Heimskringla - 29.09.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.09.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 29. SEPTEMBER 1904. hátt talsverðan hávaða, f>ar til for- setinn gefur honum málfrelsi, með því að kalla tölu hans. Þingsalurinn er í hálflirings- mynd og þingmenn sitja í hópum 6—-8 saman, en þó hver við sitt borð, í miðjum salnum er hár pallur og þangað gengur hver þing- maður, er hann vill tala. Á bak við hann situr forsetinn með stóra bjðllu, sem hann hringir, hvenær sem ber á óreglu í húsinu. Þing- tíðindin eru svo nákvæm, að |>au flytja hvert orð, er hver maður tal- ar f þinginu. Ingvar Bjarni Búason Ingvar Bjarni Búason, B.A., var fæddur 9,aprfl 1873 á Skaga á Isafirði, ísafjarðarsýslu á Is- landi. Foreldrar hans eru þau hjón Búi Jónsson, sonur Jóns sál, skipherra á Isa- firði, Jónssonar hreppstjóra á Skaga og Þorlaugar Guð- brandsdóttur Jóns- sonar f rá Gerðhömr- um í sömu sveit. Sá Jón var sonur Guðbrandar S i g - urðssonar prófasts að Holti í Önundar- firði og konu hans Ástríðar Tómasdóttur frá Söndum í Dýrafirði. Ætt hennar öll dó út í stóru-bólunni 1707. Móðir Guðbrandar Sigurðs- sonar var Helga dóttir Páls lærða og Helgu dóttur Halldórs lögmanns Ólafssonar, frá Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðar- sýslu og er sú ætt talin til Jóns Arasonar býskups. Kona Guðbrandar, móðurafa Ingvars sál., var Halldís Bjarna- dóttir; móðir hennar var Elfzabet Markúsdóttir, prests að Mýrum í Dýrafirði. Kona Markúsar var Elfzabet Þórðar- dóttir Olafssonar stúdents í Vigur; en Þórður var bróðir Ingibjargar Ólafsdóttur, móður séra Sigurðar föður Jóns Sigurðssonar, alþingismanns. Af pessu yfirlití sést, að Ingvar sál. var kominn af stór- mennum í báðar ættir, og að meðal þeirra og ekki all fjar- skyldir honum teljast nokkrir þeir merkustu Islendingar, sem uppi hafa verið á síðari öldum. Ingvar sál. var rúmlega meðalmaður á hæð og gildur hlutfallslega, en beinvaxinn og bjartur yfirlits, hárið ljóst og lítið eitt hrokkið, augun grá, hrein og stillileg, ennið hátt og gáfulegt. Hann var þykkleitur í andliti, nefið beint en nokkuð þykt og hakan breið. Alt útlitið bar vott um vilja- þrek og áræði. Að lunderni var hann glaðlyndur, en þó alvörugefinn og stefnufastur, og í allri framkomu var hann sannnefnt prúðmenni, fáskiftinn um hagi annara og stak- lega orðvar. Ingvar sál ólst upp með foreldrum sfnum á Skaga, f>ar til hann árið 1887 fluttist með þeim til Vesturheims, þá 14 ára gamall, og settist að f Nýja Islandi. Hann var snemma hneigður til bóknáms og hafði fengið talsverða mentun f föðurhúsum á Islandi. Hann gekk og einn vetur á barna- skóla í Nýja Islandi og naut þar fræðslu hjá herra Sigurði G. Thorarensen. Ar [>au sem h'anndvaldi í Gimli sveit vann hann ýmist heima á búgarði foreldra sinna eða hann réðist í vinnu til hérlendra manna, þar til hann um tvftugs aldur réðst í að stunda nám við Manitoba College f Winnipeg; þar var hann f 6 ár og vann sig áfram með litlum styrk frá for- eldrum sfnum, þar til árið 1900 að hann útskrifaðist af há- skólanum með góðum vitnisburði. Að loknu háskólanám- inu stundaði hann læknisfræði um eitt ár, en varð að hætta því námi vegna heilsubrests. Hann hafði féngið megna kvef og köldu sótt, f>egar á unga aldri, sem snérist upp í svæsna brjóstveiki; þann sjúkdóm bar hann öll þau ár, sem hann stundaði nám við Manitoba College. Ingvar sál. var stakur reglumaður og ákveðinn bindind- ismaður og ötull frumherji f>ess félagsskapar. Árið 1902 var liann sendur á alheimsþing Góðtemplara, sem baldið var í Stokkhólmi f Svíarfki, sem erindsreki stórstúku Góðtempl- ara í Manitoba og Norðvestur-héruðunum. í þeirri ferð fór hann og til íslands og kyntist f>ar og f Svfaríki mörgu stór- rnenni, og hélt uppi bréfa-viðskiftum við marga þeirra alt til dánardægurs Hann skildi við hálfunnið starf í f>águ Góð- templara félagsins með ritgerð þeirri um stofnun, vöxt og viðgang Good Templar Reglnnnar, sem nýlega birtist hér í blaðinu, en sem ekki var fullgerð, er hann lézt. Ingvar sál. kvongaðist 16. júní 1892 ungfrú Guðrúnu Jóhannsdóttur, Sigvaldasonar frá Mjóadal í Húnavatnssýslu, sem lifir mann sinn ásamt 13 mánaða gamalli dóttur þeirra hjóna. Svo lifa og foreldrar hans, einn bróðir, 4 systur og ein fóstursystir, öll í Ameríku. Ingvar sál. andaðist eins og áður er getið, pann 13. þ. m eftir tæprar viku sjúkdómslegu, 31 árs gamall. Vestur-íslendingum er eftirsjón í manni þessum. Hann var gæddur góðum hæfileikum. Það sem sérstaklega ein- kendi alt hans lff, var stök prúðmenska í allri framkomu og öflug mentafýsn, enda hafði hann, þótt ungur væri, sýnt sig verðugan frænda annara mikilmenna í ætt hans, með f>vf að hafa, þrátt fyrir fjárþröng og megnan heilsubrest aflað sér óvanalega mikillar mentunar f almennum vfsindum og sér- fræðigreinum. Þetta gaf von um fagra framtíð hans og heillarfka starfsemi í hópi Vestur-íslendinga, ef heilsa hefði veitt honum óbilaða starfskrafta og lengra lff. Til hvers er að kaupa ó- brent grænt kaffi og tapa einu pd. af hverjum fimm .pundum við það að brenna það sjálfur cfg* eyða pessutan eins miklu eða meiru við ofbrenslu, að ótöldu tfmatapinu. PIONEER KAFFI er tilbrent með vél og gerir það betur en yður er mögu- legt, svo það verður Staekkbetra- Biðjið matsalann um Pioneer Kaffi. Betri tegundir eru Mocha ogJava Kaffi, til brent. Það er [>að beza, sem fæst f þessu landi. The Haldiö saman “Coupons,,og skriíiö eftir verðlistanum. Blue Ribbon Mfg. ■wiiisr nsr iæ>e3 Gb CO. FOAM LAKE, ASSA. (Frá fréttaritara Hkr.) I. september 1904 Hér hefir sumarblíðan verið hin ákjósanlegasta. Grasvöxtur í betra lagi t>g heyskapur því gengið vel. Söluverð á gripum og öðrum bænda- vörum nokkuð hátt, svo þegar þetta fylgist alt að, [>á er ekki annað að sjá, en að bændur komist í vand- ræði með að geta fundið að við for- sjónina, en þfiif munu nú gera það samt. Kvillasamt liefir verið nú upp á síðkastið, og hafa ýmsir verið við rúm og aðrir frá vinnu. Þó vita menn ekki, hverskyns kvilli það er sem gengur. Engir hafa dáið í þessari nýlendu, svo ég viti, á þessu sumri. Innflutningur hefir verið all mik- ill á þessu sumri, og þykir mér furða, hve Foam Lake er orðið víð- þekt á svo stuttum tfma. Menn hafa komið frá Dakota og Minne- sota, frá Argyle og Manitobavatni og einnig frá Kyrrahafsströndinni. Og frá Winnipeg hefir hinn dug- legi Emigrant (hr. Sv. Eiríksson, sbr. Heimskringlu) sést hér um slóðir. En slfkt er ekkert tiltöku- mál pótt menn komi frá ymsum pörtum Canada og Bandarfkjanna, en þegar einn kemur frá Islandi og annar frá Brazilfu og þeir mætast f Foam Lake, þá mætti álfta að það hefði meira enn lítið aðdráttarafl og sé víðþekt og velkynt, og hefðu þeir fáu landar sem hér voru fyrir tveimur árum og héldu landið eink- isvirði, ekki þá trúað þvf, sem nú er komið fram, og eins mundi fara enn, ef spámenn kæmu fram og skýrðu fyrir fólki þær umbreyting- ar og framfarir, sem verða í þessari nýlendu innan fimm ára, þá mundi margur samt ekki trúa fyrr en hann þreifaði á. En hvað sem því lfður, þá er það gleðilegt, að Islendingar virðast nú loks vaknaðir til meðvitundar um landgæði Canada, um landgæði NorðvesturJandsins og landgæði Foam Lake, því fyrir utan öll þau heimilisréttarlönd, sem tekin hafa verið á sl. tveimur árum hafa nokkrir framsýnir menn keypt'sér lönd þar að auki. Þetta er rétta s'porið og þetta ætti hver maðun að gera, sem er þess megnugur. Því af hverju lifir fólkið nema landinu? Líði bóndanum illa, þá líður bæj- armanninum það engu að síður, en lfði bœjarmanninum vel, þá hlýtur bóndanum að líða vel. Þvf bygg- ingin getur ekki staðið án undir- stöðu, og landbóndinn er undir- staða, ekki einuugis smiaæja og stórborga, heldur heila veldisins. Það eru enn frí-lönd að fá fyrir þá, sem ekki geta keypt, og það eru enn lönd að fá með þolanlegu verði fyrir þá, sem geta keypt. íslend- ingar ættu að hafa það hugfast. Og Foam L;ike nýlendan, íklædd sfnu fegursta sumarskrauti, með skógarbeltum og fögrum blómstur- völlum, lfðandi lækjum og löngum engjadrögum, breiðir opna arma á móti öllum íslendingum og býður þeim að setjast að við brjóst sfn og teiga f sig næringu Iffsins. Hún biður alla jafnt velkomna, hvort heldur þeir koma austan frá Is- landi eða sunnan úr Brazilfu. En búast má við, að Brazilíu-mönnum kunni að þykja faðmlögin nokkuð köld á vetrum. Hús B. Jasonsonar er nú fullgert að mestu. Það er myndarlegt hús og mesta sveitarprýði og eigandan- um til sóma. Mr. Jasonsson hefir hér reist sör minnismark og gefið öðrum gott dæmi til eftirbreytni. Húsið mun kosta fullgert um tólf hundruð dollars. Ólafur Johnson hefir reist myndarlegt Cottage á landi sínu og sýnt hagfræði í því að þekja það með spæni. Manni þykir nýung að sjá slíkt á nýbyggj- ara kofum, og nokkuð öfugt að þeir fátæku lifl undir timburþökum, en þeir efnaðri undir mold og leir; en “tímarnir breytast og mennirnir með,” — og moldin mun hverfa til jarðarinnar aftur, livaðan hún kom. — Látum oss biðja. AQŒTÍ ‘T. U’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : jj Thos. ■■rsvsas' WESTERN CIGAR FACTORY Lee, eigandi. 'WIITIN'IPEG- 1Ö. seþtémber 490i Heyskapur laiigt á veg kominn; hveitisláttur er um garð genginn, og mun herra J. Janusson vera fyrstur íslendinga til að slá hveitl með bindara í þessari nýlendu. Hafrar eru að mestu óslegnir enn þá, en akurblettir manna líta held- ur vel út og munu, ef tíðin leyflr, gefa uppskeru í ríkum mæli, og er það sönnun fyrir þvf, að akuryrkja getur þrifist hér sem annarsstaðar í Norðvestur-landinu. Mr. G. Narfason heflr bygt sér góðan steinkjallara og vona menn að sjá þar yfir reisulegt hús um þetta leyti að ári. Þeir Ólafssynir, Ingvar og Ög- mundur, hafa hvorfið aftur til Win- nipegoses livar þeir ætla að stunda fiskiveiðar á komandi vetri, en hing- að munu þeir hijta með vorinu. J. Ö. Bfldfeld hefir farið tilWin- nipeg; hann hefir verið lasinn um tfma og mun ætla að leita sér lækn- inga. Mr. Skúli Johnson hefirverið að brjóta landið fyrir ýmsa í sumar og munu þær ekrur, er hann hefir brotið, segja til sín að sumri. Afram, piltar, áfram! meðölin eru áreiðanlegri og betri en flest eða öll önnur meðöl. Það er vitnisburður þeirra, sem reyna þau. Nfu af hverjum tíu eru fúsir að gefa vottorð um ágæti þeirra. Þau bæta sjúklingunum og gera marga albata, sem öll önnur meðöl hafa reynst ónýt og einskisvirði. LIQUID ELECTRICITY með, ölin eru samsett eftir nýjuatu upp- götvunum heilsufræðinganna, og standa því framar að efnum og gáióum, eii eldri meðala brugganir,1 DOMINION HOTEL 523 HVLJAIINr ST. Carroll & Spence, Eigendur. Æskja viöskipta íslendinga, gisting ddýr, 40 svefnherbergi,—ágœtar málttöar. Petta Hotel er gengt City Hall, heftr bestu - lföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm, þurfa ekki nauösvulega aö kaupa máltiöar, sem eru seldar sérstakar. Department of Agricul- ture and Immigration HANITOBA. sem nú eru að mörgtl leyti mynda- j TILKYNNING Styttur og grafarkumbl fákunnáttu óg eldgamals vana. Kaupið og reynið “ E. E.” með- ölin, þér, sem ekki þekkið þau. Þá sem þekkja þau þarf ekki að minna á þau. Þau fást enn þá hjá K. Á. BENEDIKTSSYNI, 409 Yotítíg Street Bftstaður Heimskringlu er sem stendur að 727 Sherbrooke St. S. THORKELSOJÍ, 751 Komm Ave., selur alskonar mál og málolfu f smá- sölu og heildsöiu með lægra verði en aðrir, og ábyrgist að vörurnar séu að ölla leyti af beztu tegund. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaönum P. O. CONNELL, eigandi, WINNIPEG Beztu teaundir af vínfönautn og vindl um, aðhlynning gód og húsió endur- bætt og uppbúið að nýju Til inmto HeimskriDglu Yfirstandandi árg. blaðsins er bráðlega á enda runn- inn. Nftjándi árgangur þess byrjar f næsta mánuði. Þá byrjar og borgunartfmi kaupendanna og inntekta-vonir blaðsins. Útgáfunefndin mæfist til þess, að kaupendur sýni nú í haust sömu velvild til blaðsins og þeir hafa sýnt á undan- förnum árum,með því að borga fyrirfram fyrirnœsta árgang blaðsinp. Það er mjög áríðandi, að blaðið fái frá öllum kaupendum sínum alt sem þeir skulda því nú og fyrirfram borgun fyrir næsta árgang. Blaðið hefir ráðist f kostnað, sem gerir það óumflýjanlegt, að það nái inn eins miklum peningum og mögulegt er. Undir þvf er framtfð þess og velferð komin, og það liggur algerlega á valdi kaupendanna, að þetta geti orðið . Mörgum kann að virðast það litlu muna, þó þeir falli undan með borganir sínar, blaðið muni svo lftið um hverja tvo dollars. En þetta er ekki rétt. Hvern einstakan kaup- anda munar lftið um árgangsverðið.ym biaðið munar það miklu þar sem margir eiga f hlut. Blaðinu hafa bæztkaup- endnr á þessu yfirstandandi ári og einnig hafa þvf bæzt styrktarmenn, sem tekið hafa hluti í blaðinu og þess vegna liefir blaðið færst í fang að kaupa sér húsnæði og stflsetn- ingarvél, sem hvorttveggja kostaði æma peninga, en sem var um leið alveg ómissandi fyrir framtfð blaðsins. Nefndin réðst í þennan kostnað 1 fullri tiltrú til þess, að kaupendur og velunnar blaðsins mundu nú sem fyrri reynast þvf vel með þvf að borga hlaðið fyrir fram og að útvega því nýja kaupendur og á annan hátt styrkja það eftir föngum. Útsölumenn og vinir blaðsins eru þvf vinsamlega beðnir að starfa eftir beztu kröftum f þarfir blaðsins á þessu hausti og einstaklingar vfðsvegar í Bandarfkjunum og Canada eru beðnir að senda blaðinu það sem þeir skulda þvf, ásamt með fyrir fram borgun fyrir næsta árgang. Útsölumenn blaðs- ins ná ekki til þessara einstaklinga og þess vegna er árfð- andi, að þeir taki sig sjálfir fram um að senda blaðinu áskriftargjöld sín og að þeir geri það f tfma. • Þetta vonar nefndin að allir kaupendur og velunnendur blaðsins taki til greina og að þeir allir leggist á eitt að gera blaðinu mögulegt að standa í skilum. • Félagsnefndin. TIL BÆNDA: Það koma nú daglega inn f þetta fylki hópar af ungum mönhum frá Austur Canada og Bretlandi, sem vilja fá bændavinnu. Margir þeirra eru æfðir vinnumenn og aðrir óska að læra bændavinnu. NÚ ER TÍMINN til þess að útvega sér vinnuhjálp fyrir komandi árstíð. EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU- MANNA 1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir- ritaðs og segið hvernig vinnumenn þér þarfnist, hvort heldur æfða eða óvana menn, og hvers þjóðemis, og kaup það sem pér viljið borga. Skrifið strax og forðist vonbrygði. J. J. (vOIjDEN, PROVINCIAL GOVERNMENTT IM- MIGRATION AGENT, 617 Hain St. \Vinnipc{. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall í Norövesturlandin Tíu Pool-borö.—Alskonar vín ogviudlar. Lennon & Mebb, Eieendur. DISC DRILLS j l JL , SYLyESIÍR Jflíjf.-I F mm og Nú er tíminn til surnarplæginga. Og Hversvegna skyldud þér þá ekki fA JOHN DEEHE eAa Moliue pióg spara yður óþarfa þieytugang V Sé lard vðar rnjög liaibent, þá gefst JOHN ÍIEEKE Di.sc Plógur bezt. Þeir eru léttir og hæglega notaðir og rista eins breitt far og hverjum þókuast og eru hinir beztu í snúningum. Það eru beztu plógarmr, sem nú eru á markaðnum. C. Drummond-Hay, IMPLEMEHTS & CARRIACES, BELMOITT T/T A 7\T Brauð bökun er einföld, en verður samt að vfsindagrein þegar árum er eytt til þess að hafa hana ó- breytanlega og jafna dag eftir dag. Að- ferð, efni og vand- virkni gera BOYD’S BRAUÐ BEZT BOYD’S McINTVRE BLOCK ’PHONE 177 8onnar& Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Snin 8t, - - - Winnipeg, R. A. BONNB&. L. BAKTLIV.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.