Heimskringla - 16.11.1905, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.11.1905, Blaðsíða 2
HEIMSKRiNOLA 16. NÓVEMBER 1906 Heimskringla PCBLISHED BY The Heimskringla News & Poblish- ing " Verö blaösins I Canada og Bandar. $2.00 nm Ariö (fyrir fram borgaö). Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kaupendam blaösins hér) $1.20. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. BankaAvfsanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor A Manager heild sinni. Ungdóminnm er gjarnt að lfta með öruggu trausti til þeirra, sem eldri eru og læra af þeim. Þess vegna er það allsvarðandi, að eftirdæmin séu svo holl, að þau erfi og glæði pað bezta og nýtasta f fari j hvers barns. Þegar menn hafa; þetta hugfast og starfa í orði og verki stöðugt samkvæmt {>vf, þá er vissa fengin fyrir framtfðar vel- gengni þess þjóðfélags, sem skipað er slfkum mönnum. En þjóðræknis-meðvitundin er I eitt af aðalskilyrðunum til slfkra i framkvæmda; hún vekur áhuga til 1 nytsamra starfa, víkkar og stækkar sjóndeildarhring mannsins í öllum þjóðlegum velferðarmálum, en aftr-1 ar honum frá fán/tum og óveru- legum athöfnum, — gerir hann f einu orði sagt a ð m a n n i, að sjálfstæðri, hugsandi og starfandi veru. Islendingar f þessu landi hafa Orðið patrioHsm hefir tvær þýð- ástæðu til þess, að fhuga þetta mál- ingar: ættjarðarást og þjóðrækni., efni alvarlega og gera sér ljósa Sfðara orðið er yfirgripsmeira og grein fyrir því, hvort f>eir eftir felur f sér þýðingu beggja orð- þriðjungs aldar veru hér vestra beri anna, þvf að hver sá, sem alvarlega( nd Þá ást tii Þessíi lands, sem þeir i ó ð r æ k n i. leitast við að rækja þjóðskyldur sínar, hann hlýtur að gera það að miklu leyti af ást til ættlands sfns. En ættjarðarástin verður mjög vafa- söm hjá þeim, sem enga tilraun gerir til þess að rækta þjóðskyidur sfnar. En þjóðrækni er í því inni- falin, að maðurinn leggi fram alla krafta sína, andlega og líkamlega, til þess að vinna f>jóð sinni sem mest gagn og sóma Gagnið á að vera fyrsta hugsjón hins sanna borgara, ástundun þess að láta þjóð sinni verða sem mestan hag af starfslegum framkvæmdum, hvort sem þær framkvæmdir eru andleg- ar eða lfkamlegar. Sóminn — jafnt þess, er þannig starfar, og pjóðfé- lagsins í heild sinni fyigir að sjáif- sögðu sem ávöxtur þess sem vel er gert. Riti maður bók, þá á fyrsta og efsta hugsjón semjandans að vera, að l>ókin hafi í sér uppbyggilegt efni fyrir þjóð hans, að hún sé lær- manna, að vera f>eim verstir, sem ættu að gera, eða séueins þrungnir af þjóðræknismeðvitund eins og þeir f raun og sannleika ættu að vera. Fullur fimtungur allra Isiend- inga er nú búsettur vestanhafs. Þeir hafa yfirleitt flutt frá ættjörð sinni með þeim fasta ásetningi að gera heimsálfu þessa að framlðar fóstur- landi sfnu, og þeir hafa gert hana að föðurlandi liarna sinna. Hér hetír þeim yfirleitt vegnað vel, svo i vel, að raikill fjöldi þeirra býr hér j við betri nægtir, en þeir hafa áðurj þekt eða átt að venjast. Því skyldu : þá ekki landar vorir elska þetta land heitar og betur en nokkurt annað land,og því skyldi ekki þjóð- rækni þeirra verða fult eins mikil og nokkura annara borgara þess? Þetta eru atriði, sem hver einstakl- ingur verður að athuga og ákveða 1 fyrir sjálfan sig. Vfst er, að það er I eðli sumra dómsrfk, að eitthvað nytsamt sé á henni að græða; að hún flytji þau frækom þekkingar, er gagna megi þjóðfélaginu í heild sinni og glæði hugsun þess og áhuga fyrir því> sem fagurt er og betra en það sem áður var. Eitthvað það, sem lyfti þjóðinni á hærra stig menningar og siðgæðis, göfgi hugsanalffið og örfi til nytsamra framkvæmda. Með slíku móti aðeins verða bók- raentir þjóðanna það sem þær eiga að vera og það sem þær þurfa að vera til þess með réttu að geta lx>r- ið bókmentanafnið. Sama er að segja um iðnaðarlega starfsemi. Hón á og þarf að vera grunduð á þvf princfpi, að það sem unnið er sé ekki eingöngu til per- sónulegra hagsmuna vinnandanum, heldur sé það einnig til hagnaðar fyrir þjóðfélagsheildina. í þvf er innifalin só sanna þjóðrækni, að borgararnir gefi gott eftirdæmi með starfi sfnu og framkvæmdum, svo að uppvaxandi æskulýður landsins, sem á síðan hefir hag {>jóðfélagsins algerlega í sinni umsjá, geti af því lært hyggindi, framsýni, atorku og spameytni og öðlast það frain- kvæmdaþrek og starfslega þekk- ingu, sem er eitt aðalskilyrðið fyrir öruggri framtlð og velgengni hvers þjóðfélags. Ungdómurinn er fljót- ur að læra og næmur á að taka eft ir því, sem hinir fullorðnu hafast að, og þcss vegna er það brVn og órjúfanleg skylda hinna eldri> að haga svo öllum athöfnum sfnum. þeir hafa mest gott þegið af, og að níða það landið mest, sem bezt hefir alið þS, en ég vona, að tala þeirra meðal þjóðflokks vors, sem þannig eru innrættir, sé hverfandi. Guð hefir verið góður við fólk vort f þessu landi, gæfan hefir stutt það á allar lundir í fullum mæli við það. sem það hefir verðskuldað. Starf íslendinga hefir blessast f þessu mikla og góða landi umfram allar vonir. Forsjónin hefir leitt þá inn I eitt af allra frjósömustu, frjálsustu og friðsælustu löndum hnattarins, þar sem uppskera lffs- j nauðsynjanna er f fullu samræmi | við framsýni og atorku íbúanna. Er ekki ástæða til að fagna yfir þessu? A ekki þakklætis-tilfinn- ingin í hjörtum íbúanna að glæða hjá þeim ást til landsins, sem sv’o rfkulega hefir veitt þeim úr skauti sfnu? Þótt vér séum eða værum, einsog aðrir útlendir þjóðflokkar, fram-! andi f landi þessu, þá höfum vér á liðnum árum yfirleitt mætt velvild og hjálpsemi hérlendu þjóðarinnar, þegar oss lá mest á. Þjóðin liefir tekið oss með opnum örmum og boðið oss velkomna, og hlynt að oss og málefnum vorum á fmsan hátt. Ekki af neinni blóðbandai ást til okkar, heldur blátt áfram af1 þjóðrækni. Hérlenda þjóðin álftur það skyldu sfna og þjóðar sóma, að sýna alla velvild hverjum þeim,sem hingað flytur og lfklegur er til þess að verða með tímanum nýtur méð-1 að áhrif |>au,sem hann verður fyrir!iimur þjóðfélagsins. í þessu er afþeim, sem þjóðstörfin hafa með j framför kndsins ogvelsæld' höndum, verði góð fyrir einstakl- inginn og holl fyrir þjóðfélagið í íbúanna, að þeir styrki hver annan. Vér höfum því eigin reynslu fyr. ir þvf, að hér býr eins gott og göf- uglega hugsandi fólk og það sem nú byggir ættland vort, og vér eig- um að kosta kapps um, að leggja vom hluta óskertan til þess þjóð- félags, sem liér b/r. Böm vor eru fædd hér og uppalin og mentuð á hérlendum skólum; þau eru einn óaðskiljanlegur hluti þessarar þjóð- ar, og vor helgasta skylda við föð- urland þeirra — þelta land — er sú,að hlynna að þvf á allan heið- arlegan hátt, að þau geti orðið sem nytsamastir borgarar í hvfvetna, bæði fyrir vorra og þeirra eigin hagsmuna sakir, og til eflingar þvf, sem hefir framleitt Þau og alið. Gefur ekki þetta oss gilda ástæðu til þess að rækta sem bezt vér get- um allar þegnskyldur vorar við þetta land og hérlendu þjóðina, ekki með liangandi hendi, heldur með hlýjum alhug og sfvakandi réttlætismeðvitund; vitandi ætfð, að ættjarðarástinni og þjóðræknis- meðvitundinni eru samfara allar j þær framkvæmdir, sem miða til j þjóðlegra þrifa. Bömin fslenzku, sem hér eru fædd og uppalin, inndrekka með námi sfnu á mentastofnunum þessa lands ást og virðingu fyrir landinu og hlýhug til þjóðarinnar, — sinnar eigin þjóðar. Það kastar skugga á oss foreldrana f augum þeirra, ef þau, er þau komast á þroskaárin, finna þá ástæðu til að minnast þess útlendings lijárænuskapar, sem bannaði oss að sýna þá þjóðrækni við þetta land, sem sanngjarnlega má heimta af öllum þeim, sem hafa uppeldi sitt og sinna af því. i Vor eigin sómi krefst þess, að rér keppum við alla þjóðflokka í landi þessu um æðsta sessinn f þjóðræknis viðurkenningu þjóðar- innar; að vér skiptim, ef mögulegt er, öndvegi þeirra þjóðflokka hér, sem framleiða flesta og göfugasta patriots. En með þessu er ekki sagt, að allir geti verið föðurlandsvinir; né heldur er mönnnm með þessu aftr- að frá því, að minnast ættlands sfns með hl/jum hug og þakklæti fyrir það alt, sem þeir hafa af þvf þegið, eða á nokkurn hátt að vanrækja þær blóðbandsskyldur, sem þeir eiga heimaþjóð sinni að gjalda. En um hitt er fólk vort ámint, að þetta land, sem vér búurn í, það á fyrsta, tilkall til allra vorra beztu krafta, j hugsana og athafna, sjálfum oss og j þvf tíl hagsældar. Þjóðræknisineðvitund mannsins er eitt aðalskilyrði þess, að hann geti orðið nýtur borgari. Þegarj hann hefir þá meðvitund, öfluga og j óblandna, eins og hún á að vera, þá i fer ekki hjá því, að hann vinni landi sfnu jafnt og sér sjálfum það j gagn og þann sóma, sem bæði nú- tfð og framtfð hefir ástæðu til að fagna yfir og minnast með virðingu 1 og þakklátssemi. Congo-stjórnin All ljótar sögur hafa á síðari ár- um borist út um stjórnarfar Belgíu- j manna í Congo-rfkinu. Svo ljótar eru sögurnar um, hvemig fólki er misþyrmt þar— körlum, konum og börnum, að þær hafa ekki verið prentaðar f íslenzku blöðunum, þó: hérlendu stórblöðin hafi kveðið að | þeim fullum stöfum. Svo mikið má segja, að allur liinn mentaði heim- j ur hefir staðið undrandi yfir ill- verkum þeim, sem þar hafa um mörg undanfariri ár verið framin f I nafni Belgfu konungs af umboðs-! mönnum hans, sem flestir eru yfir- j menn í herdeiklum hans f Congo- j rfkinu, Það er vitanlegt, að þessi konungur er einn hinn allra rudda- legasti og samvizkulausasti þjóð-; höfðingi, 8em sögur fara af á síðari tfmum. Alt hans heimilislíf og breytni hans við börn sln, ber þess ljósan vott, og stjórn hans yfir þeim hluta Congo-rfkis, sem hann ræður yfir, hefir verið f liöndum manna, sem eftir öllum sögum að dæma eru ennþá d/rslegri en sjálfur konung- urinn. Þeirraeina sjáanlega augna- mið hefir verið að píska og kvelja fbúana til þess að láta svo mikið af höndum af fílabeini og “rubber”, sem þóknast mætti herra þeirra og auka auðlegð hans, enda er Belgfu- konungur talinn með auðugusu þjóðhöfðingjum og mestur allra kaupmanna f heimi, þeirra er verzla með fflabein og “rubber” og þræla. Þvf að það er fyrir löngu sannað, að mikil þrælaveizlun er rekin þar I landi I nafni konungs og undir hans vernd. Það er og all-lfklegt, að umboðsmenn konungs f Congo hafi sjálfir allmikinn persónulegan hagnað af starfi sínu þar f landi,og má vera, að það sé meðfram orsök þess, hve illa þar er stjórnað. En þessi meðferð íbúanna hefir leitt til þess,að rannsókn hefir \er- ið gerð af mönnum, sem konungur hefir sjálfur útnefnt, til þess að komast eftir að hve miklu leyti þær sögur eru sannar, sem stórblöð Evrópu og Ameríku hafa flutt um það mál f nokkur undanfarin ár. Nefnd þessi hefir nú lokið starfi sínu, ,og eins og vænta mátti sfkn- að konunginn, sem er friðhelgur af guðs náð, af öllum ákærum og af- skiftum eða vitund I sambandi við stjórnarfarið þar, og um leið hefir nefnd þessi hvítþvegið umboðs- menn konungs þar,— segir þá hafa gengt skyldu sinni rösklega af ein- skærri hollustu við herra sinn. Að vfsu er ekki borið á móti þvf, að harðneskju sé I sumum tilfellum beitt við fbúana, þá sem latir séu og óþjálir f viðskiftum við stjórn- ina. Um f jölda þeirra, sem drepnir hafa verið, er ekki talað; en því er haldið fram, að þar sem ekki sé mögulegt, að heimta skatta af fólk- inu á annan hátt,þá sé nauðsynlegt að þvinga það til að vinna, svo að inntektir konungsins þaðan geti orðið þær, sem hann heimtar, og f samræmi við fbúatölu landsins og miðað við álögur borgaranna f öðr- um löndum. Að vfsu heldur nefndin þvf fram, að umboðsmenn koungs gætu verið vitund vægari f kröfum sfnuin og tekið nákvæmara tillit til starfþols einstaklinganna, en gert hefir ver- ið. En á hinn bóginn gerir hún engar ákveðnar umbóta tillögur, og er því verk hennar sama sem ónýtt Væri það nú einlægur vilji kon- ungs, að reka af sér ámælið um harðúðuga stjórn I Congo,þá mundi hann bjóða stórþjóðunum að senda þangað rannsóknarnefndir, Svo að allur heimur mætti vita sannleik- ann í kærunum. En þetta er látið ógert, og það er óhætt að fullyrða, að skýrsla sú, sem rannsóknarnefnd sú, sem að framan er getið, hefir gefið um ásfgkomulagið I Congo- ríki, verður ekki tekin gild af stór- þjóðunum, þvf.allir vita, að hún er hlutdræg og að fbúar Congo rlkis eru að engu leyti betur settir en þeir voru áður. “ ÞESS VERÐUR GETIÐ, SEM GERT ER”. Einhver mér ókendur A.J.John- son, að Mountain,N.D., sem er, af rithætti hans að dæma: snyrti- menni, málfrelsisvinur, sannleiks- vinur, mannvinur, stjórnfræðingur, þjóðvinur og fagurfræðingur, — hefir sent mér skeyti I 4. nr. Hkr. En þareð maðurinn virðist að vera á því stigi, að vera harðánægður með sig og sitt.ætla ég eigi að gera neina tilraun til þess að skerða ánægju hans og lofa ég honum þvf að vera 1 ró og næði við hnútuleik sinn á hans eigin sálarsvelli! Herra ritstíóri, það er gömul og ný reynsla, að sannleikurinn á oft örðugt uppdráttar, en ætfð brýzt hann fram um síðir. Hið rétta verður oft að lúta um stund fyrir valdaffkn einstakra manna. Hin fslenzka alþýða er nú þegar farin að hegna stjórnarböðlum sfnum, og mun gera það eftirminnilega við næstu alþingiskosningar. Þá mun verða hegnt fyrir hið rangláta rit- sfmamál, fyrir undirskriftarmálið, I fyrir hartnær kr.150,000 skattavið- ! aukann, er sfðasta alþingi þvingaði ! á þjóðina, fyrir stöðulagabrotið, það að láta tvo þriðju af botnvörpunga sektunum renna f ríkissjóð Dana, fyrir réttarfarsgæzlu f landinu, fyrir að vanvirða landsyfirrétt, fyrir óhóflega sógun á fé landslns, fyrir meðferðina á óskabami þjóðarinn- ; ar, Páli Briem amtmanni, fyrir að ! lofa ekki þjóðinni að njóta þeirra I mætu manna á þingi Kristjáns Jónssonar landsyfirdómara og Hall- grfms biskups Sveinssonar, og ekki J sfst fyrir að fótumtroða landsmála- 1 byggingu hins fráneyga frónsvinar, J sem var “íslands sómi, sverð og skjöldur”. j Með vinsemd, S. M. S, Aslcddl. ( Sundurlausar hugleiðingar um bréfið hans Mr. Ask- dals og íslenzka pólitík. Eftir Jóti Jónsso/i d Sleðbrjót. Mér hefir verið það mikil ánægja, I að sjá, hvað fslenzku blöðin hér j vestanhafs hafa fylgst með áhuga- ! stórmálum þeim, er standa nú efst 4 dagskrá hinnar íslenzku þjóðar, jeinkum ritsfmamálinu. Það ber vott um lilýjan hng til hinnar ís- lenzku þjóðar og æskustöðvanna, og sæmir vel drenglyndum Islands börnum. Mér var enda gleðiefni jafn öfga full ritgerð, eins og bröfið frá S. M. S. A s k d a 1 til ritstjóra Heims- kringlu, að þvf leyti sem hún ber vott um sterka sonarást til Islands, og innilega umhyggju fyrir hags- munum hinnar fslenzku þjóðar. Bréfið bar þess ljósan vott, að það var skrifað af æstum tilfinningum, fremur en rólegri yfirvegun. Eg minnist þess ekki, að hafa söð fyrri ritgerð eftir þennan heiðraða höf. um sérstök mál íslands. Og þess vegna mun hann, hvað sem áratölu hans líður, vera unglingur í því að rita um íslenzka pólitfk; ætla má hann lialdi því áfram, og ég hefi sterka trú á, að þá sannist á honum máltækið: “Oft verður góður hest- ur úr göldum fola”. Það er eitt- hvað í grein hans, sem ósjálfrátt minnir á norrænan víkingaanda, og sem einnig minnir á hraustlega æskufjörið hjá H. Hafstein, þegar hann kvað: Eg elska þig stormur, sem geysar um grund”, og “Eg vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kaldadal”. Jæja, þama fókk nú H. Hafstein ærlegt fslenzkt pólitfkst regn og ís- lenzkan pólitfskan storm! Mig langar því til að rétta Mr. j Askdal hendina, sem góðum ís- lending, þrátt fyrir öfgamar hans. Ég vona hann kippi ekki að sér hendinni, og ég megi í bróðerni tylla mér hjá honum á skákina hjá Heimskringlu, og reyna I ró og næði að sýna honum fram á |>að, að sumt í greininni hans, af svo góðum toga, sem ég tel hana spunna, eru staðlausar staðhæfingar og hrein og bein Lokaráð til hinnar fslenzku þjóðar, — alt af þvf Mr. Askdal hefir látið æsta ást til ís- lands ráða orðum sínum, en ekki litið á málið með staðfastri ró. Eg ætla ekki að fara að dæma milli pólitfsku flokkanna á íslandi. Þegar ég fór af íslandi, fylgdi ég að málum flokk þeim, er nú hefir völdin á Islandi, og vil þvf auðvit- að mæla lionum bót, svo lengi sem ég get. Eg yrði þvf ef til vill ekki álitinn óhlutdrægur. Ég skal samt játa, að í þeim flokki eru mikils- megnandi menn, sem ég hafðialdrei og hefi eigi enn, trú á, og ég mundi enga bót vilja mæla flokknum, ef ég sæi að þeirra skoðun réði. En ég ætla að geta þess hér, að ég hefi ætíð talið H. Hafstein í þeim hluta flokksins, sem fylgja vill þvf, er betur mætti fara. En ýmislegt f stjórnarstefnu hans 4 sfðustu tfm- um, gerir það að verkum, að ég ótt- ast, að hinn lakari hluti flokks hans ætli að fara að bera hina ofur- * ráða. Eg á líka I hinum flokknum ýmsa mfna kærustu tíuí, og f hon- um eru margir, sem óg þekki að J því, að vera meðal vitrustu ogbeztu ! sona íslands, Slíkir menn skipa að nokkru báða flokkana. Ég tok þvf ekki undir með Mr. Askdal o. fl., sem bregða flokkunum á vfxl um það, að foringjar. þeirra séu ! keyptir sinn af livoru áuðfölagi, og ; þeir múti svo aftur flokksmönnum, og selji fyrir það heill og hags- muni Islendinga í hendur erlend- um auðfélögum. Það er svo f póli- tfk, sem hverju öðru, að “slnnm augum lítur hver á silfrið”. Einn j álftur þessa aðferðina og þettasam- ■ bandið aðalskilyrðið fyrir heill lands og lýða, og annar hitt, og beggja skoðun getar verið af jafn hreinum hvötum. Eg tel þvf mútu- brlgsli Mr. Askdals til H. Haf- steins, vera staðlausa og ósæmilega l getsök, enda liefir höf. ekki reynt j að rökstyðja hana. Það eru sérstaklega 2 aðalatriði önnur I grein Mr. Askdals, sem ég ætla að minnast á. Það eru ráðin, sem hann gefur hínni íslenzku j þjóð, sem hann álftur hollust til að , kúga stjórnina til að láta undan. Fyrra ráðið er, að andstæðingamir hefðu átt að sprengja upp þinghús- ; ið og taka fastan ráðgjafann og 1 þingmenn þá, er honum fylgdu að málum. Höf. hvet-ur hér marga beztu menn landsins til að beita skríls aðferð á hæzta stigi. Ég er viss um, að höf. er svo skynsamur maður. að hann sér það, ef hann íhugarmeð rósemi þetta ráð sitt, að hefði þvf verið beitt, þá hofði það stórum veikt traust andstæð- inga flokksins og kastað skugga á i alia pólitíska starfs-'ini Islendinga. ' Og svo er Ifka þess að gæta, að ís- jlanderekki óháð riki út af fyrir (sig. Það er undir vernd Dana- i veldis, og Danir eru jafn skyldir til að vernda íslendinga gegn inn- lendu sem útlendu ofrfki. Þetta hefði þvf gefið Dönum hið bezta tækifæri, til þess að liafa áhrif á sérmál íslands,nota strákskap þjóð- arinnar til að draga meira vald { hendur sér. Það hefði verið f lófa lagið fyrir stjórnina, að beita til þess bæði stjórnlegum áhrifum, og persónulegum áhrifum einstakra manna; þvf allir, sem nokkurntfma liafa hugsað um mannlegt eðli vita. að strákskapur, hvort heldur oin- staklinga eða flokksheildar, vekur freistni hjá andstæðingunum til að beita samkynja brögðum á móti. Auk þess hefði það, eins og ég liefi áður tekið fram, kastað skugga 4 hina íslenzku þjóð f augum hins mentaða heims, hefðu forvígismenn hennar barist eins og götudrengir á fyrsta þingi, sem þeir háðu, eftir að rýmkað var um rétt þeirra, og ef þjóðin hefði sýnt, að hún virti að vettugi þinghelgi sfna. Til slíkra örþrifaráða er vart tek- ið, nema þegar verið er að steypa einvöldum harðstjórum. Þar sem þingbundin stjórn er, eru nóg lög- leg ráð til að steypa stjórninni við næstu kosningar. Og vald og heiður mótflokksins er undii því kominn, að hann beiti afli sfnu á svo heiðarlegan og göfugan liátt, að enda stjórnin sé neydd til að virða hann. Þannig hafa t.d. Norð- menn farið að I deilu sinni við Svía og hljóta fyrir lof alls hins mentaða heims og bera úr býtum frægan sigur. Ekki er betra hið annað ráð, sem Mr. Askdal gefnr hinni fslenzku þjóð. En það er, að biðja d ö ns ku stjórnina. að samþykkja ekki rit- sfmamálið. Höf. minnist I grein sinni á Sturlungaöldina, á samning Gissurar um að drepa Snorra. En hér ráðleggur hann þjóðinni alveg sama ráð og notað var af valda- gjörnum yfirgangsseggjum 4 Sturl- ungaöldinni, og sem leiddi til [>ess, að þjóðin misti frelsi sitt og sfikk I eytndardjúp ósjálfstæðis og van- megnis. Ráðið er, að fá erlent vakl til hjálpar, til þess að geta ráðið niðurlögum andstæðings sfns, undir þvf yfirskyni, að frelsa þjóð- ina frá yfirgangi andstæðingsins. Þvf hvernig átti stjórnin hér að skerast f leikinn? Hún gat [>að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.