Heimskringla - 26.04.1906, Blaðsíða 3
H EIMSKRINGL A
26. apríl 1906.
x
jst sá mestur, sem mest drakk og
,verst lét undir áhrifum vínsins,
menn bentu gaman að látum
þeirra og liSu þeim alt; ungling-
arnir skemtu sér við að horfa á
þá og töldu fremd a5 likjast
þeim. Nú er þetta mikiö fariö aö
breytast, þó því sé enn töluvert
'ábótavant.
iWinnipeg, 8. apríl.
Hjálmar Gíslason.
Gleðifregn!
Islendingar sem leggja leið sína
nm Pembina Stræti í Fort Rouge,
eru ámintir um að koma við í verzl
un Jónasar Jónassonar, á suð aust-
ur horni Pembina St. og Corrydon
Avenue.
Þar fæst á tillum tímum alskonar
svaladrykkjir, Sætabrauð, Aldini,
ísrjómi, Vindlar, Brjóstsykur og
annað sælgæti. Alt af beztu teg-
und og á lágu verði.
Sérstök stofa fyrir karlmenn að
reykja í og lesa dagblöðin. Einnig
sérstakur “Ice Cream Parlor” fyrir
konur, og frí Telefón —nr. 4326 —
fyrir alla.
Þessi búð er ómissandi hvlldar
og hressingastöð öllum þeim, sem
í kveldkyrð vorra hlýju sumardaga,
taka sér göngutúr suður á leið til
River eða Elm lystigarðanna, eða
f>aðan að sunnan.
Jónas Jónasson.
Central
Bicycle
Shop...
566 Notre Dame W.
(rétt fyrir vestan Young St.)
Ný og brúkuð
hjól til sölu
Allskonar aðgerðir fliótt og vel
afgreiddar gegn sanngjörnu verði
— Gamlir skiftavinir beðnir að
muna eftir staðnum.
%
Bárður Sigurðsson
& Mathews.
Tpnrhfxr For Diana S' D-
# eacner No 1355> (-female
Wnnirri Preferedt holding
ww umttu secon(1 or third
class teachers’ certificate. Duties
to commence June lst, to Nov. lst.
Apply at once, stating expe-
rience and salary expected, to
Magnus Tait, Sec.-treas.,
Crescent, Man.
1-6
DUFF & FLETT
PLTJMBERS
Gas & Steam Fitters.
604 Notre J)nme Ave.
Telephone 3815
Fréttabréf.
Markerville, Alta., 9. apr. ’oó
Veðrátta hér er og hefir verið
undanfartö góð og stilt, en helzt
til þur. svo að en hefir ekki kom-
ið regn svo teljandi sé, næturfrost
lítil 'eftir því sem vant er að vera
um 'þetta leyti. Veturinn í heild
sinni hinn inndælasti og skepnu-
höld í góðu lagi. — Kvefveiki er
að stinga sér niður á stöku bæj-
um hér í sveitinni.
Fyrir nokkru síðan datt og fót-
brotnaði ungur maðiir hér, Hann-
es Fr. Christinnsson, en er nú á
góðum batavegi.
Nýlega lét lestrarfélagið Iðunn
leika Sigríði ISyjafjarðarsól, og
stuttan leik á ensku, í Fensala
Hail, Markerviile, fyrir íjölda á-
horfenda. Hofsorði var alment lok-
ið á það, hve vel var leikið, og
vottar félagíð leikendunum beztu
þökk fyrir starf sitt og framkomu
í þágu félagsins.
Nýlega (6. þ.m.) gifti séra Pét,
ur Hjálmsson þau hr. Sigurð
Grímsson, bónda við Burnt Láke,
og Ingibjörgu Magmisdóttur. Var
veizla haldin fjölmenn og hin veg-
iegasta. Vér óskum hjónum þess-
um farsældar og ánægju í hinni
nýju lífsstöðu þeirra.
Dínus Jónsson
Ddinn 9. detember, 1905.
Nú hallar degi, húma fer,
í heimi lánið failvalt er.
því hrygð um vefur huga miu>i
þú hjartakæri vinur minn.
sem örugt með mér byrði barst,
á burtu frá mér hrifinn varstj
þitt út er runnið æfiskeið,
og enduð þar með gjörvöll neyð,
þú reyndur varst að dygð og
dáð,
á drottins treystir hjálp og náð,
og hefir að entri æfiraun
hin æðstu hlotið sigurlaun.
þú pundi þínu varðir vel,
og vanst með trúleik fram í hel,
æ skyldur þínar ræktir rétt
og raunhæfur varst þinni stétt,
því engum sýndir utan gott,
þess aliir bera hljóta vott.
þú hirtir lítt um heímsins prjál,
því hjarta þitt var laust við tál;
þin trú var á því bjargi bygð,
sem bifast ei í sæld né lirygð.
Nú ástmenn margir minnast þin,
og muna þar til hérvist dvín.
Við lengi höfum saman sveitzt,
á sorgarferli mæðst og þreytzt.
1 stríðinu þú studdir mig,
og studdi drottins armur þig.
En nú ég hjari eftir ein,
sem ösp með visið lauf á grein.
ó, vinur kæri, þökk sé þér!l
Nú það mín aðalhuggun er,
að fá þig aftur sælan sjá
og sameinast þér himnum á,
þars eilíf ljómar alheims dýrð,
með orðum sem ei verður skýrð
Fyrir hönd ekkjunnar. S.
k--------------♦-----=
Spurningar og Svör.
Hr. ritstj. Heimskringiu! ’
Af 'því þér eruð forvitri um
marga hluti, vildi ég mega leita
upplýsinga hjá yður um tvö at-
riði:
1. Getur kona, sem er gift titils-
Iausum manni, “gengið” undir
frúartitli ?
2. Getur nokkur sú kóna eða
karlmaður samið (“komponerað”)
lög, sem ekki hefir fengið þá sér-
stöku gáfu frá n'áttúrunnar hendi,
og hefir enga tónfræðislega upp-
lýsingu ?■ Forvitinn.
SVÖR . — 1. Orðið “frú” er
dregið af þýzka orðinu “Frau” og
þýðir eiginkona eða húsmóðir eða
húsfrú. Snmkvæmt viðteknum við-
teknum hætti siðmentaðra þjóða,
eru allar konur kallaðar frúr, án
tilKts til þess, hvort eiginmenn
þeirra bera tignartitil eða ekki.
Hver einasta liúsmóðir getur því
“'gengið undir” frúartitli 4n þess
að vekja hneyxli. A íslandi voru
konur titlaðar eftir tign eigin-
manna sinna. Konur amtmanna,
sýslumanna, byskupa og nokkura
annara konunglegra embættis-
manna, og jafnvel prófasta, voru
nefndar frúr. En konur presta og
kaupmanna voru nefndar mad-
dömur. Kn þetta var bygt á þeim
úrelta og afar ranga hugsunar-
hætti, að virðingartitlar mann-
anna, án tillits til verðleika þeirra
skuli einnig að nokkru leyti ná til
konunnar. Annars eru slikir kven-
titlar að mestu bygðir á vana
rneir en vitsmunum eða sanngirni,
eins og marka má af því, a£x Dan-
ir kaila allar þjónustustúlkur á
skipum sínum “jómfrúr”, þó þær
séu gamiar ekkjur og tiu barna
mæður. En svo má vera, að þeir
hafi þetta úr hinni helgu bók, og
ber þá ekki Heimskringlu að
finna að því. í Danaveldi mátti
og fá keypta frúartitla á konur,
og að fengnu slíku konungsleyfi
voru slíkir titlar lagalegir. það er
að vorri hyggju nokkur vafi á því
hvort nokkrar aðrar konur á ís-
landi á'ttu lagalegan rétt til þess-
ara frúartitla en þær, sem kon-
ungsleý’fi höfðu fyrir þeim.
2. Nei, það liggur í augum uppi,
að enginn getur samið sönalög,
sem hvorki hefir hæfileika né þekk-
ingu til þess. En hver sá, sem hef-
ir næman smekk fyrir söng, getur
samið lag (Melody) án þess að
hann hafi söngfræðilega þekkingu.
En að líkindum gæti sá hinn sami
ekki réttilega raddsett sitt eigið
lag án þess að afla sér tónfræði-
legra upplýsinga.
Bonnar & Hartley
Líðgfræðingar og landskjalasemjarai
Room 617 Unioo Bauk, Winnipeg.
R. A. BONNKR. T. L. HARTLBY,
iíi«Dominion Bank
NöTRE DAMEAve. BRANCH Cor. Nena St
Vér seljun' peningaávisanir bore-
anlegar á íslandi og öðrum lönd.
Allskonar bankastörf af hendi leyst
SPARISJ ÓDS- DEILDIN
tekur $1.00 innlap og yflr og gefur hæztu
gildandi vexti, sem leggjast við mn*
stœöuféö tvisvar á ári, 1 lok
júnl og desember.
Hotel
Majestic
James Street, West
fast við verslunarhús Gisla ólafs-
sonar, og beint á móti rakarabúð
Árna þórðarsonar. iþetta er nýtt
hús og ágætlega innréttað, hús og
húsbúnaður af beztu tegund og ált
nýtt. Eigandinn er John McDonald
sem mörgum íslendingum er að
góðu kunnur, og aldrei hefir ann-
að á boðstólum en beztu vörur
með lægsta gangverði. Gisting
með fæði kostar $1.50 um sólar-
hringinn. Slik gisting með jafn-
góðu fæði fæst hvergi annarstaðar
í bænum fyrir minna en 52.50 til
53.00.
MARKET HOTEL
146 PRINCESS ST.
á móti markaöuum
P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEQ
Beztu tegundir af vínföngum og vindi
um, aðhlynning póð og húsið endur
bætt og uppbúið að nýju
Woodbine Restaurant
Stœrsta Billiard Hall 1 NorÓvesturlandin
Tlu Pool*korö.—Alskonar vln ogvindlar.
Lennon A Hebb,
Eieendur.
OXFORD
HOTEL
er á Notre Dame
Ave., fyrstu dyr
frá Portage Ave
að vestan. Þetta
er nýtt hótel og
eitt hið vandað-
asta í þessum bæ.
Eigandinn . Frank T. Lindsay, er
mörgum Islendingum að góðu
kunnur. — Lítið þar inn!
Bezta Kjöt
og ódýrasta, sem til
er í bænum fæst
ætíð hjá
C. Q. J0HNS0N
Cor. Ellice og Langside St.
Tel.: 2631.
B0YD‘S
Lunch Rooms
Altaf eins gott
GOTT öl hjálpar maganum
til að gera sitt ætlunarverk
og bætir meltinguna.
Þaö er mjög litið alkahol i
GÓÐU öli. GOTTöl —
Drewry’s öl —drepur þorst-
ann og hressir undireins.
Reyniö Eina Flösku af
Redwood Lager
----OG-----
Extra Porter
og þér rauniÖ fljótt viöur-
kenna ágæti þess sem heim-
ilis meöal. Búiö til af
Edward L. Drewry
Manufacturer & Importer
Winnipeg .... Cana da
L.
Svefnleysi
Ef þú ert lúin og getur
ekki sofið, þá taktu
Drewry’ n
Extra Porter
og þá sefur þú eins vært
og ungbarn. Fæst hyar
sem er i Canada.
PALL M. CLEMENS-
BYGGINGAMEISTARI.
470 Main St. Winnipejr.
Phone 4887 BAKEB BLOCK.
Giftingaleyfisbrjef
selur Kr. Ásg. Benediktsson,
477 Beverly Street
HINN AGŒTI
‘T. L.’ Cigar
er langt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
í WESTERN CIGAR FACTORY
i Thos. Iæe, eigandl. "WIJSTISriFEa-.
nsnsnsN
Department of Agriculiure and Immigration.
Geo. S. Shaw
Blain, Wash. P.O Box 114
Selur bæjarlóðir og ræktaðar og
óræktaðar bújarðir. Landleitendur
geta haft hagnað af að finna hann
að máli eða rita honum. Vottorð
um áreiðanlegheit geta menn feng-
ið hjá Blain ríkisbankanum.
Þar fæst gott og hress-
andi kaffi með margskonar
brauði, og eiimig te og
cocoa, fs-rjómi og margt
fleira.
Opið til kl. 12 á
hverju kveldi.
Boyd’s
422 Main St., ’Phone 177
MANITOBA
Land möguleikanna fyrir bændur og handverksmenn, verka
menn. Auðnuból landleitenda. þar sem kornrækt, griparækt,
smjör og ostagerð gera menn fljótlega auðuga.
Á R I Ð 19 0 5.
1. 2643,588 ekrnr gáfu af sér 55,761,416 bushel hvcitis. að
jafnaði yfir 21 bushel af ekrunni. 2. — Bændur hýgðu hús og
aðrar byggingar fyrir yfir 4 millíónir dofllars. — 3. Hús voru
hfgð í Winnipeg fyrir meira en 10 millíón dollars. 4. — Bím-
aðarskóli fyrir Manitohafylki var bygður á þessu ri. 5. Land
ar að hækka í verði alstaðar f fyikinn, og selst nú fyrir $6 til 50
hver ekra, eftir aftöðu og gæðum. 6. — 40 þúsuud velmegandi
bændur eru nú f Manitoha. 7. — Enriþá eru 20 millfón ekrnr
af landi í Manitoba sem má rækta. og fæst sem heiinilisréttarl.
TIL VÆNTANLEGRA LANDNEMA
komandi til Vestnr-landsius: — Þið ættuð að st nsa f Winniþeg
og fá fullar upplýsingar um heiinilisréttarl'ind, og eiimig um
önnur lönd setn til S’Uu eru hjá fylkisstjóruiimi, júrnbrrtutafé! "»g-
um og landfclögum.
R F» ROBLXM
Stjórnarformaður og Akuryrkjumála Ráðgjaíi.
. Eftir uppiýsingum roá !eitn til:
T. J. 6ol<len,' jm». Hnrtney
6l7 Main st., 77 Fort Street
Winnipeg, Man. Toronto, Ont.
260 Hvammverjarnir
Alan lágði frá sér ptpuna sfna og fór
að ganga um gólf og tala við sjálfan sig;
og var það bölbæn yfir öllum þeim er höfðu
gert honum á móti, óg óskir þess, að Davfð
mætti auðnast að gera þeim alt til ils sem
angrað hefðu sig og sfna. Svo snéri hann
alt f einu við blaðinu og bað son sinn vel-
virðiugar á illmælum sínum, en kvaðst
ekki geta stilt sig, þegar hann hugsaði um
gömlu fiski admírálana og aðra sem móti
honum hafa syndgað.
Svo tók hann upp hjá sér uppdrátt af
ströndum nýfundnalands, sem hann hafði
keyptfVenice nokkrum dögum áður, og
sýndi Davfð alla þá staði sem honum þótti
mest um vert að hann þekti og legði á
mynni sitt. Alan sýndi syni sfnum hvern
tanga og hverja vík, Alt frá St. John og
út að Viltalæk, og að höfninni þar sem
auðurinn allur var hulinn, og sem hann
vonaði, fyr eða sfðar, að fá að njóta.
Svo sýndi hann Davfð annan uppdrátt.
Það var siglinga uppdáttnr og vfsaði leið,
ina að landi, þar sem enginn hafði dyrfst
að sigla nema Alan og menn hans. Svo
sýndi hann honum þriðja nppdráttinn sem
sýndi staðinn J>ar sem auðæfin voru hulin
Hvammverjarnir 261
og var sá gerður af hinni mestu nákvæmni,
bvo að um ekkert var að villast.
Alla þessa nppdrætti bað hann Davtð
að geyma vel, svo fókk hann sér glas af
vfni og báðir gengu til hvflu. Klukkan
var þá orðin fimm að morgni.
81. KAPÍTULI
Klukkan 8 um um morguninn kora
þjónninn inn með kaffi og brauð, Davfð
hafði þá sofið einn kl’tfma. Hann hafði
vakað yfir föður sfnum — og þó að þarf-
lausu — þvf gamli maðurinn svaf eins og
barn við beztu heilsu.
“Ég heyrði að þið feðgar sátuð uppi
mest af nóttunni”, sagði þjónninn. “það
er mikill fögnuður þegar faðir heimtar son
sinn úr heljuí máske ég komi of snemma
með árbftinn”. ' , '
“Ég þakka yður fyrir”, mælti Davfð,
“mér þykir gott að fá hressingu”.
Alan vaknaði og bauð góðan morgnn.
S64 Hvammverjarnir
til að hafa valið vel og þú hefir samþykki
mitt”.
Svo greip hann f hönd sonar sfns, til
þess að veita með því velþóknun sína á
ráðahagnum — og mælti enfremur :
“Það er ekkert sem göfgar manninn
eins og sönn elska. Davfð! við skulum
gera hancá að Drotningu; lilaða á hana gulli
og gimsteinum, seméghefi unnið úr greip-
um deiglyndra sjómanna. Sanna þú til,
drengur minn, en mér finnst ég liafa yngst
nm mörg ár, ogég skal láta búa til gott skip
handa þér, og svo skulum viðháðir sigla til
unnu8tu þinnar og segja henni alla söguna,
og svo getum við ferðast um allar hygðir
landsins, og fundið alt ættfólk þitt. En,
heyr, það má ekki vera. Mér er bezt að
halda mig frá þvl landi. Þvf annars má
vera að ég lendi í greipum ættmenna Rist-
acks og óþokka hans. Ég skal vera vara-
samur; slægur eins og höggormur. Því nú
óska ég friðar, umfram alt annað, af því ég
hef til mikils að vinna, þar sem auður
minn ér enn ófenginn”,
Davfð svaraði engu. Hann var að
hngsa nm unnustu sfna, og hve glöð hún
mundi verða er hann kæmi tíl hennar með
föður sinn, sem allir héldu fyiir löngu látinn
Hvammve: jainír 251
vistir. Það bezta af hverri tcgund sem
fáanlegt var; og svo þvf, að segja syni sfn-
um það fyrst allraorða hverfkur hann væri
og að alt skyldi verða Davíðs eign, já, — alt,
Svo var farið að bera á borð og þá
kom presturinn inn 1 stofuna. Svo settust
þeir allir að snæðing og þá sagði Davíð
sögu sfna alla, svo sem hann vissi hana.
En Alan sagði sðgur frá Unaðshvammi, og
presturinn sagði frá þvf sem á dagana hafði
drifið, sfðan þeir Keith skildu á ungdóms-
árum sfnum í Unaðshvammi. Alan þótti
vænt um að frétta af Sally Mumford, og
sjálfur sagði hann sögur af þvf, sem Pat
Dsolan hafði sagt honum um undan komu
hennar með Davíð 1 reifum, úr klóm þeirra
manna, sem af stjórninni voru sendir til að
taka herskildi alla þá, sem bygt höfðu
Friðardal eftir burtreksturinn úr Unaðs-
hvammi.
Alaan hafði sérlegt yndi af að hlusta
á lýsingu af heimili þeirra Sally og Davfðs
á Englandi, og svo skant hann sjálfur inn í
ræðurmar smáskrftlum.
Þeim kom vel saman þessum þrfmenn-
ingum. En Alan hafði samt hugan að
hálfu leyti við auðæfin sem hann hafði
grafið við Viltalæk á Lahradorströndum, og