Heimskringla - 15.09.1904, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.09.1904, Blaðsíða 4
HEIMSKEINGLA 15. SEPTEMBER 1904 West End = = Bicyde Shop, £77 I*»r*aí;e Ave. Pér eru seld Þau sterkustu og fallegustu Ljil, sem til eru i Canada, meBlOpcr cent af- stœtti, móti peningum nt 1 hönd. Einnig móti niöurborgunum og mánaöar|afborgunum. Göm- ni hjól keypt og seldjf rá $10 og upp. Allar aö- geröir leystar af hendi fljótt og yel. Lika fœst þar alt sem fólk þarfnast til yiöhalds og aö gerðar á hjólum sínum. Jon Thorsteinsson. Mjög áríðandi Safnaðarfund halda Únitarar í samkomusal sfnum á hominu á Notre Dame Ave. og Nena St. á sunndaginn kemur kl. 3 e. m. Aríðandi að allir safnaðarmenn mæti. Þrjátfu þúsund dollara sumar “hotel” er ákveðið að byggja að Winnipeg Beach í vetur. Stólp- arnir undir grunninn eiga að rek- ast niðurí haust, en alt húsið, sem á að vera prfloftað og hafa 100 gestaherbergi, á að vera algert fyr- ir lok mafmánaðar að vori. W. H: Paulson, með 25 ísl. vest- | urfara er væntanlegur til bæjarins I um næstu helgi. þeir, sem hafa í hyggju að byggja f haust ættu að finna Oddson, Hansson & Vopni að máli því þeir hafa jörðina, trjáviðinn og allar nauðsynlegar vörur til húsa- bygginga. Winnipe^* Herra Arnór Árnason, sem búið hefir hér í bæ um 18 mánaða tfma, hefir fengið svo gott atvinnutilboð frá félagi í' Chicago, að hann hefir afráðið að piggja það, og býzt þvf við að flytja héðan alfarinn með fjölskyldu sfna um næstu mánaða- mót; hann hefir því hús sitt, 644 Toronto St., til sölu fram að þeim tfma. Einnig býst hann við að selja alla innanstokksmuni, sem allir eru nýjir og af ffnustu gerð. Þeir, sem vildu kaupa eitthvað af J þessu, geta snúið sér til Amórs að j heimili hans. Bezt sem fyrst. ___________________ Um 120 taugaveikir sjúklingar j vom hér á spftalanum um síðustu 1 helgi. Um eða yfir 200 slíkir sjúk- j lingar munu vera f bænum um J pt>ssar mundir og tala þeirra ferj vaxandí. Að pins fáif dáið, 'a? VSltmni, sem,- virðíst vera íj Verið er að byggja stóran og vandaðan alþýðuskóla (Strathcona school) á hominu á Burrows Ave. og McGregor St., í norðurenda bæjarins. Hann á að kosta rúm- lega $43,000. Það er vonað að skóli þessi verði fullger að vori. Kvennfélagið “Gleym mér ei” heldur skemtisamkomu [>ann 29. í þ. m. .Prógrarn verður auglýst í næsta blaði. Lesendur em beðnir að athuga þetta og að sækja vel samkomuna. Látinn að morgni 13. f>.m. Ing- var Búason, B.A., að 539 Ross Ave., hér í bænum, 30 ára gamall. Bana- mein hans var brjóstveiki. Útför- in fer fram. frá St. Paul kirkjunni á horninu á Notre Dame Ave. og Nena St., kl. 2 á sunudaginn kem- ur 18. þ. m. Hans verður síðar getið hér f blaðinu. mildara lagi eftir þvi sem veiki sú , \jrB Jacobson, dóttir Jóhanns á er vön að vera. j Bólstað, drukknaði nýlega að - II,-asagtta.----■. Gimli, Man. Domini'on stjómin hefir lfst yfir því, að eftir 1. október næstkom- andi verði engar böggulsendingar fluttar með pósti til Yukon lands- ins. Eftir þann tíma verða allar böggulsendingar látnar bíða næsta vors; yfir véturinn verða [>vf að eins bréf, póstspjöld og blöð, eitt blað f hverjum þakka, sent beint frá skrifstofum blaðanna, send með j póstum vestur. Oddson, Hansson & Vopni Selja hús og lóðir með betri kjörum en nokkrir aðrir í borginni Kvennablaðið “Delineator” fyrir október næstk. er nýútkomið. Það , sýnir nýjustu fatagerð úr nýjustu fataefnum og flytur nokkrar mjög fagrar litmyndir til skýringar, auk kápunnar, sem einnig er litskreytt. Ritgerðir til að kenna fatasnið, hattagerð, húshald og fleira þess konar em og í blaðinu, og er það alt sýnt með myndum ásamt les- málinu. Svo era og nokkrar vel- samdar skemti smásögur f ritinu, og sfðast nokkrar blaðsíður af aug- j lýsingum Allur er frágangur rits j þessa hinn skemtilegasti og ritið í heild sinni hin þarfasta eign fyrir! húsmæður, því þær geta mjög mik- ið a'f [>ví lært. Bæjarstjómin hefir f hyggju að gera ráðstafanir til að neyða alla borgarabúa til þess að gera saur- j rennusamband— sewer connection — við hús sfn. Allmargir a£ lækn- nm bæjarins telja taugaveikina, sem nú gengur í bænum, orsakast af fessu saurrennu sambandsleysi. j Þeir verða að finna sér eitthvað til, mennimir, til f>ess að auka út- gjðld íbúanna. Finnið Oddson. Hansson & V o p n i, ef þér þarfnist f- verahúsa; þeir hafa meira af hús- um til sölu og leigu en nokkrir aðrir í borginni og gefa yður betri skil- Fort Rouge Hotel Það er ekki með sanngirni hægt að segja, að gestgjafahús fslend- inga í bæ þessum hafi að pessum tfma verið þjóðflokki vorum til sóma. Fyr á árum, meðan landar vorir hér og í n/lendunum voru fámenn- ir og fátækir og hver kepti við ann- an að fá sem allra ódýraat fæði og húsnæði, þá bar minna á þessum skorti 4 sæmilegu gestgjafahúsi íslenzku. En á sfðari árum, eftir þvf sem almenn fbúðarhús landa vorra hér í bæ hafa farið batnandi bæði að stærð og skrauti og þæg- indum, þáhefir þessi gistihússkort- ur stungið svo f augu ferðamanna þeirra úr íslenzku nýlendunum, er átt hafa erindi til borgarinnar og gjaman hafa viijað láta landa sfna njóta hagnaðarins af gistingu sinni hér, að þeir hafa hver um annan borið [>ann vitnisburð, að gistihús- in væru löndum voram blátt áfram sagt til vanvirðu, bæði fyrir [>að hve lftil þau væru og fátæklega bú- in innanstokks, og einnig sérstak- lega fyrir það, hve þau væru óhrein og mönnum þjappað saman í þröng, og svo svefnherbergin full af vegg- lús. Og margir þessara manna hafa sagt, að þeir mundu ekki ótil- neyddir kaupa sér gistingu á þess- um fslenzku húsum. En öllum liefir þeim borið saman um það, að húsráðendur þessara gistihæla væra í rauninni allra bezta fólk og að meðferð þeirra á gestum sfnum væri full sæmileg, f>egar tillit væri tekið til hins lága verðs, er þeir settu upp. Þeir liafa að eins fund- ið að þrengslunum og óhreinlæt- inu. Að þetta sé samdeikur, f>að er 41 fullri vitund allra þeirra landa vorra hér 1 bæ, sem annars eru fá anlegir til þess að sjá og skoða ! hlutina eins og þeir eru. Það er þessi meðvitund um skort móla en aðrir. ; á sœmilegu gistihúsi, sem svo fieiir | skerpt tilfinninguna meðal fslend- inga fyri? þörfinni á umbótum í fæssa átt, að þau hjónin Brynjólfur Teitson og kona hans Sæunn Brynjólfsdóttir (Mr. og Mre. Ander- son), að 421, Corydon Avenue, Fort ííóugé, hafá, í sumar látið byggj'ú mjög stórt og veglegt gistihús, sem þau búa nú í. Hús þetta, sem þau nefna Fort Rouge Hotel, er 56 feta langt, 28 feta breitt og stendur á 9 feta djúpum steingrunni,-og nær grunnurinn hér um bil 6 fet í jörð niður, en 3 fet yfir gangtröðina, svo að kjallarinn er hið hentugasta pláss og rúmgóður; þar er hitun- arvélin, þvottaáhöld öll og ýmsir bjartir og loftgóðir geymsluklefar, svo sem fyrir garðávexti, kom og kjötmat, mjólk og smjör og fleira þess háttar. A neðsta aðal-gólfi er matsölubúð, setu stofa og reykinga og svo borðstofan, þar sem 40 manns geta matast í einu; 4 þessu gólfi er einnig eldhús og búr og eldiviðarskýli. En á hinu tveimur efri loftunum era 24 svefnherbergi, hvert 9x11 fet og 10 fet undir loft. Auk þess eru tvö salemi og bað- i herbergi í húsinu, svo að samtals era [>ar rúm 30 herbergi auk kjall- arans. Húsið er príloftað á grunn- inum. Oll eru herbergin björt og loftgóð, öll lýst með rafljósum og hituð með vatni, og hefir allur sá útbúnaður kostað ærna peninga. Als kostaði hús þetta um átta i púsund dollars, auk húsbúnaðar, j sem kostaði um tvö þúsund dollars. 8vo að alls hefir húsið með innan- stokksmununum kostað um tíu þúsund dollars. Oþarft er að taka það fram, að þau hjón skulda enn meginið af fé því sem hús þetta hefir kostað, en }>au eiga tvær húseignir skuld- lausar við hliðina á þessu stóra gistihúsi, sem eru báðar full fimm þúsund dollara virði, og auk [>ess hafa þau nokkrar skepnur, svo sem 3 kýr, 2 kvígur, hest og 30 alifugla. Svo að ásamt því að hafa gistihús ið, hafa þau einnig búhokrið og búðina, þar sem [>au verzla með matvöra, svaladrykki, sætindi og aldini. Heitt og kalt vatn, bæjarvatn, er í öllu húsinu, og alt er [>ar hand- hægt, hreinlegt og loftgott. Öll herbergi hússins eru [>egar leigð, nema tvö, sem ætluð eru gestum. Hvert herbergi á efsta lofti kostar $2.00 um vikuna og á neðra lofti $2.50, og er leigan eftir ]>au borguð reglulega eins og vera ber. Fæði er selt sérstakt og kostar $3.50 um vikuua, svo að fæðið og herbergið kostar frá $5.50 til $6.00 um vikuna. Alls eru nær 50 manns í fæði hjá þeim hjónum, en að eins 2 peirra eru Islendingar. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ÍROBINSON co: ♦ Ltmitsd 898-402 Maln St., Wlnnlpeg. J ....... . ♦ SOFA KODDi/C Q Í FYRIR UOC ♦ Sofa köddar Satin þaktlrj ♦ okraut munstur með kögri í ♦ krin£; fyltir dún of? silki J flosi. 18x18 þuml .... 85C. I ♦ Vadmals tíí f — - j : píisa 'PI«75 : ♦ Þessi hversdags pils eru ágæt ♦ ♦ lega gerð, nýjasta snið. og ♦ ^ ágætt efri, grá Navy blá og + ♦ svört. Útsaumuð í faldin. ♦ ^ Sérstakt verð... .$1.75 ♦ ♦ ♦ ♦________________________♦ & co: Llmlted : IROBINSON ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Gestir, sem að eins gista nótt og nótt 1 einu, borga 75c yfir nóttina fyrir herbergið og 25c fyrir hverja máltfð, nema ef máltfða ávísana- miðar era keyptir. Talsverður kostnaður er við hús- hald [>etta. Auk 3—4 stúlkna, sem [>ar hafa atvinnu, þá vinnur konan sjálf eins og vfkingur frá [>vf kl. hálf-fimm á morgnana til kl. 10 á kveldin og stjómar hún öllu sjálf. í Maður hennar, sem er stakur elju- maður, hefir unnið stöðugt f 20 ár eða lengur í hveitimylnu Hudsons j Bay félagsins hér í bænum, og vinnur hann þar enn þá; enkonan, sem er sannnefndur kvennvfkingur til vinnu og framkvæmda, stjórnar J húsinu, verzluninni og búinu, og að hennar ráðum og undir hennar umsjón var gistihúsið býgt. Það má fullyrða, að þetta fyrir- tæki hafi borgað sig vel fram að | þessum tfma og er líklegt til að | gera það betur framvegis, eftir j þennan komandi vetur. Það er gert sem hún gerir hún Sæunn; dugnaður hennar og áræði verðskuldar að henni farnist vel með þetta fyrirtæki sitt. HÚ8 TIL SÖLU Eg hefi hús og lóðir til sölu víðsvegar í bænum. Einnig út- vega ég lán á fasteignir og tek hús oghúsmuni í eldsábyrgð. Office 413 Main Street. Telephone 2090. M. MARKTJSSON. 473 Jessie Ave. Winnipeg. J. J. BILDFELL, 505 MAIN STREET selur hús og lóðir og annast þar að lút- andi störf; ntvegar peningalán o. fi. Tel.: 2685 Helgi Jóhannesson Dáinn 24. ágúst 1904 Sumar döpur ljósin lækka lyftast blikur upp og hækka, gleðin flýr af skýjum skygð skyndilega burtu stygð. Hnignar rós í húmi nætur, haustið brúnir sfga lætur, skrælnar mörk við skógar- rætur, skugga slær um Garðars bygð. Vinur. nú á hausti hniginn, hinstu spor þín eru stigin, alla fram á dauðans dröfn draga þessi örlög jöfn. Deilum ei um daga langa, dapurt líf og vinnu stranga, létt má kallast liðin ganga. Farðu vel 1 friðarhöfn! Morgunstundin minna gefur manni peim, er lengi sefur; fyrirhyggjan fylg<li djörf framkvæmdum við öll [>fn störf Frjálsum gæddur félagsanda framarlega. vildir standa, heimilið svo varði vanda hamingjan og höndin þiirf. Hafðu þ">kk fyrir hylli vina, hlýja lund og samförina! gestrisnin og glaðvær orð glöddu margan við [>itt borð. Nú er stund að horfahryggur hnigirin nær f valnum liggur, feðra dáð og drengskap trygg- ur, frumbygginn á frjálsri storð. Sá er daufur sálarstyrkur situr rór við andleg myrkur; ei [>ú lægðir eðli manns, æfistarf né köllun hans. Tryggast hefir traust að bjóða trú á alt hið fagra’ og góða, fullkomnun og frelsi þjóða; hún er blessun lyðs og lands. Ekki hér við elli bundin árla kom [>fn værðarstundin, þig varð mörgum sárt að sjá sofnaðan með föla brá. Von sú ein er verndarkraftur, vakna munir endurskaptur og þeir fái fund þinn aftur, sem þig horfinn heitast þrá. S. S. fnfeld. i&mm | HEFIRÐU REYNT ? £ DRF.WPV’S -- IREDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Vid áb.yrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- y búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Canada, Edward L. Drewry ítVinnipeg, JHanalactnrer A Imperter, HIÐ ELSKULEGASTA BRAUД “Ég fékk pá elskulegustu brauðköku með þvf að nota ROYAL HOUSEHOLD MJÖL, það gat ekki hafa orðið betra,—svo hvítt, létt og gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi frá einum notanda Ogi/vie’s “Roya! Household Mjol Vér höfum ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög vænt um, að þér vilduð reyna þetta mjöl og rita oss svo álit y ð a r um [>að. Sérhver notanði [>ess verður góður auglýsandi að ýmsu leyti, þó ekki sé nema með því að tala við náungann um áhrif þess, Matsali yðar selur [>að. palace^lothing^tore 458 MAIN STREET, Gagnvart Póstlyísinu. Næstu viku gefum vér þessi kjörkaup: $12.50 og $13.00 Karlmannafatnað á $8.50v $2.50 Hattaá$1.75. $13.00 Regnkápur 4 $8.75. Ótal fleiri kjörkaup. Mr. Kr. Kristjánsson vinnur f búðinni. Gagnvart Pósthúsinu G. C. Long Fundarboð Meðlimir stúdentafélagsins fs- lenzka eru beðnir að mæta hjá Ó. Eggertssyni á föstudagskveldið kemur kl. 8. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ íslendingar ♦ ♦ í Winnipeg ♦ : ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ættu nú að grfpa tækifærið og fá brauðvagninn minn heim að dyr- unum hjá sér á hverjum degi. Ég ábyrgist yður góð brauð (machine made), og svo gætuð pér þá lfka fengið cakes flutt heim til yðar á laugardögunum. Gefið mér ad- ressu yðar með telefón nr. 2842. G. P. Thordarson 591 Ross Avenue. Lönd, hós oglóð ir til sölu Égbefi mikið af góðum húsum og lóðum hér f bæn- um. Húsin frá $1,125.00 uppf $7,000,00. Lóðir á Maryland fyrir $15.50 fetið, Agnes $13 fetið, Toronto $12.50, og vestur í bænum fetið fyrir $7 og niður í $3. Varir stutta stund. Lönd he.fi ég víða með lágu verði og góðum skil- málum. Líind hækka mik- ið í verði f næsta mánuði. Kaupið meðan tími er til að ná í ódýr lönd, lóðir og hús. K. A. Benediktsson, 409 Young St. PALL M. CLEMENS- BYGGINGAMEISTARI. 40H Ilsiin *t. Wiui»i|>eg. 1?\KKR BLOCK. l'HONK 285. Dry Góods —OG— Grocery búð. 668 Welliagton Avenue verzlar með alskyns matvæl aldini, glervöru, fatnað og fata efni, 'selur eins ódýrt eins og dýrustu búðir bæjarins og gefur fagra mynd í ágætum ramma. með gleri y ir, með hverju $5.00 virði sem keypter. íslendingum er ben 4 að kynna sér vörurnar o verðið í þessari búð. J. Medenek, 868 Wellington Ave ■viKmr Fólks- og vöruflutn- inga skip Fer Jirjár ferðir í hverri viku á milli Hnausa og Selkirk. Fer frá Hnausa og til Selkirk á mánudðgum, miðvikudögum og föstudögum. Fer frá Selkirk til Hnausa á priðjudögum og fimtu- dögum, en á laugardögum til Gimli og sunnudögum norður að Hnausa. Laugardag í hverri viku lendir skipið við Winnipeg Beach, og fer þaðan norður að Gimli og til baka. Fer sfðan að Giinli sama dag og verður þar um slóðir 4 sunnudög- um til skemtiferða fyrir fólkið. Stöðugar lendingar verða f hverr ferð, þegar hægt er, á Gimli og í Sandvík — 5 mílur f/rir norðan Gimli. Þessi ákvörðun veiður gildandi fyrir þann tíma, sem mestur fólks- flutníngur verður með C.P.R. ofan að Winnipeg Boach. 5. SIGURDSSON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.