Heimskringla - 08.10.1903, Síða 1

Heimskringla - 08.10.1903, Síða 1
Kærkomnasta gjöf til ísl. á Islandi er: Heimskringla $1.50 um árið heim send. KAUPIÐ Heimskringlu i og borgið hana; að eins $2.00 um árið. XVII. WINNIPEG, MANITOBA . OKTÖBER 1903. Nr. 52. — Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Austræna sýkin gengur um þessar mundir um héruðin í mið Indlandi svo að aldrei heflr áður ver verið. Menn, konur og börn hrynja niðar í hrönnum á hverj- um klukkulima. í mörgum hfts- um deyja allir á fáum klukku- tímum, og margir sem reyna að flýja bygðir þær, sem sýkin geysar um, hrynja niður á veginum; enginn er óhultur' á nokkrum stað, og alt ástandið er talið svo voðalegt að þvl verði ekki rétt lýst með nokkrum orðum. í bæjunum Mhow og Inora er þeim dánu fieygt út fyrir dyr húsanua og menn koma í yögnum að tína upp líkin og grafa þau. mörg í hverri gröf. Lögreglan húsvitjar og í mörgum húsum finna þeir alla íbúana dauða. —26 ullarvergsmiðjur i Canada hafa nýlega orðið að hætta starfi. Þær framleiddu áður 24 millión doll. verði á ári hverju. Skortur á hæfl- legrj tollvernd er kent um þetta, eins og um starfsþrot járnverksmiðj- anna í Sault Ste Marie. Astæðan fyrir starfsþroti ullarverkstæðanna er sú, að undir núverandi toll tyrir komulagi geta Bretar sent vörur sín- ar inn í Canada með nær engum tolli, og því undirselt canadisku vöruna. —Laurierstjórnin beflr í frárlög- um þeim, sem nú eru fyrir Ottawa- þiuginu gert éætlun um $67,700,857 útgjöld á þessu yfirstandandi fjár- hagsári ríkisins. —Róstusamt heflr verið í bænum Sault St. Marie í Ontario, síðan járn- verkstæðin miklu urðu að loka dyr- um sínum fyrir efnaskort. Margir af þeim hálfu fjórða þúsundi manna, sem þar töpuðu atvinnu, urðu þegar í vandræðum. Þeir eyddu hverju centi jafnótt og þeir fengu það og stóðu svo uppi alslausir strax og at vinnu þraut. Þar við bættist að þegar félagið hætti starfi þá skuld- aði það mönnum sínum nokkurra daga kaup, sem það gat ekki borgað þeim. Við þetta æstust menn þessir svo mjög að þeir grýttu eignir fé lagsins og eyðilögðu talsvert af þeim. Lögreglan og sá litii her- flokkur sem þar er i bænum máttu ekki við lýðnum, svo að 2 deildir hermanna voru sendar frá Toronto, til að vernda eignir félagsins og halda skrýlnum i skefjum. Síðan hafa engar róstur eða eignaspell orð- ið þar. Nú hefir Ontariostjórnin hlaupið undir bagga með félaginu °g lagt fram nægilegt fé til þess að félagið geti borgað öllum mönnum sínum kaup þeirra að fullu. Við þá fregn komst sú kyrð á mennina að herdeildirnar hafa verið sendar heim afiur, og ekki framar búist við eignaspjöllum þar í bænum. —Frétt frá Mexico segir ungrú Manuela Flores hafa verið kosna til borgarstjóraembættis í bænum Lin- ares, ásamt því embætti heflr hún einnig bæjargjaldkera. bæjarskrifara og bæjarlögmannsstöðurnar, sem stendur er hún því öll bæjarstjórn in. Faðir hennar var borgarstjóri, en er hann veiktist í guluveiki þá var dóttir hans, sem hafði verið sktifari hjá honum, sett í “Mayors”- stöðuna af fylkisstjóranum. Svo veiktust allir embættismenn bæjar- ins, hver af öðrum í sömu veikinni. Og stúlka sessi heflr tekið að sér að gera verk þeirra allra. Bæjarbúat voru 15 þús. að tölu, en nú eru þar eftir að ein 3 þús. manna, hin 12 þús. hafa annað hvort dáið eða flúið úr bænum. Landsstjóri Diez heflr lokið lofsorði miklu á starfsemi ung- frú Flores og hefir beðið þingið að veita henni medalíu og rífleg laun fyrir hugrekki og dugnað, sem hún hdíir sýnt vflr alt drepsóttartíma- bilið. - Umsjónarmaður eftirlauna i Bandarikjunum segir að í síðustu 38 ár hafi eftirlaun þau, sem þjóðin borgar uppgjafaþjónum sínnm, ver- ið als $3,308.623,590,00. Hann gerir þá tillögu í skýrslu sjnni, að hver sá eftirlaunamaður, sem sæti dómi fyrir ósæmilega glæpi, skuli tapa eftirlaunum sínum, og enn fremur, að hver sá eftirlaunamaður, sem giftist, skuli sæta sömu lögum. —Þarna fór hanu feti of langt. —Sir Wilfred Laurier voru ný- lega gefnir $100,000 í peningum, er vinír h íns skutu saman handa hon- um til þess að varna vistaskorti á ellidögum hans. —Joseph Chamberlain hélt fund mikinn ( Glasgow þann 6. þ. m. 50 þús. manna báðu um aðgöngu- miða 2 vikum áður en fundurinn var haldinn, en að eins 5 þús. manna komast að. —Kiudarar á gufuvögnum C. P. R. félagsins hafa beðið um 20 per cent kauphækkun frá þvi scm nú er. -—Vinnumenn við byggingu C. P. R. kornhlöðunnar i Port Arthur hafa gert verfall. Þeir höfðu $2.25 til $2.50 á dag, en heimta $3.00. Syo mikil vinna af ýmsu tagi er nú þar í bænum að aigcngir verkamenn telja sér hægtað fá $3.00 á dag. —Grand Trunk Pacific lagafrum- varpið hefir verið samþykt 1 Ottawa- þinginu. En bænaskrám heflr rignt á stjórnina úr öllum áttum um að samþykkja ekki frumvarpið. 50 bænaskrár hafa verið lesnar upp í þinginu suma daga. Þær eru nú orðnar svo huudrum skiftir. Bænar- skráin frá Montreal hafði 5 þús. nöfn. Þetta brautarmál er það ó vinsælasta mál sem um mörg ár befir verið á dagskrá í Canada, og talið víst að stjórnin falli á því við næstu kosningar. Nýlega gerðu börn í 6. bekk i einum alþýðuskólanum í Ceicago námsfall af þvi að skólanefndin setti negrastúlku sem kennara yflr bekk- inn. Börnin neituðu algerlega að ganga á skólann fyrr en hvítur kennari væri fenginn. Skólastjórn- varð að láta undan tafarlaust. —F. M. Hubbell, auðmaður i Iowa í Bandar., heflr ráðstafað eign- um sínum, að upphæð 2| mill. doll., þannig, að hann gerir sjálfan sig og 2 syni sina að umsjónarmönnum auðsing, og á þessi umsjón að ganga i erfðiralt þar til 21 ár eru liðin frá því allir núlifandt erflngjar eru liðn- ir undir lok. Yngsti erfinginn er nú 7 ára gamall, og þvf er talið víst að 100 ár muni líða þar til hægt er að skifta eignunum milli þá lifandi —nú ófæddra—erfingja Vetði þá engir erfingjar, gengur eignin til ríkisins. Það er og tekið fram í erfðaskrá þessari að hver sá erhngi sem sannist að verða óhóflega eyðslu- samur. skuli afskiftast allri arftöku; Og að afnot af íbúðarhúsi auðmanns- ins, sem talið er $150,000 virði, skuli ganga tll elst^t erfingja, þar til eignin skiftist eða gengur til rík- isins. —Herforingi einn í Þýzkalandi var kærður fyrir að hafa barið til óbóta 1207 menn, sem hann var að kenna herfingar. Hann kvaðst hafa orðið að berja mennína eins og naut- gripi til þess að koma þeim til að læra nokkuð. Hann var dæmdur i 31 árs fangelsi. Dóminum var skot i ' ið til æðri réttar, 15 sakir voru j>ar sannaðar á manninn og dóminum breytt í 8 ára fangelsisvist. Þýzkir herforingjar standa undrandi yfir þessu; en keisarinn er ákveðinn í því að vernda hermenn ríki3ins fyrir ofbeldi þrællyndra herstjóra, og fær fyrir það mikið hrós hjá alþýðunni. — Gamey rannsóknin í Ontario kostaði fylkið als $65,000, hver dómari fékk $100 á dag, eða als $26,000 hvor auk vanalegra launa sinna. Svo segja blöðin eystra að þetta hafi verið ærið kostnaðarsöm rannsókn. En að dómararnir hafl með úrskurði sínum geflð stjórninni fult verð fyrir kaup það er þeir unnu fyrir meðan á málinu stóð. — Mrs. Luella McConnell, sem um nokkur undanfarin ár hefr starfað að námaverzlun í Yukon héraðinu, er nú alflutt þaðan. Hún flutti frá Dawson í síðasti. mánuði með allan gróða sinn, sem talinn var $200,000. —Margar fjölskyldur þeirra 3,500 manna. sem fyrir fáum dögum mistn vinnu við stálgerðarverkstæðin hjá Sault Ste. Marie, búa við svo mikinn skort að hjálpar hefir verið leitað handa þeim. Nokkurir menn, sem ögn höfðu afgangs vinnulaunum sínum, hafa komið til Winnipeg og annara staða í Manitoba til að fá sér atvinnn. —Svo segja skýrslur sem Banda- rikja8tjórnin hetír fengið frá mönn- um sínum þar eystra, að hvergi finnist gull í Filipseyjafjöllunum. Engir þeir, sem um þau hafa farið og rnnsakað þau hafa fundið nokkr? gullæð svo teljandi sé og þó hefir talsvert verið leiiað, því að sögur miklar höfðu gengið um að gull væri þar víða í fjölium. Eu allgóð kol hafa fundist á Bataney í Albany- fylkinu, og eru Bandamenn nú að vínna að tekju þeirra Þetta er sá eini námaiðnaður sem ennþá er stundaður þar eystra. Kol hafa fundist á fleiri stöðum og alstaðar góð; en enn þá hetir ekki verið byrjað að nema þau. Mikið er sagt afjárni víða þar í fjöllunum. sér- staklega á Cebueyju. Kopar hefir og fundist á ýmsum stöðum, en eng- in tilraun heflr verið gerð til að vinna hann Ekkl heldur er mikið um timburtekju, og þar er þó víða sögð gnægð aí ágætum vifarteg- undum. Bandaríkjamenn hafa enn þá ekki lagt mikið fé i verzlun þar eystra eða við eyjarnar. En nokkrir þeirra hafa myndað félag til að raflýsa Manillaborg og leggja þar sporbrautir um strætin.og er það talið vænlegt gróðabragð. Þar eru og 2 bankar, sem Bandarikja- menn eiga, og nokkrar smáverzlan- ir, að öðru leyti hafa þeir lítið fé lagt til atvinnuvega þar eystaia, enn sem komið er. —Rafmagnssporvagnar, sem renna milli bæjanna Marienfelde og Zossen á Þýzkalandi, fara með hraða, sem jafngildir 118 milum á klukkustnnðu. Það er sú mesta ferð sem slíkir vagnar hafa enn þá farið- — Fiskimenn í Nýfundalandi græða vel á avinnusiuni í ár. Banda ríkjamenn hafa nýlega pantað frá þeim 100 þús “quintals”— 10 mill- iónir punda af þorski, og borga vel fyrir hann, sömuleiðis kaupa þéir a!t það þorskalýsi, sem þeir geta höndum yfirkomið og borga $3 fvrir gallonuna af því. eða fjórum sinnum meiia en í fyrra, þá var það 75c gallonan. — Fellibylur slóbæinn St. Charles i Minnesota á laugardaginn var; drap 7 menn, meiddi nærri 20 og gerði nærri 300.000 doll. eignatjón. SINCLAIR, MAN. 20. Sept. 1903. Ritst. Heimskringlu:— Sorglegt tilfelli átti sér atað hér í norðurhlutabygðarinnar byldaginn mihla, 12. þ. m., að ísl. bóndi varð úti, Sumarliði Sæmundsson að nafni. Fór hann mjög snemma morgun þess sama dags með uxapar sitt i skóg, um 10 mílur frá heimili sínu. Á heimleiðinni yfirtók bylurinn hann og hann viltist. Á þriðja degi fanst hann örendur í skafli, en ux- arnir fuDdust báðir daginn eftir byl- inn, dauðir. Sumarliði heitinn eitirskilur ekkju og barn. sem mistu-þar miklu, bæði frá tilflnningalegu og af komulegn sjónarmiði. Það eru rúm 4 ár síðan sumarliði heitinn kom frá ættlandinu (suðurlandi), en kort 3 ár síðan hann gekk að eiga eftirlif- andi ekkju sína. Hann var mesti dugnaðar og fyrirhyggjumaður, sér- lega stiltur í iund og dagfarsgóðnr. Hien látni var jarðsettur 19. þ. m. i viðurvist flestra ísl. hér. Séra Ein- ar VigfússoD, sem nú er hér í bygí- inni, söng yfir. M. Tait. Fyrir hálft verð að eins. Eg hefi keypt með liálfvirði 200 karlmanna Irish Freeze og Estoff yfirfrakka, skósfða, niðsterka og að öllu leyti ágætar vörur. Þessar vörur sel ég með kaupverði til landa minna, sem margir eru ný- komnir frá Islandi og þarfnast sterkra. og hlýrra vetrarfata með litlu verði. Einnig alfatnaði af bezta efni, með miklum afslætti til enda þessa mánaðar. Eg liefi og mikið upplag af alskyns haust- og vetrar skófatnaði á öllu verði. Yfirleitt. hefi ég alla Nortli West Hall búð mína fulla með alskyns karla og kvenna fatnað utan og innan liafnar og fataefni og alt annað er lýtur að klæðnaði og klæðavarningi. Svo og liatta og húfur, En hálfvirðið er að eins á vetrarfrökkunum og nokkru af al- fatnaðinum. Islendingar ættu ekki að missa af þessu, heldur koma og skoða og kaupa vörurnar meðan þær endast með þessu lága verði. G. JOHNSON, Nobth West Hall. Cor. Ross & Isabel St. Winnipeg. Kæru skiftavinir Nú u:ii þessar mundir sendi ég hveijum þeim, sem skulda mér, upphæðina af því sem skuldín er upp að fyista okóber þ. á., og vil ég vinsamlcga mælast til að sem flestir Ix)'gi, einhvern part að minsta kosti, af því sem þeir skulda, sem fyrst að möguiegt er, helzt fyrir miðjan Október mánuð, af pví ég þarf mikið á peningum að halda um þessar mundir. Þann 4. eða 5. þ. m. legg ég á stað til stórborganna St. Paul og Minneapolis til þess að gera sem bezt kaup á allrahanda húsmunum, sem-þér munað mest þarfnast fyrir í haust, og verð ég i betra standi en nokkru sinni áður ^ð selja billega. Ef það væri einhver, sem vant- aði að kaupa einhvern hlut, sem menn geta ekki búist við að ég muni hafa i búðinni, t. d. skraut- lega húsmuni eða hljóðfæri (Piano eða orgel), sem ekki borgar sig að hafa bæði vegna dýrleika og pláss- leysis, þá skal ég með ánægju kaupa þi hluti, og láta senda þá með mín- um vörum í vagninum, til þess að spara burðargjald, svo framarlega ég verði latinn vita um það í tíma, eða áður en ég legg af stað. Ef þér þarfnist saumavéla, þá gleymið ekki að sjá mig og vita um verð á mínum saumavélura, áður en þér kaupið annarstaðar. Mountain N. D. 28, Sept. 1903. Ells TliorwaldKon. PIANOS og ORGANS. Hciiit/.ntai) & Vo. PiimoK.-Bell Orgel. Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew Y°rk L'e | nsurance l.o. JOHN A. McCALL, president. l.ífsábyreðir í gildi, 31. Des. 1902 1550 niillionír IkolinrH. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 302 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 miíl. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan til lifandi u-eðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var §4.750,000 af gróða skift upp milli rreðlima, sem er §800,000 meira en, árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, J. tm. Morgan. Manager, GRAIN BXCHANGE BUILDING, AÁZ I JST IST I PE Gr . €. Olafson, AGENT. Gestur Pálsson hálf gelinn. Nýjir kaupendnr að “Heimskringlu”, sem senda oss $2.50 fyrirfram borgun, geta fengið vestur-íslenzku útgáfuna af ritverkum Gests sál. Pálssouar senda þeim kostnaðarlaust, og sem þeir þann- ig fá fyrir 50 cts. Alstaðar annarst&ðar kostar bókin $1.00, og hér á skritstofu Heimskringlu fæst hún keypt fyrir $1.00, en í sam- bandi við Heimskringlu kostar hún nýja kaupendur að eins 50 cents. Útgáfunefnd Heimskringlu telur víst að margir Islendingar, sem enn þá hafa ekki keypt blaðið, muni gjarnan vilja eiga það og lesa, og að hið sama eigi sér stað með verk Gests Pálssonar. Þess vegna heíir nefndin komht að samningum við útgefandann, sem gerir það mögulegtað gera nýjum kuupei d- um þetfa boð^ fram að nýári ræstk, Heimskringla, án hókarinnar kostar $2 00 um árið. Allir þeir, sein vildu gerast kaupendur að blaðinu oy fá í it- verk Gests með hálfvirði, sendi oss með pöntunum fyrirfiam horgun: $2.50 Hemslriníla News & PiMisliiai Co. P. O. Box I2S3 Wiuiiipeg, Banitoba. Leyndardómr góðrar bökunar. ^ er innifalina í því að nota ^ rétt efni, BIJ K RIKKOS UAKiNG POWDEH hjálpar yður til að baka vel hefaðar kökur og brauð. Kl.l’F. KIKKON KAKIXG FOWOF.K Biðjið matsala yðar um BLUE RIBBON, 25c. punds kannan.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.