Heimskringla - 28.06.1906, Blaðsíða 2
28. jútií 1906.
HEIMSKRINGL A
^ ’í' b 'b'k' T' T’‘L T' 'P
Heimskringla
PDBLISHKD BY
The Heimskringla News & Publish-
iog Company
Verö blaösins 1 Canada og Bandar.
$2.00 um áriö (fyrir fram borgaö).!
Senttil Islands (fyrir fram borgað
af kaupendum blaösins hér) $1.50.
Peningar sendist P. O. Money Or-
der, Registered Letter eöa Express
Money örder. Bankaávlsanir á aöra
banka en 1 Winnipeg aö eins teknar
meö afföilum.
B. L. BALDWINSON,
Editor A Manager
Office:
729 Sherbrooke Street, Winnipeg
F O.BOX 110. ’Phone 331 2,
Heimskringla, 28. júnf 1906
Atkvæðagreiðsla í dag
1 dag, 28. þ. m., eiga Wituiipeg-
búar að grei5a atkvæði um, hvort
þeir vilji láta strætisvagna bæjar-
ins renna á surmudögum, og hvort
þeir vilji láta bæinn ráðast í, að
koma upp hreyfiafls stofnun, svo
bærinn geti sjálfnr selt borgarbú-
utn hreyfiafl til að knýja vélar á
verkstæðum þeirra.
Lí’till efi þykir á því leika, að
atkvæöi bæjárbúa falli eindregiö
meÖ því, aö bærinn taki að sér
framleiðslu rafaflsius frá Winnipng
•ánni, þó þaö kosti borgarbúa um
3 eða ÝÁ millíón dollara. Verk-
fræöingtir bæjarins reiknar, að
með því að leiða I" þús. hesta afl
tnn i borgina, og selja bæjarbúum
þa'ð, þá geti bærinn selt aflið með
litið meira en einum tíunda verðs
við það, sem það er nú selt í
bænum, og samt grætt hátt upp í
e-ina millíón dollara á ári, eða
$833,440.00, auk árlegs tilkostnað-
Mikið hefir verið rætt og ritað
um þetta og ber flestum saman
um, að sjálfsagt sé að greiða at-
kvæði með byggingu þessarar raf-
leiðslustofnunar á bæjarkostn-að,
eins fljótt og því verður við kom- j
ið. Svo er bæjarstjórninni ant um j
þetta mál, að hún hefir samið og
látið prenta bækling til skýringar
á málinu 'og sent hann hverjum
gjaldþegni bæjarins. Er þar gerð
áaetlun um kostnaðinn við þessa
rafaflsstofmui, sem vonað er að
v>erði bvgð, og gerður samanburð-
ur á núverandi verði á rafaflt og
þvi, sem það muni kosta, þegar
bærinn getur framleitt það sjálfur
og selt á eigin reikning.
VFari þessi áaetlun eins nærri þvi
sanna, eins og áætlun sú, sem
bæjarstjórnin gerði um kostnað
við vatnsleiðslu í bænum og verð
það, er hægt yrði að selja vatnið
fyrir eftir að bærinn tæki það
starf að sér, — þá geta bæjarbúar
átt það víst, að rafafl verður hér
eftir eins mikið ódýrara í saman-
buröi við j>að sem verið hefir,
eins og vatn er nú langt um ó-
dýrara, en það áður var, meðan
það var í höndum einokunarfé-
lags.
j>að mælir þvi alt með því, að
bæjarbúar fjölmenni á kjörstaðina
þann 28. þ.m. (í dag — fimtudag)
og greiði atkvæði með byggingu
rafframleíðslu stofnunarinnar, því
engin ástæða er til, að setja bygg-
ingarkostnaðinn fyrir sig, þó hann
sé mikill, þvf að stofnunin verður
varanleg eign frá upphafi og vel
arðberandi, — eítir því meira arð-
'herandi, sem fólki fjölgar og iðn-
aður vex í bæ þessum.
Iðnaður er fvrsta skilvrði fyrir
vexti og framffir þessa bæjar, og
<ódýrt afl til að knýja verkvélarn-
ar f iðnaðarstofnununum er fyrsta
skilyrðið til þess, að auðmenn
leggi fé srtt í iðnaðarfyrirtæki hér
vestra. Skilyrðin fyrir ódýru afli
eru eius góð hér eins og í Austur-*
fylkja bæjum, því það sem munar
á dýrleika kolanna þar og hér,
vinst upp í auknum flutningsgjöld-
um á varningnum að austan hing-
að vestur. En það er sameiginfeg-
ur vílji allra þeirra, sem óska að
sjá bæ þenna vaxa og þroskast og
fasteignir hækka i verði, að bær-
inn sjálfur taki að sér að fram-
leiða og útbýta sem mestu af þeim
ahnennu natiðsynjum, sem sérstak
lega eru í verkahring þess opin-
bera að framleiða til hagsmuna
fyrir fé'lagsheiidina. þess vegna
oskar Heimskringla, að sem flest-
ir greiði atkvæði með byggingu
rafafls stofnunar hér í bæntim.
Heimskringla hefir einnig þá
skoðun, að fólk vort. ætti að
greíða atkvæði með gangi strætis-
vagna á sunnudögum. því hefir
verið komið á í flestum stórbæj-
um þessa lands, og nú dettur eng-
um í hug, sem eitt sinn hefir átt
kost á sunnudagavögnum, að
ha-tta við þá aftur.
i----♦-----t
Ohóflegt frjálslyndi
Allmikið er um þessar mundir
ræt't í blöðum landsins um rann-
sóknar leiðangur þann, sem fyrir
nokkrum tíma sfðan var af Laur-
ierstjórninni gerður til þess að
rannsaka skipgengi Hudsons fló-
ans, og sem á tíu mánaða tíma-
bili kostaði Canadaríki nær 225
þús. dollara, að meðtöldu kaupi
skipsmann'a.
Lesendurna mun reka minni til
þess, að maður að nafni Capt.
Bernier gerði fyrir nokkurum ár-
um síðan áskorun til Canada þjóð
arinnar um að hefja samskot til
þess að kosta leiðangur til n'orður
heimskautsins undir forustu sinni.
Mörg af 'blöðum þessa lands tóku
mál 'þetta á dagskrá sína og
mæltu vel fram með samskotun-
um. En undirtektirnar urðu samt
svo daufar, að ekkert fé fékst
saman, og þvi varð ekkert af för-
inni. þá fór Capt. Berni-er til Ött-
awa stjórnarinnar og lagði að
henni að gera út leiðangur til
Hudsons flóans, og bauðst hann
að gerast formaður þeirrar farar.
það varð að samningum, að I/aur
ier stjórnin gerði út eitt af skip-
uin Canada þjóðarinnar, að nafni
“Aretic”, og gerðist Bernier skip-
herra þess, og skildi hann vera 3
ár í þeirri ferð. Hann átti á því
tíma'bili að kanna flóann nákvæm-
lega og atinlga möguleika til
skipaferða um hann.
Svo er að sjá á ræðu sjómála
ráðgjafans, að um 20 manns hafi
verið á skipinu alls, og vóru þeir
vel útbúnir að vistum og vinföng-
um og allskonar góðgæti, svo að
lei'ðangur þessi var hinn kostuleg-
ast'i að öllum útbúnaði, eins og
reikningarnir sýna. Sjómála* ráð-
gjafinn kvað úthúnað skipsins hafa
kostað nær 50 þús. doll., þar af
nær 8)á þús. doll. til að raflýsa
það. Svo var keyptur fatnaður
handa skipsmonnuni fyrir 24 þús.
doll. og matvæli nær 70 þús. doll.
En alls kostaði þessi leiðangur
ríkið, eins og áður er sagt, um
225 þús. dollara.
Meðal aniiars sem á skipimi var
til sælgætis skijismíinnum voru
9:/2 þús. vindlar, sem kostuðu alt
að $63.00 hvert þústind, og auk
þess 5000 cigarettur.
Svo var skipsmönnum ennf'rein-
ur fagt til:
200 jxl. af munntóbaki á 75C pd.
805 'pd. af munntóbaki á 95C pd.
528 pd. af munntóbaki á 53C pd.
272 pd. af rektóbaki á 6oc pd.
1005 pd. af reyktóbaki á 39C pd.
600 pd. af reyktóbaki á 76C pd.
144 pd. af reyktóbaki*á 69C pd.
842 pd. af reyktóbaki á 8oc pd.
192 pd. af reyktóbaki á 75C pd.
70 pd. af reyktóbaki á $1 pd.
50 pd. af reyktóbaki á $1 pd.
Eða alls 4718 pund af tóbaki.
þessutan var skipshöfninni fag't
tíl 297 reykjarpípur, sem kostuðu
ait að 40C stykkið.
Af vínföngum voru:
10 kassar af kampavíni,
5 kassar af brennivíni,
113 gallons af rommi,
15 gallons af sherry,
110 gallons af spiritus,
5 kassar af koníakki, og
5 kassar af portvíni.
Vínfð kostaði yfir 1500 dollara og
tóbakið, vindlarnfr og cigarett-
urnar kostuðu talsvert á fimta
þúsund dollara, eða alls fyrir vín
og tóbak í þessum túr hefir þjóð-
in þurft að borga um 6 þús. doll.
Af matvælum hafði skipið 18
þús. pd'. kartöflur, 30 þús. pd. af
hveitímjöfi, yfir 15 þús. pd. af
sætabrauði, 3700 pd. af hafra-
mjöfi, 6 þús. pd. aí baunum, 9
þús. pd. af kaffi, 400 pd. af mör,
1000 pd. af svínafeiti, 454 tylftir
af eggjum, eina tunnu af ostrum,
2 þús. pd. af vömbum, 12 tunnur
fuliar af tungum og auk þess 800
pd., ^500 pd. af boghveiti, 200 pd.
taffioca, 200 pd. maísmjöl, 100
gall. af sírópi, svo og 584 kassar
af sætabrauði á S1.00 hver kassi
og 584 kassar á 50C kassinn, og
þat að auki 49 stórir kassar af
sæta'brauði. Af niðursoðnu kjöti
hafði skfjfið á sjötta þúsund könn-
ur og af sauðak jöti á þriðja þús-
und könnur, af svfnakjöti á þriðja
þúsund könnur, 1536 pd. af cocoa,
1536 pd'. af súkkulaði, 2400 könn-
ur af niðursoftmni mjólk og yfir
þúsund könnur af rjóma, á fjórða
þúsund könnur af niðursoðnum
aldinu'm, 1250 pd. af rúsínum,
1680 pd'. af laxi, 50 kassa af sard-
ínum, 1200 kassa af reyktri ísu,
yfir þúsund pd. af jelly, nær 4 þús.
pd. af ryktu svínakjöti, 550 pd. af
hneíutn, 4065 j»d. af jærlugrjónum,
1080 pd. af hrísgrjónum, 8 tunnur
af' úrvals “pickles” og 2 tunnur af ■
“chow chow”, 1440 pd. af osti,
2000 pd. af “bacon”, 3200 pd. af
tei, þúsund pd. aí Maple sykri, 15
•þús. pd. af öðrum sykri, og mesta
kynstur af ýmsum öðrum mat-1
vælum, þar á meðal 5300 pd. af
smjöri. Borðbúnaður var einnig
keyptur fyrir nokkur hundruð doll
ara. Af rúmfö#im og fa'tnaði var
kevpt svo mikið, aö mátt hefði
nægja heilli hersveit manna.
Allur þessi mikli ’ útbúnaður
kostaði því þjóðina yfir 198 þiis.
dollara auk launa skipsmanna.
það hafa oröið miklar umræður
um þetta i þinginu, og Sir Wil-
'frid hefir játaö, að óhófleg eyslu-
senii hafi verið viðhöfð í útbúnaði
skipsins, en hann kveður þarflaust
að finna að þessu nú, þar sem sá
ráðgjafi sé dauður, er ráðið hafi
kaupum þessnm og öllum iitbim-
aði skipsins.
þetta eyðslusemis hneyxli komst
fyrst i h'ámæli við það, að skipið
“Arctic” í stað þess að vera 3 ár
i leiðangri sínum, eins og samið
hafði verið um, kom til baka eftir
10 mániiði. Astæðan fyrir því er
úljós nokkuð ; en einn eða tvefr af
hásetunum s*egja það hafi verið af
því, að skipiö hafi þá verið orðið
matarlanst, vínlaust og tóbaks-
laust. En skömmu eftir aftur-
komu skipsins voru vöruleyfar
þess seldar við opinbert uppboð í
Montreal, og seldust þær fyrir
nær 5 hundruð dollara. Meðal
varn'ings þess, sem þannig var
seldur, voru nokkrir kassar af
flugnapappír, sem ekki varð að
notum norður í Hudsons flóa.
Ennfremur voru seidfr nokkrir
kassar af “cornplaster”, það er
plástur, sem lagður er á líkþorn
á fótum manna. þetta var einmg
aitsaman óeytt. En vínið og tó-
bakið var alt uppgengið. Hver
maður hefir því reykt til jafnaðar
— og tuggið — sem næst 23^ pd.
á mánufti, auk vindlanna, — svo
hver maður hefir eftir þessum
reikningi eytt sem næst heilu pd.
af tóbaki á <lag að jafnaði auk
V'in'dlanna.
Ein kona var á skipinu og voru
keyptir handa henni til ferðarimi-
ar 40 aifatnaðir. Svo voru þar
einnig 40 jiör af “arctic" stígvél-
um, 40 pör af morgunskóm, 40
“camel hair” alfatnaSir, 81 blan-
kets, 80 treyjur með hettum, 80
svefnpokar ($25 hver), 40 treyjur
úr leðri, 40 “catnel hair” skvrtair,
40 yfirhafnir meö hettum, 40 loð-
fóðraðar yfirhaínir, 40 loðfóðrað-
ar buxur, 40 æðardúnshettur, 80
olíubornar buxur, 80 olíubornar
trevjur og 80 sjóhattar. Til góft-
gætis á skipinu voru yfir þúsund
pund af hunangi, og extra 40 gai.
af sama efni ; einnig 500 pfl. af
stívelsi, en til hvers þaft átti aft
vera er ennþá óljóst. Af fatnaði
var ennfremur: 40 axiabönd, • 40
pör af moose-dýrs skinnsokkum,
þúsund yards af leðurreimum, 40
bláar kiæðishúfur með tilheyrandi
olíudúk hettum, 40 leðurbelti, 80
leðurbelti, 80 loðhúíur, 40 prjóna-
hettur, 40 pör af loðskinns vetl-
ingum, 80 pör af moccasins á $5
parið, 80 pör af rubber stígvélum,
80 pör af snjóþrúgum á $5.50 par-
ið, og mesta kynstur af allskonar
nærfa'tnaði, treflum og þessháttar
fatalegum nauösynjum.
þessi útbúnaður hefir vakið al-
menna eítirtekt um land alt, því
svo er að sjá, að nálega alt það
sem ætlað var til þriggja ára
nota hafi gengið upp á 10 mánuð-
um. Svo er og meira en grunsamt
að alt of mikið hafi verið borgað
fyrir flest af því, sem fceypt var.
það kom upp í þingræðum um
þetta mál, að Laurier stjórnin
hefði' viðtekið alveg nýja viðskifta
reglu á síðari árum, sem sé þá,
að hún sendir til embættísmanna
sinna í hinum ýmsu borgum og
bæjum ríkisins lista með nöfnum
þeirra sérstöku flokksvina þar, cr
mest þurfi að taka tillit til, og
skipar svo fyrir, að alls ekkert
skuli keypt fyrir stjórnannnar
hönd frá öðrum en góðum og gil<I-
um Iiberal flokksmönnum. Tveir
eða þrír slíkir listar voru lesnir
upp í þinginu, ásamt með skipun-
um þeim, er þeim fylgdu. Sjó-
máiaráðgjafinn nedtafti ekki, aft
slíkir lístar heföu verið sendir út,
en hann kvað það reglu stjórnar-
innar, að auglýsa ekki eftír sölu-
til'boðum, þegar um minna en 5
þúsund dollara verzlun -væri að
ræða hjá nokkrum einum manni.
Rannsókn hefir þegar verið haf-
in í máli þessu, en er ennþá lítíð
á veg komin. Svo mikið er þó
ljóst orðið, að vissir embættis-
menn stjórnarinnar hafa staðfest
vörukaupa reikninga, sem sendir
hafa verið til sjómáladeildarinnar,
án þess að þeir hefðu nokkra vit-
neskju um, að vörurnar hefðu vrer-
ið. afhentar til stjórnarinnar. Og
þótt ennþá hafi ekki verið full-
sannað, að h'eilmikið af þeim vör-
um, sem áttu að hafa verið á
skijúnu “Arctie” hafi í raun réttri
aldrei þangað köþiið, þá eru Mk-
urnar fyrir að svo hafi verift svo
sterkar sem mest má verða. Hitt
—
.... . 1
er þegar sýnt og sannað, að reikn- j
ingarnir voru sumir svo háir, að
kaupmen'n hafa orðið að endur-
borga stjórninni talsvert af þeim
upphæðum er þeir höfðu fengið
með því' aö setja hærra verð á
vöruna en átt hefði að vera. það
er og ölium ljóst, og af engtim
amimælt, að tóbaks og vörukaup
— eftir reikningum stjórnarinnar .
— til útgerðar skipsins “Arctic”
voru margfalt meiri en svo, að 20
menn hefðu með nokkru móti get-
að eytt því á 10 mánaða tíma-
bili
Bæði Laurier og sjómálaráð-
gjafi L. P. Brodeur hafa játað, að
umbóta þurfi við í sjómáladeild-
inni, og hafu lofað að sjá svo um,
að þar verði bót ráðin á. En
þessi loforð um timbætur í fram-
tíðinni bæta ekki úr því ólagi, er
þegar hefir orsakað landinu stór-
tjón það, sem stjórnin sjálf hefir
ekki treyst sér til að verja.
Hvernig rannsókninni. reiðir af
að lokum verður enn ekki sagt
m<eð neinni ákveðinni vissu.
-------<£-------
River Park
Heimskringla flutti í fyrra dá-
litla gnein um River Park, sem er
aðal skem'tistaður Winnipeg búa ;
en iýsing sú var nlls ekki nákvæm
og af því River Park hefir líka
síðan tekið svo miklum framför-
um undir umsjón landa vors hr.
N. Ottensons, að furðu gegnir, þá
finnnr bla-ð vort nti á-stæðu til
þess, aö lýsa skemtigarði þessum
nokkuð nákvæmar.
Skrautgarður þess-i er 205 ekrur
að stærð og liggur meðfram Rauð
ánni um 3 mílur frá pósthúsi
borgarinnar. • Oarðurinn figgur á
árbakkanum og er hwrgi breiðari
en einn þriðja úr mflu upp frá
ánni. t garðinum er leikflötur um
13 ekrttr að stærð, og dýragarður
um 40 ekrtir itmmáls. Báðir eru
staðir þessir vel timgirtir, og er í
Jx'im margt skemtilegt að sjái og
heyra. I/eikflötnrinn er ætlaður
fyrir knattleiki, veðrei'ðar, veð-
hiaup og aliskonar aðrar líkams-
æfingar og útidýra skemtanir. í
þessum garði er “Grand Stand”
og önnur sæti íyrir nær 4 þúsund
manns, og er honum skýlt með
þaki fyrir sól og regni. Nokkur
hluti af fleti þessum er þakinn
fögrum ])<>j)lar og mapfe skógi og
eins elm og willow trjám, og
njóta því menn þar allra unað-
semda sem sönn n'áttúnifegurð
getur veitt. Utan vfð leikflötinn, í
sjál'fum skem'tigarðiniim, erti hér
og hvar nýgerðar skrautbrautir,
millbornar, og meðfram þeim með
al stórtrjánna erti sett borð og
sæti víðsvegar um garðinn þar
sem fólk getur hvílst og matast i
skugga trjánna.
Dýragarðurinn er eitt aðal að-
dráttaraflið, sem dregtir fólk út
eða suður í River Park. Garður
þessi er allur umgirtur með tíu
feta hárri járngirftingu, strengdri
á öfluga timbnrstólpa. 1 garfti
þessum eru þessi dýr:
2 canadiskir svartbirmr.
2 Britísh Columbia rduðbirmr.
13 sléttuúlfar, þar af 6 hvolj>ar.
7 skógarúlfar, þar af 3 hvolpar.
5 Angora geitur, þar af 3 kiðl-
ingar.
7 “silfnr” tóur, þar af 4 hvolp.
4 rauðtóur.
1 villiköttur.
4 badgers.
4 raccoons.
1 antilope.
1 hreindýr.
3 stökkdýr.
3 buffaloes.
4 elksdýr.
2 moosedýr.
8 pör af Homer dtifum frá Bost-
on.
2 hringdúfur.
150 aðrar dúfur af ýmsum teg-
undum.
10 'andir, 3 'tegundir.
I fyrra voru að eins tveir skógar-
úlfar, og fyrir þremur árum var
mjög fátt dýra i garðinum, þó nú
sé þar kominn þessi stóri hópur.
í garðinum eru sérstök hús fyr-
ir hinar ýmsu dýrategundir, og
eru girðingar timhverfis þau.
Bjarndýrin eru höfð í grvfjiim
bygftum úr steini og cementí, og
eru gryfjur þessar um 8 feta djúp-
ar og 10 feta breiðar, og varðar
aft ofan meö 3 feta járngirðingum.
Sum dýrahúsin eru bygð úr múr-
steini og önnur úr timbri ; öll eru
þau vönduð.
1 garðinum er ágæt vatnsjnimpa
og eldhús til afnota fyrir gesti þá
sem í garðinn koma.
Meðfram ánni er fagur skraut-
gangur þar sem nefnt er ‘ Fern
Glen”, og eru stórtrén þar hin feg-
urstu, og ígildi. þess, sem bezt er i
Elm Park. Sól nær þar aldrei að
skína á vegíarendur, og þar fá þeir
notið lífsins og náttúrufegurftar-
innar ó fullum mæli. þar ' líftnr;
Rauðá íram með veginum, þráð-
bein á löngum parti, og sveima
bá’tar þar fram og aftur, og er
þaö hinn mesti unaður þeim er á
þeim eru.
1 sjálftim garftinum eru rafljós,
sem lýsa hann allan upp þegar
skyggja tekur. þar er og leikhús
mikið. og danssalur, og ýms skemti
tæki, svo sem hringreift, haföidu-
reift', hreyfimyndir og snáka-at o.
fl. Danssalurinu er opinn hvert
þri'S'judags og laugardagskveld og
kostar aðgangur þar fyrir karla
25C, en konur fá aðgang ókeypis.
Sjiorvagnar gauga suður í garð-
inn á fárra mínútna fresti að
sumrinu, og svo er mikil aðsókn
fólks í garð þenna þegar gott er
veður á sumrin, að þá telst það í
tugum þúsunda er þangað kemur
yfir sólarhringinn.
í garðinum er viðhöfö hin mesta
neglusemi, svo að þar sést aldrei
ölvaður maður. Enda eru þar ekki
áfangis veitingar, en að eins seldir
svaladrykkir og sætindi, auk mál-
tíða, sem fást þar á öllum tímitm
með sanngjörnu verði.
Stræfí með stórum ágætum
húsum eru nú alla leið suður að
garðinum, svo að hann má heita
inni í bygð, en er þó umgirt svæði
og að því leyti aðskilið frá öðrum
landei'gnum.
River Park er nú og verður óef-
að á komandi árum aðal skemti-
staður Winnipeg búa.
------+--------
F r 6 ð 1 e g u r
samanburður
það er ekki langt siðan Lögb.
var í öngum sínum út aí ílóa-
landa sölu Roblin stjórnarinnar,
af 'því þau lönd hafa verið seld á
3 dollara hver ekra og þaðan af
meira. Og þó ekki verði sagt, að
h'laðið færði neinar sannfærandi
röksemdir fvrir ákærum sínum í
því sambandi, þá sýndi það þó
virðingarverða viðleitni til að
þóknast þeim herrum, er stefnn
l>ess ráða. En það var einkenni-
legt, og þó í algérðu samræmi við
flokkssíngirni þeirra herra, að bl.
fann ekki með einu orði aö því,
þó Dominion stjórnin hafi selt
selt liundruð þúsilnda ekra af á-
gæt'asta akuryrkju landi í vestur-
fylkjum ríkisins fyrir EINN 1)01,1»
AR hverja ekru, en sem nú er ekki
falt fvrir minna en frá 8 til 12
doilara hver ekra. Ef blaðið væri
einiæ'gt í aðfinningum sínum, þá
mundi það ekki láta slika ráfts-
mensku óáreitta. En þetta heíir
það þó gert, og þaö af þeirri einu
/ástæðu, að salan hefir gerð verið
af' þeim fiokki, sem blaðið styður
að málum, hvort sem hann gerir
rét't eða rangt gagnvart þjóðinni.
En svo má nú vera, að Ivögl)ergi
hafi þót't þetta svo smávaxið at-
riði, að það tæki því ekki að
benda lesendumtm á það. Landið
væri farið hvort sem væti og það
væri í eign góðra liberaia, og sá
inaftur þar í broddi fvlkingar, sem
er ná'tengdiir hr. Turiff, er var
aðal land um'boðsmaður Laurier
stjórnarinn'ar á þeim tíma sem
saian var gerð, árið 1903.
En nú viljum vér benda Lögb. á
hneyxii, sem þaö hefir aldrei skýrt
lesendnm sinum frá, og er það þó
sinit stærra en hið fyrra, svo það
er óliklegt mjög, að jafnvel I,ögb.
fái strammað upp nægan kjark til
að verja þáð.
Hneyxii þetta er í því innifalið,
að hr. Theodor A. Burrows, ríkis-
þingmaður fyrir Daukhin kjör-
dæmið, og tengdabróðir upjigjafa
ráðgjafa Siftons, náði á tímabii-
inu frá áriinum 190* til 1904 timb-
urleyíi á rúmlega 478 terh. mílám,
eða 305,920 ekrum lands, fyrir
$49,795, eða i6l/2 cent fyrir ekruna
þetta er óefað það stórfeldasta
þjóðeignarán, sem sögur fara af,
og svo kveður ramt að því, að
núverandi innanríkis ráðgjafi er í
þann veginn aö taka aftur hluta
af þessu landi undir umráð ríkis-
stjórnarinnar, af því það er taiið
bezta og dýrmætasta timinirland
í Vestur-Canada, og nanðsynlegt
að stjórnin fái aftur utnráð yfir
þvi, svo hún geti íengið sér efni í
Viðarbönd undir stálteina Grand
Trunk Pacific brautarinnar. En
svo hefir ráðgjafinn ennþá ekkert
fastákveðdð í þessu. Hann mun
vera að hugsa um, ,hvort betur
muni borga sig fyrir ríkið, að
kaupa landið trl baka eða að
kaupa Trðarböndin af Burrows,
þv> að hann er nú sá eini maður
hér í Vesturfylkjunum, sem hefir
ráð vfir nœgilegu eíni í viðarbi'md
til ‘ járnbrautabygginga og telegraf
stólpa, — jeinmitt fyrir tengdirnar
við Sifton og fvrir það, aft Sifton
nokkurntima fékk vaid til að ráða
yfir ríkiseignunum og sóa þeim á
þennan hátt.
Finst nú ekki Lögbergi ástæða
til að kvarta undan þessari ráðs-
mensku ? Eða hefir það sanufær-
ingu fyrir því, að ríkinu hafi verið
saungjarnlega borgað með 16/
centi fvrir viðartökurétt á hverri
ekru lands, sem hér um ræöir ?
Vér tryðum bezt, að biaðið
þegi málið fram af sér. þaft getur
hvort sem er ekki varift hneyxlift.
Fréttabréf*.
Chicago, 16. júní 1906.
Há'ttV'irti ritstjóri!
Fyrir einhvern misskilnin'g þá
fórst það fyrir, að Heimskringlu
væri fyrri sent héðan dálítið frétta
bréf viðvíkjandi burtför hr. Jónas-
ar Jónssonar héðan úr bænum,
ásamt konu hans ög sonar.
Bins og svo mörgum er kunn-
ugt, þá hafa þau hjón dvalið hér í
Chicago í si. 25 ár, og hinir mörgu
lan'dar ailstaðar frá, setn komið.
haía hingað á þeim árum, hafa
víst flestallir komið á heimili
þeirra og víst undan'tekndngar-
laust borið í brjósti sér er þeir
fóru einlæga ánægju yfir dvölinni
og virðingu fyrir þessum heiðurs-
hjónum fyrir þeirra aiúðleghei't og
framúrskarandi gestrisni, er þau
sýndu öllum jafnt sem heimsót'tu
þau.
En nú hafa þau fyrir 7 vikum
síðan flutt alfarin héft’an til Oma-
ha, Nebr., hvar dóttir þeirra er
til heimilis.
J>ann 29. april var þeim haldið
burtfarargildi af vinum þeirra, og
voru um 70 manns þar saman-
komtiiir, flest alt landar. þamkoma
þessi fór einkar vel fram ; fólki
var skemt með söng, hljóðfæra-
slætti' og ræðuhöldum. þeir sem
stóðu fyrir samkomunni voru Dr.
Ólafur J. Ólafsson og hr. Ágúst
Bjarnason, verzlunarmaftur hér.
Ræðumenn voru þeir Guðmund-
ur Barnes, Sig. Júl. Jóhannesson
og M. C. Brandson.
Við þetta tækifæri var herra,
j Brandson einnig heðinn að ,if-
henda þeirn hjónum gjöf í nafni
íslendinga í Chicago, sem lítínn
vot't um vinsemd og virðin'gu
'geíendanna. Gjöfin var jyrýðisfall-
egur kertastjaki.
1 þessu sambandi má geta þess,
að Mrs. Jónsson, kona Jónasar,
og systir hennar, Mrs. Holm, ætla
báðar að ferðast .norður til Moun-
1 tain, N. Dak., háar bróðir þeirra.
| býr. þaðan ætia þær systur norð-
i ur til Winnipeg til að heimsækja
I systur sína, 3Irs. Jón Clemens.
þær systur búast við að dvelja
rtorðiirfrá framyfir íslen'dingadag-
inn. C.M.B.
PROVINCE OF MANITOBA
Kaup - tilboð_^
A fylkisstjórnarlöndum
Tilboðum í lokuðuno umslögum, um
kaup á fylkislöndam sem
sendist til “The Provincial
Land Commissoner” ogmerkt * Tenders
for Purchase of Lands”, verður veitt
móttaka á þessnri skrifstofu fiam að
kl. 10 f, h. á laugardaginn þann 14. júlí,
1906, um kaup á fylkislöndum i Town-
sbip 11, 12 og 18 í Ranges 9 og 10 austur
af aðal hádegisbaug, sem er fiá 73 000
til 113.960 skrur,
Séihverju tilboði verður að fylgja
peningar eða “marked’' bauka ávísan
fyrireinum tiundahluta af boðnu kaup-
v#ði, og skal það skoðast sem fyrsta
afborgun. — Ávisanirnar séu gerðár
borganlegar til "The Provincial Lands
j Commissioner”.
Engin tilboð sem send eru með mál-
þræði verða tekin til greina, og ekki
heldur verður hæzta eða nokkurt annað
j tilboð endilega þegið.
Söluskilmálar eru sem fylgir: Einn
tíundi niðurborgun og afgangurinn í
9 árlegum afborgunum, með 6% árleg-
um vöxtum,
Landsvæði það, sem hér er boðið,
hefir að mestu leyti góðan jarðveg, og
alt sem nauðsynlegt er að gera til
þess að gera löndin ræktanleg, er vatns
] framræzla.
Til þess að þetta geti orðið gert,
: býður nú fylkisstjóruin lönd þessi svo
að kaupandinn geti fengið myndað
frairræzlu hérað— ‘Drainage District",
—og þaunig gert lö< din með þeim arð-
sömustu I fylkiuu.
Frekari upplýsimrar fásl hjá:
Xj. <t. howe,
Dsputy Provincial Lands Commissioner.
Department of Provincial Lands.
Winnipeg, llth June, 1!I06.
^llomiiiion Bank
NöTRE DAME Ave. BRANCH Cor. hn SL
Vér seljum peningaávísanir borg-
anlegar á íslandi og öðrum lönd.
Allskouar barikastörf af hendi leyst
SPARISJÓDS-DEILDIN
tekur $1.00 innlap’ og yflr osr trefur hreztu
ífildandi vexti, sem le^jast viO ínu-
stwöuféí> tvisvar 6 éri, 1 lok
jánl og desember.