Heimskringla - 22.02.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.02.1906, Blaðsíða 1
XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 22. FEBRtJAR 1906 Nr. 20 Arni Egprtsson Land og Fasteignasali Útvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstcfa: Room 210 Mclntyre Block. Telephone 3361 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 3033 Fregnsafa Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Þann 5, þ. m. fóru 2 menn f loft- fari frá Englandi til Frakklands og lentu 20 mílur upp fná sjó á Frakk- landi. Ferðin tók þá 4 kl.tfma og 10 mínútur. Hæst komust f>eir 10 þús. fet í loft upp og lenti þar í kafalds hríðarbil. Yfir sundið milli Englands og Frakklands fóru þeir á klukkutíma og 45 mínúium. — Stærsta seglskipi, sem bygt hefir verið, var fleytt í Bremer- haven 8. þ.m. Lengd þess er 438 fet og breiddin 54 fet. Það ber 8 þúsund tons. — Nýtfzka er það á Englandi að konur og ungar stúlkuð eru farnar að láta taka á fingurnöglum sínum myndir af bændum þeirra og elsk hugum. Fyrrum voru mynda- hnappar mjðg í móð, en nú þykir það bæði ffnna og lýsa meiri inni- leik, að láta gera myndina á neglur sér, svo alt af sé hægt að liafa þær fyrir augunum. Myndir þessar kosta 10 shillings hver, en skerast burtu á fáum vikum við vöxt nagl- anna. — Epla uppskerah í Nova Scotia hefir á sl. ári gefið bændum þar f fylkinu eina millfón dollara f pen- ingum. 300 þús. tunnur af eplum þessum sendust til Englands. — Hvalveiðaskip eitt frá Con- necticut varð nýlega fyrir því ó- happi, að bólusýki kom upp í því og 10 af skipshöfninni dóu. Þeir, sem ekki tóku sýkina, urðu hálf - ærðir af hræðslu og vildu fyrir hvern mun komast af skipinu. Eftir að hafa flækst um mánaðar- tfma á Atlanzhafinu tóku þeir land f Rio de Janeiro eyjunum og dvöldu þar þangað til sýkinni var algerlega útrýmt úr skipinu. — Frétt frá Kaupmannahöfn segir auðlegð þá, sem Kristján kon- ungur IX. nafi eftirskilið erfingj- um sfnum, muni að lfkindum ekki nema fullri millíón króna. Hann hafði verið mnður gjafmildur og var mjög örlátur á fé til lfknar- stofnana og .annara þarfa fyrir- tækja, og lét sér jafnan nægja ineð það, sem hann nauðsynlega þarfn- aðist til viðhalds sér og liúsi sfnu, og til þess að halda uppi sæmd og heiðri konungstign sinnar. iáama frétt segír og, að hinn nýi konung- ur Dana, Friðrik VIII, hafi, er hann tók við völdum eftir föður sinn, leyst marga sakamenn úr fangelsi og gefið fátæklingum stór- gjafir. — Prófessor Emil vonBehring á Þýzkalaudi sagði nýlega f ræðu, er hann hélt á búnaðarskólanuin f Berlín, að hann hafði fundið lyf til innspýtingar 1 k/r, er komi f veg fyrir að þær sýkist af lungnabólgu eða tæringu, og að börn, sem alin væru á mjólk úr slfkum kúm, yrðu svo hraust, að þau gætu ekki feng- ið þessa sjúkdóma, en ekki sagðist hann opinbera það leyndarmál fyr en á næsta hausti. Þetta innspýt- ingarlyf segir hann að sett sé f ungar kýr hvað eftir annað um 2 til 4. vikna tfma, og svo hafi sér reynst það, að þær sjúkdómsfrum- agnir, sem fundust 1 mjólkinni áð- ur en meðalinu var spýtt inn, hafi algerlega horfið eftir að búið var að viðhafa þetta meðal eins og að framan er sagt. — Kona var nýlega sektuð um $15.00 fyrir dómstóli f Lundúnum fyrir að ganga úti á götum borgar- innar í svo lélegum fataræflum, að ber hnén stóðu út úr. En það var sannað fyrir réttinum, að konan var vellauðug og gat því klætt sig sómasamlega. — Félag hefir myndast f París, sem ætlar að byggja 3 stór leikhús þar f borginni oggefa íbúum henn- ar kost á að sjá og lieyra beztu leik- endur heimsins fyrir lægra gjald en áður hefir heyrst. Inngangs eyrir á að verða frá 3 til 21 cent fyrir kveldið, eftir afstöðu sætanna f leikhúsunum. Maður að nafni Edward Saund- ers, f Philadelphia, sem nú er 50 ára gamall, hefir á sl- ári byrjað á ný að vaxa, og hækkaði hann um 6 þuml. á árinu. Hann er nú 6 fet og 6 þuml. á liæð. En það sem amar honum mest, er það hve hend- ur hans og fætur eru að verða stór- ir. Hann hefir leitað ráða og er nú undir umsjón læknanna við Jeff- erson spítalann þar í bænum, 4 þeirri von, að læknunum takist að stemma stigu fyrir frekari lfkams- vexti hans. — Hermáladeild Kússa hefir gef- ið út nfja skýrslu um herkostnað sinn í stríðinu við Japana og telst svo til, að hann liafi orðið alls 983 millíónir dollara. Það þykir vfst, að ennþá séu ekki öll kurl komin til grafar, og að herkostnaður þeirra hafi í raun og veru orðið meiri en ennþá er ljóst orðið. — Eldur f Duluth þann 17. þ.m. brendi korngeymsluhús og eina millfón bush. af hveiti. Skaðinn metinn millfón dollars. Full elds- ábyrgð. — Canada-stjórnin er að láta byggja margar loftskeytastöðvar á austurströndum rfkisins, 13 slfkar stöðvar eru þegar fnllgerðar og kosta þær frá 5 þúsund til 8,500 dollara hver. Einnig eru nú mörg af skipum stjórnarinnar útbúin með loftskeytatækjnm og kosta þau $1500 fyrir hvert skip. Aætlaður viðhaldskostnaður. á hverri loft- skeytastöð er $1800 á ári. Þessar stöðvar eiga að halda uppi stöðug- um sambðndum meðfram öllum ströndum landsins og mörg hundr- uð mílur út á haf. Þegar skipið “Dominion”, sem flutti lfk Hon. Prefontaines hingað til lands frá Frakklandi, þá fékst stöðugt loft- skeytasamband við það, frá þvf það 950 mílur frá landi. — Þetta sýnir að loftskeytiu eru áreiðanleg og að þau eru nú daglega notuð lengri veg en er milli Islands og Skot- lands. — Það er almenn trú í íáervíu, að þess verði ekki langt að bíða, að Peter konungur fyrsti verði los- aður við tign sína þar f landi ann- aðhvort með þvf að lffláta hann, eius og gert var við hiun fyrri kon- ung, eða með þvf að reka hann frá völdum og gera liann útlægan. Grunur leikur á, að hann hafi vitað um,ef ekki algerlega verið f ráðum með að drepa fyrirrennara sinn, og svo er sannt'æring þessi rótgróin í Evrópu að engin konungshirð vill viðurkenna hann eða lofa honum að heimsækja sig, Og svo virðist sem stórveldin hafi tekið sig saman um að einangra Servíu algerlega. Þetta fellur þjóðinni illa. Og svo bætist þar við, að bæði konungur- inn og krónprinsinn, sonur hans, eru vegna stirðrar framkomu heima fyrir orðnir mjög óvinsælir, svo að þjóðin vill fyrir hvern mun losast við þá báða. Harðæri er nú sagt þar í landi og peningaekla mikil og'konungi er keqt um alt ólagið, og sterkur grunur leikur á því, að flokkur sá, sem réð hinn fyrra kon- ung af dögum, muni einnig hafa hug á að leika þennan á sama hátt. Svo mikið er vfst, að Pétur kon- ungur fær engu að ráða og er eig- inlega bara fangi f höll sinni í Bel- grade borg. — Japan-stjórn hefir nú fyrir þingi sfnu I Tokio lagafrumvarp um að gera allar járnbrautir rfkis- insdið þjóðeign. Það eru 15 félög, sein eiga járnbrautir þar í landi og vill stjórnin gera cllar brautir þeirra að þjóðeign. — Japanar sýna f þessu scm fleiru, að þeir eru á undan flestum heimsins þjóðum f stjórnfræði og þjóðlegri menningu. — Einkennilegt mál hefir n/lega verið fyrir dómstóli í Lincoln, Neb. Mrs. Rockléy varð þess vör, að maður hennar var að heimsækja aðra konu þar í bænum, sem rétt áður hafði skilið við mann sinn. Hún lét því handtaka bónda sinn og kærðu hann um hjúskaparbrot og heimtaði skilnað. En ámeðan á máli þvf stóð, áttu þær konurnar fund með sér, og samdist þá svo um, að Mrs. Rockley fékk $300 fyrir bónda sinn hjá hinni konunni og dró svo til baka kæruna um hjilskaparbrotið, en fékk skilnað. En sú sem keypti bóndi hennar hefir hann nú og á hann. — Tilkynning hefir Saskatche- wan stjórninni verið gefin um, að á fyrsta þingi verði beðið um leyfi til að byggja járnbraut frá Maple Creek til Saskatoon, um 175 mflur vegar. Það er talið áreiðanlegt, að James Hill leggi til alt byggingar- féð og að braut sú verði grein af Great Northern kerfinu og samein- ast þvf við Maple Creek. — Eldur kom upp í húsi einu í Hallock, Minn., þann 16. þ. m. Konan með 5 börnum komst með illan leik úr eldinum, en húsbónd- inn brann til bana. — Workmen félagið í New York rfkinu er í fjárþröng. Það skuldar dánarkröfuf að upphæð 706 þús. dollara, en hefir að eins 29 þús. til að mæta þeim. Þess vegna hafa 10 af deildum félagsins skorað á Stórstúkuna að hlaupa nú undir bagg og hjálpa sér uin 600 þús. dali til þess að mæta bráðustu þörfum. En svo ætla þessar deildir að koma í veg fyrir framtíðar fjárþröng með þvf að lækka útgjöld sfn en hækka iðgjaldakröfur til meðlirn- anna. — Prince Chuna f Kfna hefir ný- lega eignast son,og er talið vfst, að hann verði á sínum tfma gerður að keisara rfkisins, þvf hann stendur nær að erfa þá tign en nokkurt annað barn þar f landi. það var mikiS um dýrSir í Washington þann 17. þ. tn. þegar þingmaSttr Niculas Longworth gekk aS eiga Alice dóttur Banda- ríkja forsetans. BrúSurinn höfSu nokkrum dögum áSur veriS send- ar, stórgjafir frá flestum þjóS höfSingjum Kvropu og voru marg- ar þeirra mikils virSi. — Opinber umkvörtun er gerS um þaS i enskuin blöSum aS prestum þar í landi sje svo illa borgaS aS þeir bókstaflega svelti meira en helfingtir allra presta þar fái minna en $180 árleg laun svo aS þeir neySist til aS svelta born sín o'g hafi ekki nægilega hita í husutn sinum og gangi illa til fara. McCALL ÁSAKAÐTJR. Rannsóknaruefnd sú, sem full- trúar New Yórk Life lffsábyrgðar- félag8Íns settu nýlega til þess að rannsaka ástand félagsins og stjórn- senti þess undir herra McCall, hefir lagt fram skýrsln yfir starf sitt fram að þessum’ tfma. Skýrsli þessi nær aðallega yfir viðskifti þeirra McCall og Andrew Hamil- tons. Nefndin fer hörðum orðum þess að borga rfkisskatta, sem sýnt er að hann notaði til sinna eigin þarfa, og segir hún þá báða sam- eiginloga ábyrgðarfulla fyrir end- borgun þessarar upphæðar. Þessi nefnd telur ennfremur, að það sé fyrir dómstólana að kveða á um það, hvort Geo. W. Perkins sé ekki skyldnr til að endurborga fölaginu þá $59,330, sem hann hafi borgað úr félagssjóði af ágóða þeim, er fé- lagið hafði á járn og stálverzlun sinni. Nefndin hefir fram að þess- um tfma komist að þvf, að yfir hálf millfón dollara hefir á þenna hátt horfið' úr sjðði félagsins, sem átt hefði þar að vera, að meðtöldum þeim 235 þúsundum dollara, sem McCall hefir nú þegar endurgoldið f félagssjóðinn. Eftir að þessi grein var skrifuð, kom fregn um dauða J. A. McCall. Hann lézt um síðustu helgi. HEILBRYGÐ SKYNSEMI. (Eftir Aithur Jones). Tek ég þvf, sem býðst mér bezt, böndum engum festur; fer, ef get, með gufulest, geng ef centin brestur. Þykka sæng, ef þess á völ, þygg að dæmi rfkra, fagna hvfld á harðri fjöl, hlotuist ekkert mýkra. Sig. Júl. Jóhannesson. Aleira “frjálslyndi.” Frá Saskatchewan er Heims- kringlu nýlega ritaö meðal annars þetta: “1 höfuðstaðnum Regina sóttu um þingmennsku fyrrum borgar- stjóri Laird, þjóðréttindamaður, og Downs liberal Á einum kjör- staðnum var 15 atkvæðum mót- mælt af hálfu liberala, atkvæða- seðlarnir látnir í lokuð umslög, eins og lög ákveöa og gevmdir í at- kvæðakassanum. Ýms rekistefna var svo hafin og þeir 15 menn, sem atkvæðin höfðu greitt, sóru allir fyrir réttinum að hafa greitt at- atkvæði sín með Laird. þá var endurtalning atkvæða, og hvað skeður ? þegar upp var talið, sást að öll atkvæðin, sem mótmælt hafði verið voru liorfin úr kassan- um, en í þeirra stað komin önnur 15 atkvæði, öll merkt fyrlr liberal manninn. þannig heldur hann sætinu.’’ Winnipe^. Landi vor Magnús Smith vann kapptafl það, sem nú um nokkra undanfama daga hefir þreytt verið hér í bæ, móti öllum sem taka vildu þátt í þvf. Smith var 1V£ tafli hærri en sá, ernæstur varð og held- ur þvf enn óskertum tafikappa heiðri sínum. “Hoekey” kappleikurinn milli I. A. C. og Yíkinga á mánudagskv. var, á “Arena” skautasveltinu.lykt- aði með sigri fyrir I. A. C., ‘score’ 1—0. — Hvað gengur annars að Vfkingum? — Næsta mánndagskv. þreyta klúbbarnir í þriðja sinni, og vinni I. A. C. þá, halda þeir bik- arnum. um McCall og samband hans við Hamilton, f sambandi við skatta og lagatilsjónarmál félagsins. Sér- stök áherzla er lögð á tfu þúsund dollara borgun til Hamiltons, sem McCall sendi honum til Lundúna og 134 þúsund dollara borgun, sem hann sendi Hamilton til Parfsar; hvorttveggju þessar upphæðir árið 1900. Nefndin segir, að bækur fé- lagsins sýni ekki til hvers þessir peningar hafi verið notaðir og að Hamilton hafi engagrein gert fyrir þvf. Nefndin leggu- þvf til, að mál sé höfðað móti þeiin McCall og Hainilton, til þest að fá þessa peninga endurgoldna í félagssjóð. inn. En svo er McCall svo lasinn um þcssar mundir, að læknar segja að ekki megi ónáða hann að svo stöddu. Nefndin segir ennfremur, að McCallogHamilton sóu ábyrgð- arfullir fyrir 75 þúsund dollurum, sem Hamilton fékk frt McCall til Verðlauna kapplestnr verður haldinn í sunnudagaskóla-sal 1. lútersku kirkjunnar þriðjudagskv. 6. marz. Nefnd sú, sem hefir um- sjón yfir þessari samkomu hefir vandað til hennar, sem bezt að hægt er. og vonar eftir að hún verði vel sótt. — Nánari auglýsing f næ3ta blaði. Fyrirlestur um dáleiðslur verður haldinn f Tjaldbúðinni 6. næsta mán. Násvæmar auglýst sfðar. Síðustu lóðirnar fara, á Furby, Langside, Sherbrooke, Maryland og Elice, sem fást fyrir lágt verð. Þær verða helmitigi d/rari eftir eitt, eða tvö ár. Grfpið tækifærið strax! Markusson & Beneilictsson. Hospítalsnefndin biður Heims- kringlu að flytja kærar þakkir fyrir $15 peningagjöf frá Islendingum í Tantallon, sa fnað og afhent af Narfa Vigfússyni. NEW Y0RK LIFE Insuranee Co.A,e—rr Árið 1905 kom beiðni um $400.000,OfiO af lífsábyrgð- um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innheimti fyrsta ársgjald; $50,000,000 rneira en nokkurt annað lífsáb. - félae: hefir selt á einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr- ir 6,800 dánarkröfur. — $20,000,000 borgað til lifandi sk/rteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró- sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk- uðu um $5,739,592, og sjóður þess um $45,160,099, svo sjóður þess er nú $435,820,359. — Lffsábyrgðir í gildi hækkuðu um $132,984,578; öll lffsábyrgð í gildi 1. janúar 1906 var $2,061,593,886. CHR. ÓLAFSSON, JG. MORGAN, AGENT. WlNNIPEG MANAGER Þann 7. þ. m. setti umboðsmaður Goodtemlara stúkunnar “Skuld’’ (Miss Ingibjörg Jóliannesson) eft- irfylgjandi meðlimi f embætti fyrir yfirstandandi ársfjórðung: F. Æ.T., H. Sigurðsson, Æ. T., G. Bjarnason, V.T., Miss H. Magnúsdóttir, G. U., Miss G. Jónsdóttir. R., G. H. Hjaltalfn, A.R., H. Danielsson, F. R., G. Jóhannsson, G. , S. Jóelson, Kap., Mrs. K. Dalmann. D„ M. Gunnarsson, A.D., G. Johnston, V., M. Johnston, U.V., H. Bjömsson. Meðlimatala stúkunnar er nú 180. I. O. F. Stúkan ísafold Nr. 1048, I.O.F., heldur fund í LTnitarasalnum á venjulegum tíma 27. febr. Hin nýju lög félagsins til reiðu og út- b/tingar. J. Einarsson, R.S. í síðasta blaði Heimskringlu birt- ist grein, sem átti að stafa upp á “hockey’Meik á milli I. A. C. og Maple Leafs á laugardagskveldið f fyrri viku, og sá skynsami og vel- viljaði fregnriti auglýsti það, að Maple Leaf klúbbúrinn hefði sigr- að með 22 móti 1. Eins og sagt hefir verið, hefir þetta verið gert í míög góðu skyni og af mestu vel- vild til I.A.C. klúbbsins! Það er máske gaman að vita, að það var engin “hockey match” leik- in á þessu tiltekna kveldi á milli þessara klúbba. Þessi góðviljaði fregnritari hefir máske haft það, sem enskir kalla “pipe dreanv’, af þvf að það er óskiljanlegt, að nokk- ur maður geti verið svo grunnhygg- iun og smásálarlégur, að ljúga svona greinilega og ótuktarlega af ásettu ráði. Þökk sé honum, ef svo er!! —x. TIL NEMENDA Foam Lake skóla, No. 504, Sask. Eg bið yður, herra ritstj. Heims- kringlu, að láta blað yðar flytja mitt innilegt þakklæti til allra skólabarna Foam Lake skóla, nr. 504, Sask., fyrir þá mjög myudar- legu, ánægjulegu og velviðeigandi gjöf (“Holy Bible” Self-Pronounc- ing Edition), er herra G. Narfason færði mér frá þeim. Staddur í Winnipeft, 19. febr ’06 Ilannes Fétursson. Spurningar og Svör. Er maður sá skyldur að skaffa konu þeirri lffeyn sem hefir farið frá honum og yfirgefið hann að öllu levti án þess að hafa ástæðu til þess ?—SVAR: Nei. Nii skal maðurinn þurfa að leggja henni til eftir sem áður get- ur hann þá ekki heimtað hana til sambúðar við sig ?—SVAR: Jú láni alt því tilheyrandi, jafnvel sumt með sviksainlegu móti ?. Forvitinn. SVAR. — Ekki fáum vér séð að það sé vansæmd nokkru blaði, a5- flytja myndir af framkvæmdar- mönnum og húsum þeim, sem þeir með dugnaði hafa byggja látið. Blöðunum kemur ekkert við um það með hverju móti féð er feng- ið sem notað er til bygginganna, né heldur er til þess ætlandi, aS þau geti vitað neitt um það. Ritstj. Fyrirlestur heldur S. B. Benedictsson laugar- daginn 24. febr. 1906 f samkomu- sal Únítara. Opið kl. 8 sfðdegis. Inngangur 25c. Umtalsefni er: „ÞAÐ SEM ALLA VARÐAR/* Efnið verður skemtandi og fræð- andi og með köflum stungið tftu- prjóns oddum f hold heimsku 0® hjátrúar. Þar verður hinn „gamli Adam“ h/ddur og krossfestur, en hinn nýi maður skr/ddur skrúða 20. aldar- innar. Frjálsar umræður á eftir. Verðlaun gefin þeim sem geta haldid tárum. Rennið augunum yfir þetta. Eg hefi yfir 30 hús til sölu með öllum mögulegum þægindum, öll ný. Ekkert fyrir meira verð en liægt er að byggja (>au fyrir og sum langt þar fyrir neðan, þvf margan vantar skilding og vill þvl gefa mikið fyrir hann. Einnig hefi ég yfir 5000 okrur af landi, sem tvö- faldst f verði innan 2. ára. Ef ykkur sýndist að flytja í ár frá fá- tækt til velmegunar. þá get ég ekki bent ykkur á einfaldara ráð, en að finna mig að máli, annaðhvort að 503 Beverly st., kl. 12—1, eða 430| Main st., kl. 11 til 12 f.m., eða 3— 4 e. m, Ef ykkur vantar peningalán, þft útvega ég það fljótt og vel. Vanti ykkur eignaskifti, þá er ég búinn að þvf óðar og það er nefnt ogkem þvf svoleiðis fyrir, að þið fáið pen- inga á milli í staðinn fyrir að þurfa að borga þá. Vinsamlegast, 3.8 R. Th. Newland. Markusson & Benediktsson selja lóðir frá 3 dölum fetið og upp. Hús fyrir M>-virði, (önd fyrir * verðs. Þetta stendur að eins fáá daga. Þeir útvega Straiqht Loan á hús með 6, 7 og 8 prósent, vft- tryggjG hús utanbæjar og innan, ásamt húsmunum, ef óskað er. Ait selt með lægra verði en hjá nokkr- um öðrum fasteignasölum. — Þeir eru agentar fyrir lóða og landeig- endur um allan Iweinn. Komið og kaupið, eða biðjið upplýsinga. Er þaö ekki óvirðing fvrir góÖ , blöð aö flytja mynd af húsi og 20«» Mclntyre Bl’k1? W’peg. eignum tnanna, sem hafa tekiÖ aö I Telephone 4159.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.