Heimskringla - 15.09.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.09.1904, Blaðsíða 3
HÉIMSKRINULA 15. SEPTEMBER 1904. þá leið. Dráttvélarnar brenna viði' og voru búnar til í Philadelphia.! Alt er fremur fátæklegt í Baikal héraðinu, giatihúsin ekki sfður en annað. Þegar kemur lengra aust- ur í Manchuria, þá fer að votta fyr- ir ameríkönskum frágangi á brauta- úthaldinu, og á greininni sem tengir saman Harbin og. Port Ar- thur, eru úreltar, gamaldags gufu-! vélar frá Philadelphia, en knýja þó lestirnar áfram með meiri hraða en , á sér stað á öðrum greinum braut- arinnar. Brautin liefir enn ekki borgað starfskostnað, eg er ekki líkleg til ,að gera það um nokkur komandi' ár. Árið 1898 flutti braut f>essi als 66 þúsund farþegja og að eins 561 þúsund árið 1899 og að auk rúm 600,000 tons af vörum. Hæstu árs- inntektir þessarar brautar hafa orðið 8| millíón dollars, en starfs- kostnaður var aldrei undir 10 mill- íónum dollara. Þar að auki verða verða Rússar að borga árlega 17 millíónir dollar í vexti af skulda- i bréfum brautarinnar. Fólkið í Sfberfu, sérstaklega í austurhluta landsins, er mestmegn- is útlagar frá Rússlandi og afkom- endur þeirra. Rússar liafa sent þangað 908,266 útlaga á 75 árum- upp að árinu 1898. Þetta voru ým- ist stórglæpamenn eða pólitiskir afbrotsmenn. Þessi braut Rússa er hið eina færi, sem þeir hafa til samgangna og mann- og vöru-flutninga þar eystra. Án hennar væru þeim all- ar bjargir bannaðar þar; á henni byggja þeir alla von sína um sigur. En f>ó að brautin sé fullgerð að nafninu, ]>á er hún samt í illu á- standi og getur ekki orðið ending- argóð með þeirri umferð sem nú er á henni. Snjóþyngsli á vetrum og hlákur á vorum gera hana ótrygga á öllum tfmum árs. Vagnar eru ó- vandaðir og allur útbúnaður lakur og óáreiðanlegur. Eins og nú er þarf þrjá mánuði til að flytja segjum 100 þús. manns . frá Moscow til Austurálfu, ásamt j með nauðsynlegum farangri þeirra j og þetta getur að eins orðið gert j með því að engin óhöpp komi fyrir j brautina. íslenzk rit á erlendu máli Tvær af sðgum Gests Pálssonar j (“Kærleiks-heimilið” og “Grímur kaupmaður deyr”) hefir prestur j einn f Moravia í Austurrfki nýlega j þýtt og látið prenta, á einni Suður- j Evrópu mál-lýzkunni, sem tilheyrir j slavneska tungumálinu. Sögjinum, fylgir all-langur formáli um fs- j lenzkar bókmentir. “Sidlo lásky” ’ heitir “Kærleiks-heimilið”*á þessu máli, og “Kupec Grfmur umfrá” j heitir sagan: “Gríinur kaupmaður deyr.” Prestur þessi (séra Kou- delka) hefir numið bæði fslenzku j og ensku af orðabókum og ensku, j að minsta kosti, ritar hann mjögj vel. En fslenzkan mann hefir hann j aldrei séð, og ekki •nskumælandi mann heldur, sem þó virðist nærri undravert eins og margir ensku- ! mælandi menn þó ferðast um þvert j og endilangt Austurrfki árið út og j árið inn. í þessu sambandi má og geta! þess, að í “íslenzka ljóðasafninu,” j sem íslandsvinurinn J. C. Poestion 1 í Vfnarborg hefir þýtt og er að gefa ! út, birtast þrjú kvæði eftir J. M. j Bjarnason, — þessi: “Grímur frá Grund,” “Hann langar heim,” ogj “I Nýja íslandi.” Þannig smá vfkkar starfsvið fs- j enzkra ritverka, — nema meðal j enskumælandi þjóðanna. Þar hang- j ir alt slíkt á sömu, gömlu horrim- j inni. ll VPfS pr haup# ó- 111 RVCIS Cl brent grænt kaffi og tapa einu pd. af hverjum fimm pundum við það að brenna það sjálfur og eyða þessutan eins miklu eða meiru við ofbrenslu, að ótöldu tfmatapinu. PIONEER KAFFI er tilbrent með vél og gerir það betur en yður er mögu- legt, svo það verður smekkbetra. Biðjið matsalann um Pioneer Kaffi. Betri tegundir eru M o c h a og J a v a Kaffi, til brent. Það er það bezá, sein fæst í þessu landi. Haldið saman ‘tCoupons,,ogf skriíiö nftir verölistanum. The Blue Ribbon Mfg. CO. JSTJNf IPE Or mmmmmmmmmmmmmm& Aldamót Svart-liandar félagið j Fátt hefir komið fyrir í New j York borg á síðari árum, sem ollað j hefir lögreglunni rneiri áhyggju heldur en félagsskapur sá, sem þar hefir myndast með ítölum og sem nú kvað veraorðinn mjög útbreidd- ur og öflugur. Tilgangur félags þessa er að ræna menn fé sfnu og blátt áfram að drepa, ef féð fæst ekki á annan hátt. Stjórn. félags- ins gerir verk sitt á friðsamlegan hátt, svo lengi sem það hefir áhrif. Bréf eru rituð til vissra manna, sem félagið liefir vitneskju um að sóu efnaðir, og þeim er gefið til kynna, að þeir verði að greiða á- kveðna fjárupphæð til félagsins. Þeim (>r skipað að senda féð á vissa staði eða að skilja það þar eftir á ákveðnum tíma og að hafa sig svo burtu frá staðnum strax og þeir hafa komið fénu þangað, og þeim er tekinn strangur vari fyrir þvf, að lialda þessu leyndu og liafa ekki orð á því við nokkurn mann, að viðlagðri dauðasök. Margir eru þeir, sem af ótta fyrir afleiðingun- um, e£ þeir neita að gera eins og skipað er, láta hræða af sér miklar fjárupphæðir; en aðrir þrjóskast og skeyta ekki skipunum þessum. Innan skams fá þeir svo annað skeyti; þar er að eins nafn þeirra ritað, en ásamt því eru teiknuð ýms merki, svo sem Ifkkista, bjarta með sverði stungnu gegn um það, skammbyssa og ýms önnur merki, sem gefa viðtakanda til kynna, að hann hafi verið dæmdur til dauða. Einhver félagslimanna er svo á leynifundi kjörinn til að‘ fram- kvæma verkið. Sfðasta framkvæmd félagsins f New York var sú, að drepa 18 ára gamlan pilt, sem hafði gefið lög- reglunni upplýsingar um ákvæði sem tekið hafði verið á einum fé- lagsfundinum um að ræna og drepa nokkra borgara í New York bæ. Sá, er kosinn var til að vinna á piltinum, var fenginn frá Canada. Hann vann það verk trúlega og að þvf búnu söfnuðust saman um 1000 Italir og gengu í fylkingu upp að einni lögreglustiið bæjarins og grýttu bæði hana og þá af lög- regluþjónunum, sem þeir náðu til. Þetta kom til af þvf, að lögreglan hafði komist á snoðir um, að félag- ið ætlaði að ræna stóran hóp af ítölskum verkamðnnum, sem höfðu grætt fö á uámavinnu og ætluðu með það lieim til Italíu, en lög- reglan gerði þeim aðvart og hjálp- aði þeim, svo að félagið fékk ekki að gert. Félag þetta liefir stolið börnum og haldið þeim, þar til foreldrar og aðstandendur hafa hl/ðnast skip- unum félagsins, að borga ærið fé á áðurnefndan hátt með því að skilja það eftir á afviknum stöðum. Það hófir sprehgt upp /rns hús með dynamit, rænt og ruplað og tekið líf manna, þegar því hefir ráðið svo við að horfa. Félagið er fjölment og svo ósvítið, að fólki stendur ógn af því. Meðlimir þess vinna ekki, og það aðdráttarafl kemur mörgum til að ganga f það. Grein af þvf er n/lega mynduð í Toronto og það notað þar sem aðal-aðdráttarafl að meðlimir þess þyrftu aldrei að vinna. Enn sem komið er, virðist þessi félagsskapur að eins ná til ítölsku þjóðarinnar. Aldamót, 13. ár, 1903, eru ný- send Heimskringlu, nokkru seinna en átt hefði að vera að vfsu, en eru þó kærkominn gestur. Rit þetta er 180 bls. að stærð. Frágangur allur gerður sem á fyrri heftum og efnið margbreytilegt og skemtandi. “Kristsmynd úr ísl. steini,” í 5 þáttum, eftir ritstjórann, tekur yfir rúmar 40 blaðsfður; “Hvað er í veði,” eftir séra Fritrik Hallgríms- son, er bindindisræða flutt í Ar- gyle bygð; “Dina Morris,” kafli úr skáldsögu eftir Geo. Eliot, þýtt af söra Jóni Bjarnasyni; “Tveir kirkjulegir fvrirmyndar-menn”; “Leggið rækt við trú yðar,” ræða flutt á afmælishátíð Tjaldbúðar- innar í desember sem leið; “Þráð- urinn að ofan,” eftir Jóhannes Jör- gensen; “Vestur-íslenzk menning”; “Austur- og Vestur-íslendingar.” “Undir linditrjánum”; þessi sfðasti kafli er, eins og að undanförnu, rit- dómar um nýútkomin rit og bæk- ur, svo sem um ljóðmæli Mattíasar, Lýðmentun G. Finnbogasonar, Isl. þjóðerni J. Jónssonar, Æfi og ald- arlýsing Odds Sigurðssonar, Is- lendingasögu Boga Melsteds o. fl. Aldamót eru rituð á alþýðlegu máli og vel til þess fallin að stytta stundir þeim er lesa þau. Vábrestur varð f byggingu f Willow Creek Ohio„ 6 menn brunnu inni í liúsinu og 4 meidd- ust hættulega. Bygging þessi var yfir Cement námu, skaðinn mntin $120,000. I Utan úr skógi IV. FYRIR AUSTAN VATN Mér finst liérna töluvert töfrandi stund, í tunglskini dagbjarta nótt. Hér sit ég, sem vegfari, léttur í lund Og lífið mér finst hérna rótt. En þarna’ úti’ á breiðunni er breytileg s/n, Þvf bátar með Rauðskinna þjóð Þ&r renna’ eftir álunum, austur til mfn, Heyr óp þeirra og kátínu hljóð! En margt þarna skrítið í móðunni felst Og marslétt er grasfletjan breið: Að jörðina sigli þeir, sýnist mér helzt, Því sfkjanna krókóttu leið Þinn haddur að felur, in hugðnæma strönd, Og heilnæmt er loftið hjá þér. Og um þessi rósfögru Rauðskinna lönd í rökkrinu skemti ég mér. V. VIÐ TJÖLDIN Og þú áttir landið, hin rauðleita rós, Þú rösklega, dökkeygða, indverska drós, Þú rauðbrúni lýður, þú láðvilta öld, Sem lært hefir dável að reisa þér tjöld; Og barkvaf að nota f báta og hús. Að bjarga þér. veiðigjörn, reynir þú fús. Og með þínar fjaðrir og fomlega skraut Þú fullvel þér unir við náttúm skaut. Þér nægir með lftið. Þfn leiðangurs kjör Samt leiðir fram bros hérna’ á sérhverri ví>r. VI. í ÓSUNUM “Á flóðinu þessu mun seint verða sjatn,” Nú syngur við nærþjóðin reið. En þú kant að flytja mitt kynblendings kyn, Þú kant það mitt Rauðskinna lið; Þig binda’ eigi hreysin, þú berð á það skyn, Að bezt er að hafa það snið. Þig bindur ei lengi þfn búslóð, þfn tjöld; Þú býrð þér margt laglega í hag. Og hvar sem þú lendir, þótt komið sé kvöld, Þú kemur þér mjög fljótt í lag. Þú tekur alt rólega: Umsvif og ys Og æðandi straumanna flóð. Að fyrirhöfn H v f t i n g a gerir þú gy3, Þeirri’ grunnhygnu, en stórlátu þjóð! VII. ROKVIÐRIÐ LÆGIR Oe rokviðrið lægir. Nú leggjum af stað Og látum nú bátana skríða. “Við þekkjum hann Ægir,” hann Þormóður “Hér þörf er ei framar að bíða.” [kvað, Við stýrið hann Þormóður þungbúinn stóð, Um þarabraut skeiðarnar runnu. Og ferðin gekk alt eins og liprusta ljóð, Sem 1/ðfrægir mæringar kunnu. En nú fór hann Ægir að ýgla’ á sér br/r, Svo örðug fór leiðin að verða. Og enn þá í loftinu óviðri býr, Það einnig fór ró vora að skerða. í myrkrinu ógerla eygðum við land Og öldurnar ljóntryltar voru. Og rangahind vorri, að renna upp í sand, Nú ráðleggja hásetar fóru. Við fórum að heiinan í hægviðri í gær, Að heyra og sjá kaupstaðar fjör. í dag er hann norðan. svo napur og ær, Að nú er hér hindruð vor för. Við fest höfum bátinn við kynblendings knör; í kvassviðri fundum hér hlé. Og hér er oss óhætt að vera uppi’ í vör Þótt voðalegt rokviðri sé. Hún Rauðará mólit og Winnipegvatn, Nú vfðfeðma takmörk sín breið. Eu Þormóður gamli var þögull og rór, Af þiljum í óviðrið starði: “Ei æðrist nú, skræfur, þó inn komi sjór,' Hann að eins til málanna lagði. “Þið vjtið það, drengir, það íslenzkast er í atför ei bugast né vægja, Og gæti nú ‘enskurinn’ eigi fylgt mér Um öldur,— þá skildi ég hlæja!” Jón Kjœraesteð. HINN AQŒTI ‘T. L’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : c WESTERN CIGAR FACTORY S Tho». Lee, elgandl. ‘WIJSTIsriFEa-. Útilegumaðurinn. Einar Jónsson frá Galtafelli átti kost á að selja útilegumann sinn til Ríj3a fyrir 600 kr. Skrifaði liann þá Guðm. Björnssyni lækni og bað hann grenslast eftir, hvert enginn kaupandi mundi finnast lér, því heldur vildi hann fáminna :’yrir hann og væri myndin heima á Islandi. Þá varð D. Thomsen til að bjóða honum 700 kr.. fyrir myndina. Ætlar hann síðan að gefa hana landinu. Er siíkt sæmdarverk, og vonandi að mörg- um leiki nú hugur á að feta í fót- spor Thomsens. (Ing. 24. júlí.) Nú er útilegumaður Einars Jónssonar kominn. Stendur hann göngunum niðri f Alþingishús- mu. Þetta er mikið verk og fagurt. Stór og tröllaukinn útilegumaður ber konu sfna látna á bakinu, en ungbarn í fyrir. Er honnin þetta ærin byrði og stiðst hann fast á staf sinn, en við hlið hans rennur rakki.—Konan er bundin á bak mannsins. Er hún fögur sfnum og að öllu leiti vel gerð, en barnið er þó enn betur gert. Það heldur báðum höndum um háls föður sfnum og er svo raunalegt á svip- inn, að hver maður viknar er á það lftur. Leiðir sorgarsvipur þess ósjálfráþ liug áhorfendans að þeirri sorgarsögu sem Eiuar hefir höggvið f steininn, og skýrist við það heildin öll. Galli er það á þessu verki að útilegumaðurinn sjálfur er of frammintur og kjálka- mikill. Er það ósamkvæmt þjóð- sögum vorum um útilegumenn. Því að þeir eru sagðir frfðir sfn- um og tigulegir. En vögsturinn er geisi þreklegur og allur lfkam- inn vel gerður. En þótt finna megi að einstökum atriðum, er þetta verk stórvirki og Einari til mikils sóma. övart varð mér að segja að Einar hefði höggvið þetta f stein. Hann hefur aðeins höggvið þetta f leir, en sjálfsagður hlutur er það, að alþiugi kaupir að honum úti- legumanninn höggvin f livftan ó- gallaðan marmara, þvf að tfmi er nú til kominn að kaupa fyrsta verkið f listasafn Islands og gera hús yfir það.— Hafa munu þeir og eitthvað málararnir, sem þangað á erindi. (Ingólfur 7. ágúst.) Bústaður Heimskringlu er sem stendur að 727 Sherbrooke St, Veðrátta er blaut, stormasöm og hvikul, fólki er þess vegna hætt við köldu,kvefi, hæsi og brjóstsjúk- dómum. Beztu meðulin eru Dr. Eldridge hóstameðulin. Þau bregð ast aldrei, séu þau tekin f tfma. Þau fást hjá Kr. A. Benediktssyni 409 Young st. Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 409 Young Street selur alskonar mál og málolfu f smá- sölu og heildsölu með lægra verði en aðrir. og ábyrgist að vörurnar séu að ölla leyti af beztu tegund. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. A móti markaOuum P. O. CONNELL, cigandi. WINNIPEG Beztu tegutidir af vítJöugurn og vindl- um, aðhtymiing góð og húsið endur- fcætt og uppbúið að uýju DOMINION HOTEL 523 lÆ^YITVJ- ST. Carroll á Spence, Eifcnndur. Æskja viöskipta íslendinga. gisting 6dýr, 40 svefnherbergi,—ágætar máltíöar. Petta Hotel er gengt City Hall. heflr bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega að kaupa máltídar, sem eru seldar sérstakar. Department of Agricul- ture and Immigration MANITQBA. TILKYNNING . TIL BÆNDA: Það koma nú daglega inn f þetta fylki hópar af ungum mönnum frá Austur Canada og Bretlandi, sem vilja fá bændavinnu. Margir æirra ern æfðir vinnumenn og aðrir óska að læra bændavinnu. NÚ ER TÍMINN til þess að útvega sér vinnuhjálf fyiir komandi árstfð. EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU- MANNA 1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir- ritaðs og segið livernig vinnumenn þér þarfnist, hvort lieldur æfða eð& óvana menn, og hvers þjóðemis, og kaup það sem pér viljið borga. Skrifið strax og forðist vonbrygði. J. J. ttOliDEBÍ, PROVINCIAL GOVERNMENTT IM- MIGRATION AGENT, 617 Hain Sí IVinnipcg. . Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norðvesturlandin Tlu Pool-borð.—Alskouar vín ogvindlar. Lennon A Itebb. Eieendur. DISC DRILLS Nú er timiun til sumarplæginga. Og Hveisveeiia skvlduð þór þA ekki fá JOHN DEERE eða jloline plóg og spaia yður óþarfa þieytugang? Sé land vðar mjög límkent. þá gefst JOHN DEERE Disc Plógur bezt. Þeir eru léttir og haeglega notaðir og rista eins bieitt far og hveijum þókuast og eru hinir beztu í snúningum. Það eru beztu plógarnir, sem nú eru á markaðnum. C. Drummond-Hay, IMPLEMEHTS & CARRIAOES, BELMOZSTT JVL-óAHNU Brauð bökun er einföld, en verður samt að vfsiridagrein þegar árum er eytt til þess að hafa hana ó- breytanlega og jafna dag eftir dag. Að- ferð, efni og vand- virkni gera BOYD’S BRAUÐ BEZT BOYD’S McINTYRE BLOCK ’PHONE 177 Sonnar& Hartley, Gögfræðingar og landskialasemjarar 4#4 llain 8t, ... Winnipeg. R. A. BONNEB. T. I.. HARTLBY.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.