Heimskringla - 25.01.1906, Blaðsíða 1
XX. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA 25. JANÚAR 1906
Nr. 16
PIANOS og ORGANS.
Heintzmau & Co. Planos.-Bell Orgel.
Vér seljtJm með mánaðarafborgunarskilmáium.
J. J. H MCLEAN & CO. LTD.
330 MAIN St. WINNIPEG.
4-----------------------------------
NEW YORK LIFE
Insurance Co."
Árið 1905 kora beiðni um $400,000,000 af lífsábyrgð-
um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innkeimti fyrsta
ársgjald; $50,000,000 meira en nokkurt annað lífsáb.-
félag hefir selt á einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr-
ir 6,800 dánarkröfur. — $20,000,000 borgað til lifandi
sk/rteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró-
sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk-
uðu um $5,789,592, og sjóður þess um $45,160,099, svo
sjóður þess er nú $435,820,859. — Lífs&byrgðir f gildi
liækkuðu um $132,984,578; öll lffsábyrgð f gildi 1.
janúar 1906 var $2,061,593,886.
CHR. ÓLAFSS0^7, JG. MORGAN,
AGENT. WlNNIPEG MANAGEK
. ------------------------------------------------------
Arni Egiertsson
Land og Fasteignasali
Útvegar peningalán og
tryggir líf og eignir
SkrifsWa: Room 210 Mclutyre
Block. Telephoue 3364
Heimili: 671 Ross Avenue
Telephone 3033
Fregnsafn
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Joseph Ernest Geddes, brezkur
kaupmaður í Hong Kong, hefir
kvartað fyrir brezku stjórninni um
að hann hafi verið liandtekinn af
Rússum í Manchurfa og kærður
um að vera njósnari. Hann kveðst
hafa verið fluttur til Sfberíu og
hafður þar f fangelsi f 6 mánuði
og daglega hýddur með leðursvip-
um og skipað að játa sök sína.
Honum var hvað eftir annað hótað
lffláti, en þó að sfðustu slept, er
hann fékst ekki til að játa glæp-
inn á sig. Mr. Geddes mælist til
þess, að brezka stjórnin sjái um að
hann fái hæfilegar skaðabætur frá
Rússum fyrir meðferðina.
— Gufuskip, er flytur kol, strand-
aði nýlegavið strendurNova Scotia
í þoku á klettum nokkrum. Skips-
höfnin komst öll af með illan leik,
en skipið pr algerlega tapað.
— C. P. R. félagið er að l&ta
byggja stór gufuskip til mann og
póstflutninga milli Englands og
Canad). Vélamar f sumum þeirra
eiga að hafa 18 búsund hesta afl
og knýja þau milli hafna á minna
en vikutlma.
— General Buller, sá af herfor-
ingjum Breta, sem einna mestu af-
kastaði f Búastríðinu, en fékk litlar
þakkir fýrir, hefir verið settur á
þús. punda árleg eftirlaun. Sjálfur
hefir karl 20 þús. punda árlegar
tekjur af eignum sfnum, svo að
honum má standa á sama um eftir-
launin. Hann gerir lielzt ráð fyrir
a,ð gefa sig framvegis við stjórn-
málum og að komast á brezka þing-
ið, ef þess er kostur.
— Eldur í Carnegie stálgerðar-
verkstæðinu f Greenville, Pa.,
gerði nýlega 600 þúsund dollara
skaða. Tveir menn brunnu hættu-
lega f eldinum.
— í skýrslum Breta er sýnt, að
143 borgir á Bretlandi nota sorpið
8em til felst f borgunum til þess að
framleiða rafafl, er knýr strætis-
brautavagna áfram og lýsir borg-
irnar með rafljósum. — Winnipeg
ætti að gera eins.
— Brezku kosningarnar gengu
algerlega Campbell - Bannerman
stjórninni f vil. Jafnvel sjálfur
Arthur Balfour, fyrverandi stjórn-
arformaður, var rneðal þeirra, er
töpuðu sætum sfnum; hann varð
2 þúsund atkvæðum f minnihluta.
Sir Gilbert Parker, canadiski rit-
höfundurinn, náði kosningu undir
merkjum únfonista með 800 atkv.
umfram. Hamar Greenwood, ann-
ar canadamaður, náði þar einnig
kosningu.
— Gömul kona, 3 Ivöm og <■.
karlmenn létu lffið f húsbruna hjá
Portage la Praine. Annað fólk í
húsinu komst með naumindum
undan,
— Gas hefir fundist f Edmonton
bæ austanverðum. Northwestern
gas og olíufélagið, sem þar á land
hefir varið 25 þús. dollara til borg-
unar á lóðum sfnum og fundu loks
gasið á 1450 feta d/pi. Gasið er
?ott og gefur skært hvftt Ijós. Fé-
agið hvgst að bora enn dýpra og
vonar að fá þá aukið gasmagn. Nú
erafl þess að eins 250’pund á ferh.
)uml. Það er talið vfst, að hér sé
eigendunum vfs auðsuppspretta og
bænum viss framfarastyrkur.
— Lögreglan í Pétursborg tók
til fanga 22 verkamannaforingja
dar í bænum og varpaði þeim í
myrkvastofu 11. þ. m. Menn þessir
skipuðu ráð og framkvæmd að öllu
eyti fyrir verkalýðinn gagnvart
stjórninni og voru ei fleiri. Lands-
stjórnin lét taka þá á nætur-
fundi þeirra. Einnig náði lögregl-
an þá í mikið af árfðandi skjölum
lessara félaga.
— N/lega voru 3 Japanar teknir
fastir f Seattle, Wasli., fyrir pen-
ingafölsun. Þeir hafa búið til
$10 til $5 seðla í stórum stíl og
og komið þeim út á meðal fólks.
Vita menn enn ekki, hvað mikið
æir hafa falsað af peningum, en
álitið, að það muni nema stórri
upphæð.
_—Mr. Howell, yfirforingi Sálu-
hjálparhersins í Winnipeg, býst við
að alt að þvf 10,000 meðlimir hers-
ins flytji búferlum fráBretlandi til
Canada næsta ár.
— Þann 20. þ.m. varð mylnuslys
f Keewatin. Mylnan var smfðuð í
sumar af mannifráChicago. Myln-
an lyfti og malaði grjót úr málm-
náma. Þenna morgun brotnaði
yftiásinn, en heljarstórt bjarg hékk
neðan í honum, og var 40 fet frá
botni. Tuttugu verkamenn^ voru
niðri 1 námunni, er slysið vildi til.
Þegar þeir heyrðu ásinn bresta,
hlupu þeir strax til hliðar, en það
ugði lftið, því þegar bjargið kom
f botn, spýtti það frá sér grjóti og
jörð, sem lenti á verkamönnum.
Þrfr af þeim stórmeiddust og beið
einn bana sama dag, en hinir tald-
ir frá. Tveir af þeim eru Gallar
og einn Frakki. í
— Þann 19. og 20. þ.m. var ofsa-
veður og fannkoma í vestur Can-
ada. Vindurinn fór alt að þvf 40
mflur á klukkutfmanum. Snjó-
koma var allmikil, svo j&rnbrautar-
lestir töfðust töluvert og urðu sfð-
bærar á ýmsum sröðum. Snjór
kom töluverður f Winnipeg bæ, en
ekki varð veðurhæð þar jafnmikil
og víða annarstaðar. Snjór varð
svo mikill á götum bæjarins, að
töluverð ófærð var á þeim. Vagn-
ar á strætum héldu stöðugt áfram.
Ekki hefir heyrst getið um stór-
skaða af veðri þessu.
— Horfurnar til samkomulags í
Vlorocco deilunum eru alls ekki á-
itlegar. Þrjú stórveldin, Þýzka-
and, Frakkland og Bretland, tor-
tryggja hvert annað, og sfðustu
l'regnir af ófriðarskýinu verða svart-
ari dag frá degi.
— Kfnverjar úr öllum stöðum f
Minnesota ætla að safnast saman f
Minneapolis 24. þ. m. til þess að
halda upp á 32. ríkisafmæli keisar-
ans f Kfnaveldi. Hann heitir
Kwong Sui, eins og margir sjálf-
sagt muna.
I5LAND.
N/kominn Austri segir tíðarfar
vera ákaflega stormasamt og sf-
feldir umhleypingar. — Vopufirð-
ingar héldu upp á afmæli séra
Matthfasar í sfðasta mánuði fyrra
árs. Þtíir sendu skáldinu heilla-
óskir f minningu þess, að þá var
það 70 ára garnalt. — Seyðfirðingar
eru að stofna mótorbáta ábyrgðar-
félag, og æskja að fá úr landssjóði
3000 kr. styrk. — 12. des. f. á. gerði
ofsaveður á Austfjörðnm og urðu
af skaðar all-miklir, skip fuku og
þök tóku af úthýsum, hús skektust
á grunnum og hey fuku; tveir
menn meiddust í ofviðri þessu._
Þann 12. nóv. f. á. var Grundar-
kirkja f Eyjafirði vfgð og er talin
hin fegursta og veglegasta kirkja
á íslandi. Kirkjueigandinn er
Magnús Sigurðsson, atgervis og at-
kvæðamaður hinn mesti. Nýtt blað
á að fara að koma út f Reykjavfk.
Sagt að það verði stjórnarblað, og
Þorsteinn Gfslason verði ritstjóri
þess. Hann var um stund ritstjóri
'3jarka. — Þ. 9. nóv. f. árs dó kon-
súll Jóhann Vigfússon á Siglufirði.
Jann varð bráðkvaddur á Akur-
eyri. Hann var sonur Vigfúsar
Sigfússonar, sem nú er hótelshaid-
ari á Akureyri, en var lengi borg-
ari á Vopnafirði.
FRÉTTABRÉF.
Selden, Nebr., 12. jan. 1906.
Ekkert héðan að frétta nema
einmunagóða tfð. Sumarið var
votviðrasamt, eftir því sem menn
liafa að venjast hérumpláss. Upp-
skera góð á hálendi en lakari á lág-
Lendi oc sumstaðar stóð vatn á
áglendi nógu lengi til þess að eyði-
eggja uppskeru.
Haustið þurt og það sem af er
vetrinum úrkomulaust að kalla.
Enginn snjór fyrr enn lftið hret nú
um n/árið. Frost mjög Iftil; tvis-
var zero-veður. Heyskapur í bezta
agi, og gripir í haustholdum.
Landar hér hafa engan sérstak-
an félagsskap. Þeir eru bæði fáir
og langt á milli þeirra. Heilsufar
gott og vellíðan yfir höfuð. Engir
' andar dáið nú í nokkur ár. Eiigir
hafa flutt burtu og engir sezt að
íér nú í langan tfma.
í kynnisför kom hingað í sumar
sem leið Leifur Magnússon frá
Duluth, Minn.
Ungu íslendingarnir eru nám-
fúsir og hafa margir af þeim farið
á hærri skóla, þegar lýðliáskóla
œnslu var lokið. Flestír hafa þeir
ært íslenzku, en tala hana Ifkt og
raupstaðafólk heima, en fáir kunna
að lesa hana til muna. Samt er
talsverð löngun að vakna hjá þeim,
sem á hærri skóla hafa gengið, að
lynnast sögu Islands og læra málið
betur. Barnabörn íslendinga munu
naumast læra íslenzku í þessu
bygðarlagi.
Með virðingu yðar,
Jón Halldórsson.
Miðsvetrarsamsæti
Islendinga.
Svo hefir Helgi magri fyrir oss
agt, að vér skulum gera heyrum
iunnugt, að þau atriði, er nú skal
greina, hafa þegarverið fastmælum
bundin að Kristnesi.
1) Að miðsvetrarsamkvæmi skuli
íslendingum haldið nú í vetur f
borginni Winnipegá líkan hátt og
gert hefir verið á undanförnum ár-
um. Og öllum brögðum verður til
þess beitt, að það verði ánægju-
egra, fjölbreyttara og fjörlegra en
nokkuru sinni áður.
2) Að samkvæmi þetta skuli
haldið í Manitoba-höllinni. Skal
það tekið fram um leið, að húsrúm
er þar nú alt að hálfu meira en áð-
ur, tveir salir sem notaðir verða á
sama lofti, aunar til borðhalds,
skeuitana og ræðuhalda, hinn fynr
dans og hljóðfæraslátt. Eru salirn-
ir báðir prýddir svo m kið, að
hverju stórmenni, er unt væri á að
benda, væri þar full boðlegur veru-
staður og hýbýlaprýði svo mikil, að
fæstir Islendingar hafa hugmynd
um, nema þeir sæti boði Helga
magra.
3) Að hófið skuli standa 15. dag
febrúarmánaðar næst komandi,dag
Fástfnusar hins helga, sem nú er
fimtudagur, klukkan átta að kveldi.
Og eru allir beðnir að koma snemma
til boðs, svo skipa megi gestunum
sem prúðmannlegast til sætis.
4) Að til boðsins eru kvaddir
að eins 500 manns, karlar og konur.
Y’erðurengum fleiri aðgangur veitt-
ur, hversu mikið fé, sem í boði
verður, til þess eigi verði mann-
fjöldi of mikill og með því spilt
fyrir ánægjunni. Ágætt húsrúm,
svo vel geti farið um alla, handa
svona mörgum gestum, en fastá-
kveðið, að þar skuli ekkert umfram
verða og með þvf trygging gefin
fyrir, að öllum geti liðið vel.
5) Að samkvæmis-seðlar hafa
þegar prentaðir verið og eru fáan-
legir hjá hr. bóksala Halldóri Bar-
dal og ýmsum húskörlum Helga
magra. Teljum vér það ráð, þeim
sem kaupa vilja, að ná f seðla þessa
sem fyrst. Munu allir þeir, er því
ráði hlfta, sig hepnismenn telja, en
hinir, er skjóta augum í skjálg,
verða súrir á svip, er þeir fara að
leita hófanna um seinan og öll sæti
eru uppseld. Enda öldungis nauð-
synlegt að vita nokkurum dögum
áður, hve margra gesta er von.
6) Að verið er að útvega ræðu-
menn og skáld, liina helztu, sem
völ er á, og eiga ræðumenn allir
n/ir að verða, svo ekki þarf að
kvíða hinum gömlu.
7) Að engar verða ræður fluttar
yfir borðum, nema ávarp til gest-
anna. En þegar gestirnir hafa
gert vistunum skil, verður borðum
irundið. Skifta menn sér þ& eftir
geðþótta; þeir, sem dansi vilja
sinna, skipa sér í danssalinn; þeir,
sem kveikja vilja í vindli f reyk-
salnum;en þeir, sem hug hafa á
ræðuhöldum og söng, skipa sér sem
næst ræðupalli til að lil/ða fjörug-
um ræðum, íslenzkum þjóðsöngum
og gömlurn samkvæmislögum.
8) Að á skemtiskránni verður sú
nýjung, að fram kemur jungfrú ein
fslenzk, forkunnar fögur, í fald-
búningi fslenzkum og syngur eitt-
liver áhrifamesta þjóðlagið, sem
vér Islendingar eigum.
9) Að á eftir ákveðinni skemti-
skrá, verða /msir af helztu gestum
til þess kvaddir, að flytja stuttar
ræður, og verða þá allir að vonum
i úsir til að skemta, sem til þess eru
i’ærir.
10. Að íslendingar skulum vér
aítir vera, kveldið það.
Kristnesi hinu vestra,
á Yincentíusmessu 1906.
Nokkurir húskarlar.
KLUKKURNAR.
Hringja klukkur að heilt sé ár
horfið f skautið tfða.
Hringið inn aftur happa-ár,
heill og blessun 1/ða.
Hringið á burtu hjartans sár
hringið inn græðslu sára,
hringið á burtu höfug tár,
hringið inn bœtur tára.
Hringið inn í hjörtun frið,
hringið á burtu þrætur,
hringið inn sátt og lireinlyndið,
liringið inn rauna bætur.
Hringið á burtu hræsni og tál,
hringið inn fagrar dygðir,
hringið á burtu heiftarbál,
hringið inn ást og trygðir.
Hringið inn drengskap, hreysti’
og frægð,
hringið inn frelsi lýða,
hringið inn dýra heilla-gnægð,
hringið inn gæfu blíða.
Hringið inn hvað sem hugga má,
hringið inn fagra siði,
liringið inn blessun himnum frá,
hringið oss alt að liði.
Jónas J. Daníelsson
Winnipe^.
Munið eftir “Conversazione”
ungu stúlknanna úr Skuld, sem fer
fram í Younq Men's Liberal Club
salnurn á Notre Dame Ave., and-
spænis Winnipeg Opera öouse, á
mánudacskveldið kemur, þ. 29.þ.m.
Þess má geta, að salur þessi er sér-
lega skemtilegur og rúmgóður og
stúlkurnar hafa ekkert tilsparað að
gera þetta samkvæmi sem ánægju-
legast fyrir alla, sem þangað kunna
að koma, enda ber prógrammið, sem
er f tveimur þáttum, það með sér,
að þar eigamenn von ágóðri skemt-
un. Sfðari hluta prógramsins, sem
innibindur “Grand Promenade” og
leiki, sem a 11 i r geta tekið þátt f,
st/rir hr Ólafur Eggertsson. Sjá
að öðru leyti augl/singu á öðrum
stað í blaðinu. — Góðar veitingar.
— Aðgangur að eins 35c.
Þeir félagar Eggertsson og
Ijarnason eru þegar byrjaðir á
ijötmarkaði á norðvestur horninu
á Toronto og Ellice. Þeir verzla
með allar tegundir af kjöti, fiski,
garðávöxtum, smjöri og eggjum.
Þeir hafa ekkert nema beztu og
íreinustu vörutegundir, en selja þó
eins ódýrt og aðrir markaðsmenn f
æssum bæ. Þeir æskja viðskifta
anda sinna.og bjóða þeim góð kjör.
Heimskringla leyfir sér að mæla
j'ram með kaupmönnum þessum,
bæði við Islendinga og aðra. Báðir
mennirnir eru kunnir að reiðileg-
íeitum og góðu einu.
Kapplesturinn, sem auglýstur
var f síðasta blaði, vann ungfrú
Fanny Thomas, og náði þannig
silfur medalíunni, sem um var
kept.
$100 ekran.
Nikulás Ottenson í River Park
hefir til sölu 22 ekrur af landi
skamt sunnan við Elm Park fyrir
$100 hverja ekru. Þeir, sem vildu
gera gott gróðakaup, ættu að finna
hann að máli. Næsta land við var
á síðastliðnu sumri selt fyrir $225
hver ekra.
MARKVERÐ UPPGÖTVHN.
Hákon Finnsson hefir fundið upp
aðferð til þess að setja menn í
samband hvar sem er í heiminum;
hann dáleiðir menn með myndum
og getur á þann hátt tekið myndir
af húsum, mönnum, verkfærum,
dýrum og landsplássum, og öllu
mögulegu. Hann hefir verið f
Kauþmannahöfn síðastliðin 2 ár að
læra íþróttir. Hann hefir haft 11
mena f sambandinu, þar á meðal 2
hér í Winnipeg (Sigstein Stefáns-
son og Pál Jónsson Kjerúlf), 5 f
Kaupmannahöfn (Halldór Jónas-
sen, Sryggva Ólafsson, og sjálfan
sig og tvo danska), 4 á íslandi
(Þórunni Stefánsdóttúr, Halldór
Stefánsson, Jón Stefánsson og
Björgu Halldórsdóttir). Hann hef-
ir með þessu sambandi fundið að-
ferð til þess að rannsaka sálirnar
og getur á þann hátt vitað, hvaða
lífsstöðu menn eiga að taka,ogget-
ur rakið lífsferil manna frá vögg-
unni til grafarinnar eða til þess
tfma, sem hann setur menn í sam-
bandið,
Hákon Finnsson,
Halldór Stefánsson,
Páll J. Kjerúlf.
*
Ofanprentaða frétt hefir herra
Páll J. Kjerúlf f Winnipeg sent
Heimskringlu til birtingar.
Elztu tré í Ameríku.
Stutta leið frá Boston standa
hinar nafnfrægu Waverly eikur, og
er staðurinn nefndur þar Beaver
Brook Reservation. Sumir trjá-
fræðingar álíta eikartré þessi eldri
en flest önnur tré á vesturhveli
hnattarins. Þau hafa verið firna
gömul, þegar hinn fyrsti Evrópu-
maður steig fæti á meginland í
Vesturheimi. “Það má vel vera,
að þau hafi verið svipuð, þegar
Leifur hinn heppni fann Amerfku
og þegar þau Þorfinnur og Guðrfð-
ur gistu Vínland hið góða”. Sagn-
fræðingur einn heldur því fram, að
sé Charles áin, á sú, sem talað er
um f sögunni, og sem lýst er að
hafi runnið fram í hóp nokkurt og
úr því til sjávar, þá muni Guðrfður
kona Þorfinns hafa setið oftar en
einu* sinni f forsælunni undir eik-
um þessum.
I seinni tlð hefir trjám þessum
verið veitt umönnun og ræktar-
semi,og greinar þeirra verið styrkt-
ar og breiddar út eins og framast
má. Fyrir nokkrum árum féll eitt
þeirra að velli, það var einna veik-
ast og minst; en ártalahringir þess
telja aldur þess meiri en átta hundr-
uð ár.
Trén eru nú alls tuttugu og sex.
Beaver Brook Reservation er lttill
lystistaður í samanburði við suma
aðra (>ar í grend. Hann er að eins
53 ekrur að ummáli. En þar hefir
margt skáld og náttúrufræðingur
unað sér vel og framleitt fögur
kvæði og fagrar hugsanir.
Stærsta eikin er nefnd Monarch.
(Einveldingi). Hún er 80 fet 6
hæð; ummálið við rótina er 28 fet,
ummálið yfir meginbolinn 18(4
fet, 5 fetum ofan við jörðu. Skáldið
Lowell hefir óefað haft eikur þess-
ar í huga, f einu eða tveimur kvæð-
um sfnum, enda var þessi staðnr
honum mjög kærkominn. (Þýtt).
Markusson &
Benediktsson
selja lóðir frá 3 dölum fetið og upp.
Hús fyrir Y^-virði, lönd fyrir J
verðs. Þetta stendur að eins fáa
daga. Þeir útvega Straiqht Loan
á hús með 6, 7 og 8 prósent, vá-
tryggja hús utanbæjar og innan,
ásamt liúsmunum, ef óskað er. Alt
selt með lægra verði en hjá nokkr-
um öðrum fasteignasölum. — Þeir
eru agentar fyrir lóða og landeig-
endur um allan bæinn. Komið og
kaupið, eða biðjið upplýsinga.
205 Mclntyre Bl’k., YV’peg.
Telephone 4159.