Heimskringla - 29.12.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.12.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 29 DESEMBER 1904 ▼ið til réttari vegar. Eða með ððrum orðum: Þótt eitthvert blað eða bl(ið sæu að með þeirri breyt- ingu kæmi í ljós, að þau hefðu farið villur vegar, þ& væri mikið sómasamlegra að breyta til, enn halda lengur áfram f þeirri villu, 8em smámsaman fleiri og fleiri menn eru að læra að forðast, þótt bó fjölgun gangi hryggilega seint, og framtfðarlandið enn þá virðist vera svo óútreiknanlega fjarri. Það eru svo f&ar raddir, sem hrópa með skáldinu: “Þér vinn ög, konungur, það sem ég vinn.” Ég held það sé ekki fjarri lagi, ór þvf maður er farinn að minnast blaðanna hvort sem er, að hugleiða dálítið, hvað helzt [>að er, sem mað- ur hkfir getað fræðst um af þeim. Ekki getur mér blandast hugur um það, að Heimskringla hefir oft haft talsvert fjölbreyttan fróðleik að bjóða, og það getur maður fund- ið, að þar steudur maður á bak við, 8em liefir talsvert sterka löngun til að fræða og leiðbeina f /msum efn- um. En f>að verð ég að játa, að mfn skoðun er, að hann gæti leið- beint fólkinu betur, hvað stjórn- m&l snertir, ef hann par legði sitt bezta fram. En í atvinnu og mentamálum hefir hann oft gefið ýmsar mjög góðar leiðbeiningar. Maður hefði ekki sfður getað búist við að heyra þess konar raddir frá þeim, sem hafa gengið mentaveg- inn. Oft hefir Heimskringla átt þvf láni að fagna, að flytja mjög lagleg kvæði. Þá ætla ég mér að fara nokkrum orðum um Lögberg, og verð ég að játa, að oft hefir mér blöskrað, hvað það er fátækt jafnstórt blað. Auð- vitað er það máske stefna [>ess, að lifa á auglýsingum. Oft hefir [>að haft meðferðis talsvert góðar sög- ur. Og sama má og segja um Heimskringlu. Einnig má geta þess, að það er talsverður fróðleik- ur að bónaðarbdki blaðsins, en ó- trúlega sjaldan virðist það hafa mikið bókmentalegt gildi, og kem- ur þar fram [>að sem ég var bóinn að drepa á áður, að [>að eru alt of fáir, sem vilja nokkuð styrkjablöð. in með fróðlegum ritgerðum. Ég finn mér skylt, úr því ég er farinn að minnast blaðanna, að minnast Vínlands með nokkrum orðum. Þvf held ég fáir hafi neit- að, að þar var laglega farið af stað. Það bar [>að með sér að hafa til- veru sfna í kjarngóðum jarðvegi, rétt eins og það væri frá hjartarót- um Vín.ands hins góða. Og ég vona það fastlega, að [>vf vaxi svo fiskur um hrygg, að [>að verði sann- ur leiðtogi fslenzku þjóðarinnar hér vestan hafs; og að maður um leið geti séð f gegnum [>að mentunar- ástand þjóðarinnar betur en maður hefir getað séð í gegnum hin blöð- in. Blöðin eiga að vera málgögn Þjóðanna og [>á um leið eðlilegt, að f gegn um blöðin heyrist flestar Þær raddir, sem til eru f brjóstum Þjóðanna, og mér finst ekkert liggja beinna við, en dæma mentunar- ástand hverrar þjóðar eftir blöðum hennar og tfmaritnm. (Niðurlag næst). Sorg. Hann skuggana skýla sér lætur í skógarlund, Gg harmar við hlynviðar-rætur Sitt horfna sprund. ®i lánast að laufskálar huggi Né liljukrans, Og sólin er sjálf eins og skuggi í sjónum hans. Ei draumarnir dimmuna þýða Og dauðans ró; Hann leitar, en fljóðið sitt frfða Ei finnur þó. Þá finst honum trfiræknin töpuð, Sé tfzku skart, Og vonin af himninum hröpuð í hómið svart. Svo bátur að bjargr ðum [>rotinn, Sein berst á lönd, Þar hverfur f hyldýpið brotinn Við h irmaströnd. En andinn er helgaður henni, Sem hvflir nár; í brjósti [>ó söknuður brenni, Hann byrgir t&r. í djúpinu bezt er að dylja Þau dulmál kífs, Því gleðin og glaumurinn skilja Ei gátur lífs. Er söngfuglar birtunnar bíða Og blunda rótt, Á rnold hennar minningar líða Um miðja nótt. Og dauðinn þá verður ei vofa, Enn vinargjöf, Ef saman þau fengi að sofa í sömu gröf. Þar stanBa hér stormskýja sporin Og stöðvast höf. Hann sofnar og seinast er borinn í sömu gröf S. S. ísfeld. FRÉTTIRÚR GRUNNAVATNS NÝLENDU, Herra ritstj. Viljið þér gera svo yel að leyfa eftirfylgjandi línum að birtast i yðar lieiðraða blaði Heimskringlu. Sumarið umliðna mátti heita farsældar sumar hér hjá okkur að lokum. Allir sem höfðu nægileg- legan vinnukraft hafa fengið nóga heybjörg handa skepnum sfnum, enda kom það sér betur, [>ví gripa- ræktin er aðalatvinnuvegur bú- enda hér. Að eins lítill styrkur af garðrækt hjá fleiri bændum.— Grunnavatn hefir töluvert lækkað og um leið rýmkast um slægjur alt f kring um vatnið. Bygðin er altaf að færast fit hjá okkur hér. Af og til eru landleit- armenn að ferðast liér fram og aft- er; sumir fara svo bónir, finna ekkert sem [>eim lfkar, en svo komn aftur aðrir, sem jtaka upp heilar Sectionir, þar sem liinir fundu ekkert. Þetta getur komið nokkuð af mismunandi bleytu eða [>urk á landinn, sem fer eftir [>ví hvort úrkomu eða [>urkatfð hefir gengið áður en landleitendur komu til að skoða. Tvö skólahéruð hafa risið upp hér á næstliðnum 2 árum: Há- lands skólahérað, það liggur með fram Grunnavatni, og Norður- stjarnan, það skólahérað liggur norðvestur af Grunnavatni og [>að er mjög líklegt að 3 skólahéraðið rfsi bráðum upp norðaustur af Grunnavatni, [>vf þar er ný bygð að færast út. Þeir sem biggja Norðurstjörnu skólahérað eru einna flestir frá N/ja íslandi og Mikley, — flúnir þaðan frá vatnshækkuninni f Win- nipegvatni, og svo eru þeir víðar útdreifðir. í [>eim hóp hafa Grunnavatnsbúar fengið upp- byggilega drengí, þar á meðal tvo sináskamtalækna: Jóhann Straum fjörð og Pétur Bjarnason. Þeirra er vitjað sem doktorar væru, í hvert skifti sem manneskja veikist eða slasast. Almennmgur þykist komast að raun um að lækningar þeirra geri gott og mikið gagn. Félagsskapur. Af hon- um er nú víst heldur of lftið til hjá okkur. Þó má fyrstnefna lestrar- félagið Mentahvöt. Það er orðið 15 ára gamalt, og það hafa verið árlega keyptar flestallar bækur, er út hafa kornið á fslandi, sem átt gátu við hæfi félagsins og svo forn- aldarsögar og fleiri bækur, sem félagsmönnum liefir þótt slægur f. bókaeign [>ess er um 170 eintök. Á lögákveðnum fundi [>ess, sem haldinn var I Nóvember f &., var peningaeign félagsins sem engin, og félagsmenn fáir. Var [>á af ráðið að reyna að halda hlutaveltu félaginu til arðs, og var kosin nefnd því til frainkvæmdar. Þetta fyrirtæki lukkaðist heldur vel. Hreinn ágóði af hlutaveltunni og skemtisamkomu sem haldin var umleið, varð $14,45. Félags- menn allir fyrra ár urðu 26 að tölu með 75c. tillagi hver,—$19,50. Alt svo varð þ& peningaeign félagsins $63,95, sem brúkað er til að kaupa fyrir og binda bækur þá næsta fé- lagsár. Á aukafélagsfundi, sem haldin var & Vestfold 14. Janúar 1904, var bókaeign félagsins skift í 4 deildir og kosnir 4 bókaverðir til að annast um bækur félagsins og skifta um þær á 2 mánaða fresti Þetta var gert vegna fjarlægðar- innar, sem er & milli félagsmanna, svo hver félag3maður gæti með sem hægustu móti nálgast bækum- ar, hver hjá sfnum næsta bóka- verði. Forseti félagsins B. S. Lindal á þakklæti félagsmanna skilið fyrir frammistöðuna við hlutaveltuna og skemtisamkomuna sem félagið græddi mest &. Var hann lífið og sálin í [>eim fram- kvæmdum með tilhjálp góðra fé- lagsmanna. Þetta lestrarfélag okkar ætti að geta orðið til að viðhalda íslenzkri tungu og þjóðerni meðal niðja Gmnnavatnsbúa f ókominni tíð Bændafélag var stofnað hér fyrir 2 árum siðan. Tilgangur þess er að efla og styrkja búnaðinn & allan' hátt. Félagsmenn munu vera nálægt 60 að tölu, með 50c. tillagi hver, Stjórnin leggur til $25 í þann fölagsskap. Af [>vf fé- lagi er lítið hægt að segja, enn, það er svo ungt. Menn vona að á þvf rætist, að ,,mjór er mikils vís- ir“. Dauðsföll. Það hryggilega slys vildi til hér í nálægu húsi, að enslfur bóndi Donald McDonald að nafni, varð br&ðdauður af þeim orsökum að hann saup á Carbols- sýru, f misgripum fyrir meðal. Þetta tilfelli ætti að geta verið fólki til varúðar um að geyma ekki eiturefni og meðöl á sama stað.—Donald heitinn lét eftir sig unga ekkju (hanngiftist f sumar), engin börn og nokkrar eigur. 1 efnalegu tilliti er ekki hægt að segja annað en að hér sé almenn velllðan á meðal fólks. Heilsufar alment. heldur gott, engin landfar- sótt og engin mislingaveiki hefir verið hér, hvorki um liðið né yfir- standandi ár, þó að stúlka sú, er skólakennari Miss B. I. Torkelson liafði með sér héðan vestur i Þing- vallanýlendu, veiktist þar af misl- ingum næstl. sumar, hvernig svo sem á þvf kann að hafa getað stað- ið. Lock Monar P. O. Man. 12. Des. 1904. Guðm. Einafsson. Draumur. Ég misti bróður minn tvftugann að aldri, er var vandaður til orða og verka. Ég saknaði hans mjög eg óskaði að mega sem fyrst koma til hans og vera með honum. Nokkru eftir útför hans dreymdi mig, að ég þóttist sjá hann f bú- stað hinna frelsuðu og sælu anda, er voru óteljandi. Ég varð glaður og spurði hann hvort langt yrði þangað til ég fengi að vera hjá honum. Hann sagði að það væri ekki langt, en frá ykkar sjónar- miði, sem dveljið á jörðunni, er f>nð langt. í sama bili sá ég frels- arann, hinn óútmálanlega mikla meistara. Hann sagði við mig: Varaðu þig Einar, Nú eru hættu- legustu tímar.—Ég varð gagntek- inn af aðdáun og ótta. Eftir það vaknaði ég. Einar Jónsson. að lesa upp aftur og kannast við KrÍ8t. sem konung og drottinn, er hollast aem fyrst og varast svo villudóm þenna. Viðvörun meistarans gefa s^al gaum, og gynnast ei of mjög af heims- mála straum. tfmanna teikn að menn [>ekki. Duuðinn er ei likur óminnisblund atliugaverð er hin síðasta stund, þó heimsbörnin haldi það ekki. Kristin D. Jónsson. (Þetta fékk ekki inntöku i Lögb-). Einkenni þessarnr aldar Það sem helst einkennir öldinu uú er alvöruleysi og vöntun á trú; styrjöld og ánauðar andi. Menn halda sér tileinkist helgun og náð, þó hafnað sé Kristi og orðið guðs smáð, [>eir vefjast 1 villunnar bandi. Óekta jólboðar hafa nú hátt, Af heilbrigðri skynsemi mæla [>ó fátt. en þykjast samt þjóðinni kenna, J HÚS TIL SÖLU J Ég hefi hús og lóðir til sölu vfðs vegar í bænum. Einnig útvega ég l&n á fasteignir og tek hús og hús- muni í eldsábyrgð. Ofiice 413 Main Street, Telephone 2090. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave., Winnipeg Lönd, Hús og Lóðir TIL SÖLU Ég hefi lóðir ft Scotland Ave., Fort Rouge, fyrir $185—$275 hverja. Lóðir nálægt vestan við C. N. verkstæðin fyrir $150.00, $300 innan lítils tíma. Hús í suður og vestur bænum með góðu verði og skilmálum. Sömu- leiðis lönd f Nýja íslandi og vfðar. K. Á. Benediktsson, 372 Toronto St. S. GREENBURG Kinpmndnr 531 T'OUITG ST. Sjerstök Sala Næsta Föstudag og Laugardag sel ég $10.50 og $12.00 karl- manna alfatnaði fyrir aðeins $7.50, — og $9.00 alfatnaði sel ég [>á fyrir $6.50. $2.00 buxur seljast fyrir $ 1.25. A Laugardaginn kemur, sel ég Kveuna utanyfirpils Pils vanaverð $ 6. nú $ 425 Pds ” 550 ” ».50 Pils ” 5.00 ” »0O Karlmanna nærfatnaður, Vanaverð $1.75, nú á $120 íslenzka töluð í búðinni. Woodbine Restaurant Btærsta Billiard Hall i Norðvestnrlandin Tlu Pool-feorð.—Alskonar vín ogvindlar. I.cnnon & Hebb, Eieendur MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaðnnm P. O’CONNELL, eigandi, WINNIPEQ Beztu teanndir af vínföncum og vindl um, aðblynninit eóö ok húsi>' endur- b»tt Og nppbú'd að nýju DOJVIINION HOTEL 523 3Æ.A.I-T\T ST. E. F. CARROLI., Eigandi. Æskir viðskipta íslendinga, gisting ódfr, 40 svefnherbergi,—ágwtar máltlðar. Þetta Hotel er gengt City Hall, hefir bestu Iföng og Vindla —þeir sem kaupa róm. þurfa ekki nauösynlega aö kaupa m&ltiöar, sem eru aeldar sérstakar. Bonnar & Hartley Lögfræðingar og landskjalasemjarai 494 iHaiu Nt. - - - Winnipeg R. A. BONNBR T. L. HARTLRV. ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WHSTERN CIGAR FACTORY Tho». eli.ndl, WINNIPEG. ELIS THORWALDSON MOUNTAIN, N. DAK. Hefir hlotið kosningu af öllum flokkum í einu hljóði, fyrir að borga hæsta verð af öllum fyrir nautgripi, húðir og kindagærur Þar af leiðandi lofast hann til að borga frá þessum tfma til ný&rs 8c. fyrir pundið í húðum og lOc. fyrir pundið f gærum. Állar vörur verða seldar með lægsta verði ft móti, t. d.: lOc. grjón á 5 cts. pd. 30 pd. af bezta haframjöli fyrir 1 dollar.—Margt og margt fleira eftir þessu. Stærra upplag en nokkru sinni áður af alskonar jólavarningi með óvanalega lágu verði. 20 pund af molasykri fyrir einn dollar, með hverri $5. verzlun fyrir peninga, eða 20 pd. af möluðum sykri, ef kaup andi óskar eftir. 25 pd. af sykri fyrir 1 dollar með hverri $10 verzlun,—Munið eftir að þessir prísar standa góðir út þetta ár að eíns. Með þökk fyrir gamla árið óska ég öllum gleðilegra jóla. P. S. Biðjið um mánaðartöflur um áreiðanlega veðurspá- dóma og annað sem fæst ókeypis. DEPARTMENT OF AGRICULTURE AND IMMIGRATION MANITOBA með járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma landafurðum sfnum til markaðar, b/ður óviðjafnanlega hagn- aðarkosti öllum [>eim sem verja fé sfnu í fylkinu. Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6 00 hver ekra. Ræktuð búlönd f öllum hlutum fylkisins fást keypt fyrir $10.00 til $40.00 hver ekra. Þessi lönd fara árlega hækkandi f verði. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR Hyggilegasta aðferðin fyrir f>á, sem koma til Manitoba með þeim ásetningi að fá sór búlönd, er að vera nokkra daga í Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan- leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd. Til eru hémð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma, þar sem enn m& fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. iSum af löndum f>essum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl- um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að setja sig niður á þau. Til eni fylkisstjórnarlönd og ríkisstjórnarlönd og jám- brautarlönd, sem enn eru fáanleg. Verðið er mismunandi. Frá $3.00 til $40.00 ekran. Verð- ið fer eftir afstöðu landanna og f tilliti til timburs, vatns, járn- brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau. Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást á Dominion Land skrifstofunni. Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd f&st á Þinghúsinu. Upplýsingar um C P.R. og C.N.lí. járnbrautalönd fást á sknfstofum þessara brautafélaga. Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra manna. Upplýsingar um atvinnu gefur J. J. GOLDEIV, Provincial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg Brauð bökun er einföld, en verður samt að vísindagrein þegar árum er eytt til þess að hafa hana ó- breytanlega og jafna dag eftir dag. Að- ferð, efni og vand- virkni gera BOYD’S BRAUÐ BEZT BOYD’S McINTYRE BLOCK •PHONE 177 Dry Góods** —OG— Grocery búð, 668 WelliRgtoa Avenui varzlar roeð alsUyns inatvæl aldini, slervöru, fatnað oií fata efni, selur eins ódýrt eins og ( dýrustu búðir bæjarins og gefur fagra mynd i ágetum rainma. ro^ð gleri y ir. með hverju $5 00 virði sem keypt er. ísleDdini.'um er ben á að kynna sér vörurnar o verðið i bessari búð. J. Medenek, 66H Wellington Ave Heimskringla er kærkom- inn gestur á Islai di Skrifið eftir íslenzkir verslunarmenn Verðlista j Canada ættu að selja SEAL OIF MA2SJ Yindla SEAL OF MANITOBA CIGAR CO. 230 KING ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.