Heimskringla - 15.10.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.10.1903, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 15. OKÓBERBER 1903. Aðalorsökina telur höfundurinn að vera sundrung landsmanna 8jálfra, að þeir létu nokkurntíma tilleiðast að játast undir yfirráð konungs. Þessa sundrung álítur hann að rekja megi til hins kelt- neska uppruna Islendxnga. Ilér bregður samt nokkuð und arlega við, og er ekki frítt við að keltneski uppruninn sé látinn gilda sem fitskvring helzt til margs I öðrum fyrirlestrinum er t.alinn til Kelta hæfileiki í bókmentaátt sem kom íram hjá Islendingum á 11. og 12. öldinni, en aftur er stjómar skipunin, þétta og þrautgóða lund in, staðfestan, fyrirhyggjan og ást á frelsi og drengskap látin koma frá norsku ættinni. Þegar kemur fram að árinu 1200 vindur þessu við. Norræna framsýnin er alveg horfin, en keltneska sixndrungin rfkir hvarvetna. Hvernig stendur á að þessi keltneska sundrung lét ekki til sfn heyra fyr en hér er komið sögunni, fyr en gamli siður- inn með sfnu siðalögmáli og helgi- dómum er útskúfaður og annar nýr kominn í staðinn; sé þessi | sundrung keltnesk eða lxafi nor- ræna eðlið verið svo sterkt meðal Islendinga, að það hafi sett stjóm, skipað lög, lagað lifnaðarhætti manna, gert sfna trú að landstrú, hvemig var þá mögulegt að verjast þvf að það hefði áhrif á hugsunar- hátt fólks og yrði keltneska eðlinu yfirsterkara, s,To jafnvel að f>að myti sfn ekki hvorki f bókmenta- lega átt né aðra? Fvxllur helming- j ur landnámsmanna em komnir vestan um haf. Af þessum helm-1 ing eru flestir norrænir menn, er hafa fæðst í Noregi, alið }>ar um j löngri eða skemri tíma aldur sinn j en dvalið tiltölulega fá ár f Suður- eyjum. Er f>á ekki farið nokkuð . langt yfir skamt að kalla þessa j menn alla Vestræna. Mundu þeir ekki einnig, ef þeir hefðu verið j Vestrænir og mjög ólfkir Norð-1 mönnum liafa látið til sín heyra í landsmálum, þá strax, en bfða ekki j með það þangað Jtil það kemur frarn hjá afkomendum }>eirra 2001 árum eftir þeirra dag ? Þessi rök- j semdafærsla höfundarins er J>að j eina, sem er dálftið óviðkunnan- j legt við bókina. Hann hefir náð stT niður á „stryk“ með þetta tví- eðli fslenzku þjóðarinnar og á þvf ætlar hann svo að útskýra alt ilt og gott hjá þjóðinni. Hann tekur ekkert tillit til f>ess hvernig f>essi! tvö einkenni eru f raun og vem hjá heima þjóðinni. það tildæmis líða ekki nema rúm 100 ár frá þvf að íslendingar tapa frelsi unz Norðmenn missa það Ifka. Hver var orsökin hjá Norðmönnum? Þar var sundrung, var hún kelt- nesk? Eins er með stjómarfyrir- komulagið norræna hjá Norð- mönnum sjálfum. Það er töluvert annað, sem ]>ar liggxir til grund- vallar en hjá íslendingum. Norð- manua rfkin út um alla Evrópu er þutu upp hér og þar, bám hvergi þennan norræna stimpil, sem höf- undurinn talar um. Það sem altaf var af svo skornum skamti, var einmitt einingarandinn, og það var sundrungin sem alstaðar tætti þau f sundur. Hvað viðkemur festu, fratnsýni og ást við f>að forna, þá kemur |>að óvfða fram hjá Norð- mönnum. Þeir eru fljótir að laga sig eftir útlendum siðum og hátt- nm. f>eir kasta málinu á örstuttum tíma, f>eir skifta um nöfn, f>eir eru orðnir frakkneskir, ftalskir, enskir á rúmum mannsaldri og Nbrðurlöndum tapaðir að eilífu, Aftur er með Keltana, hvað bókmentum þeirra viðkemur, þá er fæst sem geymst hefir frá f>eim tfma uein fyrirmyndar rit.Höfund- arnir keltnesku, sem höfxxndurinn tekur fram, þola varla samanburð við germanska höfunda, er uppi voru um lfkt leyti. Með suma þessa keltnesku mentamenn svonefnda leikur á því stór vafi hvaða þjóðar þeir hafi verið. Tildæmis er það ósanmvð að J. Septus Erigena hafi verið íri, þótt hann kouii |frá I.i- landi, enda eru rit hans mestmegn is guðfræðisrit og á þeim tfnxa skrifuð, þegar fleiri þessháttar rit en hans voru engin nýsmíði. A öldinnilians, 9. öldinni, var kelt- neska þjóðin á Bretlandseyjum orðin mjög blandin, og er þvf mjög ervitt að segja hvað er kelt- neskt og kvað ekki af því sem ein- kendi brezku þjóðina á þeirn tíma. Hvers vegna er ekki hœgt og það á sennilegri hátt að rekja ein- kenni þau sem koma fram hjá Is- lendingum að fornu, til þarfarinn ar og kringumstæðanna, er gerðu það að verkxnn, að íslanð bygðist, eins og til þjóðareinkenna útlend- inga, sem auðsjáanlega koma ekki nema þá að litlu leyti frarn hjá þjóðinni. Bygging Islands er næg ástæða fyrir þvf að þar yrði að koma á stjórnarskipun og stjórnarskipunin hlaut að reyna að sneiða framlijá f>eim annmörk- um, er á voru í landi því. er land- námsmenu komu frá. Aftur hlaut andinn f þessari stjórnarskipun að vera sá, er ríkti f skoðunum manna, og skoðanirnar voru Ása- trú. Þegar svo undirstaðan und- ir þessari stjómarskipuu, andinn og hugsxxnarhátturinn sem helgaði hana og gerði hana sterka, var eyðilagður, var þá ekki eðlilegt að stjómarfarið sjálft færi á ringul- reið? Þegar sannfæringin fyrir því, að hið gamla væri rétt, var horfin, þá hlaut fyrirlitningin fyrir því sem á f>vf var bygt að vakna og koma f ljós. Kyrkjan með f>vf að komast til landsins hlaut að verða aðal frumkvöðullinn að Stxxrlunga- ðldinni, og kaþólskunni verðum vér að þakka f>að, að íslendingar urðu ánauðugir konungaprælar, en ekki keltnesku blóði landnáxns manna. Hvað bókmentunum viðkem- ur, f>á eru þær mestnxegnis frá- sagnir um það, sem áður var. Þær eru bókfœrsla munnmælanna, nokk urskonar kvöldvökur f>eirra er í klaustrunum sátu. Það er lfka ekkert ólíklegt að einn þátturinn að uppnxna f>eirra sé ættarmetnað- ur, eins og kemur fram í bókment- unx annara f>jóða af arianska kyn- bálkinum, Það er tilraunin til að halda uppi ]>ví, er feðurnir höfðu gert, höraðshöfðingjarnir f þessum og þessum landshluta. Það er að rökstyðja tilkall sitt sem afkom- andi þeirra, til metorða og mann- virðinga, og það getur lfka verið f f>riðja lagi, að margt hafi verið skrifað af ást og velvilja til þess er áður var. Það er fslenzkt að gleyma ekki, og f>að gleymdist ekki, ef það var á blöðum. (Niðurl. sfðar.) Markverð kona RERI TIL FISK.TAR f 40 ÁR. OG FÓR 18 HÁKARLALEGIR. Þess er að jafnaði vant að geta hegar einhver heldri maður keniur hingað vestur f hópi fslenzkra vest- urfara, og f>á að sjálfsögðu eins ]>ótt konur eigi f hiut. En fram að f>essu hefir ísl. blöðunum hér vestra láðst að geta einnar konu, sem hingað kom frá íslandi á þessu sfðasta sumri, en sem í sinni röð er algerlega sér f flokki ís- lenzkra kvenna. Kona þessi, sem hér er látin ónefnd eftir beiðni, er ættuð frá Ögri f Helgafellssveit f Snœfells- ness/slu, nú 59 ára gömul,.en þó eins ungleg, lilfríð og hraust eins og væri hún aðeins fertug að aldri. Hún er stór kona, f meir en meðal- lagi á hæð og mjög þreklega vaxin og ber f>ess öll einkenni að hafa fulla meðal karlmannskrafta svo eru vöðvar liennar þrýstnir og hendur sterklegar. Hún mxin hafa verið bráðþroska og tekið fullari vöxt og krafta þegar á xxnga aldri; því fyrir innan fermingaraldur var hún látin róa til fiskjar á Breiða- firði. og tók þá strax fullan hlut, sem aðrir fnllgildir hásetar. Síðar fór hún f vinnumensku og vann hjá helztu mðnnum í Stykkis- liólmi, svo sem Richter kaupmanni. séra Eiríki Kxxld og Guðmundi á Þingvöllum, hjá hólminum. Stra Eiríkur Kxxld galt henni f kaup 3^ vættir á landsvfsu, eða rúmar 40 kr. xim árið. En Guðmundur á Þing- völlum galt henni 3 vættir, eða 36 kr„ hjá honum var hún í 6 ár og reri til fiskjar liaust og vor, sem efldir karlmenn. Vann lionnm fxillan hlut fiskjar eins og karl- menn, en fckk f>ó að eins hálft kaup á móts við þá. Allan sinn aldur hefir kona J>essi dvalið hjá ýmsum bændum á Breiðafirði, svo sem í Fatey og í Rugeyjum, en sfðustu 10 árin hafði hún heimili að Hergilsey. Hún má lieita að hafa alið aldur sinn á sjónum, f>ví að um 40 ára tfmabil reri liún til fiskjar haust og vor, og alstaðar bar vinna hennar sama árangur —- h e i 1 a n h 1 u t m ó t há 1 j:xx kaupi. Auk f>essa fór hún f 18 hákarlalegur, allar á opn- um áttæring, og margar þeirra um hávetrartíma, og hinar að vorinu. Tfu af þessuin legum fór hún á eigin reikning og hafði á því meirx ágóða en þegar hún vann sem hjú annara. Á þessum árum var hún að ala upp einn pilt sem hún átti, og gekk allur vinnuarður hennar til þeirra þarfa auk }>ess sem hún að sjálfsögðu fmrfti til fata handa sjálfri sér. En svo misti hún mann þennan er hann var orðinn fulltfða, og með honum þá ellistoð er hún annars hefði mátt vænta. Auk vinnunnar við fislíi og há- karlatekjuna, vann hún einnig að kofnatekju, og er f>að hið versta karlmans verk, eins og feir vita, er til pekkja. Kona þessi kveðst ekki hafa sókt sjó nú um nokk- ur ár. Eins og margt annað gott fólk á íslandi hafði liún lesið vestan- blöðin á sfðari árum og langaði til að komast til Ameríku. En árang- urinn af æfistritinu á ættjörðunni varð ekki meiri en svo að hún átti ekki f fargjald sitt. Ættfólk lienn- ar hér í Winnipeg, sem er vel statt, sendi henni fargjald og á því kom hún svo vestur f sumar, og býr nú lijá þvf f góðu yfirlæti. Ver höf- um átt tal við konu þessa. Hún lætur allvel af því hve allir hús- bændur sínir heima liafi verið sér velviljaðir, enda ber liún f>ess eng- in merki að hún liafi liðið skort um dagana. Ekki kveðst hún kunna eins vel við sig hér enn þá, eins og lieima við gjóinn; en mjög segist hún kunna vel við alla framkomu Islendinga hér. Ekki kveðst hún vita af öðrum konum á Islandi er sókt hefðu sjó eins og hún gerði; en kvað þó þær sem á landi væru hafa haft viðlfka hátt kaup eins og hún fékk. Stolinn sonur. Benjamín Hectiman kaup- maður að 210 Hall St. Portland Oregon tapaði Markúi syni sínum frá skóla þar f bænum fyrlr 15 ár- um. Pilturinn hvarf svi> að eng- inn vissi hvað um hann varð. Mik- il leit var gerð að honum, eftir að liann hvarf, en er hann fanst hvergi var hann talinn dauður. Hann var að eins 7 ára ganxall er þetta skeði. Það varð þvf meir en lftill fagnaðarfundur er piltur þessi sem nú er 22 ára gamall, gekk af tilviljun inn f búð foreldra sinna fyrir nokkrum dögum, og þekti þá móður sfna þar fyrir innan búð- arborðið og gerði henni kunnugt hver hann var. Faðir hans, sem ekki var viðlátinn á þeirri stundu, var sóktur og foreldrarnir könnuð- ust við son sinn. Þau f>ektu hanli á óræku fæðingarnxerki, sein hann bar á líkanxanum.—Það þarf ekki að taka fram að vel var tekið á móti pilti þessum og hann spxxrður frétta. En saga lians er í stuttu máli á þessa leið: “Þegar ég var á skóla með öðr- um börnum, þá 7 ára gamall, var það einn dag að kona kom keyrandi og gaf mér brjóstsykur, hún tók mig upp f vagn sinn og keyrði mig langa íeið, unz hún kom að járn- lirautarstöð, f>ar setti hún mig á vagnlest og fór með mig langan veg þar til við kornum að sjóhöfn, þar senx fjöldi skipa var á sjónum, þar mætti henni karlmaður, og fóru þau með mig út í skip eitt, er svo lét til hafs. Eg kunni ekki ensku á þeim árum, var að eins byrjaður að ganga á skóla. Hjú þessi voru mér ekki ill. Þau gáfu mör nafn og kendu mér líkamsæfingar og létu mig leika með félagi sfnu frammi fyrir alþýðu, hvar sem f>au fóru. Eg gleymdi brátt mínu rótta nafni og öilu er ég liafði, og varð sem einn af Jæssu fólki. Sfð- an liafa hjú þessi ferðast um öll heimsins lönd og leikið fyrir fólkið og ég hef orðið að sfna íþróttir mfnar, eins og aðrir meðlimir fé- í lagsins. Svo komum við hingað til Oregon fyrir nokkrum vikxxm, en f>egar við íékixm hér f bænum f>á var ejns og að mér væri hvíslað að hér væri æskustöð mfn. Ég fyltist óþreyju og yfirgaf leikflokkinn og ásetti mér að dvelja hér nokkrar i vikur og svipast um, þegar ég j gekk um borgina og varð litið á j skólahús það, sem ég hafði sem, barn, gengið til, þá fanst mér ég j f>ekkja bygginguna. Það var eins og mér væri sagt að ég hefði verið þar á ungdómsárunum. Ég kann- j aðist að vísu ekki við nærliggjandi! götur, svo er nú alt hér orðið; breytt írá ]>ví sem ]>á var; en mér | fanst endlega að ég f>ekkja gamla Park-skólahúsið. Eg stóð þarna j stundarkorn og litaðist um og var j að reyna að átta mig á J>essu svæði. Ég var eins og heillaður af ein- hverju óskiljanlegu afli. Ég lifði f huganum upp afttur barndómsár I mín, og mér fanst ég næstum heyra j og þekkja hljöminn í gömlu skóla- klukkxmni. Við f>etta leiðslu á- stand breyttist ég svö að mér fanst | ég vera sem heima, og nú leit all- ur bærinn vel út f augum mínum, og ég ásetti mér að setjast hér að fyrst um sinn. Mér fans tég kann- ast við hverja götu. Ég fékk nxér heimili á gistihúsi og hélt kyrru fyrir, en litaðist um borgina á dag- inn. Einn af kostgöngurxxm í húsi }>essu varð brátt kunningi minn og við gengum saman um bæinn, Einn dag gengunx við eins og af tilviljun inn í búðina að 251 Couch stræti, og þar }>ekti ég strax móður mlna, en ekki sagði ég henni J>á alt f einu liver ér var, heldur leiddi hana smámsaman að sannleikanum, J>ví ég óttaðist að það gæti haft ill áhrif á hana ef ég segði henni hið sanna alt í einu, en faðir minn þekti mig f>egar í stað á fæðingarbletti sem ég ber. Mér þókti vænt unx að finna for- eldra mfna. Á ferðalagi mfnu um heiminn hef ég lœrt mörg tungu- mál auk ýmsra karlmannlegra í- þrótta”. LANDTIL SÖLU Þeir setn hafa hús og lódir til sölu snúi sér til GXoodmaus & Co. No. 11 Nautou Block, Hann útvegar pen ingalán i smáum og siórum stíl. Mrs. Gi-oodman hefir nú rniklar byrgðir af Ijómandij fögrum haust og vetrar kvenhöttum með nýjasta lagi og hæst móðins j skramti. Hún tekur móti pöntunum í og býr til hatta eftir hvers eins vild. Einnig tekur hún að sér að endur- skapa gamla hatta, alt fljótt og vel j af hendi leyst. Svo selur hún alt ódýrara en nokkur önnur “milliner“ í borginni. Égóska þess að íslenzkt kven fólk vildi syna mér þávelvild að skoða vörur mínar og komast eltir i verði á þeirn áður en þær kaupa j annarstaðar. Mrs Goodman 618 Langside St. Winnipeg. (JaMadiao Pacifie (^ailwai Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald tit allra staða í ONTAKIO, QUEBEC og SJÓFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfl veitt þegar komið e; austur iyrir FORT WILLIAM. j TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐ.TL’ vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des 21. til 25. og 30.3l., og Jan. 1. Gilda til 5. )an., að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýinRum snúiú yðu» j til næsta umbcdsmanns C. P, R. fél ! eða skrifið C. E. McPHERSON, 9 9 Oen. Pass. Axent, WINNIPEG. HANiTOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfesta annarstaðar. íbúatalan f Manitoba er nú.............................. 275,000 Tala bænda í Manitoba er .............................. 41,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels............. 7,201,519 " “ 1094 “ “ ............. 17,172.888 “ “ 1899 “ “ .............. ‘JV ,922,280 “ “ " 1902 “ “ .............. 58,077,287 Als var kornuppskeran 1902 “ “ ............. 100 052,343 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar...... .......... 146,691 Nautgripir................ 282,348 Sauðfé..................... 35,000 Svin........................ 9.598 Afurðir af kúabúum í Macitoba 1902 voru................. 8747 603 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... »1,402,800 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfiölguninni. af aubntm afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjðlgun skólanna. af va «- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan almennings. í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum.......... 60 000 Upp i ekrur....................................................2,500 000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn títindi hluti af ræktanlegu landf f fylkinu , Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis beimilisréttarlðndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir friskólarfyrir æskulýðinn. t Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslondingar, og f sjö aðai-nýlendum þeirra f Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þpss utau eru i Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir lö millionir ekrur af landi i Hniiitiilm, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sðlu, og kosta frá »2.50 til »6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pðrtum fylkisins, og járnbrautarlönd meí fram Manitoba og North IFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tii HON. R. P ROBLIN Minister of Agricufture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: .loseph B. Sknpatson, innfiutninga og l&ndnáms umhoðsmaður. Ný rakarabúð. Árni Þórðarson heflr byrjað hár- skurðar- og rakarabúð að 209 James Street rétt austan við Police Station. Gamlir menn þar yngdir upp fyrir lægsta verð. — íslendingar ættu að sækja f búð þessa—þá einu íslenzku rakarabúð í Winnipeg.—Hárskurður1 25c. Rakstur lOc. Shampoo 25c. j Háf sviðið lOc. Hárskurður barna 15 cents. K. Á. Benediktseon hefir ó- dýrari lóðir en aðrir á Toronto, VJct- or Sts. ogGarwood Ave. Rit Gests Pálssonar Kæru landar ! — Þið sem enn haflð ekki sýnt mér skil á andvirði fyrsta heftis rita Gests sál. Pálsson- ar, vil ég nú vinsamlegast mælast til að þið látið það ekki dragast lengur. Undir ykkur er það að miklu leyti komið, hve bráölega verður hægt að halda út í að gefa út næstu tvö hefti Gests, sem eiga að koma út bæði í einu. Vinsainlegast, Arnór Árnason. 644 Elgin Ave. Winnipeg. Man. Hefurðu gull-úr, gimsteinshrÍDg, gleraugu eða brjóstnál ? Tliordni' •IoIiiimoii 292 HlMÍn St, hefir fulla búð af alskyns gull og silfur varningi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir »1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Koraið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðnrin er: 2»2 ni.4 IX STREET. Thordur Johnson. WINNIPEG BUILDiNG & LABOR ERS UNION heldur fundi síaaí Trades Kall, horui Market og Maia 8ts, 2. og 4. föstudaaskv, hvers mánaðar kl. 8. Woodbine Restaurant ’ Stœrsta Billiard Uall ( Norðvesturlandina. Tlu Pool-borö.—Alskouar vín ogvindlar. Lennon éL Hebb, Eigendur. Bonner & Hartley, ijögfræðingar og landskjalasemjarar 4«4 Hain Ht, - - - Winnipeg. R. A. BONNEK- T. L. HARTLBY. OLI SIMONSON MÆLIK MKf) 8ÍNXJ NÝJA Skandinavian Hotel Fæði 81.00 ádag. 71» JHain Str, lllan-Liiiaii’ flytur framvegis tslendinga frá íslandi til Cauada og Bandarikjanna upp á ó- dýrasta og bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þefr, sem vilja senda frændum og vinum fargjöld til íslands. að snúa sér til hr.HL. 94. Bardal í Winnipeg, sem tekur á móti fargjðldum fyrlr nefnda linu, og sendir þau upp á trygpasta og bezta máta, kostnaðarlaust fyrir send- anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar þvi við- vikjándi. Fari ekki sá sem f&rgjaldið á að fá, fær sendandi peningana til baka sér að kostnaðarlausu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.