Heimskringla - 09.11.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRlNtíLA 9. NOVEMBER 1906.
etaðar að Skildinganesi við Skerja-
fjörð.
Lög um breytingu á (5. gr. í lög-
um um stofnun stýrimannaskóla á
Islandi.
Lög um skyldu eiganda til þess
að láta af hendi við bæjarstjórn
Akureyrar eignarrétt og önnur rött-
indi yfir (xlcrá og landi meðfram
henni. (Norðurland).
SVAR
til B. L. Baldwinsonar
eftir M. J. Be.rwdicUton.
(Niðurl ). Sjálfur segir B.L.B.
í grein sinni: “Margir karlmenn
eru frá byrjun óeinlægir í ástajátn-
ingu sinni, og ætla sér aldrei að
standa í hjúskaparstöðunni með
nokkrum sónm eða sýna konum
sfnum nokkra trömensku”. (Þetta
ætti B. L. B. náttúrlega að vita).
“Konur f>ar á móti eru alt of auð-
trúa, Ijeita, engri framsýni eða dóm-
greind I ástamálum, nema þeirri
(lómgreind, að koma sér í þá stöðu,
að þær þurfi ekki sjálfar að bera
áhyggjur fyrir lffsuppeldi sínu..”.
Sé nú þetta rétt, sjá allir, að þar
er ekki bygt á þeim ástagrundvelli,
sem liann á öðrum stað í grein sinni
telur svo nauðsynlegan. En samt
vill hann halda þessum persónum
saman — knýja þau til að geta böm
í laganna nafni, sér og mannkyn-
inu til áfellis. Mikill mannfræð-
ingur og siðapostuli er B. L. B.!
Veit hann ekki, að lagalaus hjóna-
skilnaður er afleiðing slfks hjóna-
bands og að þvf fylgir oft land-
flótti á aðra hlið, en eymd og smán
á hina, sem vanalega lendir á kon-
unni?
Það sem B.L.B. að lfkindum kall-
ar lausungar kenningu f Freyju er
ásamt því, sem að framan liefir verið
sýnt f grein þessaii, barátta lienn-
ar fyrir f>vf, að hjónaskilnaðarlög
séu til í rfkinu, er geri hjónum
mögulegt að skilja,sem ekki geta
búið saman á heiðarlegan
hátt.
Um þetta er Freyja sek — ef það
er sekt—en ekkert anhað. Og um
þessi mál, ásamt öðru þvf, er lýtur
að jafnrétti kvenna. mun hún fjalla
framvegis.
Er B.L.B. vissulega svo fáfróð-
ur, að hann ekki viti, eða er hann
svo ósvífinn að 1 á t a s t ekki vita,
að baráttan fyrir jafnrétti kvenna
er eitt af þeim a ð a 1 m á 1 u m, sem
nú eru á dagskrá heimsins? Að
fyrir.þvf berjast öll félög og allir
þéir .einstaklingar, sem tcljast til
framfarastefnu heimsins, og að
Freyja er bergmál þessarar stefnu
og baráttu alveg einsog “Kringla”
hans er bergmál íhaldsstefnunnar?
Meðal þeirra, sem lierjast fyrir máli
þessu — jafnrétti kvenna — er hið
mikla alheims kvennfélag W.C. T.
U. Og í tölu þeirra eru sósíalistar
um heiin allan, enda haf'a Astralfu-
menn — sem að mestu eru sósíal-
istar — veitt konum sfnum jafn-
rétti. Samhliða sósíalistum og W.
C.T. U. berjast ótal smáfélög, öll
verulega frjálslynd blöð og allir
verulegir mannvinir, allir frjáls-
hugsandi menn og konur. Omur
þessarar baráttu berst frá einu hafi
til annars, frá austri til vesturs og
suðri til norðurs, frá einni endi-
mörk heimsins til annarar, og kveð-
ur við f hjörtum allra, sem snortnir
hafa verið af flóðöldum frelsisins.
Það sem fólki ber á milli i þessu
máli — fólki og flokkum, sem fyrir
þvf bsrjast — eru smámunir einir,
sem hverfa af sjálfu sér að fengn-
um sigri. Þá verður konan ekki
lengur eign mannsins, heldur fé
lagi lians og jafningi með sömu
fjárráð og hann. En það er einn
stór þáttur f þessari baráttu. Lögin
í þessu máli er víða ]>egar fengin í
heiminum, t. <1. f fjórum ríkjum
Bandarfkjanna: Colorado, Wyom-
ing, Utah ogKansas; emnig f Astr-
alfu og Nýja Sjálandi. Hvarvetna
fer það rýmkandi. •
Og algerður sigur f þvf máli fæst
með tfmanum um allanheim. hvort
sem B.L.B. segir j á eða n e i, og
hvort sem við lifum [>að eða ekki,
og verður hann ]>á með “Kringlu”
BÍnni einn af þeim steinum á menn-
ingarbraut heimsins, sem staðið
hafa f vegi menningarinnar. Að
vísu ekki stór eða tiltinnanlegur
steinn í alheimsbaráttunni, þó að
hann með það lftið af v a 1 d i, sem
hann hefir, geti brotið framfara-
öldur þær, sem eru honum þrótt-
minni; bæði vegna ]>ess, að þeir
sem reyna að velta steininum liafa
minni fjárstyrk og engan valda-
styrk, eins og t. d. Freyja, og að
hann geti liaidið nokkrum stefnu-
bræðrum sfnum aftur og öðrum
þeim, er standa á sama siðferðis-
legu og ancllegu menningarstigi. —
Þeim sem vita jafnlítið um fram-
þróunarbaráttu heimsins og hann
sjálfur. Því þó B.L.B. sé máske
vel gefinn maður, þá verður livorki
h a n n né nokkur annar alt, sem
þeir g æ t u orðið, ef þeir livorki
vilja eða nenna að leita sér and-
legrar menningar, eða strákskapur
hamlar þeim frá að viðurkenna það,
.eins og öll framkoma B.L.B. nú um
langan tfma bendir á að sé tilfellið
— méð hann. “Kringla” þyrfti
þess sanuarlega með, að framkoma
ritstj. hennar væri rakin sfðan á
síðasta nýári f f>að minsta. Þvf vfst
er um ]>að, að aldrei hefir verið
jafnlftið af nokkru nýtilegu f jafn-
stóru blaði á jafnlöngum tíma, og
má segja, að oft hafi illa verið með
vestur fslenzk blöð vor, en aldrei
ver. En ]>ó að ég ekki hafi tíma til
að eltasí við illgirni þá og ódreng-
skap, sem saklaust fólk hefir verið
beitt í henni á þessu tfmabili að
sinni, — vona ég að eiga eftir að
mæta vini mfnum B.L.B., þar sem
almenningí gefist tækifæri til að
dæma á milli málefna vorra og
framkomu.
Á einum stað í ]>essari maka-
lausu grein sinni “ Hjónabönd ”
talar vinur minn B.L B. um boom
f ástalffi fólksins, sem hann telur
vott um velmegun og framfarir.
Og á öðrum stað í s'"mu grein brfgsl-
ar hann fólki um, að “það hlaupi
s a m a n hugsunarlaust, ætli sér
oft og oinatt e k k i að standa heið-
arlega f þeirri stöðu”. öðrum
staðnum er sama atriði einstaklega
lofsvert, sem á hinum ber það aðeins
vott um hugsunarleysi og var-
mensku. Það er náttúrlega ekkert
bogið við þessa hugsunarfræði!
Svo lítur út, sem ásetningshrein-
leiki fólksins f ástamálum skiftist
með árstfðum, sem B.L.B. einn
þekkir f sundur. En hvort sem nú
einlægni f ástamálum á sör stað eða
ekki gerir lítið til. Allar slfkar
mist'ellur vill hann bæta með ram-
byggilegum lagahnútum.
Lögin eru ]>ekt að þvf að binda
þessa hnúta. En þau hafa aldrei
verið þekt að }>vf, að skapa á s t
eða ásetnings einlægni nokkurs
manus eða konu.
Nýlega stóð f ensku blöðunum
frött um konu austur í Ontario,
sem æskti eftir lagalegum skilnaði
frá nianni sínum, og lagði fram
sem ástæðu fyrir þeirri ósk mis-
þyrming á sér frá hendi manns sfns.
Svarið var — samkvæmt skýringu
verjanda — að lnin hefði unnið til
þeirra misþyrminga með bráðlyndi
og geðvonzku, og henni var synjað
um skilnaðinu. — hún varð að fara
heim aftur og úttaka laun fyrir
geðvonzku sfna og klögunina. Þessi
úrslit ættu að skerpa hjúskaparást
þessara hjóna! Og vænta má, að
slfk heimili séu fyrirmyndar barna-
uppeldis stofnanir! unnur kona
bað um hjónaskilnað af sömu á-
stæðu, fyrir liðugu ári síðan, en
fékk ekki. Hún dó uokkium vik-
um síðar af eitri — af t i 1 v i 1 j un,
s Iy s i, V'gðu blöðim Af eðlileg-
um orsökum hvíslar réttlætistil-
finning margra, því maðurinn lienn-
ar þurfti að losna við liana til þess
að giftast annari, og hann gifti sig
lfka skömrnu seinna og hafði margt
boðsgesta.
Hvaðgera lögin við laiulann, sem
beit konuna sfna ífingurinn? Hann
fær ekki að skilja við hana fyr en
dauðinn skilur hann frá henni —
alveg eins og f dæmunnm hér að
framan.
Það er að færast f vöxt, að menn
hjálpi dauðanum til að leysa þessa
hnúta. Til vitnis um það þarf ekki
annað en lesa dagblöðin, sem full
eru af þess konar sögum einlægt
<öðru hvoru ()g f sannleika er eng-
inn blindari en sá, sem ekki v i 11
sjá. Það lftur svo út, sem fólkið
viti ekki livað það les, og ritstjórar,
sem láta blöð sfn flytja þessar frétt
ir, * hvorki skilja sjálfir þyðingii
þeirra, né ætlast til að aðrir geri
það. Mér finst að þoir, sem þvert
ofan í þessi himinhrópandi vitni,
berjast á móti hjónaskilnaðarlög-
um, standi með öðrum fæti á líkum
hinna myrtu kvenna og m a n n a
— því þess eru þvf miður dæmin,
að konur hafi einnig gripið til ]>ess-
ara óyndisúrræða, að losa um þessa
óheilía hnúta— og lirópi: “Bind-
ið, fjötrið, bindið, og látið að
eins d a u ð a n n 1 e y s a ]>essa
hnúta!”
Það gerir mig dapra, að lmgsa
um böl manuanna barna, — rniklu
daprari, en þó að B.L.B. og rándýr
hans rægi mig og Freyju. Hefði
ég fundið f samvizku minni, að ég
ætti það skilið, þá liefði það hrygt
mig — ekki að vera ofsótt — held-
ur að hafa orsakað ofsókn.
En ég veit, að ég á það e k k i
skilið, og þvf liryggir það mig ekki.
Hið eina, sem ég kann að vera sek
um,Her að liafa látið aðra segja
ofmikið, — þýtt ofmikið, án þess
að skýra þær þýðingar nógu ræki-
lega. En að ég í Freyju eða nokk-
urstaðar annarstaðar kenni lausung
er ó s a 11 m á 1. Nema því aðeins
að það sé lausung, að kenna e i n-
1 æ g a á s t, sem liina einu eðli-
íegu og farsællegu undirstfiðu hjú-
skapar og foreldris.
Það skal ég lfka segja vini mín-
um B.L.B., að þó hann sé ennþá
þingmaður og hóflega mikill af
stöðu þeirri, ]>á hygg ög liann
mundi veigra sér við, að kalla allar
stuðningskonur Freyju — svo eru
rær nmrgar og góðar — 1 a u s -
œtisdýrkendur — ekki sfzt
á meðan konan hans sjálfs er ein
af kanpendum hennar. Og þó að
hann nú tæki til bóndavaklsins og
léti hana hætta — þá eru samt svo
margar góðar og göfugar konur eft-
ir, að hann mundi finna sig fuH-
keyptann, ef hann ætti að stamja
þeim öllum reikning af þessuín
titli, er honum hefir þóknast að
gefa þeim. Og ekki er vfst, að
honum gangi betur að betla út
liluti fyrir “Kringlu” slna hjá bænd-
um þeirra kvenna, er hann hefir
þannig titlað, en þóliann hefði lát-
ið þær og mig í friði.
South Bend, Wa.'ih., Z.S. okt. 1900 Í
Hr. ritstj. Heimskringlu!
Oerið svo vel að flytja f blaði yð-
ar eftirfarandi fréttalfnur:
Almenn vellíðan meðal þeirra fáu
Islendinga, sem hér eru, og mundi
svo og verða, þó hér. væru fleiri. þvf
næg er hér atvinna sem fyrri, svo
þeir mundu ekki þurfa að fara
norður til Alaska, eins og ég las
fyrir skömmu að landar vorir hefðu
orðið að gera frá Ballard. Og land-
ar ættu ekki, þeir som flytja að
austan vestur að Kyrrahafi, að vera
hrasddir að koma við hér i South
Bend, eða að litast um hér á strönd-
inni, því alt af er þó veðurblfðan
meiri eftir því sem sunnar dregur,
og yms góð tækifæri hér syóiu,
ekki sfður en norðar. Sögunar
verkstæðin eru reyndar aðaldrif-
fjöðrin, en þar af leiðir framförfyr-
ir þann, sem vill gefa sig við land-
búskap, sem verður farsælast til
frambúðar, þótt erfitt reynistf byrj-
un; maður er þó ætíð sjálfs sfns
húsbóndi og það frjálsræði er jafn-
an mikils virði.
Sögunarverkstæðum fjölgtir liér
óðmn og bæir þjóta upp, sem eru
bygðir rétt á flæðilöndum, frá 2 til
1 fet upp frá grasrót. Þar er þó I
vfðast þurt á sumrum, en flæðir á
vetrum öðru hvora. En nógur er
borðviður til að plankaleggja alt.;
liann ódýr.
Ein sögunarmyllan brann hér i
sumar; ]>ar fóru 75 þús. virði af
eignum. En eigandi hennar lét
þegar byrja á að byggja aðra f stað-
inn, og er hún bráðum fullsmfðuð.
Vélar hennar hafa 7U0 hesta afl.
Hún á að taka til starfa um nýár
næstk. <> eða 7 myllureru hér ineð
stuttu millibili. með svo kallaðri
Willpa á, og hækka þar nú óðum í
verði bæði húslóðir og bfilönd, og
eru þvf framtíðarhorfur hér mjög
glæsilegar.
Sumartfðin var frcmur óþurka-
s<öm, en heyskapur gekk þó allvel.
Haustrigningar hafa orðið allmikl-
ar, bæði eftir miðjan ,sept. og fyrxi.
hluta þessa mánaðar: én nú hefir ’
verið góður þurkur um tíma, en
frost komið óvanalega snemma, 1
frostnætur nú f rennu, þó ekki svo
að skemst liafi í görðum.
Einn bóndi fékk væna ‘pumpkin'
úr garði sfnum, sem var 115 pd. á
þyngd. Hér má hafa ágæta upp-
skeru úr görðum, enda er liér lang-
vinn sumartfðin, en vetur helzt
enginn svo kalla megi, þó kalsa
veður komi stöku sinnum, og helzt
þegar útá lfður. Laxveiði varð hér
f meðallagi; niðursuðu verkstæðið
hér tólíáá móti 36 þús. pd- af laxi
eftir 2 sólarhringa; en verð hans á
haustin er vanalega fremur lágt.
Að endingu vildi ég minnast á
“Opna bréfið” lians S.M.S.Askdals
til þfn. Það er að vfsu nokkuð stór-
ort eins og þú getur um, en meiri
löngun hefði ég til, að lesa fleiri
slfk “opin bréf”, aðeins með meiri
orðgætni rituð, heldur en máladeil-
ur Hagyrðinganna, sem bæði eru
alls óþarfar og þeim aðeins til van-
sæmdar, sem þar eiga lilutað máli.
Og álft ég heppilegra, að lesa eitt
livað meira um vankunnáttu og ó-
sjálfstæði kúgunarstjórnar Islands.
— Ef lögfróðustu Islendingar hér
vestra legðu sig fram til að ræða
það mál í vestanblöðum Islendinga,
þá mundi slfkt gefa fslenzku þjóð-
inni heima liug og dug til þess að
verða frjálslynd og sjálfstæð þjóð,
álíka og Bandarikin, eða gerast
hluti af þeim, og yrði þá Island
“Eylandið farsæla'’, þó kalt sö þar.
Undir slfku fyrirkomulagi væri
framtíð landsins og velmegun þjóð-
arinnar borgið, ekki sfður en okk-
ar Islendinga liér í Ameríku. Þvf
þó vér liér liöfum, ásamt góðri
stjórn, eittlivert hið frjósamasta
land á hnettinum, og séum þar af
leiðandi vel staddir yfirleitt, þá
mundu fáir af okkur vilja flytja
heim aftur, nema ef vera skyldi af
einskærri ættjarðarást, þó við með
aukinni reynslu og þekkingu get-
um nú séð, að betur má búa heima
en gert liefir verið.
Lesendur virði þessar llnur a
betri veg. Eg er ómentaður al-
múgamaður, sem eitt sinn var und-
irþrældómsokiáíslandi, en er nú f
þess stað vel ánægður Bandarfkja-
þegn. En illa fellnr mér að vita,
hve sárt þjóð vor er leikin f ritsfma
málinu af sínum eigin sonum, sem
hún liefir glæpit til að gefa völdin,
og sem nú reynast henni miður en
skyldi. 1 G. J. Amtford.
Heimskringla er kærkom
inn jæestnr á Islandi.
PALL M CLEMENS)
BYGGINGAMF.ISTARI.
470 llain Kt. Winnipeg.
BAKEk BLOCK.
A. G. McDonald & Co.
Gas og Rafljósaleiðarar
417 tlnin Klt. Tel. »14«
Þeir gera bezta verk og ódýrt og
óska eítir viðskiftum Íslendínga
Giftingaleyfisbrjef
selur Kr. Asg. Benediktsson,
488 Toronto Street
DUFF & FLETT
FIiTJMBERS
Gas & Steam Fitters.
<>04 Notre liame Ave.
Telephone 3815
KJORKAUP
Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi
bæjarlóða kaupum f Winnipegborg
getið þið fundið út hjá
C. J. COODMUNDSSOtf
618 Langside St., Winnipeg, Man.
Domiuioii Bank
Höfudstóll. »»,000,000
Varasjódur, »3,500.000
AUskonar bankastörf af hendi leyst
SPARISJÓDS-DEILDIN
tekur $1.00 imjlag og yfir og gefur hœztu
gildandi vexti, sem leggjast viö iun-
stæðuféð tvisvar A Ari, 1 lok
júnl og desember.
XöTHK DAME Ave. BRANCH Cor. Nena St
T. W, BUTLER, Manager
Yið scljum út
allan okkar leðurvarning til þess að fá húsrúm fyrir
vetrarflóka skótauið, sem nú er nýkomið
og seljum ]>ví alt okkar
Leður Skótau með hálfvirði
Karlmautia Vice Kid og Iíálfskinns skór reimaðir; áður
$ > og $0.50, nú á........ ............3 75
$1.00 skór fyrir........................ . .“4.05
$3.00 til 3.50 skór fyrir .....-.. ..•...JÍ.SÍ5
Sterkir verkaskór, fáein pör eftir.$1.35 og OOc
Drengja og stúlkna skólaskór ......$2:00 og OOc
Kvennskór, vanaverð $2.00, nú á ........$1.35
Kvennskór, vanaverð $3.00, nú á.........».175
Kvennskór. vanaverð $8.50, nú á ........»2.25
Allar okkar vörur eru nýjar og af beztu teg-
und. Við ábyrgjumst að gera yður á-
nægða eða skila yrður peningunum aftur
og því sem vér lofum þið efnum vér.
Komið því og hjálpið til að tæma búðina.
jte & Smtíswi
570 MAIN STREET
Milli Pncific og Alcxander Ave.
Xður: Hiirdy 5>hoe Store
P.O. Box 511 Tolcphonc 3520
Skrlfstofa:
30-31 Sylvcster-Willson t'hamhcrs
222 McDermot Ave., Winnipeg
N. J. MATTHEW, B.A., L.L.B.,
Lögfw/)irqur, \íiHfœrslumióur
Afsalsbrjefa semjnri, Nótaríus
ARNI ANDERSON les lög hjá Mr. Matthews
og miu» góðfúslega grciða fynr Isleudingum,
er þyrftu A mAlfærzlumanni að halda.
’PHONE 0668
Smáaðgerðir fljóttog
vel af headi levstar.
fldams & Main
PLUMBINC AND HFATINR
473 Spence St. W’peg
X r e i ðan 1 ega
lieknuö með
minnl nýju
og úbrigðulu
aðf<‘fð.
Woodbine Restaurant
Stœrsta Billiard Hall 1 Nor6Testurlaiidin
Tíu Pool-borö.—Alskonar vfn ogvindlar.
I.ennon A Hebb,
Eieendur.
MARKET HOTEL
146 PRINCESS ST.
A móti markaöuum
P. O’CONNELL, eigandi, WINMPEQ
Beztu tegundir af vinfÖng:um vind)
um, adhlynninR pód ok húsið endur
bætt og uppbúið að nýju
DOMINION HOTEL
523 3VE_A.i:TSr ST.
E. F, CARRQLL, Eigandi.
Æskir viöskipta íslendinga, gisting ódyr, 40
svefnherbergi,—Agætar mAltlðar. Detta Hote)
er gengt City Hall, hefir bestn vlföng og Vindla
. i'u SCm kiffRa r^m“ Þnrfa ekki nauðsynlega
aö kaupa mAltlöar sem eru seldar sérstakar.
ÍDOLLAR ÖSKJUR ÓKEYPIS
Skrifiö l dagtil mín og ég skal seuda yöur
dollars viröi af meöulum mínum ókeypis, og
einnig hina nýju bó.c mfua, sem flytnr allar upp-
lýsingarum gigtveiki og vottorö frA fólki, sem
hefir þjAðst 1 15 til 20 Ar. *‘ii hefir la>knast, með
minni nýju aöferö viö þes>ari voðavciki, sem
nefnist GIGTVEIKT. í'g gi*t Areiöanlega -ann-
aö, aö þessi nýja uppfundning min læknaði fólk,
eftir aö æföir læ.knar og fms patentmeðnl hðföu
reynst gagoslaus. Pes.su til sðnnunar skal ég
senda yöur dollarsviröi af miuniuýju up]>fundn
ingu. Eg »>r svo viss um lækningakraft meöal-
anua. aÖ ég er fús til )h>ss, að <enda yöur EINS
DOLLARS VTRÐI ÓKEYPIS. Þaö gerir ekk-
ert til, hve gamall þér eruö eöa hve gigtin er
megn og ]>rAlAt. — mln meöul munu gera yður
heilbrigöan. Hver<u mikiö, sem þér llöið við
gigtina og hvort sem hún skerandi eöa bólgu-
kend eöa 1 tangum, vöövum eða liöamótum,
ef {>ér þjAist af liðagigt, mjaömagigt eöa bak-
verk. |>ó nllir partar llkamans þjAist og hver
liður sé úr lagi genginn; ef nýrun, blaörnn eöa
maginn er sjúkt" — þA skrifiö til mfn og leyfiö
mér nö færa yöur aö kostnaöarlausu sðnnun
fyrir þvf, aö það sé aÖ minsta kosti eitt ineðal
ti.L s»>m geti læknað yöur. Bíöiö þvf »>kki, en
skrifið 1 dag og næsti ]>óstur mun flytja yöur
lækuiugu 1 EINS DOLLARS YIRÐI AF Ó-
KEYPIS MEDrLl'M.
Prof. J
90 Graod A ve.
(xaitenbtein
Mdwaukee, Wis.
^.mmmmmmm mmmmmuuut
HEFIRÐU REYNT?
DREWRYLS ___
REDWOOD LAGER
EDA
EXTRA PORTER.
•
Vid ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu,
ok án als ttrugBS. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til-
bóning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA oe
LJUFFENGAST4, sem fæst.
Biðjið um það <jyar sem þér eruð staddir Canada,
Edwurd L. Drewry - - Winnipeg,
JHanntacturer A Imperter,
HINN AGŒTI
‘T. L.’ Cigar
ei langt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
í WESTERN CIGAR FACTORY
) Th«». Lee. eigaudi. WINNIPEG.
áasBsBs'
Depariment of Agneulture and lnunigration.
MINITOBI
Mesta hveitiræktarland f heimi.
Óviðjafnanlegir möguleikar fyrir allskonar búskap.
Millfónir ekra af ágætu landi ennþá fáanlegar.
Hundrað þúsusund duglegir landnemar getastrax kom-
ið sér upp þægilegum heimilum.
Óviðjafnanlegt tækifæri fyrir þá, sem vilja verja fé sfnu
f hagnaðarfyrirtæki, sem og fyrir verksmiðjueigendur og
allskonar aðra innflytjendur.
Fylkisstjórnarlönd fást enn þá fyrir $3 til $6 ekran.
Umbættar bújarðir frá .flO til §50 hver ekra.
Upplýsingar um ókeyjás heimilisréttarlönd fást á landskrifstofu
ríkísstjórnarinnar.
Upplýsingar um kaup á fylkislöndum fást á landstofu fylkis-
stjórnarinnar í fylkisþinghúsinu.
Uppl^singar um atvinnumál gefur
• «J • GOLDEIV,
Provincial Immigration Bureau,
617 Main St., Winnipeg