Heimskringla - 30.08.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.08.1906, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA WinTiif>eg, 30. ágúst 1906. | Heimskringla «|* PDBLISHEÐ BY j* The HeiraskrÍDela News 4 Poblish- Ý % H Verö blaösins 1 Canada og Bandar. $2.00 nm 6riÐ (fjrir fram borgað).J Senttil lslands (fyrir fram borgaO af kaupendnm blaOsins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eOa Express Money Order. Bankaávlsanir 6 aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllnm. B. L. BALDWINSON, 4, Editor & Manager #2» Office: 729 Sherbrooke Street, WinDÍpeg T P O. BOX 116. ’Phon«'3512, X «5» "r Heimskrioiila, 30. ágúst, 1906 *‘Það lekur úr hon- um afa! *’ (NiCurlag) Með allri sanngirni getnr nú hver og einn spurt sig að, hvernig á því stand'i, að séra Jóni skuli vera svo ant um “innri missíónar” starfsemi á íslancH, að hann ger- ist forkólfur að vestur-íslenizkum samskotum til eflingar því hnevxl- anlega trúarofsa fargani, — þar sem hann fvrir fáum árum harð- lega andmælti nálega við hvert gefið tækifæri, utan k-irkju og inn- an, trúmálastarfi þeirra bræðra Lárusar og Jónasar sál. Jóhanns- sona, og sem í eðli sinu að minsta kosti að þvi er snerti kenningar Lárusar, var svo samkynja “innri missíónar" starfseminni, að þar má ekki á milli greina. Á þeim ár- um héldu prestar vorir því fram, að sú trúarhreyfing, sem þedr hræð ur vöktu, hefði hindrandi áhrif á viðgang lúterskrar starfsemi hér vestra, og á því var öll mótspvrn- an bygö. Hvað Jónas sál. sérstak- lega snerti, þá var hann blátt á- fram einn aí prestum presbyterí- önsku kirkjunnar, og sómdi í allri íramkomu sinni stöðu sinni vel. En samt Békk hanti alt eins mikla mótspyrmi frá hiterska kirkjuvald- inu hér vestra eins og Lárus bróð- ir hans haföi fengið, og bygða á nákvæmlega sömu ástæðu — að sagt var — þeirri, að starfsemi þeirra meðal íslendinga hér spilti fyrir þvi, að verk íslenzku prest- anna lútersku gæti borið fullan á- rangur, af því að fólkið sundrað- ist og skift'ist upp í ýmsar kirkju- deildir. það var staðhæft með fullri vi'ssu, að bæði presbyterí- anska hreyfingin og eins trúhvatn- ingar Lárusar væru til þess að hindra eflingu islenzku lútersku kirkjunnar hér í landi. Ef þetta var rétt ályktnn á þeim árum, að því er snertir vest- ur-islenzka trúarstarfsemi, er það þá' ekki alt eins víst, að “innri wissíónar” hreyfingin á íslandi sé ekki og geti ekki orðið til þess að efla þjóðkirkjutrúna þar ? Hvaða sönmin hefir séra J.B. fyrir því, að kirkjuvaldið á Island'i sé með- mælt starfsemi “innri missíónar- itinar” þar heima, þótt svo sem kúgildi af kerlingnm hafi gabbast látdð til þess að rita eða leyfa að rita nöín sín undir betliskjalið, er sent var hingað vestur ? Eða er nú séra J.B. i elliærslum sínum orðinn svo mikill triiarlegur ‘‘back slider”, að hann vísvitandi sé far- inn að vinna að eyðileggingu sirm- ar eigin kirkjutrúar með því aö efia þá hreyfingu, sem í eðli sinu er svo va'.xin, að hún getur engin styrkjandi áhrif haft á lútersku þjóðtrúna ? Ef það var rangt af brezkum presbyteríömim hér að skifta sér af trúmálum Vestnr-íslendmga, er þá ekki alt eins rangt af dönskum trúarofstækismönnum, að skift'a sér af trúmálum Austur-íslen'd- inga, sem, að þvi er vér frekast vitrim, eru í engri niðurlægingu eða afturför, — nema ’ef það er tal in afturför, að trúin á eilíft steikj- andi víti er heldur að dofna eítir því, sem mentun vex og hngsun þjóðarinnar þar heima þroskast ? Kða er sú vítistrú svo nanðsyn- legt sáluhjálpar skilyrði, að það sé safnandi fé til þess frá löndum vorum í tveimur heimsálfum, að balda henni við? Og ef viðhald slíkrar trúar er nauðsynlegt sálu- hjálpar skilvrði, væri þá ekki séra Jóni nær, að rækta betur sinn eig- in vingarð með þvi að annast um vítistrúarlega sáluhjálp þeirra viltu sauða í hans eigin sö'fnuði, eða söfmiðum, sem alls ekki trúa á bókstaflegt brennandi, eilíft víti ? Og enn má spyrja: Er nokkur óyggjandi sönnun til fyrir tilveru þess staðar, í þeirri mynd, sem hann er af kirkjunnar þjónum upp- málaður ? Að vísu vitum vér, að á slíkan stað er minst í ritning- unni, á svo sem 34 stöðum. En enginn þeirra færir neina óyggj- andi sönnun íyrir því, að þar sé um annað eða meira að ræða, en skáldlegt hugmyndaflug — niður á við. En vilji nú séra Jón í alvöru halda því frarn — og það er síst fyrir að synja, hvað maðurinn i sínu núverandi sálarástandi kann að taka fyrir að gera — að til sé það víti, sem biblían boðar, þá fer að verða fróðlegt að athuga hverj- ir það eru, samkvæmt þeirri sömu bók, sem þar eiga sér visan bú- stað eftir dauðaun. Hið opinber- aða drottins orð, eins og það lak úr penna Páls postula í I. Kor. bréfi, 6. kap., 9. og 10. v., tiekur af öll tvímæli i því efnd. þar eru taldir vissir flokkar karla og kvenna, sem ekki þurfa að vænta sér neins góðs eftir dauðann. Sum- ir þeirra segir hin helga bók, að ekki skuli erfa guðsríki, og aönir mega ekki takast inn i söfnuð drot'tins. þessir eru útskúfaðir: 1. Óréttlátir, 2. Frillulifismenn, 3. Skurðgoða dýrkendur, 4. Hórdómsmena, 5. Mannbleyður, 6. þjófar, 7. Ásælnir og ágjarnir. 8. Drykkjumenn. 9. Orðbákar (klæmskir). 10. Ránsmenn. Engir þessara 'tíu flokka segir postulinn að mund erfa guðsriki. það virðist því Ijóst, að ekki sé sanngjarnt að leita til þeirra til fégjafa til eflingar “innri missíón- inni eða annarar slikrar starfsemi. því að sjálfir geta þeir ekkert gagn haft af þeim útlátum, hvorki íyrir sjálfa sig, né heldur fyrir mikinn hluta þeirra, sem kvnnu að hjálpa til að eyða fénn, — þar eð engin sönnun er fyrir því fengin, að í söfnuðum “innri missíónar- innar” sé ekki eða framvegis verði heill herskari af þeim náungum, er hevra undir einhvern af þeim tíu framantöldu flokkum. En svo eru og aörir flokkar, sem ekki eiga upp á háborðið í söfnuði drot'tins, og mega þar ekki inn- ganga. Svo sem: óbyrjur, gelding- ar og óskilgetnir. Kngir þessara mega 'tflheyra söfnuði drot't'ins. það væri því tæpast réttlá't’t, að ætlast til þess, að þessir flokkar legðu mikið af mörkum til efling- ar þeirra safnaða. Og þegar nú allir þessir flokkar eru undanþegn- ir framlögnm til hinna heilögu, þá munu margir hyggja með Heims- kriwglu, að all vandfundnir verði þeir menn, sem siðferðislega sé heimtandi af fé til eflin'gar því málefnd eða ríki, sem þeir eru, með bókstaf •biiblíunnar, útilokaðir frá að geta átt nokkra hlutdeild í. Og svo eru ríkismenn eða aiuð- menn. Að visu er þeim ekki bann- að að vera í söfnuðum, og ekki tekið fram, að þeir kunni ekki að geta þrengt sér inn i guðsríki. En hægra á þó að verða fyrir úlfalda, að skriða' gegn um nálarauga, og berlega er það tekið fcram, að sá riki sé “seKur helvítis elds”. Y firk-itt má segja, að bókin helga sé þrungin bannfæringnm spjaldanna á milli, svo að ef nokkru orði hennar er að trúa, þá verða þeir undra fáir, sem himn- eskan bnstað hreppa eftir þetta lií, því víti bíður gaj>andi eftir öllum þorra fólks, jafnvel börnum og brjóstmylkin'gum, sem látin verða líða fyrir feðranna ranglæti, hversu saklaus sem þau sjálf eru. það sýnist því harl 1 lit.il :n.uð syn eða ástæða til aó þurmjólka fólk vort bér vestra pciiinga’ega til syndalúkning.vr sér eða öðrum því þeim er bústaður íynrfi.im á- kvarðaður í neðri bygðir.ni, — al- gerlega ókeypis. Alt þetta verður séra J.B. að játa, því vitanloga getur hann ekki staðið sig við, ao aím ha guðs opinberaða orði. Kn það orð bendir ótvírætt til þe«í, ið eugar peningagjafir megni aö breyta á- kvæðum forlaganna. -------4-------- Mótlætið. það fiurðaði marga á því, nfí i síðnstu rík'skosningum voru {itir áflir, und'antckningarlaust, liberal- ar, scm Nova Scotia sendi til rík- isþingsins. Vitanlega vissi þjóðin, að bygging Grand Trunk Pacific brautarinnar, ásamt með ýmsum opinberum verkum, sem rikissjóð- urinn borgaði fyrir, ártti mikinn þátt i þeim úrslitum. Kn þó var það álit einnig mjög alment, að einhver leynimeðnl hefðu notuð verið vtð þær kosningar, sem gerðu þær svo einhliða. Og sönn- un fyrir því, að svo hafi veriö, er nú þegar framkomin. Fjármála ráðherra Fielding, sem áður var forsætisráðherra i Nova Scotia, er einn af þeim þingmönn- um þaðan, sem óleyfileg meðul befir notað til þess að ná kosn- ingu. Hann var nýlega dæmdur úr ríkisþingsæti fyrir svik, sem beitt var í kosningu hans þar í fylkinu. Tvö hundruð niutíu og átta kær- ur voru færðar móti kosningu h’ans, en flestar þeirra reyndust ó- nógar til að sakíella hann. Átta af kærunum voru þó svo heim- færðar, aö dómarinn, sem málið rannsakaði, gat ekki komist hjá, að dæma herra Fielding úr sæti. þessi dómur er eitt af því mjög svo marga, sem sýnir ljóslega, að Ivdberalar eru ekki eins pólitiskt skírlífir og löndum vorum hefir á liðnum árum verið talin ttú um, að þeir væru, og það » r ekk: cin- göngu tiltrúin, sen þióðin lær til þedrra, sem orsakar það, að pc-ir eru við völddn hér í ríkinu. í þessu tifíelli er sýnt, að sá maður hefir um sl. tveggja ára tírna verið látinn ráða toll og fjár málum þjóðarinnar, sem alls ekki var kjörinn þingmaður samkvæmt landslögum, beldur keyptur í sæt- ið. Að sjálfsögðu má búast við, að herra Fielding verði endurkos- inn og baldi áfram starfi simi, sem fjármálastjóri. En óafmáanlegur bletlur er það samt á Ld’beral flokknum, að kosn- ing þessa manns var unnin með prettum. ------4------ Bending til fiskimanna á Winnipeg vatni. Nokkrir menn, er fiskiveiöar og fiskikaup stunda við Winnipegvatn hafa lá'tið þá skoðun í ljósi við oss, að það væri all-mikið hag ræði fyrir þá og alla, er hlut eiga að máli, að fiskur, fluttur norðan af vatni og þá einnig úr nágremi- inu, gæti komist á eimlestina á GIMLI NESTA VETUR, en þyrfti ekki að flytjast suður á Winnipeg Beach, sem er fullum 10 mílum lengra. Kostniaðarauki viö þann flutning með Lestum mundi lærða hér um bil $12 á hverjum 100 fisk-kössum, sem sparast að miklum mun, yrði fiskurinn látfnn á eimlestina á Gimli. það er enginn efi á því, að menn þessir, er beðið hafa oss, að vekja máls á þessu í biaði voru, hafa 'mikfð til síns máls, og getum vér ekki betur séð, en að beinasti veg- urinn til að koma máli þessu í framkvæmd, sé sá, að fiskimenn sjálfir geri þannig lagaöa samn- inga við félög þau, er þeir selja fisk sinn, að þau skirldbind'i sig til að taka á móti vörunni á Gimii. Og þet'ta ætti ekki að vera ógern- ingur fyrir nefnd félög. Duga mundi, að hafa einn mann þaT, er tæki á móti og viktaði fiskin'n' ; hafa “kör” þar til staðar, er láitia mæt'ti fiskinn á jafnóðum og hann kæmi, og mundu þeir me«i, eir fiskinn flytja, nanmast telja eftir sér, að ljá hönd •til þess, að koma honum í “körin”. Enda gætu eig- ehdur fisksins gert það að skilyrði um ledö og þeir veittu þeim vinn- una. Enginn efi er heldur á því, að af þessu fyrirkomulagi leiddi hlunn- indi fyrir Gimli bæ. Winnipeg Beach og Selkirk eru sönmm fyrir því, þótt hvor sé á sinn hátt. Vera má, að einhver húskofi væri nauðsynlegur fyrir þessa fiskitöku, en þar sem vér hof im heyrt, að í öllu falli einn fiski- kanpmaður ætli að hafa hús á Gimli næsta vetur í þessum til- gangi, þá ætti það einnig að vera gerlegt fyrir fleiri. Að öðru leyti höfum vér ekki rrteira um mál þetta að segja, síst nú í svdpinn. Vér vildum að eins verða við ósk viðkomenda, að vekja máls á því, enda virðist oss, eft'ir hhi'tarins eðH, að það kotni mest til þeirra kasta, að hrinda máli þessu í rétt horf, nefuilega að gera þetta að einu ákvæði í samningum sínum við fiskfkaup- íélögin. Svona hagræði fæst bezt komið til feiðar með samrtökum fiski- manna, sem rætt geta málið heima í héraði og sent svo nefnd á fcund fiskikaupa félaganna, til að semja við þau um fiskdtökuna. Fengist því komið til leiðar, að Gimtí yrði gerður að almennri fiskikaupstöð, þá yrði það svo mikill hagur fyrir verzlun þorpsins að þeim tima og tilkostnaði væri vel varið, sem gengi til þess, aö fá þessu komið í framkvæmd. Fiskdmenn ættu að athuga mál þetta vel og vinda bráðan bug að framkvæmdum í því. Nokkur aðsend orð um | Islending'adaginn Herra ritstjóri! Af því að ég var staddur í Win- nipeg á Islendingadaginn síðasta, eins og þú, ef til vill, manst, og at því, að ég hefi verið spurður svo margra frétta af þessari aðal- þjóðarsamkomu okkar Vestnr-ls- lendinga, síðan ég kom heim, að ég er orðinn hál'fieiður á, að svara þeim öllum, þá ætla ég nú að taka það ráð, að svara öllum komnum og ókomnum spurningum hér í einu, gera íáeinar athugasemdir frá sjálfum mér og biðja svo Heimskringlu að bera þetta alt til fesenda sinna. Fyrst skal ég þá byrja á veör- inu. Úttít var ail-skuggalegt fyrst tim morguninn, en réðist vornim betnr, og mátti veður kallast hið ákjósanlegasta ailan daginn. Að telja upp skemtanir þær í röð, er um hönd voru baföar, er þýðingar- lanst, því það hafa blöðdn þegar gert. Stjórn dagsins fór mjög mvndar- lega úr hendi hjá hr. S. B. Brynj- ólfssyni, enda er hann skörungur talinn. það sem mig fýsti mest að njóta og einkum hafði mig upp að beim- an, var: hin tilvonandi ræðuhöld og söngurinn, er auglýsfeur var. Ræðurnar þóttu mér allar liðleg- ar, en mest “táp og fjör” sameim- að fullkominni alvöru fanst mé*r í ræðu hr. Jóns frá Sleðbrjót. Á- samt fölskvalausri ást á Islandi, skein einnig út úr þeirri tölu hin nákvæmasta viðleitni á því, að gera öilum stjórnmála flokkum og svo einstökum mönnum flokkanr. i jafnt undir höfði ; draga fratn t.ið góða, er h a n n (ræðum.) áleit, að hver þeirra hefði til að hera ; gera öllum rétt til, og er _si’k t virðdngarvert, en ekki mjög al- ment. Annars virðist mér vel' við eiga, að Heimskrmgla færði les- endum sínum allar ræðurnar, svo ]>eim gæfist kostur á, að sjá og dæma líka, þvi “sínum augum lít- ur hver á siífrið”. þá kem ég að söngnum. ívg hafði séð auglýst, að íslenzk- i r söngvar (lög) yrðu sungnir, og þótti mér vænt um, að eiga von á að heyra þar edtthvað, sem ég þekti og bæri, ef til vildi, ofurlítiið skynbragð á. Og von mín brást alls ekki. Flokkurinn virtist mjög vel æfður, sem auðvitað er eitt aðalskilyrði fyrir góðum söng, en ekki e i n h 1 í t t. Fyrst var snng- ið “okkar gamla veizlulag” Hvað er svo glatt, o.s.frv., og fór vel. þar nœst var sungið ‘‘Minni ís- lands”, undir lagi eftir Jón söng- fræðing Friðfinnsson. ]>að lag heyrði ég þá í fcvrsta sinni og féll mér það mikið vel þá 'þegar, og því betur, sem ég hefi heyrt það oftar síðan, því nú hefi ég eignast bók hans. þaö á líka að öllu sam- anlögðu, vel við textann, er það var notað við. Tvö önnttr lög eftir íslendinga voru þar emnig sungin. Annað, hið alkunna lag Sv. Svein- björnssonar: “ó, guð vors lands”, og þarf ekki mörgttm orðum um það að fara ; lagið er í sjálfu sér tnikið fallegt, enda Kefir þaö hlotið almennings hylli. Meðferð flokks- ins á því var góð, tn betur fí.nst mér honum takast á summn cCr- um lögum, er siðar munu nefnd. J Hitt lagið, af íslenzkri rót runnið, er eftir Jónas söngkennara Páls- son, við texta eftir Guðm. Guð- mundsson, er byrjar þannig: “Fram til fjalla”. Af því lagi hafði ég mesta skemtun alls þess, er sungiö var, og mttnu orsakir að því tvennar. Fyrst: að mér féll lagið mæta vel, og, i öðru iagi: ég hafði aldrei heyrt lag þetta áð- ur, og hefði því vel getað heyrt það tíu sinnum, ett enginn, er ég át't'i tal við ]>eirra, er í krin'gum mig sátu, gat frætt mig um höf- und lagsins ; ég frétti þaö fyrst d'aginn eftir. Lagiö er bráð-vel samið, hæði viö textann, sem því er ætlaður, og að raddsetning, og er ekki mikill efi á þvi, að það verður vinsælt, komi það fyrir al- menningssjónir, ekki síst hjá þeint, er got't skyn bera á slíkt. Kinnig var ég svo heppinn, að þar var stmgið eitt af mínum mestu uppáha'fd.s lögum. I.agið tr svenskt, efctir O. Idndblað, við texita, er byrjar þannig í islenzkri þýðing: “Heyri' ég belja fossius fall". það lag fór prýðis-vel ; svo vei, að ég hefi alls einu sinni h.yrt það jafnvel leitt og jafnvi;l sungið; en þá sungu Svíar það á Iiljóm- þýða söngmá'limt sírni og höfund- arins. Alls voru sungin sjö lög. úm söngstjórn hr. Jónasar Páls- sonar er þaö að segj.t, afi hún »v.r betri, enda all-mjög með öðMim hæt'ti, en áður hefir ttðkast '.n'ð i s 1 e n z k u m söngstjórum — meira hérlend en íslenzk, — og er ekkert út á það að setja, og þó hevrði ég einn mann fera það hon- um til foráttu, að hanti hefði of mikla “likamstilburði”. þetta er misskilningttr, og skal reynt að iæra rök að, að svo sé. Ef maður gæti og vildd hugsa sér ósýnilega hljómstrengi, jaín- marga og meðlimir söngflokks eins væru, og einn strengur hefði 'aðra endastöð sína á hverjum söng- manni, en allir væru þeir tengdir á hinum endanum á söngstjóranum, þannig, að hann gæti gegnum þá spilað, ef svo mætti að orði kom- ast, á bxern meðlim söngflokks- ins, þá mundi góðum söngstjóra takast vel, að láta hver ja rödd koma fratn í nákvæmu samræmi og hlu'tfalli, eftir vild hans. En þar sem þessir strengir eru aðeins ímyndaðir, en eiga sér ekki stað í rattn réttri, v e r ð u r söngstjór- inn að leiða og spila á flokkinn með líkama og s á 1, og þ á framleiðir hann fvrst góðan söng og sýndr góða stjórn, og einmitt þetta tvent virtist mér hr. Jónasi Pálssvni takast betur en vanalega gerist meðal landa bér, að öllum ólöstuðum ; svo einmdtt það, sem verið var að finnn að, er bæði kosttir og n'auðsynlegt hjálparmeð- al vdð söngstjórn. Eg fer dálítið itarlega út í þetta atriði af því, að ég hygg, að ltér hafi verið um þekkingarskort að ræða, en ekki óv'ildarhug. Að endingu læt ég þá sannfær- ing mín í ljós, að þessi ís- lendingadagur bafi i heild sinni tekist betur, en nokkur sá íslend- ingadagur, er ' 4 ltefi áður \ criö á, og haldi það áfram að hann halni með ári hverju, sem margt niælir með, að hann ætti að geta geit, er enginn efi á því, að sá dagur g e t u r orðiö tii þess, ásamt fleirn, að hefja oss í angum hér- lendra manna, og að þ v í ættu þó all'ir sannir Islendingar að stuðla, þvi þaÖ er sameiginlegt mál vor allra og það ekki lítils- varðandi. það er þvi ekki sjáan- legt, hvað geti verið því til fyrir- stöðu, að a 1 1 i r íslendingar tœku þöndum samau um þenna eina dag á árinu til þess, að gera bann sem tilkomumestíin og þýðingar- mestan f\TÍr hinn islenzka þjóð- flokk vestan hafs. GESTUR. ---------------- Þríyrða J)ýðingin •það hefir dregfst lengur enn þurfcti, að minnast þýðinga á orð- unum þremur, sem Heimskringla bað skýringar á fyrir nokkru síð- an. þaö er fljótast að segja, að fvrsta orðið “embalmer” er ekkert annað á ísfenzku en s m y r j - a n d i. Sagnirnar s p y r j a og s m y r j a ganga eins. Yrfir þann, sem spyr, brúka allir spyrjandi, og hefir aldrei þótt ljóður. Yfir þann, sem smyr lík eða hræ er sjálfsagt að brúka orðið smyrjandi. Kr það málfræðislega rétt og samkvæmt eðli máls og hugmyndar. Ná, lík, skrokk eða hræ má skeyta fcraman við smyrjandd, en þess þarfc öld- ungis ei viö. — Ég held, að smyr- ill sé ekki rétt myndað af sögn- inni s m y r j a. Að minsta kosti höfnm við ekki “spyrill” af sögn- inni s p y r j a, en s p tt r u 1 1, og það lýsingarorð, en ekki naínorð. ‘•‘Násmyrill” myndi verða aö þýða náhrafn, vegna þess, að smyriil er fugl. Kn hugmyndin og þjóðsögur um náhrafna er all þekt á meðal þjóðarinnar. Orðið “grafcter” er fcjárglæfira- maður ;• maður, sem stelur frá þjóðinni, venjuiega með hjálpsemi þeirrar stjórnar, sem að völdum situr. Eg hefi kallað þess háttar menn þjóðætu, og þann' félagsskap þjóðætnHð, t.a.m. í Brávallarrím- um: • L'ífs né dauða gefst ei grið, Gín til beggja banda Jjjóðætur og þjófalið, þar á verði standa. ísfenzkan á tæplega orð, sem er nógu langt, breitt og djúpt yfir atvinnu og svikaferil þessarar þjófategundar. Mun örðugt, að mynda það orð, svo vel fcari. Kkki bið ég neinn, að taka upp þetta orð þ j ó ð æ t a, nema þeim sýn- ist. Orðið “sca'b” þýðir þann mann, sem teknr sætd verkfallsmanns eða fjarverandi. Rétt þýðing er því “atvinmi andskoti”. Kn nú er kirkjan búin að 'bæta því nafnd við myrkrahöfðingjann', og þykir flest- um nú óviðfelddð, að brúka orðið um menn. t eöli sínn þýðir það ekkert annað «n mótstöðumaður, andstæðingur. Kdda hefir orðið tíðar um menn, sem fylgi for- manni eða félagsmensku. það orð á vel við þá hugmynd er l'‘scab” táknar. ‘‘Skabs" veita lið fél., er verkamennirnir gera kröfu til, sem verkfallinu olla. “Soab” þýðir and'liði', fleirtalan andtíðar, en fé- lagsdei'l'dirnar andlið. það er stutt og liðugt og eigi grófgert. Með þvi að bæta a n d framan við liða, þá er merkingunni náð á kurteis- an og málfræðislega iét'tan hátt. það verða óefað margir nógtt lærðir í málinu, eða réttara sagt ensku og íslenzku, að koma með einhverjar þýðingar, og ætla ég því ekki að eyða meiri orðum um þessar þríyrða þýðingar. Njótd hver sem notið getur, en nuddi hinir, málfræðina magni i vetur málsins vinir. K. Ás(j. Benediktbson. Áhrif skapsmunanna á heilsuna. Að sólarljósið, hreint loft og önnur líkamleg þægindi hafa styrkj andi áhrif á heilsuna, er alment viðurkent, en séu skapsmunir vor- ir í ólagi, er heilsan, samt sem áð- ur, ekki góð. Kigi maður að vera fullkomlega bervæddur til þess að ganga út í lí'fsbardagann, verður að kosta kaipps um, að skapsmunirnir séu í jafnvægi. Ailir vita, hve ný-vakin von um uppfylHng þráðra óska breytir útliti' og framkomu manna. Göngu lagið verðnr léttilegra og fjör- meira, og það er eins og nýtt lífs- afl streymi gegn um Hkamann. Og hversu mikið getur ekki eitt vin- samlegt orð, ein einasta ujiphvatn- ing, l'jú'fmanniega látin í té, hrest og styrkt þann, sem er að láta hngfcallast i baráttu lífsdns ? Hin- um mædda manni finst sem ekki að eins sál hans, heldur einnig lik- aminn hafi varpað af sér þnngri byrði. Hver sá maður, sem er of- þreyttur af andlegri eða líkam- legri vinnu, þarfnast bæði líkam- legrar og andlegrar hressingar. Og þ;ið er enginn hlutur, sem ræðst eins óvægilega á taugakerfið sem það, að þurfa ætið að standa á verði gegn einhverju óþægilegu, er aö hendi geti borið ; aldrei að vera óKultur fyrir særandi orði, fyrir andlegri nálstungu, móðg- andi samræðu o. s. frv. Anuað- hvort svara menn þá í bræði, og gara þannig stundum “ilt verra”, eða ’þeir glevpa þegjandi hinar bi'tru “pd'llur”. lín hvorttveggja verkar jafn eyðileggjandi á tauga- kerfið. Gamalt máltæki segir, að þessi eða hinn sé “gulur af öfund eða óánægju”, og víst er þaö, að þar sem hdnar óæðri hvatir ná taum- haldi yfir mönnum, frá þeim hin- um sömu mönmnn flýr gleðin og heilbrdgðiu', og ráð latkna fá enga bót rá'ðið. Að mikil hræðsla geti hafct danðann i för með sér, • er margsannað. En þar sem þar á móti eining, fölskvalaus ást og skynsemi sitja að völdnm, þar sem hver hjálpar öðrum til að bera byrðin'a, sigra mótlætið og {ireis'tingarnar, þar sem hver leggnr fram það bezta, sem h-ann á til, hinum til huggnn- ar, gleði og hressingar og aðstoð- ar í lífsbaráttunni, þar komast tík- ams og sálar kraftar í jafnvægi, þar tvá þeir fullum þroska og njóta sin. Menn — allir menn og allar kon- ur — ættu þvi að kappkosta, að vera, að minsta kosti, mannúðleg- ir, ljúfir og glaðir í umgengni hver við annan, þótt þeir ekki geti lát- ið aðra hjálp í té þeim, er að ein- hverju leyti eiga hágt. þ a ð kost- ar enga peninga, en getur verið afar-þýðingarmikið undir vissum kringumstæðum, eins og sýnt er hér að framan ; getnr jafnvel á stundum haft bætandi áhrif á gjörvalt líf eins eða fleiri manua, og er það ekki þýðingar- lítið. pað er ekki dæmalaust, að eitt vinsamlegt ávarp og hughreyst- andi, Kefir bafct svo mikil áhrif, að ungmenni, sokkin niður i alls kon- ar eymd og spilling, hafa ekki að eins hafið sig upp úr spilling og vonarvöl og orðið nýtir menn, heldur jafnvel stórmenni, og er þá sannarlega ekki “til ednskis að ver- ið”. Látum oss hafe þetta hugfest. Þjóðeign talþráða Hon. Colin H. Campbell, sem nýlega er kominn heim úr Kng- landsför sinni, fórust þannig orð við fregnrita einn hér í bænum, er spurði hann um skoðun manna á Knglandi viðvíkjandi þjóðeign tal- Jyráða: “Bnezka stjórnin hefir leitt til lykta sjtursmálið um þjóðeign tal- þráða á þann hát’t, að hið opin- bera eigi og stjórni þeim eft'irleið- is. Talþræðir eru þar skoðaðir sem þj öðnau ðsy nleg áhöld og stjórnin áfeit, að slík áhöld ættu því að vera í hennar höndum, en ekki í höndum einstakra félaga. Almenningseign slíkra tækja er mjög ínikils virði, og skal ég gefa yður sláandi dærni uppá það: fig var stafldnr í Grenock og mér lá á að tala við mann í Glasgow, og undir þjóðeigna fyrirkomulag- inu kostar þetta einn penny (2c). Stjómin brezka hefir þegar kevpt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.