Heimskringla - 11.02.1904, Side 3

Heimskringla - 11.02.1904, Side 3
HEIMSKRINGLA 11. FEBRÚAR 1904, Hver var orsökin til þessa? og J>ar er beint út spursmálið sem um er að rœða. Það er engan veg- in rétt ályktun að ætla að þeir er seinna komu standi hinum neitt að baki að andlegu atgerfi, eink- um og lfka ef a ð r a r ástæður skyldi vera nægar fyrir hendi til þess að sýna hvernig í öllu lág. Svoleiðis getsakir eru meiðandi fyrir hlutaðeigendur og særandi fyrir foreldra barnanna, því J>að hefir enginn rött til að segja hver Séu “kölluð” og hver “útvalin” nema J>vf að eins að öllum þeim “kölluðu” sö veitt sama tækifæri að verða “útvalin” og þeim “út- völdu”, og í skólamálum gæti það orðið æði margt sem þá yrði að takast til greina, ekki sfzt undir- búningur undir nám o. 8. frv. Orsökin liggur því ekki þar, Theldur á alt öðrum stað. Hér kemur alveg nýtt mál til sögunnar, sem maður liefir ástæðu til að álfta að sé að einhverju leyti orsökin til als-J>essa, eða að minsta kosti hafa hinir og aðrir atburðir sterklega bent í Þá átt. JÞað mál er kyrkjupélagsaf- SKIFTIN AF MENTAMÁLUM VORUM HÉR NYRÐRA. Eins og kunnugt er var J>að samj>ykt á kyrkjuþingi lútherskra sumarið 1901 að byrja það liaust á kenslu í íslenzkri tungu, og var sú tillaga endalykt hins fyrirhugaða kyrkjuskóla, er l^ngi var búinn að vera 4 prjónunum. Það hafði ver- ið komist að samningi við skóla- stjórn “Wesley Obllege” að setja þar á fót J>essa kenslu, J>ví J>að þótti álitlegast að geta komist að J>eirri stofnan þar sem Isl. voru sem þéttskipaðastir fyrir. % Enda voru líka samningarnir á þá leið að hagfræðislega hliðin mælti og heldur með þvf, þvf til þess kenn- ara, er settur yrði, lofaði skólinn að greiða $10 af kenslugjaldi hvers ísl. nemanda er þar væri innritað- ur, eða eftir á kæmi þangað. Þá var fult kenslugjald $30, og var þetta þvf fullur þriðjungur. Eins og enn fremur er kunn- ugt, eftir að samningar þessir voru fullgerðir, var valinn J>ar til kenn- ara Friðrik Bergmann, prestur Gardarmanna 1 N. D., en núver- andi eftirmaður séra Hafsteins Péturssonar við Tjaldbúðina hér f Winnipeg. Hann byrjaði á verki J>að haust (1901). Til þess nú að launa þennan nýja kennara, svo hann gæti lifað sómasamlega, var heldur lftið fé í sjóði hjá kyrkjufélaginu, svo til þess að ekki strandaði alt, tók Wesley-skólinn að sér að borga ■ þriðjung launanna, er metin voru til $1,000, auk tíundar þeirrar, er þegar hefir verið talin, af kenslu- gjaldi ísl. nemendanna. Fyrir þessa lijálp átti svo hinn n/i kenn- ari að segja til f latfnu þeim í undirbúningsdeildinni er skemst voru á veg komnir, verk á móts við það sem hra. Runólfi Fjeldsted hefir nú verið falið í grísku. Þetta var nú altsaman gott, og ef vel hefði verið áhnldið, getað orðið til þess að auka stórum hag þjóðflokks vors hér nyrðra; enda urðu þeir margir, er gerðu sér mjög háar vonir, og það jafnvel sumir er frá öndverðu voru mót- fallnir kyrkjuskóla hugmyndinni, þótt hitt væri alveg óreynt er alt hvfldi á, hversu hinn til þess kjörni kennari mundi ieysa verk sitt af hendi. En svo bættist þar ofan á þá um haustið (1901), að háskólinn færðist undan að veita kenslu þess- ari viðurkenningu, svo þeir af nemendunum, er vildu sinna þessunokkuð, urðu aðtaka fslenzku alveg umfram J>að verk er skólinn ákvað. Þetta jók strax á byrði fslenzkra uemenda, þvf það var líklegt að þeir mundu vilja nota sér þessa íslenzku kenslu, enda voru þeir hinir einu er það gátu, þvf kenslunni hefir ætíð verið svo tilhagað að þeir einir geta notið hennar er áður kunna málið. Hér reis þvf upp “þrándur 1 Götu” fyr- ir þá er voru að keppa við að ná sem beztri einkunn, þótt þess gætti ekki það ár, því nemendurn- ir sáu flestir um sig, og fóru sfn- um ráðurn fram. | í fyrra fór það dálftið á 'annan veg. I fyrrahaust var gefinn kost- ur á að velja íslenzku í stað ein- hverrar annarar námsgreinar í fyrri bekk undirbúningsdeildar- innar, og kvað þá við í blöðunum hér, að nú væri íslenzkan viður- ; kend af háskólanum, sem þó £var , ósatt, þvf undirbúningsdeildin tilheyrii barnaskólanum, Enjliitt var rétt, að fyrir þá sem nú komu inn á skólann í fyrsta skifti var fslenzka í vali, og það hafði óbein- línis áhrif f þá átt að gera breyt- ing á fyrirkomulagi því, er verið j hafði, og vali þvf er ísl. nemendur j höfðu gert undanfarandi ár. Þetta f sjálfu sér hefði nú ekki orðið svo háskalegt,|ef hér hefði ekki komið enn eitt atriði við sögu, en það var leiðin sem með þessu móti laukst upp hinum nýja kennara að hafa afskifti af j íslenzku nemendunum. Þessi af- í skifti hans hafa komið fram f {tveim myndum, nefnilega fyrst, I að hafa áhrif 4 þá Isl. er á skólann koma í vali þeirra á námsgreínum skólans, og hið annað að beita öll- um þeim meðölum sem hægt • hefir verið við að hafa að koma þangað sem flestum ísl. unglingum, hversu j sem [>eir hafa verið fyrir það kall- aðir eða undir það búnir, og þar af hafa þeir sopið. Um hið fyrtalda þýðir ekki að fjölyrða, þótt hægt sé að sjá í hvaða tilgangi slfk afskifti eru. Oneitanlegt er það, að eitthvað kemur það samt undarlega fyrir frá manni, sem opinberlega hefir lýst sig mótfallinn öllu fornfræðis- grúski í skólum, að ráðleggja nú öllum hinum yngri löndum sfnum er inn á háskólann koma AÐ VELJA GRfSKU í STAÐ NÖTÍÐAR- MÁLANNA, þýzku og frönsku, er skólinn gefur kost á, og fslenzku f stað náttúru- vfsinda. Svoleiðis ráðleggingar eru ekki gerðar rétt af handa hófi, þegar að því er gætt, að grfsku- lærdómur er eitt aðalskilyrðið fyrir þvf að geta orðið góður GUÐFRÆÐISKANDIDAT. Þessi grfsku-lærdóms-ráðlegg- ing er heldur ekki nein heimug- legheit kennarans eins, þvf einn kyrkjufélags-presturinn spurði ný- lega einn pemandann héðan frá Wesley, HVERNIG HONUM GENGI MEÐ GRÍSK- UNA! Taldi það sjálfsagt að allir íslend- ingarnir við skólann tæki grfsku. I þvf tilfelli hafði samt Þeirri ráð- leggingu ekki verið fylgt. Hér mætti að eins benda þeim á, sem ekki liafa tekið eftir hvert stefnir, hvað verið er að gera. Það er verið að reytia að koma fsl. nemendum til þess að velja sér þann veg nú í byrjuninni, að á sfðan, þegar þeir hafa lokið námi hér, þá eigi þeir um ekkert að velja nema prestaskólann. Er ! þetta hin óhlutdræga velvild þ>jóð- i ernis hetjunnar, er vill gera alt karlkyn þjóðar sinnar að prestum, “alt það sem getur p.... upp við vegg”, eins og ritningin segir, eða jer það—hvað?- Hin síðartöldu afskifti kenn- arans koma beinna við þetta mál, i enda liafa þau orðið miklum mun háskalegri. Meðan ísl. pilt- j arnir voru sjálfráðir, hvenær þeir byrjuðu á námi við háskólann, byrjuðu þeir ekki fyr en þeir voru svo forsvaranlega undirbúnir að þeir gátu uppfylt þær kröfur er i fyrir hendi lágu, og það var stóra í hjólið f þvf öllu, hvað þeir stóðu ! sig vel. . Þetta breyttist strax og byrj að var þar á íslenzku-kenslu, því nú var um að gera að fá sem flesta til að sækja skólann, bæði til þess ekki yrði liægt að segja að þetta fyrirtæki liefði mishepnast og engir notað sér kensluna, né að hún gæti ekki borið sig fjármuna- lega. Það var þvf byrjað með þeirri alkunnu tilkynningu “að við Wesley Oollege væru engin þekk- ingartakmörk sett að neðanverðu”, og öllum væri nú óhætt að koma, hvað sem skólaundirbúningi liði. Sfðan var unglingum smalað sam- an út um bygðirnar og hrúgað inn á skólann. .Foreldri voru Músin í kafFibaununum. Það er ekki skemtilegt að vita af músinni í kaffi- baununum. Þegar kaffi er geymt óbrent er ómögu- legt að giska á hvað sam- an í það kann að slæðast. PIONERR KAFFI. vel brent, í forslgluðum pökkum, ætíð lireint, ferskt og bezta tegund og ágætt á bragðið. Biðjið matsalann yðar um : Haldið samam “Coupons” og skrifiið eftir veð- listanum. TIL REITT AF: ^ Blue Ribbon Mfg. Co. Winnipeg- ^ TUiiu miiimimimimimLmmmmmtfZ egnd á þvf að þótt þ e i r r a börn væri svo og svo illa undirbúin þá væri þ e i m svo sem'óhœtt. Væru börnin komin í sjötta bekk al- þýðuskólans þá væri öllu óliætt. Mest gekk á með þessa smöl- un árið sem leið, enda fór þá eins og fór. Það er víst engum blöðum um það að fletta, að þar í liggur aðalástæðan fyrir óhöppum þeim, sem mættu fslenzku nemendunum við vorprófin f fyrra. Það er því fast að því áreiðaulegt að endalok- in gátu ekki orðið önnur, hverjum ráðum sem hefði verið beitt. Ungl- ingarnir streymdu inn á skólann óundirbúnir J>að verk er þeir áttu að gera og gátu þar afleiðandi ekki leyst það af liendi. Enda sá skóla- stjómin það strax f byrjun. Hún varð að neyðast til að skipa þeim auka kennara er urðu að segja þeim til f almennum alþýðuskóla- greinum, ef ske mætti að með því mót gæti sú tilsögn, er skólinn eiginlega veitir, orðið þeim frekar að notum. I tilefni af þessu hefir svo verið sett f þessa árs skóla- sk/rslu Wesley College, aukagrein um það, að framvegis verði allri slfkri tilsögn liætt frá skólans hálfu, og þeir er liör eftir komi ó- undirbúnir á skólann verði að bera ábyrgð þess sjálfir og borga alla aukakenslu er þeir kunni að þarfn- ast, (sbr bls. 12). Með því sem þegar hefir verið tilfært þarf ekki að undra þótt illa færi. Enda get ég ekki verið yð- ur samdóma herra ritstjóri um að úrslitin f vor liafi verið önnur en ill, né neitt lík þvf er þér segið. Þó álít ég að tildrögin f sambandi við þessi úrslit og vonbrigði þeirra, er lagt höfðu miklar byrðar sör á bak að kosta börn sfn liér, séu verst. Eg segi, úrslitin eru ill, og nær því að vera lóðrétt eftir orð- um þeim sem þér hneykslist á hjá Br. Brynjólfssyni. I fyrsta lagi þá er hér að eins að ræða um þá er vóru f fyrri bekk undirbúningsdeildarinnar en ekki hina er komnir voru upp í “College”-deildina, þeir koma þessu máli ekkert við. Þeir voru hér áður en þessi mál, sem um er að ræða, komu til sögu, enda náðu þeir allir ágœtisprófi í vor. Þeir sem innrituðust við Wesley f fyrri bekk undirbúnings- deildarinnar voru 10 að tölu. Þar að auk voru í þeim sama bekk frá árinu áður 5 nemendur, er gerir als 15 talsins. Af þessum 15 náðu 4 prófi, 4 féllu og 7 skrifuðu ekki. Yið aðrar mentastofnanir hér tóku próf sama bekkjar 3 ísl. nem- endur, og stóðust þnð allir. En ekki koma þessir heldnr málinu við. Við Wesley voru og 2 er tóku próf síðari bekkj;>r undirbúnings- deildarinnar og stóðust það. Þeir einnig koma þessu máli ekki við, Við búnaðardeild skólans voru nokkrir nemendur er ekkert próf tóku, ogí Collegedeildinni 5, er allir stóðust próf. En til þess nú að setja allar þessar tölur f procenta liði, eins og þér gerið, hra. ritstjóri, þá standa reikningarnir svo: • Tala ísl. nemenda f fyrri bekk undirbúningsdeildarinnar við Wesley 15 als. Af þeim náðu 4 eða 26| per cent prófi, 7 eða 46| per cent skrifuðu ekki, og 4 eða 26| féllu. í öðrum deiþfum skól- ans voru 7 nemendur og allir tóku próf og stóðust það. Vitaskuld koina þeir ekki þessu máli við, eins og ég hefi bent á, en til þess að taka þá með líka, þá verða tölumar á þessa leið: Nemendur við Wesley er próf áttu að taka 23 als. Af þeim náðu prófi 11 eða sem næst 50 per cent. 7, eða 32 per cent skrifuðu ekki, en 4, eða 18 per cent féllu. Bera svo þessi úrslit saman við það, sem Hkr. segir að af inn- lendum hafi 23 per cent fallið á prófi, og þar eru þeir með taldir er ekki skrifuðu, þá verða þó landar vorir töluvert á eftir, því ef slík væri tekin talan þá væri procenta- tala þeirra er féllu 50 per cent, eða fullur helfingur. Það er ekki rétt getsök hjá yður, herra ritstjóri, að þessu máli hafi verið hreyft til þeps að draga kjark úr fsl. neinendum með að sækja skóla. Tilgangur þeirra, er um þetta hafa ritað, hefir als ekki verið sá. heldur hinn, að hér sé um atriði að ræða er ekki megi þegja fram af sér. Það er líka alveg rangt að reyna að breiða yfir ein- mitt það atriði, eins og þér gerið. Það er enginn hlutur til, sem frekar gæti orðið til þess að vekja óhug Isl. á mentamálum hér, en einmitt það að sá rekspölur kæmist á sem nú er byrjaður, Enn frernur ber þess að gæta, að skólaféð er ekki brúkað sem styrkur fyrir fsl. nemendur hér nyrðra Það hefir aldrei verið þeim til neins styrks og engra hlunninda hafa þeir þaðan notið enn þá sem komið er. Meðan svo stendur er ekki hægt að tala um styrk, nema ef vera skyldi “mór- alskan styrk”, er getur skeð að hafi orðið einhverjum að liði. En meti þeir það sem kunna, Winnipeg 4. Jan. 1904. R. PÉTURSSON. HINN AQŒTI ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WESTERN CIGAR FACTORY Tho*. Lee. eigandi. 'WinSTJSTXTPEa-. HANITOBA. Kynnið yður kosti þess á*ur en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. fbúatalan í Manitoba er nú.............................. 275,000 Tala bænda í Manitoba er................................ 41,000 Hveitiuppskeran i Manitoba 1889 var bushels............. 7,20l!619 “ “ 1894 “ " ............. 17,172,888 “ ■ “ 1899 “ “ ............. 27,922,280 1902 “ “ ............. 58,077,207" Als var kornuppskeran '1902 “ “ ............. 100,062,348 Tala búpenings í ManitoHh er nú: Hestar.................. 146!691 Nautgripir............... 282,848 Sauðfé.................... 35,000 Svin................... 9? ,598 Afurðir af kúabúum í Manitoba 1902 voru................. 8747.603 Tilkostnaður við byRginRar bænda i Manitoba 1899 var!!.... <1,402,800 Framförin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af aukni m afurðum lanisins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi veliiian almennings, í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum.... 50 000 Upp i ekrur....... .......................................2,500 000 og þó er siðastnefnd tala að eins emn tíundi hluti af ræktanlegu landl í fyikinu . Manitoba er hentugt sræði til aðseturs fyrir innflvténdur þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mðr» uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir /riskólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðasc. í bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun ní vera vfir 5,000 tslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 tslendingar. Yfir 10 mtllionír ekrur af landi í Hanitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, bg kosta frá Í2.50 til 86.00 hver ekra. eftir gæðum, Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlðnd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North Western járnbraútinni eru til sðlu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tiJ IlOiI R. P RORL.IM Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: .1 oaeph B. Skapatson, innflutninga og landnáms umboðsmaður. Mikill Gróði I Hænsnarækt. Ef þjer hafiö Klondike hænur. það er undraverö Amerisk hænsnategund’ Eru bestu sumar og vetrar verpihænur i heimi. % Ég fókk 885 egg í Jauúar 1903 fr6 20 Klondike hæn- um eöa 3873 egg ári frá 20 Klondike hænum. l>ær eru ieöraöar einsSog gæsir eöa svanir. Eg nú aö afgreiða pantanit um útungunar egg. I>aÖ er mikil eftirspurn eftir þessum Klondike hænu eggjum. Svo ef þjer óskiö aÖ fá eitt- hvaö af þeim þá sendiö póntun yðar hiö allra fyrsta. Eftir 15. JVIarz verða pantanir af- greiddar i þeirri röö sem þær koma. DragiÖj okki aö kaupa þau, því þaö er gróöa bragö aö eiga Klondike hænur Sendið strax cent Canada eöa Bandarfkja frímerki og fá- i Catalogue meö fullri lýsingu Klondike hænsa. Sendiö til, KLONDIKE POULTRY RANCH. Maple Park, Kane County 111. C. S A JON V. THORLAKSON, 747 ROSS AVE. Hytur alskyns farangur og bús- gögn um borgina á öllum tímum dags, og fyrir lægsta verð. Telephone 2479 er í húsinu Bústaður séra Bjarna Þórarins- sonar er nú 725 á Sheibrooke street Strætisvagninn rennur fram hjá hús inu. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall i Norövesturlandin Tíu Pool-borð,—Alskonar vín ogvindlar. l>ennon A Hebb, Eicendur. ‘Ailíiii-Liiian’ flytur framvevis íslendinga frá ísland til Canada or Bandarfkjanna upp á ó dýrasta or bezta máia, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þeír, seœ vilja senda frændnm og vinutn fargjöld til íslands, að snúa sór til hr.II. M. Itardal i WinnipeR, sem tekur á móti farRjöldum fyrir nefnda linu, ok sendir þau upp á tryRgasta og bezta máta, kostnaöarlaust fyrir send anda og móttakanda, or gefur þeim sem óska, aliar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá fær sendandi peningana til baka sér að kostuaðai lausu. 50,000 ekrur í Suðaustur Saskatchewan. Yerð $3*4 —$4 ekran. Tíu ára af borgun. Sléttur og skóg ar. Gripir ganga úti eftir jól. Hveiti 40 bushels af ekru. við járnbraut; ódýr- ar skoöunarferöir.—Skrif- iö eftir uppdrætti og upplýsingum. Scandina vian—Amorican Land Co. 172 Washington St. Chicago. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavían Hotel 71» nain Str Fæði 81.00 á dag. Bonnar& Hartley, Liögfræðingar og landskjalasemjarar 494 nain St, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L, HARTLBV. (];inadiiin pacific [{ailwaf Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða f ONTARIO, QUfiBEC SJOFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfi veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til söln Des. 21. til 25. og 30. 31., og Jan. 1. Gilda til 5. Jan., að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýingum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fól eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.