Heimskringla - 06.08.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.08.1903, Blaðsíða 1
Kærkomnasta gjöf til Isl. á íslandi er: Heimskringla $1.50 um árið heim send. KAUPIÐ Heimskringlu og borgið hana; að eins $2.00 um árið. Aug 03 XVII. WINNIPEG, MANITOBA 6. ÁGÚST 1903. Nr. .43 PIANOS og ORGANS. llefiitxinaii & Co PianoH.-----Bell Orgel. Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmáluni. J. J. H- Mi’LEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. M INNIPEG. ew Yoik Life | nsurance l.o. JOHN A. McCaLL, president. l.ifsábyrgðir ígildi,3l. Des. 1902, 1550 iní11iouir Oollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús, manna gengu í félagiðá árinu 1902 með SOSÍ million doll. ábyrgð. Það eru 40 rnilliónir meira en vöxtur fél 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á siðastl. ári ttm 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll.— og þess utan t.i) lifandi u eðlima 14J mill. Doll.. og ennfremur var S4.75O.O0O af gróða skíft upp milli rreðlima, sem er $800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8 750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olat'son, ,F. t». norj'an, Manager, aGent. grain exchange building, w insnsriPEG-. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Nýlega eru þær fréttir komnar til Seattle, að nýjar gallnámur séu fundnar á Alaska. Námur þessar eru nMægt Morelock og Bonanza Creek við landamæri Yukonlands- landsins. Mælt er að úr einni pönnu fáist frá 50c.uppí$fi. Þar hafa fundist gullmolar $32 virði. Mikið er þar af gullmolum, sem eru virði $2—$10. Gullið er í frosinni möl og all djúpt ofan á það. Á einni náma- lóðinni þar er maðar að vinna, er heitir Wilson. Hann misti báða rætur af kali þar norður frá fyrir nokkrum árum síðan. En á síðastl. þremur vikum hefir haun sjálfur grafið upp úr lóð sinni $5000 af gulli- Böist við mikilli guiltekju strax ísumar, —C. P. R. félagið hefir agenta að líta eftir uppskeru hér í Mani- tobafylki, og eftir þeim áætlunum, sem þeir hafa nylega gefið félaginu, segja þeir að 2,500,000 ekrur séu sánar þetta sumar í Manitoba, en það er hér um bil 20 per cent meira en í fyrra. Að jafnaðartali fá bændur 20busb. af ekrunni yflrleitt. í Norðvesturlandinu álíta þeír að 30 bush. verði til jafnaðar úr ekrunni. Þeir á ætla, að hveitiuppskeran veiði 61 millíónir buch. alls. Mennþeisir eru vanirþessu starh og fara óefað mjög nálægt því rétta með áætlanir sínar. — Stjórnin á Englandi er að breyta tolllögunum hjá sér þe3sa daga. Það sem stjórnarformaði r Balfour hefir sítérað til sem þýðing- armestu breytingar er afnám tolls á ósoðnu sýrópi. Honum flnst sem þeir hefðu þurft annars meira með en þessa tollafnáms. —Konungur vor og drotning fóru frá Dublin til Londonderry á ír- landi, og var þeim fagnað þar for- kunnar vel. Komu bændur og búa- lið lengst ofan af landi að sjá þau, og vera við fagnaðarathbfnina. Hef- ir ferð þeirra hjóna favið aðra leið en hugsað var. írar hafa einmitt hlýrra hugarþel til þeirra nú, þótt þeir byggjust til að sýna þeim fá- læti og fyrirlitningu áður en þau komu þangað. —Þær fréttir berast frft Cuba eftir brezka konsúlnum þar, að Banda- menn geti með engu móti haldið eyjarskeggjum í skefjum. Eyjar búar safnast þar saman I smáflokka og fara stnu fram hvað sem Banda- ríkjamenn segja. Aðallega spillir þessi flokkadráttur og rígur fyrir allri framför í iðnaði og atvinnu rekstri. —í bænum Valparaiso í Chili er verkfall ískyggilegt. Allir þeir sem vinna við að búa til og baka brauð, hafa gert verkfall þar Og þegar vinnuveitendur vildu ekki veita þeim það sem þeir b&ðu um, þá gerðu verkfallsmenn tilraunir til að brenna og sprengja upp brauð- gerðarhús og brauðsölubúðir. Þar er nú svo mikil brauðekla að til stó: - vandræða horfir. —Tyrkir segja að Rússar hafi heðið sig að lofa herskipaflota sínum að fara gegnum Dardaneller-sundið, sem ætli að fara austur til Kína. Tyrkir eru hræddir við þetta vegna annara stórvelda. Samt er búist við að byrndreki mikill, sem tilheyr ir sjálfboðaliðinu rússneska, muni innan fárra daga leggja inn á sund- ið til útsiglingar. Mun þetta boða tíðindi nokkur. —í Norðvesturlandinu eru menn farnir að gefa sykurrófuræktinni mikínn gaum. Mormónar byrjuðu á henni fyrir örfáum árum og þykir furðu gegna hversu vel það hefir lánast. Síðasta ár var flutt til Ca- nada frá öðrum rfkjum 390 millíón- ír pund af sykri. Það kæmi Cana- damönnum vel, að geta framleitt sinn sykur sjálflr og haft góða at- vinnu þar af. —Það lítur svo út sem Laurier stjórnin hafi ekki minstu hugmynd um bvaða þýðingu það heflr að hleypa G. T. P. félaginu inn 1 Ca- nada. Og þaðan af minna skyn ber hún á franitíð ibúanna í Canada og ríkis framfarír. En uin eitt er ekki hægt með sönnu að biegða henni, að hún hafi ekki þekkingu ft, og það er að skrapa saman skildinga handa sjilfri sér, og þar næst fáeinar millí- ónir í kosningasjóð. Mikil er lýðs umhyggja slíkrar stjórnar! — Á Turckowski f Ossining f New York rfkinu var tekinn af lífi 3. [>. m. Hann var dæmdur til af- töku fvrir morð, sem framið var f drykkjustofu í Brocklyn fi. Marz síðastl. Hann var tekinn af lffi með rafmagni. Hnnn kvaðst vera saklaus og síðustu orð hans voru: „Eg dey saklaus“. Núerþað talið áreiðanlegt að hann hafi verið sak- laus, og styður það fleira, en hans eigin sögusögn. —Farbréfasalar hjá gufuskipa- félögum segja, að aldrei hafi ver- ið eins mikil eftirspurn og sala á farbréfum til írlands, eins og nú. Irar streyma unnvörpum heim nm þessar mundir, ekki einasta frá Bandaríkjunum, heldur alstaðar að. Agentar segja, að mjög fá farbréf séu tekin fratn og til baka, og bendir það á, að þeir ætli að setj- ast að á ættjörðunni. Það þykir mönnum líklegt, að f>essir írsku heimfarar telji vfst að landlögin á Irlandi nái í gegn að ganga, og er það ekki með öllu ósennilegt, að konungur sjái sér heiður í þvf og þegnum sfnum gagn.—Hvenær ætli Islendingar þyrpist heim til Islands og setjist þar að? ISLAND. Eftir Austra. Seyðisfirði, 9. Júlf 1903. ALÞINGrl. Alf>ingi var sett 1. Júlf. Séra Jón Helgason prédikaði í dóm- kyrkjunni og lagði út af Esaj. 62. 1—5. Fram komu kæru- yfir kosn- ingu, Guðjóus Guðlaugssonar, séra Ólafs Ólafssonar og Lárusar sýslumanns Bjarnasonar. Kær- unni um kosningu Lárusar var ekki sint, en um hinar urðu tölu- verðar umræður. .Loks var þó kosning s1 ra Ólafs samþykt með 22 atkv. gegn 3, (10 greiddu ekki atkv.), en kosning Guðjóns var sampykt með 20 samhljóða atkv. (enginn Valtýingar greiddi atkv.). Forseti sipneinaðs þings var kosinn Eirfkur Briem með 19 at- kvæðum; varaforseti Júlfus Hav- steen með 19 atkv. og skrifarar Hannes Þorsteinsson og Lárus Bjarnarson með 18 atkv, hvor. Til efri deildar voru kosnir: Sigurður Jensson með 35 atkv. Guttormur Vigfússon „ 34 — Jón Jakobsson ,, 34 Guðjón Guðlaugsson „ 24 — Þorgr. Þórðarson ,. 20 Valtýr Guðmundsson „ 19 — 1 Forseti neðri dejldar kosinn Klemens Jónsson með 14 atkv. en varaforseti Magnús Andrésson með 13 atkv., skrifarar Jón Magn- ússoii með 13 atkv. og Árni Jóns- son með 12 atkv. í efri deild var Árni Thor- steinsson kosinn forseti með öllum atkv., varaforseti Hallgrímur Sveinsson; skrifarar Jón Jakobs- son og Sigurður Jensson. Heimastjórnarmenn hafa nú 21 atkv. í þinginu en Valtýingar 15. Skrifstofustjóri al]>ingis er dr. Jón Þorkelsson yngri. Stjómarskrármálið var tekið fyrir f neðri deild 2. Júlf.— Engar umræður urðu um málið, og stakk Hannes Hafsteinn upp á nefnd og studdi Guðl. Guðmundsson tillögu hans. I nefndina voru kosnir með lilutfallskosningu: Hannes Hafstein Gnðl. Guðmundsson Lárus Bjarnason Hannes Þorsteinsson Skúli Thoroddsen Eggert Pálsson Magnús Andrésson Formaður Lárus Bjarnason og skrifari Hannes Hafstein. Stjórnarfrumvörpin, sem hata verið lögð fyrir alþing, eru 19 að tölu. Þeirra verður getið í næsta blaði. Fjárlaganefnd í neðri deild. Pétur Jónsson Árni Jónsson Hermann Jónasson. Jóh. Sóhannesson Skúli Thoroddsen Stefán Stefánssón kennari. Leo páíi xiii. En hann mátti ekki lengi dvelja í Perugia, f>vf hans þurfti í raun og veru alstaðar við. Eftir tæpa tveggja ára veru f>ar, skipaði páfinn hann umboðsmann sinn í Belgfu. Þar var alt að ganga af göflunum í kyrkjumálum. Þegar hann kom til Brussel, voru þar mörg leynifélög mynduð á móti páfanum og kyrkjuvaldinu. Þegar hann gekk fyrir Leopold konung, var honum vel fagnað, og hótti hinn álitlegasti maður sýnum, og skörulegur, og vitur í viðræðum. Kom þá brátt f ljós, að liann var lærðari hverjum kyrkjuþjón þar um slóðir. Jók f>að honum eftir- tekt og virðingu þar í landi- Það lá þungt og örðugt verk fyrir honum í Belgíu. Það var lán hans, að hið svonefnda ráð Lousu Mariu drotningar var skipað kaþ- ólskum auðmönnum eingöngu. Aðalaugnamið hans var að sefa og sameina kaþólska menn, og vernda þá fyrir þrengjandi lagaákvæðum stjómarinnar og ríkis, og hann var .líka maður, sem f>ekti aðferð- ina til að vinna það ætlunarverk. Fyrst af öllu heimsótti hann alla kaþólska skóla og breytti þeim stórum til batnaðar, svo kenslan varð fullkomnari og fjölhreytl ari en áður. Sérstaklega var það St. Machael latínuskólinn, sem hann lióf til vegs og gengis. Hann náði f>ar háum ráðum og hafði mjög .mikið að segja þar, enda styrkti páfinn hann í hvevetna. Joackim Pecci lieimsótti þá kaf> menn á Englandi, og Irlandi og Frakk- andi. Hann fór til Rómaborgar, og þi'gai hann kom þangað var Gregorius XVI. lagstur hunaleg- una, og um sömu mundir kom mjög f>ýðingarmikið bréf frá Leo- pold I. til páfans. sá Gregorius það aldrei. I f>ví hréfi var mælt fast með Pecci sem kardínála, sýnt fram á starfsemi hans |og dugnað, sem þess duglegasta og íœrasta manns, sem voru í þjónustu páf- ans. Á sama tíma og Pecci var er- indreki kyrkjunnar, sem emhœttis- maður, f>á vann hann og skrifaði um kyrkjumál í frístundum sínum. og hóf hana og mál hennar til vegs og gengis, meira en nokkur samtfinismaður hans. Pius páfi IX. skipaði Joac- him Pecci kamerlingo árið 1877. Þá varð hann að flytja til Róma- borgar, og taka sér þar bólfestu. Sama ár—Jubilhátíð Piusar IX, —var orsök t-il fess, að fjöldi af pflagrfmum þyrptist til Rómaborg- ar. Á sama tírna fór vaxandi mót- spyrna sú, sem stjórn Victors Em- anúel konungur veitti páfaveldinu. I Janúar 1878 dó Pius IX., og kon- ungurinn um sömu mundir. Tók þá við stjórn Humbert konungur, og átt þá að kjósa nýan pafa og hafði það nokkur áhrif á komandi páfakosningu, ef stjórnin vildi liafa afskifti af þeim. Af f>ví Pecci var kamerlingo, pá var það í hans verkahring að undirbúa og annast um páfakosn- inguna. Þá kom loks í ljós að stjómin ætlaði að láta páfakosn- inguna afskiftalausa. Var þá far- ið að húa undir kosninguna 1 óða önn. Það var 18. dag Fehrúar- mánaðar 1878, sem 61 kardlnáli mættu f leynisal kardinála í Róma- borg. Prins Chigi, sem var erfða marskálkur kyrkjunnar og yfir- vörður f>essa sals, lokaði dyrunum að salnum. f>egar kamerlingo og kardinálarnjr voru allir komnir inn f salinn. þá var Mgr Ricci Par racciani salvörður, rannsakaði þá, að þeir sem inni voru lokaðir ekki gætu haft nokkur leyndimök við menn utan f>ings. Kardfnálasal- urinn var forkunnar vel skreyttur, og voru þar uppbúin 64 sæti. Var ársaZurog hásœtishimininn einkar fagurlega búinn. Þar átti sæti kamerlingo, sem formaður páfa- dómsins. Þá voru 4 sæti, klædt og blæj uð grænum dúkum og blæj um. Þar áttu sæti fjórir útvaldir kartlinálar, sem Pius x. hafði útvalið. Ollum voru fengnir mið- ar til að greiða atkvæði á, með þeim, sem þeir vildu kjósa fyrir páfa. Sá var kosinn, sem hlaut tvo þriðju hluta atkvæða. Að altari, sem Ijós brann á, gekk hver kardi- náli og lýsti því yfir að hann kysi >ann mann, sem hann áliti færast- an að gegna páfastöðunni; um leið og liann reis á fætur frá pessari játningur aflienti hann kosninga- miða sinn. Þrfr eftirlitsmenn voru kosnir til að líta eftir atkvæðagreiðsl- unni, og telja nöfn f>au, er kardi- nálarpir skrifuðu á spjöhlin. I ::yrsta skifti var nafn Joachim Pecci skrifað á 23 miða. í öðru sinni þegar talið var, var nafn hans ritað á 38 miða. í þriðja skipti var nafn hans ritað á 44 kosningamiða. Var hann þá strax yfirlýstur réttkjörinn páfi. Að venju gekk hann tafarlaust úr- kamerlingo sætinu,en það skipuðu í hans stað erkidjákni og erki kardináli. Spurðu f>eir hann venjulegra spurninga, svo sem hvert hann samþykti að taka við páfadæmi hinnár katólsku kyrkju. Svarið var: “Eg sam- þykki það”. Allir kardinálarnir féllu þá fram og fluttu bænir. þegar þeir risu upp aftur, spurdu þeir Pecci hvaða páfa nafn hann vildi kjósa sér. Hann svaraði: “Nafnið Leo xiii”. Páfakosningin var auglýst í St. Péturskyrkjunni. Það gerði kardinálí Caterini. Krýningar- hátíðin fór fram 3. Marz sama ár í sama stað. Þras mikið hafði verið á milli ríkisstjómarinnar og páfavaldsins, útaf verslegum völdum. Pius ix. hélt þvf fram að hann ætti að hafa meira vald og meiri rétt í f>eim málum, en stjómin viðurkendi. Þjarkaði hann og stjómin fram og aftur um f>að, hans daga, en enga endalykt liafði hann upp úr þvf ]>rasi. Þegar Leo XIII. kom til valda, tók hann við málum frá páfadómnum, og gekk jafnvel lengra en undanrennari hans. Hann heimtaði ennfremur að sum borgaraleg lög væm numin úr gildi, sem rfkisstjórnin hafði búið til og notuð höfðu verið, svo sem borgaralegt hjónahand, og fleira. En þunglega hyrjaði sú sókn fyrir honum. Hann sá f f>ví máli, sem öllum öðrum, að lag og vafninga þurfti við að hafa, til að ná þvf takmarki, sem hann hafði sett sér. Hann kom sér innundir hjá stjóm- inni á Þfzkalandi, sem þá átti í erjum við katólska menn þar í landi. Hann bauð sig frani sem sáttasemjara inillif>essara niálsaðila og samþyktu háðir málspartar f>að. Hann kynti sér og komst 1 mök við hinar austrænu ]>jóðir á sama tfma. Hann fordæmdi aðfarir stjómarinnar á Italíu fyrir að skrá- setja kennilýð undir herskyldu lög, og líknarstofnanir katólskra manna væra ekki lengur undir stjóm kyrkjunnar, f>ar eð formenn þeirra yrðu sem verslegir menn að hlýða herskyldum, og ganga frá starfi sfnu, sem kyrkjan hafði falið þeim á hendur, hvenær sem rfkið kall- aði. Og að ríkið stofnsetti skóla, sem innu að ýmsu leyti gegn skól- um kyrkjunnar, og einbættismenn og þjónar kyrkjunnar voru sneidd- ir og ræntir tekjum og launum, sem stafaði af ýmsum lögum, sem stjórnin væri að búa til og stað- festa- í þá tíð var Depretis æðsti stjórnarráðsmaður á Ítalíu. Hann vildi sneiða páfann öllum versleg- nin völdum, og taldi ]>au öll heyra undir rfkisstjórnina. Hann leitað- ist við að sneiða páfann sem mestu af völdum, sem hann framast mátti. Þess vegna sá Leo xiii. f>að, að eina ráðið til ]>ess að hafa hemil á stjórninni á Ital fu var að ná tök- um á öðruin stórþjóðum, og hafa ]>ær með s< r, og á sama tfma til að halda í taumana hjá f>eim. Eitt af fyrstu páfaboðunum, sem hann gaf út, var að endurreisa klerka- valdið á skotlandi. Meira Þeir sem haf'a hús eða lóðir til sölu, eru vinsamlegast beðnir að senda upplýsingar (þeim viðvikj andi) til Oddson, Hansson & Co. '320$ Main St. Winnipeg. LAND TIL SÖLU Þeir sem hafa hús og lóðir til sölu, snúi sér til Goodmans <fe Co. No. 11 Nanton Blocfe, Hann útvegar pen- ingalán i smáum og stóium stíl. NÝTT HÚS til sölu á Toronto St. 3 herbergi upp á lofti, 3 niðri og stórt .hall”; f jós fyrir ti {;ripi. Verð $13.00 Tvöhundruð bcrgist strax,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.