Heimskringla - 12.05.1904, Side 2
HEIMSKRING-LA. 12. MAÍ 1904
HeimáriDgla.
Pubushed By
Tiie HeimskrÍDgla News 4 Publishing Co.
Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um 6rið
(fyrir fram borga»). Sent til íslands (fyrir fram
borgað af kaupendum blaösins hér) $1.50.
Peningar sendist 1P. O. Money Order Registered
Lefcter eöa Express Money Order. Bankaóvís-
Onir á aöra banka en í Winnipeg aö eins teknar
meö afföllum-.
B. L. BALDWINSON.
__Editor & Manager _
eFFICE: 219 McDermofc Ave. Winnipeg.
P. O. BOX 116.
Að vera lærður
Með þvi er almont skilið Það,
að hafa gengið mentaveginn til
burtfarar eða útskriftarprófs við
einhverja viðurkenda há- eða
lærða skólastofnun. Útskriftar-
prófið er nauðsynlegt til þess að
maðurinn geti heitið lærður. Sá
sem ekki nær útskriftarprófinu,
nær heldur ekki því að vera
nefndur lærður, þótt hann sé
ef til vill miklu bókfróðari maður
en margur sem slampast gegnum
burtfararpróf og nær með því titl
inum ,,lærður“. Svona er f>etta
að minsta kosti skilið á Islandi,
alveg eins og það er almcnt skilið
þar, að maðurinn sé ekki sigldur
nema hann hafi ferðast til Kaup-
mannahafnar. Hafi hann siglt
þangað, þótt sú ferð hafi gerð ver-
ið til þrældóms á letigarðinum eða
í h!nu svonefnda .,slavaríi“. En
þó maðurinn hafi siglt til allra
annara heimsins landa og numið
. fræði fom og ný eg fengið ein-
kunn beztu“, þá er sá maður ekki
á íslandi talinn sigldur, ef ekki
hefir Kaupmannahöfn legið á leið
hans. Svona er nú, eða var fyrir
skemstu, hugsunarháttur allmargra
manna og kvenna , og er hann við-
lfka viturlegur og sanngjarn f
hvortveggja atriði „lærdóminum
og siglingunni“ og f fullu sam-
ræmi við hugsunarhátt landa vorra
bæði eystra og vestra í mörgum
öðrum greinum, Eitt átakanleg-
asta öfugstreymi f hugsjónalffi
fólks á Islandi, sérstaklega í kaup-
stöðum, eróbeitin á að erviða al-
menna vinnu. Þeir eru ekki svo
fáir, sem finst það algerlega frá-
gangssök að láta samborgara sína
sjá sig gera nokkurt ærlegt hand-
tak, finst vinnan vera svo óffn í
eðli sínu, að það sé vanvirða að
erviða fyrir lffi sfnu svo'*að aðrir
sjái það, það er þessijhugsun. sem
liggur til grundvallar fy rir fram-
faraskortinum á íslandi.Jfþvf að
þar gildir sama reglari'fsem |hver
vetna annarsstaðar í vfðri Jveröld,
að f>ess meira sem unnið er, þess
meiri verður framför f landi og
þess meiri vellíðan* þjóðarinnar 1
heild sinni. Samsafn'vfnnu þýðir
alstaðar og æfinlega samsafn auð-
æfa, en samsafn auðæfa er ekki að
eins undir f>ví komið að mikið sð
unnið.heldur einnig Þvf, að spar-
lega sé farið með vinnuarðinn, og
honum haganlegajvarið.
En vinnuarðurinn byggist á
vinnunni og vinnan byggist á
f>vf, að menn þykist ekki of fínir.
eða of góðir til að vinna. Þjóðin
íslenzka þarf að læra að sjá og
skynja að f>að er lærdómur f fleiru
en bóknámi; hún f>arf nauðsynlega
að láta sér skiljast að það. að „vera
lærður“ gildir eins við líkamlega
sem andlega vinnu. Enda getur
ensíin líkamleg vinna átt'sér stað,
nema hún stjórnist af andans öfl-
um mannsins. Einn maður getur
verið lærður í latfnu, annar f
ensku, f>riðji í tölvísi, fjórði í jám-
smíði, fimti f timbursmíði, sjötti í
tígulsteinsgerð, sjöundi f stein-
hleðslu o. s. frv. Allir eru þessir
menn lærðir hver f sinni grein og
sá hlítur að vera talinn lærðastur,
sem beitir lærdómi sfnum sjálfum
sér og landi sínu til mestra hags-
muna og nota. Ef timbursmiður-
inn með lærdómi sínum getur unn-
ið sér og f>jóð sinni meira gagn
með vinnu sinni heldur en lög-
fræðingurinn eða guðfræðingurinn
þá er það af því, að hann er lærðari
maður, eða af f>ví, að hann beitir
lærdómi sfnum og þekkingu til
betri almennra nota og verðskuld-
ar þá meiri laun en hinn, sem
minna afkastar eða lætur eftir sig
liggja. Sama er að segja um bú
fræðinginn, að sá er beztur búfræð
ingur, sem bezta uppskeru og
mesta tekur árlega úr landi sínu;
f>ar eins og annarstaðar eru f>að
merkin sem sýna verkin. Enginn
hefir not af þeirri þekkingu, sem
hvergi gerir vart við sig eðaverður
nokkrum að lið'i.
Hér vestra ber ekki eins mik-
ið á þessu en þó er ekki ugglaust
að f>etta eigi sér einnig stað hjá
stöku manni. Aftur eru stúlkur
hér betri en á Islandi með það að
vera fáanlegar til að gera almenn
hússtörf. I kaupstöðum á Islandi
er það oft svo að vinnukonan
gerir f>að að skilyrði vfð vistar
ráðningu að hún skuli ekki send
eptir vatni f pumpuna eða að sækja
brauð í bakarfið, þeim f>ykir f>etta
svo óffnt stúlkunum — sumum, að
láta sjá sig með vatnsfötu í hend
inni, úti á stræti, eða með brauð
eða aðrabögla. Þessi sjúkdómur
læknast þegar f>ær koma hér ti
lands. Þvf að hér sjá f>ær hús-
bændur sfna gera f>essi verk og
f>ykja engin minkun að vera, enda
halda allir virðingu hjá meðbræðr-
um sfnum eftir sem áður. En
hugsunin um þýðingu þess “a ð
vera lœrður” er samt ekki
alveg laus við það að vera áþekk
hjá löndum vorum hér vestra f>vf
sem hún er hjá þeim eystra, og á
því mun f>að bygt, að j>ó allmargt
af fólki voru hér vestra sé farið að
fá áhuga fyrir því, að láta börn
sfn ganga skólaveginn, þá bólar
enn þá ekkert á þeirri hugsun, að
iáta pilta vora læra verkfræði, sem
f>ó er eitt hið nauðsynlegasta skil-
yrði fyrir sjálfstæði og framtíðar-
velmegun íslendinga í landi þessu.
Á þetta mál hefir áður verið minst
f þessu blaði, en f>að hefir ekki
borið neinn sjáanlegan árangur enn
sem komið er, og er það illa farið,
f>vf sá tími kemur áreiðanlega, að
fólk vort viðurkennir f>ennan sann-
leika, sem í sjálfu sér er svo auð-
sær, að enginn, sem um málið
hugsar, þarf að efast um hann.
Verkfræðin veitir verkamanninum
dag, eftir því hve maðurinn er
hæfur og staða hans er ábyrgðar-
mikil. Slfkir menn eru jafnan
verkstjórar og þessvegna verkveit-
endur. Þeir — ef íslenzkir — gætu
veitt mörgum landa sfnum atvinnu,
sem nú verður ýmist að sækja
hana til hérlendra manna eða vera
án vinnu. Þessvegna segir Heims-
kringla, að fullkomin þekking
verkfræðinnar sé lykill að atvinnu-
legu og efnalegu sjálfstæði f>jóð-
flokksins, en þetta atvinnu og efna-
lega sjálfstæði fæst ekki fyr en
íslendingar eiga menn úr sínum
hóp f öllum greinum verkfræðinn-
ar, og þá svo hæfa, að þeir séu
fullkomlega ígildi hérlendra manna
f hverri grein. íslendingar f>urfa
að eiga sérfræðinga í öllum grein-
um, og sem flesta f hverri, en til
þess að það geti orðið, verður ein-
hver þeirra að byrja á námi við
einhverja grein verkfræðinnar.
samkyns afstöðu gagnvart öðrum
verkamönnum, eins og einn pró-
fessor við háskóla liefir gagnvart
nemendum sínum. Prófessorinn
fær sfna vellaunuða lffsstöðu vegna
þeirrar þekkingar, sem hann hefir
náð umfram samtíðarmenn sína í
vissum fræðigreinum. Alt pins er
með verkfræðinginn. Hann öðlast'
fullkomna fekkingu í einhverri
verk-fræðigrein, hvert sem f>að er
nú vélasmfði, vélastjóm, landmæl-
ing eða byggingafrœði, eða annað
f>essháttar, og hann getur ætfð
reitt sig á að hafa nægilega og vel-
launaðu atvinnu við hverja af
þessum iðngreinum sem vera vill
þegar hann er orðinn fullnuma.
Það er eftirsókn eftir slíkum mönn-
um, og þeir geta valið um stöður.
Launin eru frá 5 til 20 dollars á
Ein af þeim fræðigreinum, sem
margir hljóta að hafa góða atvinnu
við á komandi árum, er rafmagns-
fræðin, sem nú er svo mjög að
ryðja sér til rúms. Einhver hæfur
Islendingur ætti að gefa sig sem
fyrst við slfku námi. Ef vér at
hugum efnatjón það sem Islend-
ingar í Winnipeg bæ einum lfða
ári hverju við vinnutap, þá mun
sjást, að það er ekki all-lítil upp-
hæð. Gerum að hér séu 400 verk-
færir íslendingar, sem hver sé
iðjulaus 2 mánuði á hverju ári að
jafnaði, og gerum enn fremur að
kaupgjaldstapið við það iðjuleysi
sé $1.50 á dag. Það bakar þjóð-
flokki vorum 36 þúsund dollars
tap á hverju ári, eða 360 þúsund
dollars á hverjum tfu árum. Ef vér
svo teljum vexti af þessari upphæð
eða með öðrum orðum, ef vér tök-
um til greina það vaxtatap, sem
vér verðum fyrir við það að tapa
þessari upphæð í iðjuleysi, þá muni,
upphæðin, sem landar vorir tapa á
hverju 10 ára tfmabili, nema hálfri
millfón dollars, og þetta tap er
bein afleiðing af kunnáttu og þekk
ingarleysi, afleiðing af f>vf að vera
ekki lærður verkfræðislega. Að
vfsu má nú segja, að ekki muni
400 Islendingar f Winnipeg vera
vinnulausir að jafnaði 2 mánuði af
hverju ári, og má vera að það sé
rétt, en kaupgjaldstap þeirra er
fka mikið meira en $1.50 á dag að
jafnaði, að ótöldu því, sem þeir svo
eyða í óþarfa og á annan hátt, sem
beina afleiðing af f>ví að vera ekki
við vinnu. “Iðnin vinnur það,”
segja landar vorir, og það er satt,
en gallinn er, að þó að þessi máls
háttur sé á hvers manns vörum, þá
eru þeir svo tiltölulega fáiraf öllum
fjöldanum, sem gera hann að lffs-
stefnu sinni. Landar vorir hér í
landi f>urfa að láta sér skiljast, að
svo lengi sem þeir eru atvinnulega
ómyndugir og f>urfa að sækja hvert,
dagsverk til annara, svo lengi eiga
þeir sér enga efnalega viðreisnar-
von, sem þjóðflokkur. Þessvegna
er það þeirra stæðsta lífsspursmál,
að koma svo ár sinni fyrir borð, að
þeir geti sem flestir og sem fyrst
orðið vinnuveitendur fremur enn
vinnuþiggjendur; en það getur að
eins orðið með þvf móti, að þeir
gefi sig miklu meira við verkfræði-
legri þekkingu hér eftir en þeir
hafa gert að þessum tfma. Þeir
f>urfa að verða lærðir — verk-
fræðislega lærðir.
Norðvestur-héruðin.
Þau hafa f nokkur undanfar-
in ár búið yfir óánægju ómyndug-
leikans. Þau langar til að fá fylkja
réttindi eins og Manitoba og Brit-
ish Columbia, en sökum mannfæð-
ar hafa f>au ekki enn f>á fengið því
framgengt. Eins og öllum er kunn-
agt, þá eru Norðvestur-héruðin,
Assiniboia, Arthabaska og Alberta,
afar víðáttumikið landflæmi, sem
að þessum tíma hefir verið mjög
strjálbygt og er það ennþá. Héruð
þessi hafa stjórn að vfsu, en þó ekki
fylkjaréttindi, og þvf engar ákveðn-
ar inntektir frá rfkisstjórninni,
heldur verða þau að fara þangað
bónarveg eftir hverju einu tillagi,
sem þeim er veitt.
Innflutningur hefir í sl. 4—5
ár verið svo mikill inn f héruð þessi
að undrum hefir sætt, og héraðs-
stjórnin hefir orðið að verja miklu
fé til mentastofnana og vegabóta
og brúa á ám og lækjuin. Svo hafa
útgjöld þessi verið mikil, að héraða
stjórnin hefir ekki getað risið und-
ir þeim. Mr. Haultin, stjórnarfor-
maðurinn, fór f fyrra til Ottawa og
lagði þá ástand héraðanna mjög
greinilega fyrir stjórnina þar. Þetta
hafði þann árangur, að hann fékk
250 þúsund dollars úr ríkissjóði til
bráðustu vegabóta og mentaþarfa,
en svo nægði ekki þessi upphæð og
stjórn hans gat ekki haldið áfram
að uppfylla allar óskif og þarfir
fólksins. Innflytjendur f þúsunda
og tugá þúsunda tali flytja árlega
inn í landið og taka sér búlönd.
Þetta fólk krefst þess að sjálfsögðu,
að sér sé veittur styrkur til skóla-
bygginga og skólahalds og vega
bóta, svo það komist til markaða,
þvf að á frumbýlingsárunum nægir
ekki vinna sjálfra þeirra frá heima-
störfum til að bæta úr vegleysun
um f sumum þessum plássum, og
þá er eðlilegt að þeir leiti ásjár hjá
því opinbera. Mr. Haultain hefir
nú á ný farið til Ottawa til að biðja
um meira fé. Hann heimtar nú
900 þúsund dollars — sem næst 1
miljón — á ári fyrst um sinn, en
jafnframt því fer hann fram á, að
héruðunum sö veitt fylkjaréttindi,
og þeirri kröfu kveðst hann munu
halda fram, þar til hún hafi tilætl-
uð áhrif. Eins og nú standa sakir,
getur stjórn hans ekkert unnið að
því að fá lagðar járnbrautir um
þetta landsvæði, þar sem héruðin
eru ómyndug, og geta hvorki sam-
ið nm byggingu brauta né styrkt
þess kyns framkvæmdir að nokkru
leyti, hversu fegin sem þau vildu
og hversu brýn sem nauðsynin er á
umbótunum. Ottawa stjórnin tek-
ur allar inntektir af opinberum
löndum innan héraðanna, svo sem
fyrir hey, skóg, náma o. þ. h., og
skamtar svo héraðastjórnum úr
hnefa rétt það sem henni s/nist.
gegn fylkisréttindum héraðanna við
það, að Liberalar í sjálfu héraða-
þinginu séu mótfallnir myndugleik
héraðanna og álíti þau betur sett,
eins og nú er. Því er og haldið
fram, að Mr. Haultain, formaður
ur héraðastjórnarinnar, sé að halda
þessum myndugleika kröfum fram
í þeim eina tilgangi, að hjálpa Bor-
den flokknum til kosningasigurs.
Þetta er illa farið. Það er algerlega
rangt að láta flokksfylgi standa í
vegi fyrir því, að héruðunum séu
veitt þau réttindi og þeir möguleik-
ar til framfara og sjálfstæðis, sem
þau eiga fulla heimtingu á, að sér
sé veitt tafarlaust.
Peninga-ávísanir til
/
Islands
Dominion Express félagið hefir
nýlega lokið samningum, sem
gera því hægt að senda peninga-
ávísanir frá Canada til íslands.
Þessar ávfsanir verða borgaðar
út af Landsbankanum á Islandi á
þremur stöðum : í Reykjavík, á
Akureyri og á ísafirði. Tilgangur
félagsins er að láta einnig borga út
ávísanir sfnar á Seyðisfirði, eins
fljótt og hægt er að komast að
samningum um það. Þeir, sem
vilja senda peninga héðan að vest
an til ættingja eða vina á Islandi
geta keypt express-ávísanir á hvaða
express-skrifstofu í Canada
vera vill með því að borga hör 27$
cents fyrir hverja krónu, sem út
borguð er á Islandi, 'og að auki
burðargjald, sem er:
fyrir $5 eða minna
“ $5—$10......
“ $10—$30.....
“ $30—$50.....
.... 03 cts
.... 06
.... 10
.... 15
Þetta gat nú gengið, meðan
fólk var fátt þar vestra, en nú þar
sem fólki er stöðugt að fjölga þar
og fer stöðugt fjölgandi, þá gétur
þess tæplega orðið langt að bfða,
að ríkisstjórnin veiti þessum héruð-
um þann rétt, sem þau virðast eiga
fulla heimtingu á að fá. Það getur
ekki hjá þvf farið, að með fullkom-
num fylkja réttingum mundi fram-
för öll í Norðvestur-héruðunum
taka fjörkipp mikinn. Netverk
brauta yrði lagt út í hinar ýmsu
sveitir, skólum fjölgað, vegir bætt-
ir og samgö'ngur allar gerðar greið-
ari en þær eru nú; við þetta batn-
aði hagur og búsánægja íbúanna.
Lönd þeirra ykjust í verði og inn-
flutningurinn færi svo óðfluga vax-
andi, að íbúunum yrði létt fyrir að
béra þá byrði, sem fylkisréttinda-
skyldan legði þeim á herðar. Þetta
er eitt af ágreiningsmftlum flokk-
anna í Ottawa þinginu. Conserva-
tfvar hafa sett á stefnuskrá sfna:
Fylkjaréttindi fyrir Norðvestur-
héruðin og þjóðeign Grand Trunk
Pacific-járnbrautarinnar.“ Liber-
alar vilja hvorugt — þeir ráða í
Ottawa og þeir styðja mótþróa sinn
eða 30 cents fyrir hverja $100 heim
senda.
Það er-óþarft, að taka það franv
að þetta fyrirkomulag er mjög
þægilegt fyrir íslendinga hér vest
an hafs, sem senda heim stórar
peninga-upphæðir á ári hverju, og
það má búast við að landar vorir
noti sér þau hlunnindi, sem þessu
fyrirkomulagi express - félagsins
eru samfara. Express-félágið er
viðurkent með áreiðanlegustu fé-
lögum f Ameríku, svo engin þarf
að óttast um fé sitt, sem leggur það
í umsjá þess. Express-félagið hefir
enn fremur samið svo um, að þeir
Islendingar, sem vildu senda pen-
inga til íslands, geti keypt ávísanir
sfnar á skrifstofu Heimskringlu,
ef þeir kjósa það fremur en að eiga
beint við skrifstofu félagsins, sem
er á Main St. hér í bænum.
Mér skilst þú slengja of mjög
saman sakamönnum, stórþjófum
(og ef til vill fleiru góðgæti) við
bláfátæka iðjumenn, sem eigi gátu
komist skuldlaust af með sig og
sfna,— sáu skuldasúpuna vaxa að
sem satna skapi og þarfirnar, og neyttu
þessara ferðamöguleika til þess
eins og að koma í veg fyrir að
skuldirnar yrðu enn þyngri; sem
sáu enga mögulegleika til að varpa
af sér þeirri byrði, en sáu jafn-
framt, að því meira, sem ykist við
hana, því meiri yrði “sektin,” þeg-
ar þeir skiluðu henni af sér dauðir,
ef ekki lifandi. Úr þvf svona
illa er komið, virðistmér það benda
á siðferðisþrek, að menn þessir
neyta sfðasta tækifærisins til þ«ss
að reyna að verða sjálfbjarga, eða
byrja n/jar skuldir f öðrum heimi!
Mörgum þessara manna hefir, eins
og þú lætur getið, gengið hér vel,
grætt á tá og fingri sumir liverjir,
og þó aldrei borgað skilding upp í
skuldirnar, sem þeir flúðu frá;
jafnvel sumir aldrei “glatt” þá
neinu, sem léðu þeim farareyri
vestur um haf f góðu skyni og
stundum ftn þess að hafa fé það
sjálfir í afgangi. Karakterinn virð-
ist því að hafa setið við sama, þótt
fjftrhagurinn hafi batnað, 0g mað-
urinn hafi “notið virðingar og til-
trúar landa sinna hér,” eins og þú
segir.
Nóg af svo góðu!
Eftir Jón Einarsson.
Herra ritstjóri Heimskringlu!
Þú hefir marga býsna góða
greinina ritað í blað þitt f seinni
tíð um /ms siðferðislýti þjóðar vorr
ar hér en einkum heima í átthög-
unum fomu, og áttu þökk fyrir vik-
ið. En svo hefir þér, held ég, vilj-
að til að taka lausatökum á alvör-
unni, sem liggur á bak við málefni
það, er þú reitst um f 27. nr. Hkr.
(14. f. m.), Úr því að lireift var
við þvf máli ft annað borð — sem
sjálfsagt hefir eigi verið óþarft, þó
margir hafi veigrað sér við því, —
þá þurfti að skoða það frá hliðun-
um, sem hafa áhrif á umheiminn,
jafnframt og litið er á þann kant-
inn, sem snýr að hagsmunum ein
stakra sakamanna. Eg hefi eigi
séð ritgjörð þá, er þú getui um að
„Vfnland" flytji um fslenzka strok-
menn, og tek því vitanlega eigi til-
lit til þess, er þar kann að vera stuðningsmeðul í sumum atvikum
haldið fram, en ætla að leyfa mér
að fara nokkrum orðum um málið,
eftir minni eigin hugsun,
r
Eg álít þetta mál þýðingar-
mikið, og það er farið að verða
nœsta alvarlegt; þessar strokufarir
eru að ágerast.
Reynslan virðist að hafa frézt
heim til Fróns sú, að hér væri næg
mjólk og hunang fyrir þá, sem ekki
var vært í framtíðinni heima þar,
vegna klækja, leti eða annarar lítil-
mensku, og líklegast verður reynt
að verða frekar við bón þinni í
enda ritgjörðarinnar, þeirri bón, að
„senda piltana vestur“ þegar þeir
eru ósiðhæfir fyrir sambúð við
bræður og systur austan hafsins.
Eg hafði eigi ætlað mér að ræða
hér um neinn sérstakann stroku-
mann; enginn þeirra hefir gjört
neitt á hluta minn beinlínis, og þó
svo hcfði verið, var óvíst að það
hefði komið þessu máli við, þvf
móðganir virðast engu sfður geta
fæðst út af frjálsfluttum aðkomend-
en hinum, þegar svo ber undir. Ég
tek þess vegna ekki tillit til þess,
sem þú segir um þessa tvo n/kom-
endur frekar, en þótt vottorðið ætti
við fleiri af þeim klassa, Skoðan-
irnar hér eru svo skiftar um dóm
þinn á því atriði, að ég sleppi að
leggja þar orð í.
Eg held að betra væri að bfða
rólegur eftir næstu strokugestum,
þeir koma ef til vill „þótt vér biðj-
um ekki“ því fáir munu treysta
því, að piltar þeir komi betur né
prúðmannlegar fram en landar þeir,
sem voru siðgætnir heinia og fluttu
hingar af öðrum hvötum.
Orsakir þessara algengu skulda
eru vitanlega /msar; ærlegir menn
komast f skuldir t. d. fyrir yms
ófyrirsjáanleg óhöpp f fjármálum,
fyrir veikindi sín eða annara, fyrir
atvinnubrest eða fjárdrátt annara,
osfrv.
Óærlegir menn komast f “skulda-
basl” fyrir fjárlán, sem þeir hafa ef
til vill tekið til þess að lifa af, svo
þeir þyrftu sjálfir ekki að vinna
sér inn gjaldið; þeir lenda og í
þesskonar kröguum fyrir svalj,
ýmsa eyðslusemi, óhirtni, leti,
kæruleysi, peningaspil, sektir, ofl.,
ofl. Slfkum piltum fellur ekki
strokan þungt; þeir eru upp 6, sitt
hið bezta jafnskjótt og þeir stfga
fæti á fyrirheitna landið hér, eru
uppstökkir við ærlega menn, og
gjörast hinir bröttustu í hvfvetna.
Jm meira af þessum piltum biður
þú, en aðVir halda að komið sé nóg
af svo gópu.
Þú munt þekkja dæmi þess, að
fjöldi þessara pilta hafa litlum
sinnaskiftum tekið við hingaðkom-
una. Það er eigi þeirra dygð að
>akka, þótt þeim sé ekki sumir þeir
vegir færir hér, sem þeir runnu
hraðast á íslandi. Lögin, og eftir-
litið hér, útlendings-ástandið, ó-
kunnugleikinn og málleysið eru
Hvort hagur muni fyrir þjóðina
lér að fá verulega sakamenn til
rynbóta fyrir mannkynið hér
vestra, mun eigi deilt skoðun-