Heimskringla - 12.05.1910, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.05.1910, Blaðsíða 2
Bls. 2 WINNIPEG, 12. MAl 1910. heimskringla Heimskringla Pablished every Thnrsdajr by The fleimskringla NewiiFsMishiit Co. Ltd Verö blaösiu* f Canada ng Bandar 18.00 um áriö (fyrir fram bnraal). Bent til islands $2Mi (fyrir fram borgaöaf kaupendnm blaösins hér$1.60.) B. L. BALDWINSON Editor & Manager Ortice: 729 Sherbreeke Street, Wiinipeg P.O.BOX 3083. Talsíml 3312. Útnefning í Gimli kjördæmi. J*ann 4. þ.m var útnefndinjrar- fundur Conservative flokksins í Gimli kjördæminu haldinn í Con- servative Club Rooms hér í borg kl. 8 að kveldi. Um 40 málsvarar voru þar samankomnir, flestir kosnir heima í héraði til aS mæta á fundinum, og aðrir, sem komið höfðu af áhugia fyrir velferð Con- servative flokksins, o<r var þeim veitt full fulltrúaréttindi á fundin- um, svo sem til uppbótar því, að ýmsar kjördeildir, þær sem lengst voru burtu frá borginni, gátu ekki átt kost á, að senda menn hingað svo snemma, að þeir gætu mætt á fundinum. Undirbúningsfundur var haldinn kl. 2 e.h., af þeim, sem þá voru komnir í borgina, skyldi hann und- irbúa málefnin og raða þeim niður fyrir aðalfundinn að kveldinu. Klukkan 8.30 um kveldið var fundurinn settur, og Páll Revkdal kosinn, forseti og Sveinn Thor- valdsson skrifari. Næst var gengið að því, að mynda formlega flokks- skipunarnefnd fyrir alt Gimli kjör- dæmið, og voru þessir kosnir : Patron : Hon R. P. Roblin. Heiðursforseti : George H. Brad- bury. Forseti : Sveinn Thorvaldsson, Icelandic River. Varaforseti : Paul Reykdal, Lun dar P.O. Skrifari og féhirðir : G.P. Magn- ússon, Gimli. Ennfremur voru þessir kjörnir varaforsetar í hinum ýmsu kjör- dedldum : Poll No. 1 — John Chemczaka, Pleasant Home P.O. Poll. No. 2 — John Nykorozuk, Pleasant Home P.O. Poll. No. 3 — William Cassette, Inwood P.O. Poll. No. 4 — Chas. de Simeti- court, Radway P.O. Poll. No. 5— G. Guðmundsson, I.undar P.O. Poll. No. 6 — Fétur Bjarnason, Otto P.O. Poll. No. 7—John Blue, Scotch Ðay P.O. Poll. No. 8 — Paul Kernested, Narrows P.O'. Poll. No. 9—Donald McDonald, •Fairford P.O. Poll. No. 10 — Frank Sycruski, Husawick P.O. Poll. No. 11 — J. G. Christie, Gimli P.O. Poll. No. 12 — Martin Kellar, Gimli P.O. Poll. No. 13— O. G. Akraness, Hnausa P.O. Poll. No. 14—Baldwin Halldórs- son, Geysir P.O. Poll. No. 15. Guðm. Magnússon, Framnes P.O. Poll. No. 16—Kr. ólafsson, Ice- landic River P.O. PolL.No. 17—Bjarni Stefánsson, Hecla P.O. Poll. No. 18 — Jos.eph Williams, Fisher River P.O. Og öðrum varaforsetum verðitr væntanlega bætt við síðar, í Dog Lake og Broad Valley héruðum, og víðar, og mun það vera á valdi aðaJstjórnarinnar, þeirra Sveins Thorvaldssonar, Paul ReykdaJs og G. P. Magnússonar. þá var bordn fram á fundinum og samþykt í ednu hljóði og með mdklu lófaklappi og fagnaðarlát- um svohljóðandi tillaga : “Að þessi samkoma fulltrúa í Gimli kjördæminu gdeðst yfir þvf, að eiga hér með kost á, að votta samhug sinn með stjórnarstefnu Hon. R. P. Roblins og ráðgjafa hans, og notar einnig þetta tæki- íæri til þess einhuga að votta Hon. R. P. Roblin gleði sína yfir þeirri hedlsubóit, sem hann hcíir þegar náð á þeirri hættulegu sýki, sem hann nýlega. þjáðist af, og vonar, að hann megi fljótlega ná fullri beilsu, og að vér megum lengi njóta hans til þess að ráða yíir forlögum fylkis vors’’. þiessi tdllaga var flutt af Wm. Cassette og studd af B. B. Olson. þá var raett um útnefningu manna til að sækja um þingsæti í næstu kosningum á fylkisþingi fyr- ir hönd Conservativa í Gimli kjör- dœminu. Stephan kaupmaður Sigurðsson, að Hnausa, stakk upp á, stutt at Capt. Balwin Anderson á Gimli, að B. L. Baldwinson sé kjörinn til sóknar. Báðir þessir menn, og einnig Paul Reykdal forseti fund- arins, fluttu kröftugar ræður með þessari uppástungu. Arnljótur B. Olson, lögreglu- þjónn, og Jón Stefánsson, báðir frá Gimli bæ, stungu upp á, að fundurinn kjósi herra Björn B. Olson á Gimli til sóknar. Með því mælti og herra Downey, frá Dog Creek. þá var kallað á þá B. L. Bald- winson og B. B. Olson, að láta til sín heyra. Herra B. B. Olson talaði fyrst. Sýndi fram á, að kjósendur í Gimli kjördæminu ættu heimtingu á, að hafa fyrir bingmann ein- hvern þann mann, er ætti heima i kjördæminu, frekar en utanhéraðs- mann, og kvað nægilegt mannval innan kjördæmisins til bess að skipa það sæti. Sjálfur kvaðst hann óska að ná útnefningu, og lofaði, ef hann yrði útnefndur og næði kosningu. að framkoma sin skyldi verða þann veg, að kjósend- urnir hefðu ekki ástæðu til þess, að iðrast þess trausts, sem hann vonaði, að þeir bæru til sín, og bað því fundarmenn að gredða at- kvæði með útnefndingu sinni. B. L. Baldwinson kvaðst ekki hafa ætlað, að segja neitt á þess- um fundi. Meðferðin á sér um síð- ustu kosningar hefði verið þann veg, að hann hefði verið s.taðráð- inn í því, að gefa alls ekki kost á sér til þingsóknar við þessar kosn- ingar. En svo hart hefði verið að sér gengið fyrir 6 vikum síðan, að hann hefðf breytt þeirri fyrirætlun og væri því nú háður óskum futid- armanna. En það kvaðst hann vilja taka fram, að hann vildi eng- an veginn standa í vegd fyrir út- nefningu neins þess manns innan kjördœmisins, sem þessi fundur kvnni að edga völ á að ntnefna, með von um sigur, er til kosninga kæmi. Hins vegar vildi hann lvsa því yfir, að ef fundarmenn álitu sig líklegri til sigurs en nokktirn þann, sem þeir •ættu völ á innan takmarka Gimli kjördæmisins, þ i væri hann fús að þiggja útnefning, ef þeir svndu með atkvæðum sín- um, að það væri eindregin ósk þeirra. J>á var giengið til atkvæða með seðlum og hlaut B. L. Baldývinson 33 atkvæði, en B. B. Olson 6 at- kvæði. Var þá gengið yfir í stærri sal Conservative klúbbsins, sem hafði verið sérstaklega uppljómaður fyr- ir þetta tækifæri, og þar fluttar ræður. J>eir B.L.B. og B.B.O. þökkuðu fundarmönnum fyrir þann heiður og það traust, sem sér hefði verið sýnt, og B-L-B. lofaði, ef han.t næði kosningu, að gera sitt ýtr- asta til þess, að verða Gimli kjör- dæmi að sem mestu liði. Næst töluðu þeir Hon. Ilugh Armstrong, fjármála ráðgjafi fylk- isins, og Hon. Colin H. Campbell, dómsmálaráðgjafi, báðir langar ræður og fróðlegar. Að því loknu var útnefning B. L. Baldwinsonar samþykt í emu hljóði. Svo var vindlum útbýtt og fundi slitið. Meðal annara voru þessir mætt- ir : — Ilko Kelsy, M. MendresK, Wm. Cassette, A. J. Phillip, W. Bowen, J. Martin, Wm. Carley, J. Skúlason, B. Halldórsson, M.John- son, G. Magnússon, C. Ó'lalssoti, J. Sigvaldason, Bjarni Stefánsson Wm. Cassette, J. Bojuk, F. Zuzsk, N. Stebnak, G. Wawricko, Y. Ka wka, John Heidinger, N. Rigin- viske, G. P. Magnússon, B. B. 01- son, S. Einarsson, Martin Keller, Jón Stefánsson, W. Slizenger, A. B. Olson, Rudolph Meyers, O. G. Akraness, J. Hallson, E. Guð- mundsson, G. Guðmundsson, Paul Reykdal, Daníel Dantelsson, Steph- an Sigurðsson, Sveinn Thorvalds- son, M. Sylva, J. Downev og E. Anderson. Eftir fundinn höfðu ráðgjafarnir, sem þarna vortx viðstaddir, prí- vatlega orð á því, hve alt hefði farið þar vel fram á fundinum, og hve menningarríkt það fólk hlvti að vera, sem sendi slíka fulltrúa að reka erindi sitt. það var meðal annars tekið fram á fundinpm, að nauðsynlegt væri, að varaforsetarnir í hinum ýmsu kjördeildum kölluðu sem fyrst til fundar í hinum ýmsu deildum sínum, til þess að leiða athygli kjósendanna að því, að vinna aí alefli að kosningu þe.ss umsækjanda, er styddi stefnu Rob- lin stjórnarinnar, og var því máli vel tekið. Kjördæmið er búið að líða svo mikið á sl. 4 árum, að kjósendurnir ættu að finna hag sinn í því, að eiga stjórnarsdnna á þinginu. N Gimli kjördæmið þolir ekki, að geta ekki notið alls þess hagnaðar sem stjórnin getur veitt þ\ i. Ræður fluttar á útnefningaríundi Conser- vativa í Gimli kjördæmi 4. maí 1910. Hon. Hugh Armstrong, fylkis- féhii;ðir mælti á þessa leið : Eg finn mér skylt, að óska sendimönnum þessa fundar til lukku með samhygð þá, sym þér sýnduð í vali yðar á umsækjand- anum. Ég befi þekt báða umsækj- endurna, B. L. Baldwinson og B. B. Olson, um mörg liðin ár, og ég ber hina mestu virðingu fyrir þeim báðum. Og óg efa ekKi, að þér munuð allir vinna að því i ein- ingu, að tryggja B. L. Baldwin- syni, sem þér hafið útnefnt, stóran meirihluta atkVæða, þegar til kosn- inga kemur. það hefir verið sagt, að í Gdmli k'jördæminu séu 17 eða 18 mismuu- andi eða sérskildir þjóðilokkar. þetta er eðlilegt i héraði, sem nú er óðum að byggjast upp. En það get ég fullvissað yður um, fyrir hönd stjórnarinnar, að stjórnin gerir engan mun á þjóðflokkum eða trúfélögum. Hún reynir að veita, og ég hygg hún veiti öllum flokkum fylkisbúa jafnrétti í stjórn arfari sínu, án tillits til þjóðernis eða flokka, og ég sé enga ástæðu hvers vegna kjósendur í Gimli kjördæminu skyldu ekki styðja Roblin stjórnina og þá stefnu, sem hún framfylgir. Ég ætla ekki að bera neina vörn fram fyrir stjórn- ina, álít þess enga þörf. Eí bér í- hugið, hvað báðar stjórnirnar hafa aírekað, og íhugið stefnu og starf- semi Roblin stjórnarinnar á sl. 10 árum, þá munuð þér sannfærast um, að hún hefir verið hvort- tveggja í einu : afkastamikdl íram- farastjórn og þó sparsöm um leið, og þá stefnu hafa fylkin fyrir vest- an oss tekið upp eftir henni, og það er góð sönnun fyrir gildi henn- ar og róttmæti. þér muniö allir þegar Roblin stjórnin lögleiddi járnbrautastefmi sína, að þá voru mareir hér í fylkiuu, sem töldu það hið mesta glap.ræði við íbúa fylkisins, og á- litu sjalfsagt, að fylkisgjaldþrot myndu hljótast af því. En nú er svo komið, að ekki finst einn ein- asti hygginn og framsýnn kjósandi er sé stefnu þessari andvígur. All- ar stjórnir fylkjanna fyrir vestan oss (Saskatchewan, Alberta og British Columbia) hafa tekið þessa stefnu upp eftir Manitoba, en með þeim mismun samt, að þær geia miklu hærri ábyrgð á hverja mílu en Roblin stjórnin gerði. Robldn stjórnin átti einnig upp- tökjn að því, að gera talsíma að þjóðeign. því hefir verið komið í framkvæmd með góðum árangri, og til þess að koma í veg fyrir mótkepni, þá keypti stjórnin allar eignir Bell íélagsins, með hér um bil sama verði og þær höfðxi kost- að félagið. þessi stefna hefir mætt mikilli mótspyrnu í þinginu. En þrátt fyrir það, þá er nú kerfið í starfandi ástandi opi með góðum árangri, og vér erum alt af að stækka það og þenja út um bygð- ir fylkisins, eins ört og mögulegt er að fá byggingarefnið. Árleg atf- notagjöld hafa verið lækkuð, og kerfið hefir verið bætt að miklum mun, og þó hefir ágóðinn orð.ð sem næst 300' þúsund dollarar á sl. tvedmur árum. Andstæðingar vorir finna að því, að vér grœðum á talsímakerfinu, en cg álít þær mótbárur of lítil- fjörlegar til að tefja tíma yðar til að hlusta á mig hrekja þær. þedr segja, að stjórnin eða fylkið eigi ekki að græða dollar á þeirri starfsemi. En gróðinn rennur í fylkissjóðinn til hagsbóta fyrir alla fylkisbúa. það eru fólksins pemng- ar. þér ætlist rnáske til, að ég minn- ist á fjárhag fylkisins, þar sem ég er fylkisféhdrðir, og ég pet í stuttu máli skýrt yður frá því, að fjár- hagur fylkisins er i betra ástandi nú, en hann hefir nokkru sinni .ver- ið síðan það var gert að fvlki. Inntektir síðasta árs voru nálega 3 milíónir dollara, og af því fé haiði stjórnin 624 þúsund dollara tekjuafgang. Andstæðingar vorfr reyna árlega til að sýna, að vér höfum engan tekjuafgang, þrátt fyrir það, þó vér höfum pening- ana á bankanum. þeir segja, að ef vér fengjum ekki féð af þessum og hinum inntektaliðunum, þáhefðum vér enga tekjuafganga, og að þess vegna séu þeir í raun og veru ekki til. En staðreyndin ómótmælan- lega er sú, að á síðastliðnum tíu árum hefir Roblin stjórnin hatc tekjuafganga, sem, nema hér um bil þretnur milíónum dollara. Andstæðingar vorir segja, að ef vér fengjum ekki inntektir frá auð- félögum, frá talsímakerfinu frá sölu fylkislanda og öðrum inntekta liðum, þá h/efðum vér enga tekju- aiganga. Vér játum alt þettai. En þrátt fyrir það að vér veitum ár- lega sívaxandi upphæðir til vega- og brúagerða og til sjúkrahúsa og annara opánberra nauðsynjastofn- ana, þá hefir stjórnin þó dregið safflan þessar þrjár Milíónir Doll- ara í tekjuafgöngum. Vér höfum nú á banka $l,G0'0'0,0'0O, þrátt fyt- ir það, að þegar stjórnin kom til valda, þá varð hún að mæta 245 þúsund tekjuballa frá stjórnarár- um fyrirrennara hennar, Og vér höfum varið ll/í milíón dollara til opinberra byggin'ga í f'vlkinu, og vér höfum ekki tekið dollars lán til að gera það með. Eg þarf ekki að skýra fyrir yðúr verðgildi eða nauðsyn bygging- anna í Selkirk, Portage la Prairie og Brandon, og umfram alt Bún- aðarskólans í Winnipeg, sem vér höldum starfandi með 80 þús. doll- ara árlegum tilkostnaði. Og það án þess að fá dollar að láni. Af þessu getið þér séð, að stjórn in er að gera gott verk fyrir fylk- ið í heild sinni. það er satt, að stjórnin er að fást við nýja starfsemi, bæði með taisimakerfið og einnig með því, að taka að sér yfirráð á kornhlöð- um fylkisins, og hefir til þess leit- að fjárláns á peningamörkuðum heimsins, og á sl. 2 vikum hefir fyl'-iisstjórnin selt skuldabréf, setu seldust fyrir $1.03 hvert doUars- virði af 4 prósent rentufcerandi vaxtabréfum. Með þessum kjörxim hefir stjórnin fengið 5 m'líón doU- ara lán. Alt þetta fé verður not- að til þess að standast kostnað- inn af framtíðar fyriirrækjum. Svo að þér sjáið, að íjárhagur fylkis- ins er á þessum tíma í góðu lagi. A þessu ári þarf tfylkisstjórniu að borga um eða yfir 2 milíónir dollara af fvlkisskuldum, sem gerð- ar voru fyrir mörgutn árum, og stjórnin ætlar að borga þessar stóru skulda-upphæðir, án þess að taka nokkurt pendngalán til þess. Yður mttn verða sagt, að and- stæðingar vorir ætli sér að kjósa Liberal- þingmann fyrir Gimli k jör- dæmið. En ef þér vinnið i samein- ingu, þá kjósið þér Conservative þingmann. Liberalar í hinum ýmsu kjördæmum munu segja vð- ur, að þeir vinnt kosningarnar i þeim kjördæmum. þeir jafnvel segja mér, að ég tapi í Portage la Prairie. Vér sjáum nú hvað setur með það. Yður er innan handar, að vinna sigttr í Gimli kiördæm- inu, ef þér að eins lepgist á eitt að gera það' þrátt fvrir alt, sem andstæðingar vorir kunna að segja yður. Eg fullvissa yður um það, að Liberal flokkurinn kemur tji baka til nœstu þingsetu með miklu færri menu en hann hefir þar nú. Næst gat herra Armstrong þess, að 10 af Liberal þingmönnunum á fylkisþinginu drægu laun frá Ot- tawa stjórninni, alt frá 500 til 3000 dollara á ári í launum og þóknun. Hvernig geta þeir ftmdið að hinni ráðvöndu starfsemi Rob- lin stjórnarinnar, en á sama tíma lofað og prísað allar gerðir Lauri- er stjórnarin'nar og varið alla hennar óverjanlegu eyðslusemi og rangsleitni í stjórnarathöfnum og fádæma! fjársóun í sambandi við Grand Trunk Pacific 'brautina, sem virðist vera bygð á parti með hliðsjón af því, að geta skapað nokkra milíóna eigendur af lagn- ingu hennar ? Herra Armstrong talaði ednnig um, fylkistakmörkin, og sýndi fram á, að ef Manitoha fengi að njóta jafnréttis viö Saskatchewan og Alberta fylkin, þá yrði tekjur Manitoba fylkis nálega milíón doll- ara meiri á ári en þær ent nú. Að síðustu endurnýjaðf hann örf- un sína til fundarmanna, að vinna að alefli að kosningu þess manns, sem þeir befðu útne'fnt til að bera merki Roblin stjórnarinnar. Dómsmálastjóri Campbell talaði næst. Hann mælti hlýlega í garð B. L. B., sem hann kvaðst hafa kynsrt í þinginu um margra ára tíma, og hefði liann þar sýnt á- gæta hæfileáka og komið fram sjálfum sér til sóma og kjósendum þeim, sem hann hefði veríð erind- reki fyrir. Hann skildi þau mál, sem væru á dagskrá og gæti rætt þau með skynsemd og þekklr.gu, og með miklum áhrifum. Hann kvaðst ekki þekkja neitt kjördæmi, sem frekar ætti að styrkja Roiblin stjórnina, heldur enn Gimli kjör- dæmið. Ýmsar ástæður væru til þessa og vildi hann strax minnast á eina þedrra. Hún væri stækkun tfylkisins, o.g um það mál yrði fylkið að láta til sín heyra með á- kveðnum rómi. Einhverjir við- staddir heifðu komið til Manitoba eftir fylkjasambandið. þar áður hefði Norðvesturlandið staðið und- ir eign og stjórn Hudsons flóa fé- lagsins, en árið 1869 hefði brezka stjórnin beðdð félagið að eftirláta sér eignarrétt á landintt, sem þá varð að samningum, og svo af- henti stjórnin Canada þetta land alt, til þess að mynda úr þvi ný f.ylki. En ríkisstjórnin hefir ekki breytt sanngjarnl'ega við þetta land. það sem Manitoba og hin önnur viestlægari fylki krefjast er það, að þegar fylki er myndað, þá njóti það jafnréttis við önnur fylki. Vér eigum heimtingu á, að standa jöfnum fótum, við Ontario, Quebec, New Brunswick og Nova Scotia, og vér verðum að gera það. íbúar Vesturlandsins verða að ski,;-a sér í þéttari fylkingu, en þeir hafa nokkurn tíma áður gert. Og tvö vestari fvlkin fylgja Mani- toba í þessu máli, að beimta af ríkisstjórninni það jatfnréitti í við- skiftum, sem vér verðskuldum. — Hvað haldið þér um það bræðra- lag eða systralag, sem ekki veitir öllttm meðlimunum jafnrétti ? Hér höfum vér þrjú systrafylki á slétt- um Vesturlandsins og vér sjáum þau afskift af réttindum þeirra og misboftið. þess vegna verður fólk- ið í Vesturlands fylkjvtnttm, að hafa samtök til þess að heimta aí Ottawa stjórninni þau róttdndi, sem því bera. það er mér ánœgjttefni, að geta lýst því yfir, að herra R. L. Bor- den, leiðtogi Conservative flokks- ins í Canada, befir tjáð sig fúsan til, að veita Mani.toha og Vestur- fylkjunum ftill umráð vfir þjóð- löndum þedrra. þér, sem búdð í Gimli kjördæm- inu, græðið meira á þessu en nokk- urt annað kjördæmi í fylkinu. — Hvers vegna ? Vegna þess að þatt liggja næst yður ? En hver er afstaða Liberal þing- mannainna í þessu máld ? þeir standa sem þjónar Ottawa stjórn- arinnar, og ef vér biðium þá stiórn að veita oss rétt vorn, hvaða tækifæri hafa þeir þá til að standa upp og segja : Mandtoba skal öðlast rétt sinn. Ottawa stjórnin segði bara við herra hor- ris : þú færð $4(KM} á ári, sem tipp- boðshaldari á skólalöndum. Hafðtt hægt um þig. Og hún mundi einn- ig minna þá herra Jónasson og Wilton á það, að þeir líka fái lífs- ttppeldi sitt frá O'ttawa, og verði að hafa sig hæga. — Allir and- stæðingar vorir í fylkisþinginu draga lattn frá Ottawa stjórninn’. Og hvaða tækifæri hafa þeir, spyr ég aftur, til þess að halda fast fram réttindum Manitoba fylkis, ef Sir Wilfrid Laurier bannar þeim það ? það et sannfæring mín, að þegar tækifærið gefst, þá verði svo al- menn andmæli frá íbúum þessa fylkis, að Ottawa stjórnin megi til að kannast við, að hún geti ekki lengur haldið áfram að afskifta Manitoba. þegar það var á dagskrá, að stækka Maniitoba fylki, þá nedtaði Ottawa stjórnin, að veita fylkinu umrá'ð yfir löndum þess. Fylkið var þar ekki hvatt til ráða, og fylkdö átti engan þátt í því á- kvæði. Og það er nú fyrst, að vér hötfum vdssu fyrdr því, að ann- ar hinna miklu pólitisku flokka er háður því loforði, að þjóðlöndin og önnur náttúru auðæfi fylkisins skuli vera eign og imdir yfirráð- um þess, eins og. á ,gér stað í On- tarío. þetta er afstaða vor í málinu og þess vegna bdðjum vér kjósendurna að styrkja málstað vorn við nœstu kosningar. Stefnumunur flokkanna í fylkisstækkunarmálinu, er ljós. Vér höfum farið til Ot- tawa og. sagt þedm þar skilmála vora. Vér sögðumst helzt óska, að mega njóta jafnréttis við fylkiu fyrir vestan oss, þar eð það virt- ist vera næst stefnu ríkisstjórnar- innar. Manitoba á vissulega hedmt- ingu á jatfnrétti við Saskatchewan og Alberta. En með því, að Ot- tawa stjórnin sagði, að það væri ekki stefna Liberala, að vedta Manitoha umráð yfir löndum sín- um, þá báðum vér um, að fá sama ■fjártillag eins og nýju fylkin, og vér skyldum gera oss ánœgða með það, þar til fylkjaréttindamálið yrði útkljáð á breiðari grundvelli. En Sir Wilfrid Laurier ueitaði að verða við þessari bœn vorri. Hann kvaðst hvorki geta né vilja veita hana. Ég segd yður, að hann geti veitt oss jafnréttið, og að ef hann vill ekki gera það, þá verður önn- ttr stjórh fús til þess. Manitoba hefir teki5 fasta stefnu í þessu máli, og sú stetfna verður að hafa framgang. Sé 1/aurier stjórnin ekki fús til, að v.eita Manitoba sama rétt og hún veitdr Saskatchewan og Alberta, þá biðjum vér um jafnrétti við fylkin fyrir austan ■ oss, ne£nil.egia, að veita oss full umráð landa vorra, og þá skulum vér ekki biðja um neitt auka- peningatillag. En Sir Wilfrid Laur- ier segist ekki geta gert þetta, af því hann baíi g.ert samninga við Indíána, sem ha.nn megi ekki ryfta. En þetta vekur spurninguna uni það, hvort íbúar Manitoba fyikis séti ekkd meira virði en Indíánar. Vér höldum því fram, að sem brezkir þegnar ættum vér að sitja fyrir þeim í þessu máli. þegar Laurier hafði neitað oss um jafnrótti bæði við austur- og vestur-fylkin, þá spurðum vér, hvað hanni væri fús til að gera fyrir okkar litla f.ylki, og herra Borden spurði hann í þinginu um daginn, hvort hann hefði hugsað um, hvers konar tilboð hann vildi gera Manitoba. Málaleitanir fylk- isins hafa staðið yfir 6 eða 7 ára tímabil, en algerlega árangurs- laust. það er þetta, sem kjósendur fylkisins verða beðnir að íhuga. — Vér segjum, að nú sé tími til þess kominn, að íbúar fylkisins fylgist að sem ein.n maður í þeirri kröfu, að Manitoba verði að fá fult jafn- rótti við hin * önnur fylki í sam- bandinu. Og ég þekki þá ekki rétt htigarfar fólksins á Gimli og í fylkinu yfirleitt, ef það gerir sig ánægt með þá meðferð, sem vér verðtim nú að sæta af Laurier stjórninni. Ég byggi ednndg þessa hugsun á því, hverja menn Liheralar geta fengið til þess, að sækja um þing- sæti hér í fylkinu. Flokkurinn get- ur ekki fengið aðra umsækjendur en þá, sem eru í þjónustu og draga laun frá Ottawa stjórninm. það eru mennirnir, sem flokkuriati vonar að fi kosna, og ef þeitn tœkist að ná kosningu, þá mælti trúa þeim til aö svíkja fceztu hags- mund þessa fylkis. Sú eina vernd, sem fylki vort hefir í slíku tilfelli. er, að standa fast móti stefnu Laurier stjórnarinnar og að fylgja einhuga Roblin stjórninni að mál- um í tilraunum hennar til að öðl- ast full réttindi fyrir íólkift í Mani- toba, og þá er ég fullviss um, a5 jafnvel Liberal stjórnin í Ottav. h verði nej'dd til, a5 veita fvlkisbú- um þau róttindi, sem þeir réttiltga krefjast. hæst gat herra Campbell þess, að Liberal flokksmenn hér í fylk- inu héldu því Iram, að þeir pen.ing- ar, sem lagðdr eru til umbóta, ættu að skiftast jafnt milli kjör- dæmanm í fylkinu. Sú stefna væri ; ranglát gagnvart Gimli. Eldri bygðir fylkdsins bafa fengáð sínar umbæitur, en Gimli kjördæmið, sem nú er óðum að byggjast og i hefir svo miklar þarfir, sem bíð t I uppfyllingar, þyrfti á því að halda iað sérstakt tillit væri tekið til þess. þeir sterku verða að hjálpa hinum veikari. það er þess vegna ranglátt, að bera stjórninni eyðsltt semi á brýn, þó hún vedti mesta hjálp þar sem þöríin er mest. þá mintist herra Campbell á talsímamálið, og sýndi fram á, að stjórnin hagaði notagjaldinu þann- ig, að bændur út um fylkið borg- uðu að edns eða jafnvel tæplega það sem nœmi starfskostnaði. En “busin.ess”-menn í borgum og bæj- um greiddu meira, af því þeir hefðu meiri not af símanum. — Stjórninni vœri ant um, að hver bóndi í Manitoba gæti átt kost á, að hafa talsíma í húsi sínu, og til þess að geta haft afnot þedrra sem ódýrust, þá notar stjórnin gróð- ann, sem hún hefir af fjarsímunum, til þess að hjálpa bændunum. það væri yfirleitt stefna Roblin stjórn- arinnar, að láta landbúnaðarflokk- inn í fylkinu njóta allra þedrra hlunninda og hagsmuna, sem henni væri mögulegt að veita. Tilgang- urinn væri, að koma talsímum upp út um alt fylkið, og með því sér* staka augnamiði, að hjálpa þeim, sem búsettir væru í útjöðrum fylkisins. Andstæðingar vorir segja, að . vér eyðum of miklu fc í talsíma- kerfið, og að vér með því gertttn fylkið gjaldþrota. þetta bendir1 til þess, að þeir mundu, cf þeir næðn völdum, afnema þjóðeign talsíma. Næst talaði dómsmálastjórinn um gagnrýni and s t æ ð i nga n na a fylkisreikningunum, og sýndi, a'S niiesta afrek þeirra á síðasta þitijíl hefði verið að íhuga, hvort for- maður Búnaðarskólans hefði borg' að stjórninni nægilega mikið fynr nokkra potta af mjólk, sem hann fékk frá mjólkurbúi Búnaðarskol* ans handa nýfæddu barni sínu. Herra Campbell endaði raeðn sína með þeirri ósk, að kiósendur í Gimli kjördæmi vildu af aluo vinna að því, að tryggja kosningtt B. L. Baldwinsonar, svo að hantt gæti starfað að hagsbótum Gimlt kjördæmisins á nœsta kjörtímabili- TIL LEIGU ] í 3—4 mánuði (frá 1. júní) hús með húsbúnaði á góðum stað t vesturbænum, með mjög saon- gjörnum kjörum. Hkr, vísar áj,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.