Heimskringla - 22.10.1903, Síða 1

Heimskringla - 22.10.1903, Síða 1
# XVIII. ÁR. WINNIPEGr, MANITOBA 22. OKTÓBER 1903. Nr. 2. Fregnsafn. Markverðuscu viðburðir hvaðanæfa. —Uppreistarforinginn í Macedo- nia, Rores Sarafoff, er dauðnr. Hann var drepinn í bardaga þann 12. þ/ m, í Puwa. Maðnr þessi hafði um sína daga verið leiðtogi allra upp- reistnrmanna í Macedonia og gert yfir 400 áhlaup {á Tyrki. Hann er talinn að hafa átt upptökin að því að Miss Stone frá Bandaríkjunum var stolið fyrir 2 árum, og að lausnatfé það sem borgað var fyrir hana, hafi alt gengið til hans og verið notað til að vopna menn þá, sem nú hafa haf- ið uppreíst gegn Tyrkjaveldi —Nefnd sú sem um undanfarnar nokkrar vikur hefir setið í Lundún- um til þess að gera út um landa- merkjaþrætu Breta og Bandaríkj anna yfir aðskilnaðarlínu British Columbia og Alaska, hefir lokið starfi sínu. Bandaríkin hafa fengið öllum kröfum sínum framgengt nema Portland Canal kröfunni; það hafa Bretar unnið. Allmikil öá- nægja er f blöðum Breta yfir þess- um úrslitum. —Þrír bræður hafa verið hand- teknir i Montreal. Þeir höfðu tó- baksverzlun í [Chicago og fengu $50,000 virði af vörum að láni og seldu allar vörurnar með hvaða verði sem þeir gátu fengið fyrir þær og struku svo til Montreal með peningana. $14,000 fundust í fór- um þeirra þegar þeir voru teknir. —Sir Claude McDonald sendi- herra Breta í Japan, hefir verið kvaddur til þess að miðla málum milli Rússa og Japana, til að koma í veg fyrir stríð milli þeirra í Austur- álfu. —Þrír stjórnarrádherrar frá New Brunswick og aðrir háttstandandi menn í stjórnmálum þar eystra, eru I Ottawa að reyna að sætta þá Lau- rier og Blair. Bænarskrár eru á ferðinni frá New Brunswick biðjandi Laurier að taka Blair aftur inn í ráðaneytið. Blair kveðst fús til að takast á ný á hendur ráðherrastöð- una undir Lanrier, ef hann breyti járnbrautarfrumvarpi sínu þannig, að hann hætti alveg við þann hluta G. T. P. brautarinnar fyrirhuguðu, sern 4 að leggja frá Moncton til Que- bec- Blair segir Laurier verði að láta undan og íara algerlega að vilja sínum í þessu máli, áður en hann taki nokkrum sættum. -—Nýr bardagi hefir verið háður milli Tyrkja og Búlgara. Nær 600 Tyrkir féllu í þeim slag í Didbra- héraðinu. Bulgarar mistu að eins fáa menn. —Voðaslys varð í San FraDCÍsco þann 12. þ. m. Maður var að sýna loftsiglingalist sína, en datt út úr farinu og rotaðist, er hann kom nið- ur. Á sömu stundu var stúlka í vagnlest, sem þar fór fram hjá svo hrifiu af loftsiglingunni, að hún teygði sig of langt út úr glugganum til að sjá sem bezt alt er fram fór, en þegar lestin brunaði fram bjá telegrafstólpa rakst höfuðstúlkunnar á stólpann og hún dauðrotaðist á sömu stundu, sem loftsiglingamaðnr inn féll til jaiðar. —Stjöinufræðingar í Evrópu og Ameríku spá 10 ára illviðrum frá þessum tíma Þeir hafa séð stóra bletti á sólunni, sem mjög ern sjald séðir og að eins á undan illviðratíð, Blettir þeir sem þeír nú sjá eru stærri en áður haía sézt um margra ára tima, svo stórir, að Jeir sjfst með beiutn augum, ef horfter gegn- um litað gler. —Dýrtíð verðnr í Yukonhéraðinu í vetur. Vafn hefir lækkað svo f árfarvegum þar. að vörufiutn- ingsbátar hafa ekki komist til Daw- son City, og þúsundir tonna af ýms- um varningi eru á leið þangað, sem talið er víst að ekki komist alla leið til Dawson. Kaupmenn bjóða $7£) flutningsgjald á tonn hvert trá White Horse til Dawson, en fá samt ekki vörurnar fluttar. Hey kostar um $130tonnið í Dawson, og margar aðrar vörur hafa mjög hækkað í verði, fyrir væntanlega þnrð á þeim í vetur. Talsverður snjór var þar víða þann 19. þ. m. og vatn þá að frjósa. Gulltekja úr héraðinu talin miliíón dollars minni en f fyrra. —Fréttir frá Toronto segja að brezku auðmennirnir Wicker Max- im félagið og Armstrong-félagið hafi samið um að kaupa öil stál- og járn- verkstæðin í 8anlt Ste Marie í Ont. fyrír 38 millfónir dollars, og að þau hafi þegar borgað $8 millíónir sem part borgun. Má þá vænta að verk- stæðin taki brátt til sturfa á ný. —Frakkar hafa nýlega s legið eign sinni 4 eyju nokkra, sem heitir La Galite og er f Miðjarðarhafinu framundan Afríku ströndum, um 50 mílur frá Biserta. Franskt herskip var þar nýlega 4 ferð og foringjarn- ir urðu varir .við að bygð var á eynni, og sendu skýrslu um það til stjórnarínnar, sem annaðhvort ekki áður vissi að eyja þessi var til eða hún ekki skeytti um hana að nokkru leyti 4 umliðnum árum. En strax og hún vissi að þar var mannabygð, þá sendi hún herskip til eyjarinnar, til þess að komast eftir hverjir þar byggju og heimta skatta af þeim. S4 sem eynni heflr ráðið er ftalskur maður, að nafní Darco. Hann hifði framið morð í föðurlandi sínu þegar hann var 20 ára gamall cg flúði þft til eyjar þessarar. Það var árið 1850. Síðan hefir hann dvalið þar um 50 ára tíma óáreittur aí öllum mönnum. En nú búa með honum á eynni um 100 manns, þar af eru 57 börn hans, barnabörn ogjannað skyld menni, ogjjer hann konungur eyj- arinnar. Hann lætur illa við skatt- grelðslunni til Frakka,, kveðst hafa bálfrar aldar eignarrétt á eynni og hafa verið látinn óáreittur allan þann tíma. Þegar Frakkar heimtu skatta af eynni, þá fór gamli Darco til Ítalíu og bað stjórnina þar að skerast í leikinn, en hún neitaði að eiga nokkuð við málið. Síðan fór hann á fund pftfans, en fékk ekki á- heyrn. Hann má vf sætta sig við að lúta valdi Fiakka og borga leigu af eynni, Dorco segir svo frá, að þegar hann hafi fyrst komið 4 eyna, þá nafl hann f'nndið þar geitahjörð og hafl því getað lifað góðu lífl. Helli mikinn fann hann á eynni og í honum nokkur hundruð sflfur og gullpeninga frá ýmsum löndum; það voru ’eftirstöðvar af eignum ræn- ingja, sem einhverntíma liöfðu búið þar.—Eyjan er ágætt akuryrkju- land. Eftir stutta dvöl á eynni tókst honum að koma til sín tveimur lijón um og konuefni sinu. Af þeim stofni heflr myndast sú litla þjóð, sem nú byggir evna. —Sakamál mikið stendur yflr í Berlin á Þýzkalandi. Sex eða 8 mönnum.er sumir eru millíónaeigend ur er kent um að rnúta opinberum embættismönuurn stjórnarinnar í dómsmálastjór nardeildinni til að fela eða fá sér í hendur skjöl, som notast ftttu móti þeim í rétti fyrir að mynda svikafélög og viðhafa aðrar brellur til að hafa f'é út úr almenníngi. Einn af mönnum þessurn heflr þegar ineð gengið og er þvi talið víst að málir. falli á alla þessa félaga,og konu eins þeirra, sern varí vitorði með manni sinum. PIANOS og ORGANS. Heintxinaii «.V Cn. Pinnos).-Bell Orgel. Vér selj utn med mánaðarafborgunarskilmáium. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew York |jfe | nsurance l.o, JOHN A. McCALL, president. l.ifsábyrgðir f gildi, 31. Des. 1902, 1550 miilionir Hollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. Í45 þús. manna gengu í félagið á árinu 1902 með 502 million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan til lifandi neðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var @4,750,000 af gróða skift upp milli nreðlima. sem er @800,000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olafson, J. <í. IHorgan, Manager, AGENT. GRAIN EXCHANGE BUILDING, ‘VT' I JST JST IPE Gi- . —Hertoginn yfir Westminster hef ir keypt 160 þús. ekrur í Orange River héraðinu í Afriku. Þar er tal- ið einkar frjósamt land Hertoginn ætlar að byggja þar handa smá- basndum og fá þá til að stunda þar tóbaksiækt. —Nýlega giftu sig í Ástralíu hjón, sem voru trúlofuð í Skotlandi 1853, en urðu ósátt og skildu. Þan sáust aflur af tilviljun í Ástralíu fyrir fá- nm vikum, og þðtt þau befðu ekki sést í 50 ár, þá þektu þau hvort ann- að, það lifði i götnlum ástarglæðum þeirra, og giftust þau samstundis. —Séra Daniel og fylgilsð hans komtil New York í kristniboðs er- indum f síðastl. viku. Það tók 7 sérstakar járnbrautarlestir að flytja fólkið og farangur þess. Eu hvert her þessum tekst að kristna New York, er mjög tvísýnt. 14000 mans komn áfyrstu fiutningslestinni. ISLAND. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, ö. Sept. 1903. Fregnir frá alþingi. Þegnskylduvinna á Islandi. Hermann Jónasson bar fram þings- ályktunartillögn þess efnis, að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta al- þingi frv., er hindi í sér eftirfylgj andi ákvæði,- 1. Að allír verkfærir karlmenn, sem eru á íslandi, og hafa rétt inn- fæddra 'manna, skulj á tímabilinu frá því þeir eru 18—22 &ra, inna þegnskylduvinnu af hendi á því sumri, er þeir æskja eftir, og hafa getíð tilkynning um fyrir 1. Febr. næst ánndan. En hafi einhver eigi int þegnskylduvinnu af heridi, þeg ar hann er 22 ára, þá veiði hann frá þeim tíma og til ,25 ára aldurs. að mæta til vinnunnar, nær sem hann er til þess kvaddur, en megi þó setja gildan mann í sinn stað, ef knýjandi ástæður banna honum að vinna sjálfur af' sér þegnskyldu vinna. 2. Að þegnskyiduvinoan sé í því falin, að hver einstakur maður vinni als 7 vikur á einu eðatveimursumr- nm, i ftir því sem hann óskar, og að vinnan sé endurgjaldslaus að öðru en því, að hver fái kr. 0,75, sér til fæðis yflr hvern dag, sem hann er bundinn við nefcda vinnu. 3. Þegnskylduvinnan sé fram- kvæmd með jarðyrkju, skógrækt og vegavinnu í þeirri sýslu, sem hver og einn hefir heimilisfang, þegar hann er skráður til þegnskyldunnar. 4. Að þeir, sem vinnunni stjóma, geti kent hana vel, og stjórni eftir föstum, ákveðnum reglum, líkt og á sér stað við beræfingar í Danmörku. Mál þet.ta varð eigí útrætt á þinginu, enda ekki rétt að ráða slíku máli til lykta, fyr en meiri hluti þjóðarinnar hefir tjfið sig því fylgjardi. Alþingi var shtið 26. Ágúst kl. 5 e. h„ og stóð þá upp þingmaðar Reykvíkinga, Tr. Gunnarsson, og rnælti: ,,Lengi iifl konungur vor Chri8tian hinn nlundi", og tóku þingmenn nndir það, standandi, með nítöldu húrra-hrópi. Lög afgreidd frá alþingi, Lög um stotnun seðladeiidar i landsbankanum. Lög uiu heimild til að kaupa, land til skógarlriðunar og skógar- græðslu. I,ög um lítsábyrgð fyrir sjomenn, er stunda flskiveiðar á þiiskipum. 12. Sept. Fjárveitingar á þingi Rúm blaðs vors hefir eigi leyft að skýrt væri f'rá fjárveitingum a! þingis sem skyldi, og skuluin vér hér minnrst á nokkrar þ?,irra. flrði 15000, og til viðhalds flutn- ingabrauta 19,000. Til þjóðvega eru veittar 73,000, er skiftast svo milli amtanna, að Suðuramtið fær 8000, Vesturamtið 20,000, Norður amtið 30,000 og Austuramtið 15000. T'il fjallvega 10,000. Til sýslu- vega gegn jafnmiklu tillagi annars staðar frá, er eigi sé tekið af sýslu vega- eða hreppavegagjaldi, eru veittar; til Laxárdalsheiðar í Dala- sýslu 2000, til sýsluvegarins frá Hofs á að Ökrum í Skagafjarðarsýsiu 2 þús. og til sýsluvegarins frá Hafnar- firði að Vogastapa í Gullbringusýslu 5600 kr. Til dragfei juhalds á Hér- aðsvötnum í Skagafirði 300 kr. ár- lega. Til brúargerða á Lagarfljóti 40,000, 4 Jökulsá í Axarfirði 50,000 og á Soginu hjá Alviðru í Árnes- sýslu alt að 6 þús. gegn tvöfaldri upphæð ‘annarstaðar frá. Til gufuskipaferða eru á fjárhagiB tímabilinu veittar als 196,600 kr. og er helzta nýjungin sú. að ætlast er til, að\ stöðugum ferðum verði baldið uppi um Faxafióa árið um kring, sérstaklega milli Borgarness og Reykjavíkur, og að gufabátur gangi um Breiðafióa seinna árið. Að því er snertir vitamálin, þá er bætt við einum vita, nefnilega á Skipaskaga, og veittar til byggingar hans alt að 3 þús. Til læknamála var enn veitt meira fé, en verið heflr, þar sem Guðm. Björnssyni héraðslækni voru veittur 800 kr. á ári til að launa að. stoðarlækni, er búsettur sé í Haínar- firði. Til sjúkraskýlis á Brekku í Fljótsdal vorn og veittar 800 kr„ gegn tvöföldu tillagi annarstaðar frá, og til sjúkrahússins 4 Patreks- flrði)2þús. gegn því að Vestur- Daroastrandasýsla taki sjúkrahúsið að sér. Svo skal og reisa sóttvarn- arhús á Akureyri ogísafirði; er kosti samtals 8 þús. Að því er kyrkju- og kennimál snertir, má þess geta, að cand. Guð- mundi Finnbogasyni ern veittar 1400 kr. á ári og 800 kr. árlega til ferðakostnaðar, til þess að kynna sér aiþýðufræðslu og mentunarástand hér á landi, og Stefáni EirSkssyni tréskurðarmanni 500 kr. til þess að kyuna sér kensluaðferðir í skólaiðn- aði erlendis. Tii barnaskóla eru veittar 7 þús. fyrsta árið og 8 þús. seinna árið og jafnhá upphæð til sveitakennara alt að 80 kr. til hvers, Til Þorkels Hreinssonar veittar 150 kr. á ári til að standast kostnað við dvöl vitfirtrar dóttur hans á vitfirr- ingastofnun í Danmöi ku, og 700 kr veittar til kensln blinds drengs Erl. Páls Jóni-sonar í Ðanmörku og til ferðar hans þangað. Séra Jón í Stafafelli fékk 120 kr. sem uppbót fyrir missi 4 umboðstekjum, og fé það sem ætlað er til viðbótar við eftirlaun ffttækra uppgjapresta og prestekna var aukið nokkuð og vai það gert með sé^stöku tjlliti til fjár- bæna tveggja prestekkna, Sigr. Þor- kelsdóttur frá Reynivöllum og Lilju Ólafsdóttnr frá Breiðabólsstað Til skóla í Búðardal í Dalasýslu voru og veittar 1000 kr. á ári og 30 kr. fvrir hvern nemanda, sem er í skólanum, að minsta kosti 6 mánuði, en þó eigl vtir 600 kr. á ári Að þvi er Bnertir vísindi, bók- mentir og listir, má geta þess, að veittar voru 1 þús. kr. á ári til sýslu- bókasafns, alt að 100 kr. á ári til hvers. Landsbókavörður og lands- skjalasafnsvörður fengu laun sín hækkuð, annar um 300 kr„ en liinn um 200 kr. érlega, enda var nú, að því er landsbókasafnið snertír, áskil- ið, að það væri opið 2 kl.tíma síðdeg is hvern virkan dag. Tiilag til landsbókasafnsins, til bókakaupa, var hækkað og Þjóðvinafélagið fekk styi k sinn hækkaðan um 250 kr. fyrra árið (upp í 1000 kr ), til þess að gela út þýðingu af danskri bók „um mat og drykk’. Auk skálda þeirra, er nú núgildandi Þorsteinn Valdimar, þá voru Guðm Magnús- syni yeittar 1200 kr. sem ferðastyrk- ur til útlanda til skáldmenta, og Guð rr undi Guðmundssyni skáldi500 kr. til að Ijúka við ljóðabálkinn Strengj leikar. Tii að ljúka við nám 4 kennara skóla i Kanpmannahöfn fengu þeir Karl Finnbogason og Sig. Sigurðs- son 400 kr. og um söngmentina var hugsað á þann hátt að Béra Bjarni Þorsteinsson á Sigluflrði fékk 1000 kr. til að faia til Kaupmannahafnar og fullkomna þar söfnun ísl. þjóð- sagna, og Sigfús Einarsson 600 kr. á áii, til þess að fullkomna sigí tón- íræði ogsöng. Til þess að fullkomnast í mál- araiðn fékk Ásgr. Jónsson 600 [kr. árlega, en Stetán Björnsson frá Borg- um 600 kr. [fyrra árið til þes3 að læra teikning og skólaiðnað. Til sagnfræðings Jóns Jónssonar voru veittar 1200 kr. á ári til að rannsaka og rita um sögu Islands og halda sögufræðilega fyrirlestra, og 1900 kr árlega til Boga Melsteðs (búist við að framhaldið á íslendingasögu hans verði „ögn skárra”. Bjarni kennari Sæmundsson fekk 600 kr. á ári til fiskiransókna, og Helgí Pétursson jarðfræðingur 1000 kr. fyrra árið, til að rannsaka kola- lög norðaniands og austan, sem og á Vestfjðrðum. Til bindindisefljngar var veitt, til stórstúku Goodtemplara 1200 kr. árlega iog til Bindindissameiningar ar Norðurlands 200 kr. á ári. Til leikfélags Reykjavíkur voru veittar 600 kr, á ári og 500 kr- til lúðrafélagsins þar í eit't skifti fyrir i öll, hvorttveggja gegn tjllagi frá bæjarsjóði Reykjavíkur. Að því er til verklegra fyrír- tækja kemur, má geta þess, að til búnaðarfélaga eru veittar 24 þús. á ári og til Búnaðarfélags íslands 35-J þús. á ári og er nokkuð af þeirri upp- hæð, 2^ þús. árl„ ætlað til kenslu í mjólkurmeðferð. og nokkuð (2 þús) til kjötsölutilrauna erlendis. Til skógræktunartiliauna eru alsveittar 13 þús. og til útrýmingar fjárkláð- anum 94| þús, Til að rannsaka skitnpest í norður og austuramtinu eru veittar [1500 kr. seinna árið. Til dráttbrautarfélagsins f Rvík eru veittar 10 þús„ til skipakvíar við Eyjafjörð 15 þús. og til stórskipa bryggju í Stykkishólmi 4700 kr. og eru allar þessar fjárveitingar því skilyrði bundnar, að tvöfalt meira fé sé lagt til þeirra annars staðar frá. Þá eru iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík veittar als 10,700 kr. yf- Reykjavík, Félagi iðnaðarmanna á ísafirði eru og veittar 400 kr. til þess að senda mann til útlanda til að læra að gera við steinolíuhreyflvél- ar. Til konsúls D. Thomseus eru veittar 2 þús. til að útvega motor- vagn, og reyna hann á flutnings- brautum landsius. Til tveggja yflrmatsmanna á gæðum fiskfarma, öðrum í Reykja- vík og hinum á ísafirði, eru veittar 1600 kr. á ári. Loks fékk Hólcgeir Jensson á Vöðlum styrk sinn, sem aukadýra- læknir, hækkaðan um 200 kr. árlega úr 300 kr. í 500 kr. Þá voru og Ásgeiri Torfasyni veittar 1500 kr. á ári, til að stunda verklegar æfingar 5 efnarannsókn- um erlendis. Sem eftirlaunastyrk fekk lækn- isekkja Magnea Ásgeirssou 200 kr. á ári. Væntanlegar kjötsölutilraunir. Landbúnaðarfélagið hefir saraið við alþingism. Hermann bónda Jónasson á Þingeyrnm að fara í hanst til út- landa og gera tilraunir með söln á íslenzku kjöti. Tilr&nnakjöt þetta verðnr sent utan frá 4 stöðum á iandiuu: fré Reykjavlk og Blönduósi og fi á kanp Jél'igum Þingeyinga og Flj 5t-dals- héraðsbúa. Útróðrarmaður ft Bakka i A>n- arfliði fanst nýskeð örendur í flæðar- máli og er ætlun marg>a að hann hafi drekt sér, enda þi eigi sé óhugs andi að honum liali orðið snögglega iltogsjór flætt yflr hann. Maður þessi hét Tómas Nikulftsson og hafði komið frá Isafjarðardjúpi, en sagður ættaður úr Njarðvikum í Gullbringu sýslu. 23. Fep . 28. Ágúst síðastl.and- aðist bóndinn Þórður Þorsteinsson, er [lengi helir búið f Djúpadal í Barðastrandarsýslu, sonur séra Þor- steins sáluga á Snæfjöllum, ættföður Thorsteinsenanna á Bíldudal, Isa- firði og víðar. Meðal barna Þórðar heitins er Finnur brauðgerðarmeist- ari á ísaflrði, er kallar sig Thordar • son. Tiðarfarið hetir verið mjög vot- viðrasamt og stormasamt síðan um fyrri helgi, enda sízt að furða, þótt haustíð yrði nú rosasamt, eftir öll góðviðrin og þurkana í sumar. Síð- ustu dagana hefir þó verið stilt og milt veður. i7. þ. m. andaðist Einar bóndi Einarsson á Kyrkjubrú & Álftanesi, 38 ára að aldri. Innbrotsþjófnaður var framin í Reykjavík aðfaranóttina 11. þ. m. brotist inn um skrifstofuglugga á (Framh. á fjórðu sfðu), Tu vegabúta ingsbrautar á Fagradal í Múlasýslu nutu 30.000, til Hutningabrautar i Borgar Páll slyrks ir fjárhagstín abilið, og skal 8 þús. Ij irlögum af þeirri npphæð varið tii þess að Erl. og séra ] koma upp og reka tekniskan skóla í

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.