Heimskringla - 15.10.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 15. OKTÓBER 1903,
Qeimskringla.
PUBLISHBD B V
Th« Heimskringla News 4 Pnblishing Co.
Verð blaðsins i Canadaoir Bandar. $2.00
nm árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend-
am blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. O. Money Otder
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávisanir & aðrabankaen í
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
B. L. Baldwinson,
Edltor & Manasrer.
Office : 219 McDermot Ave.
p o. BOX
Til íslenzkra presta
í enda Ágústmánaðar sfðastl.
sftndi f'g iillnm fslenzkum prestum
f A’r,. r!ku svolátandi hréf:
“Winnipeg31. Ágúst 1903.
Háttvirti vin:—
Ég hef ákveðið að láta næsta
jólablað Heimskringlu flytja mynd-
ir af fslenzkum prestum f Ame-
rfku, ásumt stuttu æfiágripi af þeiin.
Það em f>vf vinsamleg tilmæli
mfn að þér vilduð gera svo vel að
senda múr góða Ijósmynd af yður,
ásamt m<tð stuttu æfiágripi, eins
fljótt og hentugleikar yðar leyfa,
en helzt ekki sfðar en 1. Nóvember
næstkomandi.
Það er áríðandi að myndimar
geti komist til mín í tíma, því það
tekur talsverðan tíma að gera eyr-
myndimar til prentunar, eftir þeim.
Myndunum get ég skilað aftur
óskemdum, strax og búið er að
nota þacr.
Gerið svo vel að lofa mér að vita
á meðfylgjandi i>óstspjaldi, hvort
eða hvenær ég má eiga von á að
þér verðið við þesari bón minni.
Virðingarfylst
B. L. Baldwxnsson.
Box 1283.”
Ég hefi enn þá <>kki fengið
svar mót bréfi þessu nema frá 4
prestum. Ég mælist því til að
f>eir þeirra, sem ekki enn þá hafa |
svarað, vildu gera það sem fyrst.
Mér er ant um að hafa sem flestar
myndimar, og sem beztar að fóng
eru til, og að fá f>ær ásamt æfi-
ágripunum svo snemma eftir 1.;
næsta mánaðar sem mögulegt er.
Sömuleiðigis vildi ég biðja þá
sem vildu se.xda ljóð eða greinar |
f jólablaðið, að láta það vera kom-
ið til mfn um miðjan Nóveinber
ef mögulegt er.
B. L, Baldwinon.
Lækkun
flutningsjrjalda
sparar Manitoba raillíón
dollars á ári.
Járnbrautarstefna Roblinstjórn-;
arinnar hefir f síðustu viku gefið
vott um hyggindi, framsýni og
þjóðrækni Mr. Roblins og félaga
hans í stjóminni, sem fáir af fylk-
isbúum áttu von á að fram mundi
koma f eins mikilfenglegum mæli
og nú hefir raun á orðið. Mr.
Roblin hefir sem sé gert samninga
við C. P. R, félagið, sem hafa þau
áhrif að auka hagsmuni fylkisbúa
um millfón doliarsá ári í
lækkuðum flutningsgjöldum á
hveiti og féAurtegundum. Eins
og lesendur muua. [>á var mikil!
óánægja meðal fylkisbúa yfir fví,
að C. P. R- var ófáanlegt til að
mæta flutningsgjaldlækkunjþeirri,
em Roblin8tjóminJgerði Já Cana-
dian Northem brautinni í fyrra,
þegar ttutningsgjald á hveiti var
fært niður í 12c. hver 100 pund.
En svo berti stjórnin á þessu í
sumar með þvf að færa gjöldin nið-
1 ur í 10 cents A hver 100 pd., frá
Manitoba til Port Arthur, og varð
jþá flutningurinn 4c. lægri með
stjómarbrautinni en með C. P. R
Þetta þótti fylkisbúum ilt. Þeir
! voru þnkklátir fyrir lækkun þá er
stjómin gerði; en hagsmunir fylk-
isbúa urðu afar ójafnir, [>ar sem
allir sem bjuggu með brautum C.
P. R. urðu að bqrga mlklu meira
; fyrir flutning afurða sinna, heldur
en peir sem bjuggu með fram
j stjómarbrautunum. En’nú hefir
j Mr. Robliri tekist að komast að
samningum sem gerir Jtíutnings-
: gjöldin jöfn með báðum brautun-
um, þannig, að C. P. R. lækkar
flutningsgjöld sfn um 3c. hver 100
! pd. frá öllum stöðum vestan Win-
nipeg, en 4c. hver 100 pd. frá Win-
j nipeg og allra staða austan. Svo
j að nú er lOc. [flutningsgjaldið í
tgildi frá Winnipeg og til allra
, staða eystra, en llc. gjald frá stöð-
j um vestan Winnipeg.
Til þessað öðlast þessi hlunn-
indi varð Roblinstjómin að hækka
lOc. gjaldið um lc. á hver 100 pd.
frá öllum stöðum vestan við Win-
nipeg, en sú eftirgjöf er svo lftil f
i samanburði við pá miklu hags-
j muni, sem rnestur þorri fylkisbúa
fær við þessa samninga, að ráðstöf-
| un stjórnarinnar liefir alstaðar
! mælst vel fyrir. Blaðið Tribune,
j sem mjög var audvígt jámbrauta-
i samningi Roblinstjórnarinnar f>eg-
ar hann var fyrst gerður, lætur nú
hið bezta yfir áhrifum hans, og.
þykir Roblin hafa vel að verið,
; Sömuleiðis herra A. J, Andrews,
I fyrrum borgarstj óri í Winnipeg,
sem mjíig var æstur gegn brautar-
samninguin Roblins, segir nú skil-
yrðislaust að þetta sé ágætt fyrir
fylkið og að Roblinstjórnin eigi
j miklar þakkir skilið fyrir starf-
semi sína f þaríir fylkisbúa, og að
si'rhver góður Manitoba og Canada
maður hafi ástæðu til að fagna yfir
; þessu, Það sé virkilleiki sem eng-
in geti lokað augurn fyrir og sé
undraverð umbót á ekki lengra
stjómartfmabili. Ymsir aðrir hátt
standandi og mikilsverðir menn
hafa látið ánægjn sína f ljósi yfir
þessu og ekki einn einasti maður
hefir enn [>á haft annað en gott um
[>að að segja. Meðal annars hefir
það haft þau álirif, að auka verð
landa á öllum pörtum fylkisins þar
sem brautimar ná til. Borgar-
stjóri Arbuthnot hælir stjórninni
mjíig mikið fyrir [>essa samninga,
og var hann þó áður æstur mjög
móti jámbrautarsamningunum.
En nú er svo komið að allir, sem
áður voru á móti þefm, verða nú
að játa [>á miklu hagsmuni, er þeir
liafa liaft á f/lkið og sama verða
allir þeir að gera, sem nokkurra
sanngimi vilja beita í þessu máli.
Ýmsir frams/nir menn láta ótvf-
ræðilega í ljós [>á skoðun sfna, að
innan fárra ára muni Manitoba-
fylki hafa árlegan hagnað af þessu
svo nemi 3 millfónum dollars, og
pá sé ineira en líklegt að flutnings-
gjöldin verði færð niður enn þá
meira, jafnvel niður úr 10 centum
á hver 100 pund. Fylkisbúar sjá
nú ljóslega að þeir gerðu rétt í [>vi
að kjósa Mr. Roblin og stjóm hans
við síðustu kosningar. Því aldrei
fyr hefir Manitoba átt þvf láni að
fagna, að hafa eins hygna, fram-
; kvæmdarsama og þjóðholla stjórn
! eins og Roblinstjómina.
Einíákattsmálið. \
Yinur vor, Páll J. Clemens,
hefir í síðasta blaði Hkr. ritað um
einskattsmálið út, af ummælum
þi’ssa blaðs um einskattsbón Tor-
ontobúa. Hann getur ekki felt
sig við skoðinir Hk. á f>ví að ein-
skatt fyrirkomulagið mundi verða
eins mikið f hag auðkýfinga sem
verkamanna. Þetta leggur vinur
vorClemens út á þann hátt að [>að
sésama og að segja að skattundan-
þága á $700 húsum sé engujn
manni til hagsmuna. En þetta
var ekki meining blaðsins. Skatt-
undanþága er ætíð til beinna hags-
muna þeim sem njóta hennar.
Það er viðurkent. En blaðið hefir
þá skoðun að einstakir auðmenn
mundu undir þvf fyrirkomulagi
njóta fult eins mikilla, ef ekki
langtum meiri, beinna hagsmuna
en einstakir verkamenn.
Sé það nú rétt að leggja skatta
á fasteignir manna eftir efnum og
ástæðum, f>á sjáum vér ekki betur
en að rétt sé einnig að byggja
skattundanþáguna, ef hún annare
á nokkur að vera, á sama grund-
velli, og sé það rétt að skatta lönd
eingöngu, en ekki umbætur á
þeim, eins og oss skilst að sé
kjarni einskattskenningarinnar, þá
er eins rétt, og einskattskenning-
unni samkvæmt, að skattfría
$100,000 fbúðarliús auðmannsins,
eins og $500 kofa verkamannsins.
Hvortveggja væri að vorri hyggju
rangt. Eins er um það, að eigi
landskatturinn að byggjast á verð-
mæti laudsins, þá yrðu hver 12,000
teningsfeta lóð verkamannsins, sem
héldi kofa hans og kálgarði meira
virði til skattgreiðslu heldur en
jafnstór lóð sem héldi fbúðarhúsi
auðmannsins enn sem ekki hefði
sáðtegundir í sér, því að sú lóð,
sem væri undir ræktun, og gæfi ár-
lega uppskeru væri að sjálfsögðu
verðmætari en hin sem enga upp-
skeru gæfi. Ef ekkert tillit væri
tokið til bygginga á Iandinu. En
einmitt á þessari hagsýni skilst oss
einskattskenningin vera bygð. Má
vera að vér misskiljum þctta ntriði,
og þá gerði vinur vor Clemens rétt
f að sk/ra fyrir lesendum Heims-
kringlu aðalliugsuu þá. sem ein-
skattskenningin byggist á, svo
auðveldara verði að ræða málið án
misskilnings og afvegaleiðslu.
Þetta er svo alvarlegt mál að al-
menningur ætti að skilja það, og f
sambandi við það væri nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir því
hversvegna skattar eru heimtir af
eignum manna, og til hvers þeir
eru notaðir, og hver hefir þeirra
not; þvf að á f>ví byggist skatt-
fyrirkomulagið. Þegar grundvöll-
urinn er þannig skýrður fyrir les-
endunum, þá, og ekki fyr, verður
einskattsmálið rætt á röksemdanna
grundvelli og þá ætti að mega
ræða það svo að á því væri nokkuð
að læra.
Vilji vinur vor Clemens offra
nokkrum Þlstundum sfnum til að
skýra mál þetta nákvæmlega fyrir
lesendum Heimskringlu, f>á er
honum boðið og búið rúm í blað-
inu til þess, og f>á llka verður
Heimskringla við f>ví búin að sínu
leyti að athuga röksemdir hans.
En á grein hans í síðasta blaði er
Iftið að græða, þvf hún er bygð á
algerðum misskilningi, 6 f>eim
staðhæfingum sem gerðar voru f
sambandi við einsskatt-hreyfing-
una f Toronto.
Landnáinsboð.
I Sfðasta blaði Hkr. birtist á-
skorun frá St Sigfússyni og Jóni
Siguiðssyni, til þeirra Islendinga,
sem óska að ná í heimilisröttarlönd
hér vestra, meðan þau eru enn
fáanleg.
Heimskringla hefir áður kvatt
íslendinga til landnáms og finnur
sér nú skylt að leiða athygli
lesendanna að þessari áskorun
þeirra félaga.
Eins og innfiutningur fólks
inn í Manitoba og Norðvesturhér
uðín fer nú vaxandi, svo að segja
með hverjum mánuði, þá getur
ur ekki hjá f>vf farið að öll góð
heimilisréttarlönd hér í fylkinu og’
enda lengra vestur, verði tekin
upp innan fárra ára. Vestur-
Canada er nú orðið svo vel þekt að
fólk streymir hingað úr öllum
áttum í tuga þúsunda tali. svo að
segja mánaðarlega, eins og sést á
því að á sfðastl. 12 mánuðum hefir
á antiað hundrað þúsund manna
flutst inn í canadiflka Norðvestur-
landið. En með þvf að stærð
landsins er takmörkuð en aðsóknin
nálega ótakmörkuð, f>á gefur að
skilja að það kemur að f>eim tíma
að landið verður alt upp tekið.
Það er því mjög áríðandi fyrir alla
þá Islendinga, sem hugsa sér að ná
fótfestu í landi þessu, að ná sér í
góð heimilisréttarlönd svo fljótt
sem auðið er, áður enn tækifcerin
til þess ganga þeim algorlega úr-
greipum. Enginu f>arf að ætla áð
hann tapi á því f>ar sem lönd stfga
nú óðum árlega í verði. Það er
óhætt að ætla að hvert heimilsrétt-
arland sé nú þúsund dollara virði;
og innan lítils tfma tvöfaldast verð
f>eirra f>ar sem járnbrautir leggjast
nú út um öll héruð, og markaður
fyrir afurðir bænda færist út með
þeim og anka verðmæti afurðanna.
Þá þarf enginn að sjá eftir þeim
þriggja ára tfma, sem verja þarf til
f>ess að vinna eignarrctt á löndun-
um. Þau eru og eign sem ætíð er
seljanleg fyrir peninga út í hönd,
og eru margfalt betri og tryggari
eign en jafngildi f>eirra í pening-
um á banka.
Það kemur að þvf að landar
vorir ýmsir sjá eftir þvf ef þeir
nú ekki grípa gæs f>essa þegar hún
gefst. Meðal lönd f Manitoba eru
nú hvovetna frá $(> til $10 ekran,
ef f>au eru nokkurs nýt, og f>aðan
af hærri þótt engar umbæt.ur séu á
þeim, og eins og áður er sagt tvö-
faldast f>au í verði innan örfárra
ára.
Vér ledðum J>vf alvarlega at-
hygli landa vorra að máli þessu í
þeirri von og með þeirri ósk að
þeir sjái sér hag f þvf, sem flestir,
að ná sér f heimilisréttarlönd,
meðan enn er tfmi til J>ess. Þeir
St. Sigfússon og Jón Sigurðssen.
bjóða mönnum sem þetta hafa t
hyggju, að finna sig að máli að 524
Young St.
JÓN JÓNSSON:
/
Islenzkt þjóðerni.
Alþýðufyrirlestur
Rvik. SÍKurdur Kristjáns-
sou, 1903. P. P. I — VI.
1,—262. 8 o.
Bók [>essi er n/komin að heim-
nn. Hún er einhver sú eftirtekta
verðastabók, sem þuðan hefir kom-
ið í seinni tfð, og hafa þó margar
góðar þaðan komið, þegar tillit er
tekið til alls. í sinni röð er f>essi
bók alveg sérstök af íslenzkuin
bókum. Hún má katin ske teljast
f flokki sagnaritanna, en er þó að
eins saga á vissan hátt. Hún fer
yfir helztu atriði Islands sögu frá
landnámstfð ofan að dauða Jóns
Sigurðssonar f þeim tilgangi að
leita innan um viðburðina að ein-
kennum þjóðarinnar, sem helzt
mætti telja til þjóðernisins. Hún
er því nokkurskonar „Socialogical
study” um Islendinga, eðli [>eirra,
uppruna og starf, hvernig að skap-
ferli þeirra, hugsunarháttur og arf
gengar skoðanir verða ýmist til
þess að stofna þjóðinni í voða eða
pá hinsvegar að frelsa hana þegar
í raunimar rekur.
Efni bókarinnar er 4 þessa
leið: Fy j s t i fyrírlesturinn byrj
ar á f>ví að segja frá Norðmönnum
f>egar víkíngaöldin liefst. ferðum :
þeirra vestur um haf og viðskiftum
peirra við Kelta á Bretlandseyjun-
um. Fyrst framan af voru ferðir
víkinga til Suðureyja óreglulegar
og að eins þá [og J>á, eftir þvf sem
byr og leiði gaf. Þær vorn allar f
sama tilgangi gerðar, að afla fjár.
Við þessar ferðir vöndust Norð-
menn samt á að leita frekar til
Suðureyja, ef um víking var að
ræða eða kaupferðir, en eitthvað
annað, og á f>ann hátt smá kyntust
f>eir [>jóðinni er fyrir var f land-
inu, og fór svo áður en á löngu
leið að þeir fóru að haf ji [>ar vetur-
setu og jafnvel að taka sér þar ból-
festu. Innlenda höfðingja ýmist
ráku f>eir frá ríkjum eða gerðust
þeim handgengnir og fóru kynni
þeirra af Keltum stöðugt vaxandi.
Allareiðu f>egar Haraldur hárfagri
brýst til rfkis f Noregi eru þotnar
upp blóinlegar Norðmanna nýlend-
ur fyrir vestan haf. Rfki eru stofn-
uð undir riorrænum höfðingjum og
tengdir og mægðir komnar á milli
þeirra og landsmanna sjálfra.
Margir Norðmenn eru búnir að
vera f>ar svo lengi, að J>eir hafa
kastað nöfnum sfnum og tekið upp
önnur, keltnesk, í þeirra stað, til
þess a3 geta orðið betri borgarar f
landinú. Eftir sigur Haraldar
konungs flytja enn flelri vestur,
höfðingjar með öllu sínu skyldu-
liði. Þessir sem þá flytja verða að
allega landnámsmennimir á ís-
landi, eftir að ferðir hefjast þang-
að. Þetta, að þeir fiytja fyrst vest-
ur og svo til Islands, telur höfund-
urinn mjög þýðingarmikið atriði
fyrir myndun fslenzks þjóðemis,
svo að J>jóðareðlið megi frekar
teljastjkeltneskt en norrænt.
Annar fyrirlesturinn talar
um fund Islands. landnám o. s.
frv. Landnámsöldinni skiftir hann
í [>rent: Upphaf Islands bygg-
ingar 874—'90, landnám vestan
um haf 890—900 og lok íslands
byggingar 900—20.
Suður- og Ves.urland telur
liöfundurinn að mestu nuniið af
mönnum vestan um haf, mest-
meornis Norðmönnum, er f>angað
höfðu flutt frá Noregi eftir Hafurs-
fjarðarorustu ogjeinstöku Kelta
er þeir höfðu út með sér til Islíifids
Austlendinga- og Norðlendinga-
fjórðungur eru numdir að eins að
litlu leyti frá Suðureyjum, að stöku
landnámum undanteknum, líkt og
Helga magra, Auðunnar skökuls,
Höfða-Þórðar. Hámundar heljar-
skins o. s. frv. Als telur hann að
fullur helmingur Islandsbygðar sé
komin vestan um haf, að meðtöld-
um vistráðnum mönnum og þýjum,
er landnámsmenn höfðu með sér,
er flest voru af frsku kyni, sumt
aðalsættar. Af þessn ræður hann
að íslenzkt þjóðerni sé sambland
af keltnesku og uorrænu, J>vf f>á
sem úr Suðureyjum koinu telur
hann alla saman sem keltneska.
Á sðguöldinni og jafnvel frá
byrjun álftur hann að þetta tvfeðli
íslenzku þjóðarinnar kornií ljós.
Á víkingaöldinni voru Keltar, seg-
ir hann, einhver mesta bókmenta-
f>jóð Norðurálfunnar og starfs-
menn kyrkjunnar. Þeir fóru um
alt sem kristniboðar, skrifuðu ann-
ála og guðfræðisrit. Þeir Voru til-
finninga og hugsjónamenn, skáld
og málskörungar, og voru skáhlin
einkum f hávegum liföð á uieðal
þeirra og f>að svo, að undir Þau
voru borin helztu vandamál þjóð-
arinnar, hvaðj>á annað. Þau voru
spámennirnir er sfigðu konungum
og stjómendum til syndanna, f>au
áréttu hluti manna á meðal, en
allajafna á f>ann hátt að stjórn og
reglubnndin félagsskapur beið
heldur tjón af. Aftur 4 mót.i seg
ir höfundurinn vóru Norðmenn
alt f>yngri fyrir. Þeir eltust
í innavið hugsjónir en hugsuðu
f>ess meir um það, sem var Af>reif
anlegt og virkilegt í kringum þá
Staðfesta, djúpskygni og vilja[>rek
einkendi f>á sem f>jóð. Þeir voru
mennirnir, er gátu smfðað úr brot-
um suðræuu menningarinnar kon-
unga og keisaradaimi, er höfðn dá-
lftinn varanleik. Til þeirra t.elur
hann stjómarfyrirkomnlagið ís-
lenzka. en bókmentalffið, fjörið,
hugvitið og snildina, er einkendu
gullaldar }>jóðlff íslendinga, segir
hann komið frá Keltum. Sá hæfi-
leiki íslendinga, sem kemur fram í
sagnarituninni, skáldskapnum
forna og skólastofnunum á ofan-
verðri 11. öld, J>akkar hann kelt-
neeka blóðinu.
„Það er al[>ekt lögrnál f sög-
unni, að þegar tvær f>jóðir blanda
blóði saman, þá táknar [>að ætíð
uppgangsöld fyrir afkvæmið. Þetta
átt.i sér stað um Norðmenn og
| Kelta f Bretagne eða Normandí.
| Upp úr [>ví sambandi spratt ridd-
! araskáldskapnr miðaldanna. Al-
I veghið sama er að segja um Norð-
menn og Kelta 4 Islandi, upp úr
I þvf sambandi spruttu f o r n-í s-
lenzkar bókmentir. Það
| voru blóðtengdirnar vlð Kelta, er
| gerðu það að verkum. að skáld-
1 skapur og sögulist varð svo rót-
gróið hjá Islendingum“. bls. 54.
Þ r i ð 3 i fyrirlesturinn ræðir
um stofnun alsherjarrfkis á ís-
landi og ættjarðarást og þjóðemis
1 tilfinningu íslendinga á söguöld-
inni, tilraunir Noregskonunga að
ná yfirráðum 4 íslandi o. s. frv.
Eftir að föst stjórn er komin á
! °g þjóðin fer að finna til f>ess að
| hún eigi heima. frekar á einum
stað en öðrum, þá fyrst fer hún að
| fá sjálfs meðvitund og við það
vaknar ættjarðarástin og þjóðernis-
tilfinningin. Þetta kemur frain
hjá Islendingum st.rax á söguöld-
inni, er þeir metast við Norðmenn
^ og aðra útlendinga og þola ekki
það, að vera eftirbátar neinna. Sög
umar telur höfundurinn einn sam-
feldan ættjarðaróð, lýsingu af ferða
lagi út um alla heima, en hvert
! svo sem leiðin lág, könnuðust ís-
lendingar f>ó allajafna hvorir við
j annan. Heimpráin skildi aldrei
j við þá, oettarböndin gat engin fjar-
lægð slitið. Tign, metorð, auð-
I legð, d/rar gjafir, vinátta konunga
og stórmenna, vóg aldrei upp á
; móti „endurminningunni um fj.öll-
in heima“, og á endanum var f>vf
bátnum ætfð stefnt heim. Hið
| annað dæmi, sem höfundurinn
| dregur fram sem sýnir ljósast
hve-isu mikil uppgerð og látalæti
f>(‘ssi þjáðrækni var hjá forfeðrum
vorum, er það sem kom fram hjá
[>eim mönnum er lögin bönnuðu
landsvist. Gunnari 4 Hlfðarenda
var alvara með þjóðerni sitt þegar
hann sagði: „fögr er hlíðin, svá at
mér hefir hon aldrei jafnfögr sýnst
—bleikir akrar en slegin tún —
ok mun ek rfða heim aftr ok fara
livergi”. Enn annað dæmi upp á
þjóðrækni landsmanna var það
| hversu vel þeir vörðust lygum og
undirferlum Ólafs konungs Har-
aldssonar í tilraunum hans að fá
þá til að játast undir yfirráð sín og
! þegnskyldu.
F j ó r ð i fyrirlesturinn er um
íslenzku kyrkjustofnunina f elztu
; tfð, skólastofnanir o. fl„ deilur
höfðingj i 4 Sturlungaöldinni og
glöt.un sjálfsforræðisins.
í nærri hundrað ár heyrist
livorki hósti né stuna eftir að
kristni var lögtekin. Á þessu
tímabili telur höfundurinn að
grundvöllurinn hafi verið lagður
undir söguritunina og kyrkjuskip-
unina, en eftir að kemur fram yfir
árið 1100 byrja deilumar. Með
kristnitökunni varhin forna stjórn-
arskipun særð til ólífis, Goða-
valdinu hnignaði eiðar og dómar
að fornum sið voru afnumdir, al-
þing var ekki lengur æðsti dóm-
stóll allra mála, því kyrkjan viður-
kcndi ótal valdsmenn utan rfkisins
Og þótt höfundurinn taki það ekki
fram, þá er [>fið hún, þessi stofnun,
sem liggur í dái f hundrfið ár með-
an liún er að grafa um sig, en rís
svo upp voldug og drottnandi sem
mest og bezt vann að [>ví, að ís-
lendingar glötuðu frelsinu. Þflð
koma ætfð nýir siðir með nýjum
herrum. Gamli siðuriim dó út..
Siðalögmálið sem hann kendi og
sem [>jóðmonningin hvíldi á, er
svfvirt og lftils metið. Eidar og
drengskaparorð þ/ða ekkert. Heim
ilis-oghjúskaparlífið er eyðilagt,.
Aftur fer drottnunargirriinni fram
að þvf skapi. Völd og auður eru
|>au einu gæði, sem eftir er sótt,
og meðölin sem notuð eru til þess
að ná [>essum gæðum, eru vfg,
morð og griðrof og brennur.
Endir leiksins verður sá, að ís-
land gengur með öllu undir Noreg,
eftir að f>ess beztu menn hafa ver-
i« myrtir eða flæmdir af landi burt