Heimskringla - 30.06.1904, Side 1

Heimskringla - 30.06.1904, Side 1
PIANOS og ORGANS. lleiiitKinan & Co. Piano»i.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmáium. J, J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. NEW TORK UFE JOHN A. McCALL, president Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út 170 þús. lífsáEjyrgðarskírteini fyrir að upphæð miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16 miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum út á lífsábyrgðarskírteini þeirra nær þvi 13 miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á Síðastl. ári 5J mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er $1,250,000 meira en borgað var til þeirra á árinu 1902, Lífsábyrgðir i gildi hafa aukist á síðastl. ári um 191 milliouir lloilnrM. Allar gildandi lifsábyrgðir við áramótin voru $1,745 milionir Allar eignir félagsins eru yfir ......353$ million Dollarti). C. Olafson, AGENT. .1. <». Hlorgan, Manager, GRAIN EXCHANGE BDILDING, W I3STUIPE G-. BAKER BLOQK. ■ 470 MAIN STREET. Dritju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest- anvorðu á Aöalstrœtinu. Phone 2685. Við höfum aðeins fáar lóðir eftir á Simcoe og Beaverly strætum. Þeir, sem ætla sér að ná í lóðir þar, ættu að gera f>að strax. Lítið hús og lóð á Ross Ave., fyr- ir vestan Nena St., $1.100. Ágætar lóðir f FortRouge, nærri Pemhina St., á $150 liver. Hús á ágætum stað f Fort Rouge aðeins $1,250. Lóð á Elgin Ave., fyrir vestan Nena St., á $250. FiggcrtNson & Bildfell. Tel. 2685 470 main street Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRÍÐS-FRÉTTIR Síðustu fröttir segja bardagann mikla við Va Fangow í síðustu viku hafa lyktað með því, að Rúss- ar mistu nœr 10 þúsund manna, fallna, særða og týnda; en Japanar nær 3 þúsund manns. Er f>að tal- in versti skellur, sem Rússar hafa fengið í þessu stríði. Sm&skærnr hafa Rússar átt við Japana ekki langt frá Vladivostock, og hefir peim gengið bétur. Sjó- liðsforingi Skrydloíf, sýnist vera djarfur og ötull foringi. Hann kveður það hæfulaust, að nokkurt einasta skot frá Rússum hafi grand- að Jöpunum, sem stukku fyrir borð, heldur en gefast upp. I stað þess liafi Rússar bjargað öllum á sundi og úr bátum, sem þeim var auðið. Fregnriti, sem lét Rússa taka sig og flytja á stíiðvar hertekinna manna í Port Arthur 10. þ.m., segir öll ósköp nm bæinn, íbúana og á- standið. Hafin dvaldi þar í varðhaldi í 5 daga. Hann segir, að borgin só hin skemtilegasta og haganlegasta sem herstöðvar. Vegir inn í hana séu betri og traustari, en hann hafi nokkurntíma séð. Bæjarbúar séu glaðværðin og kátfnan sjálf. Dans og skemtanir séu þar á hverju kveldi; vistir séu yfirfljótanlegar, og sé bætt við þær á hverjum degi, og komi alt frá Kína. En með hvaða móti þeim sé komið þar inn á landi eða sjó, getur hann ekki frætt menn um. Hann kveður setuliðið miklu betur búið að öllu, og fjölmennara, en hann hafi getað fengið upplýsingar um áður en hann kom til Port Arthur. Hann þykist hvergi hafa séð, að mótaði fyrir ástandi í Port Arthur lfku þvf, sem fregnrita uppsprettan í Chefoo sé að fræða umheiminn á. Að minsta kosti segir hann, að þess sjáist engin merki, að íbú- arnir séu hræddir um, að borgin verði yfirnnnin af Jöpunum, því allar þeirra tilraunir gagnvart Port Arthur hafi verið barnaspil. Mað- ur þessi er Bandaríkjamaður, og stfgur máske liðugt á kostum sann- leikans. Nýlega hefir Aftonbladet í Stock- holm, f Svfþjóð, birt bréf, sem E. Schaumann skrifaði Rússakeisara, áður en hann skaut Bobrikoff landstjóra á Finnlandi, Bréfið hljóðar & þessa leið: “Yðar hátign! .... Með lygum og falsi hefir Bobrikoff og Pleheve (innanrfkisráðgjafi) komið yðar há- tign til að búa til reglugerðir og fyrirskipanir, sem eru þvert ofan í finsk landslög, sem þér hátíðlega lofuðuð að halda fast við og vernda óbrotin. Mikilliæfustu embættis- menn landsins liafa verið sviftir embættum, án nokkurrar rann- sóknar á gerðuim þeirra, og hlaup- arar og fjárplógsmenn settir í sæti þeirra. Pleheve, sem á að annast stjórnarskýrslur á Finnlandi, og skýra yðar h&tign frá öllu frómt og rétt er ekki Finnlendingur, og hefir enga þekkingn á landinu né lögum þess, en er háður Bobrikoff að fylgi og vinsemdum. Þessvegna er það, að vðar hátign veit ekkert um, hvað framfer og hvernig hið sanna ástand er. Og af þvf, að það er ómögulegt, að yðar hátign gefist kostur á réttri þekkingu á ástandinu áFinnlandi, nema Bobrikoff sé rutt úr vegi, þá er aðeins ein sjálfsvörn til, sem er að þagga fyrir fult og alt niður í landstjórafium. Meðalið er ógeð- felt, en ekki nema eitt til. Yðar hátign, ég ætla að vinna verkið al- einn. eftir margar og stillilegar at- huganir, og um leið, að ég læt lffið sjálfur, sver ég það, að engin teg- nnd af samsæri á hinn minsta þátt í þessum aðgerðum. Vitandi um yðar góða hjartalag og fyrirætlanir, þá grátbæni ég yður hátfðlega, að þér leitið yður allra sannra upp lýsinga um ástandið í keisaradæmi yðar, að meðtöldu Finnlandi, Pól- landi og Eystrasaltsfylkjunum. Undirritað með dýpstu lotningu af yðar hátignar auðmjúkasta, trúasta þegni, Eugéne Schauiffann."’ Þetta er afrit, sem á prent er komið á bréfi þvf, sem Schaumann kvaðst hafa í vasa sínum, þegar hann feldi skæðasta fjandmann Finnlands og félli sjálfur dauður fyrir Finnland. Afritið var hann búinn að senda burtu úr landinu áður en hann framdi verkið. Ann- ars mundi bréfið aklrei hafa til skila komið. — Tyrkir halda stöðugt áfram að brenna og bræla í Armeníu. Þeir hafa nýlega eyðilagt mörg smáþorp i Sassun héraðinu þar, og drepið yfir 3,000 manns; eru aðfarir þeirra hinar hroðalegustu. — I bænum Calima í Mexico keypti maður nflega hús. Hann lét strax fara að gera við það, því það er gamalt. Hann annaðist sjálfur um verkið. Þeir þurftu að fara til grunns á einum stað og fundu þar auðæfi, sem námu um hálfa millíón dollars. Mest í silfri og spönskum mintum. Þar að auki fundust afar-þýðingarmikil skjöl, og eru frá þeim tímum,sem Mexico ríki myndaðist. — Osear Svfakonungur hefir verið að ferðast suður 4 Frakklandi og þaðan til Geneva á Svisslandi. Þegar hann kom þangað, gekk járn- brautarþjónn upp að honum og krafði hann um farbréf. Konung- ur hafði engan farseðil, og hélt að hann mundi fá frftt far á Sviss- landi með föruneyti sfnu, eins og annarstaðar. Þjónninn heimtaði borgun tafarlaust, og kvað Sviss- land vera lýðveldi, sem tæki jöfn fargjöld af konungum sem kotung- um, og að hann hefði aðeins tvo kosti um að velja: að borga tafar- laust eða verða tekinn til fanga. Konungur og föruneyti hans leit- aði í vösunum að peningum, en hafði ekki nóg til að borga fyrir sig. En þjóninn neitaði, að taka nema fulla borgun, og enga umlíð- an vildi hann gefa. Eftir langt þjark fékk konungur og föruneyti að halda áfram til Lausane, en þar var hann kyrsettur, þangað til mann bar þar að, sem gaf stjórn- inni 4 Svisslandi tryggingu fyrir greiðslu fargjaldanna. Hélt þá konungur leiðar sinnar hið skjó:- asta til Þýzkalands og þótti för sfn all-illa tekist hafa. — í fjölbygðri kirkjusókn ná- lægt Lundúnaborg á Englandi kom nýlega fram maður, sem enginu þekti. Það virðist vera aðal-sta’f hans, að annast fátæka og vitya sjúkra. Hann keyrði milli fóll fyrri part dagsins, og gaf og ger<".i gott á b&ðar henclur. Seinni pait dagsins keyrði hann til Lundúna til að sj& nm skrifstofu sína, sem &tti að vera í sambandi við prerv - verk. Prestur og söfnuður lögð.i að þessum sómamanni, að ganga í söfnuðinu, og tók hann þvf boöi þakksamlega. Vann hann strax ötullega að safnaðarmálum, lagéi fram talsvert fé og hélt áfram upþ- teknum hætti, að vitja hinna sjúku og fátæku. En svo komu stór vandræði fyrir f sókninni, og vor i þau einkennileg. Það var stolið cillu steini léttara, sem var af per- ingatagi, gull og silfurstássi; og gekk svo um liríð, að lögreglan gat hvergi fnndið þjófinn. Loksins kemur þó að þvf, að liún tekur þenna dánumann fastan, sem erki- þjóf og svikara. Hann hafði stolið öllu og njósnað hvar hægt væri að stela fémætu á lfknarflakki sínu og viðkynningu við söfnuðinn. Hanu flutti þýfiö til Lundúna og kom því þar f peninga. Kona hans og má<; ur bjuggu ásaint honum f d/rindis- húsi, ogvissu menn ekki,hvað þau höfðust að. En þegar hann var fangaður, fór lögreglan og heim- sótti þessi hjú. Þau sögðust hafa atvinnu við skjalatilbúning ogann- að smávegis. Lögreglan handtók þau, og kom þá upp, að þau höfcm það að atvinnu, að búa til faiskar bankaávfsanir, og fór þjófurinn með þær og víxlaði þeim í Lund- únum. Kom það upp, að þau höfðu haft saman ærið fé með þessu móti. — Einkennilegt mál er n/lega útkljáð á Englandi. Stúlka ein, sem átti tíu þúsund dollars en eng- an mann, langaði til að giftast. Hún samdi við giftinga agent um að útvega sér bónda og borgaði honum $250 fyrirfram og lofáði að gefa honuni þúsund doliars I viðbót, þogar hún væri gift. AgenU inn fékk henni nöfn 696 manna og bauð henni að ganga f valið, en enginn þeirra var að skapi hennar; allir voru þeir fátækir menn, sem aðeins vildu ná í eignir hennar. En agentinn hafði samið um, að gifta hana manni, sem hefði frá 15 til 25 þúsund dollars árlegar inn- tektir. Ungfrú Harmon stefndi því Agentinum fyrir samningsrof og krafðist þess, að hann borgaði sér til baka það, sem hún hafði borgað honum. Agentinn kvaðst hafa talað við 97 menn fyrir henn- ar hönd, en alt til ónýtis; hann kvaðst hafa gert alt, sem hann hefði getað, til að koma henni f lijónabandið; en sjálfur kvaðst liann ekki vilja eiga hana. Dómar- inn dæmdi hann til að borga stúlk- unni til haka það, sem hún hafði borgað honum. — Republikanar í Bandarfkjun- um hafa haldið flokksþing sitt í Chicago í vikunni sem leið og rætt þar margt þarflegt um landsins gagn og nauðsynjar. Meðal ann- ars var þar ákveðið, að Roosevelt forseti skuli á ný sækja" um forseta kosninguna undir merkjum flokks- ins við næstu almennar kosningar, sem eiga að fara fram 1 nóvember í haust. Þingið samþykti einnig út- nefningu Senators C. W. Fairbanks frálndiana til varaforseta stöðunn- ar. Báðar þessar útnefningar voru samþyktar með öllum atkvæðum (994), sem greidd voru. Annað aðal-atriðið, sem þingið ræddi, var stefnuskrá Republikana. í því sambandi var eindregið ákveðið, að halda fast við verndatolla stefnuna, sem hefir reynst Bandarfkjunum svo liappa- sæl á umliðnum árurri. Nokkuð var og rætt um gagnskifta stefn- una (reciprocity), en ekkert var sett um það í stefnuskrána. Republikanar hefja þvf bardag- ann með Roosevelt og Fairbanks í broddi fylkingar og verndartolla stefnuna sem aðal bardaga málefni _ ' Líf og lieilsa Eftir Dr. M. llalldórsson, Park River. VI. HÓFSEMI í NAUTN MUNAÐARV ÖRU er enn eitt skilyrði fyrir, að maður- inn geti haldið góðri heilsú, og er hér undir munaðarvömflokkinn talið allskonar kryddvara, svo sem pipar, salt, /miskonar græn- meti, sem haft er sem matarbætir, en sem þó í sjálfu sér hefir lítið næringargildi, tóbak, drykkir, sem hafa.í sér kolsýru og áfengi, t. a. m. vín og bjór, gosdrykkir osfrv. Til- gangur als kryddmetis er að gera matinn, sem vér leggjum oss til munns, bragðbetri, ljúffengari og lystugri, en eigi nð veita líkaman- um nein veruleg næringarefni. Þegar krydd er notað í hófi með mat, er það eigi skaðsamlegt heilsu vorri, heldnr oft alveg ómissandi, svo sem er um matarsaltið, það kryddtfnið, sem langalgengast er. En sé kryddefni notað óskynsam- lega og f óhófi, getnr það haft spill- andi áhrif á lieilsu og vellíðan mannsins; þvf að það er æsandi og getur, þegar til lengdar lætur, spilt meltingunni og veiklað. Menn ættu og jafnan, að muna eftir því, a? oco cættir meire, til ofuantiiat als munaðar en matar, og því eig- nm vér jafnan að hafa gætur á sjálfum oss, þegar um nautn mun- aðar er að ræða. Kaffi og te hafa liér um bil sömu áhrif á manninn og 4 aila sína hylli að þakka lyfi einu, sem f svipinn, þegar þess er neytt, hefir æsandi og hressandi áhrif á taugakerfið og eykur vöðvastarfið, en eiginlegt næringargildi hefir kaffið eða te- seyðið eigi Og þar sem þessi munaðarvara er d/r og hætt er við, að kaffi og tedrykkja sé mjögólióf- lega og gengdarlaust höfð um hönd, ættu menn að takmarka að mun notkun þessa k/yddefnis. Með Islendingum er kaffidrykkjan svo gegndarlaus og óhófieg, að mesta nauðsyn væri á, að stofnsett væru með þeim kaffibindindisfélög. Hafa menn vfða um lönd reynt að sporna við óhóflegum kaffikaupum, og reynt að finna eitthvað, sem gæti komið í stað kaffis og tes, bæði að verkumim og bragði. Suð- ur-Ameríkumenn hafa sitt “maté,” Rússar blanda teið með þurrum blöðum og fíflum og í Danmörku nota menn rótina af ljónslappa til kaffibætis og drýginda. Heima & Fróni hafa menn til drýginda kaffi- bæti eða malað kaffi, sem búið er til úr brendum baunum, byggi og sírópi. Og þó þessi kaffibætir bæti eigi bragðið, þ& hefir hann þann kostinn, að hann dregur úr hinum skaðlegu áhrifum, sem kaffi getur haft, sakir eitursíns, sem í því er, og drykkurinn verður jafnframt ó- d/rari. Aldrei ættu menn að neyta kaffi- drykkja, nema látið sé út í mikið af mjólk, rjóma eða sykri; fær bæði kaffið við það nokkurt nær- ingargildi, og svo dregur það úr hinum skaðlegu áhrifutn kaffi- eitursins. I seyði kókó-bauna eða súkkulaði er áþekt lyf og í te- grasi eða kaffibaunum, en er meira nærandi, þar sem það hefir í sér fituefni, eggjahvítuefni og lín- sterkjuefni. Súkkulaði, soðið í vatni eða mjólk, er því bæði hress- andi, nærandi og styrkjandi. En því miður er þessi drykkur dýr, og fæst súkkulaðið að auk sjaldnast ómengað og hreint, heldur oftast blandað /msum miður nærandi efnum. Kolsýrudrykki eða gosdrykki, sem mjög eru algengir í kaupstöð- um, ættu menn als eigi að drekka. Kols/ran liefir að vísu hressandi áhrif á smekktaugarnar og fleiri taugar, en æsandi áhrif á slímhimn- ur allar, spilla þvf oft meltingu, er menn neyta þeirra að staðaldri. Bezt er að forðast þc'ssa drykki, en drekka í þeirra' stað 'gott, térskt vatn, sem er að mun meira sval- andi og hollara. Áfengisdrykkir, bjór, brennivín, vín og þesskonar, hafa menn sagt, að hefðu styrkjandi og örfandi á- lirif á manninn og jafnframt nær- ingargildi, en þó nú svo væri, þá samsvarar næringargildi þeirrft als eigi verðinu, sem á þeim er. Við vitum allir, að vínið framleiðir hita í lfkamanum, eða oss finst að minsta kosti svo, þegar við súpum á pelanum; en hitinn verður af þvf, að blóðrásin örfast og hleypur út í húðina meir en áður, en hita- útferðin úr líkamanum eykst einn- ig, og í raun réttn kólnar líkaminn en hitnar eigi, þegar til lengdar lætur. Eins og eðlilegt er, eru 4- fengisdrykkirnir skaðlegastir böm- um og unglingum og geta tafið fyrir þroskun þeirra og vexti. Og þó þeir, ef til vill, séu ekki eins hættulegir heilsu hinna e'dri manna, þá er þó reynsla fyrir þvf, að allir^eta án þeirra verið og þó. hakla betri heilsu,en ef þeir neyttu þeirra. Þó er á liinn bóginn víst, að þeir f vissum veikindum geta komið að góðu haldi. Af gömlum vana er áfengið talið sem munað- arvara, sem geti gert lífið þægi- legra og unaðsamara; en úr þvf vér vitum, livert vínnautn, enda þótt hófleg, geti leitt, þá verður æ að hafa vín um liönd með mestu var- kárni, ef menn annars eigi vilja algerlega hætta allri nautn áfengis, sem vissulega vœri varlegast og bezt. Minst áfengi liefir öl og hin léttu, hvftu og rauðu borðvfn. Ef öl er þannig tilbúið að áfengi er í því lftið, getur það verið bragðgóð- ur og hollur drykkur, og enda nær- andi. Sterkan bjór og þó einkum brennivín ættu allir að forðast, þvf það eyðir fc manna, skapar örbirgð og eymd og Jiarafleiðandi heilsu- tjón, styttir mönnnm aldur og spillir siðferði. í öliu tóbaki, hvort heldur það er haft til reykinga c:ða til þess að taka í nefið eða tyggja, pr eitur- efni, sem er nefnt nikotfn: er það bæði örfandi og friðandi á ýmsar taugar. Létt tóbak gerir 1 fullþroska manni, heilum heilsu, engan verulegan skaða, ef það er eigi brúkað óhóflega mikið. Ung- lingum er það aftur á móti skað- legt, því að það lieftir þroska þeirra og sljófgar sálargáfurnar. Fullorðnir ættu aldrei að gera sig svo að þrælum tóbaksnautnarinnar, að þeir geti eigi, hvenær, sem vera skal, algerlega hætt henni. Það er vfst, að tóbak aldrei getur aukið htíilsu 'nckkurs u’.aicns. > Ef ipenn leggja í vana, að neyta sterks tó- baks, getur nautnin vaídið ýmsum sjúkdómum, t. a. m. langvarandi kvefsótt í kverkunum, veikt melt- inguna, gert manninn taugaveikl- aðan og sljófan. (Niðurl.) Messu-boð. Vissra orsaka vegna hefir ráð- stöfun þeirri verið breytt, er á— kveðin var síðastliðinn Sunnudag. Svo það verður messað á venjul. tíma (kl. 7 e.h.) á Snnnudaginn kemur f hinnmnýja saler Unitarar hafa leigt á suðaustur horni Nena og Notre Dame Ave. Safnaðaamenn og allir velunn- endur Unitaru mála, eru vinsam- legast beðnir að koma. Byggingar-nefndar fundur á eftir messu. R. P. Hér með læt ég viðskiftavini mfna vita, að ég hetí verið svo las- in um langan undanfarinn tíma, að ég hefi ekki getað sjálf mætt við- skiftafólki mfnu. En nú er ég orðm svo heil heilsu, að cg get mætt gestum mínum og sjálf sint erindum þeirra. Ég vil þvf minna allar konnr og stúlkur, og_ sérstaklega þær, sem fátækar eru, á að koma og skoða hattana mfna áður en þær gera kaup annarstaðar. Lag, gæði og verð þeirra er þannig, að ég er viss um, að geta gert þær ánægðar, eins hér eftir eins og hingað til. Yðar einlsðg, og með þakklæti fyrir umliðin viðskifti. Mrs. Ingibjörg Goodman, 618 Langside St, Rit Gests Pálssonar Vingamlegast vil ég mselast til við alla þá útsölumenn að ritum Gests Pálssonar, sem enn eru ekki búnir að senda mér andvirði fyrsta heftisins, að láta það ekki dragast lengur en til 1. ágúst næstkomandi. Winnipeg, Man., 10, júní 1904. ARNÓR ÁRNASON, 644 Toronto St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.