Heimskringla - 15.02.1906, Side 1

Heimskringla - 15.02.1906, Side 1
 XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 15. FEBRÚAR 1906 Nr. 19 Arni Eggertssoi Land og Fasteignasali Útvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstcfa: Roora 210 Mclatyre Block. Telephone 8861 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 8033 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. N^lega liefir Alexander Dowie gert erfðaskrá sfna. Fasteignir hans eru metnar á 21 millfón doll- ara. Af þeirri upphæð gefur hann 95 prósent til Zions borgarafélags ins, sem hann kom á fót, sem höf- uðprestur þess safnaðar. 2y% pró- sent, af þvf sem eftir eru, skulu ganga til mentamála og umbóta í nefndri borg, en afgangurinn, 2V2 prósent eiga að ganga til Mrs. Jane Dowie og Gladstone Dowie. Dowie gerir fyrirmæli um að allar skuld- ir, sem livfla á Zionsborg, verði borgaðar af eigum sfnum. Hann hefir útnefnt eftirmann sinn, og heitir hann Speicher. Hann er þegar böinn að taka við öllum ráð um, f>vf Dowie gamli er farlama og dauður þá og þá. — Mrs. C.A.Canfield, kona mill- íóna og steinolfu kongsins Can- field, í Los Angeles, Cal., var skot- inn f fyrta mánuði. Hún hafði sörstakan þjón að gæta sfn, hvar sem hón fór, svo að þjófar ræntu sig eigi. Canfield er Þjóðverji. Að kveldi er barið að dyrum hjá frú Canfield, og Buch kominn og heimtar að tala við hana. Hann hafði verið hennar trúi og dyggi þjónn og átti heima skamt frá húsi húsfreyjunnar. Hún gekk þegar tildyra. Hann heimtarstrax nokk- uð háa peningaupphæð, en frúin neitaði. Hann dró þegar upp skammbyssu og skaut hana f hjart- að, og dó hún f>egar. Maðurhenn- ar er nú að ferðast suður f Mexico. Los Angeles búar syrgja mjög frú Canfield, því kún hafði verið góð og drenglynd kona. — Nýtt samsærisfélag er mynd- að I Pétursborg og heldur lffvörð- urinn þrefaldan vörð um keisara- höllina, og fjöldi fólks er hneptur f myrkvastofur, — allir sem hægt er að handsama og nokkur grunur getur legið á að viti um satnsæri þetta eða sé eitthvað við það riðið. Upphlaup og manndráp dagleg verk nú f Suður-Rússlandi og horf- urnar liinar vorstu. — Mrs. Crompton brá f brún, þegar hún kom til New York um daginn úr kynnisferð til ættingja sinna á Þýzkalandi. Hún er dóttir yfirhershöfðingja f þýzka hernum. Hún gekk fyrir skömmu sfðan að eiga hr. Croinpton, sem er einn millíónaeigandi í Wall St., New York. Hann á hinar svokölluðu Cripple Creek námur. Hún varað eins 18 ára, þegar hún kyntistþess- um maurapúka og varð hann ást- fanginn af henni. Hann stakk upp á því við hana, að þau giftu aig heimulega og gaf upp við gift- inguna að eins fyrstu stafina i úöfnum þeirra beggja. Hún hefir farið til Þyzkalands á hverju sumri siðan þau giftust og hefir hann lagt henni til þess skotsilfur og farareyrir. Að venju fór hún i sumar. En alt í einu hætti hann að senda henni skotsilfur til Þýzka- Iands. Hún skrifaði honum, en ekkert kom út af þvf. Hún fór þá til og vann á greiðasöluhúsi, þar til hún var búin að ná saman far- gjaldinu til New York. Þegar hún kom þar, vildi hr. Crompton ekki sjá hana né heyra. Hann kvaðst hafa verið giftur löngu áður, en hann hefði séð hana, og búa með eiginkonu sinni f óflekkuðu hjóna- bandi. Anita, þessi þýzka stúlka, bar sig sárlega, og þóttist illa vera göbbuð, sem von var: Hún hefir nú stefnt honum fyrir skuldir. Hún kveðst hafa keypt innahúss- muni fyrir $30,000, eiga f vörzlum hans gimsteina, sem nemi $20,000, og svo álítur hún sig eiga þægð hjá hoúum fyrir rekkjuneyti. Allar líkur eru til, að hún fái einhverja dalatölu frá þessum óþokka; en mannorðið er farið til fulls og alls. — Snemma f þessum mánuði brann Union hveitimylnan í East St. Louis, 111. Þar brann meira en ein millfón busli. af hveiti, 200 hestar og 200 flutningsvagnar. — Bankafölag í Belgfu liefir ný- lega keypt 50,000 ekrur af landí í Vermillion héraðinu f Norðvestur- landinu. Það er hveitiræktarland. Tuttugu þúsund ekrur keypti félag þetta af C.P.R., en 30,000 ekrur af Hugh Southerland og W. A. Camp- bell. Umboðstnaður félagsins kom hingað alla leið frá Brussel til þess að fullgera kaupin. Ekki vita menn ennþá hve hár prfsinn var, en fullyrt að hann hafi ekki verið neðan við $7.00 ekran. Þetta fé- lag ætlar að láta rækta landið og selja það sfðan til landsmanna sinna, er hingað vilja flytja. Þessi kaup sýna áþreifanlega, að land- gæðin í Canada eru þekt um allan lieim, og að lönd fara sfhækkandi f verði f öllu vestur Canada. — Kona Strathcona lávarðar hefir nýlega gefið $52,000 f fátækra- sjóð þaifn á Englandi, sem kendur er við Alexöndru drotningu. Mestu af fénu skal varið til að flytja fá- tækt fólk á England hingað til Norðvesturlandsins. — Fyrir stuttu sfðan fanst kona frosin f hel f kofa nálægt Strath- ford, Ont. Hún var einsetukona, 74 ára að aldri. Hún hafði bæði nógan mat og eldivið, en dró að setja í stand hitunarofn í kofanum, og þegar loksins að maðurinn kom til að gera það, fann hann kerling- una frosna í hel. — Sagt er að 15,000 innflytjend- ur úr New York og Ohio rfkjum séu búnir að innrita sig og.ætli að flytja til vestur Canada í vetur og vor. — Hinn 7. aprfl næstkomandi er ákveðinn kosningadagur á Rúss- landi. Ko8ningaraðferð er sniðin að iniklu leyti eftir Bandarfkja kosningalögunum. bingið á að koma saman 28. apríl. — Konugarmur f Boston drap 4 börn sln og sjálfa sig á gasi. Opn- aði gaspfpuna. þegar hún gekk til rekkju um kveldið og börniu voru háttuð. Þau voru kornung. — The Montreal Water and Power Co. hefir stefnt Montreal Herald blaðinu og heimtar $50,000 í skaðabætur fyrir að blaðið hafi sagt, að fólk fengi taugaveiki af því að drekka vatn félagsins. — Nýiegaútkomnar skýrslur frá læknum. og d<'narskýrslur sem pró- fessor H.W.Wiley sem yfirmaður í efnafræðis skrifstofu Bandaríkj- ,anna hefir gefið út, segja, að yfir ein millfón ungbarna hafi verið drepið með þvf að gefa þeim inn ýmisk nar síróps meðul og “pain killers” (kvalastillandi). En hálfvi meira hafi verið drepið af börnum með þvf að gefa þeirn niðursoðna mjólk. Hann álítur mjólk yfirleitt liafa mikið fólgið f sér af berkluin og sóttkveykjuefnum, en þó sé ó- niðursoðin mjólk ekki líkt þvf eins banvæn eins og niðursoðin. Kaup- menn og verkstæði geyma hana svo árum skifti, eða eins lengi og hún selst ekki. Efnafræðin hefir sannað, að hann segir, að það er svo mikið af sóttkveykjum í dag- legri fæðu, að hann sé dauðhrædd- ur við, að ganga að borðum og láta þessar skaðvænu skepnur ofan f sig. Ilann nefnir ekki tímabilið, sem þessar inillíónir ungbarna hafi dáið á. Hann vill að niðursuðu. verkstæðin séu skylduð af hlutað- eigandi stjórn, til þess að sýna dagsetningu á hverri könnu, live nær henni hafi verið lokað. — Maður að nafni Henderson, sem vann við að moka sandi niður f jörðu, í staðnum Birds Hill, hlaut bana í sfðustu. Þrfr menn, sem unnu með honum komust und- an þegar gryfjan féll saman. — Þann 8. þ. m. var vábrestur f kolanámu ei langt frá Charlestown, Va., Bandarfkjum. Ennþá vita menn ógerla, hvað margir náma- menn hafa beðið bana, en sagt er að þeir hafi ei verið færri en 28. — I seinni tlð hefir leikið orð á þvf, að Finnar væru að safna að sér vopnum og að fleiri skipsfarm- ar af byssum og skotfærum hafi verið sm/glað frá Svlþjóð til þeirra. Nú kemur sú fregn, að eftirlits- menn rússnesku stjórnarinnar hafi n/lega náð f fáein vagnlilöss af byssum og skotfærum, á leiðinni frá Finnlandi til Pétursborgar Þar að auki hefir náðst allmikið af sprengiefni og kassar með sprengi. kúlum. Lfklegt að Finnar geri upphlaup næsta vor, ef frelsi þeirra verður ei rýmkað. Á laugardaginn var lézt f Hull Ontari E. B. Eddy, 78 ára gamall. Hann var einn af stærstu timbur- verzlunarmönnum hér f landi og átti feikna mikil verkstæði í Hulí, þar sem búnar voru til eldspftur, sagbalar og fötur og fleira af þvf tagi. Nafn hans er kunnugt á hverju heimili í landinu, því allir nota varning hans. Hann var einn f tölu þeirra manna, sem lagt hafa sinn fulla skerf til þess að byggja upp iðnað í Canada. — Séra Geo. H. Simmons réð sér bana með þvf að taka inn eitur þann 7. þ.m. Hann var millfóna- eigandi og þjónaði baptista kirkju f Peoria, 111. Einnig var hann for- seti bankafélags nokkurs þar. Það gengu ýmsar ljótar sögur um prest þenna, og þar kom að lokum, að blaðstjórar þar f bænum boðuðu hann á fundsinn og lögðu þarfram fyrir hann /msar kærur, er á hann voru bornar fyrir brot á almennum siðferðisreglum ásamt með þeim sönnunargögnum, sem þeir höfðu aflað sér. Áð þvf búnu sögðu þeir honum, að nú væri að eins um tvent að gera: Annaðhvort yrði hann að flytja algerlega burtu úr bænum eða ráða sér bana að öðr- um kosti. — Og presturinn kaus hið betra hlutskiftið. — Stætisbrautafélagið f Toronto tók inn á sl. ári $2,747,324.58 eða sem næst tveimur og þrem fjórðu millfón dollara. Það voru 302,790.- 34 meira en á fyrra ári. Hreinn ágóði á árinu varð nálega l^ mill- fón dollara. Félagið flutti á árinu sem leið nálega 68 millíónir manna á vögnum sínum. Af inntektum félagsins fékk bæjarsjóðurinn yfir 406 þúsund dollara. — Það borgar sig að eiga strætabrautir f stórbæj- um og því ættu þær að vera bæj- anna eign. Wm. McKenzie er forseti Torontofélagsins og mun eiga mikinn hlut f eignum þess eða halda umráðum yfir þeim. — C. P. R. félagið er að auka höfuðstól sinn um 20 millíónir dollara, svo að hann verði 150 millfónir. — SondiherraKfnaveldisf Lund- únum gefur til kynna, að hér eftir ætli Kfnastjórn ekki að liggja að- gerðalaus eða ráðþrota undir of- sóknum Evrópuþjóða, einsogverið hafi að undanförnu. Hann segir enga eina þjóð nú þurfi að ætla sér að etja vopnum við Kínaveldi, sem hafi 200 þúsundir vel æfðra og vopnbærra manna og sé óðum að æfa fleiri, sv0 að engin þurð verði á hermönnum þar eystra. Kfn- verjar eru óðum að auka járn- brautir sfnar og hafa nýlega fengið japanskan verkfræðing með 6 þús. dollara árslaunum, til þess að ann- ast alt það starf. En ráðningu þessa manns fylgði þó það skil- yrði, að alt efni, sem f brautirnar þyrfti, væri keypt í Japan eða með milligöngu Japana. — Stórviðri á ítalfu, sem stóð yfir í 3 daga f sl. viku,gerði feikna tjón f mörgum strandþorpunum. Bærinn Galati, er hafði 4 þúsund íbúa, er nær því eyðilagður. 60 hús flæddu út í sjó ft einu kveldi. Margt manna lét lífið. — Frá Bandarfkjunum bárust nýlega þær fregnir, að fjárhagur rfkjanna hafi farið svo batnandi á sl. ári, að sú $28j/2 millfón dollara sjóðþurð, sem ríkið varð f á árinu 1904 er að mestu jöfnuð með gróða síðasta árs. Tolltekjur rfkisins fara óðum yaxandi, urðu mánuðinn sem leið yfir 26 mill. dollara, og siðan fyrsta júlí sl. hafá þær orðið 22y2 FUNDUR. Stjórnarnefnd Heimskringlu ielagsins er hér með tilkynt, a.ð stiórnarnefndarfund- ur verður haldinn á skrifstofu blaðsios kl. 8 að kveldi þess 6. n\arz næstk. (þriðjudags- kveld). Stjórnarnefnaarmenn eru alvarlega á- mintir um að sækja fund þenna, því undir geiðum hans verður það algerlega komið, hvort Heimskringla heldur áfram undir minni stjórn eða hún verður látin hætta út- komu og þannig falla algerlega. B. L. BALD WINSON. millíón dollara meiri en á tilsvar- andi tímabili síðasta ár. — Það er góðæri í Bandarfkjunum ekki Sfð- ur en hér. — Rússar eru að gera tilraunir með ýmsa köfunarbáta, stærri miklu en áður hafa þekst, og eru nú að láta byggja 4 slfk skip. Heitir sá Simon Lake, er fyrir þvf verki stendur, og hefir hann sjálfur hugs- að upp lögun þeirra og útbúnað að öllu leyti. Sama fregn segir Breta n/lega hafa fleytt þvf langstærsta og öflugasta herskipi, sem nokkru sinni hafi smíðað verið og að ekki hafi þurft nema 4 mánuði til þess að byggja það. Fréttabréf. Þar sem það geturekki heitið, að blað yðar hafi flutt neinar almenn- ar fréttir úr þessari n/leudu á ár- inu 1905, þá virðist ekki úrvegi að gefa svolftið yfirlit yfir Ifðan fólks og framfarir á þessu umliðna ári. Og ég mætti eins vel taka það fram hér, að ég álft það nauðsynlegt til sameiningar og viðhalds voru ís- lenzka þjóðerni vestanhafs og sem undirstöðu atriði fyrir sögu vora, að hver og ein fslenzk nýlenda veldi sér hæfan mann til að skrásetja helztu viðburði árlega, svo að saga vor gæti orðið svolítið meira en upptalning dánardægra. En svo er eitt, sem þarf að at- huga í þessu sambandi, og það er stærð og lega hvers bygðarlags. Að þetta só nauðsynlegt, kemur ljóslega fram hér, þar sem það má heita óslitin fslenzk bygð frá aust- urjaðri Foam Lake og vestur fyrir Quill vutn, um 40 mflur, og þeir, éem þar búa, gætu ekki vel tilheyrt Foam Lake bygð. Aftur, að ef menn binda sig við pósthúsnöfn, þá yrðu bygðirnar smáar og á rugl- ingi, sem ókunnugir ættu bágt með að átta sig á. Mér hefir þvf komið til hugar meðalvegur, sem er: Að binda stærð Foam Lake bygðar við stærð vegabóta liéraðsins, sem er um 4 “Townships” að stærð og hefir hið virkilega Foam Lake innan vé- banda sinna. Ég tala þvf ekki um annað f þessu yfirliti en það sem hefir skeð innan þessa héraðs. Tíðarfarið var hér hið ákjósan- legasta alt árið íft. Yorið kom snemma, svo rnenn höfðu nægan tíma til að undirbúa sáðlönd. Hag- stæð gróðrartíð fyrir akur og engi, nýting góð. Haustveðrátta hin á- kjósanlegasta, þó jörð frysi óvana- lega snemma, sem gerði haustplæ- ingu minni en ella. Uppskera korns og garðávaxta með betra móti; hveiti frá 25 til 35 og hafrar frá 50 til 85 bushel af ekrunni. N/ting allgóð, þó nokk- uð skemdist f haustrigningum. Markaður á búsafurðum í með- allagi. Á gripum frá 2J til 3J pd. á fæti, smjðr 15 til 20 cent pundið. kartöflur 25c bush., hveiti 50 til 60 cents og hafrúr 20 til>25 cent bush. Bygðin hefir verið vel lifandi í starfs ög framfara áttina. Sveitar- ráðsfundur haldinn í jan, 1905 og þessir menn kosnir til forráða fyr- ir firið; í fyrstu deild, G. J. Bfld- feil; í aðra deild, Skúli Johnson; í þriðju deild, C. J. Helgason, og í fjórðu deild, Guðbrandur Narfa- son. R. E. Coupland var og kos- inn ritari og féhirðir. Vegabætur voru gerðar á árinu eftir efnum og ástæðum. Tvö skólahéruð voru mynduð, er liggja að mestu leyti innan áðurgreindra takmarka, er heita “ Akra’’ og “Westside”, og hefir Akra þegar bygt myndarlegt skólahús. Eitt pósthús var og sett á stofn og heit- ir “Kristnes”, og er J. S. Thorlac- fus póstafgreiðslumaður. Islendingadagur var haldinn 23. júnf, og sótti hann fjöldi manns. Skemtanir voru: Söngur, ræðu- höld, kappreiðar og kapphlaup o fl. Hornleikaraflokkur undir for- stöðu H. Helgasonar, söngfræðings, var og á staðnum og skemti fólk- inu. Ben. Ólafsson stýrði söngn- um. Fyrir minni íslands talaði Jónas Samson, fyrir minni Canada Hannes Pétursson og fyrir minni Islendinga I Vesturheimi John Jan- usson. Kvæði voru og flutt af hin- um tveim síðastnefndu og Bjarna Árnasyni. Dfms og veitingar voru undir umsjón Skula Johnsonar og R. E. Couplands. Þorlákur Bjöms- son var forseti dagsins. Yfir höfuð fór skemtunin vel fram og á nefnd- in og allir þeir er styrktu með fjár- framlögum, heiður skilið fyrir við- leitni sfna til viðhalds íslenzku þjóðerni á þessum stöðvum. Þeir G. J. Bildfell og B. Jasons- son keyptu þreskivél og héldu til starfa á síðasta hausti. Bindarar og önnur akuryrkju verkfæri voru keypt af bændum í stórum stíl við það sem hefir verið á undanförnum árum. Húsakynni hafa og batnað að mun og timburhúsum fjölgað. og ber það vott uui menning og framför. Gripum hefir og fjölgað að mun, og má geta þess hér, að C. J. Helgason keypti og flutti til bygðarinnar um 400 nautgripi í einu á sl. ha\jisti. Þeir G. Narfason og I. Eríkson fluttu gripi sina sjáltír á markað í Winnipeg og er nýbreytni þessi annar vottur um menningu og framför. Þorsteinn Þorsteinsson flutti inn “carload” af timbri, sem Irann ætlar til húsabygginga á næsta sumri. Heilsufar hið bezta og engir dá- ið en nokkur efnileg börn fæðst. Og svo skildi 1905 við þessa bygð ánægða og starfandi. 1906 er tekið við, og er óskandi að allir nýlendubúar leggi fram krafta sfna til þess að gera það ennþá við- burðarfkara en fyrirrennara þess, svo þessi bygð standi ekki að baki neinum af systrum sfnum — hvort sem þær eru sunnan eða norðan landamæranna — 1 prívat eða fé- lagslegum framförum. íslendingar vér erum enn, enginn mun kalla oss fjáða; a meðan vér lifum, lifum sem menn, látum svo tímana ráða. John Janusson. “Þ Y R N A R”. Hleypt er inn um hugardyrnar heitum, stórum, björtum ljósum: endurbirtast Þorsteins “Þyrnar”, þeiai er fagnað meir en rósum. Sigur unninn, ofsókn horfin, ómenskunnar hundgá þrotin; úlfsins kló f agnir sorfin, “Aldamóta” sleggjan brotin. Sig. Jvl. Jóhannessonm VIÐ ANDLÁTSFREGN KRISTJÁNS IX. Ekki hlffa ellin má, — ýmsir þekkja hana, — hinsta sinni hælkrók brá hilmi öldnum Dana. Konga titlum ei ég ann, eru þeir fánýtt glingur; þenna syrgja mæta mánn má hver íslendingur. t Enginn fyr kom öðling jafn Islands bæta’ úr Fjörum; lengi mun hans ljúfa nafn lifa á þjóðarvörum. Upp á rfki, auð og mátt oft er valt að stóla. Danir hafa aldrei átt annan betri sjóla. Otal höfðu svöðusár seggir stríði vanir, fjögra tuga friðarár fengu loksins Danir. Við þitt dauða voðamein verða margir hljóðir, samantengir ætt þfn ein ótal lönd og þjóðir. Friðar varstu foringinn, frið á Iffsbraut stráðir, frið hefir andi fengið þinn, frið þvf elska náðir. Sigurður Jóhannsson. Fyrirlestur heldur S. B. Benedictsson laugar- daginn 24. febr. 1906 f samkomu- sal Únitara. Opið kl. 8 sfðdegis. Inngangur 25c. Umtalsefni er: Það sem alla varðar, eða, sáluhjálp landans. Efnið verður skemtandi og fræð- andi og með köflum stungið títu- prjóns oddum í hold heimsku og hjátrúar. Frjálsar umræður verða á eftir, og er öllum heimilt að leggja orð f belg sem vilja. Það má búast við að verði púður í umræðum, en þó einlæglega vonað að salurinn springi ekki upp. Komið og hlustið! Atvinnu- sala. Við höfum ísett okkur að selja allan útbúnað tilheyr- andi atvinnugrein okkar, við- arsölu og flutningi ýmiskonar; þar á meðal akt/gi öll, flutn- ingsvagna og hesta. Þeir, sem kynnu að vilja sinna þessu sölutilboði, geri svo vel að snúa sér til undir- ritaðra hið bráðasta. OLAFSSON BRÆÐUR 612 Elgin Avenue oK'Sammm ooo 5 « M» o Markusson & Benediktsson selja lóðir frá 3 dölutn fetið og upp. Hús fyrir V2-virði, lönd fyrir 4 verðs. Þetta stendur að eins ffta daga. Þeir útvega Straiqht Loan á hús með 6, 7 og 8 prósent, vá- Uyggja hús utanbæjar og innan, ásamt húsmunum, ef óskað er. Alt selt með lægra verði en hjá nokkr- um öðrum fasteignasölum. — Þeir eru agentar fyrir lóða og landeig- endur um allan bæinn. Komið og kaupið, eða biðjið upplýsinga. 205 Mclntyre Bl'k., W’peg. Telephone 4159,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.