Heimskringla - 13.08.1903, Síða 3

Heimskringla - 13.08.1903, Síða 3
HEIMSKRINGLA 13. ÁGÚST 1903. bleki, þegar hann veitti einhverj- um áheyrn. Hann var vandvirkur þegar hann skrifaði. Hann skrif- aði oft um handritin og bætti í hvert skifti.. Hann skrifaði létt og [slétt m&l, og eyddi þar engu orði til ón/tis. Hann var auðugur af hugmyndaafli, og hafði nsema eftirtekt, og kunni að sjá mál út fyrirfram. Hann var hár maður eh grann- ur og magnr, svo nærri sýndist ekki annað en bjórinn utanfum beinin. Hann var mógljáandi í andliti; skegglaus. En augun voru tindrandi og skœr. Hann var góðmannlegur og hæglátur í framgöngu. Hann talaði við alla jafnt háa, sem lága, sem sóttu fund hans, sem jafningja. Einu sinni kom kona til hans þegar hann var önnum kafinn að tala við ýmsa embættismenn og sendiboða kyrkjunnar. Konan heimtaði að fá að tala við hann í guðsnafni. Hún var afarfátækleg og umkomu- lítil að sjá. Hann skipaði að færa hana til sín. Hún bað hann að leggja hendur yfir son sinn, sem væri kornungur. Augu hans fylt- ust tárum. Hann lagði hendur yfir barnið, og talaði nokkur hug- hreystandi orð til konunnar, og var klökkur eftir á. Hann laut að einum kardinálanum, og mælti á þá leið, að ef allir í lieiminum hefðu slfka trú og þessi fátæka og um- komulausa kona, þá væri tóm sæla, en ekki eymd og vansæla á þessari jörð. Hann fékk ósköpin öll af hótunarbréfum, og hæðnis og gabb- skeytum, eins og fylgir páfastöð- unni. Hann leit sjálfur á alt þessháttar, en venjulega las hann ekki nema tvær þrjár línur. Hann lét brenna alt af því tagi, og mint- ist aldrei framar einu orði á það. Hann var vinfastur, og mundi alla æfi eftir f>eim, sem hann liafði kynst á yngri árum sinum, Þegar hann var umboðsmaður páf- ans f Brussell 1843, var ung stúlka þar f klaustri, og fékk hún heið- ursborða við próf, fyrir lærdóm og kunnáttu. Árið 1887 sendu allir sem gengið höfðu á skóla f klaustr- inu Sacred Cordia, í Belgiu, ávarp til páfans, sem þakklæti, fyrir um- bætur og fjárstyrk til þessa kláust- urs, þegar hann var í Belgiu, og sem höfðu haft heillaríkar afleið- ingar. Hann leit á nöfnin undir ávarpinu. Þekti hann á auga- bragði nafn þessarar nunnu, sem fökk heiðursborðann fyrir 44 ánim sfðan, og mundi vel hvaðan hún var. Hann aflaði sér upplýsingar um hvemig henni hafði liðið þessi 44 ár og sendi boð gegnum em- bættismenn sina, og minti hana á hvernig hún hafði litið út, þegar hún tók viðurkenningar verðlaun sin, og lagði fyrir að hún yrði haf- in upp f æðri stöðu en hún hafði, og gaf henni heilræði og upphvatn- ingu, að beita hæfileikum sfnum sjálfri henni til heilla og orðstýrs, og kyrkjulegum skyldum til sóma. Að síðustu má það með sanni segja, að Leo páfi XIII. hefir verið einn af hinum nýtustu páfum. Bæði katólska kyrkjan og stjórn- fræðin á honum mikið gott upp að unna. Enginn páfi hefir skilið betur sfna samtfð en hann. Skyn- semi og lærdómur réðu meira fyrir starfi hans, en páfatign, og heim- urinn hefir mist þar mikinn mann, þar sem hann var.— Tæplega er hægt að vænta sér að eftirmaður hans verði jafn gagnlegur maður, sem Leo var. K. Ásg. Benediktsson. / Islendingadagurinn Eins og kunnugt er hafa ís- lendingar haldið hátíðleg^in 2. Ágúst f síðastl. 13 ár, til minning- ar um frelsi það og réttarbætur þær, er f>eir fengu 1874 fyrir langa og örugga baráttu Jóns sál. Sigurðssonar. Um þenna dag voru allir Vestur-íslendingar sam- huga upphaflega. Nokkru sfðar risu upp menn og vildu breyta til, en þeir urðu í minni hluta. Undu þeir þvf illa og gerðu þetta að flokksmáli; hafa sumir þeirra róið öllum árum á móti hátíðinni og urinið henni ógagn og þeim er fyrir henni stóðu, dregið úr gildi hennar og áhrifum og orðið þann- ig til þess að hnekkja áliti voru 1 augum annara þjóða. Annar Ágúst er néttnefndur andlegur af- mælisdagur íslenzku þjóðarinnar; þá á Þjóðliátíðinni 1874 var eins og nýtt fjör og nýtt líf færðist f þjóð- ina og hún vaknaði til meðvitund- ar um sjálfa sig í fmsum efnum og til áhrifa þeirrar hátíðar eigum vér margar helztu framfarir að rekja. Þetta vita þeir allir glögt, er nokkuð hafa fylgst með fram- farasögu Islendinga og þetta er flestum ljóst heima á Fróni; fyrir i þá sök er það að í höfuðstað ís- lands og víðar er lialdin hátíð j þenna dag á ári hverju. Það sýn- ist þvf svo að öllum þeim er á ann-1 að borð unna Islandi og fslenzku þjóðerni œtti að vera ljúf að styðja samskonar hátíðahald hér og taka | þátt í því. Það dylst engum manni lengur, að 2. Ágúst hafi fengið á sig svo mikla helgi meðal vor, að hann verður að sjálfsögðu Islend-1 ingadagur framvegis, eins og að undanförnu. Hátíð þessi er ný- lega afstaðin f ár. En merkur landi vor, lierra Hjörtur Leo, liefir ritað um hann f Lögbergi, er þar margt rétt athugað, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Þó á Það við hann, að „skýst þótt skýr sé“. Hann kveður daginri vera að hnigna og telur þar til þrent; fyrst að hljóðfœrasláttur hafi verið ófull komnari en áður, drykkjuskapur fremur venju og fátæklegt sé að sami maður yrki 3 kvæði og flytji ræðu. Að því er fyrsta atriðið snert- ir skal þess getið, að hljóðfæraslatt j ur nú var annarskonar en vana- j lega, en að hann hafi verið lélegri getur verið efamál. fegurð eða gild j liljóðfærasláttar er eftir minum j skilningi, ekki eingöngu undir þvf komið, að hljóðbylgjurnar verði sem sterkastar eða drunumar sem hæstar; þær s&lir munu vera til og jafnvel allmargar, er notið hafa fult eins djúprar sælu við Zækjar- j niðinn litla rétt hjá bænum ogj lind sem aldrei grófa strengi snerti | eins og við „háværar drunur f freyðandi foss, svo fjöllin og hamr- j amir skjálfa“. Um annað atriðið skal það sagt, að vissir menn hafa frá þvf fyrsta skoðað Islendingadaginn frelsisdag drykkjuslarkara Eg hafði orð á þvf fyrsta sumarið sem ég dvaldi hér, að slfkt væri óviður- kvæmilegt og syndi ég það jafn- framt í verki, að hugur fylgdi máli, en mér var svarað því einu, að þetta hefði verið síðan frá því fyrsta, og eftir sögn kunnugra og áreiðanlegra manna, var það ekki betra á meðan þeir réðu mestu um hátfðina, sem nú eru henni and- stæðastir og fárast mest um óregl- una, en þeim er máske snúin hug- ur og er það lofsvert, því batnandi er manni best að lifa. Síðasta athugasemdin er blátt j áfram hlægileg. Mér er kunnugt} um það, að bæði Leo og fleiri skáld voru beðin að yrkja, en neit- j uðu, og eftir þvf sem fleiri skorast j undan að vinna að einu verki, eft- ir þvf verður það að koma þyngra niður á þá sem eftir era. Þess inœtti minnast, að þegar Lögberg- j ingar stóðu fyrir 2. Ágús 1892 og j P. S. Bardal var forseti, að þá | flutti Einar Hjörleitsson ræðu og ; tvöminni f ljóðum, alveg eins og I ég núna, þá voru að eins 3 menn menn, er tóku þátt í ræðum og kvæðum; nú vom þeir fjórir. j Þetta sýnir þó frekar framför en afturför, ef það er framfaramerki, j að sem mest sé skift verkum. Hvort lélegri hafi verið ræður i og minni nú en að undanförnu, verða þeir að dæma um, er lesa Heiinskringlu og geta borið sam- að. Að eins skal ég benda á það, j að lengi mun mega leita til þess, i finna að fagurlegar hafi verið mælt fyrir minni Vestur-Islendfnga, en | Arnór Árnason gerði f sumar. Hvemig líst Goodtemplurum, sem j em f nefudinni, á fyllirfið í garð- j inum f gœr?” spyrherra Leo. Því er þannig svarað, að þeim lfst eins á það nú og fyllirfið á fyrri árum, þegar helztu fyrirliðar hátfðarinn- ar vóm ekki rólfœrir sökum áfeng- j is ofnautnar. Það var þá til svf- j virðu fyrir þjóðina og það er það j enn. Það er opinbert leyndarmál, að sumir andstæðingar 2. Ágúst j gera alt inögulegt til þess að eyði- i leggja hátfðina oghnekkja henni, J og það er fyrir þá sök, að hún fer | ekki eins vel fram og vera mætti, Ég vil með þessum fáu lfnum skora alvarlega á alla sanna Islend- | inga, að taka sig nú til og leggja niður alt flokksofstæki f þessu máli og gera íslendingadaginn að eining framvegis og svo hátíðlegan sem föng eru á. Að endingu skal ég leyfa mér að gefa þessar fáu bendingar. Ræðupallur og staðurinn þar sem hátíðin fer fram á að vera fagur- lega skreytt með blómum, flöggum og öðru handbæru skrúði. Kvæðin eiga að vera sungin og auk þess þeir þjóðsöngvar og œttjarðarljóð, sem vér eigum kærust. Alt þetta á að vera vel æft og rækilega und- irbúið. I nefndinni eiga að starfa bæði karlar og konur; þæi em smekkvísari við skreytingog fleira. Nefndin á að borga einhverjum kaup, er standi fyrir veitingum á hátíðinni, manni, sem hún getur fullkomlega treyst til þess að selja Þar ekki áfengi, en sjálf á liún að hafa gróða af veitingunum. Það verður talsverð tekjugrein fyrir sjóðinn. íþróttir, t. d. glfmur, eiga annaðhvort ekki að vera sýnd- ar, eða þá æfðar áður undir til- sögn einlivers er kann. Eg hefi aldrei séð „glfmt“ síðan ég kom vestur, en ég hefi oft séð flogist á. Með einlægri velvild til alls þess sem gott er og íslenzkt og von um það, að framvegis verði örugg- lega að þvf unnið, að láta Islend- ingadaginn 2. Ágúst verða þjóð vorri til sóma, er ég reiðubúinn að gera alt það litla, sem f mfnu valdi stendur, f því skyni. SlG. JUL. JÓHANNESSON. Kyrkjuþing Unitara. Annað þing “Hins Unitar- iska Kyrkjufélags Vestur-Islend- inga”, var sett i kyrkju Winnipeg safnaðar tímtudaginn 30. Júlí síð- astl. kl. 3 e. h., af forseta félagsins séra Magnúsi J. Skaptasyni. Á þinginu sátu þessir erind- rekar og embættismenn: Séra Maguús J. Skaptason. “ Jóhann P. Sólmundsson. “ Stefán Sigfússon. “ Rögnvaldur Pétursson. Hra. Skapti B. Brynjólfsson. “ Einar Ólafsson. “ Friðrik Swanson. “ Wm. Andeson. “ K. M. Halldórsson. “ Þorbergur Þorvaldsson, “ Guttormur Guttormsson. “ Jóseph Guttormsson, “ J. B. Jolinson. “ Jóhannes Sigurðsson. “ B. B. Olson. Mrs. Sigurrós S. Vfdal. “ M. J. Benedictsson. “ Signý Olson. “ Ó. Goodman Rev. Fred. V. Hawley, ritarf vesturdeildar Unitara kyrkjufé- lagsins í Bandarfkjunum, sat einn- ig á þessu þingi. Fjórir fundir voru haldnir, 30. og 31. Júlf, 1. og 3. Ágúst. Þinginu var slitið 3, Ágúst um liá- degi. Nokkurar breytingar vora gjörðar á grundvallarlögum fél- agsins. Aðalmálin, sem rædd vom á þessu þingi vora: Brey ting á grund- vallarlögum félagsins, útbreiðslu- mál og útgáfa á kyrkjalegu ritl, sem innihéldi fyrirlestra er fluttir væru á kyrkjuþingum félagsins| á- samt öðru unitariskum málefnum til stuðnings. Nefnd sú er sett var á fyrsta þingi félagsins, gaf þá skýrslu að hún hefði enn ekki séð sér fært að ráðast í að gefa út þannig lagað rit, en kvaðst samt nú hafa dálít- inn sjóð, er til þess væri ætlaður. Ný nefnd var kosinn til að hafa þetta mál með höndum: Hra. Skapti B. Brynjólfsson; séc Jó- hann P. Sólmundsson; hra. Jóh. Sigurðsson; hra. Alert Kristjáns- son og séra Rögv. Pétursson. Um útgáfu á sálmabók var einnig talsvert rætt. í sambándi við útbreiðslumál var ákveðið að láta prenta um- sóknarmiða og meðlimaskírteini, sem notast skyldi við inngöngu safnaða og einstakra meðlima í félagið. Umsóknir allar skyldi gjörðar til stjórnarnefndarinnar. Þrír fyrirlestrar vom fluttir á þessu kyrkjuþingi. Þann fyrsta: flutti séra Srefán Sigfússon, fimtu- dagskvöldið 30. Júlí: “Ágrip af , sögu Unitarahreyfingarinnar”; að endingu flutti hajin frumort kvæði.! Á eftir mintist séra J. P. Sól- mundsson á merkilega uppgötvmi á ritum frá miðöldunum, sem vörp- uðu nýju ljósi á sögu þessarar hreyfingar. Annan fyrirlesturinn, “Norður og niður”, flutti séra M. J. Skapta- son á föstudagskvöldið 31.J Júlí og var hann allvel sóttur. Talsverðar umræður urðu á eftir, og tóku þessir þátt í þeim: Sigurður J. Jóhannesson, Hjörtur Leo, S. B. Benedictsson, Einar j Ólafsson og J. P. Sólmundsson. Þriðja fyrirlesturinn, “Þórs-1 nesingar og Kjalleklingar”, [flutti, séra J. P. Sólmundsson sunnudag- inn 2. Ágúst, kl. 3 e. h., og var liann að mestu leyti krítik umjfyr- j irlestur þann, er forseti hins Evan-! geliska Lúterska kyrkjufél. Isl. í Vesturheimi flutti á kyrkjuþingi á Gardar N.-D. í fyrra ognefndi: “Að Helgafelli”. Aðsókn var mikil, enjþar eð fyrirlesturinn var langur, og áliðið dags, urðu engar umræður. Eng- inn ‘Þórsnesingur” bað um orðið.! Tvær messur voru fluttar í j sambandi við við þetta kyrkju- þing. Aðra flutti séra Fred. V. | Hawley, sunnudagsmorguninn 2. j Ágúst, og var ræða sú er hann j flutti við það tækifæri, snildarleg að orðfæri og efnisrík, ræðumaður, rakti sögu trúbragðanna frá frum- j mynd þeirra (Animism) til ein- gyðistrúar.og sýndi einnig barbar- j iska uppruna friðþægingar kreddu kyrkjunnar í blóðfórnum villi-! manna, og ósamræmi þeirrar kenn- ingar við allan göfugan siðalær-! dóm og réttlæti, og live mikla ó- gæfu hún hefði leitt yfir heiminn í í ofsóknum þeim, sem út af henni risu á miðöldunum. Að ræðunni lokinni fór fram innsetning prestaskólastúdentanna Rögnvaldar Péturssonar og J. P.; Sólmundssonar, í embætti sam- kvæmt venjum Unitara kyrkjunn- ar; og tóku þátt f þeirri athöfn auk séra Fred. V, Howley: Forseti kyrkjufélagsing; Th. S. Borgfjörð; Einar Ólafsson og Stefán Gutt-; ormsson; sem allir fluttu stuttar tölur. Hina messuna flutti séra Rögnvaldur Pétursson að kvöldi sama dags kl. 7.30. Ræðan sem þá var flutt var tækifærisræða í sambandi við þjóðminningarliátfð Islendinga, Laugardagskvöldið 1. Ágúst, hélt Unitarasöfnuðurinn í Winni- peg, þingmönnum og öðram gest- um kyrkjufélagsins, samsæti f kyrkjunni og var það fjörugt og skemtilegt. Að aflokinni m&ltfð- inni byrjuðu ræðuhöld bæði á ensku og íslenzku. Ræður vom fluttar af öllum ísl. prestunum og séra Fred. V. Hawley, Wm. Ander- son, Guðm. Árnasyni, M. J. Bene- dictson, Einari Ólafssyni, S. B. Benedictsson, B. B. Olson, Sig. Júl. Jóhannessyni, Stefáni Gutt- ormssyni, Th. S. Borgfjörð, og K. M. Halldórssyni; og stóðu menn ekki upp frá borðum fyr en áliðið var nætur. Á mánudaginn var settur síð- asti fundur þingsins, og fór þá fram kosning embættismanna, og hlutu þessir kosningu: Forset-i séra M. J. Skaptason, varaforseti Skapti B. Brynjólfsson, útbreiðslu- stjóri Einar Ölafsson, ritari Thor- valdur Thorvaldsson, féhirði Frede- ric Swanson, allir endurkosnir, aðstoðarritari Guðm. Árnason. Meðráðendur: Sigurður Sig- urbjörnsson, endurk., Sveinbjörn Giiðmundsson og Pétur Bjamason. Ákveðið var að halda næsta kyrkjuþing f næstkomandi Marz mánuði á Gimli. HINN AGŒTI ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY S Thos. Lee, eigandi, 'W'IIiSriINriIF’IEGk ■IMSIS' flANITOBA. Kynnid yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestn annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú.............................. 275,000 Talabænda i Manitoba er................................. 41,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels............. 7,201,519 “ “ “ 1894 “ " 17,172,888 “ '* “ 1899 “ “ ..............2',922,280 “ “ “ 1902 “ “ 53,077,267 Als var kornuppikeran 1902 " “ ............. 100,052,343 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar................. 146,691 Nautgripir............. 282,348 Sauðfé................. 85,000 Svín................... 9' .598 Afurðir af kúabúum i Macitoba 1902 voru................. 8747 608 Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var.... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af aukntm afurðum lanlsins.af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vn- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaadi velliðan almennings. í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum............. 50,000 Upp i ekrur..................... ..................................2,500,000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fyikinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlðndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir /rískólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn, sem aldrei bregðast. 1 bæjunum TPinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera rfir 5,000 íslendingar, og i sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba. eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionir ekrur af landi í IHanitoba, sem enn Þ& hafa ekki verið ræktaðar, eru til sðlu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North IFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til' HON. R. P ROBLIHÍ Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Joaeph K. Skapatxon, innflutninga og landnáms umboðsmaður. Áður en þingi var slitið flutti séra Fred. W Hawley stutta tölu og færði þinginu hlýja kveðju frá unitörum í Bandaríkjunum og heillaóskir um farsæla framtíð, og vonaðist eftir að áður en langt liði hefði hann þá ánægju að sjá ís- lenzka fulltrúa á kyrkjuþingum unitara í Bandaríkjiinum mæta fyrir hönd þessarar deildar hér. Forseti kyrkjufélagsins og út- breiðslustjóri þökkuðu ræðumanni fyrir þann bróðurhug og þá vel- vild, sem hann og meðbræður hans í Bandarfkjunum hefðu sýnt oss íslendingum f baráttu vorri fyrir frjálsum trúarskoðunum hér vest- anhafs.—Að því búnu var þingi slitið.— Ilerra Sigurður Magnússon sendi mér dálitla sneið í síðasta Lögbergi, í niðurlagi greinar þeirrar, er hann ritar á móti ritstjóra Heimskringlu, út af láti Þórdisar sál. Guðlaugsdótt- ur sýslumanng, er lézt & almenna spítalanum hér. Eg tek sneiðina til min af því, að Sigurður sagði sjálf- ur við mig, að ég ætti hana. Eg læt Sigurð hér með vita, að ég á engan staf í þessari Heims- kringlu grein. Ég gekk til Þórdis- ar sál. sjálfur oft og konan mín einu sinni á meðan hún 1&. Svo jarðsöng ég hana eftir beiðni þeirra, sem að jarðarförinni stóða. Um það getur herra Arinbjörn Bardal borið vitni. Þetta eru öll þau afskifti, sem ég hefi af þessu haft. Framburður Þór- dísar sál. sjálfrar á banasænginni og sögusögn sumra samferðamanna hennar, mun hafa mvndað þessa ! grein í Heimskringlu. Fyrir mér getnr Guðl. sýslumaður því verið eins mikill sóma- og merk- ismaður og vera vill. Bjarni Þórarinsson. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norövesturlandinií, Tiu Pool-borð.—Alskonar vín og vindlar. Leunon A Hebb, Eieendur. D. W Fleury & Co. UPPBOÐSHALDARAR. »«<4 SMITH STKKET, two doors north of Portage Ave. selur og kaupir nýja og gamla hús- muni og aðra hluti, einnig skiftir hús- munum vid þá sem þess þuiTi. Verzlar einnig meðlönd.gripi og alskonar vörur. TELEPHONE 1457. — Oskar eftir viðskiftum Islendinga, OLI SIMONSON MÆLIR MES 8ÍNU NÝJA Skandinavfan Hotel 718 Hain Str. Fæði $1.00 & dag. (Janadian Paeific J^ailway Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða í ONTARIO, QUEBEC og SJÓFYLKJANNA. Gildir þrjá m&nuði. Við8töðuleyfi veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. ál., og Jan. 1. Gilda til 5. jan., að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýingum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél eða skrifið C. E. McPHERSON, Oen. Pass. Aeent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.