Heimskringla


Heimskringla - 12.05.1904, Qupperneq 4

Heimskringla - 12.05.1904, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 12. MAÍ 1904. West End - = Bicycie Shop, 477 Portage Ave. Pár erii seld þau stetkttstú 6g fallegustu hjól, sem til eru I Catiada, meö 10 pcr cent af- slœtti, móti pehingum út 1 hönd. Einnig móti niöurborgunum og mánaöarjafborgunum. Göm- ul hjól keypt og seldjfrá $10 og upp. Allar aö- geröir leystar af hendi fljótt og vel. Llka fœst þar alt sem fólk þarfnast til viöhalds og að geröar á hjólum slnum. Jon Thorsteinsson. Winnipe^. Frést hefir að nú sé unnið a:' kappi að rafmagns sporbrautinni milli WÍDnipeg og Selkirk, og er búist við, að hún verði fullger tím anlega á þessu sumri. Bæjarstjómin hefir síðan á xiýj- ári veitt byggingaleyfi fyrir 766 húsum hér í bænum, sem samtals eiga að kosta $2,500,000. ísl. lút. kirkjan á horninu á Bannatyne Ave. og Nena St. er nú svo langt til fullger, að söfnuður- inn vonar að geta haldið guðs- Þjónustur sfnar þar f næsta mán- uði. Kirkjuþingið næstíi verður og haldið þar. Sunnudaginn kemur, þ. 15. þ.m., verður messað í Úiiitara-kirkjunni kl. 3e.h. Við guðsþjónustuna fer fram ferming nokkurra ungmenna, samkvæmt hinni únitarisku kenn- ingu.1? Allir eru boðnir og vei- komnir. Sunnudagaskólinn verð- urhaldinn kl. 11 fyrir hádegi. Herra W. F. McCreary, rikis þingmaður fyrir Selkirk kjördæmi varð bráðkvaddur f rúmi sínu Ottawa f síðustu viku. Lík Tians var flutt tilWinnipeg og greftrað laugardaginn var. í tilefni af fyrirspum skal þess hér getið, að hr. H. S. Bardal, E1 gin Ave. og Nena St., Wpeg., hefir útsölu á fsl. blöðunum; þar með talin “Reykjavík” og “Þjóðólfur.” Rauðá hefir um síðastl. nokkra daga verið svo vatnsmikil að hún hefir flætt yfir bakka sfna austan megin og flætt láglendið f St.Boui face. íshúsið á bakkanum austan vert við Broadway-brúna hefir skemst af völdum flóðsins og 3000 tons af fs eyðilagst Sveitarstjórnin í Gimli - sveit kom til bæjarins í vikunni sem leið til að ræða jámbrautarmál við fylkisstjórnina. En með því, að stjómendur C. P. R. félagsins, sem hafa leyfi til að byggja um Nýja ísland, voru austur í Montreal, J>á gat ekki orðið útrætt um f>að mál í þetta sinn. Júní-heftið af kvennablaðinu The Delineatok er n/útkomið. Það sýnir nýjasta fatasnið og hætti f New York, London og París, og hefir auk þess margar skemtilegar smásögur og ritgerðir um húshald, matargerð og fleira, sem allar kon- ur ættu að vita. Hvert hefti af tímariti þessu kostar 15c. Landi vor Andrés Freeman varð fyrir því slysi á mánudaginh var, að detta ofan f kjallara, sem verið var að byggja undir húsi hans á William St. Við fallið hrundu nokkrir steinar ofan á hann og meiddu hann svo mikið, að hann er sagður að hafa lær- og hand- leggsbrotnað. Hann var þegar fluttur á hospítalið og f>ar hlynt að honum sem bezt mátti verða; en sagt er að hann muni verða þar nokkrar vikur áður en hann fær bata. ___________________ Stovel’s Guide fyrir maí er ný- útkomin, 160 bls., með alskonar upplýsingum um lestagöngur á jámbrautum og póstvegum, um banka- og peninga-mál, landtöku- og náma-lög, um burðárgjald á póstsendingum og önnur póstmál; einnig má þar finna nöfn og afstöðu allra pósthúsa f Manitoba og Norð- vesturlandinu, og ýmsar aðrar fróð- legar og nauðsynlegar upplýsingar, sem allir ættu að hafa handbærar. Með bæklingi þessum eru upp- drættir af Manitoba og Norðvest- urlandinu og af Winnipeg. Hvert hefti kostar 10 cts. og fæst hjá öll- um bóksölum. C.P.R. félagið hefir gert samn- inga við þá félaga Deekes & Deekes að byggja undirgöngin á Main st. Sagt er að kostnaðurinn við það verk muni verða um $100 þúsund, og að byrjað verði tafarlaust á þvf. Einníg verða samningar um bygg- ingu á vagnstöðvahúsi félagsins gerðir opinberir innan fárra daga, og þá einnig byrjað strax á því verki. ísl. Conservative klúbburinn hélt síðasta Pedro-spil sitt sfðast- liðið mánudagskveld. Vinnendur: Gullhnappinn, M. Peterson; silfur- hnappinn, Paul Olson, og látúns- hnappinn, Sigf. Oddson. TJtbýting verðlaunanna fyrir vetrar-spila menskuna fer fram í kveld, p. 12 Allir félagsmenn og vinir þeirra boðnir og velkomnir. Góð skemt- un og veitingar. De LiiViil Separators. TEGUNDSÚSEM MJÖLKUR- BÚAMENN NOTA. * Sumt fólk hefir þá skoðun, að De La- val skilvindurnar séu dýrari en aðrar rjóm- asKÍlvindur vegna þess, hve langt J>ær taka öllum-öðrum vindum fram að gæðum. Þetta er skökk skoðun. Verðið á De Laval vindum er ekki hærra, en aðgerðar- kostnaður margfalt minni en á lakari teg- undum. Skrifið eftir upplýsingabæklingum til: THE DE LAYAL SEPARATOR Co. 248 McDermot Ave. — ! Winnipeg, Man. ^MÖNTMaL TORONTO NEW VORK CHICAGO PHILADELPHIA SAN FRANCISCO ' ið, og niðurstáðan varð, að hann sannfærðist um, að félagið hefði lagalegan rétt til að halda eftir því sem það gerði, eða allri upphæð- inni, ef það hefði viljað J>að. Erf- ingjarnir tóku það, sem að J>eim var rétt, og svo er sagan öll, Endum/jun fylkisskránna fyrir Gimli kjördæmi fer fram svo sem hér segir: Scotch Bay í húsi Thos. Malcolm 25. Maf. Minnewakan, í húsi Sig. Hom fjörð, 26. Maf. Mary Hill, f húsi Guðm. Guð mundssonar, 27. Maí. St. Laurent, í húsi L.Atkinson’s 28. Maf. Seamo, í húsi H.Seaman, 30. Maf. Markland, f húsi Peter Eirfks sonar, 31. Maf. Galicfubygðinni, f húsi George Babitski, 2. Juní. Gimli, 1 húsi Ben. Jónassonar, 3. Júnf. Árnes, í húsi Alb. Jónssonar, 4. Júnf. Geysir, í húsi, Sig. G. Nordal, 6. Júnf. Icelandic River, í húsi, Thorgr. Jónssonar, 7. Júnf. Hecla, f húsi Bjama Stefánsson- ar, 8. Júnf. Setutími skrásetjarans verður eftir miðjan dag og að kveldinu á eftirfylgjandi stöðum: Markland Galicfubygðinni og Geysir. Á öllum hinum stöðunum er vonað, að hægt verði að sitja bæði fyrir og eftir miðdag. Allir þeir, sem óska að koma nöfnum sfnum á lista, en era þar ekki nú þegar, era ámintir um að sækja persónulega þá setustaði, sem þeim er hentugast að komast til, og sjá um, að nöfn þeirra verði sett á listana. Mutual ReserveFund lífsábyrgð- arfélagið, sem Heimskringla lét sér ant um að augl/sa fyrir nokkr- um árum, hefir nýlega borgað dán- arkröfu Helga sál. Illhugasonar, sem andaðist hér f bæ þann 26. september, f. á. Lífsábyrgðar upp- hæð hans í félaginu var $3,250.00. Þessari ábyrgð hefir verið haldið uppi um 12 ára tfma, og allar kröf- ur félagsins að meðtöldum öllum aukakröfum höfðu verið borgaðar f gjalddaga, svo að um ekkert var að ræða, J>egar Helgi sál. dó, nema að erfingja/nir veittufénumóttöku. ! )ánarkrafan var, strax eftir lát Jelga, send austur til félagsins. Það svaraði strax um hæl að það hefði meðtekið kröfuna og viður- lendi hana að vera rétta. Nokkru sfðar kom annað bréf frá félaginn rnr sem það skýrir erfingjunum frá )vf, að peir fái $2,400 af upphæð- inni, en $850 verði halðið eftir til )ess að félagið geti með J>vf borgað sjálfu sér J>að tap, sem það hafi orðið fyrir við að halda lífsábyrgð- inni í gildi. Erfingjunum þótti ietta svo k/nlegt, að þeir fengu ’ögfræðing til þess að athuga mál- Nöfn þeirra, sem embætti hafa f kvennastúkunni “Fjallkonan,” No. 149, I.O.F.: Court Deputy, Mrs. A. E. Eldon; Court Physician, Dr. O. Björnsson; Chief Ranger, Mrs. Oddn/Helgason; Vice-Chief Ran- ger, Mrs. M. J. Benedictson; Re- cording Secretary, Mrs.A.E.Eldon; Financialj Secretary, Mrs. Anna Gfslason; Treasurer, Mrs. Signý Olson; Chaplain, Mrs. Jóna Guð mundsson; Senior Woodward, Mrs Guðlaug Freeman; Junior Wood ward, Mrs. Guðrún Jóhannsson Senior Beadle, Mrs. Kristín Thor steinsson, and Junior Beadle, Mrs Sigríður Mýrdal. Meðlimir stúk unnar eru beðnir að muna eftir því, að þetta ár er aðeins einn læknir fyrir stúkuna. A. E. Eldon, R.S. Herra Gunnlaugur Sölvason West Selkirk hefir tekið að sér umboðsstöðu þar f bæ fyrir Heims- kringlu, bæði að innheimta and- virði blaðsins og útvega þvf n/ja kaupendur. Vér biðjum viðskifta menn blaðsins að taka honum vel og greiða erindi hans svo sem bezt eru föng til. Einnig biður hann þess getið að hann hafi tekið að sér innheimtu fyrir DeLaval félagið ásamt sölu á skilvindum þess. De Laval skilvindurnar eru hin- ar beztu og verðið tiltölulega lágt. Gunnlaugur væntir þvf þess, að sér verði vel ágengt f erindnm J>ess ekki síður en f erindum Heims iringlu. Níðings-glæpur (Eftir “Reykjavík” 30. aprll,1903) Mannhundur kvelur lff úr bami með hor og pyndingum. — Sóknar- presturinn hilmar meðferðina með íonum. — Afskiftaleysi oddvita, prófasts og s/slumanns. Oddur Stígsson heitir bóndi á Skaftárdal, efsta bæ á Sfðu (V,- Skaftafellssýslu) og flutti þangað úr Mýrdal í fyrra vor. Hann bauð undirboð f niðursetnings-dreng, 10 ára gamlan, sem verið hafði áður f lörgsdal með 50 króna meðlagi. Oddur tók hann fyrir 20 kr. Með jólaföstubyrjun fór faðir sveinsins Páll Hansson — sagður launson- ur Áma sýslum. Gíslasonar) að vitja hans. Þótti honum þá sveinn- inn líta svo út og vera svo illa með lann farið, að hann bar sig upp um það við oddvita. Oddv. vildi >ví engu sinna, en bað J>ó sóknar- prest (séra Svein Eirfksson f Ás- um) að skoða bamið. En prestur sendi aftur embættisvottorð um, að verustaðurinn væri hinn ákjós- anlegasti, drengurinn væri “ágæt- ega” útlftandi, og svo ánægður >ar, að hann vildi með engu móti laðan fara (!!). Faðirinn tjáði s/slumanni vandkvæði sfn, en liann ét sig litlu skifta. Enn kærði fað- irinn skriflega fyrir prófasti vott- orð prests og kvað presti hafa veríð “mútað með brennivíni” af Oddi Stígssyni. Ekki kvað prófastur þó hafa skorist í málið heldur; að eins haft bréfið til að sýna J>að gestum 0g gangandi, Hafa þeir allir, oddviti, sýslumaður og próf- astur, auðsjáanlega trúað vottorði séra Sveins. Það er dagsett 12. desbr. Þá á barnið að vera vel í holdum og ágætlega útlftandi! En þrem mánuðum og 14 dögum síðar (26. f. mánaðar) deyr bamið. Þá sendir s/slumaður J>egar menn eft- ir lfkinu; 2 læknar skoða J>að; rifin má J>á telja á 23 feta færi álengdar; svo var það horað. Svört kolbrandssár á fótum inn í beín Eyrun klóruð og rifin, enda hefir Oddur játað á sig að hann hafi dregið bamið á eyrum og hengt það á eyrum niður um uppgöngu svo fætur náðu eigi niður. Áverk ar eftir barsmíð á gagnauga og efri vör, bakið blámarið undan höggum alt frá miðju baki niður undir hnésbætur. — Sakamálsrann sókn er hafin gegn Oddi Stígssyni og vœntanlega prestinum líka, sem vottorðið gaf; og mun s/slum. án efa geta fengið vitneskju um, með þvf að yfirheyra tvíbýlisfólkið Skaftárdal o. fl., hvort barnið hafi verið “ágætlega” útlítandi um 12 desbr. Þessi grein úr “Reykjavík” er birt fyrir tilmæli eins landa hér í bænum Greininni hefir ekki verið mðtmælt á íslandi, og má þvf full- yrða, að hún sé sönn, eins og lfka enginn hefir efað, sem fylgst hefir með máli þessu. Ritstj. Séra Stefán Sigfússon hefir bygt sér hús og b/r nú að 606 McGee St Sigurbjörg Pálsdóttir á bréf á skrifstofu Hkr., úr Strandasýslu á Islandi. Bending. Telephone númer mitt er 2842. Búðirnar eru 591 Ross Ave, og 544 Young St. G. P. Thordaeson ^nwnnttmnmm mnnnmmntnt^ HEFIRÐU REYNT? DREWRY’S REDW00D LAGERI EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Canada, og Edward L. Drewry - - Winnipeg, Hlaitatactarer & Importer, PALL M CLEMENS BY GGIN GAMEISTAKI. 468 Jlain St. Winnipeg BAKER BLOCK. PHONE 2 6 85. V a n t a r ”Second Grade“ kennara frá þessum tíma til Júnf mánaðarloka. Umsækendur tilgreini kaupgjald, og æfingu er þeir hafa í kenslu- störfum sfnum. Gimli 14. April 1604. B. B. Olson, Sec. Treas. ALMANAK fyrirárið 1904, —eftir— S. B. BENEDICTSSON, er til sölu hjá höf., 530 Maryland St, Winnipeg, og hjá útsölu- mönnum.—Verð 25 cent. ‘HIÐ ELSKULEGASTA BRAUÐ’ “Ég fékk J>á elskulegustu brauðköku með þvf að nota RÖYAL HOUSEHOLD MJÖL, það gat ekki hafa orðið betra,—svo hvítt, létt og gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi frá einum notanda Ogilvie’s “Royal Househo/d ' Mjol Yér höfum ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög vænt nm, að þér vilduð reyna J>etta mjöl og rita oss svo álit yðar um J>að. Sérhver notanði J>ess verður góður auglýsandi að ýmsn leyti, þó ekki sé nema með því að tala við náungann um áhrif þess. Matsali yðar selur J>að. Agæt íbúðarhús til sölu B.Gudmundsson HÚSASMIÐUR 503 McMiIlan Ave Hefir til sölu ágæt íbúðarhús af /msum gerðum og stærðum, með 5—6 herbergjum. Húsin em úr vönduðu efni og vel smíðuð, seljast ód/rt og með vægum afborgunar-skilmálum. Þeir, sem vildu kaupa hús, geta sparað sér $70 og þar ytír með J>vf að semja um kaupin við Bjama sjálfan að heimili hans, 503 McMillan Avenue, Fort Rouge, Winnipeg. palace^lothing ^tore | 458 main street, • Gagnvart Pösthtísinu. • • Aðal-fatakaupabúð íslendinga. Selur allan Maf- • mánuð karlmanna alfatnaði með 30 % afslætti. Al- • fatnaðir vanalegt verð $12y2, nú $9,00. ‘ • Hattar, húfur, hálsbönd, skyrtur og alt annað, sem ' 5 klæðir menn og drengi, alt með afslætti f Mal. G. C. Long Kirkjueign Unitara-safnaðarins verður seld við opinbert uppboð 4 vikur frá J>essum degi. Eignin er Lots 40 & 41, Blck 1, a part of lot 10 of the parish of St. John as shewn on a plan of subdivision in Wpg. L. T. office no, 182. Safnaðarnefndin. ‘Allin-Linan’ flytur framveeis íslendinga frá íslandi til Canada og Bandarikjanna upp á ó- dýrasta ok bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þeír, sem vilja senda frændum og vinum fargjöld til íslands. að snúa sér til hr.II. 8. Barilnl í Winnipeg, sem tekur á móti fargjöldum fyrlr nefnda línu, og sendir þau upp 4 tryggasta og bezta máta, kostnaðarlaust fyrir send anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, aliar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá, fær sendandi peningana til haka sér að kostnaðarlausu. Coronation Hotel. 523 MAIN ST. Carcoll & Spcnce, Eigendur. Æskja viðskipta Islendinga, gisting ódýr, 40 1 svefnherbergi,—ágtetar máltíBar. Dctta Hotel er gengt City Hail, hefir bestn ölfðng og Vindla —þeir sem kaupa rnm. þnrfa ckki nanðsynlega að kaupa máltfðar, sem eru seldar sérstakar. Páll Reykdal, Lundar P. 0., Man., selur giftingar- leyfisbréfhverjum sem hafa þarf. TIL SÖLU: 100 hús og 800 lóðir f Wpg. Húsin frá $800 til $7,000; lóðir frá $55 til $12,500. Lönd í Mani- toba og Norðvesturlandinu, ekran $8 og upp. Ef kaupendur snúa sér til undirskrifaðs, geta þeir feng- ið alt fetta ofantalda með læ gra verði en hjá öðram og komist að mörgum góðum kaupum hreinum samDÍngum. K. Ásg. Benediktsson,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.