Heimskringla - 18.08.1910, Blaðsíða 2
54 Blft WINNIPEG, 18 ÁGÍIST 1910.
ÖÉÍMSKRINGLA
Heimskrmgla
Pnblished every Thursday by The
fieiraskriiigla News & Pnblisbing Co. Ltd
Verö blaðsins 1 Canada og Bandar
|2.00 nm áriO (fyrir fram horaao),
Sent til Islands $2.1*0 (fyrir fram
borgaðaf kanpendnm blaðsins hér$1.50.)
B. L. BALDWINSON
Editor & Manasrer
Office:
729 Sherbrooke Street, Wionipeg
P.O. BOX 3083. Talsími 3312,
í>eir eru viðkvæmir.
Ekki veröur því neitað, að
prentfrelsdslögin á Islandi séu
þvingandi takmörkuð fyrir þá,
sem þurfa að segja ómengaöan,
sannleika um menn og máleíni. —
Enda.bera nú nýkomin Islandsblöð
þess vott, að mikið sé þar um
máiaferli út af blaöameiðyröum,
hnjóðsyrðum og lítilsvirðingum.
Jón ólafsson skýrir frá því í
frlaðinu Reykjavík, að ráð'herrann
hafi höfðað 57 >,mál gegn 2 ritstjór-
um og einum alþiiigismanni ; a!
þeim eru 31 mál móti þorsteini
Gíslasyni ritstjóra Lögréttu,, 17
mál gegn Jóni alþingism. ólafs
syni og 9 máDgegn ritst. þjóðólfs.
Aðallega eru mál þessi hafin út af
hnjóðsyrðum og lítilsvirðingar-
nöfnum, sem birst haía um ráð-
gjafann í nefndum blöðum, ásamt
Maðinu Reykjavík.
Aftur hefir Jón ólafsson höfðað
12 mál fyrir ærumeiðingar móti
ritstj. ísafoldar. þorsteinn ritstj.
■Gíslason hefir og höfðað 28 mál
móti sama ritstjóra, 2 mál móti
Einari Hjörleifssyni ov 1 mál mót
Sveini Bjömssyni, alt fyrir æru-
a-rumeiðingar og ön:iur ókvæðis-
orð og meiðyrði í tsafold. Trygvvi
Gunnarsson hefir og höfðað 22
mál móti sama ritstjöra, og laga-
skólastjóri I.árus H. Bjarnason
hefir höfðað 5 mál móti sama rit-
stjóra. — Alls segir Jón ólafsson,
að 70 mál hafi höfðuð verið móti
ritstj. ísafoldar, og að hann muni
fá önnur 70 eða fleiri mál á háls-
inu, í viðbót við þau, sem nú eru
ai stokkunum. — Aftur hefir rit-
stjóri tsafoldar höfðað 33 mál
móti þorsteini ritstj. Gíslasyni, 12
mál á hendur Jóni óla/ssyni, að
þvf er blaðið Reykjavík segir :
Hvernig öll þessi mál kunna að
iara, verður ekki sagt að svo
stöddu, en opinbert er það orðið,
að Björn ráðherra hefir komið
Iram sektum á bendur Heim Jóni
Ólafssyni og Tryggva Gunnarssyni
fyrir meiðyrði, og bendir bað til,
að Björn megi heldur betur í við-
nreigninni fram að þessum tíma.
Kristján yfirdómari hafði og
stefnt Birni fyrir að nefna sig
trassa, en því máli var vísað frá
rétti, með því að lýsingin hefði
verið réttmæt.
það sorglegasta í öllu þessu
mdkla málastappi er það, að hér
eru nálega eingöngu blaðritstjórar
og blaðaútgeíendur, sem hlut eiga
að máli. þeir berast hér á réttar-
íarslegum banaspjótum, í skjóli
laga, sem þeir sjálfir vita að eru
þvingunarlög, þrungin svæsnasta
ófrelsi, og sem ekki er viðbúandi
nú á tímum.
yiiklu hefðd þessum blaðamönn-
um verið seemra, að mynda sam-
tök með sér til þess að fá prent-
frdsislögunum breytt i frjálslegr*
horf en þau nú eru í, svo að hverj-
um borgara landsins, sem taka
vildi opinberan þátt í landsmálum
væri leyfilegt, að rita og ræða um
áhugamál sín og þjóðar. sinnar,
svona nokkurn veginn þvingunar-
laust, og án ótta við fjársektir
eöa fangelsi, þó sannleikur sé sao-ð-
ur í ákveðnum orðum. Blaða-
menndrnir ættu sem allra fyrst að
vinna einhuga að því, að fá nú-
gildandi prentfrelsislög úr gildi
numin, og önnur sanngjarnari sett
í þeirra stað.
Ilvað sérstaklega viðkomur ráð-
herranum, þá ætti hann sem æðsti
valdsmað'ur landsins, og jafnvel þó
lægra væri settur í valdastigan-
um, að geta gengið nokkurn veg-
inn þegjandi og afskiftalaust fram
hjá því, sem um hann og stjórn
hans er ritað. Ilann mætti vel
huggast við það, að þeir tveir
menn, þorsteinn Gíslason og Jón
Ólafsson, sem allra svæsnast og ó-
fvrirLeitnast og ósanngjarnast hafa
um hann ritað og ráðsmensku
hans, komast hvorugur nokkurn-
tímai þangað i mannvirðingum eða
tiltrú þjóðar sinnar, sem hann nú
nýtur og hefir notið. 1 því ætti
hann að bnevta eins og Hannes
Hafstein, sem aldrei lútir svo lágt,
að skifta sér af, hvað um hann er
sagt eða ritað, og virðist þó kom-
ast allra sinna terða málaíerla-
laust.
í þessu landi dettur stjórnmála-
mönnum ekki í hug að ganga- til
laga, þó þeim sé sýnd óvirðing í
ræöu eða riti. Enda er hér einskis
manns heiður skertur við það, þó
illa sé um hann mælt eða ritað,
og tiltrú sinni halda þeir jafnt fyr-
ir það, þó pólitiskir andstæðingar
þeirra beiti þá ókvæðisnöfnum og
riti djarflega um starfsemi þeirra.
Sama er að segja um hérlcnda
ritstjóra, að þeir eyða ekki tíma
og efnum í, aö ofsækja hver annan
með sakamálssóknum, þó þeir
beitist fyrir andvígum skoðunum í
hlöðum sínum.
þessi alls óþörfu málaferli milli
ritstjóranna heima ættu að vekja
þiugið til meðvitundar um, að
íull þörf sé á breytingu preutlag-
anna, og næsta þing ætti að breyta
þeim i skynsamlega frjálslegt horf,
svo að slík málaíerli, sem nú eru
þar efst á öaugi, verði framvegis
ómöguleg.
Eimreiðin.
gerð þess hávísindaleg, en vjísindin,
haia aldrei verið céarlega á baugi
meðal alþýðunnar, og lítt mun
ritgerð þessi glæða vísinda þekk-
ingu fólksins, — nema ef væri á-
rásin á Dr. Georg Brandes. Hann
hefir til þessa skipaö öndvegissess
meðal ísLendinga yfirleitt, en jarð-
fræðisprófessorinn geturi ekki un-
að því lengur.
Að vísindunum loknum kemur
Gunnar Gunnarsson 4 með fimm
kvæði, lipurt kveðin.
Og að lokum rekur ritstjórinn
Lestina.i með ritdómum og hring-
sjá. Sérstaklega er ritdómurinn
um Andvökur Stephans G. Steph-
anssonar ýtarlegur, og einhver sá
berti, sem birstjhefir um bók þá.
Skuggamyndir.
Svo heitir bók ein, nýkomin til
útsölu hér vestra, fróðleg bók og
ail-einkeunileg. Hún er alþýölegar
frásagnir úr sögu páfadómsins,
eftir þorstein Björnsson, guðfræð-
iskandídat. Bókin er 200 bls. í
va.nalegu broti, útgefin í Reykja-
vík fyrir 2 árum.
Bókin hefir það inai að halda,
sem titill hennar bendir til. Segir
hún í þrem þáttum frá ástaudi
kirkjunnar katólsku og hins íeyki-
lega kredduvalds hennar niður eft-
ir öldunum, og íer um það hörð-
um orðum, sem von er.
Fyrsti kaflinn er um oáfavaldið
og páfana, annar kaflinn um
klaustrin, og þriðji kaflinn um dýr-
lingana.
Stýll höf. er skýr og greinilegur
og framsetndng málsins öll með
alþýðlegum blæ, þó stafsetning
stöku orða sé nokkuð hjárænuleg
hjá því, sem alment er á íslen/.k-
um bókum.
Bókin er skemtileg aflestrar,
bæði vegna málsins, sem er gott,
og hins vegar vegna þess, að höf.
tekur inn i frásögnina — til skýr-
ingar — talsvert af skemtilegum
sögum. Má því bókin teljast
hvorttveggja i senn, skemtibók og
fræðibók, og sýnir höf. með því,
hve sagníróður hann er. Enda er
sýnilegt, að hann hefir lagt mikla
vinnu í samningu bókarinnar.
Engin guðfræðileg helgislikja er
á framsetmng eða frásögn höf. og
mun það alment) verða talinn
kostur á bókinni.
Vér teljum bókina vænan tiekju-
auka íslenzkum bókmentum, bæði
að efni og innihaldi, sem ekki hefir
áður verið ritað um í islenzkum
bókum svo teljandi sé, og engu
síður vegna forms og frágangs
hennar.
Bókin er hin eigulegasta eign og
vel þess verð, að Heimsknngla
mæli með útsölu bennar. Að eins
takmörkuð eintakatala hefir send
verið hingað vestur, og ættu þvi
þeir, sem vilja eignast hana, að
snúa sér sem fyrst til útsölu-
mannsins herra H.S. Bardal. Verð
hennar er oss sagt að sé 75c.
Va'nUr.iIe-a mun ísafold höfða
fleiri mál móti andstæðingum sin-
um, heldur en enn er frétt um,
svo sem til þess að sýaa lit á, að
launa fyrir sig.
það er eítirtektarvert, að 1
eða 2 af málum þeim, sem höfðuð
hafa verið móti ísaiold, eru fyrir
það, að blaðið hafði flutt útdrætti
ritgerð eftdr herra A. J. Johnson
í Qhicago mót greinum Dr. Sig.
Júl. Jóhannessonar og sem birt
var í Heimskringlu.
Alt þetta bendir á, að þeir séu
meára en lítið viðkvæmir fyrir
virðingu sinni þar heima, og mik-
ið má þaö vera, ef þessir gæðdng-
ar í hjörtum sínum finna sig svo
hreiiui og siðferðislega flekklausa,
að þeir hver um sig verðskuldi
ekki einhvem lítina skerf af
íkömmunum, sem þeir um marga
tmdamfarna mánuði hafa kepst við
að ausa hver aunan. Eða er við-
kvæmnin að eins komdn til af því,
að þeir þoli lakar ámæli frá öðp-
um, heldur en þeir ætlist til að
aðrir þoli ámæli frá sér ? Eða eru
öll þessi málaferli út af ærumeið-
ingnm, hnjóðs- og lítílsvirðingar-
orðum að eins látalæti, til þess
ger, að slá um sig með þedm i
atigum þjóðarinniar ? Eða eru þau
til orðin af því, að ekkert annað
hetðarlegra og þarflegra starf sé
fyrir hendi þar heima, sem vinna
mætti til þjóðþrifa ?
Frá sjónarmiði vor Vestur-ís-
lemdinga — sem horfum álengdar á
leikinn — virðist allur þessi gaura-
gangnr ærið unggæðingslegur og í
mesta máta óþarfur. Vér lítum
svo á, að íslenzka þjóðin ætti nú
að vera búin að ná því þroska-
stigi, að hún veitti blaðamönnum
sínnm svo víðtækt ritfrelsi, aC
þeir þurfi ekki að óttast stórsekt-
ir eða fangavistir, þó þeir kveði á
hispursla/ust um þá menn og þati
mál, sem þeir taía til umræðu,
■og eigi sízt þegar um stjórnmála-
steánur og stjórnarathafnir er aC
arCa.
þriðja hefti hennar hefir nýskeð
borist oss í hendur, og kennir þar
margra grasa sem oftar.
Fyrstur er þar Ólafur Friðriks-
son með ritgerð, sem hann kallar
“Um fjárhag vorn og
framtíð". Gefur hann þar Is-
landi og íslendingum ýms heilræði
þar að lútandi. Meðal annars seg-
ir greinarhöf, að tvö ráð séu til
að auka fjárhaginn, sem eru, að
spara og auka tekjurnar, og það
eru án efa allir honum samdóma
um, en hvort heilræðin sem hann
leggur, yrðu eins affarasæl S neynd
inni og þau líta út á pappírnum,
getur orðið álitamál. Haiui hygst
að auka tekjumar með því að
auka eða réttara sagt skapa inn,-
lemdan iðnað. þæð hefir verið
reynt áður og stórtjón að jafnaði
orðið ávöxturinn. Verksmiðjur
þær, sem stofnaðar hafa vcrið,
haía farið á höfuðið jafnharðan.
Og hafi handiðnamenn komið og
ætlað að reka einhvera þá hand-
iðn,, sem lítt kunn var áður, þá
haifa þeir orðið að hætta vonum
bráðar, ekkert fengið að -era. —
ILéðain fór fyr.ir tveim eða þrem
árum velfær aktýgjasmiður og ætl-
aði að reka iðn sína í Reykjavík ;
hann fékk ekkert tækifæri svo að
segja til að stunda.iðn si'na, eng-
inn vildi rétta honum hjálparhönd;
hann flosnaði upp'vonum bráðar
og kom hingað vestur aftur, þakk-
andi drottni, að|hafa ekki orðið
hugurmorða í höfuðstað íslands.
Mundi marga handiðnamenn fýsa
t/tir öðru eins ? — Annars er
greinin í heild sinni fróðleg og vel
rituð.
Dr. þorvaldur Thoroddsen kem-
ur með áframhaldið al ritgerð
sinni "V ísindalegar nýj*
ungar og stefnubreyt-
ing nútíman s”. Er þetta
þriðji kaflinn og er hann kallaður:
SkuggahliCar menningarinrvar. —
öfgastefnur. — Sem sjá má af öll-
um þessutn fyrirsögnum, er rit-
Fréttabréf.
MARKERVILLE, AI,TA.
(Frá fréttaritara Hkr.).
3. ágúst 1910.
Næstliðinn mánuð hefir verið
mjög þurkasamt og sjaldan komið
regnskúrir. Ilitarnir hafa stundum
verið mjög miklir, svo jafnvel hef-
ir kieyrt úr hófi. Næturfrost hafa
komið oftar en einu sinni, en
einkum þó aðfaranótt 25. sl., sem
skemdd akra mjög víða, ednkum
A stöku stöðum verður
akrasláttur byrjaður næstu viku.6
Langt er síðan sumir byrjuðu
heyvinnu, þótt kalla mcgi, að
sumir séu nýbyrjaðdr. Grasspretta
víðast léleg og mun því vinnast
seint, .því mikils þarf við, ef fást
eiga nægar fóðurbirgðir fyrir
næsta vetur. Heilsufar er yfir höf-
uð bærilegt. þó mun á stöku heim
ilum hafa stungið sér niður hita-
veikj, nú fyrirfarandi.
þá koma þrjú kvæði eftdr Sig-
urð Jónsson frá Helluvaði, sem
hann kallar “í önnum dags-
i n s". Fyrsta kvæðið, eítirmælin
eftir Jón A. Hjailtalín, er bezt, —
hin tvö eru lipur.
Guðm. G. Bárðarson kemur með
seinni hlutajgreinar sinnar “Loft-
siglingar og ftuglist”. Er það flug-
listin, sem hér er á borð borin, og
er saga hennar all-ýtarlega sögð.
þá er Halldór Hermannsson með
“V ín og vínban n”. Berst
hann á móti aðflutningsbanni, og
telur það muni verða til niður-
dreps íslandi, ef sá ófögnuður
skyldi ná þar fótfestu. Kemur
hann með ýms dærni úr Banda-
ríkjunum því tdl sönnunar.
í niæstliðnum mánuði dó Bene-
dict Jónsson Bardal, 73. ára gam-
all. 'Hann var einn af hinum elztu
landnámsmönnum þessarar bygð-
ar, og bjó hér mörg ár, unz hann
misti konu síaa fyrir nokkrum ár-
um. Síðan hefir hann verið hjá
sonum sínum.
Iskndingadagurinn var haldinn ,
hér í gærdag (2. ág.) við mikið
fjölmenni. Veður var gott og
skemtu menn sér hið bezta. For-
setd dagsins var C. Christinson.
Rœdd voru mdnni Islands, Canada
og Vestur-ískndinga. Ræðumenn
voru J. J. Huníord, séra Pétur
j Hjálmsson og Stepban G. Steph-
I ansson, sem einnig flutti kvæði. —
| Einnig flutti lipra tölu þorsteinn
Borgfjörð (frá Winnipeg), sem
j heimsótti okkur snöggva ferð.
' Hann er einn í samningsvinnufé-
j lagi, sem sér um Stations bygg-
'ý-igar meðfram Kyrrahaísbraut-
inni. Vegna annríkis mátti hann
ekki vera hér neitt um kyrt.
. Skemtandr dagsins voru enn-
íremur : Kapphlaup, kappstökk,
j kappreiðar og knattleikur, m. fl.,
j og dans að liönum degi á Fensala
j Hall. StfilVg Band Iunisfail manna
j spilaði á hofil um daginn.
Frá Islandi komu að kveldi 10.
þ.m. 34 ísknzkir innflytjendur, all-
j ir af Suöurlandi. þeir fóru frá
j Reykjavík 20. júlí og degi síðar
| [rá Vestmannaeyjum. þaðan komu
j — Sæmundur Björnsson, Hall-
i varður ólafsson, Guðjón þorvalds-
! son með konu sína, Guðmundur
Jóhannsson, Kristján Finnbogason
jLoftur þórðarson og þórunn Tóns-
dóttdr. Sæmundur sagöi góðan
afla á eyjunum á sl. vetri, en lít-
inn sem engan í vor. Nokkrdr bát-
[ ar höfðu þó verið hepnir, en að
eins fáir af fjöldanum. Annars
sögðu Vestmanneyiugar allgóða
líðan yfirleitt á Eyjunum.
Tvedr Vestur-lslendingar komu
með þessum hópi : ólafur Hallson
frá Narrows með konu og 2 börn,
haíði dvalið 3 ár á Islandi, og
Agúst Eyjólfsson frá Westbourne.
Iiann fór héðan til Islands 14.
marz sl., eftir 9 ára dvöl vestra.
Ágúst sagði líðan á Suðurlandi
sæmilega góða, *n almenningur
skuldum vafinn, að undanteknum
örfáum bændum. Hann kom með
2 bræður sína að heiman, annan
með konu og 4 börn (eitt barn-
anna fæddist á leiðinni, á skiipinu
Botniai. þar var því gefin íagur
siMurbikar með nokkuð á fimta
pundi gulls í, og tneð þeim skil-
daga, að stúlkan litla skyldi heita
Iátin Botnia, enda var nafn hennar
þegar grafið á bikarinn. Barni og
móður heilsaðist vel. Ágúst fór
með bræður sína heimledðis til
Westbourne á föstudaginn var.
SPAKMÆLI.
Ef vér viljum ná vizkunni, verð-
um vér að leita'hennar af alhug.
* * *
Ihugaðu áður en þii taíar. Ihug-
aðu við hvern þú talar. íhugaðu
um hvað þú talar.
* * *
Vitur maður léttir mœðubvrði
sína með von, og beygir dramb-
sem meðlætisins með íhugun um
óstöðugleika þess.
* * *
Af því mannelska getur ekki átt
sér stað sem dygð út af fyrir sig,
þá ieru henni ávalt samfara íleiri
mannkostir.
* * *
Að hjálpa vinum síuum sér til
eignamissis er myndarlegt. Að
hugsa að eius um sjálfan sig, er
svívirðilegt. •
* * *
því erfiðari, sem þrautin er, þess
meiri er frœgðin að vinna hana.
* * *
Dygðin er vissasti gæfuvegur,
hún sykrar alla nautn og er 'bezta
bót við öllu böli.
* # *
Sá, sem þiggur velgerning, ætti
aldrei að gleyma honum. Sá, sem
veitir hann>, ætti aldrei að minn-
ast þess.
• • •
Ávítaðu aldrei vin þinn, án þess
að tala- hlýlega við hann um leið.
* * *
Ilugsaðu eins og hygnir menn,
en talaðu eins og almenningur.
* * *
Dlilinn . hugur og djarft vtlit fer
óhuLt lífsleið sína.
• • «
Gamansemin líkist eldglæring,
sem brýzt í gegn um skýflóka og
blikar rétt í svip.
* * *
Glaðlyndið lætur sálina njóta
stöðugrar heiðríkju.
• * *
Væri kurteisin rekin burt úr
heiminum, fylgdist með henni
helmingur allra dygða, sem þar
eru.
* * •
Talaðti ekki- fleira við ókunnan
mann, en þig gildir einu hvar fer.
* * •
Segðu ekki alt, sem þú veizt,
gerðu ekki alt, sem þú -v»tur,
trúðu ekki ollu, sem þú hevrir,
eyddu ekki öllu, sem þó átt.
Magnús lögsóknari Brynjólfsson.
Magnús Brynjólfs-sonur sæll
siglt í burtu hefur.—
Hann var aldrei præla þræll;
það mér hnggun gefur.
Frjáls á velli, frjáls f lund,
frjáls f m&lum öllum.—
Mælskur hnnn á mörgum fund
mælti rómi snjöllum.
Man eg þegar Menningar-
mætt var félag stofnað.—
fleila nótt var þulið þar-
þá var ekki sofnað.
1) 4. febr. 1888.
I fyrsta sinni sá eg þá
syni Brynjólfs gamla:
Skafta”og Manga”-En skemti-þrá
skyldum mátti’ ei hamla.
Sýndi frábært sálarflug,
sannleiks-ást og menning,
og óbilandi dáð og dug
— dýrust frelsis kenning,
Hugnæmt var að hlnsta á
hetju-ræður slfkar.
Eg því gleyma aldrei má;
engar heyrði’ lfkar.
Hönaþingi heiður er,
að hafa báða alið ;
og föður jþeirra færa ber
fylsta þakka valið.
Skarð er fyrir skildi nú,
sknld, sem valdið hefur.
Njótum branda nornin sú
neyð og sorgir gefur.
Og skarðið það ei skipast fljótt;
skaðinn varla bætist.—
Yfir slfku andans drótt,
afturhaldsins, kætist.
Þvf frelsis-hetjan höggin snjöll
henni mörg nam greiða.—
Upp á hæstu andans-fjöll
alþjóð vildi hann leiða.
En að fást við fhalds-liðj,
nppalið af prestum.
og margra aldna ófrelsið,
örðugt gengur flestum.
Ingersoll hann unni mest
allra frægra manna.
í sókn og vörn hann sýndis bezfc
sannleiks- djúpið kanna.
Og mikið einnig Magnús var
í mörgu honum lfkur:
Hvor um sig af sinni bar
samtfð — gæða-rfkur.
Um sólskin-auðgan sumardag
sárt er að verða’ að hátta,
og 6já um miðdag sólarlag,
og sorta allra nátta.
En aftur, kannske, eygló rfs
yfir hvflu þinni,
og þér birtist al-lffs dfs
í allri fegurð sinni!
(27. júll 1910).
J. ÁSGEIR J. LínDAL.
The Northern Wine Co.
LIMITED.
Selur sérhverja góða tegund af Whisky, vfnum og bjór
o.fl. o.fi. Við gefum sérstaklega gaum familfu pöntun-
um og afgreiðum þær bæði flótt og vel til hvaða hluta
borgarinnar sem er— Oetið okkur tækifæri að sýna ykkur
að svo sé.
, Við óskum jafnframt eftir sveita pöntunnm- Afgreiðsla hin bezta
Talsímar 215 Market St.
Maiiitoba Elevator Coinmission
D. W. McCUAIG, W. C, GRAHAM, F. B. MACLEXNAN,
Commissioner Commissioner Commissioner
Aðal skrifstofa: 227 Garry St, WINNIPEG
P. O. Box 2971
Commiss’oDers tilkynna hérmeð M»nitoba beendum að þeir hafa fengið
fra .itiðar skrifstofu til starfsnota og að öll btéf skyldu sendast Commis-
sioners á ofan nefnda árítun. Beiðniform og allar upplýsingar »em
bændur þarfnast til þess fá kornhlöður i nágrenni sinverða sendar
hveijum sem ósKar.
Conin issioners óska eftir samvii nu Manitoba bænda í því að komaá
fót þjódeþn&r kornhlöðum í fylkinu.
Okeypis Píanó f yrir yður
t>etta er vort “LouisStyle“ Piano, feaorsta
hljóðfmri 1 Canada. Sent yöur til reynslti 1
30 da«:a ókeypis. —
LESIÐ ÞETTA;
STEFNA þessa fétags hefir ver-
ið, að “fullnægja, eða pening-
um yðar skilað aftur”. Og nú
gerum vér það bezta tilboð sem
nokkrir Pfanó-salar hafa nokkru
sinni gert í þessu landi. Það
veitir yður frfa reynslu hljóðfær-
isins og kauprétt á því með
HEILDSÖLU verði og vægum
afborgunu m ef þess óskast. Vér
biðjum ekki um 1 cent af yðar
peningum fyrr en þ< r eruð alveg
ánœgðir. —
Tilboð vort
Fillið út og sendið meðfylgjandi “ COUPON ” og vér sendum
yður strax sýnismyndir af vorum ýmsu hljóðfærum með verði hvers
þeirra. Þér veljið Pfanó, og vér sendum yður það tafarlaust og
borgnm flutningsgjald; þér reynið það í 30 daga ókeypis. E f ti r
það getið þ*r sentþað oss á vorn kostnað, eða keypt það af oss með
heildsölu verði. Er þetta ekki gott boð ?
W. DOHERTY PIANOJ& ORGAN CO., LTD.,
Wertern Branch, Winnipeg, Man. Fact'ories, Clinton, Ont.
----- COUPON -------
W. Doherty Piano & Organ Co., Ltd.,
286 HARGRAVE STREET', WINNIPEG, MANITOBA.
Kmra herrar! Sendiö mér strax sýnismyndir af Piano teKundum yðar^meðjverð-
lisfca Off opplysinffnm um ókeypis reynslo tiíboð yöar, er sýnir hvernig ég, gefc reyufc
Planó-iÐ um 30 daga, mér kosfcoaOarlaust.
NAFN__________________________________________________
Aritan__________________________________________