Heimskringla - 16.06.1904, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.06.1904, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR. WINNIPEGr, MANITOBA 16. JÚNÍ 1904. Nr. 36 Hér með auglýsist, að fundur verður hald- inn í samkomusal Tjaldbiiðarinnar, föstudag- inn 17. þ m., kl. 8 e.in. til að kjósa nefnd manna að annast um hátíðahald íslendingadagsins, 2. ágúst næstkomandi. Þeir, sem unna nefndum degi, eru beðnir að sækja vel þennan fund. Winnipeg, 14. dag júnlm&naðar, 1904. K. ÁSG. BENEDIKTSSON (forseti). Áskorun ^/ER undirritaðir, samankomnir á fundi á Northwest Hall f tilefni af fundarboði frá Islendingadagsnefndinni frá fyrra ári, skorum hér með á Jslendinga, sem unna þjóðminn- ingardegi vorum 2 ágúst, að fjöhnerma á þann fund, sem nefndin nú að nýju boðar, og auglýstur er í fsl. blöðunum f Winnipeg. Ástæðan fyrir þcssari áskorun er sú, að oss finst menn sækja þessa fundi of dauflega. S. Anderson, O. J. Ooodman, Þ. Þ. Þorsteinsxon, Hjálmur Þorsteinsson, Þ. Kr. Kristjánsson, Jóhannes Sveinsson, O. Eymundsson, Jón Jónatansson, E. Ólafsson, Á. 'Áíwrgrímsson, S. Pálsson, Helgi Sigurðsson. L. Jcrundsson, J. Oottskálksson, J. Thorxteinsson, St. Baldvinsson, J .Jónatansson, B. M. Long, ólafur Bjarnason, E. Vigfússon, Hjdlmur Árnason, B. Lindal. Ouðv. Tomson, S, B. Benedictsson, P. S. Arnason, S. Anderson. A AxX_-1-N V/kj ‘ ‘g v f IV \ J. • Heiiitr.ninn «V C«. l'innoei.-Boll Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H' McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE JOHN A. McCaLL, president Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út 170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð *3SÍ6. miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphseð yfir 16 miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum út á Lífsábyrgðarskírteini þeirra nser því 13 miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á Síðastl. ári 5J mlión dsll., f vexti af ábyrgðum þeirra í þvi. sem er $1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lífsábyrgðir í gildi hafa aukist á síðastl. ári um 1»I millionir Dollnrn. Allar gildandi lifsábyrgðir við áramótin voru »1,745 milionir Allar eignir félagsins eru yfir ........35SÍJ million Dollnrs. C. Olnfson, A6ENT, w i nsr dsr i jp 3í] G-. J. <« Horgan. Manager, GRAIN EXCHANOE BDII.DING, 1 BAKER BLOCK. 47o MAIN STREET. Priöju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest- anveröu á AÐalstrœtinu. Phone 2685. Við höfum aðeins fáar lóðir eftir á Simcoe og Beaverly strætum. Þeir, sem ætla ser að ná í lóðir þar, ættu að gera J>að strax. Lítið hús og lóð á Ross Ave., fyr- ir vestan Nena St., $1.100. Ágætar lóðir f FortBouge, nærri Pembina St., á $150 hver. Hús á ágætum stað í Fort Rouge aðeins $1,250. Lóð á Elgin Ave., fyrir vestan Nena St., á $250. & Bildfell. Tel. 2685 470 main street Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRIÐS-FRÉTTIR Japanar tóku Dalny-bæ þann 30. maí; yfir hundrað hús ásamt talþráðum og vagnstöðvaliúsum og yfir 200 járnbrautarvögnum voru þar óskemd, en allar járnbrautar- brfr höfðu verið sprengdar upp. Japanar reyndu á ný að herja á Port Arthur frá sjó og að sökkva skipum í hafnarmynnið þann 28. maf. en urðu frá að hverfa eftir að liafa mist tvo torpedóbáta og eitt lítið herskip. Fréttir frá 1. júnf segja Japana vera komna svo nálægt Port Arthur að peir sjái staðinn. Strokumenn þaðan segja matvælaskort mikinn f bænum og Rússaher illa útleikinn. Kúlur Togos hafa splundrað heil- um strætum í bænum og skemt varnarvirkin mjög mikið. Allri viðgerð á herskipum Rússa f>ar hefir verið hætt, og fallbyssurnar af J>eim fluttar á land til að verja staðinn. Sagt að hermennirnir séu sár óinægðir af þvf fæði þeirra sé bæði ilt og lftið. Margir Kfnverj- ar þar f bænum er sagt að hafi dáið úr hungri. Öll matvæli þar komin í afarverð, og stuldur J>eirra gerður að dauðasök. Sjúkrahús Rússa f Port Arthur eru full og ekki rúm fyrir alla, sem veikir eru. Fjórða júní söktu Japanar einu herskipi Rússa; það var skipið Giliak. Það ætlaði að komast út úr Port Artliur höfn. Öll skips- höfnin fórst. Fjórir herforingjar í Poltava og þrír í Krementchug á Rússlandi hafa verið skotnir fyrir að æsa her- deildir sfnar upp til þess að neita að fara f Japan-strfðið. Síðustu daga virðist ófriðarinn hanga við það sama. Japanar hafa gert alt, sem þeir megna, til að ná Port Arthur, og sagt Rússum fyrir- fram hvaða dag þeir ætluðu að vera búnir að taka bæinn. Þeir hafa beðið mikið manntjón í þess- am atlögum, en Rússar halda bæn- um ennj>á. Enski blaðaheimurinn telur það vfst, að Japanar nái þess- um herstöðuin Rússa þá og J>egar. Á öðrum stöðum virðast Rússar fara halloka í viðskiftunum. Rússar eru reiðir við Bandaríkja- ruenn og Breta, og kveða J>á hafa spanað Japana upp á móti sér, þvf |>eir liati séð ofsjónum yfir upp- gangi þeirra, og ætla að draga úr honurn með J>ví, að etja þeim á Rússa. Má vera, að nokkuð sé hæft f þessu, að Bandamfihnum og Bretum séu þessar þjóðir ósárar. Italskur læknir, að nafni Schrou, sem nýlega sannaði, að lff felist í kristöllum, hefir nú gert þá upp- götvun sína opinbera, að hann hafi fundið frumögn J>á, sem myndar “phthisis” (lungnatæringar) sjúk- dóma, og að frumögn sú sé mjög ólfk þeirri, sem myndar tæringar- sjúkdóma annarsstaðar f lfkaman- um. — Vatnavextir f Kansas ríkinu hafa orsakað flóð á ýmsum stöðum, skemt miklar eignir og flæmt J>ús- undir manna frá heimilum sínum. Sagt að vatnið nái vfða upp að efra ofti á J>eim húsum, sem standa á láglendi. — T. B. Hall, einn af embættis- mönnum stjórnaiánnar í British Columbia, hefir verið handtekinn, kærður fyrir að hafa varið til eigin nota $5,000 af fylkisfé. — Annað voða-verkfall í kola- námunum í Pennsylvania er talið ' fklegt. 148,000 manna hafa fundi f þessari viku til að ræða um mál þetta. — Iðnaður heldur áfram í Japan >rátt fyrir stríðið. Nýlega var sent >aðan millfón dollara virði af silki, sem fer til kaupmanna íNewYork. — Tvö þúsund og sex hundruð menn og drengir í St. Louis höfðu keypt aðgang fyrir $1.00 hver til að sjá nautaat, sem fram átti að fara í sambandi við sýninguna. En yfirvöldin bönnuðu þessa sýningu, J>egar hún átti að fara fram. Á- horfendurnir urðu svo reiðir yfir þessu, að þeir brendu húsið upp til ösku og gerðu annan óskunda, svo lögreglan átti fult í fangi með að halda þeim frá írekari skemdum á húsum sýningarinnar. — Eldur kom upp á ellefta góltí í whiskeygerðarhúsi einu f Florida, öðru stærsta húsi af sinni tegund f heimi, þann 4. þ.m. Húsið alt og nærliggjandi þrjú stórhýsi brunnu til kaldra kola. Tíu menn brunnu til dauðs f rústum húsanna og sex aðrir meiddust hættulega. Tap á byggingum og vínföngum metin á millíón dollars. 30,000 tunnur af whiskey eyðilögðust J>ar. Vínið rann f lækjum í gripahús nokkurt, eem í voru um 3,200 nautgripir, og brannu J>eir allir til ösku ásamt liúsinu. — Winchester dómari er að ferð- ast nm Vestur-Canada til að halda rannsókn í kærumáli móti G.T.P. félaginu fyrir að j>að láti Banda- ríkja verkfræðinga sitja fyrir at- vinnu við braut sína og veiti ekki canadiskum verkfræðingum jafn- rétti. Kæra J>essi hefir sannast á félagið. — Á sunnudaginn var rákust 2 eimskip á f mynninu á St. Laur- ence fljótinu. Annað skipið brotn- aði mikið, og fimm menn biðu bana við slys J>etta. — Ellefu áragömul stúlka íNor- ton skaut föður sinn til dauðs ný- lega. Karlinn var hálf galinn, og var búinn að hóta, að drepa fjöl- skyldu sína. Hann var að hýða kerlingu sína, þegar dóttirin lógaði honum. — I Nova Scotia drap sonur föður sinn, Þeir rifust út af $20, sem karlinn hafði komið í geymslu hjá syni sfnum, og skilsemin kom svona fram hjá þessum þokkapilti, að hann var búinn að drepa fiiður sinn og handleggsbr j óta þjón þeirra, þegar liigreglan kom til sögunnar. Morðingjinn er hótels- haldari. — Fyrir nokkrum dögum síðan hélt lávarður Dundonald hershöfð- ingi ræðu á hermanna samkomu f Montreal. Fór hann þar orðum um. að stjórnin, sem nú væri ríkj- andi í Canada, veitti hermönnum upphefð og stöðu eftir flokksfylgi', og benti á sérstök tilfelli J>ví til sönnunar. Þessi orð hershöfðingj- ans hafa verið vegin og m^eVl Wi blöðum liberala,stjórnmni og fylgj- endum hennar, og er stjórnin kom- in að Jæirri vanalegu niðurstöðu, að reka þurfi liinn brotlega mann. Lávarður þessi hefir dvalið hér í Canada aðeins 2 ár. Hann gerðist nafnfrægur f Búastrfðinu, og þykir ekki alt sem fullkomnast f herbúð- um Laurier-stjórnarinnar. ÍSLAND. Eftir Ingélfi, 8. maí Fiskur sá hihn ókennilegi af Austfjörðum komst f öll blöð í vet- ur og líka í Ingólf. Nú er J>að vit- að, að sá fiskur var vogineri, en enginn ój>ektur gestur við strendur þessa lands. — Að vestan er Ingólfi skrifað, g,ð lítill fiskur hafi verið í Djúpinu og bátsafli því lítill, en þilskipaafli góður, þvf nógur fiskur sé úti fyrir. Eftir Norðurlandi, 7. maí Illar horfur f sveitum. Siglufjarðarpóstur, sem kom ámið- vikudagsnóttina var, sagir vondar horfur í út-sveitunum, I Fljótum, Siglufirði, Héðinsfirði og Olafsfirði er alt undir gaddi, engin björg úti fyrir nokkura skepnu, nema þar sem fjörubeit er. I Svarfaðardal er komin jörð á nokkurum parti. Á Árskógsströnd alt fram undir Hillur má heita jarðlaust. Á Siglufirði lifa skepnur á fjöru- beit og kornmat, en heylaust orðið. í Héðinsfirði og Olafsfirði eru horfumar einna verstar; mjög lítið um hey og kornmatarlftið í Olafs- firði og búið að taka fóðrið frá nautgripum, svo að til mestu vand- ræða horfir. Talsvert fé liefir verið rekið úr firðinnm vestur í Sléttuhlfð og ráð- gert að reka fleira. Þar er nokkur jörð, en hey ófáanleg. Heykreppa er hér og þar 1 Fljótum. I Lang- húsum bjargarlaust fyrir 17 naut- gripi. Af utanverðri Árskógs- ^’T'ýd hefir sauðfé og hro§s verið rekið ínn f Möðravallapláss. Stórhríð segir póstur að hafi verið á sunnudaginn í Fljótum, svo að hann var veðurteptur þann dag. — Hljóðið er dauf\ í Þing- eyingum á þessu vori, sem von er. Til dæmis að taka skrifar feinn merkur maður úr Þingeyjarsýslu Norðurl. með síðasta pósti: "Tfðin vfst oiðin geggjnð. Sólin á engan yl lengur, er ískökl, verri en tunglið. Hver dagurinn öðrum argari sfðan á páskum. Gaddur afarmikill. Öll Þingeyjars/sla í voða. — Vér stöndum f sömu spor- um og 1804. Eg vil nota gadda- vfrspeningana til að kaupa fyrir þá brekán ofan á okkur meðan við erum að drepast.” \ 14. maí Vorbatinn fer fremur hægt. Leysing er samt nokkur á hverjum degi og tún eru ofurlítið farin að grænka hér um slóðir. í útsveit- unum, þar sem gaddurinn var mjög mikill, kennir batans vfst lftið enn. Norðanstormur kaldur með skúrum í dag. — Silungur hefir veiðst hér á Akureyri ofurlítið með fyrir- drætti tvær sfðustu vikurnar. Eng- in veiði önnur. — Úr fjörðunum austan Eyjafjarðar • (Þönglabakkasókn) er látið mjög illa af hag manna. Bjarg- arskortur er þar tilfinnanlegur, bæði fyrir menn og skepnur. Eitt- hvað (jr búið að flytja af börnum þaðan inn í Höfðahverfi. Og mjög þykir undir liælinn lagt, hvort ekki verður þar skepnufellir að meiru eða minna leyti. — Gistihús á Sauðárkrók Fyrir vasklega framgöngu bindind- ismanna á Sauðárkrók he(3r áfeng- isveitingum verið útrýmt þar. En jafnframt hefir gistihúsinu, sem þar var, verið lokað, og hefir það valdið miklum örðugleikum og mikilli óánægju. Komumenn hafa verið í standandi vandræðum þar f verzlunarstaðnum með sjálfa sig og hesta sfna. Goodtemplarastúkan þar hefir í vetur gengið í það að bæta úr þessum skorti og fengið frk. Dýr- finnu Jónsdóttur, kenslukonu frá Blönduósi, til þess að koma þar á gistingastað. Sýslunefnd Skag- firðinga styrkir fyrirtækið með 200 kr., með því skilyrði, að liægt verði að taka á uióti 20 mönuum 1 einu til gistingar og jafnmörgum hestum •til liýsingar og heygjafar. SIGr. JtJL. J( )HANNESSON Hann gaf ei sálu sinni næði, Sorgir bar hann náungans; Fór að lesa læknisfræði Svo lina mætti þrautir hans. Honum lukkan ljái arma Lifs í gegnum örðugt strfð, Hann svo lifi lengi’ án linrma Og létti sorg af þjáðum lýð. Hann hefir f stórviðrum staðið: Stundum til sársauka fann, Er óvinir að lionum sóttu; En aldrei þó fyrir þeim rann. Þrek til að þreyta við lieiminn Það hefir liann takmarkalaust; Hann reynir að verja þann veika. Á valdi guðs liefir liann traust. Auðugur erliann f fátækt; Þeim auð ekki heimurinn nær; Hann er grafinní göfugu hjarta. Ef þú grætur, það tfðara slær. Auðnist þeim aftur þig hitta ÖIIul , sem þreyja þig mest Farðu nú vinur 1 friði, Faðmi þig gæfan sem bezt. R G.Davidson. kPURNING. 1. Er maður skyldngur til að borga skólagjald af heimilisréttar- landi. sem hann lifir ekki á, en hefir afnot af þar til hann hefir fengið eignarbréf fyrir landinu? 2. Er maður skyldugur til að borga skólagjald af skóla-section, sem hann rentar til hagsmuna. Spurull. SVAR: 1. Já. 2. Nei. Skólalönd er Do- minion-eign og að lögum undan- þegfn skatti. Ritstj. FYRIRSPURN um hvar Ólafur Gunnar, sonur Kristjáns sál. Sigurðssonar Back- manns er niðurkominn. Kristján sál. faðir Ölafs mun hata flutt frá Meðalheimi á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð til Ont., Canada, og þaðan aftur til Nýja ís lands, Man., á fyrstu árum land- náms þar, og svo þaðan hingað suður í Víkurbýgð, N. Dak., og dó hér slðastl. ár og iét eftir síg tals- verðar eignir, og er ég gæzlumaður þeirra á meðan þessi meðerfingi er ekki fundlnn, eða þar til skyl- yrði laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan Ulaf Gunnar. óska ég hann geri svo vel og láti mig vita það. Mountain, N, D. 28. Febr. 1904. ELIS THOR WALDSON. Sale of Church Property. Tliere will be offered for sale by public auction on tlie premises on Friday June 24th. at 12 o’clock noon, the property described as follows.: Situated in the City of Winni- peg in Manitoba, and being lots 40 and 41 in Bloek I in parisli lot 10 St. John as shown on a plan of subdivision registered in the Winnipeg Land Titles Otfice as No. 182. Tlie said property is situated on the corner of Nena St, and Paeific Ave. The terms of sale are: 1500.00 Cash and the bal- anee within six months; larger cash payment allowed-if preferred. The above property is owned by the Icelandic I nitarian Congrega- tion of Winnipeg and this notice is given on behalf of the trastees of the said congregation. JÓHANNES FRÍMANN,Clerk Dated at Winnipeg this 25th day of May, 1904. Rit Gests Pálssonar Vinsamlegast vil ég mælast til við alla þá útsölumenn að ritum Gests Pálssonar, sem enn eru ekki búnir að senda mér andvirði fyrsta heftisins, að láta það ekki dragast lengur en til 1, ágúst næstkomandi, Winnipeg, Man., 10, júni 1904. ARNÓR ÁRNASON, 644 Toronto St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.