, sem neniur fullum $289,000. Hér er á- þreifanlegt svar gegn þeirri ákæru á þessa stjórn, að hún sé ónýt og eyðslusöm. Við megum sannar- lega vera upp með okkur af því, að geta stjórnað fylkinu, og auka sjóð þess árs árlega. þar til hann, að eins eftir þriggja ára stjórn okk- ar er orðinn langtum hærri, en nokkur dæmi era til í fjármála- sögu þess. En viðvíkjandi stefnu vorri, þótti mér undarlegt, að vin- ur minn skyldi blanda umtali um hana inn | ræða sína f gær, með því kemur hann mest við sig sjálf- an og sinn flokk. Menn minnast þess, að hann og menn hans héldu fund fyrir rúmu ári sfðan, sem varaði nokkra daga, og ætluðu að ennurbæta flokksstefnu sfna, og varð lítið úr. I sama sinni rannsök- uðu þeir stefnu okkar, og gátu ekki fundið ejtt einasta atriði vftavert við stiórnarfarið. Samt sem áður reyndu nokkrir lierramemi, líklega þeir áköfustu og æstustu, að for- dæma stjórnina fyrir nokkur laga- ákvæði, sem hún hefir sett, og é'g skil ekki f því að vinir okkar hin- um meginn, skyldu leyfa öðram eins ákvæðum að ná fundarsam- þykki. og sem ég ætla að lesa hér. •Þeir fordæmdu þessa stjórn þar^ ekki fyrir lög, sem hún hafði búið til, heldur fyrir lög, sem þeir sjálfir höfðu þrengt í gegn. Ákvæði þeirra hljóða svo: Þessi fundur fordæmir starf nú- verandi fylkisstjórnar, fyrir það, að taka vald af sveitarfélögum, sem þau höfðu til að leggja skatt á járnbrautir f umdæmum sínum. Vérfordæmum lfka þau ákvæði f sknttlöggjöfinni, er sviftu sum sveitrrfélög 3% skatt af öllum gróða járnbrautarfélaga, eins og lögin frá 1885 heimila þeim. Þetta eru þau einustu fundarákvæði, sem fordæma núverandi stjóm. Það hefir mikið veður verið gert út af því, að þessi stjóm hafi svift sveitarfélögin þessum 3% skatti. Væri hún sek í þessu, þá mundum við hafa svarað ákærunum ein- hverju . En við fóram gætilega að þegar við lögðum skatta á auð- félög og járnbrautir, og ég ætla að lesa liéma bréf frá C. P. R., sem var eina félagið, sem nokkru sinni l>orgaði sveitarfélögunum þenna skatt, samkvæmt umtöluðum skatt- lögum. Bréfið er dagsett 17. Okt. 1900, og andirskrifað af W. R Baker. Hann segir: “Þú biður mig að gefa þér upp- lýsingar um samlagða skatta, sem C. P. R. hefir borgað f Manitoba- fylki, árið 1899. Rg er búinn að láta búa til skýrslu um þetta, og eru samlagðir skattar, sem félagið hefir borgað í fylkinu á ofannefndu ári $1,286.53”. Auðvitað bætist þarna við sú upphæð er félagið borgaði undir þessum 3% skattlögum, af öljum á- góða f sambandi við Southwestern brautarstyrkinn. Nam hún sfðast- liðið ár $5,375.33, svo samtals verð- ur upphæðin, sem var borguð beint til sveitarfélaganna $6,661.86. Þetta er það liæsta sem borgað hefir verið til sveitarfélaganna á nokkru ári, og þó við höfum af- numið þessa lftilfjörlegu upphæð, þá getum við þar á móti gert meira fyrir fólkið ineð sköttum þeim, sem við höfum lagt á auðfélögin, en þessari upphæð nemur. Aineríka. Því er þetta meginland kallað Ameríka ? Nafnið er mannsnaf'n, sem að eins einn maður hefir borið, efns langt og sögur fara af. Það er sagt að nafnið Evrópa sé skrök- sögunafn, frá Fönikumönnum. Sú sögn gekk á meðal þeirra að þar hefði verið konungsdóttir, sem Ev- rópa hét. En svo kom sjóvfking- ur tið Fönikulands og hemam kon- ungsdótturina, og flutti hana burtu úr Asíu, og til Norðurlanda. Ev- rópa þ/ðir h i n 'm i 1 d a. Ameríka fékk nafn sitt af manni, sem uppi var fyrir meir en fjögurhundrað árum sfðan, Ekki skfrði hann þetta mikla meginland. Honum hefir eflaust aldrei komið til hugar. þrátt fyrir það, þó sumir haldi að svo hafi verið. Og í raun og veru verðskuldaði hann ekki fremur en næstu samtfðamenn, að landið bæri nafn hans, þótt svo yrði. En rás viðburðanna og kringumstæðanna hefir þóknast að velja nafn hans. Þeir sem skrif- uðu um ferðasögur hans til Vestur- heims og æfisögu, lögðu hyrning- arsteininn til þess að landið ber nafn hans. Amerigo Vespucci var ekki í för með Columbus þegar hann fór 1 landaleit f Vesturveg, þótt hann sé sá maður, sem fyrstur manna skrifaði lýsingu af hinni nýju álfu. Á latínu er nafn hans skrifað Americus Vespucci.—Amerigo var fæddur í borginni Florence á Italíu 9. Marz 1451. Faðir hans var Nasturgio Vespucci lögfræðingur. En móðurbróðir hans var skó la stjóri, og honum átti hann að þakka mentun sína. Móðurbróðir hans var mikill vin hins nafnfræga stjómmála umbótamanns, Savon- arola. Amerigo stundaði skólanám þar til hann var 16 ára gamall. þá varð hann skrifari við verzlun hjá kaupmanni, sem hét Medici, og var ætt hans mest metin á þeim tfma í Florence. Amerigo hækkaði skjótt f stöðu. Þegar hann hafði skamma stund unnið í þessari stöðu, var hann gerður umboðsmaður verzl- unarfélagsins, og ferðaðist hann þá um margar borgir á Italfu. Síðar meir sendi Lorenzo de Med- ici hann til Spánar, Sú för gerði stórbreytingu á æfiferli hans, og jók honum ódaudlega frægð. Þegar Amerigo var í Seville f verzlunarerindum fyrir Mödici, fann hann samlanda sinn, sem kom úr sjóföram. Þeir urðu strax kunn- ingjar, og við þann kunningsskap hneigðist hugur Amerigo að sjó- ferðum og lamlaleit. Þá var Columbus búinn að fara sfna fyrstu f<>r f Vesturveg og finna land, Var þá ekki um ann- að talað en ókunn lönd í vestrinu, og fýsti marga að fara þangað, og leita ævintýra og frama. Margir fóru þá frá Spáni í þeim erindum vestur um haf. Einn af þeim nafnkendustu, sem þá fóra f slíkar farir var Al- onzo de Ojeda. Hann lagði af stað til West India með þremur skipuni, vorið 1499. Með honum fór Amerigo Vespucci, sem leið- söguinaður. Leiðangur Ojeda er sá nafn- kendasti, sem farinn var á þeim árum. Hann kom skipum á Trini- dad eyjuna, og hrepti útivist góða. Hann sigldi inn á fjörðinn Baria, og sá meginland þar, sem nú heitir Cape St. Roque, og rannsakaði landið kringum mynnið á Amaza- fljótinu. Síðan héldu þeir út utn Maracaibo flóann og til St. Dom- ingo. Eftir 13 mánaða burtuveru kom Ojeda til Spánar aftur með skip sín. Eftir þessa för gekk Amerigo í þjónustu hjá Manual konungi í Portúgal, og árið 1501 var hann fyrirliði fyrir leiðangri vestur um haf, og kom J>á til Brasilíu, sem þá var nefnd “Land of Parrots”. Þá fann liann Rio Janeiro fló- ann, og kannaði nokkur hundruð mílur af austurströnd Suður-Ame- rfku, Lýsing af þeirri könnun fiust eftir Amerigo í bréfi sem hann skrifaði manni af Medici ættinni, f Florence. I þridja sinni fór hann í land- könnunarferð frá Lissabon 1503, og hafði 6 skip. Þá ætlaði hann að komast alla leið til Malacoa- skagans, með því að sigla einlagt f vesturátt En þegar halin kom til Fernando eyjanna. þá aðskildust s kipin, og kom hann við Brasilfu aftur, og bygði þá vfgi nálægt Cape Frio og dvaldi þar nokkra mánuði. Þegar hann varð ekki var hinna skipanna sneri hann aftur til Lissabon, og kom þangað eftir árslanga útivist. Eftir þá för skrifar hann bréfið, þar sem hann talar um hina nýju heims- álfu. Það bréf, ásamt fleirum, skrifaði hann skólabróður sínum Soderini, sem þá var orðinn “gon- falier” eða háyfirdómari f Flor- ence. tltlegging á latfnu er prent- uð af því bréfi í St. Die klaustur- ritunum, í Vasges, 25. Aprfl 1607. Rene hertogi á Lorraine, sem andaðist í St. Die lærðaskólanum, fékk franska þýðingu af því bréfi; og sama ár skrifaði Martinus Hylacomylas, landafræðingur í Freiborg rit sem hann nefnir: Cor- mographiae Intruduetio, og í því nefnir hann nýju álfuna: “Americi Terra”. Þama eru fyrstu tildrög- in til þess að þetta meginland heit- irnú Amerfka. Hylacomylas segir: “Hinn fjórða part þessarar verald- ar, sem Amerigo hefir fundið, get- um við kallað Americi, — það er land Americus eða Ainerica.” I öðrum stað segir hann: “Nú er fundin fjórða heimsálía af Amerigo Vespucci, og ég sé ekki hvað er á móti þvf, að skíra hana Amerige eða America.” Þessi litli bæklingur eftir Hylacomylas barst víða og var vfð- lesinn, þvf J>á vildu allir fræðast um nýju álfuna í herrans nafni. Og bækur prentaðar voru J>á sjald- sénar, og studdi það lfka að því, að menn vom sólgnir f að lesa þetta litla rit. Nafnið Ameríka hljómaði á margra vörum. Og svo var farið að búa til landabréf af S. Ameríku. og var þetta nafn alstaðar notað, sem nafn á álfunni. Þegar Amerigo kom úr þriðju ferðinni, settist hann að hjá Ferd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.