Heimskringla - 01.07.1909, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.07.1909, Blaðsíða 4
1118 4 WINNIPEG, 1. Jfll/Í 1000. HEIMSKRINGCS Að byggja upp og rífa niður. (Eftir R.E. í Kringsjaa IV. hefti 28. febr. 1899). I>að, sem festi dýpstar rætur hjá mér, þegar ég hafði lesið “Paul Ivange og Thora Parsberg’’ eftir Björnstjerne Björnsson var það, að sjá muninti á milli þeirra, er byggjti upp, og hinna, er ríía nið- ur. Sorgarleikur þessi sýtiir oss mann, er hefir löngun, hæfileika og vilja tdl þess að byggja upp og ba-ta lífskjör nokkurs hluta mann- féfagsins, en fær þó að lannttm, að flokkur sá, er hann vildi vinna fyrir, er glaður yfir þvi, að geta eyðilagt hann, og troðið hann nið- ur í sorpið. Og þessi maður verður að engu, af því hann er of viðkvæmur og of andríkur fyrir það fclag, er hann lifir í. Ilann vantar það þrek og þá kuldabrynju, sem allir þurfa að hafa, er að almennum málum vinna. Ilann lifir að eins til að gera vel. Að skaða nokkurn mann eða særa, deftur honum ekki i hug. það er því alveg í samræmi við eðlisfar hans, að hann ver gamlan stjórnarformann, er hefir farið svívirðilega meö sjálfan hann. “Eg trúi ekki á gagnsemi hegn- ingarinnar”, segir hann. “Eg vil að eins ganga mína beinu braut á- fram ; það er mitt mark ogmið! ” Annar maður í leiknum heitir Árni Kraft. Hann er líkur Paul Ivange, en það skilur þá, að Árni er nógu kaldur og þrekmikill til þess að vilja ekkii s|na miskunn, er heitir Skálkaskjól. Ilann sér það, að viðkvæmnin blindar augu vinar hans, svo hann sér ekki hið ódrengilega í fari stjórnarfor- mannsins, — sér ekki, að það er þröskuldur á vegi fyrir góðum framförum, og að þessum þrösk- uldi verður að kippa á burtu. Hann sér, að hér er um siðferðis- legt eitur að ræða, er getur gagn- sýrt alla þjóðina og gert ómetan- legt tjón. í skemtisölum Thoru Parsberg sýnir höf. aftur mann með ólíku eðlisfari og þá Pattl Lange og Arna Kraft. þeir eru gagnteknir af eyðileggingarandanum. Svo er að sjá, sem það sé skdðun Björn- stjernes, að hjá oss Norðmönnttm sé í hnignun það afl, er vill byggja upp. Hann l«£tur Arne Kraft segja, að svo líti út, sem vér séttm altaf að líkjast vetrinum. Oss vanti holla ávaxtarsemi af verkum vor- um og framkvæmdtim. Vér séttm líkastir mönnum, er alt af séu að höggva ís. Og það sé efiaust svo. ■Vér eigum við mikinn andlegan kulda að stríða, er heftir vöxt og viðgang nýrra og góðra fram- fara. 1 hinu norska þjóðeðli á efal sýkin djúpar rætur. Verið gettir, að svo sé hjá fleiri þjóðum, en hjá oss er það þeim mun hætttilegra, af þvi, að þar er samfara sterk vanafesta. * ) Vér viljnm helzt láta alt vera eins og það var. Og þeg- ar við þá löngun bætist tilhneig- ingin að rífa niður alla nýbreitni, þá veldur það miklum erfiðleikttm *) Hvað myndi hann segja ttm oss íslendinga ? þ ý ð. fyrir þá, er vilja býggja upp eitt- hvað nýtt og nytsamt. En þessi andlegi kuldi er að eins á yfir- borði þjóðlifs vors. Inst og dýpst í þjóðeðlinu eru hlý hjartaslög og framgirni, en þær eru eins og í ís- hulstri, þessar tilfinningar. Og þó hægt sé að þýða ísinn utan af þeim, þá verður að hlúa að þeim nákvæmlega, svo hin andlega ís- húði safnist ekki aftur, og þrýsti hlýleikanum niður í kaldadýpið. það er eins og hin norska þjóð sé runnin af hinu hlýja Suðurlanda eðli, en kuldinn norður hér og hin hörðu lífskjör hefðu lagt þéssa ís- skán ýfir hitadjúp hins hlýja þjóð- eðlis. það er ekki tilgangur minn, að útskýra nánar þetta rit Björn- stjerne, né fullvrða, að hann hafi skrifað það til að sýna mttninti á þeim, er byggja ttpp og hinum er brjóta niðttr. En ritið sýnir ljós- lega mtininn á þessu tvennu, og er vel þess vert, að leiða að sér at- hvgli vora. það er, siðferðislega séð, afar á- ríðandi, að gera sér ljctst, hvbrt mannleg starfsemi á að hneigjast meira að því, að byggja upp eða rífa niður, hvort htin á að megna að skapa nýtt, eða eyðileggja hið gamla, og hvort hún á að stefna að fttllkomnun eða fordæmingu. Náttúran, sagan, samvizkan er einróma í því, að meta meira þá, er byggja ttpp, en hina, er rífa niö- ur. það er að vístt ekki hægt að neita því, að mörg verður eyði- leggingin af náttúrunnar völdum. En ekki er þó heldur hægt að sanna, að það sé aðalatrið nátt- úrttlaganna, að eyðikggja. Vér getum oft ftindið, að náttúran eyðileggttr að eins til þess að hið góða geti þroskast og borið á- vöxt. það eru að eins hinir skap- andi kraftar, er stjórna alheitns- eðlinu, og tilverustríð, er stundum velpur eyðileggingu, er sömu lög- um háð, hið illa í því eyðilegst, til þess hið góða geti þroskast. Náttúran notar sérhvert tæki- færi til þess að skapa nýja krafta. Hún skapar alt af aýjar og betri myndir, og framleiðir hærri og göfugri hæfileika í lífinu. Fnll- komnun, en ekki eyðilegging, er markmið hennar. Sama má sjá aí sögunni. Auðvitað koma þar fram menn, er gera eyðilegginguna að aðalstarfi sinu. En oftast má sjá, að það, sem þeir rífa niðttr, greið- ir að lokum götu snillinganna, er byggja upp á eftir. En mannkvnið getur aldrei dást eins að þeim, sem rífa niöur, og hinttm, er byggja ttpp á eftir, hvað miklar á- stæður, sem evðileggingin sýnist hafa að styðjast við. það gustar napurlega af þeim, er alt af vilja eyðileggja. þeir lama huga vorn í stað þess að hressa hann og hvetja Sálin og hjartað finna enga fró í verkum þeirra. þess vegna er það, að sólgeislar sögunnar stafa frá mönnutn, er reist hafa hið fallna úr rústum. Ahrif þeirra hita mann kyninu og vekja fjör þess og dáð. Og dómur sögunnar er hér réttur. það er miklu erfiðara að byggja upp en brjóta niður. það þarf miklu minnj menn til þess að veita banasárið gömlttm og úrelt- um skoðuiíúm og hálfhruninni fé- lagsskipun, heldur enn að reisa það við með nýjtim krafti. Til að fella þarf ekki nema skarpleika, haturgirni og biturleik. Til að reisa við, þarf snild og trú og mannást. er haldist í hcndur. J>að er atiðveldara, að sjá agnú- ana á því sem er, heldur enn að uppgötva duldar rætur, er geti borið ávöxt. Sá, er byggir upp, verður að levsa bundin öfl úr læð- ing og draga fram möguleika, sem duldir eru. Sá, er rífur niður, þarí ekki annað en setja út á það, er blasir við allra þeirra augum, sem nokkuð vilja gerskoða hlutina. þeir, sem byggja upp, vinna sjálfum sér ódauðlega minningu, því áhrif þeirra lifa eftir þá,hvetja og lífga kraft hinnar komandi kyn- slóðar. Nöfn þeirra gleymast ald- rei, og verða því alt af til þess, að lýsa eftirkomendum á rétta leið. En minning þeirra, sem rifa nið- ur, hverfur eflaust með þeim sjálf- um. þau verk vor, er færa oss sanna sælu og ánægju, eru þau, er vér vinnum að því að byggja tipp, en ekki hin eyðileggjandi verk. álér finst annars naumast hægt að htigsa sér þann mann, er ekkert vildi annað starfa en rífa niðtir, — annaðhvort hlyti hann að vera samvizkulans, eða allra manna vansælastur, — því sú hugsttn og þaui verk, er eingöngu miða til þess að eyðileggja, verka ekki ein- ungis umhverfis oss, heldur einnig inn á við á sjálfa oss. þau drepa beztu hvatir mannsins, en skapa honum tómleik og ósamræmi í lífi hans. En það gagnstæða á sér stað hjá þeim, er byggja upp. þeir bæta það sem umhverfis er, og verða við það betri menn. Eyði- leggingarnautnin vekttr alt það versba í mannssálunni. Löngunin til að bæta, knýr fram öll góð öfl í henni. Vér ættum því nákvæm- lega að athuga, hvert störf vor stefna, hvort sem þau ertt í vorar eigin þarfir eða almenningsþarfir, gæta þess, hvort vér með þeim rífum niður eða byggjum upp. Ef vér verðum varir við löngun hjá oss til að hæða alt, sem nýtt er, ef vér ætlum öllum illan til- gang í verkum þeirra og áform- um, ef vér reynum að finna allar mögulegar og ómögulegar hliðar á tnönnum og málefnum, en gleym- um jafnan góðu hliöunum, þá get- um vér verið vissir um, að vorar betri tilfinningar hafa liðið skip- brot. Og þegar slíkum tilfinningum slær sarnan við allskyns vonbrigði, er vér verðum fyrir, þá þróast af því það afl, er eyðileggur hinar beztu taugar vors atullega lífs og andar frá sér ísköldum blæ, svo langt, sem áhrif vor ná. Ef vér viljum styðja lífsins lögmál, en ekki vinna á móti þvi, þá verðum vér að beita öllum vorum kröft- um að því að byggja það upp. Vér verðum að reyna að gera lifið í kring um oss réttlátara, hreinna og ánægjulegra. Vér verðum all- staðar að leita að rótum hins góða, og reyna að græða það upp. Vér verðum að vinna alt af mann- úð, en ekki hatri né biturleik. í eðli voru felst aíl, annaðhvort til þess að byggja tipp eða rífa niður. iVér höfum eyðileggjandi á- hrif á lærisveina vora og börn, vitii vora og starfslýð, ef vér bit- nm oss fasta í alt, sem þeim er miðtir gefið og hlægilegt er við þá. En áhrif vor verður þeim hvöt til framfara, ef vér sýnum þeim, í orði og verki, að vér sjáum og metum þeirra góðu hliðar. Vér vinniim meifa gagn með þvíað lofa hið góða, en lasta hið illa. Manns- hjartað þyrstir eftir hluttöku og viðurkenning, og það er ekki nema skylda hvers manns, að viður- kenna alvarlega viðleitni til að efla hið sanna og góða. það getur vel verið, að það finnist menn við verzlunarstörf, í skólum og á skrifstofum, er orðið hafa tilfinn- ingarlausir spjátrungar fyrir lof, sem þeir hafa fengið. En ætli það megi ekki finna fleiri, er lifa tómu og gleðisnauðu lífi, af því starf þeirra fær aldrei skrumlausa, hjartanlega viðurkenningu. Einu má ekki gleyma, þegar um þetta er að ræða, og það er, að ef vér byggjum upp hið góða, þá má búast við, að það ryðji hinu illa á burt. En það er alls ekki nóg, að ryðja burt hinu illa, til þess að hið góða vaxi aftur. Sá, er það gerir, eyðir þá að eins hinu illa, en gróðursetur ekkert í staðinn. Og það er eflaust happadrýgst, að vinna að því, að hið góða festi svo djúpt rætur, að það ryðji sjálfkrafa burt hinu illa. Sá vinn- ur þarft verk, er gróðursetur nýj- ar, hollar framfarir í stað hins gamla og hálffallna er áður var. EinarE- Sæmundsen (þýddi lauslega). (Norðurland). Skriíið yðnr fyrir HEIMS- KRINGLU svo að þcr getið æ- tíð íylgst með aðal málum Íslendinga hér og heima. ^ Mjög vandaðar, stórar og fagrar, af skáldkóngunum fslenzku, Hall- grfmi Péturssyni og Jónasi Hall- grímssyni, fást hjá undirskrifuðmn, önnur & B5c en báðar á 60c. Agæt stofuprýði. ATH. — Þessir hafa þegar tekið að sér útsölu á, myndunum : — Friðrik Sveiusson, 618 Agnes St., Winnipeg; Wm. Anderson, 1797 7th Ave. W., Vancouver, B. C.; S. Bárðarson, K. F. D. 1, Box 90, Blaine, Wash.; Sigurður Jolin- son, Bantry (ogUpham), N. D.ak. Jóh. H. Húnfjörð, Brown. Man. OSThormodson,Pt.Robert, Wash J. Gr. Westdal, Minneota; Olafur Gr. Isfeld, Kristnes, Sask.; S.Pét- ursson, Arnes (og Nes), Man,; C.Christianson,Marshland, Man.; Sigurður Bjarnason, Big Quilí (og Wynyard), Man ; Konrad Sigtryggsson, Belmont, Man. F. R. JOHNSON, 1419 W. 57th St., Seattle, Wash. UNDIRTYLLA. i Mesta þykir menning nú að hringja, meðhjálpari fenginn er í kór, þar sem busar bræðraminni syngja, og bezta versið er að drýgja hór. S. 8. ÍSFELD ————«/ MARKET H0TEL 14f, PKINCESS ST. P. O’CONNF.LL. elKandl, WINNIPEQ Beztu tegumlir af vfnfönEum Off vind um, aðhlynnini? góð húsið endurbætt JOHN DUFF PLUMHER, CAS AND STEAM FITTER • Alt verk vel vandaö, og veröiö rétfc 664 Notre Dame Ave. PhoneS815 Winnipeg Woodbine Hotel iStmisfca Hilliard Hall í Norövestnrlandiou Tiu Pool-borö.—Alskonar vlnog vindlar Sendið Heimskringlu til Lennon A Hebb. vina yðar á Islandi. Eigendur. MoO I>vl aö biöja æflnlega um “T.L. ClftAR,” I>A ortu viss aö fá áRætan vindil. (I'NION MAI)E) Wentern Oigsr Factory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg Reilwaoa Laier Extra Porter Styrkið taugarnar mað þvf að drekka eitt staup af öðrum hvorum þess- um ágæta heimilis bjór, á undan hverri máltíð. — Reynið !! EDWARD L. DREWRY Mannfactnrer & Impc^ter Winnipeg, Cauada. Department of Agriculture ancl Immigration. MANITOBA þetla fylki hefir 41,169,089 ©krur lain'ds, 6,019,200 ekrur eru vötn, S'Ctn veita landinu raka til akuryrkju.þarfa. Ji*«s vegna höfum vér jaínan naigan raka til uppskeru tryggin'gi*. Ennþá eru 25 miliónir ekrur óteknar. sem fá má tneð heim- ilisréibti eða kaiipum. Ibúataja árið 1901 var 255,211, nu er nún orðin 400,000 manns, hefir núlega tvöfaldast á 7 árum. íbúatala Winnipeg borgar árið 1901 var 42,240, ein nú um 115 þiísundir, hefir meir en tvöfalda»t á 7 árum. Flutningstæki eru nú sem nœst fullkomin, 3516 rnilur járn- brauta eru í fylkimu, sem allar liggja út frá Winu.ipeg. þrjár þverlandsbrauta lestir fara daglega frá .Winnipeig, og innan fárra mániaða verða þær 5 talsins, þegar Grand Trunk Bacific og Canadian Nortbern bætast við. Framför fylkisins er sjáanleg hvar sem litið er. þér æbtuð að taka þar bólfestu. Ekkert annað land getur sýnt sarna vöxt á sama tí'mabili. TIIi FF.ltl>\ 114\\ \ : Farið ekki framhjá Winnipeg, án þess að gnenslast 11 m stjórn ar °K jarnbrautarlönd til sölu, og útvega yður fullkomnar upp- lýsingar um heimilisréttarlönd og fjárgróða mögukifea. Stjórnarformaður og Akaryrkjnmála-Ráðgjafi. Skriflö eftir applýsingum til .1 onr-pli Knrkc. Jnn. Ilartnny 178 LOOAN AVE., WINNIPEG. 77 YOKK ST., TOKONTO. LÁRA 63 að flækjast, •einktim hérna i sveitunum, þar sem póst- arnir eru ekki áreiðanlegir”. “HvaS, þú ert þá —”, sagði jarlinn. “Wright — já, auðvitað”, bætti njósnarinn við, sem lesandinn að öllum líkindum hefir tekið eítir, fyr- ir löngu síðan. “Hvað hefirðu þá haft fyrir stafni allan þeiyian tíma ?” “Aðallega að dekra við frú Burlston”. “Er það mögulegt ? — En hvar áttu heima ?” “1 skógarhúsinu — ég á heima hjá henni. Rg er skytta hjá Sir Arthur”. Nú varð jarlinn alveg hissa. “Mig minnir þii segðir, herra, að frú Burlston hefði stundað lávarð East, þegar hann lá banaleg- una ? ” “Já, hiin gerði það”, svaraði karlinn svipýrður. “Hvaða læknir stundaði hann?” “Fyrst gerði Druscot læknir það, en seinna kom Sir Iknjamín Stevens hingað, frá London, en hann kom of seint, því sonur minn dó tveimur stundum síðar en hann kom”. i “Einmitt. Er kunningsskapur ykkar Druscotts enn þá góöur? Gætirðu til dæmis gefið mér með- mælingarbréf til hans?” “Já, það er mér auövelt. Ilann dr húslæknir minn við smákvillum. En hvers vegna vfiltu tala ■ yið hann ?” 1 “Til þess að fá upplýsingar tim Katrínu Burlston. í/g vejt nú.orðið, að hún hefir ráðning gatunnar um dauða Burlstons, mannsins síns. Ilvers vegna og á hvern hátt, hefi ég enn ekki komist að, en ég hehl að læknirinn geti hjálpað mér”. Lávarðurinn gekk strax að ballhorðinu sínu, 0« skrifaði bréfið, sem um var beðið. Meðal annars 64 SÖCUSAFN HEIMSKRINCLU Sagði hann í þvTi, að alt sem hann gerði fyrir bréf- berann væri sama sem gert fyrir sig. “Jæja, ég verð þá að kvæöja þig, herra, ég fæ ekki tækifæri til að sjá þig nú um tíma, því ég ætla að skreppa til Skotlands”. “Jarlinn varð forviða. “Tdl Skotlands ? — Hvað ætlarðu að gera þan-g- að ?” “ÍJg hefi í huga, að heimsækja geðveikrahælið, þar sem lafði Redleigh var”. “Var?” spurði jarlinn forviða og stökk upp af stólnum. “Hvað mMnarðu með þvi?” “Hefirðu ekki heyrt þá nýung, að lafði Redleigh dó i gær?” Lávarðurinn stundi þungan og hné niður á stól- inn. “Of seint, of seint”, sagði hann og huldi andlitið í höndtim sér. Svo spratt hann aftur upp af stóln- um og rétti úr sér með svo áköfum og djörfum svip, að njósnarinn varð hissa, hann hélt hann ætti ekki slíka djörfung til. “Nú er aftur framkvæmdur einn eða annar við- bjóöslegur glæpur", sagði hann harðlega. “Rg hefði mátt vita það, en þess skal verða hefnt. Eg sagð- ist vilja verja fimm þúsundum til þess að fá þennan þræl dreginn fyrir réttvisina, en nú vil ég gera meira, ■g vil vinna að því sjálfur, að svifta af honum blæj- unni. Fáðu mér eitthvert hlutverk í hendur, láttu mig gera eitthvað, og þú skalt komast að raun um, íö ég hefi enn dug og þrek til að jafnast við þetta brælmenni”. Njósnarinn hlustaði alveg hissa á þessi orð jarlsins, en svo áttaði hann sig og sagði : “þú ert kominn að sömu niðurstöðu og ég, herra, og til þess ið komast að vissu í þessu efni, ætla év nú til Skoit- lands”. . li ___ *----*______<____1-.—' LÁRA 05 "En — veiztu hvert þú átt að fara?” sptirði jarlinn. “Já, já, ég hefi komið þangað”, og svo sagöi njósnarinn jarlinum ágrip af því, sem hann hefði séð þár. Lávarðurinn hlustaði á hann með mesta athygli, en þegar hann kom að því atriði, að lýsa laföi Red- leigh í örvitatreyjunni, þá sagði áheyrandi hans : “Nei, nei, talaðu ekki um þetta — ég vil ekki heyra það”. “Njósnarinn hlýddi þessu og endaði svo sögu sína. •þá sagði jarlinn : “Ogýivert er nú áform þitt?” “fyg ætla að reyna að komast inn í stofnanina, lávarður”. “Sem skyttaj?" “Nei, sem brjálaður”. “Sem brjálaður. Já, en þá verðurðu sem fangi”. “Að vissu leyti, já, en þá fellur enginn grunur á mig, og ég get fengið að vita ýmislegt hjá hinum sjúklingunum, sem væri ómögulegt undir öðrum kringumstæðum”. 1 “það er satt — alvcg satt. En hvernig ferðu að komast inn ?” “þafi er þafi eina af árformi mínu, scm ég er ekki alráðinn í. lyg verð að fá einhvern til að flytja mig þangað samkvæmt fölsufiu læknisvottorði — hvern, sem ég get náð fljótlega í, þegar ég vil kom- ast út aftur”. ‘‘það starf skal ég taka að mér”, sagði jarlinn glafiur. En njósnarinn hristi höfuðið og sagði : “Eg lield, berra, að það sé réttara að þú sért kyr og at- bngir gang hlutanna. Auk þess mundi sérhvert 66 SÖCUSAFN HRIMSKRINCLU skyndilegt fyrirtæki frá þinni hálfu Vckja eftirtekt og máske aðvara óvinina. Eg veit þú skilur, að slík tih'iljun væri nœg til aö vekja grun í öðru edns máli og Jæssu. Eg herfði ekki hugsað neitt nánara um dauðai lafðinnar, ef hann hefði ekki borið svona snögt að, rétt a eftir dauða Burlstons og heimsókn Sir Arthurs í stofnaninni”. Jarlinn virtist fallast á þetta. “Já, en hvað ætlarðti að gera ? það tjáir ekki að við kynnum mörgum mönnum leyndarmál okkar". “þafi er saitt, lávarður, en mér hefir dottið í hng 'iungur maður, sem að nokkru leyti er riðinn við þetta, mál, að svo miklu leyti sem ég veit, og sem ég held við megum reiða okkur á. það er líka eitt af því, sem ég ætlaði að spyrja um, hvort þú gœtir kynt mig honum?” "Við hvern áttu ?” ; “Hr. Ilaworthy”. “Haworthy ? Ö, hann er guðsifjabarn mitt. Eg hefi nú raunar lítið sinnt honum upp á síðkastið, en við erum annars goðir vinir, og é-g er viss um, að hann vill gera mér gredða. En hvað kemur hon- um þetta mál við?” “Ef til vill ekkert og ef til vill mjög mikið. það sem eg veit er, að trulofun hans meö ungfrú Crosse var hafin (viku áður en lafði Redleigh dó”. “Gufi varðveiti þig, maður. þetta er ekki al- vara þín —” “Jú, einmitt”. “það er ómögulegt, ég get ekki trúað þessu um Crosse, hve illa scm mér er við hann”. 1 “Vdð fáum mi að sjá þetta, lávaröur. En ef þú gefur mér meðmælabréf til Ilaworthy, þá ætla ég að finna hann strax. ( það er ekki vert að eyða tíman- um”. Fathcringham lávarður skrifaði nú annaö bréf léT * *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.