Heimskringla - 17.05.1906, Page 2

Heimskringla - 17.05.1906, Page 2
F 17- «aí 1906, HEIMSKRINGLA Heimskringla PDBLISHED B? The Heimskringla News i Poblish- iog Company VerO blaOsÍDi 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriO (fyrir fram borgað).2 Senttil Tslands (fyrir fram borgaO af kaapendum blaOsins hér) $1.50. Peniagar sendiat P. O. Money Or- der, Reeistered Letter eOa Express Money Order. Bankaftvlsanir á aOra banka en 1 Winnipeg aO eins teknar meO afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor h Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winíipeg P.O.BOXIIO. 'Pbone 3512, Kisu þykir of heitt Eins og köttur í kringum heitan soðpott fer ritstj. I.ögb. fram hjá ölliim aífal atriöunu í North At- lantic .Trading félags mál'inu, sem Heimskringla hefir skýrt ailgreini- lega fyrir lesendum sínum. í stað þess, aö reyna aö verja .tnálstaö húsbænda sinna þar, tal- ar blaöiö um “gTÓÖa þgnn hinn mikla, sem vissum mönnum í >þjón •ustu Conservativ stjórnarinnar Hotnaðist í sambandi við innflutn- inginn”.* ij)ó þetta atriöi sé að vísu ekki í beimi sambandi viö North At- lantic Ttading félags 300 þúsund doHara dúsuna, sem svo mikið hneyxli hefir vakiö, að það hefir nýskeö veriö gert að umtalsefni á ■þingi Breta í Lundúnum, — þá setti Lögberg lesenda sinna vegna, ef það annars þorir aö hreyfa því máli, að gera ljósa grein fyrir því, bverjum hlotnaðist mikill gróöi .við inn'flutningimi á stjórnarárum JConservativa, svo aö almenningur íái að sjá, á hverju það byggir umsögn sína. Heimskringla lofar að mseta Lögbergi þar fullum fet- um, hv'enær sem það.strammar •upp nógu mikinn kjark :til að fara út í 'það mál. : En lesendur blaðsins mega eiga það víst, -að Lögberg þorir ekki að hreyfa við máli þessu á annan hát't en með vesalmannlegum að- dróttunum og lævíslegum get- sökum. “Vér 'bíðum og sjium hvað setur”. ------------- Embættis skilyrðin. Að vísu hefir inkanríkis ráðgjafi Laurier stjórnarinnar ekki sagt þinginu það með berum orðum, að óráðvendni og fjárdráttarbxögð væru nauðsynleg skilyrði til em- bsetta veitinga í innflntningadeild Laurier stjórnarinnar, — en sýni- legt er það þó, að þessir eiginleik- ar eru því ekki til fyrirstöðu, að m-enn fái embætti í þeirri deild. íþetta sannast með skýrslu þeirri sem ráðgjafinn lagði nýlega fram í þinginu, í sambandi við hr. Phil- jp Wagner í Edmonton, sem í des- ember 1898 var settur i embætti, sem túlkur Galicíumanna þar í bænum. Kaup hans átti að vera f30 á mánuði. þessari stööu hélt hann þangað til í desember 1899, að McCreary sál., Commissioner of Immigration hér í bænum, fékk hann rekinn úr 'embætti fyrir þá á- stæðu, að ekkert væri fyrir hann að gera. En samt var Wagner mán nði síðar settnr í stöðuna aftur, og þá með $40 mánaðarlaunum. 1 maí árið 1900 komst túlkur þessi í ósátt við Galicíumenn í Suðnr- Edmonton. Hann hafði sem sé stolið frá þeim peningum, og var mál höfðað móti honum fyrir þann þjófnað og hann dæmdur sekur. Samt var honnm haldið í embætti Næsta desember var honum hótað embættismissi, ef hann ekki skil- aði Galicíumönnum nokkrum þar í bænum peningnm sem hann héldi ranglega fyrir þeim. En næsta janúar (árið 1901) sendi Liberal félagið í Edmonton sterka áskorun til stjórnarinnar um að hækka laun þessa manns. iþennan vetur allan rigndi inn til stjórnarinnar klögunum yfir Wag- ner, og var hann í þeim kærður um 1723 stuld frá einum manni, og fyrir ýmsa aðra óknytt'i var hann kærður. þetta gekk svo langt að Mr. J. Obed Smith, Commis- sioner, lagði það til, að Wagner yrði rekinn, og var það, bygt ekki að eins á kærum þedm, sem að framan eru taldar, heldur einnig á kærum prests eins, sem þjónaði Galicíu mönnum við Beaver Lake, og sem ásökuðu túlkinn fyrir að hafa svikið fé út úr ýmsum Galic- íu mönnnm þar í héraðinu. Hr. Oliver, núverandi innanríkis ráð- gjafi, stóð drengilega með túlkin- inum, en fékk þó ekki haldið hon- utn í stöðunni, og var hann rekinn í júní árið 1902 úr embætti. Svo varð hr. Oliver innanríkis ráðgjafi þegar Sifton varð að víkja úr ráðgjafasætinu, og þá lét hann það vera eitt af sínum fyrstn verkum, að setja vin sinn Wagner aftur í túlksstöðuna. Hann hafði reynst honum svo vel í kosningun- um og haft svo heillarík áhrif á atkvæði Galicíumanna þar vestra, og var hann því gerður að inn- flu'tninga agent í Edmknton með 25 dollara mánaðarlannum. þetta var í sl. júnímámt'ði. En í stað þess að fá $25 mánað- arlannin, hefir hann fengið 575 á mátruði. Ekki gat ráðgj^finn gert ljósa grein fyrir því, hvers vegna þeim manni væru goldnir $75 um mánuðinn, sem ráðinn var fjTÍr aðeins 25 dollara. Ekki heldnr gat hann varið karakter mannsins að neinn leyti. það var sýnt í þinginn, að ýms Liberal blöð í Alberta hafa kvart- að nndan manni þc-ssum og heimt- að, að hann væri rekinn úr em- bætti, af því hann hafi rúð og fláð það fólk, sem hann átti að leið- beina og vernda. En svo er það vitanleqt, að hr. Wagner hefir verið handhægt tól ráðgjafans í kosningunnm þar vestra, og hefir mikil áhrif á Gal- icíu kjósendurna. Og einmitt þetta hylur í augum Lauriers fjölda af syndum, og af því er það auðsjá- anlega komið, 'að þessi illræmdi ó- þokki fær um þrisvar sinnum hærra kaup úr ríkissjóði, heldur en um var samið, er hann síðast var settur í þetta embættL það verður ekki sagt, að hún sé vönd að virðingu sinni, Laurier stjórnin, að hafa annan eins mann í þjónustu sinni. ------->-------- Bersögli. Eftir: Jóhannes Sigvrðtson. það er álit mitt, að bersögli sé hið allra nauðsjmlegasta og þarf- asta, sem hægt er að vinna til endnrbóta og framfara, -en auðvit að verður sá, er bersögli stundar, að hafa þann sannleiks og sann- færingarkraft f orðum sinum, að 'það hafi áhrif til góðs. það er vgndi hinn mesti, að hafa ber- sögli um hönd hér meðal Vestnr- Islendinga. þeir virðast æði fljót- ir að stökkva ypp á nef sér, ef einhver finnur að. Heimskringlu ritstj. virðist þó hafa þolað flestum meira af ýmsu misjöfnu, þar til Stephan G.Steph anson sendi vísurnar, sem eigi máttn birtast, og er það eiginlega aðalástæðan' til, að mér datt í hug, að segja ritstjóranum til syndanna, bæði fyrir það og ann- að, sem mér ekki líkar nú upp á síðkastið. Ég er svo lengi búínn að halda við að rita í blaðið, að ég kann ekki við að hlaupa í önnur blöð, án þess að reyna til þrautar frjálslyndi B.L.B. það var afleitt axarskaft, að taka ekki vfsurnar af St.G.St. og eiga 'það á hættu, gð tapa honum sem styðjanda blaðsins. Hann er stórveldi meðal þeirra, sem rita hér vestanhafs, maður sem getur í fjórum hendingum sagt meira en sumir aðrir með margra dálka ritger.ðum er sannarlega þess virði, að maður ætti að hugsa sig um 'tvisvar áður en haitn er fældur frá blaði sem hau 11 hefir sent jafn ágæt og jafn mörg kvæði og hann befir sent Heims- kringlu. Og ef ég væri nokkurs tim megnugnr, vildi ég gjarnan kippa því í lag aftur ; en slikt er ekki heiglum hent. þá er ritdómurinn um kvæði Sigfúsar Benediktssonar annað ax- arskaft'ið. það gat hver maður séð, sem var jafn kunnugur hinni frjálslyndu stefnu blaðsins alt til þess tíma, að það sat alls ekki á því blaði, að fara þannig út i mál ið. Hefði verið sett út á fím eða' kveðskap, var það sök sér, en að setja út á annað eins og vísuna um þann, sem fyrstur í heimi laug, sat ekki vel á þeim, er rit- aði ritgerðina um tíuiÁlina. því sé farið eftir bókstafnum, þá er þetta rétt hjá Sjgfúsi. því Jehóva sagði: , “Hvenær sem þið étið af skilningstrénu góðs og ills, munuð þið vissulega deyja”. E» þau dóu ekki, og þannig reyndist það lýgi, að þau nlundu deyja. þessi ritdómur kom mér til að hugsa, að B.L.B. myndi vera á hraða íexö inn í kirkjufélagið, — engu síður en Tjaldbúðarsöfnuður, er séra F.B. reit sína miklu ferða- sögu “Vestur að hafi”. :Yfir höfuð finst mér, ef nokkurt samræmi ætti að vera í stefou og kenningum blaðsins, að það ætti frekar að styrkja og mæla með kenningum Sigfúsar, en sverta þær í angum fáfróðra lesenda. Og ég veit ekki, hvaða erindi Heims- kringla hefir til lesendanna, ef hún styrkir ekki alla, er leitast við að brjóta niður gamlar og úreltar skoðanir, því það hefir verið aðal- starf blaðsins frá því fyrst það hóf göngu sína. Ef þeirri stefnu er breytt, munu bæði ég og aðrir, er frjálsum skoðunum unna, snúa baki við blaðinu. þá er hið þriðja, er mér mislík- ar, hvernig Freyja hefir verið of- sótt; að sönnu var það mikil bót í máli, er blaðið flutti' svar rit- stýru Freyju, er var allskorinort. Eftir mínu viti sýnist mér að Freyja eiga hól skil'ið en' eigi last. það rit flytur meira af fræðandi efni, en Heimskringla og Lögberg til samans. það er reglulega til sóma íslenzku kvennþjóðinni', Mót- spyrnan, sem fram hefir komið móti þvi blaði, sýnist mér sprott- in af því, að þar var hreyft nyj- um spursmálum og svo djúpt far- ið í sakirnar, að þeir skildu það ekki er móti mæltu. það er fleira, sem iuniíelst - kvennfrelsis spurs- málinu, en það að konur h>afi at- kvæðisrétt í sveitamálum og stjórnmálum, og það mundi þeim skiljast, er rituðu um Freyju og hennar svokölluðu hneyxlis kenn- ingar, ef þeir læsu rit hins mikla þýzka gáfumanns August Bebels, er hann kallar: “Woman, her fut- ure, past and present” (þ.e. Kon- an, hennar framtíð, liðna tíð og nútíð). þar er svo skýrt tekið fram, hverjum ófögnuði konan hef- ir orðið að sæta á liðnum öldum, og enn sé það svo, að mjög lítil bót verði á því ráðin, nema að gersamlega sé umskapaður hugs- unarháttur og löggjöf þjóðauna Hjónabandslöggjöfin, eins og hún er nú, álítur hann þannig lagaða, að hún standi mjög í vegi fyrir íarsæld þjóðlífsins. Mönnnm verð- ur að skiljast hve afar ranglátt alt fyrirkomulagið er með vinnu- laun, verzlunartolluni, herkostnaði og alls konar ófögnuði, áður en menn fara að hugsa um umbætur, en sé íilvarlega hugsað um um- bætur, verður niðurstaðan sú, að sósíalistar stefni einmitt í hina réttu átt, hugsunarháttur allur verði að umskapast, uppeldið, kensluaðferðin á skólunum, við- skiftalífið og jafnvel siðferðisskoð- anirnar. Svona langt fiust honum }>urfa að hyggja, til þess að fá undirstöðu til að byggja á veru- leg’t frelsi og jafnrétti fyrir kon- una. þetta mundi víst kölluð bylt- ingapré^iikun, ef hún birtist undir nafni Sigfúsar Benedictssonar eða konu hans, en þegar það kemur frá manni, er hefir kvað eftir ann- að verið kosinn á þing/ þýzkalands þrát’t fyrir þótt hann haldi fram þessum kenningum í ræðu og riti, þá ætti það að koma mönnum til að hugsa sig ofurlítið um, áður en þeir segja þá fara með öfgar einar og villu, er flytja slíkar skoðanir. Og ekki álít ég það veg til far- sældar eða framfara, að láta al- menning ráða,ar skoðanir fiuttar eru; ég er hálfhræddur um, að það yrði lítið um framfarir eða breyt- ingar. Nýjar skoðanir eru alt af hyltar af fáum í fyrstu, en það er aðalstarf' blaðamanna, að menta alþýðuna svo hún þoli mismnn- andi skoðanir, og er það alt of lítið brýnt’ fyrir Vestur-íslending- um. Kenningar Stuart Mills sýn- ast hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda íslendinga. það er 'þó skýrt tekið fram, að vér lógum gersamlega öllu hugþreki mannlegs anda með því að hrópa þá niður, er fara með nýjar og ó- viðfeldnar skoðanir, að því er oss vdrðist, meðan vér höfum lítt hugsað út í rök þau, er þær hafa við að styðjast. • þetta er það helzta, er ég ætla að segja í bráðina, enda hefi ,ég naumast tíma til ritstarfa. Jú, ég vil bæta því við, að söguval blað- anna er afleitt, og ættuð þið Lög- bergs og Heimskringlu ritstjórar, að læra af Freyju í því efni að velja sögur, sem hreyfa einhverju nútímans spursmáli, en ekki þess- ar eldgömlu ræningjasögur og glæpamáia sögur, sem ekkert er hægt að lærá af. Eða er það nokk uð dýrara, að þýða sögur eftir Tolstoy, George Elliott, Hump- rey .Ward', Churchhill eða þá eftir suma norsku og dönsku rithöfund- ana ? Hið nýja blað Baldur stend- ur mikið íramar Winnipeg blöðun- um í því Sem mörgu öðru. þær sögur, er hann velur, hafa ein- hverja kenning að flytja, sem hefir þýðingu í mentandi átt. Svar til hr. S^Th.Thorne Eg ætla að byrja þar sem hr. Thorne ber á móti því, að sumir ! af strætisvagna þjónunum hafi | verið nauðugir með í verkfallinu. I En ég hefi aðeins þeirra eigin orð : fyrir mér. Maður sem segir: “Mig ! vantaði ekki að sjá verkfall, þó ég i mætti til að greiða atkvæði með því”, get ég ekki séð að hafi verið viljugur til að vera með ; eða maður sem sagði (og það var mað ur, sem lengi er búinn að vinna fyrir fél.):■ “þó að félagið ekki vildi viðurkenna Union okkar, þá lét það okkur óáreitta með okkar félagsskap og mætti okkur ætíð sem göfugmenni. Hvað meira vant- aði okkur ? Einnig sagði ég þeim, að við værum betur komnir með 25C á kl.'tímann og hafa félagið okkur velviljað, heldur en með 28c á tímann og hafa þaö á móti okk- ur”. Og ég hygg, að sá maður hafi haft rétt fyrir sér. Tíminn leiðir það í ljós. þar sem ég segi, að menn geti lært að stjórna strætisvögnum á einum til þremur dögum, þá ætla ég mér að standa við það. En ann- að mál er það, hvort það eru regl- ur hjá íélaginu, að láta menn hafa æfingu nokkrum dögum lengur áð- ur en það sleppir þeim með vagni. Fánm mundi þykja það líklegt, að fél. borgaði þeim mönnnm kaup meðan þeir eru að læra, þar sem það verður að borga mönnum þeim, sem kenna, alloftast hæzta kaup meðan á kenslutímanum stendur. það, hvað menn þurfi lengi að bíða eftir að fá Stöðuga vinnu á vögnunum, er mikið undir því komið, eins og hr. Thorne segir, á hvaða tíma árs maðurinn byrj- ar. Byrji hann snemma á vetri má vel vera, að það taki 3 til 5 mán- uði þar til hann er búinn að ná stöðugri vinnti. En byrji maður- inn aftur á móti á hentugum tima að sumrinu, þá hugsa ég að dæini munu til finnast, að tíminn verði æði mikið styttri, máske aðeins ednn eða tveir mánuðir. Hvað það snertir, að mennirnir hafi unnið frægan si-gur, þá má þaö vel vera. En ég hygg, að aðal sigur þeirra hafi verið innifaHnn í þessu eina centi, sem þeir fengu í kauphækkun ; enda mun kaup- hækkunin hafa verið aðal tilefni verkfallsins, sem þeir mundu þó hafa getað fengið, án þess að gera verkfall, ef að laglega hefði verið að farið. Eg ætla nú að láta hr. Thorne ásamt öllum lesendum vors heiðr- aða blaðs Heimskringlu vita skoð- un mína á því, sem við á íslenzku köllum húsbónda hollustu, og um leið að reyna til að greiða veg fyrir löndum okkar í atvinnulegu tilliti. Eg hefi sagt þeim fáu löndnm mínum, sem ég hefi haft vli.t að segja í River Park, strax og þxir hafa byrjað vinnu, að það aö '-era trúr verkmaður, væri ekki einung- is mér í hag eða Jieim sjálfum, heldur ísleuzka þjóöílokknum í heild sinni, því hver einn einstak- ur maður er sama sem hlekknr í keðjunni. Og ég hefi sjálfur reynt að breyta eftir Jieirri skoðun. þeg- ar ég hefi verið óánægður með kaup mitt, þá hefi ég beðið um meira og ég hefi fengið það. En ég vona ég þurú aldrei að vinna fvrir þann húsbónda, sem ég vildi gera skaða á nokkurn hátt ; ég hygg ég mundi heldur hafa hús- bónda skifti og reyna að leita mér annarstaðar að atvdnnu. tír þessum Lnum getur Thorne lesið, hverjum ég samgleðst. En þess ætla ég að geta, að bæði hr. Thorne og hr. Bíldfell eru óefað með beztu mönnum félagsins, á vögnunum. Og ég hugsa við þrír mundum ekki verða neitt sérlega smeikir við, að reyna að vinna fyrir okkur við einhverja aðra vinnu, ef við færum írá íélaginu. En mundi ekki mega finna nokkra á meðal 'brautaþjón'anna, sem kynnu síður við, ao láta sjá sig vera að moka eða bera múrsteina i eða eitthvað þess háttar. það, að ég hafi ritað grein mína j í þeim tilgangi, að fá liærra kaup, er ekki rétt. Fyrst og fremst vissi fél. ekkert um, að ég skrifaði grein ina, fyrri en húu var preutuð, og svo er ég að öllu leyti ánægður við fél. Eg hefi reynt að gera því til þénustu, það sem mér hefir bor ið að gera, eins og hr. Thorme h'ef- ir óefað gert, og það hefir séð það Og við báðir munum að öllu for- fallalausu vera nokkurnvegin sjálf- stæðir menn, og það bezta af því er, að við munum eiga það fél. að þakka um leið og sjálfum okkur ; því enginn vafi er á því, aö sé það gott fyrir verkveitanda' að haía góða þjóna, þá er það líka gott j fyrir verkamanninn, að haía stóð- uga vinnu. Máltækið segir: “Jila grær um oft hrærðan stein”, og mun það sátt vera. það, að fólkið ekki notaðí vagn- ana meöan á verkfallinu 'stóð, mun í mörgum tilfellum hafa verið til stuðnings eða hjálpar verkfalls- mönnum ; en svo mun það líka í mörgum tilfellum verið fyrir sakir ótta við meiðingar að menn ekki notuðu vagnana. Eg hefi frétt frá manni, sem vel }»ekkir hr. Stefán þórarinsson eða hr. Thorne, að hann hafi sagt ein- um eða tveimur dögum áður enn verkfallið hófst, að sér væri sama, hvort þeir (brautaþjónarmr) gerðu verkfaH eða ekki, því hanu væri bráðum farinn frá félaginu út á land. Ef það er satt, að herra Thorne hafi viðhaft þessi orð, þá fins't mér það ekki sýna góða fram tíðar fyrirbyggju fyrir þeim félags- bræðrum hans, sem á vögnunum vinna, og ekki hafa uppá neitt ann- að að 'treysta en vinnu sína þar. Sumt af fólki því, sem les þessa 1 grein mína, mun rnáske skilja hana svo, að ég sé ekki hlyntur verka- mannafélögum. En því er ekki svo varið, sé félögunum rétt stjórnað En það mun vera eins með þau fé- lög og margt annað, að þar megi fara of langt. Segjum, að við al- genga eða óvandaða vinnn, að enginn maður megi viuna, nema hann tilheyri verk'amannafélagi, hvort hann vinnur þar að eius eina viku eða einn mánuð, og mað urinn, sem á auð sinn í veltu pen- ingum' getur ekki gefiö nokkrum manni vinnu, nema að hann um leið gangi í verkamannafélag, ætli það gangi ekki næst því að skerða frelsi ? Setjum svo t.d., að ein- hver af þeim mönnum, sem félagið hefir haft í þjónustu sinni, hefði farið út á land og tekið heimilis- rétt, kannske með litla peninga til að byrja með, og sá maður kæmi í bæinn t.d. eftir ár til að fá sér 2 til 3 mánaða vinnu ■; félagið væri viljugt að taka hann fyrir þann tíma, en gæti það ekki bara fyrir það, að hann væri ekki “union” maður, — mundi það ekki þykja nokkuð hart ? Og sama er að segja viðvíkjand'i því, að taka virðingamenn til að jafna ágrein- ingsmál á milfi félagsins og verka- manna þess. Við skulum segja, að við hefð- um peninga í einhverju gróðafyrir- tæki, mundum við ekki vilja ráða sjálfir, sem ættum alt saman, hvernig við höguðum eigum okkar eða hvaða kaup við borguðum ? Mér finst ef maður, og hvort það eru einn eða fleiri, sé liann ekki á- nœgður, að hann ætti þá að fara og fá sér annað betra. Hitt, að gera flokkadrátt, sem valdið getur slysum og ei'gnatjóni, finst mér ekki ætti að eiga sér stað. Að endingu kunngeri ég hér með, að þet'ta er mitt síðasta svar við- víkjandi þessu máli. það getur hver rætt það sem vill. það raá vel vera, að ég gæti komið með póst, einn eða tvo, ef ég vildi, en eins og ég sagði í grein minn'i, þá er mér vel til margra brautarþjón- akna, og ég ætla að láta hér með búið. Aðeins skal ég geta þess, að ég skal alt af reyna að fylgja sann færingu minni, hvort sem í hlut á fátækur eða ríkur. River Park. N. ÖSSURSON. -------$-------- Mótmæli Gegn Sigurði Júlíus. Eftir, Lárut Guðmundtton. (Framhald). Meöalskáld, — af þeim höfum vér íslendingar jafnan átt tölu- vert marga og eigum enn. Sá flokk ur er sem hinir á mismunandi stigi og innibindur í sér öll smá- skáld. 1 þessum flokki er margur ágætur maður og þjóðinni' sérlega kær og hlýtt til fyrir ljóðagerð þeirra. þeir eiga sáralítið skylt við þá fyrtöldu, og líka mjög lítið við þeim amast. Eg get bezt lýst þeim flokkí með því að segja, að ég hefi nú nýskeð lesið ljóðabók eftir Pál Jónsson 4 Akureyri, og ég veit', að fjöldi af löndum hér hafa hana séð. Öllum, sem bókina lesa, verður vel við höfundinn. Hann fylgir sínu “motto” gegnum alt, reynir hvergi að gera sig að meiri manni en hann er, og því síður að rífa niður það, sem hann er eng- inn maður til að byggja upp sjálf- ur, hefir ætíð fulla einurð, en tal- ar ávalt af viti og gætni. Hver maður mundi taka hlýtt í hönd hans og bjóða hann velkominn, hvar sem hann bæri að garði. — þannig er einnig varið hér hjá oss, að vér eigum meðalskáld, sem þjóðinni er hlýtt til, þau hvorki hafa nokkurntíma verið eða eru likleg til að verða þjóðinni til vanvirðu. þau eru sanugjarnir menn, sern reyna að skoða hlut- ina sjálf og lýsa þeim fyrir öðrum í ljósi sannleika og hófstillingar. þeirra “motto” er, að lífiÖ sé dýr- mætt, fult af fegurð og unaði. ef menn að eins tTeysta guði og sín- um eigin manndómi. þessa menn er öllum eða flestum vel við. og mér þykir sérlega vænt um að þeir eru til gagns og fegurðar ekki svo fá'ir t'il hér meðal Vestur-ísl. En því hefi ég tekið eftir upp í hart nær 20 ár hér, að þeir standa að heita má í stað sem skáld, fer ekkert fram, og er það með öðru sem sannar mína skoðun, að skáld gáfan hefir fastari takmörk en svo að hún veröi þanin í sundur eftir eigin vi-Id og ástæðum, sem hrátt skinn. Enda hefi ég aldrei heyrt aðra en leirskáld og þeirra vini halda' því fram. þjóðskáld, — það eru mermirnir, sem kærastir eru og mestri hylli ná í mannfélaginu. þeirra orð og hugsanir fylgja hverjum einum í gegn um gjörvalt lífið, á gleðifund ina og við sorgarstundirnar. þeir eru lifandi mál á vörum þjóðar- innar, og verða um langan aldur, þó sjálfir séu að dufti orðnir. þeir eru gullmunnar. sem tala hjartans máli allrar þjóðarinnar með svo l'jósri og víðtækri þekkingu, að all- ir hafa þeirra not, og þess vegna verður ást og virðing þeirra al- menn. þessum flokki tilheyra margir á íslandi, sem kalla má með réttu göðskáld. Og ég hygg, að þorstj Erlingsson hafi haft það sama í huga, þar sem hann kveður eftir Pál sál. Ölafsson og segir: “góð- hestum fækkar”. það eru framúr- skarandi mennirnir í þessum góð- skáldaflokki, sem þjóðin öll, al- menningsálitið alt, hefir krýnt þeim heiðri, að kalla þá þjóð- skáld. Stórskáld virðast mér alla tíð standa nokkuð sérstök, og fyrir þá sök tel ég þá sér, — en vel má það vera rangt af mér. þeir eru guðir skáldskaparins og bókment- anna, sem heitið er á til allra stórræða, til þeirra er vitnað í hvívetna. þeir eru oft, og hafa ver- ið í liðna tímanum bjargfast akk- eri, sem tímaus rúm er bundið við og því mætti eins vel kalla þá sjónarhæðir í rúmi tímans og ald- anna, sem hafa geysistóran sjón- deild'arhriTig, eða heim út af fyrir sig. En upp á þennan guðastól skáldskaparins komast ekki smá- menni og smælingjar, og missa því oft af að geta séö það merkasta og fagrasta. Fyrir þá sök er það, að st'órskáldin hafa virðing allrar þjóðarinnar, en ástinni ná þeir ei nema að litlum parti. En það er líka oft, að sami maðurinn er þjóðskáld og stórskáld, og þá er ástin og virðingin samferða, og þá menn bæði eiga íslendingar nú og hafa átt. Líka má kalla, að einnig eigi þeir og hsfi átt stór- skáld, sem ekki voru þjóðskáld, og þegar vér stingum hendinni í vorn eiginn barm, þá segi ég, að Stephan G. Stephanson sé stór- skáld Vest'ur-Islendinga, en þjóð- slpild þeirra verður hann aldrei með réttu talinn. Að halda því fram, berja það allajafna blákalt áfram, eins og gert er af öllum leirskáldum hér, og þeirra vinum, að hægt sé með þoli. iðni og lesningu merkra skáld verka, að verða sjálfur skáld', er ekki í einu, heldur í öllu, bláber heimska, sem hefir ekkert með sér til stuðnings, en alt á móti sér. Og það væri mjög svo létt verk, að rita vikum og mánuðum sam- an sannar og óhrekjandi ástæður fyrir því, að menn geta ekki náð því í neinum sanni eða virkileg- leika, sem þeir hafa enga hæfileika til, hvort við það er miðað, að verða ljóðskáld eða eitthvað ann- að. Ekki einu sinni smiður í verk- legum skilningi, svo í nokkru lagi sé, ef náttúrugáfnna vantar. Alt form, allar ytri reglur má læra, — og það geta þessi blessuð ljóð- ská'fdabörn hans Sigurðar míns gert. En kjarnann, sem innan í þarf að vera, er ekki unt að fá og næst ekki með neinum lærdómi; hann er sérgáfa, sem fegrast o'g þroskast við nautn andlegrar menningar. En sé ekki sú sérgáfa til, er lærdómur sárá lítils viröi, því smíðið verður alla jafna fyrir utan sjón, smekk og tilfinning. það er að eins eitt, sem þeir menn, sem eru að basla við að verða skáld, geta lært af góð- skáldum vorum, og það er það, að bera verk sín nákvæmlega saffl- ah við verk þeirra, og ef þá er ekki of mikið sjálfsálitið hjá þeim og að þeir að öðru leyti hafi dá- lítið vit á skáldskap yfir höfuð, og séu vandaðir og vandvirkir menn, þá geta þeir séð, að verk þeirra þola engann samanbnrð, og er þá lesningin og lærdómurinn mikilsvirði, ef slíkt gæti kent þeim að hætta við alla ljóðagerð. Ég skil ekkert í jafnvitrum og mentuðnm manni og Sig. Júl., að segja sem svo, að ná þessu frá dínu skáldinu og öðru frá hinu. þeir geta þó ekki orðið frægir menn nema fyrir sín eigin verk; ekki me-ga þeir „ “alt af í þynnra þynna', þynkuna allra hinna”. Nei, langt frá, þeir verða að eiga lífið og sálina sjálfir í ljóðin sín, en ekki aðrir. (Meira).

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.