Heimskringla - 05.04.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.04.1906, Blaðsíða 2
5. april 1906. HEIMSKRINGLA m Heimskringla PUBLI3HED BY Tfae Heimskriogla News & ing Compaay VerB bla&sins 1 Canada og Randar. $2.00 nm ériö (fyrir fram borgaö).! Sent til Islands (fyrir fram borgaÖ af kaupendam blaösins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Ezpress Money Order. Bankaávtsanir á aðra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX llð. ’Phone 3512, Lögberg og Bell Tele- phone félagið í ellefta tölublaði Lögbergs. er út kom 15. f.m., stendisr grein, sem ritstjóranum hefir þóknast að skíra: “Málþráðurinn eða Roblin plásturinn”. það er megnasta fiskisoðlykt af þessari grein, þó ritstjórinn sjálf- ur hafi ekki fundið hana. Lögberg hefir lengi þunt í dálkinn verið, en einlægt lakar því. það hefir síð- ustu ár lagt sér hnúturnar á Rob- lin stjórninni aðallega til matar, og hefir sú matreiðsla verið í hæzta máta ógeðsleg. En til hvers er að tala um það ? þar er engin framfara von. liitt nýnæmi gægjist upp fyrir almenningi í þessari grein. En það er það, að Lögberg er búið að ná í bauna-ask hjá Bell Tele- phone Co., og er meira en lítið rúskið yfir veiðinni. það hefir oft verið furðu fljótt, að smeigja sér inn hjá auðfélögum, liberölum og kirkjufélögum, þót'h það hafi óvíð- ast hrept langlífi, þegar matfeður þess fóru að kynnast því í kjöl uiður. “Lögberg er státaralegt og upp með sér af nýju gráu buxunum, sem Bell félagið skeinkti því, og svo öllum matnum líka”, sagði g'amli Björn í Bót við Gunnu sína, ■þegar hann las þessa umtöluðu grein. “Ö, — svei! — hvenær ætli það_ ógervis blaðrægsni verði sjáanlegt, hver sem í það fleygir spón eða bita”, svaraði Gunna. “Ég gef ekkert fyrir hnjóðið um þessa Manitoba stjórn; ég vil heldur vera blaðlaus, en heyra og lesa sí- felt hnjóð um saklausa menn. þú skifur mig máske, Björn! ” “Ég ætlaði ekki að fara að ríf- ast við þig; ég sagði þetta í skopi og alvöru. Ójæja! ” þetta sýnishorn er af þvf, hvers virði að fólk álítur blaðið yfir- leitt. Ritstjórinn kallar talþræði tré- pósta og byggingar “plástur”. — Hann er skolli vel að sér í læknis- fræðinni, sá arni! En hugsunar- fræðin! — þá veinar hann sáran yfir landsölu fylkisstjórnarinnar. Áklagar hana harðlega, sem æðstu Iderkarnir forðum daga. En nafn hins áklagaða stendur hærra í hugskotum manna í dag, en nafn aeðstuprestanna. Svo mun og fara ..með Roblin stjórnina og ritstjóra Lögbergfi. þegar Roblin stjórnin seldi þessí marg umtöluðu lönd, voru lönd í Manitoba í lægra verði, en þau eru nú. þá þurfti stjórnin að fá peninga til þess að borga Green- ,way sjóðþurðina. Búmenn hafa oft selt eignir sínar fyrir sann- gjarnt verð, til þess að losna við skuldir og háar rentur. það sjá heilskygnir menn, að stjórnin gerði réttara með þvi að selja Jöndin og borga sjóðþurð Green- way stjórnarinnar, enn að gera það ekki. þess vegna á fylkið nú aneiri sjóð, en það hefir nokkurn- tima átt áður. Er það sönnun um sviksamlega ráðsmensku ? — Kannske á Lögbergs vísu ? — þar að auki eru lönd þess'i alveg ó- byggileg. þau eru undir vatni og í forarflóum. þau verða því að engu gagni, nema með afar kostn- aðarsamri framræslu, og sem und- ir engum kringumstæðum verður gerö að sinni. Um verð á pefndum löndum þarf ei að tala mikið. Roblin stjórnin hefir aldrei éelt bfeytilönd fylkisins eins lágt ag Laurier stjómin hefir selt beztu og hæstu lönd Canadaríkis í þúsunda ekra tali. Er nokkurt vit i, að setlast til, aó bleytuforir og tjarn- ætlast til, að bleytuforir og tjarn- «r í Manitoba eigi að kosta meira því fram, vita ei um hvað þeir eru að tala. Nýlega hefir einn vinnumaður Laurier stjórnarinnar sagt þeim, sem þessa grein skrifar, að nýskeð hafi maður haft tækifæri til þess, að kaupa gott land i Manitoba, ekruna fyrir Ji.oo. Ef Lögberg þarf að fá uppfræðslu um þessa sölu Laurier stiórnarinnar. bá er búu því velkomin. t þcssum landamálum er La'ir- ier stjórnin sú seka, cn Roblin stjórnin sú saklausa. í þessari grein talar ritstjórinn mikið um fjártjón Roblin stjórn- Roblin stjórnarinnar. Hvernig stendur á því ? Hefir hún ekki borgað sjóðþurð Greenway stjórn- arinnar, gert meiri umbætur í fylkinu én Greenway stjórnin, og á ekki fylkið samt í sjóði nær því hálfa millíón dolfara ? Hafa ekki fylkisbúar grætt margar millíónir dollara á járnbrauta umbótum Roblin stjórnarinnar ? Enginn sann orður maður getur neitað þessu, og fjöldinn veit, að blaðið fer með ósatt mál í þessu efni. Greinin hrópar um óstjórnlegt eftirlæti á “óskabörnum” Roblin stjórnarinnar. Á hverju sést það ? Hún kemst þar ekki í námunda við Laurier stjórnina. Roblin stj. hefir aldrei keypt sjóvetlinga handa vinnumönnum sínum, til út- gerðar liði þeirra. Og ekki heldur kvenboli handa konuin liðsmanna sinna. það hefir Laurier stjórnin reynt að gera. (þér eruð lítt fróð- ur nm líknarstörf Laurier stjórn- arinnar, eða þá gleyminn, hr. rit- stjóri! ) Fylkisstjórnin á að hafa vakið undir, sár og benjar. þetta getur átt sér stað í óeðlilegri merkingu með Free Press og Lögberg. Ann arstaðar á það sér ekki stað. — það er Laurier stjórnin, sem hefir hengingarvaldið — aftöku valdið^- en ekki Roblin stjórnin. (Munið þér eigi svona lítið, herra minn ?) þá kemur þetta óviðjafnanlega “plástra” fargan ritstjórans. Hann hefir sannlega átt það skilið að fá í stóra askinn hjá Bell fé- laginu fyrir alla þá snúninj^. og vammalæti, sem hann leikur þar. Manitoba stjórnin á að vera sek um, að hafa búið til “plástra" úr talþráðum og því úthaldi, sem þeim fylgir. (þetta er engin efna- fræðis kunnátta, Magnús!. Gerðu betur næst! ) Greinin álasar Manitoba stjórn- inni fyrir, að henni sé vel við auð- félög. Jæja, er þá Laurier og Sif- ton illa við Grand Trunk Pacific félagið ? Allir vita, að Lögbergi er vel við Laurier stjórnina, G.T. P. félagið og nú harðtrúað á Bell félagið. Svona tal er þróttlítið, þó kerlingarlegt sé. Greinin segir, að Roblin stjórnin eigi eiginlega ekkert með að hreyfa talþráða málinu fyrr en hún hafi fengið leyfi frá Ottawa stjórninni. Og hún geti leyft Manitoba stjórn- inrii að “lækka málann”. Eða þá að Manitoba búar biði þangað til að Ottawa stjórnin segi fylkjum í Canada, að þau megi, eftir sinu höfði að eins, stofna talþráðakerfi. Greinin er öll svo vandræðaleg og hringlandi, að ómögulegt er að eltíi*t við hana, og meðhaldið með Bell félaginu, og vald hnút- arnir, sem Ottawa stjórnin á að binda, svo fjarstæðir, að þar finst ekkert svaravert. Allir Manitoba búar hafa tekið með opnum örmum móti talþráða fyrirtæki Roblin stjórnarinnar, — jafnt liberalar sem conservativar. Bell félagið hefir reynt að hræða fólk með ýmsum grýlutn og röng- um staðhæfingum, en aðeins feng- ið hlátur og fyrirlitningu af frani- komu sinni. Lögberg er þess eina eina útvalda vindadís! !j Meira síðar. Verkfallið í W’peg Um síðastliðnar vikur hafa vetjk- amenn strætisvagna félagsins i Winnipeg hótað verkfalli, ef félagiö borgaði þeim ekki lítið eitt hærra kaup enn áður, og viðurkendi ei félagsskap þeirra, og segði engum upp vinnu án fyrirvara. Félagið þrjóskaðist og fór undan í feem- ingi. Algert verkfall hófu \ iunmnenn félagsins að morgni hins 29. í. m. Félagið kvaðst ekkert um það hirða og þóttist geta látið vagna ganga á öllum strætisbrautunum eftir sem áður. það var búið að safna að sér mönnum austan frá Montreal og Chicago og víðar frá. Félagið setti vagna af stað um morguninn eftir nokkrum stræt- um. Kom þá í ljós, að sumir þesfís- ir aðskotamenn kunnu ei að fara með þá, né voru nógu kunnugir í bænum. Lýðurinn safnaðist saman á aðalstrætinu, og fór strax að verða hávaðasamt. Allir virtust standa með verkamQnnum, en fáir með fclaginu. Um dagmálabílið sótti lýðurinn að vögnunum. Lög- reglan var kölluð, en það kom að litlu liði, því æðisgangur var kom- inn í múginn. Hann dró vinnu- menn íélagsins út úr vögnunum, en ýmist braut þá með grjótk.isti, hleypti þeim af teinunum eða hjó aflvírana. Gauragangurinn varð fram úr öllu hófi. Félagið heimt- aði vernd af borginni, og 300 ínönnnru var þegar baett við lög- reghtliðið. Borgarstjórinn sendi á- skorun til allra aaitnra borgara að hjálpa til að halda uppi friði og varna upphlaupi og manndrápum. þeir, sem meiddust, voru sendir á sjúkrahúsin, en ofbeldismenn voru smátýndir í fangahúsið, og var það orðið nær því fult kl. 12. — Hraðskeyti var sent til Ottawa, að fá leyfi til að mega kalla her- liðið í herstöðvunum hér til að, stoðar við að vernda líf og eignir borgarbúa. Alt var viðráðanlegt eftir að félagið hætti að reyna að láta vagnana ganga, þangað tII dimma tók. þá uxu ólætin strax á Aðalstrætinu og tveir strætis- vagnar voru brendir um kveldið. Næsta morgun reyndi félagið lít- iö eða ekkert að renna vögnum um strætin. En kl. 2 e.m. sendi sendi það 5 vagna norður Aðal- strætið. Óðara varð strætið fult af fólki og friður virtist á förum. þá sá borgarstjórinn sér ekki ann- að vænna, en að kalla á herliðið. Sjálfur í broddi fylkingar labbaði hann með það norður Aðalstrætið Risi einn, sem féfagið hefir fengið að til þess að hjálpa því til að ó- nýta verkfallið, rak rokna högg á brjóst borgarstjórans, svo hann hrökk til baka. þá gekk fram lög- maður bæjarins og skýrði honum frá, að það væru hans háborin- heit, sjálfur borgarstjórinn, með herlið konungsins aftan við sig. Risinn kvaðst “gefa djöfulinn” f\rT ir borgarstjórann í Winniýeg. Leg- maður þorði ekki ,ið segja meira En rétt á eftir var risinn tckinn til faiíga, og þá ætlaði múgurinn að ærast og var með harðneskju, að lögreglan kom honum úr grelp- um lýðsins. þar næst las borgarstjórinn upp herlögin og lýsti ,því yfir, að borg- in væri undir hervaldi, og yrði hver að falla eftir verkum sinum og afskiftum, ef ei væri hlýðnast hernum og lögreglunni. — Kona all-fönguleg gaf þá einum lögreglu- þjóninum kinnhest, og kvað fleiri skildu fylgja síðar. — Herliðið svaf undir vopnum næstu nótt, og gekk alt skaplega til á laugardagsmorg- vonandi framtíðar forsætis ráð- herra í Manitoba. Hann hefir tvis- var sótt um þingmensku og tapað í bæði skiftin, þrátt fyrir það, að hann á flesta í kjördæminu, sem eru á vinnumarkaðnum. Hann er mjög líklegur maður, sem leiðari, eða hitt þó heldur, en svo varð flokkurimx að hafa cinhvem að nafnintt til. Auðvitað getur Laurier, Aylesworth og Bell félagið styrkt hann til smálilaupa um íylkið. Glímur. Trú og sannanir Eftir Einar Iljörleiftson Kýr leiðtogi Síðan Greenway stjórnin féll frá völdum hefir nær að segja verið höfuðlaus her í herbúðum liberala í Manitoba. Greenway hélt forust- unni að eins að nafninu, en fjöldi af hans pólitisku flokksbræðrum höfðu hálfgerðan ýmigust á karl- intim. þegar Laurier-Sifton tóku hann austur í katólsku herbúðirn- ar, þá tók C.J.Mickle við forust- unni, gamall ráðgjafi Greenways. Að honum kvað harla litið. Liber- alar sáu, að svona dauðans höf- uðlaus mátti herinn ekki standa. þá var lengi setið og skeggrætt. 2—3 beztu menn flokksins vildu vildu ekki lita við leiðtoga stöö- unni. Bæði þótti þeim flokkurinn að öllu leyti úr sér genginn, og engin sigursvon um nálæga fram- tíð. Vissu það var bezt, að skifta sér sem allra minst af hjörðinni. En nýskeð héldu liberalar alls- herjar kosningafund hér í Winni- peg, það er að segja til að kjósa sér leiðara. Eftir ráðleggingu Lauriers og Aylesworth og skeggræðum liber- erala í Manitoba, fundu þeir loks- ins mann vestur í Portage la Prai- rie, að nafni Edward Brown. Er hann talinn einn afi ríkari mönnum hér í fylkinu og auðsveipur og dyggur þjónn stjórnarinnar í Ott- awa. Laurier og Aylesworth eru sterkir á móti þjóðeignum og fylk- iseignum, eins og bezt sást i járn- brautarmálinu við síðustu kosn- ingar til Dominion þingsins. En nú er fylkiseign talþráða í býgerð hjá Manitoba stjórn'nni, og þessir náungar vilja hamla því og hjálpa Bell felaginu það sem þeir geta,— því það hefir skildinga til að borga smá greiöasemi. þessi Mr. Brown lét það líka uppskátt, aö það vari banðvitlaust, að hugsa sér að koma á fylkiseignar talþráðui.x. Honum er mjög hlýtt til Bell fé- lagsins, manntetrinu! Hann fer heldur fallega af stað þcssi nýji leiðari, og líkiega kj»”s- í 11. tölublaði Lögbergs, 15. þ. m., stendur grein um glímur, sem er allvel sögð, þótt vér séum hin um háttvirta ritstjóra Lögbergs ekki samdóma að öllu leyti um efni grein^rinnar. Hann telur glimuíþróttina vera á fallandi fæti heima á Islandi. En ég álít það ekki vera svo. Glímuíþróttin hefir legið niðri og verið á fallanda fæti um nokkurn áratíma, en er nú að færast i vöxt á gamla landinu; að minsta kosti var það svo Norðurlandi, og hefir hún þar sumum sveitum stöðugt haldist við, og eru þar til enn margir góðir glímumenn, bæði ungir og gamlir. Að glímuíþróttin hafi orðið að víkja fyrir dansinum eingöngu, á- lít ég ekki rétt. Heldur hefir andi þjóðarinnar tekið sér annað snið og stefnt að öðru göfugra tak- marki nú á síðari tímum, en að glíma, þó glímuíþróttin hefði ekki átt að þurfa að víkja fyrir þvi. En það hefir geijgiö svo í hverju landi, að það gamla hefir orðið að víkja fyrir hinu nýja. Um allmörg síðustu ár liðinnar aldar lá ættjarðarást Islendinga í dái, og þá um leið lítill gaumur gefinn íslenzkum íþróttaleikjum. En nú, þegar þjóðin vaknaði aftur við aukið frelsi og meiri menning- ar strauma frá öðrum þjóðum, þá glæddist ættjarðarástin og líka um leið löngunin til að við- halda því eða glæða siðu þá og háttu, sem al-íslenzkir voru, og ekki heftu á nokkurn hátt fram- för þjóðarinnar. þótt ekki tækju nema 7—8 menn þátt í glímutn á þjóðhátíð Reykvíkinga 1903, er engin sönn- un fyrir því, aö fleiri hafa ekki kunnað að glíma; það gátu legið margar aðrar ástæður til þess. Ritstjórinn talar um, að menn hafi glímt betur hér á Islendinga- deginum 2. ágúst, enn heima. það hafa hlotið að vera lökustu glímumenn islenzku þjóðarinnar, sem hr. ritstjörinn hefir séð til heima, ef hér hefir verið gert bet- ur; því aumari glímur hefir ekki verið hægt að sjá, heldur en hér voru um hönd hafðar þessa tvo íslendingadaga, sem ég var á í Winnipeg 1904—5. þar var alger- lega glímt af kröftum, með gikks- legu monti aðeins til að sýnast. Eða kannske að ritstjóri Lögb. kalli það mestan fimieik i ísl. glímu, að svifta utan af mönmnn fötunum, svo að menn þurfi að sitja á brókunum á meðan sendir eru menn til að ná í annan klæðn- að í stað þess, sem rifinn var? Eða þá, að menn standi hálfbogn- ir og stikli og sparki svo ótt og títt, að fjórir fætur sýnist vera af jörðu og á. þó aðeins einn maður sé ? Sömuleiðis talar I.Tgberg vrn, að menn hafi hópað sig saman til að æfa sig á kveldin. Slíkar líka æfingar, þegar enginll er kennar- arinn! ! t Á íslendingadögunum hér eru þeir, sem eiga að dæma um hver glími bezt og verst, svo skyni skropnir, að þeir banna þeim sem glíma, að viðhafa íslenzk brögð, svo sem veltibragð, grikk, snar- handarbragð, handbragð, hnéhnikk og ristarbragð. þeir eru ekki betur að sér í ís- lenzku glímuíþróttinni en svo, að þeir aðeins þekkja hælkróka, klof- bragð, mjaðmarhnikk, sniðglímu, bolabragð og skessubragð. En íslenzka glímuíþróttin á miklu fleiri brögð, en hér eru tal- in. En amerík-íslenzka glímu- þróttin þekkir ekki riema þessi fáu, enda beitir hún þeim eins ó- laglega eins og hægt er að í- mvnda sér. þeir, sem ætla sér að halda við einhverri iþrótt, eða læra hana, verða að hafa kennara, sem kann listina og getur kent hana. það er ekki nóg, að leika íþróttina einhvernveginn og segja \svo: — Svona er nú ísienzka glíman,dans- inn o.s.frv. Svona er þetta leikið og £'ert á þessum og þessum staðnum. þykir ykkur það ekki faliegt, ásjálegt o.s.frv. ? Skálholt PfO. Ágúst Einarsson. Eg hygg og held því fram, að því verði naumast neitað með réttu, að trúarbrögðin £éu mjög að kulna með vestrænu þjóðunum, uS liiiiista kosti í þeiiii luyiid, er kristin kirkja boðar þau. Sjálfsagt er þessu einkum svo farið í löndum prótestanta. þar er það ekkert leyndarmál, að mik- ill meiri hluti háskólagenginna manna, að guðfræðingum fráskild- um, og eins þeirra manna, sem fengið hafa eitthvað svipaða ment- un og þeir, sem stundað hafa nám við háskóla, eru annaðhvort and- vígir trúarbrögðunum, leynt eða ljóst, eða láta þau liggja milli hluta og ekkert til sín taka,byggja lífsskoðun sína alls ekkert á þeim og sinna ekkert kristinni kirkju, nema þá í því skyni eidu, að brjóta ekki bág við gamlar og fagrar venjur. þá er ekki hinn mikli aragrúi vinnulýðs í borgun- um trúræknari, nema síður sé. Jöfnum höndum við baráttu hans fj’rir betri kjörum og gagngerðri breyting á fyrirkomulagi mannfé- lagsins fer barátta gegn kristinni kirkju. Bændur hafa hingað til verið minst snortnir af þeim kenn- ingum, sem eru trúarbrögðunum andvígar. En því lengra sem þeir dragast inn í straum nútíðarmenn- ingarinnar, því minni verður mun- urinn á þeim og öðrum stéttum manna, og þá sjálfsagt eins í þessu efni eins og öðrum. Allra óvænlegastar eru horfur trúarbragðanna, þegar þess er gætt, að næstum því allir ágæt- ustu. gáfumenn mentaþjóðanna hafa á einpm til tveimur síðustu mannsöldrunum orðið þeim frá- hverfir. Á þá afburða.vitsmuna- menn, sem hafa játað kristna trú af ríkri sannfæring, eins og t. d. Pasteur og Gladstone, hefir á síð- ustu tímum verið litið sem af- brigði, og þrátt fyrir lotninguna, sem mentaður heimur hefir fyrir þeim borið, hefir vafalaust sumum í öðru veifinu fundist þeir vera nokkurs konar andleg nátttröll, að því lej’ti, sem þeir voruHrúað- ir kristnir menn. Hver, sem hefir veruleg kynni af bókmentum heimsins síöustu áratugina, hlýtur að hafa tekið eftir því, að það cr tiltölulega nauðalítill hluti af gáfnamagni veraldarinnar, sem á síðari tímum hefir orðið trúar, brögðunum samtaka. Vísindin og kirkjan hafa farið hvort sína leið- ina, og alt af hefir orðið lengra og iengra milli brautanna. tíú sannfæring Irefir orðið æ ríkari og ríkari, að þau ættu aldrei að ei- lifu samleið framar. það liggur í hlutarins eðli, að þetta hefir liaft áhrif á alþýðu manna. Lítum vér á ástandið hér á landi, er óhætt að fullyrða, að svipað verður uppi á teningnum eins og annarstaðar. Rennum vér huganum aftur í tímann 40—50 ár, verður munurinn stórkostlegur. þá leyndi það sér ekki, að þjoðin trúði yfirleitt aðalatriðum krist- ;nnar kenningar. þeir metin, sem ekki gerðu það, voru taldir sér- Pitringar, og mönnum stóð hálf- gerðar - stuggur af þeim. Nú er sjaldgæft, að hitta verulega hugs- andi mann, utan prestastéttarinn- ’ar, sem ekki hefir stórmikið að athuga við kenningar kirkjunnar. Og miklum hluta þjóðarinnar finst áreiðanlega fátt um alla boðun trúarbragðanna. I þá átt eru þeir yfirleitt ákveðnastir, sem mesta mentun hafa fengið. En reynsla landa vorra í Vesturheimi sýnir áþreifanlega, að alþýða manna er í þessu efni líkt skapi farin einsog “lærðir” menn. Ekki er nema lítið brot af Vestur-íslendingum, sem sinnir kirkjulegri starfsemi þar minstu vitund. Og þeir eru marg- ir, sem veita henni rika og á- kveðna mótspyrnu. Svo er nú ástatt um þessar mundir. Og ekki virðist mér það koma til nokkura mála, að gera þá grein fyrir þessu ástandi, að trúarþörfin sé orðin minni en áð- ur. Er nokkur ástæða til að ætla, að verulega hugsandi menn, sem gera sér grein fyrir ófullkomleik- uðl sínum á aðra hliðina og full- komnunar-hugsjónum sínum á hina, hafi fremur tilfinning fyrir því nú en áður, að þeir séu sjálf- um sér nógir ? Eða að þessi heim- ur með öllu sínu matarstriti og eftirsókn eftir einskisverðum hlut- um og eymd og ójöfnuði og rang- sleitni sé sjálfum sér nógur ? Er nokkura vitund aðgengilegra nú en nokkuru sinni áður aö hugsa til þess að skilja við ástvin sinn að eilífu ? Er það frá nokkuru sjónarmiði sennilegt, að þráin eft- ir óendanlega ríkum kærleika — líftauginni í trúarbrögðunum — sé nokkuru datrfari nú, en hún hefir áður verið ? Hitt virðist miklu líkkgra, að trúarþörfin hafi aldrei veriö jafn-mikil og nú. Menningin magnar sársaukann, og reynsla mannkynsins er sú, að að ekkert örfi trúarþörfina frem- ur en hann. Margvísleg grein er fyrir því gerð, hvernig á því standi, að trú- arbrögðin hafa kulnað, mörgu utn kent. Sumir kenna um úreltum kenningum kirkjunnar. Aðrir því, að henni hafi ekki tekist að verða meTiningar hngs jónum þjóðanna Gamferða, og að hún hafi sumpart orðið eins og utanvelta í fram- sókninni, sumpart fjandsamleg henni. Aðrir leita að orsökunum hjá vísindunum. Ekki svo að skilja að gætnir vísindamenn fullyrði að jafnaði, að þeim sé kunnugt um neinar sannanir gegn trúarbrögð- unum. Prófessor Huxley, einn af allra gáfuðustu og ákveðnustu andstæðingum kirkjunnar á síðara helmingi síðustu aldar, kveður jafnvel svo ríkt að orði, að frá- sagan í Nýja testamentinu um illa andann, sem fór í svínin, ríði ekki bág við nokkurt þekkingar atriði, svo hann viti til. En þeir, sem leita að orsökunum fyrir trúar- deyfðinni og fráhvarfinu frá trúar- brögðunum hjá vísindunum, halda því fram, að engin sú þekking, er vísindi nútímans hafa fært mann- kvninu, staðfesti trúarbrögðin. Og mikið af þeirri þekking bendi í öf- uga átt. það væri efni í heila bók, en ekki stutta tímaritsritgerð, að rannsaka þá grein, er menn gera fyrir því, hve örðugt trúarbrögðin eigi nú aðstöðu í veröldinni. Or- sakanna er sjálfsagt að leita bæði hjá kirkjunni og visindunum. Og áhrifin eru mismunandi hjá ein- staklingunum. Suma fælir kirkjan frá sér. Suma draga vísindin frá henni — vafalaust miklu fleiri menn en þá, er gera sér nokkura vísindalega grein fyrir lífsskoðun sinni. En ekki virðist mér neinn vafi geta á því leikið, að afstaða vísindanna til trúarbragðanna hafi haft margfalt ríkari áhrif á gáf- aða og þroskaða menn yfirleitt, en yfirsjónir og ófullkomieikar kirkjunnar. Og gáfuðu og þrosk- uðu pmennirnir eru það, sem ráða sannfæring fjöldans, þegar til lengdar lætur. Eg er alveg sannfærður um, að allur þorri alvörugefinna gáfu- manna, sem horfið hafa frá trúar- brögðunum, hafa svipaða sögu að segja eins og prófessor Georg Brandes segir af sér í æfisögu sinni í “Det nv Aarhundrede”. Hann brýtur heilann fram og aftur um trúarbrögðin á stúdentaárum sín- um. Og í lengstu lög heldur hann dauðahaldi í ódauðleika-vonina. Ekki getur hann með nokkuru móti hugsað sér eða sætt sig við, að öllu sé lokið með andláti lík- amans. Hitt finst honum sennilegt og vonandi, að andlátið sé einsog nokkurs konar fæðing inn í nýjan og óend&nlega æðri heim. Hann leggur þessar hugsanir og vonir fyrir kennara sinn, próf. Bröchner. Og kennarinn sýnir honum fram á, að menn viti ekki um neitt, er á það bendi, að einstaklingurinn haldi áfram lífi sínu eftir andlátið, svo að þessar vonir hans séu á engu bygðar. Brandes getur ekki annað en fallist á það. Og eftir er hann hefir lært að líta á trúar- brögðin frá því sjónarmiði, verða þau að reyk í huga hans. E hygg, að hér séum vér komn- ir að aðalkrsök trúarfráhvarfsins. Um Darwin er sagt, að einu sinni hafi hann verið spurður, hvernig á því stæði, að hann væri ekki kristinn maður. Hann svaraði: “AJ því að kristindóminn vantar sannanir”. Mentaður heimur tekur nú yfirleitt ekki gildar sannanir fyrir kristindóminum. því fer mjög fjarri, að ég viiji gera lítið úr hugrænum (“innri'”) sönnunum kristindómsins, trúar- reynslu kristinna manna á öllum öldum — svo fjarri, að ég er sann- færður um, að allur þorri manna, líka allur þorri kristinna manna, gerir alt of lítið úr þeim sönnun- um. Eg geng að því vísu, að þar sé um óendanlega mikilvægan og dýrmætan sanninda-auð að tefla, hVenær sem það djúp verður veru- lega kannað. Og þar hefi ég á mínu máli ágætustu sálarfræð- inga nútímans. En auk þess, sem það er nokkurum vafa bundið, hvort verulega hugrænar kristin- dómssannanir geta náð til allra manna, þó að hvorki viljinn né á- lyktanír skynseminnar séu því til fyrirstöðu, þá liggur það í hlutar- ins eðli, ^ð þær gilda ekki and, spænis þeim mönnum, sem eru frá- hverfir kristinni trú. Eg á þess engan kost, að grannskoða það, sem hyergi fer fram nema í sáí einhvers annars manns. En því síður er þess nokkur kostur að færa mér órækar sannanir fyrir því, að það, sem hefir gerst, og hvergi annarstaðar, sé gersamlega andstætt öllum þeim hugmyndum, sem ég geri mér um tilveruna. Fullyrði maður, sem ég annars tek trúanlegan, aö e^thvað hafi gerst í sál sinni, sem ég kannast

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.