Heimskringla - 19.11.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.11.1903, Blaðsíða 1
xvm. ár. WINNIPEG, MANITOBA 19 NÖVEMBER 1903. IMUU'4 cvy* Nr. 6. Hon. JohnA. Dav'dson,fylkis- féhirðir Roblinstjómarinnar, and- aðist að heimili sínu í Neepawa kl, 9 á laugardagsmorguninn 14 þ. m., eftir langvarandi nýmasjúk- dómsþjáningu. Hann mnn hafa verið nærSl í>rs gamall. Mr. Dav- idson kom til Manitoba er hann var 19 ára nð aldri, og með sörstakri atorku og dugnaði vann hann sig áfram og upp á við f>ar til hann náði sæti í ráðaneyti fylkisins. Hann var 5 eða 6 sinnum kosinn þingmaður og pótti jafnan farast, öll störf sfn vel úr hendi. Hann var sérstaklega frómlyndur maður og hreinskilinn f hvfvetna, og naut mikilla vinsælda hjá almenningi, Páir menn hafa unnið fylki þessu meira gagn en hann, og sérstök framfara minnismerki hefir hann eftirlátið Neepawabæ og héraði, sem var heimilÍBstöð hans, þvf það má segja að hann væri aðal og eina ^. 8em myndaði þann snotra bæ, og hafið hann í fremstu röð bæja í pessu fylki.—Hann var jarðaður f Neepawa í fyrradag. Fregnsafn. Markverðnstu viðburðir hvaðanæfa. —Ungur maður í Paris & Frakk- landi hefir uppgötvað aðfeið tll að •jóða eða brasa saman alnminnm.. Einnig hefir hann uppgötvað aðíerð tii að herða aluminum svo að það ▼erðieinr hart og traust eins og tt&l, en heldur þó léttleika sínum. Hann hefir* veiið L4 ár að fullgeia þessa opp'ötvun. — 3000 menn á Btrætirbrantunum i ('hicago gerðu verkfall um mið- nætti á fimtndag»kvöldið var. Þeir heimta 2ð p.r cent launahækkun, sem félagsstjórnin ekki vill veita. Nær 300 lögiegluþjónar reyndu að vernda vagna fálegsins tem utanfé- lagsmenn leyndu að íenna, eltir að veikfallið var hafið, eu vetkfallb- menn giýitu vagnana og brutu þ og meiddu ýmsa menn er J vögnun- um voru. Þeir tettu vagnara út af sporinu og geiðu umfeið þeitra ótnögnlega. —Ítalíu konungur hefir tekíð Marconi með mikilli vinsemd. Hef ir lialdið hann i höll sinni og keyit hann um alla borgina i autombbile einni, og síðast keyrði hann beím að gÍBtihúsi þvf er Maiconi hafðiat við I. Þettaertalið mjög óvanalegt at konungum að þeir breyti svo við alþyðumenn sem væru þeir jafn- ingjar þeirra. Konungur skýrði getðir Bíriar svo, að hann metii eins konungle't vit sem konunglegt blóð, og kvað Marconi hafa sýnt að hann væri konunglegur Btóihölðingi að vítsmunum — Nýlega náðist f Englandi maður «ein framdi mo’ð í Ontario f Can- ada f fyira. Hann veiður fluttur vestur yflr bafið til hengingar. Maðurinn befir n eðgengið morðið en má eKki licgnai-t fyrirþað í Eng- landi þvf iög htiiuia að piót' Bé tekið S máliuu þí,r Beui glæpuriun var framinn og að hegningin fari þar fram. — 2 menn f Suður-Afriku ræntu nýlega brautarlest og náðu og kom- ust burtupneð 50 þös. doll. — Ofsaveður á Stórvötnunum eystra var alla síðustu viku, yind hraðinn varð 50 mílur á timanum, og Bkip nrðu að leita næstu hafna. Frost var og allmikið en snjólaust. Ekkí hefir frést að nkip eða mann- tjón hail orðið. —5 þús. skósmiðir hafa gert verk- fall f borkinni Qvebec. Óvíst hve lengi þeir verða vinnulausir. Þeir heimti kauphækkcin, en fi akki að svo stöddu. —Stálgerðarverkstæðin i Ten- nessee ríkinu hafa hætt. Mennirnir áttu að þola2J per cent kauplækkun, en neitiðu því boði, svo að eigend urnir urða að hætta starfi. 1600 menn mistu þar atvinnu. —10 per cent iannalækkun verð- ur gerð í i'illum baðmullarverk- smiðjum i Badford 1 Mass. frá 14 þ. m 10 þú3. manna vinna f þeim verkstæðum. —Nýlega hefir fundist f Egypta- landi, 100 mflur suður frá Cairo, nokkur skinnhandrit frá dögum Krists í þeim eru partar úr ræðum hans og svör mót spurninguni er beint var að honum. Eitt af þessum svörum er á þá ieið að guðsríki komi þegvr mannkynið hafi náð þvf sakleysi er það haíði áður en það féll frá hlýðui við guð’ og að guðs ríki sé f hverjum manni. Ýmsönn- ur handrit Jiafa fnnd'st frá því 150 til 137 fyrir Krists burð. —Svo er mikil þurð á vinnu- mönnum f Ontarfo að stjórnin þar hefir sent mann til Englands til að útvega vinnumenn á löndurn bænda. Hún ábyrgist að koma hverjum manni að góðri og vel bergaðri at- vinnu strax og hann kemur. Uni 100 manna hafa þegar þegið þetta boð, fiest giftir menn, sem koma með tjölskyldur sfnar. —MoKenzie og Mann, eigendur C. N. járnbrautarinnar, bafa keypt (íieat,Northei t jáinbrautina í Quebec fylki. Þejr segjast verða færir um að képpa innan ffirra vikna við C. P. R.-fólagið með í<jlks og vöru- fiutninga f'rá vestur Canada til Mont- treal og Qaebec yflr brautir sfnar. Fétagið hetir nýlega áukið 20 gufu- vögnum og 1200 llutníngsvögnum við eignir sínar, og geta þvf tiutt mikln meira vörumagn en nokkru sinni fyr. —Maður í St. Paul slasaðist svo að hökubeinið brotnaði, bæði kjálka beinin gengu úr lið, detið brotnaði og vinstri hlið á cnninu gekk inn svo að dæld inikil varð. Læknar hafasettalt I lag og neglt saman hðkubeinið næð gullp!Ötum og nögl- um, og segja, manninn veiða sem næst jafngóðan innan skams. Þetta er talin sú meita lækning sem getð hefir verlð þar í rikinu, I5LAND. eftir Fjallkonunni 19. Okt. 1903 Bi unninn Hvanneyrar- skúlinn. Aðfaranótt þrjðjudagsins 6. þ. m. brunnu 2 hús á Hvanueyri til kaldra kola, búnaðarskóliun, Ibúðar | húsið og íijjölkrhúsið- FleBlum mönnum varð bjargað úr neðra gólfi íbúðnrhússins og fle9tum éhöldum úr mjóikui húsinu. Alt annað brann svo sem rúmfatnaður, bækur o. fl. Ekki vita menn með vissu um hvernig eldurinn hefir komið upp. A stjórnarfundi Búnaðarfélags- ins á laugardaginn var ályktað: Að halda kenslu í smérgerð á- fram f vetur. Að láta f vetur kensluna fara fram f Rvík. Að hækka þarafleiðandi nem- endastyrkinn um helming. Að þvf er sr.ertir búnaðarskól- ann þá verður verklegri kenslu huld.ð áfram, en bókleg kensla fell ur niður í vetur. Iiaustveðráttan hér á Suður- landi er fiainúrskarandi góð. Logn, l'egurð og sólskin á hverjum degi. Er bæði suraarið og bauítið hér sunn anlands eitthvert hið bezta. sem nokkur maður man. Síldarvart vel alla viknna. Illaðafli & Vopnafirði 23. Ágúst inn í fjarðaibotni. Aflatregt við Langanesstrendur, Sæmilcgur afli á Mjóaíirði og síldarvart f lagnet. Síldarlaust á Norðtirði. Ferð tjl Grænlands gerði Ellef- 8en hyalveiðamaður sér í Júifroán- uði, til að skoða sig um, Komst norður og vestur fyrir Hvarf, syðsta odda Grænlands, en vegna fsa og þoku lagði hann hvergiað landi. Tíðarfar & Seyðjsfirði 4. Sept. sama og áðnr. Afli á báta góður, en sild lftfl. Sama eða mjög Hkt 11, Sept. Anstri. íslands banki var settnr á Btofn f Kaupmannahöfn um nónbil 25 Sept. sfðastl. Stofnféðer tvær mi)U ónir króna. Von á bankamönnnro hingað til landsins við allra fyrbtu hentugleika. Verðar þvf héðan af þess skamt að bíða, að bankinn taki til strrfa. Útdráttur úr tölu sem Kk. Arg Benbdiktsson hélt á Nortli-West Hall 10. Okt. 1903. Háttvirti forseti, heiðraða samkoma! t Eg ætla ekki að kroppa um beinin á þeim, sem í gröfum búa, og ekki að tala um þá sem í f jar- veru eru eingöngu, en ég tala fáein orð yfir höfðunum á ykkur, sem hér eruð, og megið þið taka orð mfn eins og ykkur finst þau vera töluð. Ó, HVE EFTIRTEKJAN EK LÍTIE, ÍVEXTIRNIR SMÁIR, eftir þenna óútreiknanlega tímu, sem mannsheilarnir hafa starfað á þessari plánetu. Æfi mannkVns- ins er hundruð og þúsundir ára og aldna, billiónir rnánaða og trilliónir daga. Það tímabil er svo langt að enginn fær ráðið. Franski vfs- indamaðurinn, CamilleFlammerion er nú sá auðugasti hugsjónamað- ur sem þekkist, þar að auki vís- indamaður og skáld; hann hefir gert áætlun um hve margir hafi fæðst á þessari jörðu. Þessi mað- ur er höfundur Uraníu, hinnar góð frivgu, sem allir þekkja, er íslenzkt mál lesa. Áætlun hans um fjölda þeirra, er fæðst hafa, síðan fyrstu foreldrarnir koiuu til s'jguunMr, er sú, að ef allir lifðu nú sem fæðst hafa og hverjum manni væri ætlað eitt ferhyrningsfet að standa á, þá yrðu að minstu ko6ti 5 menn að standa hver upp á höfðinu á iiðrum á öllu því þurrlendi sem til er á þessari plánetu. Dánarskýrslur heimsins áætla að 20 menndegi af hverju þúsundi á hverju ári. Mann tal heimsins er nú talið að vera um 1500 milliónir. Árleg dánartala í heiminum verður þvf sem næst 30. miliónir. Sá öldungur sem lifað hefir 80 ár, hann hefir lifað það tímabil, eða réttara sagt þá mann drápsfild, þar sem 2 biliónir og 400 miliónir manna hafa fallið til mold- nr og horfið til jarðnrinnar aftur. Mikil er tala þeirra sem fæðast! en söm er tala þeirra sem deyja fyr eða sfðar. Flestir menn á þessum tíma hafa hugmynd um f>að að mann- legt vit búi i heila mannsins; < g vona það að minsta kost.i — Hvelfk nú undnr og fádæmi af mannsheil- um hnfa verið til í þessum heimi. Hvelfk nndur og skelfing hafa þeg- ar liðið undir lok. Það er sú feikna dyngja og kös, sem er ómælandi og óreiknandi fyrir mig. En, lieyrið þið! - Hver er eftirtek jan ? í raun og veru afarlítil. Já, svo lftil að mannkynið er ekki komið lengra en f>að að fæðast og búa við ör- b'rgð og eymd, Margir lifa án þess að sjá glaðan dag, án þess að hafa það, sem f>eir nauðsynlega þurfa til fæðu og klæða, þessa þó stuttu stund sem þeir hriktaí heimi þessum. Arfurinn er smár og fá- nýtur sem við höfum fengið frá undangengnum kynslóðum, þegar litið er á alla þá mannsheila sem hafa verið til í jæssum heimi. Undur er það lftið sem |>eir hafa framleitt af arfleifð handa okkur. þegar alt kemur til als í lífinu. Mannkynið í heild sinni er ekki komið lengra en f>að, að fæðast og búa við skort og örbirgð, og láta Iffið fyrir skort á daglegum nauð- 6ynjum, frá heilsufræðislegu sjón- armiði skoðað og talað. Ég er nú að eine að tala um daglegar nauð- synjar. Ég sleppi alveg siðferðis og andlega ástandinu; það er eins bágborið og {>að er. Margir eta og drepa sinn náúnga hvenær sem tækifæri gefst, D/rið er svo rfkt f smnum þessum svo kölluðu mönn- um. Erfðir undanfarinna kyn- slóða eru miklar á metum þess við- bjóðslega, en smáar á metum lffs- þarfanna. Framfarirnar f heiminum, svo nefndu, eru fyrir einstaku menn, en ekki ávextir nf fjöldanum. Margir miklir menn hafa koniið til sögunnar og bœtt og hafið mannkynið í ýmsum greinum. En jæir virðast ekki vera bein eftirtekja af þeim heilum, sem var- ið hafa í f-essum heimi. Vitrustu menn skara ekki einasta fram úr fjöldanum, sem [>eim er samtfmis uppi, heldur fram úr mörgum mörgum miliónum kynslóða. Þeir s/nast koma sjálfgerðir frá hendi sköpunarinnar. Hve óteljnndi fjöldi af fólki var ei uppi á undan Franklin (frumuði rafmagnsvís- indanna) og hefir verið hér síðan, og það gatei séð hugsað né unnið eins og hann. Sama er um Pasteur (sm&dýrnfræðinginn) að segja. Og sama er um samtfm isbróðir okkar Marconi að segja Hann er fyrsti notandi firðskeyt anna, sem hver læs íslendingur veit um. Þ essir menn og margir fleiri bera höfuð og herðar yfir ekki einasta samtímiskynslóðir sfn ar, heldur ogyfir alt það fólk sem uppi hefir verið á pessari pl&netu, í sínum greinum. Þeir sýnast nokkurskonar náttúruafbrigði, en als ekki afsprengi undanfarinna | kynslóða. Náttúran og gáfumað- , urinn eru ein um hituna, ]>egar til gáfna og vitsmuna hans kemur, ! Enginn agi, engir skólar, engin mentun geta búið til afbragðs gáfumann, sem sér fleira og meira en allar þær kynslóðir sem uppi hafa verið. Mentunin svo nefnda, fer vaxandi ár frá Sri, en viðbrigða- vitsmönnum fer ekki fjölgnndi að sama skapi. Bretar halda jafnvel að þeim fari fækkandi hjá sér, við PIANOS og OREANS. Ileintziuan JL Co l’ianon.--Bell Orgel. Vér s< ljum með mána^arafborgnnsrsk lmálum. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNJPEG. ew York | nsurance i.o, JOHN A. McCaLL, president. IjífsAbyruðir f gildi, 81. Des. 1902 1550 millionir Oollarw 700.000 ejaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. raanua gengu f félagiðá árinu 1902 rneð 302 million doll. ábyrcð. Það eru 40 railliónir mefra en vöxtnr fél 1901. Gildandi ébyrgðir hafa aukist A síðastl. ári nm 188 roill. Dollars. Á sama Ari borgaði fólagið 5000 dánarki ðfnr—yfir 15 mill. Doll — oa þess utan til lifandi n ei'liina I4i mill. Doll.. og ennfremur var 84.'750.000 af gróða skift npp ínilli ireðliina sem er #800 000 vneira en árið 1901. Sðmuleiðis lánaði félagið 27,000 ineðlimum $8 7ö0 000 á ábyrgðir þeirra. nieð 5 per cent rentu og &u annars kostnaðar. C. Olnteon. J. *J. HArgnn. Manager, AOENT. GRAIN EXCHANOE BUILDINQ, av x nsr isr 13? ie g-. vaxandi mentun, þ. e. að Jijóðin eigi ekki eins marga framúrskar-, andi menn nú, og hún átti fyrir h&lfri öld sfðan. Niðurstaðan er því sú, að það séu hulinsöfl skap- andi náttúru og maður sjállur, sem j framleitt geta stórvitra fyrirtaks- menn, en hvorki mannkynið f heild sinni; né þessi svonefnda heimsmentun, sem frá mannvits- legu sjónarmiði er ekki annað en lítilfjörlegt barnalærdómskver. í þessu sambandi ætla ég að leyfa mér að minnast dálftið & þjóðina okkar, og okkur. Við ernm hér í framandi landi; f& og smá. Canadaþjóðin telur okkur aldrei, íslendingana hérna marga né Btóra, nema — nema kringum pólitiskar kosníngar. En þær stórhátfðir!! eru ekki & hverjum degi. Blöðin okkar segja að hér líði öllum vel. Á því þingi er ég & ek ftri skoðun. Við erum ekki annað en f>að sem við erum, hvað sem hver segir. Við komum hingað fátæk og fákunnandi og illa uppalin; úr ofslæmu þjóðar- andrúmslofti, en með góða hæfi- leika. I fátæktinni stritinu og strfðinu gerum við flest eins vel og við h'ifum vit á. Við erum gott og siðfágað fólk 1 raun og vern, en f>ó hégómagjfirn. Við höldum að við seum félagslegt fólk, en erum J>að ekki. Við höfum öll undraskelf- ing af félögum og félagssknp hér, flest sem |>/tur upp og grær á augnablikstilfinningum. En ég held að allur okkar félagsskapur vcrði orðinn okkur til minkuuar eftir hundrað ár, nema ef vera skyldi hinn íslenzki lúterski kyrkju- legi^fétagsskapur. Þetta er skoð- un mfn. Hugboð mitt. Sannan- if hefi ég ekki aðrar fyrir að bera, Svo hefir lslenzku J>jóðinni farið sem öðrum þjóðum, að hún hefir margan afbragðsmanninn átt. En ejaldan notað. — Mörg þúsund Islendingar voru á undan Hallgrfmi PétursByni og síðan. En enginn slíkur maður hefir komið til sögunnar í f>eirri grein sem hann var. Andheitur trúmaður og afbragðs sálmaskáld. Sama er að segja um meistara Jón Þorkelsson Vldalfn. Hann tekur öllum fram f mælsku fyr og síðar, bjá íslend- ingum. Enn má segja f>að 6ama mn Björn Gunnlögsson. Enginn hefir fyr né sfðar komið honum jafn 6njall f heimspeki, hugmynda- flugi og tölvfsindum. Marga fleiri gæti ég talið, en tíminn leyfir það eigi núna. Stórgáfumennimir ero eins og í þegar ein og ein stjarna sést við og við í svarta þoku, f samanburði við fjöldann, sem fyrir neðan þá er. ■ Einn maðurgetur haftmeir avit on margar margar miliónir manna, en liðið þó engubetnr en.peim mönn- um, sem eru í úrgangi mannkyns- ins. Þetta er afurðin af cillu þvf mannviti sem til hefir verið á f>ess- ari plánetu.— Það er ein einkunn hjá ís- lendingum, sem ég ætla að drepa á, að sfðnstn. Hún er sú, að yfir- leitt eru f>eir það sem heitir & fs- lenzku: góðir drengir. [Ég meina hér bæði karla og konur. Þeir eru hj&lpfúsir, f>egar þeir hafa tekið eftir J>vl,—aðeinh^erjum líð- ur miður en vera skyldi, eða illa. Þetta er fögnr og dýrmæt einknnn. Hún er þjóðararfur. Dóttir gest- risninnar á fslandj, er nllir lofa, sem þekkja. Hún hefir flutst með okkur vestur um haf, og við eigum hana óflekkaða enn þá, svona yfir- leitt. Þcssi góða einknnn endur- speglar sig hjá konnm þeim sem standa fyrir þessari samkomu f kvöld. Hún lýsir sér hérna perlan, sem sí og æ logar og leiptrar & drenglyndis himni hinnar íslenzku þjóðar. Eg býst ekki viö að þið hafið’tíma til að hlusta lengur & mig. Það er lika ekki til neins að hlusta á þessi orð, nema að hugsa um leið. En eitt af okkar stærstu meinum, íslendinganna, er það að við höfum aldrei reynt að hugsa— nema það allra mínsta, sem hægt er að komast af með. Tilkynning. Vér leyfom <><s a.ð tilkynna öil urn vinuni vorum hö -vér höfum keypt ‘ The Milsou Roller Mill” 1 Þeim tilgangi að hæta hana svo að hún verði meðal beztu mylna f landinu. Einatt sfðan vér náðum eign þessari, fyrir ári síðan, höfum vér etækkað og bætt hana og aukið með nýjum vélum þar til nú að mylnan raalar eins gott mjöl og hægt er að fá, Næsta ár ætlum vér að umbæta svo lyftiútbúnaðinn að vér getum keypt koru á öllam tfmum. Það er fastur ftsetniugur vor að skifta íiómiega Jog sanngjarnlega við einn ogalla af viðskiftaniöiinum voruin; og ef einhver þeirra hefir nokkurt umkvörtunaiefnl, þá óskum vér að þeir gerðu oss það kunnugt, og munuiu vér þft glaðir leiðrétta þau eða bæta úr þeiro ef oss er það mögulegt. Komið og rcynið viðskifti við esst Yðar með virðingn Johnson & Wroolie, MILTON, N.-DAK Kr. Ásg. Benediktsson selur gift- ingaleyfisbréf hverjum sem þarf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.