Heimskringla - 09.04.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.04.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 9. APRÍL 1ÍX)8 Heimskringla. PCJBLiISHBD BY The Beimskringla News 4 Pnblishing Co. Verð blaðeins i Canada og Bandar $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka eni Winnipeg að eins teknar með afEöllum. K. L. Raldwinsim, Kditor & Manaeer. Oflice : 219 McDermot Ave. F.O. BOX !!«»». Skrítinn, og ekki skrítinn leikur, Mr. J. D. Cameron, sem var dómsmálaráðgjafi f Greenway- stjórninni sálngu, er nú valinn af Liberölum til f>ingsóknar f Suður- Wpg. 1. Apr. Hann er maðurinn sem skýrt og skorinort neitaði f>vf, að Greenwaystjórnin hefði gefið C. P. járnbr.fél. styrk, löngu eftir þann dag sem leynisamningamir sýna. Fólkið trúði honum þá, en svo komst alt upp. og þá gerði hann þessa nafnfrægu afsökun, að hann hefði verið fjarverandi um tfnia og þvf ekki vitað um þetta. Þess vegna álfta Liberalar sjálf- sagt, að stjórnin þurfi ekki að vita um þau verk sem gerð eru þegar þeir séu ekki á stjómarbyggingun- um. Það er býsna formleg stjóm- arhugsunar útgáfa hjá þeim körl- unum!! Viðvíkjandi útnefningu J. D. Camerans segir “The Winnipeg Daily Tribune” 2. þ. m. "Mr. J. D. Cameron og Free Press era enn þá að reyna að út- skýra þessa góðu leynisamninga. Þau eyða miklum tíma f það, en bæta að engu fyrir sér með því. Samn- ingarnir voru leynisamningar, og nægar sannanir eru fengnar um það fyrir hvern, sem hefir höfuð á hálsi, og þau bæði Mr. Cameron og Free Press. gætu þess vegna gjör- samlega hætt þessu útskýringa- stagli Fólkið er orðið dauðþreytt á því. Ef þau hafa ekkert betra að bjóða, en halda áfram þeim tilbún- ingi um jafn ógeðfelda útlistun, þá væri þeim sæmra að ganga út frá öllu pólitisku sýsli. Eins og Tribune hefir talað um fyrri, þá getur fólk gleymt og fyrirgefið rangindi, en það hefir ekkert um- b u r ð a r 1 y n d i við nokkum, sem drýgir rangsleitni gagnvart al- menningi, og upp f opna skjöldu á nægum fordæmingar sönnunum og heilbrigðri skynseini. og reynir til að drífa það ofan í fólk, að þeir hafi ekkRrt sknkt-:ið!i.at'st. Þessir tím- argerj) of bj.ti tir tíl slfkrar ónytju- mælgi'*. Tribune hefir ekki aðgætt það f þessari W iioðdrða 3tefnnskrá Lib- erala að flokkurinn minnist þar ekki á o>g skuldbindnr sig ekki til að segja fylkisbúum satt og rétt frá orðum sínum og gjörðum. og stefnuskráin virðist meira bygð á ósannindum og þvættingi um stefnu og verk núrerandi stjómar, heldur en nokkram sarmleiksneista, og ráðvöndum steffmatriðum. Það er eitt af aðaleinkennmn Liberala að binda sig ekki sanngjamri og sánn- leiksauðugri flokksstefnu. Og þar eð Greemvay, Cameron og Free Press, éru þrenningarguðir flokks- ins. þá er það meira en lítill bama- skapnr af fólki með heilnm söns- um, að vænta eftir miklum sann- leika úr þeirri átt. Það sýnist frámunalega fátækt frá stjórnfræðislegu sjónarmiði, að Liberalar skuli etja þeim mönnum fram á kosningavöllinn, sem marg- saunaðir era að óvöndugheitum og leynisamningum áhrærandi al- inenningsmál. Þessi Cameron hefir vfst ekki annað að gera 1 S.- Winnipeg en ldaupa pólitiskan Apríl, bæði í útnefningu og þing- sókn. og furða að góðir drengir eins og sumir Liiæralar eru skuli fá af sér að eyða tíma og orðum f annan eins skrípaleik, og þessa út- nefningu. Síðasta blað Lögbergs er að sletta til þingmanns J. H. Ruddell, kallar hann “druslu” og langt frá því að vera sandioðinn kjördæm- inu. Það skortir ekki gjálfur og uppnefnin á andstæðingum sfnum. Það mætti kannske segja, að það væri drusluskapur af ritstjóra að auglýsa einum 5 mánuðum fyrir- fram, að hann yrði að fara frá, og annar hæfari maður yrði fenginn, svo kaupendurnir skyldu sfður segja upp blaðinu allir saman. Ruddell er búinn að sitja kjörtíma- bilið, og þurfti engar yfirlýsingar að gera fyrir þingmensku sinni. Kjörlistar, Dómar fylkisins hafa skift niður með sér kjördæmunum, eins og nú- verandi kosningaleg ákveða. Þeir annast utn innritun kjósenda á þessa leið: Dómari Walker sér um kosn- ingalistana í öllum Winnipeg- kjördæmunum. — Dómari Myers annast þá í Minnedosa, Russel, Assinniboia, Springfield. Kildon- an og St. Andrews. — Dómari Prudhomme, f Carillon, la Ver- andrye, Morris, St. Boniface og Gimli. Dómari Loeke í Turtle Mountain, Killarney, Mountain, Morden, Dufferin, Rhineland og Emerson. — Dómari Cumberland f Deloraine, Arthur, Avondale, South Brandon, Brandon City, Virden, Laridsdowne, Hamiota og Birtle. —Dómari Ryan í Cypress, Port- age la Prairie, Lakeside, Norfolk, Beautiful Plains, Gladstone, Danphin, Gilbert Plains og Swan River. Útdráttur úr ræðu Hon. R. ROGERS, rá8f?jafaa opii, b verka, 27. Febr. 1903. (Framh). En ég ætla að fara fáeinum orð- um meir um seinustu orðin í fund- arákvæðinu, þar sem við eram for- dæmdir fyrir að afnema þenna sveitarfélaga skatt. Skattur sá var innkallaður eftir ákvæðum þar, sem Norquaystjórnin bjó til, þeg- ar liún veitti brautarstyrkinn. Svo þegar vinir okkar tóku við af þeirri stjóm, þá þurftu þeir ekki annað að gera, en inn kalla skatt- inn og skifta honum á milli sveita- félaganna, En þeir innkölluðu hann ekki. Hér höfum við skýrslu sem sýnir að þeir og brautarfélagið vanræktu að greiða hlutaðeigend- um peninga er námu $7,000 af þessu fé. Svo það er ekki að furða þó sendinefndir komi til okkar hvað eftir anriað að biðja um hjálp fyrir þau sveitarfélög, sem hér eiga hlut að máli. Foringi andstæðingafl. var nógu sanngjam að viðnrkenna það, að við hefðum lagt skatta á auðfélög. Hann ætti að vera líka nógu sapn- gjarn til að játa það, áð hann og ráðgjafar hans neituðu að inn kalla peninga er þeir ‘ voru lagalega skyldugir að gerá. Hér er ein á- stæðan, setn sefað getur undran vinar mlns, yfir þvf, hvað mikla peninga við höfum, og hvaðan þeir komi. Við höfum inn kallað um $200,000 undir þessum skattlögum sfðastliðið ár, og getum gefið fylk- isbúum all laglegaT upphæðir af þeim, til ýmsra nauðsynlegra fyrir7 tækja og starfa, og eins og sýnt er í fjármálaskýrslunni, og ræðunni. Sunnleikurinn er sá. ;ið við gef-1 um fólkinu meira en þenna 3% skatt, og það vora fyrirrennarar okkar, stjórn mannsins þarna, seni er leiðtogi andstæðingaflokksins, sem tók vald og rétt frá sveitafélög- unum f þessu skattmáli. Þá ætla ég næst. að ræða dálítið um staðhæfingar hans viðvfkjandi stjómardeild þeirri, sem ég veiti forsjá. Kg œtla ekki að eyða miklum tfma til þess, þvf þess þarf ekki við. Andstæðingar vorir hafa búið út skýrslur um hvað þá kostaði að sjá um stjómardeildirn- ar og getuin við haft þær til sam- anburðar, og séð hvermunur er hjá þeim og mér. Arið 1899 var kostn- aðurinn við skrifstofu opinberra- verka $5,700. samkvæmt skýrslu þeirra, en árið 1902 kostaði það $9,400. Ef þetta væri nú svona, eins ojí þeir segja, þá er enginn efi á því að það er eitthvað bogið við þetta. En leyfið mér að benda á hvernig þeir hafa öðlast þessa á- lyktun. Ráðgjafalaunin eru þau sömu, og yfirskrifstjóralaunin eru þau sömu, að undanteknu dálitlu atriði, sem ég œtla að minnast á sfðar; en til að ná þeirri ályktun, sem þeir fá, þá geta þeir ekki um laun aðal-verkfræðings fylkisins. Þeir höfðu efni og ástæður til að miðla yfirritara framrœsluskrif- stofunnar $2000. Sanngjam sam- anburður, og það með aukakostn- aði, að skrifstofudeildin kostar okkur $9,400, en þegar alt það sanna kemur til greina hjá fyrir- rennurum okkar, þá kostaði hún þá $9,63(5. Með því að hlaupa yfir nokkra útgjaldaliði, gátu þeir nefnt þá upphæð, sem þeim sýnd- ist. Til þess að geta meðhöndlað laun verkamanna sinna, báðu þeir þingið að heimila sér peninga, er verjast skyldu til líknarverka og þessleiðis. Sama dag og þeir fá þá samþykt, samþykkja þeir á heimulegura stjórnarfundi, að borga yfirritara deildarinnar $200. Tveim viknm sfðar gefa þeir út aðra ávfs- un upp á $200, og litlu sfðar fékk hann það sem eftir var. Allir þessir peningar sem hann fékk áttu að vera ferðakostnaður, nema $1.80. Það er með svona skýrslum, sem þeir þykjast vera að sýna saman- burð, og hefi ég enga ástæðu að kvarta undan slfkri aðferð lijá þeim, og þó þeir vilji halda áfram með það að birta jafnvitlausar skýrslur og þessi er. En þessi að- ferð er ósanngjöm gagvart fylkis- búum, sem lesa þetta ragl, og verð- ur á að trúa því, þar til þeir fá að vita það rétta. Þess vegna held ég réttara væri fyrir einhvem af þeim sem sitja hinum megin, að standa upp og biðja afsökunar á þeirri aðferð sem þeir nota. Það er satt við höfum eytt fáeinum dolluram meira f ár til verkfræðingaskrif- stofunnar, en áður, en það er af þeirri einföldu ástæðu, að verk hef- ir verið unnið í 10 framræsludeild- um, eða miklu meira en nokkra sinni áður, og þess vegna þurftum við að hafa fleiri verkfræðinga, eins og allir geta skilið. Þetta gefur tilefni til að ræða enn dálftið um framræsluhéraðin, sem ég ætlaði þó ekki að gera ann- ars. Mér var sagt frá því í morg- un, að maður nokkur hefði verið að rölta aftur og fram um héruðin í kjördæml vinar míns, sem er þingmaður fyrir Dauphin, og var hann samferða þessum manni. En hver haldið þið að hann liatí verið, þessi náungi, og sem var að tala um framræslu héraðanna. Það er maður sem er töluvert innvinklað- ur við yfirskoðun Royal Commis- sion. Hann heitir hra. Robert Watson. Royal Commission sagði að ráðgjafastörf hans við opinber verk væru á þessa leið: “Ráðs- menska f þi'ssarí stjómardeild sýn- ist vera ófullkomlega af hendi leyst, og án þi'ss að miða til sannarlegs hagnaðar fyrir almenning, og má til dæmis nefna stórkostlegar yfir- liorganir til manns sem hafði stjómarverk á hendi, og síðar fékk meðmæli um, að sú tfygg- ingar uppliæð, sem hann gaf fyrir verkinu, yrði borguð honum, en á sama tfma var maður þessi stór- skyldugur fylkinu “Það var gefið út fylgiskjal um að ávfsan væri gefin út fyrir út- búnað handa verkhafanda, sem nam $20,000, dagsett 8. Agúst 1898, en verkið var ekki undirskrifað af stjóm og verkhafanda fyrri en 22. samam.. og stjórnarfundar ákvæði, ákváðu að tilboðum skyldi ekki lokið fyrir 10. Okt. 1898”. Mér þykir það undravert að þessi maður, sem var íormaður þessarar stjóröardeildar í tíð Greenway- stjórnarinnar, skuli tölta aftur og fram um kjördæmi fylkisins til að gefa yfirlýsingar viðvíkjandi fram- ræslu. Hann ætti heldur að fyrir- verða sig að minnast á þessliáttar, og alt sem viðvfkur hans fyrri ráð- gjafastörfum. Hann hefir firna- mikla býræfni, að blanda sér að nýju út f opinber mál að þarflausu. Lotíð mér að draga atþygli ykkar að tveimur þremur atriðum, sem ekki eru sem allra fínust lieiðurs- stryk. Framræsluhöraðið No. 1 var búið til 6. Marz 1896, eða fyrir 7 árum. Það var ákveðið að leggja í það $80,000. Charles Whitehead & Co. lmuð f verkið $90,000. Þið mun- uð vera mér samþykkir um, að ef ég, sem ráðgjafi opinberra verka, gæfi út verksamning 6 Marz, þá gæti verkhafandi ekki fengið pen- inga fyrir verkið fyr en f sumar. En viðskifti liins fyrv. ráðgj. við verkhafanda sinn voru á annan liátt. Royal Commission segir enn- fremur að strax og samningurinn hafi verið undirskrifaður, hafi 5,000 f 2 skuldaskírteinum verið gefnar út, til framkvæmdar þessu verki. Híðan var fengið lán hjá Imperial bankanum, og þessum Whitehead liorgað fyrirfram 17,000 doll., á milli 5. Marz og 22. Maf. Ef ég gæfi verk eins og þetta 6. Marz næstkomanda, þá gæti ekki verkhafandinn, hversu ráðvandur sem hann væri, fengið $17,000 fyrir (). maí, og væri ekki réttlátt af tnér að gera undir nokkrum kringumstæðum. Enginn einstakur maður getur hafið peninga frá þessari stjórn án fylgiskjals. Og þegar reiknings- yfirskoðari stjórnarinnar var beð- inn að samþykkja borgun þeirra peninga er vom nefndir, þá neitaði hann að gera það, en þá fór ráðgj. opinberra verka og fjármálaráðgj. til bankans og gerðu nauðsynlegar ráðstafanir fyrir sérstöku láni, og þessir peningar voru borgaðir til Whitehead áður en ein reka af mold var stungin upp. Þetta er fullkomin sönnun fyrir óvanalegu fjármálasýsli og athæfi, sem hinir heiðraðu andstæðingar vorir gerðu. En þeir sýndu enn þá fullkomnari formleysu en þetta. ()g hvemig var hún ? Það er skýrt frá því hér f .þess- nm vitnisburði, sem andstæðingar vorir þykjast svo miklir af. að þeir hafa borgað út $4,541 fyrir graf- verkfæri, og f viðbót þar við toll, flutningsgjald og fleira, sem nam 2,100. Alt þetta gerðn þeir í hag verkhafanda sínum, sem kepti við aðra íboðsmenn, sem ekki vissu um að hann var tekinn fram yfir alla aðra. Af þessu voru $4,500 reiknaðir framræsluhéraðinu, og $1,900 sem styrkur til sveitarfélaga og átti þó að skoðast sem styrkveit- ing til fólksins Vinur minn benti á f ræðu sinni, styrkinn sem al- inenningur fengi hjá okkur, og að hann fengi tvær tegundir af fólki. Mér þætti vænt um að vita hvað marga, og hvaða tegund af fólki þessi Charles Whitehead hefir stað- ið fyrir framan f fylkinu, og hvern- ig hann gat fengið þá peninga, sem reiknaðir vora sveitarfélögum. Vin- ir okkar skilja ómögulega í því, hversa mikla peninga við höfum, og hvemig við föram að því að láta fólkið fá (>ins mikla peninga og við gerum. Eg gæti haldið áfram klukku- tíma eftir klukkutíma að telja upp hvernig aðforð fyrrv. ráðgj. opin- berra verka ogJiáttalagilians f með- höndlun á peningum almennings. Stjómin nam ekki staðar, hún hélt áfram og eyddi allri upphaiðinni. Hún gaf Whitehead verkið fyrir $91,760, eða I0.8c. fyrir “yardið”, en þeir borguðu fyrir það engu að öfður 15e., eða nær því 5c. meira en stendur í samningnum. Þegar hann hafði unnið nokkuð af verk- inu þá borguðu þeir lionum hvern einasta dollar, og kvittuðu hann fyrir það f nafni framræsluhéraðs- ins, og létu hann fá $1,900, sem sveitarfélögum var reiknað, og þar að auki graftólin, sem búið var að reikna framræsluhéruðunum. Ég ætla að segja ykkur frá f hvernig ástandi þetta var, þegar við tókum við. Það er ekki langt síð- an að sendinefnd kom til okkar úr þessu sama héraði, og kvart.aði sár- an yfir hinu óhagfelda fyrirkomu- lagi, sein fyrirrerinarar okkar höfðu liaft á þessu verki. Þeir feldu þar sum lönd undan gjaldi, sem þeir liöfðu engan rétt til að gera. Eg hefi sannanir f höndum til að sanna að ráðgjafi opinberra verka var (ús að gefa upp skatta af sum- um löndutn þar, og var það rétt á undan síðustu kosningum. Skrifari og . gjaldkeri sveitarféh, sem ég held að hafi verið John Mae- doughall, sendi þá út skjal, þess efnis að sér væri skipað að inn- heimta ekki skatt af vissum reit- um (sections). Það var dags. 28. Nóv. 1899. og mesta varasemi var við höfð að þetta skjal og bréf væru ekki afhent fyrr en næsta dag, eða sem næst þvf, fyrir kosn- ingardaginn. Hra. Watson skrifaði bréf áður, í hverju hann staðhæfði, að hra. Jukes gæfi sér þær upplýsingar, að sum lönd, ættu ekki að vera inn í héraðinu, en hann ætlaði að bfða til vorsins, og láta þá gera áreiðan- lega mælingu á landi þar, því vatn væri þar of mikið. sem stæði, t.il að mæla land. Það er mikið af svona bréfum til. Það áttu engar undatekningar að eiga sér stað i þessum framræslu- héruðum. Eg finn það skyldu mína að koma frain með lagaá- kvæði fyrir þingið, sem ákveða réttindi allra jafnt, sern búa þarna, og leysa j>á undan framræsluskatt- inum. Eg geri þetta til þess að slétta úr óánægju þeirri sem þar er og bygð er á ástæðum, og eg voiia að engir verði á móti því, að fylkið taki að sér ábyrgð fyrir ráðs- menskubralli þessa herra, sem Royal Commission benti á, og ég hefi skýrt frá. Það var annað framræsluhérað til þegar andstæðingar okkar sátu að völdum, er nefnist Boyne marsh. Þar gáfu þeir þessum sama White- head starfið. íboð hans var$330,000. Iboðsbréfið er stutt en fremur ein- kennilegt. Það hljóðar svona: '“íboð f framræsluverkið í Boyne inarsh. Eg skal vinna verkið und- ir sérstakri leiðbeiningu fyrir $330,000. llc. tenings “yardið.” Þetta er alt sem haiin segir um þá samninga, og hann fékk verkið lfka. En áður en. hann fékk það, voru honum veittir $11,000. íboð hans var samþyjit 1, „Okt,, en 8. Ágúst var gerð áætlun á búnu verki og honum afhentar $20 þús. til að kaupa grafvélar til notkunar við verkið. I sama sinni var honum gefin fyrirfram borgun á verkinu frá framræsluhéraðinu No. 1. Þann 19. Des. var gerð önnur áætlun og honum borguð $9,405 fyrir 95,000 tenings “yards”, sem hann lét grafa. Þann 4. Maí 1899, var gerð áætlun yfir unnið verk, og borgað út, fyrirfram $10,800, fyrir 3,000 viðarlilöss. 9. Ágúst 1899 var bú- ið út, skjal fyrir $32,296 sem áætl- un fyrir 336,326 tenings “yards”. í þetta skifti borguðu þeir White- head aftur fyrir það, sem þeir voru áður búnir að áætla og l)orga hon- um áðnr. Þetta er fullkomin sönnun fyrir miður góðri ráðsmensku. Þetta þýðir það, að Whitehead fékk $9,000 fyrir verk. sem hann hafði aldrei unnið. Þeir borguðu honum fyrir fram fyrir eldsneyti $10,800, og þegar þeir borguðu honum það fyrirfram strax um vorið, mundu þeir hafa dregið það frá áætluninni, ef þeir hefðu farið rétt að, en það gerðu þeir ekki. Þeir Ixirguðu eldsneytið aftur síð- ar, og drógu þá ekkert frá. svo þessi uppliæð hefir dampað upp í reyk og sést hvergi. Des. 31- sjá- um vér að verkhafanda er borgað fyrirfram $200,000, $1,045 borgaðir tvisvar sinnum, $10,800 borgað fyrirfram fyrir eldivið, og reikn- ingur borgaður sfðar af stjórninni til Davids Alexander og fleiri að upphæð $524.10. Als náði liann út af almenningsfé með þessum hœttþSlOJ^fj.lO. Það er ('kki svo afleitt. Þegar við tókum við, og fórum að líta yfir reikningana, þá fund- um við að Whitehead hafði verið borgað fyrir verk, Bem hann hafði aldrei unnið, sem nam $4,500, svo als verður það um 45,000, sem hann skuldar nú íbúum fylkisins. Við þessar og fleiri fjárplötur höf- um við orðið að fást, og leiðrðtta, og hefir það tekið fyrirhöfn og mikinn tfma. En samt höfum við gert umbætur á hverju ári, og þyk- ir vænt um, að vera búnir að koma fjárhag fylkisins í eins gott lag og hanri er nú.—(Meira). Mislagðar hendur, í 19. tölublaði Norðurlands* þ. á. er gagnrýni á sögu Þorgils gjall anda: UPP VIÐ FO SA. Á einum staðl gagnrýni þessari standur þessar setningaa: „Svona rita ekki aðrir en “heldri menn” bðkmentanna.Yflr- leitt er orðfærinu svo háttað, að það leynir sér ekki, að á pennanum hef- ir haldið listamaður, sem gerir sér fullljóst hvað hann hetír fyrir stafni'. Hér er stórt sagt, en hversu það er mergmikið, erekki hægt að segja, þar eð þessi saga er héi ókunn.En sé gengið út frá því, semsjálfsagt er að gera, að hér sé ritað af þekkingu og einlægni, þá fer að fara um mann, þegar maður sér aftur þessa setn- ingu í næsta tölublaði á eftir:.... “Sjúklingurinn er feberlaus eftir óperatiónina”. Að sjá mann eins og Einar Hjörleifsson, sem ekki fæst við annað en skrifa oger einn af leiðandi rithöfundum Islendinga á þessum dögum, skrifa aðra eins hraksmánar íslenzkar málleysur og þetta, kemur manni óhjákvæmilega til að taka ekki mark á því, sem hann segir um málfæri á bókum og ritum. E. H. ásamt mörgum öðrum á Islandi hetír hneykslast á ‘vestur- íslenzkunni’ svo nefndu, og er það út af fyrir sig. En svo hefir hann og fieiri rithöfundar sett út á mái sumra manna hór vestra, sem rita óefað réttara, íslenzkara og hreim- meira mál, en til er á (slenzkum blöð um yfirleitt. Það væri viðkunnan- legra fyrir þá, sem setja sig í dóm- arasæti og dæma einum til lasts og öðrum til lofs. að þeir stæðu ekki neðst í málsnotkun sjálfir’ K. Á. B. Orustuvélar verða her- vald komandi tíma. Ekki alls fyrir löngu stóð grein í “The Engineering Magazin”, sem ræddi um vélanotkun framtíðar- innar. Þar stendur á meðal ann- ars þes3i kafli: “Það verður ekki Iangt þangað til, að eitthvert af hin- um stríðandi sjófiota stórveldum finnur upp orustuvélar, sem ekki þurfa aðra menn en vélastjóra og hjálparmenn og sópa þær hermanna fyrirkomulaginu fyrir borð, en þess- ura voðavélum verður stjórnað eins og hverjum öðrum vélum, sem látn- ar eru starfa sitt ætlunarverk, að ein8af Örfáum mönnum. Einkennis búningarnir hverfa og orður og titl* ar finnast ekki, og hetjudýrð ein- stakra manna fæst ekki framar í sjóorustum. Herskart og hermanna orðstýr dvínar og þagnar, nema þeirra sem flnna upp vélarnar og endurbæta þær til eyðileggingar og blóðsúthellinga á hafnarbæjum og strandlengis. Öll fornaldar og mið alda herdýrð og hersöngvar hætta að vera til. Þessar sjófæru hervélar verða hryllilegustu lifs og lima eyðendur. Mennirnir sem stýra þeim til atlögu, tá að eins sín föstu peningalaun, eins og hverjir aðrir verkamenn. ÖIl þessi hernað- araðferð verður í sjón og reynd hin ljótasta, viðbjóðslegasta, valdandi ógnun og skelfingum, og verður háð með tilflnningarleysi og köldu blóði, sem hvert annað verk, rétt eins og vélastjórar stjórna lestlnni á teinum járnbratanna, og kyndarinn stingur eldsneytinu inn í hitunarvélarnar f byggingum og verkstæðum. Þjóðin sem.fyrst notar þessar bardagavélar, fær þær í hendur, ekki sínum Miles, Corþins Sampson og Schleys, en Carnegie, Morgan og Fricks, ráðsm. þjóðarinnar, ei mönnum eíns og Corliss, Fritz, Baldwin, Jones, Ilunt, Warning og Sweet,—vélfræðingar, sem vita hvað þeir eru að gera, og eigaað gera,—þjóðin háir stjórnar- byltinguog vígaferli í anda og sann- leika og stikar stórum skrefum á- leiðis í eyðileggingar djúpið. Ein» lengi og hernaður er skoðaður sem aðdáunarvert starf, á leiksviði hreysti og frægðár, og settur í sam- band við dýrð og orðstyr, þá verður hann í heiðri hafður, og álitin eitt af ákvæðum mannlífsins, dýrðar- skarteinstaklingsins; einkennisbún- ingurinn og skraut hermannatreyj- unnar ganga í augun, eins lengi verður hann til á öllum stððum um á jörðinni, og játaður heiðarleg frammistaða, og margra augnamið er að tá að há hann, en fleiri sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.