Heimskringla - 18.06.1903, Blaðsíða 2
HEIMöKRINGrLA 18. JÚNÍ 1903
Ueimskringla.
PUBLISHED BT
The HeimskriDgla News 4 Pablishing Co.
Verð blaðsins í CanadaofíBandar.$2.00
um árið (fyrir fram borgað). Sfint til
fslands (fyrir fram borgað áf kaupend
um blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaévísanir á aðrabankaen í
Winnipeg að eins teknar með affðllum.
K. L. Baldwinsen,
Kditor & Manager.
Office . 219 McDermot Ave
P o. BOX ISÍHS
Einkennileo; fyrir-
muriun.
Ekki f>arf Liberalflokkuriim í
Manitoba að kvarta undan f>vf, að
ritstj. Lögberg reyni ekki af fremsta
megni, og rúmlega það, að halda
uppi heiðri hans meðal kjósend-
anna, um leið og blaðið reynir með
öllu mögulegu rnóti að finna sakir
á hendur Roblinstiórninni. Auð-
vitað eru þær sakir fundnar með
þvf að spinna upp algerlega ósann-
ar ákærur á hendur Mr. Roblin og
stjórn hans. Það er eins og ritstj.
Lögbergs sé algerlega fyrirmunað
að segja nokkurt satt orð, þegar
um Roblin eða framkvæmdir hans
í þarfir fylkisins er að ræða. Sú
eina afsökun, sem finnanleg er
þessu til afsökunar er sú, að mann-
tetrið ritar það eitt yfirleitt í blað
sitt um pólitisk málefni, sem hann
leggur út eða fær lagt út úr blað-
inu Free Press. En það blað, eins
og öllum er kunnugt, er talin eign
hra. Siftons. innanríkisráðgjafa í
Ottawa, og á því tilveru sfna undir
því að f>að vinni sem ötulast í J>arf-
ir Liberala, með hverjum helzt
meðulum sem handhægust eru.
Þetta er sú biblfa sem Lögberg
bvggir traust sitt á f pólitiskum
efnum, og hvað þurfum vér svo
frekar vitnanna við um sannleiks-
gildi þess. sem blaðið flytur um
Roblin. Lögb. segir að Roblin hafi
kannast við að útgjöld núverandi
stjórnar væru meiri en útgjöld
Greenways hefðu verið. En blað-
ið sá heppilegast að tilfæra ekki
orð Roblins þessu viðvfkjandi þvf
þá hefði útlitið orðið alt öðruvfsi,
og Roblin mjög f hagen Oreenway
f óhag. Til þess lesendur sjái nú
orð Roblins rétt útfærð um þetta
mái, þá setjum vér þau hér. Hann
sagði á Neepawa fundinum:
“Árið 1899 nam verkalaunalisti
stjórnarinnar §175,134, en 1902
var hann §199,948, eða um §24 þús.
hærri. En það er sanngjamt að
þessi verkalauna aukning sé borin
saman við inntektir fylkisins á
þessum 2 áminstu árum. Grreen-
waystjórnin eyddi rúmlega 22 per
cent af öllum fylkisinntektum í
verkalaun, en vér eyðum að eins
13 per cent af inntektunum, mis-
munurinn er 9 per cent, og sýnir
það aukinn spamað undir núver-
andi stjórn. Eg segi að þetta sýni
góða meðferð fjárins”.
Svona skýrði Mr. Roblin þetta
mál, og var þvf tekið með miklu
fagnaðarópi og lófaklaþpi, af til-
heyrendum á fundinum. Ennfrem- j
ur skýrði Mr. Roblin frá því, að
fólkstalan í fylkinu hefði aukist
um nœr J sfðan hdnn tók við völd-
um, og að enginn sanngjam mað-
ur gæti ætlast til þess að stjórnar-
kostnaðurinn stæði f stað, þar sem
inntektir fylkisins og fólkstalan
færi stöðugt vaxandi. Til dæmis
hefði mentamálakosnaður stjómar-
innar verið §130,000 meiri á síðastl.!
ári, heldur en samkyns kostnaður
Greenway árið 1899, og [>ó sýndi
Ryblinstjómin tekjuafgang í stað i
árlegra sjóðþurða á tfmabili Green-
way. Mr. Roblin sagði ennfrem-
ur þetta:
“Vérvonumað verða færir um
að efla svo framfarir fylkisins á
næstu 4 árum, að vér að þeim tíma
liðnum höfum §400,000 til að eyða
árlega þar eftir”. Þetta er ekki al-
veg eins og Lfigb. segir að Roblin j
hafi hótað að auka útgjöldin um j
$400,000 á ári ef hann kæmist til
valda. Það dregur víst enginn
skynberandi maður f fylkinu neinn
efa á að Rohlinstjórnin komist til
valda við næstu kosningar. Fólk-
ið í þessu fylki er hætt við að láta
beria svo öflugt flokksfylgi inn í
sig, að það loki augunum fyrir
því sem vel er gert. Og fólkið
finnur áþreifanlega muninn á því
hve hag fylkisins hefir skotið fram
undir núverandi stjórn. eða deyfð
þeirri sem einkendi a[t viðskiftalíf
j og verklegar framkyæmdir á stjóm-
arárum Greenways. Enda var
Neepawa-fundurinn eindregið með
j kosningu Mr. Davinsons, og sama
; er að segja um. mikinn meirihluta
af öllum kjósendum f kjördæmi
j hans. Þeir lfta svo á að það sé
skylda sín að fylgja þeim mönnum
j að málum, sem hafa veitt þeim
duglegri og ráðvandari stjórn en
þeir liafa áður átt að venjarst, og
það því fremursem Liberalflokkur-
inn í Manitoba stendur • nú uppi
gersamlega ráðþrota. Stefnulaus
og f molum, hafandi ekkert annað
að bjóða fylkisbúum en að gera
það sama, ef þeir nái völdum, sem
þeir gerðu á meðan þeir höfðu þau.
Menn vita alt of vel hvað [>að þýð-
ir, til [>ess að nokkur lfkindi séu til
þess að þeim verði á ný trúað fyrir
fjármálum fylkisins. Ástæður þær
} sem Lögb. segir kjósendur hafa
! fyrir þvf að vilja ekki hafa Roblin-
stjómina, era langt frá því að vera
I hyggilega hugsaðar eða sannfœr-
andi, enda með öllu uppspunnar og
ósannar. Roblinstjórnin hefir ekki
[ minkað, heldur aukið jámbrauta-
| kepni í fylkinu síðan hún kom til
valda, eins og sést á því að C. P
R. félagið hefir alstaðar fœrt niður
flutningsgjöld með braut sinni á
þeim stöðvum sem koma f sam-
kepni við C. N. brautina. Engum
er kunnugra um þetta en íslend-
ingnm f Baldurhéraðinu, og engir
hafa betur kannast við það heldur
en þeir, og verzlunarsamkund-
umar f Glenboro og öðrum bæjum
j f suður og suðvestur parti fylkisins.
j Skuldabréfaábyrgð Roblinstjómar-
j innar nemur ekki 20 miliónir doll.
eins og Lögberg segir; en fyrir á-
byrgð þá, sem fylkið hefir veitt C.
N. félaginu, hefir stjórnin fengið
fyrsta og annan veðrétt f öllu
brautakerfinu og einnig lögtaksrétt.
Ef það er því rétt að segja að Rob-
lin hafi kastað 20 miliónum doll.
út f þessa braut, þá er eins rétt að
geta þass að hann hafi auðgað
fylkið um verðgildi brautarinnar
als 1345 mflur, sem er sem næst
§40 mil. virði. En svo lætur Lög-
berg þess ógetið að í tilefni af
samningum Roblins hefir fylkisbú-
um sparast í flutningsgjaldi á síð-
astl. ári nær hálfa mil. doll. f pen-
ingum, og Roblin er nú þegar bú-
inn að koma hveitiflutningsgjaldi,
frá Manitoba til stórvatnanna, nið-
ur í lOc hver 100 pund án nokkurs
kostnaðar. Þetta sama var Green-
way að reyna í 12 ár, og eyddi til
þess nærri einni mil. doll. en fékk
ekki sínu fraingengt. Hann skorti
j bæði vitsmuni og dugnað á við
j Roblin, og fóikið veit þetta og
j skilur þýðingu þess. Lögb. segir
að Roblinstj. hafi gætt vinum sfn-
um með fylkisfé, sem ætlað hafi
verið til þarflegra fyrirtækja. Slík
staðhæfing getur látið vel f eyrum
æstra flokksmanna. En hvar er
sönnunin. Þvf er ritstj. Lögbergs
v/svitandi að skapa sögur sem eng-
inn sannleiks flugufótur er fyrir.
Kjósendur eiga fulla heimtingu á
að slfkar sakargiftir söu rökstudd-
ar, eða að þær séu afturkallaðar.
Lögb. segir Roblinstj. ætli að eyða
§75 þús. af alþ/ðu skólafé og verja
þvf f pólitiskar þarfir. Sannleik-
urinn í þessu máli er sá, að Roblin-
stjórnin hefir ákveðið að verja §75
þús. af fé mentamáladeildarinnar
til að byggja búnaðarstóla f fylk-
inu, og er það lögum samkvæmt,
svo framarlega sem búnaðarskólar
séu álitnir að vera mentastofnanir,
og um það geta menn dæmt af
greininni: “Ohult leið til þjóð-
megunar”, sem stendur 1 sama
blaði Lögbergs eins og þessi sakar-
gift á Roblinstjórnina.
Það sem Lögb. segir um fram-
ræzlu framkvæmdir Roblinstjóra
arinnar er logið frá rótum, eins og
ritstj. Lögb. veit ofur vel. Öll
framræzlu framkvæmd Roblínstj.
er þannig, að þar verður ekkert að
fundið með sanngimi. En á hinn
bóginn hefir [>að verið sýnt og
sannað, og það svfður Lögb., að
orðið hefir opinbert að Greenway-
stjómin var'búin að moka f vasa
Mr. Whitehead, sem hafði fram-
skurðarverk fylkisins með hönd-
um fyrir sfðustu kosningar, yfir
45 þús. doll., sem hann hafði ekki
unnið fyrir, og sem Roblinstj. hefir
verið að vinna að að fá borgaða til
baka og hefir nú tekist það. Öll
framræslu aðferð Liberala var
þeim til skammar og fylkinu til
stórtjóns, þiingað til Mr. Rogers
fékk þeim málum kipt í lag. Hefði
Greenway setið við völdin [>á hefði
alt þetta fé gersamlega tapast. Um
Jámbrautarstarfsemi í fylkinu
nægir að segja að Greenway lét
byggja 545 mílur af brautum f öll
þau ár, sem hann var við völdin,
og Ixirgaði f beinum peningum úr
fylkissjóði fyrir [>að §971,557.87,
eða sem næst eina mil. doll. En
Roblinstj. hefir þegar látið byggja
á þrem árum 640 mílur af brautum
án þess það hafi kostað fylkið svo
mikið sem einn dollarí pen-
ingum. Ábyrgðina þarf ekki að
telja því alt, brautarkerfið stendur
fyrir henni. Þess utan hefir Rob-
linstjómin látið byggja aðrar 82
mflur af járnbraut og fyrir þær
hefir hún veitt lftilfjörlegan styrk.
þetta er munur á framkvæmdum
tveggja stjóma.
Ýmislegt meira er f síðasta blaði
Lögb., sem nauðsyn er á að ræða,
svo sem um kosningalögin, en í
þetta skifti er ekki tlmi til að at-
huga það, enda lítil þörf til þess,
því að allir vita að lög þessi eru
eins sanngjöm eins og hægt var að
gera þau, og það játaði gamli
Greenway sjálfur í þinginu.
Merkin sýna verkin
Þegar athugaður er mismunur
á f jármálastefnu og starfi Greenway-
stjórnarinnar og Roblinstjómarinn-
ar, þá finst þar stórt millibil. Rob-
linstjórnin hefir ekki einasta borgað
sjóðþurð Greenwaystjórnarinnar,
heldur hefir hún eftir 4 ár meiri tekju
afgang en dæmi eru til f stjórn-
arsögu fylkisins. Það sýnir að
Roblinstjómin hefir meiri stjórnar-
hæfileika en Greenwaystj. hafði.
Eftirfarandi dæmi s/na mismun-
inn á fjármálunum:
Greenwaystj.
skildi við sjóð-
þurð er nam als
§997,337.79.
Síðasta árið
sem Greenway-
stjórnin sat við
völdin, nam sjóð-
þurðin §247,261-
96.
Greenwaystj.
eyddi §748,-
80l.39af lántöku
fé í venjuleg út-
gjöld-
Greenwaystj.
tók peningalán
oghlóð skuldum
á fylkið, sem f
alt nemur meira
en §2,500,000,
og þegar þegar
hún skildi við,
lét hún eftir sig
skuldir er námu
§244,271.96 af
útgjöldum síð-
asta árs, og
§160,280.00 ó-
goldið af öðrum
útgjöldum.
Roblinstjórnin
hefir borgað sjóð
þurðina alveg,
og hefir þar að
auki tekju a f -
?;ang m i 1 i i
landa sem nem-
§317,830.22.
Síðasta ár var
tekjuafgangu r
Roblinstj. §289-
,686.34.
Núverandi
stjóm hefir ekki
eytt einu einasta
centi af lánsfé
til venjulegra út-
gjalda, þvert á
móti. Hún hefir
greitt af inn:
tektum skuidir
hinnar stjórnar-
innar, og hefir
þó hafi vaxandi
tekjuafgang á
hverju ári.
Roblinstj. hefir
ekkert peninga-
lán tekið, nema
§500,000. Af
þeirri upphæð
þurfti tafarlaust
að borga §247,-
261.96 af sjóð-
þurð Greenwa-
stjómar i n n a r .
Afgangin þurfti
hún að borga út
sem innstœðu-
fé, og hefir hún
meiri tekjuaf-
gang nú, en þvf
nemur, við hend
ina f peningum.
Haldi eins góð
ráðsm enska
stjórn a r i n n a r
fyrir fylkið, á-
fram um næstu
f jögur ár, þá get-
ur fylkið greitt
allar þær skuldir
sem [>að er í, og
stendur þá skuld
laust og óháð
öllum lánar-
drotnum á jarð-
rfki.
i
Prentsamning-
ar Greenway-
stjórn a r i n n a r
sfðasta ár lienn-
ar: 1899, nam
borgun hennar
§2.12 fyrir blað-
síðuna.
Árið 1899
borgaði Green •
waystjómin f
landsölu kostnað
26 per cent af
inntektum.
Sambandsstj.
heimtar af fylk-
inu 34 per cent,
fyrir sínar land-
mælingar.
Samkvæmt
prentsamn i n g -
um Roblinstj.
síðasta ár þá
b o r g a ð i hún
§1.45 fyrir blað-
sfðuna.
Árið 1902 [>á
var landskrif
stofugjald fylk-
isins 7 per cent
af inntektum,
fyrirallankostn
að, sem við-
kemur landsölu
þess.
Mentun.
Mér var talsverð ánægja f þvf.
að lesa n/lega f Heimskringlu á-
gætlega orðaða og fróðlega grein
um skólamál, eftir vin minn herra
H.Péturson, Hann dregur athygli
að þvf, að alt of lítið sé um þau
mál rætt í vorum ísl. hlöðum og
tímaritum, og spyr um ástæður
fyrir Þessu. Ekki getur það kom-
ið af þvf, að vér sem [>jóð látum
oss standa á sama um þessi mál,
því að það er fullkunnugt, að nám-
fýsi og löngun eftir þekkingu og
alkyns fróðleik er eitt af vorum
sterkustu þjóðareinkennum alt frá
fyrstu tfmuin, Og nú þegar hepn-
in hefir hent oss yfir f kjöltu þessa
mikla meginlands, þar sem bjálka-
sk/li frumbyggjanna voru reist
samhliða skólahúsunum í skógar-
lundum landnámstfðar, yfiríland-
ið, þar sem mentastofnanirnar eru
sönn pr/ði og aðdáun hinna beztu
borgara, [>á getur það ekki verið
nokkrum vafa bundið, að vér ber-
um fulla meðvitund um skyldur
vorar og ábyrgð f þessu tilliti, bæði
gagnvart sjálfum oss og afkomend-
um vorum, og gagnvart öllum með
borgumm vorum f landinu.
Hitt mun vera nær sanni, að
svo mörg blöð og tímarit eru getin
'út, eingöngu í þágu mentamál-
anna, að önnur blöð finna ekki
köllun hjá sér til að hafa þau mál
til meðferðar. En vér Islendingar
höfum engin slík blöð af þeirri teg-
und, og þess vegna hljótum vér að
leita rúms f voram pólitisku blöð-
um þegar vér óskum að ræða menta
mál, og að voru áliti er þvf rúmi
vel varið, sem þannig er skipað.
Það era í Bandaríkjunum um 150
blöð og tímarit, sem gefin eru út
eingöngu til að ræða um mentamál
og að undanskildum verzlunar, trú
eðapólitiskum málum, þá er ekk-
ert mál á dagskrá þjóðarinnar, sem
hin skynsamari og mest hugsandi
hlutiþjóðarinnar leggur meiri rækt
við, heldur en mentamálið, og það
er óhætt að ætla, að komandi kyn-
slóð pilta og stúlkna hafi miklu
meiri hag af skólamentun sinni,
heldur en liðnar kynslóðir hafa
lilotið.
Ef til vill sú yfirgrips mesta
hugmynd um hvað sönn mentun
ætti að vera, var orðfærð af Temple
byskupi, þegar hann sagði: „Ment-
un er það vald, sem upplýsir fram-
tfðina með reynzlu fortíðarinnar,
og breytir mannkyninu í risavax-
in mann, sem tegir lífsferil sinn
frá upphafi tilveranuar til dóms-
dags. Hinar leiðandi kynslóðir
mannanna eru dagar f Iffi þessa
manns. Uppgötvanir og hugvits-
semi, sem einkennir hin ýmsu
tímabil í sögu mannkynsins, eru
verk hans, kreddur og kenningar,
skoðanir og stefnur hinna liðnu
alda eru hugsanir hans. Astand
þjóðanna á ýmsum tfmabilum er
háttaemi hans, Hann vex f þekk-
ingu, siðferði og sýnilegri stærð á
sama hátt og vér geram og inent-
un lians er á sama hátt og af sömu
ástæðum, nákvæmlega samkynja
og vor eigin mentun. Pascal orð-
færði sömu hugmyndina, þegar
hann sagði: „Öll tilvera mann-
kynsins á liðnum öldum verður að
skoðast sem eins manns æfiferfll,
ætfð lifandi og sí-lærandi”. Og
heimspekingurinii Plató dró allar
þessar hugsanir samanf þessa einu
gullvægu setningu: „Góð mentun
erþað sem veitir lfkamanum og
sálinni alla þá fullkoinnun, sem
þau eru meðtækileg fyrir”. Þetta
eru víðtækar liugsjónir um menta-
lega framför, og þess betur sem
þær festast í hugum manna, þess
betur sannfærist alþýðan á þvf, að
mentun er f eiginlegf sta skilningi
ekki innifalin f kreddusettum lær-
dómi, svo sem að læra utanbókar
lítt skiljanlegar setningar eða á-
kveðnar greinar, heldur miklu
fremurþað, að leita óhindrað allra
mannlegra hæfileika til þess að
leita sannleikans,
Engin eldri tfma mentastefnun
er náskyldari oss, og sem vér get-
um kynt oss með betri árangri,
heldur en Athenuborgar-stefnan.
Arestoteles hefir orðfært kjarna
hennar.þegarhann spyr: „Á að beita
mentuninni sérstaklega til hvers-
dagslegra og ógöfugra nota, sem
hjálparmeðal til lfkamlegra hags-
muna og útvortis þrifa, eða ætti að-
almarkmið hennar aðveraþað, að
skerpa hugsunina og byggja upp
og auðga sálarafl mannsins. Lægri
mentun innibatt 4 aðaldeildir:
Málfræði, lfkamsæfingar, söngfræði
og dráttlist. I málfræðisdeildinni
var kend skrift, og undirstöðuatriði
tölvfsinnar og setningaskipun. Lik-
amsæfingadeildin kendi ýmsar f-
þróttir, sem miðuðu til að styrkja
líkamann og gera nemendur sterka
og þolna. Söngfræðin var kend,
ekki að eins sem skemtigrein,
heldur jafnframt til þess að fága
líkama og sál nemandans og auka
samræmið milli þessara tveggja
hluta mannsins. Dráttlistardeild-
in kendi mælingarfræði, uppdrátt-
arlist. Þessa tíma meun geta
fundið auðsuppsprettu mikla f að-
ferð þeirri, sem Grikkir fylgdu
við mentun námsmanna sinna.
þaðan geta nútíma kennarar dreg-
iðmargar ágætar bendingar, sem
komið geta að góðu haldi á þessum
tímum, þegar öll lífsstörf ganga
með undra hraða, og sigurinn í
baráttu lífsins er viss að eins þeim,
sem fyrst og lengst skarar fram úr
meðbræðrum sfnum. Það er að
eins með nákvæmri athugun þeira
afla, sem ýmist hafa lirundið áfram
eða hindrað framför mannkynsins,
aðdjúphygnir fræðimenn þessara
tíma hafa orðiö færir um að á-
kveða nokkurnveginn nákvæmlega
hinn sanna tilgang kenslunnar.
Skoðanir manna á mentun
hafa óhjákvæmilegan blæ, bæði af
þeim heimspekisskoðunum, sem
þeir menn hafa, er gera mentunin
að umhugsunarefni og einnig af
þjóðarálitinu á því, hver áhrif skól-
ar landsins eiga að hafa.
A meðal [>eirra, sem mikið
hafa hugsað um þessi mál, má
nefna Pythagoras, Plato, Cicero,
Milton, Pestalozzy, Froebel og
Spencer. Hver þessara merku
fræðimanna hefir haft og haldið
fram sérskildum skoðunum, til-
gangi og framkvæmda möguleika
í uppfræðslu mannkynsins, En
allar þessar mismunandi skoðanir
vora fremur um það, hvað og
hverju mentunin ætti að geta á-
orkað undir hagfeldustu skilyrð-
um, heldur en að þær gæti heitið
verulega praktiskar. En eftir þvf
sem mannsandinn hefir þroskast,
svo hefir hugsjón og hin praktiska
hlið mentunarinnar náð dýpri festu
og meiri hylli f alþýðu álitinu. Á
miðöldunum mistu menn sjónar á
að miklu leyti á praktisku hlið-
inni, en sfðan ritverk Lord Byrons
fóru að hafa áhrif á almennings-
álitið, þá hefir þessi lilið málsins
stöðugt fest dýpri rætur, þar til nú
að menn líta svo á, að mentun ung-
menna sé þýðingarlaus, nema hún
geri þau hæf til að gegna einhverrí
stöðu eða verki, er veiti þeim
lifsuppeldi. Af þessu er [>að kom-*
ið, að vér höfum nú mesta skara af
handiðna- söngfræða- uppdráttar-
og verzlunarskólum, hin praktiska
hugsjón á tilgangi mentunarinnar
era í samræmi við hugsjónir Gyð-
inga eða Hebrea, Fræðikerfi He-
brea lagði öllum börnum það á
herðar, án tillits til þess hvort þau
voru af háum eðal&gum ættumí að
læra eitthvert handverk, af þeim á-
stæðum er og það komið, að Krist-
ur var trésmiður og Páll tjaldgerð-
armaður. Prestar Gyðinga héldu
þvf fram, að sá sem ekki kennir
syni Bínum handverk, breyti eins
ogef hann kendi honum að stela,
en sá sem kann handverk, er eins
og umgirtur vinþrúguakur. En
þess er að gæta, að aðaltilgangur
mentunarinnar er ekki sá, að
kenna öllum mönnum handverk,
luldur sá. að skapa sem fullkomn-
astan karakter í námsmanninum,
að undirbúa manninn, svo að hann
geti lifað fullkomnu og flekklausu
lífi andlega oglfkamlega að styrkja
afl andans og skynseminnar í
mönnum og konum, er aðaltak-
mark inentunarinnar. Það afl er
gerir manninn hæfan tíl að lifa
fullkomnustu lffi, er sönu mentun,
hvort sem það er lært í skólum
landsins eða innblásið í náttúruna
og lært f daglegri umgengni við
heiminn. í hinum sfðarnefnda
skólahafa margir göfugustu menn
og kojnur, sem sögur fara af, teng-
ið mentun sína.
Látum oss reyna að menta
börn vor í skólum landsins, vfð-
tæka þekkingu á skyldum lffsins.
En vér verðum að tiiuna, að það er
rangt að kenna skólunum um alt
sem aflaga fer f mentun vorri, [>vf
að skólarnir eru að eins einn liður
f kerfi mentunarinnar. Bíimin
öðlast mikin hluta af mentun sinni
f heimilunum. úti á götunum í um-
gengni við leikbræður sína og af
liáttum og siðvenjum þess mannfé-
lags, sem þau búa við. Skólinn
getur aldrei unnið verk kyrkjunn-
ar, né skólakennarinn unnið verk
prestsins. Heimillð, kyrkjan og
skólinn gera hvert [sitt ákveðna
starf, og þetta eru þau öfl, sem
mest álirif liafa á alla fraintið
mannkynsins.
John J. Samson.
Einlífismenn.
Það hefir verið rætt og ritað um
það allvíða, að skattgilda pipar-
sveina og ógifta menn. Þessi hug-
mynd er langt frá ný. Lýðveldið í
Argentínu í S.-Ameriku hefir nýlega
skattgilt ógifta menn, og ætlaði að
hafa góðan tekjuslatta upp úr því, en
eftirtekjan hefir ekki orðið eins mik-
il og búist var við. Önnur ríki hafa
ekki skattgilt ógifta menn til þess
að fá tekjuauka, heldur til þjóðþrifa
og mannfjölgunar.
Fyrir nokkrum árum var rætt um
að skattgilda sveitarforingja og
fremriraðar hermenn, sem ógiftir
voru, á Þýzkalandi. En af því
Þjóðveijaland er land efnalítilla
ungsveina, en fleytifult af ógiftum
ríkum kaupmannadætrum, ungum
og öldnum, þá var þessi lagaákvörð-
un ekki nauðsynleg til þess að fjölga
giftingum. Varð hún því ekki lög-
gilt.
Á miðöldunum voru til stjórnir
eða konungar, sem skipuðu hverjum
ungum manni að giítast eins fljótt og
unt væri.Þeim voru heitin verðlaun
og hlunnindi fyrir að staðfesta ráð
sitt. Sú lagaákvörðun stafaði að eins
til þess að fólkstalan þyrri ekki. Þ&
var bardagaöld sem enn f dag, og
féll margt manna á vígvellinum. f
þ& daga voru líka stórplágur, sem
gengu yfir heil ríki og lönd. Þeir
sem óhlýðnuðust að gifta sig sættu
þungum hegningum og pyntingum.
Litlu eftir það gaf einn af stjórn-
endum Mohammedsmanna í austur-
löndum út lagaboð, sem ákvað þunga
hegningu þeim mönnum, sem voru á
vissum aldurstökum, ef þeir voru
ekki giftir innan viss tíma frá því
þeim var tilkynt lagaboð þetta, að
minstakosti fjórum konum.
Það er ekki langt á að minnast að
einn bæjarráðsmaður I einni af Nýja
Englandsborgunum, bar upp í bæjar-
iáðinu reglugjörð um skattgildingu
borganna á öllum ógiítum karl-
mönnum, sem til lögaldurs væru
komnir. Væri reglugjörðinni ekki
hlýtt, kostaði það atvinnumissir
þeirra, sem vinna fyrir bæina, eða
aðrar opinberar stofnanir. Þetta
hefir Komið fyrir í elstu nýlendum
Bandarfkjanna sjálfra, svo einlífis-
mcnn þar eiga ekki um frjálst höfuð
að strjúka á þessum dögum í því
efni, trekar en annarstaðar þar sem
stjórni og lönd álíta fólkfjöldann
undirstöðu þjóðarheildarinnar.
En enginn efi er á því, að það er
hve gi kappsamari og næstum
skringilegri áhersla lögð & giftingar
en í Argentina lýðveldinu í Suður-