Heimskringla - 09.04.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.04.1903, Blaðsíða 1
Kærkomnasta gjöf til ísl. 4 íslandi er: Heimskringla $1.50 um árið heim send. KAUPIÐ Heimskringlu og lx>rgið liana; að eins $2.00 um árið. XVII. WINNIPEG, MANITOBA 9. APRÍL 1903. Nr. 2G. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Óeirðir eru miklar i Macedoniu. Upphlaupsmenn og ræningjaflokkar ógna og hræða fólk þar. Sumt af því heflr yflrgeflð bús og heimili og flúið upp til fjalla. vistalitíð og illa útbúið. —Konungur vor og drotning ætla að heimsækja Skota í Maí. — Lagaákvæði um þingmannatölu f sambandsþinginu eftir næstu kosn ingar eru nú fyrir þingínu í Ottawa. Tala þingmanna næst er ákveðin 214, eða sama sem nú er. En það á að fækka þeim í austurfylkjunum, en fjölga þeim vestan stórvatnanna. Þeim verður fjölgað um 3 í Mani- toba, 6 Norðvesturlandinu og 1 bætt við í Brittish Columbia. Maður sem vinnur á ferjubát í New York, fann nýlega bankaseðil, sem gildir $17.000, í bátnum, Hann lét auglýsa þenna íund, ogstund og stað, Á fyrsta degi gáfu sig fram 4 farþegar , sem þóttust hafa mist $17.000 seðil þessa stund og í sömu ferð. — Blaðið Times í Lundúnum Englandi varð fyrsta blaðið, sem aflar sér frétta með firðskeytaboði Marconis. —Vlarconi firðboðafélagið á Eng- landi hehr nýlega aukið höfuðstól sinn svo hann er nú oiðin hálf önnur millíón dollars, —Olíusáir í Bajbaj í Bengaltylk- inu í Kína, aem Standard Oil Co. átti, brunnu 31. þ. m. Skaðinn á 'olíunni og húsurn er næstum 1 millf- ón og 200.000 dollars. — Einhvers staðar verður félagið að ná því upp aftur. —Þann 1. þ. m. var þinginu f Ontario frestað tii þess 21. Þ- m. Á því tfmabili á nefndin að rannsaka Gamey-málið. Conservatívar f þing inu gerðu ait sem í þeirra valdi atóð, að þingið fjallaði að eins um málið. En Rossstjórnin þorði það ekki, og var það fengið nefnd út- nefndri af honum til meðferðar. Hr. R R. Gamey kemur fram sem ærlegasti föðurlandsvinur gagnvart stjórninni, sem alt kapp leggur á að koma honum fyrir með einhverjum ráðum. Oft hafa Liberalar verið gráleiknir, en samt bitur þetta Gam- •y-mál höfuðið af öllum skömmnm þeirra og lagatroðslur, sem enn eru lýðum ljósar. Ontariobúar hafa talað um að skjóta saman fé handa Gam- ey, svo hann geti sótt málið með tuilu afli þesa vegna. Alt tólkið er alveg fráhverft orðið stjórninni, og Liberölum, en hún reynir upp á lff eg dauða, að hanga yflr yöldum, þvert á móti vilja fólksins. Þessar aðfejðir eru það, sem Liberalar kalla að hafa hylli og tiltrú fólksins. —Óeirðirnar halda áfram I Mor- occo. Það er haldið að þjóðflokk- arnir, sem búa inn f landinu séu ®st ir og espaðir til óeirða af uppreistar- armönnum, sem sendir séu frá öðr- um rfkjum. —Einlagteru óeirðir í Uúlgarfu og Macedonin. Albanir láu ófrið- iega og ræningjaflokksr og upp hlaupsmenn neyða fólk f Macedoniu til að yfírgefa heimili og flýja upp til fjalla, illa útbúið f alla staði. Samt varð einn þessi uppreistarflokk ur illa undir fyrir herliðinu nýlega. En ófriðarskýin virðast sortna og þéttast dag frá degi. —I. Tarte er að vei ða harðorður um Parent stjórnarformanninn f Qnebec. Hann segir að honum nægist ekki að vera stiórnarformað- ur, heldur þurfl hann líka að vera borgarstjóri f Quebec og forseti her- liðsins þar, Fylkisstjornin borgar fúlgu til herkostnaðar, og Quebecbær er lfka látinn skrifa sig fyrir tillagi. Quebecstjórnin sé eina sfjórnin f Ca nada, sem hati fteiri Frakka en enska með sér. Tarte þykfr aðferð Parents benda á fjársöltun. Hann segir að stjórnarar landsins leiki eins og á reiðiskjálfl fyrir völdum aaðfélaga og auðkýflnga, og það sé undir náð og miskunn þeiria komið hvort stjórnin sitji við eða ekkj. Hann segir að hverjum sjáandi manni 6é það auðséð, að menn séu blindaðir með pen:ngum, til þess að aðhafast alt, og vera verkfæri þess- ara manna sem peningana hafa.— Lög og landsréttindi eru troðin und- ir fótum, og hver sem hefir mest vald á nokkrum einstaklingum eða fólkinu, hann er dýrast keyptur. —Gufuketill í járnverkstæði í Braddock í Pittsborg, Pa., sprakk nýlega og olli miklum mannskaða Þetta járngerðarverkstæði var eign Carnegíe Steel Company. Yfirvagnstjóri og vélafræðiugur Dr. Reichel segir, að þegar lestir verði alment knúðar áfram með raf- magni, þá muni þær geta farið 125 milur á klukkutimanum. Skotar heiðruðu útför Sir Hec- tors Macdonalds, þrátt fyrir þó revnt væri að hamla þvf, að jarðarförin færi svona fljótt fram og fjölment yrði við hana. —Liðsforingi í Canada hefír ný- lega haldið minningarræðu um Sir Hector Macdonald. Hann gelur í skin, að öfund og annað verra hafl valdið þessum svonefndu svivirðing- ar ákærum gegn hershöfðingjanum. Og blaðheinnnum enska farist iila við hina látnu hetju, að bera það út, að Sir Hector hafl verið sekur um kvennafar og annan viðbjóð, þar sem mál þetta sé enn þá að öllu leyti órannsakað opinherlega, en kunn ugt að Sir iiectOr'liali átt ótal öf und&rmenn og ofsóknara. —MælteraðMad Muliah sé flú- inn úr Somalilandi inn I franskt hérað. —Um mánaðamótin skaðskemd- ust 3 menn, sem sigldu í loftbát frá Búda Pest. Það bilaði eitthvað smá- vegis f bátnum þegar hann var að stfga upp. -Fjölmenn sendinefnd hefir farið til stjórnarinn&r f Ottawa að biðja hana, að veita Capt. Bernier frítt skip til norðurfarar, sem ekki kosti minna en $80 000. Margir nafn- kendir þingmenn og efri málstofu menn skipuðu nefnd, ásamt Capt Bernier sjáifum. Hon. Prefontaine tók málinu vel og er hlyntur því. Hann vildi fá að vita hvort stjórnin ætti að eiga skipið og hafa full um ráð yfir þvt, þegar Bernier væri bú- inn að fara norðurförina. Bemfer kvaðst ekkert sjá á móti þvf, að stjórnin béldi eignsrorði á skipinu, sem að eins yrði bygt fyrir norður farir. —Dr. Eroil Roux, sero eryflrroað nr yflr Pasteur stofnuninni f Parit, verða bráðlega gefln $20,000 verð laun fyrir starf sitt. Auðmaðurinn M. Daviet Osiris 1 Paris heflr stofnað sjóðinn, og er hsnn að mestu teyti frá honurn sjálfnm. Dr. E. Roua er framúrskarandi rannsóknari og berkla læknir einn hinn færasti sem uppi er nú. —Kappsiglingaskipið Sbamrock III. heflr verið reyut. Það heflr reynzt 4 mfnútum hraðskreiðara á 1 kl.tfma en Shamrock I., og það í hægum byr. — Chamberlain var nýlega spurð ur eftir því í þinginu, hvei s vegna staðhæflng Sir John West Ridge- ways til löggjafarvaldsins á Ceylon viðkomandi Sir Hector Macdonald er heyrði undir hermálaréttinn hefði verið birt í enskum bliiðum Nýlendurádgjaö Chambeilain svar aði, aðgerðir löggjafarvaldsins hetði aðeins birzt. Auðvitað væri ekki hægt að banna nokkrum manni að senda blöðum hraðskeytf og útdrátt úr stefu hermálarcttarins, og auðséð væri að stjórnin hefði getið lands stjóruinni skipun að málið yrði rann sakað. En það yæri engin skýlaus ástæða borin fram í stefnunni frá hermálaréttinum, en málið að eins hafið" til rannsóknar. Á bak við stóðu mjög alvarlegar ákærur, sem einhveriir þóttust hafa, en landstjórn in lét þá von sína í Ijðs, sem ég er viss um að margir fleiri hafa haft, að ákærurnar reyndust ekki einsog yftr var látið af málsflytjendum —Heldur berast ljótar fréttir um meðferð á mönnum þeim, sem eru að tínast heim til Canada úr Suður- Afrfku löggæzluliðinu. Enn frem- ur segja blöð að austan, að þeir líti fremur illa út. —28, f. m. komu eimskipin Virg- inia Lake og Aurora til St, Johns á Nýfundnalandi með seluskreið frá selveiðaskipum í norðurhafinu. Hið fyrrnefnda kom með 25.000, en hitt 3,000 seli, Eftir lfkum að dæma, mun selaveiðaskipastóllinn veiða als j ár 300,000 seli. —Sú breyting sem sambands- úngið er að gera á þingmannatölu fylkjanna er þannig: Fylki. Þingm. fjöldað fækkað Ontario .... 86 6 Quebec....... 65 ............... NovaScotia.. 18 2 New Brunswick 13 1 E. 1......... 4 1 Manitoba.... 10 .... 3 ........ Territories... 10 .... 6 ...... Brit. Columbia.. 7 .... 1 ...... Yukon.......... 1 ............... voru fremur illa sóttir, enda var veður ekki unt það leyti vel ákjós- anlegt,. Ekki Ixirgaði fyrirtækið kostnaðinn. Samtals.....214.... 10 .. 10 ÓR BREFl FRÁ GARÐAR, N. D. 30. Marz 1903. Héðan er það að frétta, að tíðin er íremur köld, en snjólftil jörð. í gær rigndi dálítið og er það fyrsta regn- ið, sem komið hefir á þessum vetri. Allvont kvef hefir stungið sér nlð- ör hér og hvar í þessari bygð, og snúist upp í lungnabólgn. I Mount- ain bygð eru nýdánir 2 bændur- Sigurður Kráksson og Kristján Sig- n ðnr Bakkmann. 3 n. m. ætlar J. S. Bergmann að leggja af stað áleiðis til Alaska, þar sem hann var síðastl. ár.—Jón Hall- grímsson, bóndi hér á garðar, er ný- lega búinn að selja bú sitt og ætlar alfarinn með konu og börn vestur að hafi, Mikið er talað um járnbraut, sem í orði er að lögð verði fi á Edinburg norður um íslendingabygðina hér, og norður í sementsnámana norð- vestur af Mountain. En hvort nokk uð verður af framkvæmdum er ekki hægt að segja. WINNIPEG. enn Þann 27. f. m. andaðist úr lungna bólgu að heimili sínu Sigurður Kráksson, eftir 8 daga legu. Hans verður efiaus ninart getið síðar. MARKERVILLE, ALTA. 14. Marz 1903. (Frá fréttaritara Hkr.), Sama góða og hagkvæma verð- áttan hefir verið hér nálega einlægt síðan ég skrifaði síðast: að eins gerði nokkuð hart veður nú eftir níðastl . mánaðamót, með talsverðu frosti og nokkuri snjókomu. í gærdag var yfir 40 stig fyrir neðan zero, og er það hæsta frost á vetr- inum, en ( heild sinni er veturinn með þeim allra læztu liér í Al- berta, seni Islendingar hafa lifað. Komi nú gott vor og sumar, þá íoríir til hagsælda þetta ár. Hey- birgðir eru nægar og skepnuhöld í góðu lagi, að pví umlanskildu, að hestaveiki liefir verið hér all- víða og drepið sumstaðar, þó meira fyrir annara þjóða mönnum en Is- lendingum. En varla hefir nokkur vetur verið áleitnari við heilbrygði manna liér í sveit, en þessi, með ýmsu móti hefir verið vfða lasleiki og veikindi, og er enn. Hörmulegt Blys vildi hér til öndverðlega f næstliðnum mánuði. Norakur maður að nafni Andrew O. Would, var að fella bj&Ika til sögunar, varö fyrir tré, sem kom á höfuðið og molbraut það að miklu leyti; hann liffli að eins fáakl.tima eftir slysið. Altaf heldur innfiutningur áfram 1 þetta héraö, enda eru nú flestöll Btjórnarlönd tekin hér á stóru svæði. nema örfá, sem eru léleg til ábúðar. Land fer jafnt og stöðugt hækkandi í verði. C. P. R. félag- ið hefir sett lönd sín úr $3 upp f $5ekruna, og búist .við að þau hækki meini. Það sýnist helzt lita út fyrir, að sumir menn hugsi næsta Iftið um hvemig lönd þau eru, sem þeir festa sér, og mun f>ó reynast erfitt að lifa hér á einum 160 ekrum, enda hve gott land sem er, þegar bændur geta ekki lengur notað eyðilönd að neinu leyti; en þau tækifæri eru á föruin. Eins og um hefir veJÍð getið áð ur, að ráðgertværi, voru sjónleik irnir “Hermannaglettur” og “Sál in hans Jóns míns'’, leiknir hér næsl. L.ánnði 13. Febr. f Hóla- skólahúsi, og 16. s. m. á Burnt Lace skólahúsi. Yfir það heila áleit ég að leikendum tækist. vel enda sumum ágætlega. Leikirnir Látinn er að Gimli 30. Marz síð- astl., Jón Jónsson, sonnr Jón6 kaft- eins. Gjafir f sjóð Svíanna: Samskot frá Lestrarfélagi ísl. í Cypress-sveit, Skálholt P. O. $10. Þess utan safn- ao af G. J. Oieson í Glenboro $14, als $24. Vegna rúmleysis í blaðinu er nafnalistinn ekki auglýstur, eins og þó var beðið um; en peningnn um er þegar skilað til ritstjóra blaðs- ins Canada. Ennfremur heflr Mrs Búason ( Winnipeg gefið í hjálpar- sjóð Finnanna $5. Gjafir í sjóð Svíanna frá sex ung mennum, sent frá Jóni Sveinssyni að að Tindastóll, $1.50. Kr. Ásg. Benediktsson selur gift- ingaleyfisbréf hverjum sem þarf. Verkamannalélögin hér í bæ hafa valið Wm. Scott til þingmensku- sóknar i Mið Wpg., og Thoms Norður Wpg. Hvorngnr likiegnr að vinna. Conservatlva Club-arnir héldu fund á Unity Hall á mánndngskveld ið var. Þar talaði B. L. Baldwins. son og W. S. Evans. Hra S. And erson var forseti ínndarins. B. L. Baldwinson hélt langa og góða ræðu og akýrði írá fjérmálum t'ylkisins og lýsti Ijóslega hversu ágæu istant. núv. stjórn er búin afl koma fylkinu i, úr sjðflþurðinni og álögum, sem var á fjármálum fylkisins, þegar Greenwaystjórnin var rekin frá völdum. Enn fremur sýndi hann Ijóslega fram á þann mikla hagnafl og gróða, sem fylkisbúar verða að- njótandi f járnbrautamálinu. — Mr. W. S. Evaas talaði lipurlega og ljóst, og sýndi fram á, afl nýja kosn ingalista fyrirkomulagið er langtum betra og áreiðanlegra en hifl gamla Með þvi fyrirkomulagi, sem ein göngu er 1 böndum dómaranna fylkinu, er ómögulegt að nokkur geti kosifl nema einu sinni og eng inn notafl annars natn, eins og altftt var hjá Greenwaystjórninni—Síð- ast var spilað Pedro turnament Blantt og slæmt var að iara. en samt sóttu fundinn margir. Hér með þakka ég undirskrifadur félagi „Óhiðra Skógbúa" (Indipendent Order oí Foresters) fyrir fljóta greiðslu á verklama gjaldi (Total &. Permanent Disability Benefit) að hálfeildi lífsá byrgðar þeirrar ($1000). er ég hefi keypt af félaginu. Mér hafa verið greiddir að fullu $500 nú, en við dauðsf&ll mitt verður samkvdetnt löeum fél. hinn helm ingurinn greiddur til erfingja minna. Afsamskonar gjaldi er mér bar frá ew York |_ife nsurance |(o. JOHN A. McCALL, president. l.ífsábyrgdir i gildi, 31. Des. 1902 1550 ■iiillionir Ikollars. 700,000 gj&ldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 5012 million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél 1901. Oildandi ábyrgðir hafa aukist á síðasti. ári um 188 mill. Dollars. A sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll — og þess utan til lifandi n eðlima 14J raill. Doll.. or ennfreraur var #4,750,000 af gróða skift upp milli ireðlima. sem er #800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750 000 4 ábyrgðir þeirrn, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, €. Olafnon, .1, «». Horean. Manager, AOENT. GRAIN EXCIIANOE BUILDINO, W IIST JST X ~E> J3 G-. Mutual Reserve fél. voru mér (eftir talsverða umleitun og fyrirhöfn.)greidd ir $200, og h ó t a ð að ég skyldi ekkert fá, ef ég vildi eigi veita þessari upphseð móttöku, sem fullnaðar borgun—ístað $500, sem mér bar.—Ég get þyi eigi of mselt með Foresterfélaginu, sem þó hefir revnzt mér að eins samkvsemt venju sinoi viðmeðlimi þess yfirleitt. Winnipeg. 25. Marz 1903. PÉTUR ÞORSTEIN8SON. Það var samþykt enn nú aftur af æðriskólaráðinu, að islenzk tunga yrði ein af valsnámsgreinum við æðriskóla í Manitoba. Fundarboð. Opinn fundur verður haldinn á North West Hall mánudaginn 13. Apríl kl. 8 e. m., undir umsjón „Winnipeg Building Laborer’s Uni- on”. Verða þar rædd máletni verka- manna, bæði á íslenzku og ensku. Það er vonast eftir að sem flestir utanfélagsmenn sæki fund þenna og gerist meðlimir félagsins. SPURNIKG: Hv&ð tiltekur stjórnin í heimilis- réttar skyldunum, að landneminn þurfi að hrjóta margar ekrur áður en hún gefur honum eignarrétt? Viðsjáum ekkert um þetta í reglu- gerðinni, sem prentuð er i Lögbergi. Fáfróður. SVAK: 30 ekrur, sé landið hæfilegt til akuryrkju. A fimtudaginn var dó að heimili sínu kona Sölva Egilssonar, að Vict- or St. hér í bæ. Ilún hét Lilja Ara- dóttir, frá Stapakoti í Njarðvíkum. Hún hafði þjáðst af langvarandi sjúkdómi. Skemtisamkoma fimlmlagskvOldð 16, Apríl f TJALDBIÍÐ* AHSALNLM. PROGRAMME: 1 InstumentalMusic—Wm. Anderson. 2. Recitation—Miss Valdason. 3. Solo—Mr. Joyal. 4. Concertina Sólo—Mr. D. Joyal. 5. Reeða—Mr. S. B. Benedictsson. 6 Duet—Ellen & Annie Swanson. 7. Solo—Mr. ThórólfssoD. 8. RecitatiOD—Mr. E. A. Cowley. 9. Solo—Miss C. H. Scott. 10. Recitation—Ernest W. J. H&gue. 11. R«ða Sig. Júl. Jóhannesson. 12. Recitation—Miss R. Egilsson. 13. Piano Solo—Miss D. Einarsson. 14. Recitation—Migs Jennie Johnson. 15. Solo—Vr. S. Magnússon. lfi. Upplestur—Mrs. M. J. Benedictson 17. Recitation—Miss Ena JohnsoD. 18. RecitatioB—Mrs. Christie. Inngungiir 25<*. Byrjar kl. 8 e. m. BÚLAND TIL SÖLU. Agætt búland, 240 ekrur, 8 mílur frá bænum Westbourne i Manitoba fyrir $7 hver ekra. Land þetta er handhægt bæði til akuryrkju og griparæktar og stígur óðum I verði. Listhafendur snúi sér til Peterson Bros. 248 Penbina St. Foit Rouge, Winnipeg. Fyrir einn dollar Húsinuni gamla geri ég útlits líka nýium. Aðgerð og hreinsanir á ‘'orgelum”, klukkum og fleira. Hvitþvott og pappirslagning á hús- um. F. FINNSSON, málari. 701 Marvl&nd Str. Þar eð útgefendurnir að ritnm Gests Pálssonar hafa fundið upp á þvi vísdómsráði, aö selja nú þegar fyrsta bindi þeirra með niðursettu verði, þá auglýsi ég hér með að þeir sem vilja geta pantafl hjá mér bókina fyrir $1.00 á meðitn þessi eintök hriikkva sem ég tók upp f skuld hjá þeim herram. Hra. H. S. Barkal hefir einnig umboðssölu á bókinni fyrir niina hönd og selur hana fvrir einn dollar. H. Petursson, 787 Notrc I>am»f Ave. WINNIPEG. FÁGŒT SÝNING af stóru salni af víðfrægum - - - hreyfimyndum varður sýnd af séra J. B. Silcox. í FYRSTU LÓTF.RSKU k V RK II NNI. narwta mAnndaKHkvOld, 13. m. kl. K. AOgangur 25 centa. Myndir þessar hafa verið sýndar í ýrosum kyrkjuui í þesaum bæ og annarstaðHr, og hvevetna þótt hin fegursta sýning. Það beflr jafnan verið húsfyllir af áborfendum á þessum samkomutn, og ætti afl verfla eins í Fyrstu lút. kyrkjunni & mánu- dagskvöldið kemur.—Gteymifl ekki að koma í tíma. Islenzki Njósnarinn C. Eymundsson, trá Alberta SÝNIR DÁLEIÐSLU Á NORTH-WEST HALL næsta þriðjudagskvöld, 14. þ. m- kl, 8 30. Hann skýrir áhorf- endum trá í hverju liggi sviksemi dáleiðslunnar, andatrúarinnar og hugarlesturs. Einnig gerir hann missýningar og aðrar töfra fþróttir. AÐGANGUR !É5t\ fyrir hvern á- horfenda. Þeir sem koma iyrst fá instu sætin. Dyrnar opnar kl. 8. $3,000.00 SKOR Thorst. Oddson hefir keypt 3,000.00 virði afskótaui, sem hann selur með stórum af- slætti allan þennan mánuð fyrir peninga, í búð sinni að 483 Ross Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.